Tíminn - 05.11.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1927, Blaðsíða 1
©jalbfeti og afgreiðsluma&ur Ctmans er Sannpetg þorsIei nsöóttir, 5ambanösíjúsinu, XeYfjapíf. 2^fgtei5s(a Cimans er i Samban&sijfeinu. ©pin öaglega 9—\2 f. I). SiÍTni 496. XI. ár. Reykjavík, 5. nóvember 1927. Einhver alvariegasti glæpur. Um öll menningarlönd mun svo vera litið á, og svo hefir verið litið á öldum saman, að einhverj- ir alvarlegustu glæpir sem framdir eru í þjóðfélaginu, séu þeir, sem eru framdir gegn sjálfu skipulagi þjóðfélagsins. Þyngstar refsingar hafa jafnan verið lagðar gegn slíkum glæp- um. Þjóðfélagið hefir jafnan tek- ið til hinna allra hörðustu ráð- stafana til þess að verjast slík- um glæpum. Afkoma allra þegna innan þjóðfélagsins er því svo mjög háð að grundvelli þjóðfé- lagsins sé ekki raskað, og ef hon- um er raskað,. þá blasir við sá glundroði, sem útilokar alt rétt- aröryggi — að hver einasti heið- arlegur borgaii verður að krefj- ast þess mjög ákveðið, að reynt sé með hinum tryggustu aðferð- um að hindra glæpi gegn sjálfu þjóðfélaginu. Ef uppvíst verðui- að slíkar glæpatilraunir hafa verið gerðar, þá verður að ganga að því með oddi og egg, að koma því upp hverir framið hafa og beita þeim meðölum sem öruggust finnast til að hindra endurtekningu. Fyr á öldum var þungamiðja þjóðskipulagsins bundin við per- sónu hins æðsta manns þjóðfé- lagsins, einvaldans, hvert sem var tignarheiti hans í hverju einstöku landi. Því var sérstak- ur vörður haldinn um þjóðhöfð- ingjann og konungamorð þóttu þá hixm hættulegasti glæpur. Nú hvílir skipulag þjóðfélags- ins fyrst og fremst á hinum ai- menna kosningarrétti. Á grund- velli hans stjómar þjóðin sjálf málum sínum og stjómendur og embættismenn eru þjónar henn- ar, en ekki herrar, sem á grund- velli þjóðarviljans fara með um- boð sitt, þangað til nýr þjóðar- vilji, sýndur með nýrri beitingu hins almenna kosningaréttar, kýs nýja stjómendur. Einhver mesti glæpur sem unt er að drýgja í þjóðfélagi, sem hvílir á grundvelli hins almenna kosningaréttar, er því tilraun til að falsa kosningamar, á einn eða axman hátt. Hepnist slík tilraun, særir hún þjóðfélagið ólífissári, því að hún raskar gmndvellinum sem þjóð- félagið er reist á. Fölsuð kosning þingmanns getur leitt af sér falsaðan meiri- hluta á Alþingi, þaxmeð falsaðan grundvö 11 undir myndun þing- ræðisstjómar og falsaða löggjöf heilt kjörtímabil. Tilraun til að falsa kosningar til Alþingis á að metast eins og hin æðstu drottinssvik. Enginn heiðarlegur borgari má láta sér óviðkomandi slíka dauðasynd gegn þjóðfélaginu. Eins og þegar eldsvoða ber að höndum, eða annan mikinn mann- háska, þá eru allir skyldir að hjálpa og allir telja sér skylt að láta hjálp sína í té, eins eiga all- ir alvarlega hugsandi borgarar að standa á verði gegn þeirri dauðasynd, sem það er að reyna að falsa þjóðarviljann, sem er undirstaða sjálfs stjómarfarsins. Stórglæpuriim framinn við Djúp vestra. Það hefir legið sá grunur á, að þessi stórglæpur gegn þjóðfé- laginu, fölsun á kosningaúrslit- um, hafi verið drýgðiu* á ísafirði vestra, við kosningai’nar 1923. Um það skal ekki fjölyrt, né um þær voðalegu afleiðingar sem það hefir haft fyrir þjóðina, ef satt var, því að í það siim var aðeins um grun að ræða, en enga vissu, og eins og að bar, var ekk- ert hægt að sanna. Nú aftur á móti er ekki um grun að ræða í þessu efni, held- ur vissu. Það er opinberiega