Tíminn - 04.02.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1928, Blaðsíða 3
TIMINN 21 Ritstjórn Tímans Vegna þráláts lasleika tekur ritstjóri Tímans sér hvíld frá ritstörfum um stundarsakir. 1 forföllum hans annast Gísli Guð- mundsson stud. mag., Stýri- mannastíg 3, ritstjóm blaðsins. lands og annara landa til manna, sem fai-a til útlanda til alþjóðargagns. 7. Að liafa á hendi yfirstjórn sjóða, sem efla eiga listir og vísindi, enda sé henni falið það í stofnskrám þeirra. Tilgangurinn með frv. er að koma meira skipulagi á ofangreind mál, e.n liingað til hefir verið. 14. Frv. nm helmild íyrir stjómina að reisa betrunarhús og letigarð. 1. gr. liljóðar svo: „Landsstjórninni skal heimilt, að verja af ríkisfé alt að 100 þús. kr. til að kaupa land og láta reisa betrunarhús og letigarð, þar sem skilyrði þykja góð, til að fangar og slæpingjar, sem ekki vilja vinna fyrir sér eða sinum, geti stunjf- uð holla og gagnlega vinnu“. Er frv. m. a. borið fram vegna þess, að fangahúsið í Rvík er nú talið með öllu ónothæft. 15. Frv. um breytingu á hegningar- lðggjðiinni og viðauka við hana. í frv. eru. mörg merkileg ákvæði. Er ætlast til að fangavist með vinnu- skyldu komi í stað vatns- og brauð- reísingar, og er þar farið eftir reynslu annara þjóða. Hegning er lögð við slœpingshætti (þ. e. ef full- hraustir menn vinna eigi fyrir sér og verða öðrum til þyngsla) og fjár- hættuspilum. Ýms önnur ákvæði eru um þá menn, sem ekki stunda heið- arlega atvinnu. 16. Frv. um heimild handa stjóm- inni til ríkisrekstrar á viðvarpl. Er frv. þetta samið af nefnd, sem stj. skipaði til að gera till. um viðvarps- málið, en í henni ?ru Gísli J. Ólafs- son landsímastj.. Jón Eyþórsson veðurfræðingur og Páll E. Ólason prófessör. Hefir hún samið ítarlegt álit. Samkv. tilboðum sem stj. hafa borist, gerir nefndin ráð fyrir, að koma megi upp sæmilegri víðvarps- stöð fyrir y2 milj. kr. Hyggur hún, að á 5. ári muni stöðin sjálf geta borið rekstrarkostnað að meðtöldum afborgunum af stofnfé. Telur hún, að nú muni vera í landinu 7—800 víð- varpsnotendur en þeim mundi á 5 árum fjölga upp í 5000. Árlegt afnota- gjald áætlar hún 50 kr. á 1. ári, sem fari lækkandi niður í 32 kr. á 5 ár- um. Landsiminn á, samkv. frv. að annast rekstur viðvarpsins. 17. Frv. um eftirlit með verksmiðj- um og vélum. Eru þar höfð til hlið- sjónar þau öryggisákvæði, sem erl. þjóðir telja nauðsynlegt að setja um vélaiðju. 18. Frv. úm bæudaskóla. Lýtur það, að því að heimila stj. í samráði við Búnaðarfél. að gera ýmsar breyting ar á bændaskólanum á I-Iólum: Að auka verklegt nám, bæta við undir- búningsdeild með lýðskólafræðslu og reka skólabúið fyrir reikning ríkis- ins. 19. Frv. um síldarmat. þetta frv. er samið af nefnd, sem til þess var skip- uð í árslok 1926. 20. Frv. um smíði og rekstur strand- ferðaskips: Heimild handa stj. að láta smíða eða kaupa 4—500 smál. gufu- skip til strandferða. Á það að hafa 70—80 tenningsmetra kælirúm og geta flútt 40—50 farþega. Stj. sé heimilt að taka lán til að kaupa skipið. 21. Frv. um dýralækna. Dýralækn- um sé fækkað niður í tvo. Er frv. þetta liður í viðleitni stj. til að leggja niður embætti, sem hægt er að kom- ist af án. 22. Frv. um friðun skóga og kjarrs. Gömul lög um þetta efni eru orðin úrelt. 23. Frv. til hjúalaga. Nd. skoraði i fyrra á stj. að endurskoða hjúalög- gjöfina, og samkv. þeirri áskorun er frv. fram borið. 