Tíminn - 28.04.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.04.1928, Blaðsíða 1
©faíbfert og ofgrei&sluma&ur C i m a n s er Rijnnoeið J? o r s I e i n s ðötli r, SöSnban&sþústnu, Seyfjaníf. X3L ár. ij Reykjavík, 28. aprfl 1928. Fjárhag ríkisins var nokkuð líkt komið í byrjun síðasta þing-s og í byrjun þingsins 1924. Þá var | þjóðin í sökkvandi skuldum, sem í að mestu leyti höfðu myndast j undir forsjón Magnúsar Guð- ! mundssonar og pólitiskra sam- herja hans, sem síðar gengu j saman og mynduðu Ihaldsflokk- ; inn. Um skuldasöfnun þessa ollu óhagstæðir tímar nokkru, en að mestu leyti áttu þær þó rót sína að rekja til þeirrar eftirminni- ! legu fjármálaóstjómar, sem bar ríflegastan ávöxt í fjáraukalögun- j um miklu. Á meðan Framsóknarflokkur- inn fór með fjármálastjómina hið fyrra sinn, hófst viðnámið. Fjár- málaráðherrann gerði þá tvent í einu til að stöðva tekjuhallann og skuldasöfnunina. Hann takmark- aði útgjöld samkv. fjárlögunum og lagði fyrir þingið 1924 frv. um tekjuauka allverulegan, 25% gengisviðaukann. Þinginu 1924 tókst, með aðstoð hins mikla góð- æris 1925, að hefta skuldasöfn- unina og skapa margra miljóna tekjuafgang. Drýgstan þátt þess- arar útkomu áttu vitanlega tekju- aukafrv., sem samþykt vom: 25% gengisviðaukinn og verð- tollurinn. Á þinginu 1924 komu Ihalds- menn til valda. Þá hófst fjár- málastjóm Jóns Þorlákssonar. íhaldsmenn hafa löngum viljað þakka honum og flokki sínum „viðreisn fjárhagsins", sem þeir nefna svo, þ. e. hina góðu útkomu landsreikninganna. Vitanlega var hið ágæta árferði aðalorsök hins mikla tekjuafgangs 1925 og verð- ur hann naumast nokkmm sér- stökum þakkaður. Um tekjuauka- frv. 1924 er það að segja, að þau vom flutt af stjómarandstæðing- um, aðallega Framsóknarmönnum, og nutu stuðnings Framsóknar- flokksins. Verðtollsfrv. var t. d. flutt af fjárhagsnefnd Nd., en í henni voru þá 8 Framsóknarmenn, og 1 stjómarandstæðingur að auki. Og þau ár, sem Ihalds- stjórnin fór með völd, töldu Fram- sóknarmenn sér jafnan skylt að hvetja hana til varlegrar af- greiðslu fjárlaganna. En þrátt fyrir þá góðu aðstoð, sem stjóm íhaldsmanna naut frá andstæðingum sínum, skilur hún nú við ríkissjóðinn með 700 þús. kr. tekjuhalla. Og ekki nóg með það. Með sinni ógætilegu stefnu í gengismálinu hefir hún eyðilagt alt það, sem þjóðin hefir á sig lagt undanfarin ár til að losna við skuldiraar. Séu skuldimar fyrir og eftir síðasta kjörtímabil reikn- aðar með gullgildi, hverfur tekju- afgangurinn mikli 1925. Og hann hefir ekki nærri hrokkið til að bæta mistök fyrv. stjómar í gengismálinu. Þegar á öndverðu þingi í vetur ásetti Framsóknarflokkurinn sér að afgreiða tekjuhallalaus fjár- lög, og jafnframt að gera áætl- anir svo varlega, að röskun þeirra gæti naumast komið í veg fyrír hagstæðan reikningsjöfnuð. En þetta var því erfiðara sem stjóm- in hafði með höndum tillögur til ýmsra umbóta, sem kröfðust all- raikilla fjárframlaga. Þegar í upp- hafi var sýnt, að ekki yrði kom- ist hjá nokkram tekjuauka. Af hálfu meira hluta þingsins voru borin fram 3 tekjuaukafrv., sem náðu samþykki: Um verðtóll, vörutoll og 25% gengisviðauka á tekju- og eignaskatti. Vörutolls- frv. fór fram á að taka upp á ný toll, er Jón Þorláksson hafði lát- ið fella niður af ýmsum vörum til útgerðar, sýnilega án þess að ríkissjóður mætti við þeim tekju- missi. — Eftir fjárlagaáætlun- inni nemur tekjuhækkunin sam- kvæmt þessum lögum 750 þús. kr. Þess er að gæta, að kaffi- og sykurtollur er lækkaður um 250 þús. kr. Auk þess lagði stjórnin fyrir þingið frv. um framlengingu 25% gengisviðaukans frá 1924, á