sannað, að stórglæpurinn gegn hinu íslenska þjóðfélaginu, fölsun á kosningu tii Alþingis, vai’ framinn, og það nokkrum sinnum, vestur við Isa- ljarðardjúp á síðastliðnu vori. Það sem um' er deilt, er ekki það, hvort glæpurinn var fram- inn eða ekki, því að það er full- sannað, heldur hitt hver eða hverii’ hafa framið haim. Fyrir stjórnendur landsins var það því hin æðsta skylda að hefjast handa, með hinum allra röggsamlegustu aðgerðum til þess að komast fyrir um þennan stór- glæp gegn þjóðfélaginu. Því að þótt undanfaiið hafi tíkast yfirhilmingar glæpa og fjársvika í stærri stíl en tíðkast hafa hjá nokkurri annari menn- ingarþjóð, þá er íslenska þjóðin samt áreiðanlega ekki svo spilt orðin af þeirri skálkaskjólspólitík, að hún þoli það, að hilmað sé yfir hina allra hættulegustu glæpi gegn sjálfu þjóðfélaginu. Enginn vafi má á því leika, að núverandi landsstjóm hafi haft á bak við sig alla heiðarlega borgara í landinu, er hún ákvað að reyna að finna sannleikaim í kosningafölsunarmálinu. * En þai’ sem pólitík var komin í málið, reið á því að fá óhlut- drægan mann til raxmsóknarinn- ar. Var til þess kjörinn sýslu- maður úr nágrannahéraði, og það maður, sem íhaldsmenn þess héraðs höfðu beðið að vera þar í kjöri á móti núverandi forsæt- isráðherra, en hann neitaði af þein-i ástæðu einni, að hann taldi sér kosninguna ekki sigur- vænlega. Af stjómarinnar hálfu er val rannsóknardómarans óaðfinnan- legt og síst geta íhaldsmenn gert það tortryggilegt. Það átti að vera fullvíst fyrir- fram, að starf þessa rannsóknar- dómara, að því að leiða í ljós sannleikann í þessu stóralvarlega máli fyrir þjóðfélagið, fengi fulla samúð allra þeirra, sem opinber afskifti hafa af málum þjóðfé- lagsins. * En það hefir nú reynst á ann- an veg. íhaldsblöðin og glæpamennirnir. Það bar á því þegar í vor, að íhaldsblöðin, sum a. m. k., voru mjög uppnæm fyrir því ef minst var á hin miklu kosningasvik við ísafjarðardjúp. Þau gerðu alt sem þau gátu til að hilma yfir, breiða út ó- sannar fregnir og gera sem allra minst úr glæpnum. Og þau virtust vera því mjög fegin, Ihaldsblöðin, þegar stjóm þeirra, sorglegrar minningar, var búin að koma þessu stór- glæpamáli fyrir, í sínum rúmgóða yfirhilmingahandraða. Þá voru þau ánægð yfir því hvernig farið var að því að verja þjóðfélagið gegn opinber- lega sannaðri dauðasynd gegn sjálfum grundvelli þjóðfélagsins. En allra ljósast kemur nú í ljós hinn innri maður þessara íhaldsblaða, þegar landsstjómin lætur hefja rannsókn í málinu, með vali óaðfinnanlegs rannsókn- ardómara, með það eitt fyrir , augum að reyna að finna sann- leikann í þessu stórglæpamáli. Aðalmálgögn íhaldsflokksins j vestra og syðra, „Vesturland" og ; „Morgunblaðið“, hafa komið j fram eins og fullkomnir fjand- menn þess, að sannleikurinn komi í ljós í þessu háalvarlega máli. Barátta þeirra hefir verið ó- slitin herferð gegn þjóni réttvís- innar, rannsóknardómaranum. Ótal ósannindi hafa þessi Ihalds- málgögn borið fram til þess að gera þann mann tortryggilegan, eða hlægilegan, sem á að leita sannleik'ans í þessu máli, og sem vitanlega hefir engan annan til- gang en að leita sannleikans, til þess að verja þjóðfélagið fyrir hinum hættulegustu stórglæpa- mönnum. Hinsvegar hafa þessi málgögn íhaldsflokksins komið fram eins og beinir málsvarar þeirra manna sem þyngstur grunur hefir fallið g. Óteljandi eru þær greinar orðnar, sem þessi blöð hafa birt til þess að vekja