Tíminn - 25.02.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1928, Blaðsíða 1
©laíbfcri 09 afgrei&sluma6ur Címans er Rannoeig þ 0 r s t e 1 n s 66 ttir, Samban6síjúsinu, Heyfjaríf. ^fgteifcsía C f m a n s er í Samban&sþúsinu. ©pin &a$le<ja 9—\2 f. tj. Simi 49®- XII. ár. Reykjavík, 25. febrúar 1928. 10. blað. iisiag Eins og áður er getið bar Sig- ( urður Eggerz fram í neðri deild fyrirspum til ríkisstjómarinnar um uppsögn sambandslagasamn- ingsins, svolátandi: „Vill ríkisstjómin vinna a|> því, að sambandslagasamningnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til, og í því sambandi í- huga eða láta íhuga sem fyrst, á ; hvern hátt utanríkismálum vorum I verði komið fyrir bæði sem hag- | anlegast og tryggilegast, er vér tökum þau að fullu í vorar hend- ur?“ Forsætisráðherra svaraði fyrir- spuminni í gær á þessa leið: „Fyrirspumin á þingskj. 120 er í tvennu lagi, um uppsögn sambandslagasamningsins og um fyrirkomulag utanríkismálanna, þegar til kemur. Nú er svo kveðið á í 18. gr. sambandslaganna, að „eftir árs- lok 1940 getur Ríkisþing og Al- þingi, hvort fyrir sig, hvenær sem er, krafist að byrjað verði á samningum um endurskoðun laga þessara“. Því næst koma ákvæð- in um, að ef nýr samningur er ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, þá geti Rík- isþing eða Alþingi, hvort fyrir sig samþykt, að s&mningurinn sé úr gildi feldur. Og loks koma á- kvæðin um atkvæðagreiðslur sem fram eiga að fara, til þess að sú ályktun sé gild. Það eru því meir en 12 ár þangað til fyrsta framkvæmd að uppsögn sambandslagasamnings- ins getur farið fram samkvæmt sambandslögunum. Nokkur tími virðist því til stefnu til þess að taka ákvarðanir í þessu efni, enda i getur enginn sagt um það fyrir, j hverjir þá fara með hin æðstu j völd og þingmensku á Islandi. Engu að síður er mér Ijúft að svara nú þegar báðum þeim at- riðum, sem um er spurt í fyrir- spurninni á þingskj. 120. Og eg tek það fram, að eg svara þeim : ekki einungis af hálfu ríkisstjóm- j arinnar, sem fyrirspuminni er 1 beint til, heldur og af hálfu þess flokks, Framsóknarflokksins, sem myndað hefir og styður stjórn- ina, og stöndum við allir einhuga að þeirri yfirlýsingu: Ríkisstjórain og Framsóknar- flokkurinn telnr það alveg sjálf- sagt mál „að sambandslagasamn- ingnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til“ og þar af leið- andi er ríkisstjórnin og flokkur- inn reiðubúin til „að vinna að því“. Ríkisstjórnin og Framsóknar- flokkurinn lítur svo á, að sam- bandslagasamningnum eigi að segja upp meðal annars til þess að „vjer tökum utanríkismálin að fullu í vorar hendur“ og þar af leiðandi er ríkisstjórain og Fram- sóknarflokkurinn reiðubúin til þess að „íhuga eða láta íhuga sem fyrst á hvem hátt utanríkis- málum vorum verði komið fyrir bæði sem haganlegast og tryggi- legast“, enda telur ríkissstjómin sjer skylt, að gefa því máli alveg sérstakan gaum“. Sinnaskifti íkaldsins I. í blaði miðstjómar Ihalds- flokksins 18. febr. síðastL er grein, sem nefnist „Sjónhverfing- ar Framsóknar“. Mun hún eiga að teljast ádeila á Framsóknar- flokkinn reist á þeim tilbúnu á- stæðum, að flokkurinn fylgi ekki fram stefnumálum sínum þeim, sem hann hafi barist fyrir, með- an hann var í minnihluta í þing- inu. Þar er því meðal annars haldið fram, að flokkurinn og málgagn stjómarinnar leitist við að leiða athygli þjóðarinnar frá ! gerðum flokksins og ímynduðum : stefnubrigðum. Þetta er algerlega j mælt út í bláinn og mun blaðið ekki geta bent á minstu átyllu j fyrir þeirri staðhæfingu. Þvert á í móti hefir Tíminn nýlega birt j yfirlitsskýrslu um gerðir stjóm- arinnar og ýms nýmæli, sem hún hefir haft með höndum þann stutta tíma, sem hún hefir setið við völd. — Vegna veikinda rit- stjóra Tímans undanfarið hefir ekki verið unt að flytja jafnítar- legar þingfréttir og æskilegt hefði verið, en úr því mun nú væntanlega verða bætt svo að við megi una. Ihaldsflokknum mun hafa reynst annað, það sem af er hingi, en að Framsóknarflokks- þingmenn hafi gengið niðurlútir til málþinga eða farið halloka í umræðum. Hitt er sannara að ninnihluta-aðstaðan hefir dregið mjög mátt úr helstu mönnum Ihaldsins. Hlýtur svo jafnan að verða um þá menn, sem ekki reka erindi stórra hugsjóna eða stefnumála, heldur lítilmótlegt hagsmunaerindi fésýslustéttanna, að sókn þeirra verði lítilmannleg og máttvana, enda hnekt af al- mennri ótrú á menn og málefni svo óþroskaðra stjómmálaflokka. H. Þessu næst skal Tíminn víkja nokkuð að þeim málum þar sem talið er í fyrnefndri grein og í blöðum íhaldsins yfirleitt, að Framsókn hafi brugðist fyrri stefnu. 1. Stjórnarskrármálið. Um það nægir að vísa til ræðu dómsmála- ráðherrans, sem birtist í 7. tbl. Tímans þ. á. Upphaf málsins var spamaðai'viðleitni þingsins. Var gert ráð fyrir, að með þinghaldi annaðhvort ár myndi sparast fé til mikilla drátta. Margir drógu í efa, að unt væri að komast af án þinghalds árlega og málið fékk aldrei verulegan byr hjá þjóð- inni. Mestu skifti þó aS thalds- flokkurinn gerði málið að kosn- ingaleikfangi! Var slík meðferð svo alvarlegs máls mjög ósæmileg. Fækkun þinga var yf- irskynsástæða flokksins. Þess vegna bar hann jafnan fram nægilega marga fleyga til þess að hamla aðalatriðinu eða til þess að leitast við að koma fram breyt- ingum til sérstakra hagsmuna fyrir Ihaldsflokkinn. Þessu til sönnunar nægir að benda á tvær staðreyndir: Árið 1924 drápu íhaldsmenn í Ed. stjórnarskrár- breytinguna fyrir sinum eigin forsætisráðherra, Jóni Magnús- syni. Var slíkt eitt af herbrögð- um Ihaldsins af því að aukaat- riðin voru flokknum ekki nægi- lega hagstæð! í öðru lagi hafði Ihaldinu tekist að koma inn í stjórnarskrárbreytingu þá, sem fyrir lá nú síðast, ákvæðum um landskjörið, sem „heili heilanna“ hafði reiknað út, að kynni að geta gefið Ihaldinu synjunarað- stöðu í Ed., þ. e. aðstöðu til þess að stöðva hvert mál i þeirri deild. Á þetta var ljóslega bent í fyr- nefndri ræðu J. J. ráðherra og vísast því til hennar. — Þannig var stjómarskrárbreyting þessi heilafóstur þeirra manna, sem ekki svifust þess að rífa stjóm- arskrá landsins úr roði til þess eins að tryggja aðstöðu flokks síns í stjómmálum landsins. Því- líka svívirðingu í meðferð helg- asta máls þjóðarinnar var sjálf- sagt að afgreiða án allra umsvifa á þann hátt, sem gert var. 2. Sundhallarmálið. Af íhalds- blöðunum er helst að skilja, að Framsókn hafi lofað því í kosn- ingunum, að hún skyldi verða hlutdræg, ef hún kæmist til valda og bera hag sveitanna eingöngu fyrir brjósti! Vitanlega er þetta uppspuni blaðanna. En á honum byggja þau þá staðhæfíngu, að sundhallarmál stjómarinnar sé brigð við stefnu hennar, af því að rikinu er ætlað að leggja fram allríflega upphæð eða alt að helm- ingi til móts við Reykjavíkurbæ, til þessa merkilega heilbrigðis- máls þjóðarinnar. Telja þau hlut