Tíminn - 24.03.1928, Síða 4
00'
TÍMINN '
Tilbúinn áburðnr
Þýskur saltpétur með 15V2% köfnunarefni.
Kalíáburður með 37% kalí.
Nitrophoska með 16V2% köfnunarefni, I6V2 % fosforsýru og
20% kalí
er kominn
Superfoafat væntanlegt á næstunni.
— Gleymið ekki að tryggja yður tilbúinn áburð.
Samband ísl. samvinunfél.
Á alþýðuskólanum á Hvítárbakka
var nýlega haldið námsskeið, er mun
vera einstakt í sinni röð við skóla
vora. Aðalnámsgreinar voru, tré-
skurður, og vikivakar. Tréskurðinn
kendu Ríkarður Jónsson og Marteinn
Guðmundsson nemandi hans. Viki-
vakadansana kendi Marínó Kolbeins,
í stað Helga Valtýssonar, sem var
forfallaður.
þátttakendur námsskeiðsins voru
alls 49, þar af 34 nemendur skólans
af 45, og 15 utanskóla.
Smíðaðir voru 170 munir, þar af
fulllokið við 140, en 30 í smíðum, er
námsskeiðinu lauk. Munir þessir voru
myndarammar, stórir og smáir,
reglustikur, kassar, veggplötur og
hillubríkur úr furu, mahogni og sat-
inviði. Flestir þessir munir voru vel
af hendi leystir og hin mesta hí-.
býlaprýði, enda var námið sótt fast
og af miklum áhuga og kent alla
daga frá morgni til kvölds.
Allir munimir voru skomir í is-
lenskum stíl, eftir uppdráttum er
gert höfðu Ríkarður Jónsson og Bjöm
Björnsson gullsmiður.
Danskenslan gekk einnig prýðilega,
var dansað ákveðnai- stundir á dag
og alls voru kendir 13 dansai’, og ér
því spáð, að, Vikivakadansar eigi
nýja framtíð fyrir sér hér á landi,
elcki síst til útileikja á gmnd eða
gaddi. Með Vikivökunum opnast ný
svið íyrir skapandi kraft ljóðskálda,
tónskálda og dansmeistara. Vikivak-
arnir munu verða alt í senn: holl,
fögur og göfug íþrótt, er mun fram-
kalla hrifningu ýmsra skálda til að
yrkja kvæði beinlínis fyrir Víkivak-
ana. Tónskáldin munu yrkja ný
xikivakalög, og dansmeistararnir
munu skapa nýjar línur, bylgjur,
keðjur og sveiflur, fagrar en um
leið samstiltar eftirlíkingar af ljóði
og lagi, og komandi æskulýður Is-
lands er öfundsverður af að æfa og
leika sveifludansana við „músik“, er
raddir og fjör þeirra sjálfra fram-
leiðir. Fjögur ný Víkivakakvæði voru
orkt á Hvitárbakka meðan náms-
skeiðið stóð yfir.
Bókleg kensla í skólanum var
nokkuð færð saman meðan á náms-
skeiðinu stóð; þó haldið uppi allan
tímann. Auk þess voru flutt þessi er-
indi:
Lúðvíg Guðmundsson fjögur erindi
um trúmál.
Ríkarður Jónsson eitt erindi um
isl. tréskurðarlist og annað í ferða-
söguformi.
Kristinn Andrésson flutti 2 erindi
um Njálu og önnur 2 um Hinrik Ib-
sen.
Guðmundur Jónsson form. skóla-
nefndar eitt erindi um ræktun lands-
ins.
Siðasta daginn var almenn sam-
koma opin íyrir héraðsbúa. Samkom-
an var haldin í leikfimissal skólans
og var hann prýddur með munum
þeím er smíðaðir voru á námsskeið-
iriu. Skemtiatriði voni þessi:
Lúðvig Guðmundsson: ræða um
þjóðlegar listir og heimilisiðnað.
Kristleifur bóndi á Stóra-Kroppi las
upp frumsaminn kafla úr menning-
arsögu Borgarfjarðar; var þar í
margt stórfróðlegt um sjóróðra þeirra,
og líf sjómanna fyrrum.
Ríkarður Jónsson söng og kvað og
las upp kvæði.
Ein af námsmeyjum skólans, Ses-
selja Einarsdóttir, söng þar og nokk-
ur lög; er þar um að ræða söngrödd
sem liklegt er að víðar muni vekja
athygli síðarmeir.
Blað nemenda var lesið upp og í
því var m. a. ágætlega samin saga
éftir eina af námsmeyjum skólans.
þá voru og dansaðir Víkivakar, en
síðan almennir dansar fram til kl.
fjögur.
Námsskeið þetta var að öllu hið
fjörugasta og einnig nytsamt og
skemtilegt Undruðust flestir er sáu,
hvað tekist hafði að kenna námsfólk-
ínu á rúmum hálfsmánaðartíma,
enda var alt vel undirbúið með á-
höld, efni og uppdrætti, og voru þó
sumir þeirra gerðir jafnharðan og
með þurfti.