24. Frv. um lifeyri fastra starfs- manna Búnaðarfél. íslands. Samkv. málaleitun frá stjórn Búnaðarfél, er hér lagt til, að ákvæði um lífeyris- sjóð embættismanna og ekkna þeirra skuli einnig gilda um fasta starfs- menn Búnaðarfél. 25. Frv. um laun embættismanna. Akvæði um dýrtíðaruppbót á að framlengja til 1930, en ætlast til að milliþinganefnd endurskoði launa- lögin. 26. Frv. um að framlengja tll 1030 heimild fyrir stj. að innheimta ýmsa tolln og gjöld með 25% genglsvlð- auka. 27. Fvr. um íramlenging verðtoils til 1930. þykir stj. eigi á það hætt- andi að svifta ríkissjóð þessum tekj- um. 28. Frv. um heimild fyrir stj. að byggja hús fyrlr opinberar skrif- stofur. Telur stj. að mikill hagnaður sé að því að færa skrifstofumar sam- un ,enda séu þær ríkinu alldýrar i því húsnæði sem þær nú hafa. 29. Frv. um fræðslumálanefndir. Frv. er um það, að skipaðar séu yfir- frœðslunefndir er hafi umsjón með bama- og unglingaskólum. 30. Frv. um friðun þingvalla. Skulu þingvellir, með tilgreindum takmörk- um, vera friðlýstur helgistaður. Skal landið varið fyrir ágangi búfjár, en skógurinn og villidýr þau, er þar kynni að geta þrifist, algjörlega frið- uð. Ekkert jarðrask má eiga sér stað og engin mannvirki gera nema með sérstöku leyfi. Staðurinn sé ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. 31. Frv. um eignar- og notkunarrétt hveraorku. Frv. þetta er um rétt j landeigenda til hveraorku og tak- j markanir á lienni. það er komið fram samkvæmt þál. frá síðasta þingi. 32. Frv. um gagnfræðaskóla Reykja- víkur. þetta frv. er fram komið til að bæta úr alþýðufræðsluþörfinni í höfuðstaðnum. Gert cr ráð fyrir tveggja ára námi, bóklegu og verk- legu. M. a. sé kent: steinsmíði, jám- og trésmíði, netabæting, fatasaumur og matreiðsla. Nemendur eru sjálf- ráðir um val námsgreina — i sam- ráði við skólastj. — Ekki er gert ráð fyrir, að bygt sé sérstakt hús fyrir skóla þennan í bráð. Skólastjóri sé j skipaður með föstum launum, en að ; öðru leyti ráðnir stundakennarar. j Nemendur greiði skólagjald, en ríkis- ! sjóður og bærinn leggi fram rekstr- arkostnað, 1500 kr. fyrir hverja 20 nemendur. 33. Frv. um varðskip landsins og skipverja á þeim. Eru í frv. þessu breytingar á varðskipslögum síðasta þings. Starfsmenn skipanna skulu ráðnir en eigi skipaðir og laun skip- stjóra lækkuð. Stjórnin hefir gert it- arlcgar ráðstafanir um sparnað við j varðskipin og hefir áður verið gjörr frá þeim skýrt hér í blaðinu. 34. Frv. um vemd atvinnufyrir- tækja gegn óréttmætum prentnðum ummælum. þar er svo ákveðið að hlutafélög, samvinnufélög og opin- ber atvinnufyrirtæki skuli njóta sömu lagaverndar og einstakir menn, gegn óréttmætum prentuðum ummæl- um, er hnekkja atvinnurekstri þeirra. En dómstólar hafa undanfarið litið svo á, að einstakir menn væru rétt- liærri, þegar um slíkt er að ræða. ----o---- Fréttir. Gestir í bænum: Ólafur LárusBon kaupstjóri Skagaströnd, Halldór Ás- grímsson kaupstjóri Borgarfirði, Karl Finnbogason skólastjóri Seyðisíirði, Hannes Pálsson bóndi Undirfelli, þór- arinn Ámason bóndi Miðhúsum i Reykhólasveit, Sigurður Sigurðsson búfræðingur Múla í þorskafirði, Finn- bogi Guðmundsson skipstjóri Finn- bogastöðum í Trékyllisvík, þórarinn Soebeck smiður Reykjarfirði, Guð- mundur Jónsson Ljárskógum í Döl- um, Helgi Lárusson s Kirkjubæjar- klaustri, Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum á ísafirði, þórólfur Sigurðs- son ritstjóri frá Baldursheimi, þor- steinn þoi-steinsson sýslumaður í Dalasýslu, Sveinbjöm Lárusson bíl- stjórí Akureyri, Guðbrandur Jónsson Spákelsstöðum í Dalasýslu. Dánardægur. 