Tíminn - 24.03.1928, Síða 1
(ö)aíbfert
o$ of$cei65luma6ur íímans cr
Hannpeig £ o r s t e t n söótlir,
Sarrtbanösþúsinu, Se^fjamf.
XH. ár.
^fgteibsía
limans er i Samban&sfyúsinu.
©pin öagleo,a 9—(2 f. i).
Sinri 490-
'jsr.■ .r." rrtBe.11:......■.'Jt.1 .i'irr.T.rr-
17. blað.
H araldur Níelssou
„Kar þú og' spá þú hjá lýð mínnm“
Amos 7.15
Fæddur var síra Haraldur —
svo var hann undantekningalítið
nefndur af alþjóð — 30. nóv-
ember 1868 á Grímsstöðum á
Mýrum. Voru foreldrar hans Níels
bóndi Eyjólfsson (d. 1885) og
kona hans, Sigríður, (d. 1907)
systir samfeðra Hallgríms bisk-
ups, Sveinsdóttir prófasts á Staða-
stað og alþingism., Níelssonar
bónda á Kleifum ' í Gilsfirði,
Sveinssonar bónda á Kleifum
Sturlaugssonar. Er þessi ætt mjög
fjölmenn, hið merkasta bænda-
kyn á Mýrum, en eigi fáir afkom-
endur síra Sveins hafa erft
mælsku hans, sem þjóðkunn Var á
sinni tíð.
Á latínuskólann kom síra Har-
aldur 1884, útskrifaðist 1890, og
sigldi samsumars til háskólans í
Kaupmannahöfn. Embættisprófi í
guðfræði lauk hann þar í ársbyrj-
un 1897.
Stóð þá fyrir dyrum hin mikla
endurskoðun á þýðingu ritningar-
innar og var hann þá ráðinn
starfsmaður Biblíufélagsins við
það starf, einkum við þýðing
gamla testamentisins. Kom fyrsta
útgáfa þeirrar þýðingar út árið
1908, en sama haustið sagði Hall-
grímur Sveinsson af sér biskups-
embætti og við þá breytingu, sem
þá varð á kirkjustjóminni, var
síra Haraldur sem sjálfkjörinn
kennari við prestaskólann. I rúm
tuttugu ár hefir hann þannig ver-
ið kennari prestaefnanna, fyrst
við prestaskólann og síðan við há-
skólann og nú, er hann andaðist,
var hann, í annað sinn. rektor há-
skólans.
Við síðari endurskoðun biblíu-
þýðingarinnar, einkanlega nýja-
testamentisins, útgáfuna 1912 og
vasaútg. vann hann mikið verk.
Prestsvígslu tók hann til holds-
veikraspítalans 1908, var prestur
sjúklinganna þar síðan og bjó
síðustu árin þar í húsinu. Stutta
stund var hann prestur hér í
bænum, með síra Jóhanni. Og all-
mörg síðari árin hélt hann uppi
guðsþjónustum í Fríkirkjunni,
annanhvorn messudag; skapaði
þar um sig fjölmennan söfnuð
sem hélt guðsþjónustunum uppi
með frjálsum samskotum.
Prédikanasafn hans hefir verið
gefið út: „Árin og eilífðin“ og
mesti fjöldi allskonar ritgerða um
andleg efni hefir birst eftir hann
í blöðum og tímaritum.
Síðustu árin voru sálarrann-
sóknirnar það áhugamálið sem
hann fómaði krafta sína af lífi
og sál og á því sviði liggur meir
ritað eftir hann en nokkum ann-
an íslenskan mann — að einum
undanteknum, ef til vill.
Hann var um skeið einn af for-
göngumönnum í bindindisstarf-
seminni hér í bænum og átti
vissulega ekki lítinn þátt í því
að blása hinu mikla lífi í þann
félagsskap á tímabili.
