Tíminn - 25.02.1928, Síða 3

Tíminn - 25.02.1928, Síða 3
TÍMINN 85 Aðalfundur Eimskipafélag's Suðurlands h.f., sem auglýst var að yrði haldinn 2. mars, er frestað til laugard. 14. apríl þ. á. og verður þá hald- inn á skrifstofu hæstaréttarmálaflutningsmanns Lárusar Fjeldsted, Hafnarstræti 19, Reykjavík og hefst kl. 4. e. h. Dagskrá samkvæmt 14. gr. félagslaganna. Reykjavík, 21. febr. 1928. Félagsstjómin. itliélnr HERKULES vélamar eru smíðaðar í Arvika í Vermalandi í Svíþjóð. Verksmiðjan — Arvika-Verken — er stofnsett um 1890. Hún hefir smáelfst og stækkað og smíðar nú árlega um 22000 sláttuvélar, 10000 rakstrar- og snúningsvélar og 20000 plóga. Áður voru amerískar sláttuvélar nær einráðar um alla Norður- álfu, en Arvika-Verken hefir skakkað leikinn, enda er hún nú orð- in langstærsta sláttuvélasmiðja á Norðurlöndum og þótt víðar sé leitað. Allar tilraunir til þess að koma verksmiðjunni fyrir kattar- nef hafa mistekist. En samkepnin við amerísku og þýsku verk- smiðjumar er svo hörð að það eru engin önnur ráð til að sigra í þeim leik en að vanda efni, gerð og srníði svo mjög að Herkules standi öðrum vélum framar um þetta alt. Enda hefir engin önnur sláttuvél hlotið jafn einróma lof vélareynslustöðvanna í Svíþjóð, Danmörku og Noregi o. v. Yfirburðir Herkulesvélanna fram yfir aðrar vélar er hingað flytjast eru margir, en þessir helstir: Herkules-sláttuvélar era smíðaðar úr völdu sænsku stáli. Engin verksmiðja notar jafn- gott efni í sláttuvélar eins og Arvika-Verken. Smíðið er að sama skapi vandað. Smiðimir sem fella saman hina ýmsu vélahluti fá verðlaun fyrir að finna smíðagalla er kunna að leynast með frumhlutum vjelanna. Að loknu smíði eru allar vél- arnar reyndar í tilraunasal verksmiðjunnar. TANNHJÓLIN í Herkules eru skátannahjól. Átak hjólanna hvílir aldrei á einni tönn, altaf á tveimur. Hjólin verða því tvö- falt traustari en i öðrum vélum og gangurinn miklu hljóðari. AÐALHJÓLIN á Herkules eru smíðuð úr stáli — ekki steypt — þau brotna ekki þótt gnauði á grjóti. LYFTUTÆKI vélanna eru mjög fullkomin. Bæði handlyfta og fótlyfta eru stillanlegar. Lyftingin er þess vegna jafgóð þótt vél- amar eldist og slitni. Bæði fremra og aftara greiðustag er stillan iegt, þess vegna er altaf hægt að rétta greiðuna svo hún stefni eðlilega. Þetta hefir mjög mikla þýðingu, ef greiðan lafir aftur á við slær vélin illa og verður þung í drætti. Vegna þessa útbún- ings, og vegna þess hve Herkulesvélar eru óvenju traustar, þola þær betur rakstrarskúffu en allar aðrar vélar. DRAGTÆKI vélanna era útbúin með stangarstilli og sniðin við hæfi íslenskra hesta. Jafnvægi vélanna er þess vegna óháð stærð hestanna. Vélamar eru altaf seldar með framhemlum og dráttartaugum. Greiðan á Herkules er þétt fingruð og fingumir mjög liprir, enda var Arvika-Verken fyrsta verksmiðjan, sem sendi hingað sláttuvélar með þéttfingraðum greiðum. Þrátt fyrir alla yfirburði era Herkulesvélar ódýrari en aðrar sláttuvélar. Miklar birgðir af varahlutum í hinar nýrri vélar eru altaf við hendina, og þótt beðið sé um eitthvað í 20—25 ára gamla vél fæst það viðstöðulaust frá verksmiðjunni. Verð vara- hlutanna er lægra en á varahlutum í aðrai- vélar. Herkules-vélamar fást af hvaða stærð sem óskað er, með 8, 31/2, 4 og 4i/2 fets greiðulengd, og þaðan af stærri. 