ýmsum tollum og gjöldum. Með því að samþykkja þessa hækkun tókst að afgreiða fjárlögin með rúml. 30 þús. kr. tekjuafgangi. Eru þó veittar ríflegar upphæðir til samgöngubóta, auk nokkur hundrað þús. kr. framlaga samkv. nýjum lögum, aðallega landbún- aðinum til hagsbóta. Má þar nefna tillag til Byggingar- og landnáms- sjóðs, búfjártryggingar, flutnings á tilbúnum áburði o. fl. Ætla mætti, að íhaldsmenn, hefðu nú bragðist vel við, er þeir áttu kost á að afgreiða fjárlögin sæmilega og sérstaklega, þegar þess er gætt, hve illa þeir höfðu skilið við fjárhag ríkisins. En framkoma minnihlutans hefir þvert á móti verið með fádæmum í þessu efni. Gerðu Ihaldsmenn hvorttveggja, að hindra tekju- aukann eftir mætti, en jafnframt að krefjast stórlega aukixma út- gjalda frá því sem ráð var fyrir gert í frv. stjómarinnar. 1 Nd. benti ól. Thors á það sem úrræði, að hækka tekjuáætlanir nokkurra liða í fjárlögunum, og hefir slíkt jafnan þótt léleg búmenska. En berast varð ábyrgðarleysi flokks- ins, þegar þeir 2 Ihaldsmenn, sem sæti áttu í fjárveitinganefnd Neðrideildar lýstu yfir því, að þeir mundu bera fram tillögur um mikla hækkun útgjaldanna, þó að fyrirsjáanlegur yxði halli á fjár- lögunum. Allar líkur eru til þess, að Ihaldsflokkui'inn hafi ætlað að leika ljótan leik í meðferð fjár- laganna. Sennilega hafa forráða- menn hans gert ráð fyrir, að full- trúar verkamanna mundu snúast gegn þeim tekjuaukafrv. sem íoru fram á hækkun tolla. En verkamannafulltrúamir gættu betur skyldu sinnar sem varð- menn ríkissjóðs heldur en þeir, sem hrósuðu sér af „viðreisn fjár- hagsins“ . á síðasta kjörtímabih. Jón Baldvinsson gat þess við um- i*æður í Ed. fyrir sína hönd og flokksmanna sinna, að þeir teldu sér skylt að líta á hag ríkissjóðs- ins, þrátt fyrir andstöðu sína gegn tollalöggjöfinni. Aðstaða verkamannafulltrúanna og sú hjálp, sem þeir veittu stjóminni til að afgreiða fjárlögin á viðunandi hátt hefir áreiðanlega valdið Ihaldsmönnnum miklum vonbrigðum. Jón Þorláksson mun hafa ætlað sér að breiða yfir framkomu flokksins, er hann snerist til fylgis við verðtollsfrv. við 3. umr. í Ed. En sú tilraun er til lítils. Ihaldsmenn bera úr býtum það, sem þeir eiga skihð fyrir framkomu sína, óvirðinguna af því, að hafa leikið sér með fjárlögin í von um að geta brugð- ið fæti fyrir andstæðingastjóm. Þessi tíðindi þurftu engum að ^ koma á óvart, sem fylgst hefir með viðburðum hðinna ára. Jón Þorláksson sagði árið 1922, að stjórnin sem hann var þá í and- stöðu við — ætti „ekki skiliö“ að j fá „tekjuhallalaus fjárlög". Þetta era fræg orð, og að verð- | leikum. Framsóknannenn hafa ekki séð neina ástæðu til að taka tilht til þess, hvað stjómin eigi „skihð“, þegar fjárlög eru afgreidd. Þess- Utan úr heimi. Alheimsfriður. Þegar stríðinu mikla lauk 1918, var Norðurálfan sundurflakandi í | sáram. Kjami þjóðanna, æsku- i mennimir, lágu miljónum saman fallnir og lemstraðir. Hin blóm- j vegna studdu þeir Ihaldsstjóm- ina fyrrum til þess að koma í veg fyrir tekjuhalla. En Ihaldsmenn hafa ekkert lært síðan 1922. „Á slík stjóm sem þessi ekki skilið, að henni séu afhent tekjuhallalaus fjár- lög“, segir Jón Þorláksson, þegax* andstæðingar hans fai'a með völd. Eiga þeir menn, sem láta sér svo óvarleg orð um munn fara, skilið að þjóðin trúi þeim fyrir að semja fjárlög? En viðleitni st j órnarf lokksins til að fá jöfnuð á fjárlögunum kemur ekki eingöngu fram í því að sjá ríkissjóðnum fyrir tekjum. Stjóminni er það ljóst, að þjóð- iri á heimtingu á, að fé hennar sé varið til almenningsþarfa og komið sé í veg fyrir ónauðsyn- legar greiðslur, jafnvel