Stjómmál lét hann oft mjög til
sín taka. Var eindreginn Sjálf-
stæðismaður. Bauð sig fram fyr-
ir þann flokk eitt sinn, en náði
ekki kosningu. Hann var jafnan í
hóp hinna frjálslyndustu og víð-
sýnustu þar sem annarsstaðar.
Síra Haraldur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans, Bergljót, var
dóttir Sigurðar prófasts og al-
þingismanns Gunnarssonar. Þeim
varð fimm barna auðið. Síðari
biblía — svo sem fyrri merka
biblíuþýðingin var kend við Guð-
brand biskup. Verður það og ekki
efað, að ef þrjá á að nefna
merkasta menn 1 sögu íslenskrar
biblíuþýðingar, þá verða það:
Oddur Gottskálksson, Guðbrand-
ur Þorláksson og Haraldur Ní-
elsson.
Nýja biblíuþýðingin er merk-
asta vísindalega starfið sem
leyst hefir verið af höndum af
íslenskri prestastétt og er til
hins mesta sóma fyrir kirkjuna.
konan lifir hann, Aðalbjörg Sig-
urðardóttir. Þau eignuðust son
og dóttur.
Við mikið heilsuleysi sitt og
sinna átti síra Haraldur að berj-
ast löngum síðari áratugina.
Hann var skorinn upp fyrir
nokkrum mánuðum og tók þá
legu mjög nærri sér. En engu að
síður neyddi hinn kvalafulli sjúk-
dómur hann að leggjast aftur á
skurðarborðið. Hann lifði skurð-
inn af að vísu, en hjartanu var
um megn að þola meira. Hann
dó á sjúkrahúsinu í Hafnarfirði
11. þ. m.
Enginn vafi getur leikið á því,
að síðai’ meir verður endurskoð-
un biblíuþýðingarinnar talinn
merkasti viðburðurinn í kirkju-
sögu Islands fyrri hluta tuttug-
ustu aldarinnar og jafnvel í bók-
mentasögunni líka.
Það er alveg tvímælalaust að
þar var unnið svo ágætt verk,
leyst af hendi með svo frábærri
vandvirkni, að íslenska þjóðin
muni lengi minnast þess, og búa
við þessa þýðingu í marga manns-
aldra, fyrstu þýðinguna eftir
frummálunum.
Þar unnu margir að og því að-
eins eru mikil verk leyst af hendi
að margir starfi þar að.
En langmestur vandinn hvíldi
á herðum síra Haralds og því ber
honum mestur heiðurinn. Og því
má nýja biblíuútgáfan vel kallast,
svo sem eg oft hefi heyrt hana
kallaða og eg hygg, að hún verði
að jafnaði kölluð síðar: Haralds-
En fyrir íslenska tungu er
þetta verk ekki síður merkilegt.
Hvert einasta bam á íslandi
lærir fjölmargar frásögur á
biblíumálinu, einmitt á þeim
árum, er þau mótast mest. Á
hverjum helgum degi eru lesn-
ir langir kaflar úr biblíunni í
hverri kirkju sem messað er í
um endilangt ísland og loks er
biblían enn, vafalaust, mest lesna
bók á íslandi. — Fyrir þróun og
fegrun tungunnar er það stór-
kostlega þýðingarmikið, að bibl-
ían sé á fögru máli. Eg man ekki
til að nein rödd hafi um það
heyrst, að biblíuþýðingin hafi
ekki tekist vel að þessu leyti.
Síra Haraldur á meiri heiður af
því en nokkur annar. Hann var
hvorttveggja í senn: prýðilega
málhagur og með afbrigðum
vandvirkur á að þýða rétt og
þýða vel. Og svo var hann bú-
inn þeim dásamlegu kostum, að
að hvaða verki sem hann gekk,
þá gekk hann að því með óskift-
um áhuga og frábæru kappi. Eft-
ir því sem eg þekti síra Harald
síðar get eg vel hugs'að mér hví-
líkt feikna starf hann hefir lagt
í biblíuþýðinguna, er hann hóf
að starfa að henni á léttasta
skeiði.