sveitanna fyrir borð borinn með því að þær hafa að þessu verið styrktar aðeins að V5 til sams- konar framkvæmda. — En blöðin þegja um hitt, að þessi naumleiki í fjárframlögum til sveitanna er verk íhaldsflokksins, sem hefir ráðið úrslitum þessháttar mála á undanfömum þingum. — Verður nú væntanlega unt að færa það mál í réttlátara horf. 3. Opinberar byggingar. Eitt áíásarefni íhaldsblaðanna í garð núverandi stjórnar og flokks hennar eru tillögur stjómarinnai’ og ósk um heimild til þess að bæta úr megnu sleifarlagi á refsi- vist þjóðarinnar og vöntun bygg- inga fyrir skrifstofur landsins. — Hegningarhúsið er búið að vera þjóðinni til vanvirðu um meira en fjórðung aldar. Auk þess skortir algerlega heimili við hæfi vissrar stéttar manna, sem hin svonefnda hærri menning hefir jafnan í för með sér, en það eru letingjar og óreiðumenn. I öðm lagi er naumast unt að hugsa sér fráleitari skipun á búskapar- háttum ríkisins heldur en þá er tíðkast hefir um skrifstofuhald þess. Hinar ýmsu skrifstofur landsins em dreifðar um bæinn til mikilla óþæginda og til fjár- hagslegs tjóns, því að sumir þeir embættismenn, sem leigja landinu húsnæði sitt, munu ekki ávalt hafa skorið leigumálann við negl- ur sér! — Lán tekið, til þess að kippa þessu í lag, myndi orka beinum fjárspamaði, auk þess sem það yrði til menningarbóta. 4. „Stýfing“ krónunnar. Árás- um Ihaldsblaðanna á Framsókn og forsætisráðherra flokksins sér- sérstaklega var rækilega svarað og hrundið í síðasta blaði Tímans og er þarflaust við það að bæta. Ástæða forsætisráðherrans, til þess að bera fram „stýfingar“- frumv. er bersýnilega niður fallin, með því að hann er studdur til valda af flokki, sem er honum sammála um úrlausn málsins og hefir það á valdi sínu. — Hins- vegar er ekki tímabært að setja lög um fasta skipun málsins til frambúðar. 5. Sendiherrann. Þá liggja I- haldsblöðin Framsóknarflokknum mjög á hálsi fyrir að ráða ekki þegar í stað niðurlögum sendi- herrans og fjármálaráðherranum sérstaklega fyrir að gera í fjár- lagafrumv. ráð fyrir fjárveitingu til hans. Er það í annað skifti sem Ihaldsmenn sýna þau greind- armerki að ætlast til að fjárlaga- frumvarp sé reist á lögum sem ekki eru til, en ekki á gildandi skipun málanna! — Annars er þessu atriði fljótsvarað með því að nú er borið fram af hálfu flokksins frv. í þá átt, sem áður hefir vakað fyrir honum um þetta mál. III. Hér skal staðar numið að siimi, enda er nú hrundið öllum atrið- um í grein þeirri, sem getið vav í upphafi þessa máls. En eigi er unt að skiljast að fullu við þetta efni, án þess að vekja athygli lesendanna á sinnaskiftum þeim, er Ihaldsflokkurinn virðist hafa tekið við hirtingu þá, sem hann hlaut 9. júlí síðastl. Fyrir kosningamar barðist I- haldsflokkurinn af alefli móti verðfesting krónunnar, afnámi sendiherraembættisins og minstu breytingu á framkvæmd fyrver- andi stjóraa á ákvæðum Spánar- samningsins. Eftir kosningamar byggja I- haldsblöðin höfuðárásir sínar á því, að eigi skuli þegar vera sett lög um verðfesting krónunnar og afnám sendiherrans og að eigi sé lokað vínsölubúðum, sem ríkið heldur opnum vegna Spánarsamn- inganna 0g samningunum jafnvel sagt upp! Svo gagnger og furðu- leg em sinnaskifti flokksins! Vill málgagn miðstjómar I- haldsflokksins upplýsa hvemig þessu víkur við? Heiður þingsins varinn. Uppgjafastai'fsmaður einn við Morgunblaðið fann fyrir nokkm upp nýtt tiltæki til þess