þó að það komi í bág við hagsmuni ein- stakra manna. Um þetta hefir hún átt í þrálátu stríði við Ihalds- menn, sem virðast hafa tahð sér skylt að slá skjaldborg um hina og aðra einstakhngshagsmuni, sbr. baráttu þeirra fyrir því, að hinir hálaunuðu embættismenn í fyrv. bankaráði fengju að halda störfum sínum þar. Stjóminni tókst þó að koma fram allvera- legum ^pamaði með endurbót á hinni afardýra embættaskipun í Rvík og samfærslu á stjóm tryggingarstofnana ríkisins. — Gengu Ihaldsmenn móti hvoru- tveggja. Kom greinilega í ljós ótti þeirra um, að hætt yrði að láta Brunabótasjóð launa Áma frá Múla fyrir ritstjómina á aðal- blaði Ihaldsflokksins. Það má öllum ljóst vera, að æskilegt væri, að lækka fremur skatta landsmanna en hækka. En þjóð, sem hvarvetna á óleyst verkefni og þarf að hefja alhliða framsókn, getur ekki komist hjá að greiða nokkuð há gjöld til opinberra þarfa. En hún á heimt- ingu á því, að fá að sjá ávöxt þess, sem hún leggur á sig. Nú- verandi stjóm og þingmeirihluti viðuvkennir þann sannleika og hefir hagað verkum sínum í sam- ræmi við hann. ----o----- Seinheppni Morgunblaðsins. Mbl. leitast við, að reka af Ihaldsmönnum ámælið um að hafa tafið þingtímann með óþörf- um umræðum. En svo hraparlega tekst, að það sannar einmitt það, sem það ætlar sér að ósanna. Blaðið skýrir svo frá, að stjóm- in og fylgismenn hennar hafi flutt 102 frumvörp, en Ihalds- menn aðeins 12. Má hver maður sjá að berari verður sekt Ihalds- manna, eftir að þessi vitneskja er fengin. Nú geta þeir ekki leng- ur afsakað mælgi sína með því, að þeir hafi þurft að tala fyrir mörgum málum. öllum þeim tíma og öllum þeim tugum þús- unda af fé ríkisins, sem hún kost- ar, hafa þeir eytt til að fylgja úr hlaði þessu fáu frv. sínum og til þess að tefja umbótamál meiri- hlutans. legu og auðugu héruð, þar sem hildarleikurinn ógurlegi var háð- ur, voru lögð í auðn. Hver þjóð hafði svo að segja boðið út sín- ; um síðustu kröftum. Ríkin höfðu safnað skuldum svo miklum, að enginn sá út yfir. Á óteljandi heimili hafði- sorgin lagt sína þungu hönd. Hún yfirgnæfði fögnuð sigurvegaranna og von- brigði hinna sigruðu. Þá varð mörgum á munni: Slíkt kemur aldrei fram^r fyrír. Um það leyti, sem friðarsamn- ingarnir stóðu yfir í Versölum, j voru uppi hugsjónamenn, sem j trúðu á, að hægt yrði þá þegar ; að gjöra ráðstafanir, sem trygðu ; alheimsfrið. Þjóðabandalagið var ! viðleitni í þá átt. En ekki var grasið fyr farið ; að gróa á leiðum hinna föllnu, en þjóðimar tóku að vígbúast á ný. Og nú hyggja ýmsir merkir menn um allan heim að draga muni til nýs ófriðar fyr eða síðar. Má með sanni segja, að víða horfi óvænlega um framhald frið- ar. Rússland stendur einangrað innan Norðurálfuxmar, vegna stjómarfyrirkomulags þess, sem þar hefir verið upp tekið, og vesturþjóðimar láta sér fátt um finnast þær friðartillögur, er Rússar*hafa nýlega fram borið. Mussolini hinn ítalski lætur ófrið- lega og hyggur á landviixninga. Á milli Balkanríkjanna er sífeld úlfúð. Bretar eiga í þjarki við Egyptalandsmenn, vegna hags- muna sinna þar í landi og umráða Suezskurðsins. Miljónir Indlands ókyrrast og þykir um of þröngv- að frelsi sínu. Hafa Bretar ný- lega sent nefnd austur þangað til að rannsaka ástandið, en fátt fréttist um gjörðir hennar og til- lögur. I Kína er borgarastyrjöld, sem ósýnt er hversu lýkur. Dregur hún að vísu úr „austrænu hættuxmi“ í svip. Ennfremur era miklar viðsjár með Bandaríkja- mönnum og Japönum, og horfur á að þeir muni framvegis deila um yfirráð Kyrrahafsins. En af ýmsum er þó samlyndið milli Breta og Bandaríkjamaima talið