3^2 fets vél- amar hæfa best á venjuleg tún, en 4 feta vélar á góðar engjar. Einnig er hægt að fá fleiri greiður með sömu vélinni. Yfirburðir Herkules-vélanna eru hinir sömu hvemig sem landið er, ef það á annað borð er vélslægt. — Herkules verður besta og affarasælasta vélin. Spyrjið Halldór á Hvanneyri, Eggert á Meðalfelli, Ágúst í Birtingaholti og aðra búhölda er notað hafa Herkules-vélar í 15— 22 ár. Og spyrjið alla sem keypt hafa Nýju Herkules, síðustu árin, hvernig þær reynist. Leitið upplýsinga og lítið á vélaraar. Simband ísl. samvinnufélaga Tapast hefir í júní s. 1. jarpur hestur, 5—6 vetra gamall,líklega ómarkaður,en sé mark á honum er það stand- fjöður aftan og biti framan bæði eyru. Sá sem hirt hefir hestinn, er vinsamlega • beðinn að gera undirrituðum aðvart gegn greiðslu ómakslauna. Erlendur Erlendsson, frá Hlíðarenda. Símastöð: Teigur í Fljótshlíð. lmnn ynni starfið endurgjaldslaust. I hankaráðinu hefir því verið komið til leiðar, mest fyrir lians atbeina, að laun bankastjóranna eru lœkkuð um 8 þús. kr. hvers, og ýms önnur út- gjöld bankans færð niður. Dómsmálaráðherra gegnir störfum i bankaráði Landsbankans og lögjafn- aðarnefndinni. Laun þau, sem honum bera sem bankai’áðsmanni hefir hann ánafnað tilraunastax-fsemi í þágu landbúnaðarins. í svai-i sínu sýndi hann fram á það, að ný stefna væri tekin upp af hálfu ráðherranna, þar sem þeir ynnu aukastörf sín vegna stai-fanna sjálfra, en ekki í gróða skyni. Ætti það og ekki að eiga sér stað, að ráðherrar og aðrir trúnaðar- menn þjóðarinnar, neyttu aðstöðu sinnar til þess að afla sér fjár. I Danmörku væri það í lögum, að ráð- herrar mættu gegna aukastörfum, en ekki þiggja fé fyrir, enda ættu þeir að vera sjálfráðir um, hvað þeir vildu á sig leggja. Kvaðst hann að lokum vona, að tiltæki ráðherranna mundi verða til þess, að bitlingaveiðar yrðu óai’ðvænlegri atvinnuvegur framveg- ’is en þær hefðu verið fram til þessa. Fyrirspurnin xxm sambandssamn- inginn var til umræðu í Nd. í gæi\ Britist svar forsætisráðherra á öðr- um stað i blaðinu. Magnús Guð- mundsson gaf þá yfirlýsingu fyrir hönd íhaldsflolcksins, að hann væri með uppsögn samningsins. Samskonar vfirlýsingu gaf og Héðinn Valdi- marsson fyrir hönd Jafnaðarmanna, en gekk það lengra, að hann kvaðst vilja afnema konungssamband milli iandanna. -----O------ Fréttir. Ritsjóri Tímans hefir nú fengið nokkra bót heilsu sinnar. Ei-u menn beðnir að snúa sér til hans með er- indi til blaðsins. Skýrsla um landhelgisgæslu dönsku vai’ðskipanna, sem getið var í síð- asta blaði, bíður vegna þrengsla. Áfengisútlát. þess var áður getið Ixér í blaðinu, að út væri komin skýi-sia eftir sr. Björn þorláksson um áfengisútlát 1926. Nú er einnig kom- in samkonar skýrsla 1927. í lienni eru m. a. skrá yfir 18 lækna er flesta áfengislyfseðla haía gefið á árinu og tölu lyfseðlanna hjá hverjum. Enn- fremur eru taldir séi’staklega þeir lyfseðlar þar sem meiru er ávísað en einum lögboðnum skamti, 210 gr. af spíi-itus. Fer sú ski’á hér á eftir: (Fremri talan sýnir iyfseðiafiöld- ann, en aftari talan það, sem gefið hefir verið fram yfir skamt). Bjai’ni Jensson 447 254 Guðmundui’ Guðfinnsson 472 381 Guðm. Guðmundsson 401 29 Gunnlaugur Einarsson 336 161 Jón Jónsson 871 849 Jón Kristjánsson 517 266 Katrín Thoroddsen 327 68 Páll Kolka 488 18 Konráð R. Konráðsson 391 109 Lúðvík Nordal 448 134 Magnús Pétursson 358 223 Olafur Jónsson 457 361 þórður Edilonsson 310 16 þorvaldur Pálsson 488 473 Egill Jónsson 293 161 þórður J. Thoroddsen 296 225 Olafur Lárusson 282 23 Steingrímur Einarsson 277 92 þess skal getið, að svo er til ætlasí, að hver læknir gefi eigi út fleiri áfengislyfseðla en 300 á ári. Til þess að gefa hugmynd um, hvernig sumir læknar nota rétt sinn til að gefa út áfengislyfseðla skulu liér tekin upp úr skýrslunni ummæli höf. um atferli eins þeirra 18 lækna sem að ofan ei’u taldir. „Nær því hver seðill er gefinn við meltingartruflun. Hann (læknirinn) er sagður vera sér- fræðingur í meltingarsjúkdómum. Á fætinum undir nafni „sjúklingsins" stendui’ nær því undantekningar- laust: „I langferð og um lengri tíma“. Sjálfum sér ávísar hann mikið og oft.. Og á þessum sjálfsávísunarseðl um standa líka vanalega orðin: „í langferð" og „um lengri tíma“. . . . En þrátt fyrir meltingarólagið virðist hann þó altaf hafa í hyggju að fara í langferð...." 