að afla sér fjár. Hann auglýsti fyrirlest- ur og efnið átti að vera árás á Alþingi. Var ósvikinn Morgun- blaðshreimur í fyrirsögn erindis- ins, enda vafalaust ætluð sem beita fyrir lakasta hluta bæjar- búa. Gerðist fyrirlesarinn þó svo djarfur að senda þingmöimum aðgöngumiða og vom þeir bom- ir inn í lestrarstofu þingsins. En forseti sameinaðs þings, Magnús Torfason, lét þegar, eins og sjálf- sagt var, ryðja ósóma þessum út úr þinghelginni og með því koma í ljós fyrirlitningu þingsins á gróðafyrirtæki Mbl.mannsins. Svo furðulega vill til, að eitt bæjar- blaðanna, sem gjöra verður meiri velsæmiskröfur til en Morgun- blaðsins, hefir ámælt forseta fyr- ir þetta. Em þó fordæmi fyrir því að svo hafi verið að farið áður þegar eins stóð á og nú. Á forseti fylstu þakkir skyldar fyr- ir það að verja Alþingi gegn ó- svífni ófyrirleitinna gasprara. X. Valtýska I. Valtýskan eldri hefir fengið dóm sinn hjá þjóðinni — mjög þungan dóm. Fé er jafnan fóstra líkt. Val- týskan tók nafn og innihald af hinum dansklundaðasta manni, sem reynt hefir að vinna manna- fon-áð á íslandi. Aðeins mjög skamma stund tókst Valtý Guðmundssyni kenn- ara, að safna um sig stjómmála- flokki, enda er Valtýr sá hinn langlítilmótlegasti og seinheppi- legasti maður sem kallaður hefir verið, í bili, stjórnmálaleiðtogi á Islandi. Allir urðu fegnir, undantekn- ingarlítið, þegar Valtýr sá valt út úr íslenskum stjómmálum. Engin rödd hefir heyrst er sýni að hans hafi verið saknað af nokkumm. Slík eru jafnan örlög lítilmenna, sem vilja hreykja kamb. En suður í sínu danska heimili hefir Valtýr gamli haldið áfram að starfa, sínu innræti samkvæmt. Ef íhaldsblöðin dönsku þurfa að svívirða einhvem Islending, þá vita þau hvert þau eiga að fara. Valtýr Guðmundsson er jafnan reiðubúinn til að veita þeim viðtal og upplýsingar. Virðist gremjuuppspretta þessa smámennis vera alveg ótæmandi í garð Islands og þeirra Islend- inga sem falið hefir verið að fara með þau mál íslands sem Valtý eldra, góðu heilli, aldrei var falið að fara með. Þegar íslendingar krefjast þeirra skjala og handrita, sem þeir eiga í dönskum söfnum, þá sækja Stór-Danir til Valtýs Guð- mundssonar andmæli gegn hinum réttmætu kröfum. Þegar íslendingar vilja endur- heimta foma dýrgripi úr kirkj- um, þá sem ranglega hafa verið geymdir í dönskum söfnum um hríð, þá er það Valtýr Guð- mundsson sem ritar fastast á móti. Einlit er Valtýskan hans, frá unga aldri og fram á grafar- bakkann. Mikil raun er það að slíkur maður skuli hafa fæðst á Islandi. íslendingur verður hann aldrei talinn héðan í frá, nema í einni ákveðinni merkingu: „danskur Islendingur". Jón Ölafsson kvað um það forðum hverra mannvirðinga slík- ir eiga að njóta á Islandi. II. Vaitý Stefánssyni er það ó- sjálfrátt, að hann er heitinn eft- ir Valtý Guðmundssyni. — En enginn núlifandi íslendingur hef- ir þegið verri gjöf í nafngift. Lík er Valtýskan beggja um margt og ferillinn, fyrripartinn æfinnar. Grátinn af engum strauk Val- týr Stefánsson frá Búnaðarfé- lagi Islands' til þess að ganga í þjónustu hinna sömu Stór-Dana sem að jafnaði nota Valtý Guð- mundsson Islandi til óþurftar. Og síðar þurftu eigin flokksmenn Valtýs að sparka honum út úr stjóm Búnaðarfélags Islands, svo gjörsamlega var hann fyrirlitinn af öllum þeim sem að einhverju láta sér ant um íslenskan land- búnað. Einlit er Valtýskan hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.