Um marga mannsaldra mun
íslenska þjóðin búa að þessu
verki. Biblíuþýðingin mun, að
minni hyggju, halda minningu
síra Haralds lengst á lofti. Með
henni hefir hann reist sér þann
bautastein, sem seint mun fim-
ast, því að hið fagra mál hefir
hann lagt á varir okkar og bama
okkar, svo að tugum og hundr-
uðum þúsunda skifta í margar
kynslóðir.
Þó að ekki lægi annað eftir
hann, þá væri hann einn af hin-
um mestu í kristni- og menning-
arsögu þjóðarinnar, vegna biblíu-
þýðingarinnar einnar.
í tuttugu ár hafði síra Harald-
ur verið kennari prestaefnanna.
Var eg einn af fyrstu lærisvein-
um hans á prestaskólanum og
þau eftirmæli fær hann hjá mér,
í því efni, að af engum óskyldum
hefi eg lært meira en af honum.
Hann var fyrst og fremst hinn
mesti lærdómsmaður.Aðal kenslu-
grein hans var gamla testament-
ið og er það alveg vafalaust, að
í þeim fræðum hefir enginn Is-
lendingur nokkru sinni verið hon-
um jafnlærður, enda enginn á
undan honum varið svo miklum
tíma í það að öðlast þann lær-
dóm. Og svo hafði síra Haraldur
alveg sérstakan áhuga á og sér-
staka hæfileika til að skilja hina
geysilega merku þróunarsögu
ti úarhugmyndanna, sem birtist í
hinu mikla Gyðinga ritsafni. Mín
reynsla var sú að ekkert þroskaði
mig meir á prestaskólanum en
skýringar síra Haralds á ritum
gamla og nýjaestamentisins og
eg hygg, að að þeirri fræðslu
hans búi hin unga prestastétt
mest frá námsárunum.
Iiann var í annan stað hinn
vandvirkasti og áhugasamasti
kennari sem eg hefi sótt kenslu-
stundir hjá. Hvílík umskifti að
koma á prestaskólann í þessu
efni. Fyrir mér stendur það svo í
endurminningunni að síra Harald-
ur hafi hlotið að búa sig alveg
sérstaklega undir hvem einasta
tíma. Og. svo sótti hann það með
þessu fádæma kappi, að komast
yfir sem mest, útskýra sem allra
nákvæmast, og draga af ályktan-
ir þær sem við átti. Ákafinn að
láta lærisveinana læra, eljan og
úthaldið að taka lið fyrir lið sem
efnið gaf tilefni til —- er best satt
að segja; eg hafði alls ekki þekt
slíkt áður í skóla. Þegar svo þai'
við bættist hve hann var skemti-
legur kennari, samfara dugnað-
inum og þolinu, þá var blátt á-
fram ómögulegt annað en læra
hjá honum.
Loks var hann ríkulega búinn
þeim hæfileika, sem er allra nauð-
synlegastur kennara þeirra
manna sem síðar eiga að verða
leiðtogar þjóðarinnar í andlegum
efnum. Engum gat dulist sem
eitthvað kyntist síra Haraldi og
þá allra síst lærisveinum hans,
sem umgengust haxm daglega
vetrum saman, að þær kenningar
og skýringar, sem hann bar fram
komu frá instu hjartarótum hins
sannleiksþyrsta, innilega trúaða
manns. Sérhver lærisveinn hans
hlaut að líta upp til hans sakir
hins mikla lærdóms, en þegar
það sameinaðist trúarhitanum og
þunga sannfæringarinnar, þá gat
ekki hjá því farið að lærisvein-
arnir yrðu fyrir miklum áhrif-
um frá honum.
Þó að ekki lægi eftir hann ann-
að en kenslustarfið eitt, þá mætti
hann teljast í hóp hinna mestu í
hóp fræðaranna á þessari öld.
Og að neistum þeirra áhrifa og
eldmóðs verðuf lengi búið.