einna ískyggilegast. Bretar hafa hingað til drotn- að yfir höfumxm. En auðmagnið vestræna er að verða þeim of- jarl. Þetta er Bretum sjálfum ljóst. Stjómmálamenn um heim all- an, a. m. k. austan Atlantshafs- íns, leggja sig nú mjög fram til að finna ráð til að takmarka vígbúnað einstakra ríkja. Eink- um er reynt að fá stórveldin til að láta sér nægja ákveðna tölu herskipa, og helst að hætta bygg- ingu hinna allra stærstu. Þá hefir og komið til orða að banna kafbáta í hemaði. Það væri sennilega ofmælt, að telja þá alla hugsjónameim og einlæga friðarvini, sem nú vilja draga úr herbúnaði stórveldaxma. Sannleikuriim er sá, að jafnvel auðugum þjóðum er um megn fjárhagslega, að halda uppi kapphlaupinu um smíði nýtísku hemaðai’tækj a. Og vitanlega Clmflns er i Sarnbcmbsþúsínu ©pin öaglega 9—(2 f. þ, Símt 490. 22. blað. væru það steinblindir menn, sem ekki yxi í augum það óhemju fé, sem tekið er frá nytsamlegum fi*amkvæmdum og varið til eyði- leggingar. Sennilega er réttara að byggja vonina um alheimsfrið fyrst um sinn fremur á fjái*hagslegri hag- sýni hixma leiðandi maxma með stórþjóðunum, en sannrí fríðar- þrá. ---0--- Á víðavangi. ófarir Jóns Þorlákssonar. I stjóramálafélagi íhaldsmanna hér í bænum gerðust nýlega tíð- indi, sem þykja furðu sæta. Skyldi velja formann félagsins, og var Jón Þoi'láksson í kjöri, en féll fyrir kaupmanni einum lítt þekt- um. Mundu fáir hafa trúað því, að sjálfur foringi flokksins yrði svo gi'átt leikinn. En svo átakan- legt var vantraustið á J. Þ., að nokkur hluti fundarmanna vildi heldur gera Jón Kjartansson að formanni, heldur en forsætisráð- herrann fyrveranda. Taka nú mjög að riðlast fylkingar Ihalds- manna. Leyndarmál togaranna. Tíminn beindi fyrir nokkru til ólafs Thors fyi'irspum um það, hvort togaraflotinn hefði leyndar- mál, sem dylja þyrfti fyrir al- menningi. ólafur hefir hliðrað sér hjá svari. Nú hafa hér í blað- inu verið birt nokkur sýnishom af dulmáli því, sem útgerðarmenn þykjast þurfa að nota í viðskift- um við veiðiskip sín á miðum úti. Sjálft leyndarmálið er enn óskýrt. Og útgerðarmexm togaranna liggja enn undir margskonar grun um innihald skeytaima, sem glegst kom fram í umræðunum á Alþingi í vetur. — óneitanlega hefði verið viðfeldnast að þeir hefðu farið að dæmum saklausra manna, sem ranglega era ákærð- ir og heimtað rannsókn í málinu. I stað þess eys málgagn þeirra upp illyrðum um Tímann fyi*ir að birta skeytin, og telur það gert í heimildarleysi. Má það þó vita, að loftskeyti fara víða og eigi verður við því spornað 'að þeim sé veitt viðtaka af fleirum en þau eru ætluð. Togaraútgerðarmenn ættu að hafa hægt um sig á með- an þeir liggja undir alþjóðar ámæli fyrir óskiljanlegt fram- ferði. I liði með lögbrjótum. Það er alkunna, að andstæðing- ar réttvísinnar hér á landi hafa engan málsvara átt öruggara en MbL Mun öllum í fersku minni árásir blaðsins á rannsóknardóm- arann í Hnífsdalsmálinu, harma- grátur þess fyrir munn þeirra, sem sakaðir voru um atkvæða- fölsunina, lofið um Rétur Oddson eftir mótþróann gegn rannsókn- inni í Bolungavík o. s. frv. Hefir blaðið að vonum hlotið verðskuld- að álit löghlýðinna borgara. Þrátt fyrir slíka framkomu gerist það nú svo óskammfeilið, að brigsla dómsmálaráðherranum. um að hann gangi í lið með lögbrota- mönnum. Og tilefnið er, að ráð- herrann vill láta lögin ganga jafnt yfir innlenda og útlenda ránsmenn er brjóta landhelgis- lögin. Auðvitað lítur Mbl. við- leitni ráðherrans ekki hýru auga. En þetta vesala blað, sem aldrei ætti að leyfa sér að nefna rétt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.