Á hinn áhugasami, hugkvæmi og
harðduglegi skólastjóri miklar þakk-
ir fyrir þessa nýbreytni, og röggsemi
alla. Er hér eínilega af stað farið og
verður framhaldið væntanlega ekki
verra. Er hér gerð ný og djarfmann-
leg tilraun til að flytja hina sann-
kölluðu þjóðarlist, tréskurðinn, aftur
inn á íslensku heimilin, þangað sem
hún öldum saman hefir áður verið
til prýðis og ánægju. Einnig á þessu
sviði, er skapandi krafti þjóðarinnar
gefinn byr undir vængi.
Ilvítárbakkaskólinn er nú fullskip-
uður; kennarar eru auk skólastjóra:
Kristinn Andrésson málfræðingur,
skólastjórafrúin, Sigríður Hallgríms-
dóttir, sem kennir söng, og einnig
orgel- og píanóleik, Gísli Sigurðsson
leikfimi og ungfrú Sigríður Guð-
mundsdóttir frá Lundum vefnað. Hef-
ir skólastjóri einnig útvegað isl. fyr-
irmyndir til þessarar kenslu. 4 vef-
stólar eru í skólanum og 12 nemend-
ur í þei'rrí grein.
Ríkarður Jónsson.
----O---
Búmannsþing
Oít hefi eg hugsað um það, hverju
það sœtti, ef við bændur ættum ára-
tug eftir áratug að nota jafn lé-
lega ljái, sem skosku ljáblöðin eru.
það má heita mikið langlundargeð
að láta bjóða sér önnur eins verk-
fœri, ljái, sem ekki eru harðari en
það, að hœgt er að kaldhamra fram
þar til þeir eru næfurþunnir, án
þess úr hrökkvi. Hvað skyldu smið-
irnir segja um aðrar eins axir eða
liefiltarinir eða sjómennirnir um að-
gerðahnífa, sem ekki væru harðari
en svo? Oft kemur þó fyrir ljáeggina
það sem engu er linara, t. d. trénað
strá og rætur, harðir skítkögglar o.fl.
Síðastliðið vor keypti eg norskan
ljá hjá Kaupfélagi Skagfirðinga,
hafði Árni G. Eylands sent þangað
nokkra ljái til reýnslu, en ekki geng-
ið út.
Ljár þessi reyndist mér hið mesta
búmannsþing. Hefi eg aldrei borið
slíkan ljá í gras og sama sögðu þeir
er tóku í orfið hjá mér. Venjulega
var það svo, að eg brýndi einu sinni
meðan þeir, sem hjá mér slógu, og
höfðu skoska ljái, brýndu þrisvar.
Alveg var það sama, ef eg lánaði
þeim Ijáinn,. þá þurfti eg að brýna
þrisvar meðan þeir slógu eina brýnu.
Oft lék eg mér að því' að slá 50—60
metra larigann skára í brýnu á tún-
inu, ef ljárinn var vel slípaður.
Ljái þessa verður auðvitað að
slípa, og þurfa að slípast beggja
vegna. Vegna þess að þeir eru smíð-
aðir úr 3 plötum (stál í miðju) er
best að nota venjulegan hverfistein
(stiginn). Ýms brýni notaði eg, bæði
svonefnd „frekjubrýni", steinbrýni og
tvær teg. af Carborundum brýnum.
Reyndist mér langbest grófari teg-
undin, svo að ekki kom til mála
fyrir mig að nota annað brýni. En
laust og lítið þurfti að brýna meðan
ljárinn vai- þunnur. Jiað eina sem eg
óttaðist, eftir að eg fór að slá með
Ijárium, var grjótið, og eg hljóðaði
upp, þegar eg sló fyrst í stein. En á
ljánum sá ekki annað en að eggin
var hvít á dálitlum parti. Komu þar
í ljós eiginleikar hins góða stáls,
þoltð, og þannig reyndist það ætíð
er steinn varð fyrir ljánum.
Eg vil ekki fara að reikna út þann
hag, sem er að slíku verkfæri, en
hann er auðsæilega mikill. Minni
tími í að brýna, minni átök við orf-
ið, fyrir utan að þolbeittur ljár er
yndi sláttumannsins og hvöt til mik-
illa framkvæmda. þannig getur ljár-
inn einn gert sláttumanninn „góðan
og batnandi".
þjóðsögurnar geyma sagnir um
vopn og ljái, er voru dvergasmíði og
þóttu metfé salcir bits. Og allir kann
ast við álfkonuspíkumar, sem aldrei
brast egg. Eg hefi eignast eina slíka
og Árni G. Eylands ætlar, trúi eg,
að útvega þær hverjum sem vill, og
kalla eg það góð boð.
„Alt er i heiminum hverfult" og
þessir góðu ljáir slitna. Hefi eg því
dálítið hugsað um hvað mætti gera
við þeirra jarðnesku leifar.