samúð með þessum grunsömu mönnum. Aðal- verkefni þessara aðalmálgagna íhaldsflokksins, síðustu fjórar vikurnar, hefir annai’svegar ver- ið það að halda skildi, að órann- sökuðu máli, fyrir þá menn, sem sterkur grunur hefir fallið á að hafi drýgt dauðasynd gegn þjóð- félaginu og hinsvegar það að gera tortryggilega tilraun þjóð- félagsins til að komast að sann- leikanum. Svo alvarleg tíðindi hafa sem bet- ur fer aldrei gerst fyr í stjóm- málasögu íslands á þessari öld. Um alt Island spyrja menn hverir aðra: Hvernig stendur á því, að þessi íhaldsmálgögn berjast þannig gegn því, að sannleikurinn komi í ljós í kosningafölsunannálinu við ísaf j arðardj úp ? Hvemig stendur á því, að þessi Ihaldsmálgögn hika jafnvel ekki við að reyna að gera fulltrúa réttvísinnar, rannsóknardómar- ann, tortryggilegan ? Hvernig stendur á því, að þessi Ihaldsmálgögn berjast gegn rann- sókn og því að hæstiréttur fái að fella hinn æðsta dóm um þetta glæpamál ? Hvernig stendur á því, að þessi íhaldsmálgögn gerast, að órann- sökuðu máli, vamarmálgögn fyr- ir þá menn, sem grunaðir em um hinn mesta glæp gegn þjóð- f élaginu ? Hvemig stendur á því, að úr herbúðum íhaldsmanna heyrast engar raddir aðrar en þessar beinu uppreisnarkenningar gegn þjóðfélaginu, sem „Morgunblað- ið“ og „Vesturland" flytja — eða er þessi framkoma þessara I- haldsblaða í stórglæpamálinu við ísafjarðardjúp rétt mynd af hugsunarhætti þeima manna, sem fara með hin mestu mannafor- ráð innan Ihaldsflokksins ? Þjóðin á heimting á að fá þessum spumingum svarað. Styrbjöm. 49. blað. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að sonur okkar Valtýr Haukur andaðist hinn 28. október þ. á. eftir . nýaf staðinn uppskurð. Guðfríður Jóhannesdóttir. Guðm. Þorvaldsson. Litlu Brekku. Utan úrheimi. Frá Ítalíu. Við og við berast út um heim- inn kynlegar sögur af réttar- ástandinu á Ítalíu. Sumt mun vera orðum aukið, en sumt er samt með vottum og vitnum. Ný- lega heíir mikið verið skrifað um hið svonefnda Turatismál, og erlend blöð og tímarit hafa birt málsskjölin til þess að sýna við hverskonar réttarfar Itahr eigi að búa. Höfuðatriði málsins eru á þessa leið. Turati er frægur ítalskur vís- indamaður, sem um eitt skeið stai'faði allmikið fyrir Jafnaðar- menn, og var alllengi í sama fé- lagi og Mussolini. Hann er nú hniginn að aldri og þrotinn að heilsu. Fascistar sýndu honum sí- feldan fjandskap og móðganir, svo jafnvel þjónustufólk hans fékk ekki að ganga óáreitt um göturnar. Loks kom þar að, að Turati bað um leyfi til að mega ílytja úr landi, og eyða ellidög- um sínum í Frakklandi, Englandi eða Ameríku eftir því sem stjóm- inni þóknaðist. Jafnframt bauðst hann til þess að skrifa ekki fram- ar um ítölsk stjómmál, enda var heilsa hans og kraftar á þrotum. Borgarstjórinn í Mílanó og aðrir embættismenn, sem málið heyrði undir mæltu með beiðni hans, en stjórnin í Róm synjaði. Þá tóku nokkrir vinir Turatis sig til og fluttu hann á mótorbát til Kor- síku og þaðan fór hann til Frakk- lands og dvelur þar á heilsuhæli. Þess má geta að hann lét allar eigur sínar eftir í landinu og hafa þær verið gerðar upptækar. En nú kom eftirleikurinn. Þeir menn sem hjálpað höfðu honum til að flýja land voru teknir fastir og kærðir fyrir föðurlandssvik. Merk- astur þeirra voru prófessor Ros- selli, hálærður vísindamaður og Parri, frægur blaðamaður, sem þrisvar var sæmdur heiðursmerkj- um fyrir hreystiverk í