1 september hefir þessi læknir gefið út 15 áfengisseðla handa sjálfum sér, og hver þeirra er ávísun á einn lítra. „þessir seðlar eru dag- settir oftast annan hvern dag, stund- um dag eftir dag . . . allan septem- ber, svo að. sjá-má, að sjúklingurinn hefir ekki komist af stað í langferð- ina allan þann tíma“. Skýrslan er auðsjáanlega samin af mikill vandvirkni og samviskusemi. Um sumar athugasemdirnar mætti ef til vill segja, að þær hefðu fremur átt að koma fram annarsstaðar og eigi ekki heiina í opinberri skýrslu. En höf. hefir með rannsókn sinni unnið mikið starf og gott, svo að auðsætt er, að þar hefir áhugamaður að verki verið. Má og þegar sjá þess merki, að starf hans hafi boi’ið árangur. — SkýrSluna ætti allur almenningur að lesa með athygli. ----0--- Tvær bækur um samvinnumál. Islensk kaupfélög eftir Jónas Jónsson er saga samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi um 40 ára bil, frá stofnun Kaupfélags Þing- eyinga 1881 til 1921 er samvinnu- lögin vora samþykt á Alþingi. Ritið skýrir vel stríð það sem samvinnumenn áttu í við kaup- mannavaldið, þegar átti að veita kaupfélögunum rothögg með tvö- falda skattinum. Skiftist bókin í þrjá kafla: Sögulegt yfirlit, - Skattabaráttan og Samvinnulög- in. Kaupfélögin er lausleg þýðing á bók Charles Gide, sem er pró- fessor í samvinnufræðum við há- skólann í París. Hefir hann-ritað mikið um samvinnumál, en þessi bók hans hefir náð sérstökum vinsældum og hefir hún verið þýdd á fjöldamörg tungumál, lýsir hún starfsháttum og þroska samvinnufélaga í ýmsum löndum, og hvernig samvinnan hefir ratt sér til rúms á öllum sviðum. Sýn- ir höf. fram á að hún eflir ekki einungis efnalegt sjálfstæði fé- lagsmanna, heldur léttir þeim leiðina til hverskonar menningar. Hér á landi hefir oft verið ráð- ist á samvinnuhreyfinguna í ræðu og riti. Tilfinnanlegur skortur hefir verið á bókum er gefið gætu alhliða fræðslu um þessi efni. Ætlast er til að þýðing þessa merka rits bæti nokkuð úr þeirri vöntun. .— Báðar bækum- ar era sérprentaðar úr Samvinn- unni. R. ugt er, mjög ræst úr því á síð- ustu áratugum. Eigi að síður stendur skortur á greiðum innan- landssamgöngum viðskiftum manna fyrir þrifum. — Fram- leiðsluhættir þjóðarinnar hafa um allan aldur verið mjög fá- breyttir og mega reyndar teljast það enn í dag. En hér liggur fyrir að ræða um búskaparhætti bænda og verslun þeirra. Skal því ekki marka umræðunum víð- ara svið. Lífsbarátta íslenskra bænda hefir verið fábreytileg en afar- hörð. Þeir hafa ekki safnað auði. í byggingum hafa þeir tjaldað nálega til einnar nætur, svo að byggingarnar hafa fallið með kynslóðunum, sem reistu þær. Hlutaskifti þeirra hefir verið end- urtekin barátta við landlæga örð- ugleika og kúgun erlends valds kynslóð fram af kynslóð. Afrek þeirra hefir verið viðnám, að vísu mjög undursamlegt á marga lund, gegn margháttuðum eyðing- aröflum mannlegs lífs í landinu. Saga þeima er fremur saga við- náms en vinninga. — En viðnám- ið er stundum stærsti sigurinn. Af þessum ástæðum hafa ís- lenskir bændur jafnan verið fá- tækir og orðið að sníða lífsfram- færslu sína við harða landskosti. Að vísu hafa risið stórbú á nokkrum stöðum í landinu, en þau hafa, eins og öll auðsöfnun eigi síst í harðbalalöndum, verið reist á öreign fjöldans. Allur þorri bænda hefir aflað aðeins til hnífs og skeiðar, húsa og klæða frá