25. f. m. lést hér í bæ Jóhannes Kjartansson verkfræðingur, sonur séra Kjartans Helgasonar í Hruna. Jóhannes heitinn var 27 úra \- ; Íj tlb i O ð Fyrir 1. mars n. k. er óskað eftir tilboðum í að steypa hér staðnum: 485 holræsapípur 9 þuml. víðar og 80 cm. langar 710 _ 12 — _ _ 80 — — 75 — 15 — _ _ 80 —. — 1000 — 6 — _ _ 63 — — 400 _ 5 — _ — 63 — — 25 holræsabeygjur 6 — — 15 — 5 — — Tilboðin miðist við það, að bærinn leggi til allan sand í píp- urnar og húsnæði til að steypa þær í en tilboðsgerandi alt ann- að, sem þarf til að fullgera pípumar. Verkið skal unnið á tíma- bilinu frá 1. apríl til 1. ágúst 1928. Tilboðin séu merkt „Holræsanefnd Siglufjarðarkaupstaðar" Siglufirði, 11. jan. 1928. Holræsanefndin. gamall, mikill efnismaður, og hafði lokið verkfræðiprófi í Noregi. Síðan í fyrravetur gegndi hann kenslu- störfum við Mentaskólann. Enskur togarl strandaði hjá Sand- gerði 23. f. m. Skipshöfnin bjargað- ist nauðulega með þeim hætti að nokkrir menn úr landi festu streng við sig og óðu út i brímið svo langt, að þeir gátu kastað taug út í skip- ið. Skipið er ónýtt. Skýrsla er nú komin út eftir séra Björn þorláksson, um áfengisúthlutun lækna og lyfjabúða úrið 1926. Hann var, svo sem kunnugt er, skipaður af stjóminni til þess að athuga þau efni. Skýrslunnar verður nánar getið síðar. Bæjarstjórnarkosnlngar fóru fram hér í bænum 28. f. m. þrír listar voru í boði: Frá Jafnaðarmönnum (A-listi), Frjálslynda flokknum (B- listi), og íhaldsmönnum (C-listi). A- listinn hlaut 2402 atkv. og kom að 2 mönnum: Sigurði Jónass>mi og Kjartani Ólafssyni. C-listinn fékk 3207 atkv. og 3 fulltrúa: Magnús Kjaran, Theódór Líndal og frú Guð- rúnu Jónasson. B-listinn kom eng- um að. — Sama dag voru kosnir 2 fulltrúar í bæjarstjóm á Seyðisfirði: Sveinn Árnason af lista íhaldsmanna (207 atkv.) og Guðmundur Bene- diktsson af lista verkamanna (179 atkv.). Verðlnunasamkepnl. Landsfundar- nefnd kvenna í heimilisiðnaðarmál- um biður þess getið, að fresturinn um verðlaunasamkepni að teikning- um íslenskra húsgagna sé lengdur til 1. apríi n. k. — Verðlaunin eru 400 krónur. Skjaldarglíma Ármanns var háð 1. þ. m. þátttakendur vom 14. Skjöldinn vann Sigurður Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum; ungur Jörðin Stóra-Hof í Gnúpverjahreppi fæst til ábúðar í næstu fardögum, og kaups ef um semur. Upplýsingar gefur bankastjór- inn á Selfossi. Islandssaga Jónasar Jónssonar, annaS hefti, er nú komin út endurprentuð. Hún er seld í flestum kaupfélög- um úti um land og nokkrum bóka búðum. 1 Reykjavík fæst hún í Bókabúðinni á Laugavegi 46, Bókaverslun Þór. B. Þorláksson- ar, Bókaverslun Þorsteins Gísla- sonar, Bókaverslun Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar. í Hafnarfirði hjá Einari Þorgilssyni og Þor- valdi Bjarnasyni. Verð kr. 2,50. maður og áður óreyndur. 2. verðlaun fékk þorgeir Jónsson frá Varmadal, en Ágúst bróðir hans 3. verðlaun. 1. verðl. fyrir fegurðarglímu fékk Jörg- en þorbergsson, en þorgeir Jónsson 2. verðl. Prestskosnlng á Útskálum fór fram 29. f. m. Eiríkur Brynjólfsson cand. theol. hlaut 233 atkv., sr. Ásmundur Guðmundsson skólastj. á Eiðum 158, Ólafur Ólafsson cand. theol. 125, Ein- ar Magnússon cand. theol. 124, sr. Guðm. Einarsson á þingvöllum 17 og sr. þorsteinn Kristjánsson í Saqð- lauksdal 6. 