heims- styrjöldinni. Frægur enskur blaðamaður kemst svo að orði: „Þegar vér athugum hinar borgaralegu ,deilur á Ítalíu, þá er það bersýnilegt, að hreysti og karlmenska .er fremur á móti stjóminni en með. Helstu andstæðingar Mussolinis eru menn, sem á ótal vígvöllum hafa úthelt blóði sínu fyrir föður- landið og eru hlaðnir heiðurs- merkjum fyrir hreystilega fram- göngu“. Ákærandi ríkisins krafðist þess að Rosselli og Parri yrðu dæmdir í fimm ára betrunarhússvinnu og stórsektir að auki. Ennfremur heimtaði hann að ýmsir aðstoðar- menn þeirra fengju líka refsingu. Meðal þeirra var maðurinn, sem seldi þeim bátinn, vélstjórinn á bátnum o. s. frv. Roselli og Parri tóku á sig alla ábyrgðina. Þeir játuðu hreinskilnislega að þeir hefðu framið „afbrotið". Rosselli komst svo að orði í vamarræðu sinni: „Eg vildi frelsa heiður föðurlandsins, sem eg elska, með ÞAKKARÁVARP. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hjálpsemi í veikindum, 0g við fráfall konu minnar Guðrúnar Jónsdóttur. Hjörleifur Brynjólfsson Starmýri. því að bjai’ga lífi eins af þess merkustu sonum. Mitt líf er einskis virði, ogef þið viljið taka það, þá dey eg glaður í meðvit- undimii um að eg hefi lagt lítið blóm í heiðurssveig um höfuð ltalíu, eg hefi unnið fyrir sann- i'æringu mína, réttlætið, sann- leikurinn og föðurlandið. Þér megið dæma mig eins hart og þér viljiö, eg ætla ekki að verja mig framar, athöfnin talar“. Við málareksturinn, var beitt allskon- ar ofbeldi, sem er óskiljanlegt fyrir norrænar þjóðir, sem vanai’ eru öryggi í dómsmálum. En í hvert sinn, sem sakbomingar töl- uðu æpti lýðurinn fagnaðarópi fyrir þeim — en Mussolini lét tvöfalda lífvörð sinn. Þegar átti að kveða upp dóminn héldu dómaramir ráðstefnu í fjóra klukkutíma og síðan kváðu þeir upp dóminn og dæmdu hina ákærðu í tíu mánaða fangelsi, en þó þannig, að þeir væru þegar búnir að taka út átta mánuði af því fyrir gæsluvarðhald og önn- ur persónuleg óþægindi, er þeir höfðu hlotið vegna málsins. Þessi dómur kom flestum Itölum á óvart, þeir voru orðnir svo vanir að sjá dómarana dæma eftir því, sem Fascistum þóknaðist, en í þetta sinn voru dómaramir menn með hjartað á réttum stað. Þeir hlustuðu aðeins á raddir sam- viskunnar, réttlætisins og mann- úðarinnar. Þeir voru fúsir á að fórna öllu fyrir sannfæringu sína. Enda koin þeim það í koll, því þeim hefir verið vikið frá em- bættum, enda þótt dómarar séu óafsetjanlegir samkvæmt lögum Italíu. Mörg stórblöð vestrænna og norrænna þjóða, hafa flutt margar greinar um þetta mál, og ei- ekki laust við, að sum þeirra vilji draga það í efa, að ítalía megi teljast siðað ríki, eins og réttarfari þess er háttað nú á dögum. H. H. -----0---- Alþingishátíðamefndin hefir skipað tvær undimefndir, á önn- ur að athuga og gera tillögur um söng og hljóðfæraslátt á hátíð- inni en hin á að gera tillögur um hátíðakvæði og dæma um þau. I fyrri nefndinni eiga sæti Ámi Thorsteinson, Jón Laxdal, Sigfús Einarsson, Páll ísólfsson og Jón Halldórsson, en í hinni síðari Sig- urður Nordal, Ámi Pálsson og Guðm. Finnbogason. Stjórnin hefir sent Stefán J. Stefánsson hæstaréttarmála- færslumann og Þorlák Einarsson bókhaldara hjá lögreglustjóra, til þess að rannsaka embættisrekst- ur Einars M. Jónassonar sýslu- manns í Barðastrandarsýslu. Bernharð Stefánsson alþm. á Þverá er nýkominn til bæjarins til þess að starfa í landbúnaðar- nefndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.