ári til árs, en ekki átt kost á fjársöfnun er gæti orðið fast- ur veltusjóður í verslun þeirra og atvinnurekstri. Nú er búháttum bænda þannig varið, að framleiðsla þeirra fellur til ráðstöfunar mestmQgnis að haustinu til og er varið til gjald- eyris fyrri hluta vetrar. Dregst og stundum sala fram um ára- mót. — Þar sem ekki er sjóðeign fyrir hendi er einsætt að bændur verða að fá að láni úttekt sína frá áramótum og þangað til gjald- eyrir þeirra fellur til ráðstöfunar. Þannig er skuldaverslun bænda j risin af tvennum ríkum ástæðum; ; annarsvegar almennri fátækt manna í harðbalalandi, hinsveg- ar þeim búháttum og framleiðslu- brögðum, sem skapast hafa af landsháttum og samgönguaðstöðu þjóðarinnar frá öndverðu. Verður þá ljóst að hún er ekkert nýlegt „uppátæki" samvinnumanna, eins og Ihaldsblöðin láta jafnan í veðri vaka, heldur er hún risin af djúptækum sögulegum orsök- um. — Hún er ekki leikfang manna, hún er fátæktin s j á 1 f, sem bændur hafa barist gegn frá fyrstu tíð. — Verður í næsta kafla nánar vikið að þeirri baráttu íslenskra bænda. ----0---- „pólitísku kjölfestu" Framsóknar- flokksins.*). Þegar það er athugað, að I- haldsmenn hafa litið á skulda- verslun bænda og samábyrgðina eins og biturt pólitískt vopn í höndum vaxandi andstæðinga, er síst að furða að árásimar og moldviðrið í Ihaldsblöðunum hefir fyrst og fremst snúist að þess- um hlutum. Og af sömu ástæðum verður skiljanlegt að sú löggjaf- arviðleitni, sem nú kemur fram frá hálfu flokksins í frumv. um atvinnurekstrarlán, beinist að hinu sama. Hitt væri ekki annað en skortur á greind og réttum skilningi sálrænna raka, ef álitið væri, að tillögur B. Kr. um versl- unarmálefni séu að eðli til eitt- hvað annað, en kemur fram í bók hans „Verslunarólagið“. Enda mundi hann sjálfur ekki halda slíku fram. Framvarpið verður því skoðað eins og einn þáttur í afskiftum Ihaldsmanna af versl- unarmálefnum bænda. Formið er að vísu annað en verið hefir á ádeilum í blöðum flokksins. En tillögurnar era reistar á þeim rök- *) Hinn pólitíski reiknnarmaður, Sig. Eggerz, sem mun vaila sjá ann- að ráð vœnlegt en að setjast upp á íhaldsheimilinu er sýnilega feginn að mega taka undir með „stærri böm- unum“ á heimilinu. Hefir hann klip- ið talsvert af þeim 24 þús. kr. sultar- launum, sem hann veitti sjálfum sér i „vertiðariok" og varið því til þess að útbreiða slíkar kenningar á Reykj avíkurgötum. um, sem þar hafa verið borin fram. Af þeim ástæðum verður ekki komist hjá að líta nokkuð vítt um svið þessa máls, athuga sögulegar staðreyndir, eðli og ástand í verslunarháttum bænda og brjóta loks til mergjar fram- varp það um atvinnurekstrarlán, sem nú veldur svo mikilli kampa- kæti í herbúðum Ihaldsmanna. Skuldaverslun bænda, Sá hefir verið óbrigðull hátt- ur íhaldsblaðanna, að gjalda þögn við öllum staðreyndum og sögu- legum rökum, sem af hálfu sam- vinnumanna hafa verið færð fram í margendurteknum deilum um verslunarmálefni bænda og sam- vinnuskipulag þeirra. Hefir oft- lega verið gerð ljóslega grein fyr- ir skuldaverslun landsmanna, or- sökum hennar og eðli. Munu margir minnast greina um það efni er Tíminn flutti fyrir nokkr- um áram eftir Jónas Jónsson nú- verandi dómsmálaráðherra. En þrátt fyrir öll fyrri rök, sem að vísu hefir ekki verið hrundið, heldur aðeins þagað við, ber enn nauðsyn til að líta á söguleg drög þessara mála. Verslunarhættir hverrar þjóð- ar mótast jafnan af landshátt- um, atvinnubrögðum þjóðarinn- ar og samgönguaðstöðu. Um langan aldur sneið samgönguleysi íslendinga innan lands og við aðr- ar þjóðir versluninni afarþröng- an stakk. Hefir, eins og kunn-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.