6 seðlar voru ógildir. Kosningin er ólögmæt. -----o----- Eggerz, að um það væri að ræða, að láta hegningarlögin ná til sak- lausra kjósenda. Þeir væru ekki sakaðir fyrir neitt. Gaf hann síð- an mjög ítarlegt yfirlit yfir þær misfellur, sem verið hefðu á kosningum vestra um nokkurra ára skeið. Vék hann fyrst að kosningunni 1919, þar sem sann- ast hafði, að maður að nafni Bjarni Bjamason á Isafirði hafði boðið mútur Jóni A. Jónssyni til stuðnings. Kjörbréfanefnd hefði látið uppi það álit á þingi 1921, að nauðsyn bæri til að rannsaka þær kærur, sem komið höfðu fram um féboð og annað óheiðarlegt at- hæfi. En rannsókn hefði aldrei fram farið. Þá hefði átt að skjóta skálkunum skelk í bringu, en í stað þess hefði stjómin með að- gjörðaleysi sínu, gefið þeim hvatningu til að halda áfram upp- teknum hætti. Jón Þorláksson reyndi að bera skjöld fyrir Ihaldsflokkinn, en viðurkendi þó „að kalt hefði and- að til rannsóknardómarans“. En það lést hann forðast að hugsa illa til nokkurs þeirra, sem við Hnífsdalsmálið eru riðnir, fyr en dómur væri fallinn. Andúðina gegn rannsóknardómaranum vildi hann skýra á þá leið, að Ihalds- menn hefðu eigi getað trúað þeirri hrakmensku á þá „með- bræður“ sína í Hnífsdal, að þeir hefðu falsað atkvæði. Tryggvi Þórhallsson forsjetis- ráðherra talaði um leiðangur Magnúsar Guðmundssonar á Strandir í sumar, er hann fylgdi Bimi Magnússyni til kosninga- funda. En í þeirri för hafði Bjöm í vörslum sínrnn atkvæði, er síð- ar reyndust fölsuð. Benti ráðheri’- ann á, að það væri leiðinlegt fyr- ir M. G., er þá var dómsmála- ráðherra, að hafa haft slíkt föm- neyti. Beindi hann til M. G. fyrir- spum um, hvort honum hefði ver- ið kunnugt um þessi atkvæði, en M. G. varð fár við, og sagðist þurfa að fara í mál út af þeirri fyrirspum. Tóku nú mjög að hitna um- ræður. Áttust þeir við um hríð dómsmálaráðherra og Öl. Thors, og hugðist ráðherrann að skýra fyrir Ólafi, hví Englendingar tækju svo hart á kosningasvikum sem þeir gjöra, nefnilega af því að þjóðarmeðvitundin fyrirliti þá, sem hefðu rangt við í leik. Fann ólafur ástæðu til þess að lýsa allnákvæmlega kostum ráðherr- ans og löstum. Enn töluðu Jó- hann Jósefsson og Magnús Jóns- son af hálfu þeirra, sem sam- þykkja vildu kosninguna. Hélt Jó- hann því fram, að fölsunin kæmi ekki við lögmæti kosningarinnar. Réðust þeir báðir, Jóhann og Magnús, mjög að dómsmálaráðh. og ryfjuðu upp samþykt þá, er Ed. gjörði. 1926, er Nýi sáttmáli var til umræðu. En ráðherrann sýndi fram á, að sú samþykt hefði verið meirihluta deildarinn- ar til vanvirðu, en eigi sér. Magn- úsi gjörði hann skil með því að rekja stjómmálaferil hans að nokkru og ryfja upp ummæli J. Þ. um hann á þinginu 1921; en þá var J. Þ. eigi sérlega hrifinn af þessum flokksbróður sínum. Þá notaði og ráðherrann tældfærið til þess, að minnast á fyrirspum, sem M. J. hafði borið fram um aukastörf ráðherranna. Nefndi hann mörg dæmi um aðstöðu Ihaldsmanna annarsvegar en Framsóknarmanna hinsvegar til bitlinga. Komst haxm að þeirri niðurstöðu, að M. J. væri sjálfur allfrekur til aðdrátta og ætti erf- itt með að skilja, að menn vildu vinna störf kauplaust, eins og ráðherramir gjörðu nú. Svo fóru leikar, að kosning Jóns Auðuns Jónssonar var sam- þykt með 22:11 atkv. 8 greiddu eigi atkvæði. Þegar litið er á kosninguna í Norður-ísafjarðarsýslu, ber fyrst og fremst að festa sjónir á tveim meginatriðum: Fyrst því að þetta er í fyrsta sinn, sem sannast hef- ir á íslandi, að atkvæði hafi verið fölsuð við Alþingiskosningar og í öðru lagi að slíkt má aldrei koma fyrir aftur. Um það em flestir sammála, að Jón A. Jónsson muni hafa haft meiri hluta