Að sjálfsögðu má smíða úr þeim
góða hnífa til fiskaðgerða og þess-
háttar. Ætti þjóðin að kappkosta að
smíða meira af smá-4höldum sínum,
en enn er orðið. En svo er ljárinn
slitinn, að hann er hinn ákjósanleg-
Fæst alstaðar i Islandi.
HlatalélagiB
]ens Vitladsens fabrikker
Köbenhavn K.
Með hinni gömlu, viOsrlceodK
og ágætu gseOavðrn.
Herkules þakpappa
sem framleidd er á verkamiðju
vorri „Dorthetsminde" frá þvt
1896 — þ. e. í 80 ár — hafti
nú verið þaktir í Danmörkn
Islandi
ea. 30 milj. fermetn
Tóuskiun
kaupir hæata verði „1*1.
refarœktarfjelagið" h.f.
K. Stefánseon, Laugav. 10.
Slmi 1221.
Fjallkonu-
svertan
>5ST M or
1 agli
Hlf FJnagerð Rephjnvihur.
asti „bakki“ á skosk blöð handa þeim
er þau vilja nota. Ekki er annað en
gata upp við bakkaborðið og hnoða
blöðin á.
Ólafur Sigurðsson,
Hellulandi.
-----0-----
Togari strandar. Togarinn Max
Pemberton frá Hull strandaði á
Kílsnesi á Melrakkasléttu 20. þ. m.
Mannbjörg varð fyrir ötula fram-
göngti Sléttubúa og er mælt að Sig-
urður Kristjánsson í Leirhöfn stæði
fyrir björgun. Tók björgunarstarfið
nær tvo sólarhringa.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson,
Lokastíg 19. Sími 2219.
Prentsmiðjan Acta.
Grrípið tækifærið.
1200 krónur í yerðlaun
Allir eiga að reyna
Við höfum ákveðið að efna til samkepni um okkar ágætu vör-
ur, og höfum ákveðið að haga samkepninni þannig, til þess að
sem flestir geti tekið þátt í henni:
Hver sá sem safnar flestum tómum dósum (botn og lok) und-
an okkaí’ ágætu Fjallkonu-skósvertu, skóbrúnu og lakkáburði og
sendir þær til okkar (H.f. Efnagerð Reykjavíkur, Laugaveg 16)
síðasta lagi 31. des. 1928, fær 1. verðlaun.
Allir geta tekið þátt í þessari samkepni hvar sem er á land-
inu. Talning á dósum (lok og botn), fer fram í lok janúarmán-
aðar 1929, og verða nöfn þeirra er verðlaun hljóta, auglýst eftir
þann tíma.
Til þess að sem flestir geti átt von á verðlaunum höfum við
ákveðið að haga verðlaununumsvo sem hér segir:
1. verðlaun kr. 500.00
2. verðlaun — 250.00
3. verðlaun — 100.00
4. verðlaun — 50.00
ennfremur 6 verðlaun hver á kr. 25.00
og 15 verðlaun hver á kr. 10.00
Þannig að alls verði verðlaunin 25.
Hin ágæta Fjallkonuskósverta fæst hjá öllum kaupmönnum
og kaupfélögum og er tvímælalaust besta skósverta sem seld er
hér á landi. Hún gerir skóna gljáandi fagra, endingargóða, mýk-
ir og styrkir leðrið.
H. f. Efnagerð Reykjavíkur.
Kemisk verksmiðja. Sími 1755.
Laugaveg 16.
hefir hlotið emróma
lof allra neytenda,
fæst í öllum verslun-
um og veitingahúsum
EgiU Sk alla «rí m sso n
T. W. Buch
(Iiitasmiðja Buchs)
Tietgcnsgade 64. Köbenhavn B.
LITIR TIL HEIMALITUNAR:
Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parísarsortí og
allir litir, fallegir og sterkir.
Mælum með Nuralin-lit, á ull, baðmull og silki.
TIL HEIMANOTKUNAR:
Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, óvaxtadropar, aoya,
matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom ‘ ‘-skósvertan.
sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil", „Henko“-blæaódinn,
„Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúridufti,ð, kryddvörur, bláml,
skilvinduolía o. fl.
Brúnspóxm.
j LITARVÖRUR:
Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitír.
GLJÁLAKK:
„Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Agœt tegund.
HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT:
Besta tegund, hreint kaffibragð og ilmur.
Fæst alstaðar á> íslandi.
Veggfóður
Yfir 200 tegundir fyrirliggj-
andi. Verð: frá 0.50 rúllan, þekur
um 15 ferálnir. Sýnishom fást
ef óskað er. Sendi gegn eftirkröfu,
hvert á land sem er.
Sigurður Kjartanason,
Laugaveg 20 B. Reykjavík.
af bestu
— afar ódýr. —
Jón Sigmundseon, gullsmiður
Sími 388 — Laugaveg 8.