Biblíuþýðingin og kenslan voru
störf sem unniii voru innan til-
tölulega þröngs hrings. Þriðja
aðalstarf síra Haralds, prédikun-
arstarfið, var unnið fyrir ásjónu
alls lýðs og orðin af vörum hans
fóru um heim allan, þar sem ís-
lenskt mál er lesið.
Síra Haraldur var mælskumað-
ur og prédikari með afbrigðum.
Eg held hann hafi þó ekki verið
einn af þeim ræðumönnum sem
er það meðfætt að geta látið orða-
strauminn renna viðstöðulaust af
vörum sér, • undirbúningslaust.
Hinar ágætu prédikanir hans
voru fyrst og fremst ávöxtur af
mikilli vinnu og vandvirkni. Eg
ætla að hann hafi oft haft mjög
mikið fyrir að semja þær, enda
var hann ekki síður vandlátur um
það, en annað, sem hann lét frá
sér fara.
Hiklaust kalla eg hann mestan
íæðumann sinna samtíðarmanna
á Islandi í klerkastétt. Þegar and-
inn kom yfir hann, og það var
ósjaldan, þá . gat . enginn, sem
hann, náð. valdi yfir huga og
hjarta áheyrendanna. Eg heyrði
hann tala í síðasta sinn á stúd-
entafélagsfundi fyrir nokkrum
vikum. Enginn hinna mörgu ræðu-
manna fékk þvílíkt hjjóð sem
hann. Um engan varð fremur
sagt: . hann talaði eins og sá er
vald hafði.
Lærdómur hans, mælska að
erfðum fengin og hið ágæta vald,
sem hann hafði á íslensku; máli,
átti vitanlega. sinn mikla. þátt í
því. að gera hann svo áhrifamik-
inn ræðumann.,
Meiru réði hitt, að síra Harald-.
ur var. skáld, þó að eigi liggi það
eftir hann, svo að jeg viti, sem
venjulegast er talið til skáldskap-
ar. Hann notaði sína skapandi
skáldskapargáfu í þjónustu ræðu-
gerðarinnar. Líkingamar sem
andi hans skóp og heimfærði. til
þess að útskýra andleg sannindi
voru í senn skáldlegar, áhrifa-
miklar og sannfærandi. Fyrir-
brigðin úr ríki náttúrunnar og
úr heimi sögunnar urðu honum
vísbendingar um hinn mikla al-
vald og gæskuríka stjórn hans á
heimi og einstaklingum, og á
snildarlega fagran og áhrifamik-
inn hátt klæddi hann þessar
hugsanir sínar i orð, og með
áhrifavaldi og guðmóði beindi
hann þeim til áheyrendanna. Eg
hefi engan heyrt tala með slílcri
hrifhingu sem síra Harald um
dæmisögur og líkingar Krists. Eg
held að enginn af samtíðarmönn-
um síra Haralds hafi komist nær
Kristi en hann í þessu, að sjá
guð í liljugrösum akursins og
fuglum himins.
En mestu réði það um ræðu-
mensku síra Haralds, að hann var
sjálfur snortiim, innilega sann-
færður um hin andlegu sáxmindi
sem hann boðáði. Hann var, þeg-
ar hann samdi og fluttí margar
ræður sínar guðinnblásixm á sama
hátt og spámenn gamlatestament-
isins og síra Matthías í sínum
bestu kvæðum. Engiirn getur út-
skýrt þetta, en sem betur fer eni
þeir menn fáir sem ekki verða
snortnir líka þegar talað er af
guðmóði. En þá menn ætla eg
besta sendingu til þjóðanna, sem
hafa hæfileikann til að sækja
hinn heilaga eld og varpa noltkru
af varma hans og bjarma yfir á
samtíðarmennina.
Um áratugi tvo gegndi síra
Haraldur prédikunarstarfi. Frjáls
söfnuður myndaðist um hann.
Prédikanimar eru lesnar um all-
ar bygðir Islendinga. Og þ«r