réttmætra atkvæða, þótt hinsvegar sé eigi örvænt um, að fylgismenn hans kunni að hafa beitt fleiri óleyfi- legum meðulum en upp hafa kom- ist. En svo framarlega, sem Is- lendingar vilja varðveita það þjóðskipulag, sem hvílir á frjáls- um vilja kjósenda, verður að búa svo um hnútana, að héðan af þori enginn að falsa atkvæði. Það má ekki eiga sér stað lengur, að þeir sem styðjast við fölsk atkvæði hafi alt að vinna, en engu að tapa. Þeir verða að eiga meira á hættu ! en það, að hin sviknu atkvæði verði dæmd ógild, því að það er ! í rauniimi engin áhætta. Hin eina ! sjálfsagða hegning á þann sem sigrar í óheiðarlegri baráttu, er sú, að standa reikningsskap óhæf- unnar frammi fyrir kjósendum. | Eins og kom fram í umræðun- ! um á þingi, verður eigi neinu dróttað að Jóni A. Jónssyni um það, að hann hafði sjálfur átt hlut að máli um kosningasvikin. Vonandi er hann saklaus af því. En hver sem vill getur íhugað það, hvort óhlutvandir flokksfor- ingjar og frambjóðendur munu eigi sjá sér framvegis leik á borði að láta óbreytta liðsmenn fremja svik og dylja sinn þátt í þeim. Hefði kosning Jóns A. Jónsson- ar verið feld á Alþingi nú, hefði verið lagður gnindvöllur þeirrai' reglu, að engan mann mætti taka inn í þingið, sem fengið hefði svikið atkvæði sér til framdrátt- ! ar. Þá væni kosningasvik orðin áhættumeiri en svo, að ætla mætti, að nokkur frambjóðandi j vildi stuðla að þeim, og þá gátu fylgismenn hans átt á hættu að þau yrðu honum bjarnargreiði. En má telja tvö atriði, sem ! hljóta að vera öllum hugsandi mönnum alvarlegt áhyggjuefni. | Annað er þá þungi grunur, sem í leikur á því, að kosning J. A. J. j sé eigi fyrsta svikna kosningin, 1 sem átt hefir sér stað vestra. : Vafalaust munu margir spyrja: j Er það satt að úrslit kosningar- ! innar á Isafirði 1923 hafi oltið á fölsuðum atkvæðum? Og jafn- | skjótt vaknar önnur spurning: Er 1 það satt, að fölsuð atkvæði hafi ! ráðið því, hverjir fóru með æðstu | stjórn á Islandi alt síðastliðið kjörtímabil? Ennþá veit enginn, hve langt óhæfan hefir gengið. Nú síðast, meðan umræðumar um kosninguna stóðu yfir í þinginu, lýsti dómsmálaráðherrann yfir því, að rannsóknardómarinn væri nýbúinn að finna 2 falsaða seðla í Utankjörstaðaratkv. Stranda- sýslu. Hitt atriðið er hin raunalega aðstaða Ihaldsflokksins til Hnífs- dalsmálsins. Sá flokkur hefir und- anfarið tekið vægum tökum á kosningamisfellunum vestra. — Ilnífsdalsmálið var að sofna í höndum fyrv. stjómar. Þetta af- skiftaleysi eitt væri ærin ástæða til að áfella Ihaldsflokkinn. En ekki er nóg með það. Jafnskjótt og sköruleg rannsókn er hafin lýstur upp ópi hvarvetna í blöð- um Ihaldsmanna. Þau óvirða rannsóknardómarann, Sá maður, sem flestum fremur átti að sýna hæversku í máhnu, Jón A. Jóns- son, hefir í frammi ósvífni fyrir réttinum. Enginn einasti af for- ráðamönnum íhaldsfl. leggur rétt- vísinni opinberlega liðsyrði. Þeim mun heldur eigi hafa dulist það, Ihaldsmönnum, 1 umræðunum á Alþingi, að þeir höfðu vont mál að verja og illa hafði verið á því haldið. En jafnvel þó að heill stjóm- málaflokkur standi vörð um fals- arana í Norður-Isafjarðarsýslu, tekst þjóðinni vonandi að forða hinum almenna kosningarrétti frá yfirvofandi hættu. Framsóknarflokkurinn hefir nú kosið forsetana þrjá: Magnús Torfason, Benedikt Sveinsson og Guðm. ólafsson í nefnd, til þess að íhuga, hver ráð séu til að koma í veg fyrir kosningasvik fram- vegis. X. ----o------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.