Tíminn - 02.06.1928, Side 3
TlMINN
89
tekið vœri eftir í fyrstu. Varð þess
fyrst vart í grend við höfnina, því
að þar stendur verksmiðjan. Komu
áhrif þess fyrst fram á drengjum
tveim, sem voru á bát skamt þaðan.
Hnigu þeir skyndilega út úr bátnum
og varð með naumindum bjargað.
Voru þeir fluttir á sjúkrahús en dóu
þar eftir skamma stund. Tóku nú af-
leiðingar eitursins að koma greini-
iega í ljós, því að fólk veiktist hast-
arlega ýmist úti á götum eða inni í
húsum og nokkrir létust þegar. Sló
óhug og skelfingu á þá íbúa borgar-
innar, sem neestir bjuggu óheilla-
staðnum, og er kunnugt varð um or-
sökina flýði hver sem fætur toguðu.
Lögregluþjónar og slökkvilið kom á
vettvang og freistaði að hjálpa þeim,
sem ósjálfbjarga voru og stöðva
framrás eitursins. En vegna þess, að
björgunarmennina vantaði gasgrím-
ur þær, sem notaðar voru í ófriðn
um veiktust margir þeirra og sumir
dóu. Var þá í skyndi símað til Ber-
lín eftir grímum. En eigi tókst að
stöðva gasið fyr en geymirinn var
nærri tæmdur. Vindur stóð í fyrstu
af höfninni inn yfir borgina, og var
eigi annað fyrirsjáanlegt en hún væri
í mikilli hættu, enda var herlið sent \
á vettvang, er rýma skyldi einstaka
borgarhluta, eftir því sem þörf gerð- |
ist. En til allrar hamingju breyttist !
vindstaðan og jafnframt fór að rigna. ;
Hvarf þá eiturloftið á brott og eydd-
ist vegna áhrifa regnsins. — Atburð- ;
ur þessi hefir valdið sérstöku um- i
tali, einkum í Frakklandi, vegna ;
þess, að þjóðverjar mega ekki fram- !
leiða eiturgas til hernaðar. Hins- !
vegar segja pjóðverjar sjálfir, að gas-
ið hafi verið leyfar frá ófriðarárun-
um og eingöngu ætlað til iðnaðar-
þarfa — í litunarverksmiðjum. Var
hér og aðeins um mjög lftinn forða
að ræða, þó að áhrifin yrðu svo
mikil, sem raun bar vitni um.
— Salvemini heitir ítali nokkur,
sem um tíma var prófessor í sögu
við háskólann í Florence, en er nú í
útlegð af stjórnmálaástæðum. Hefir
hann nýlega ritað bók á ensltu um
stjórnarfarið í Ítalíu. Er hún hörð á-
rás á Mussolini og framkomu Fas-
cista, en þó að mestu leyti frásögn
um viðburði, sem eigi verður mót-
mælt. Fascistar hafa sjálfir haldið
því fram og fengið ýmsa menn er-
lendis á þá skoðun, aö kommun-
ístabylting hafi verið yfirvofandi í
Ítalíu um það leyti, sem Mussolini
braust til valda og hafi hann af-
stýrt henni. Prófessor Salvamini lýs-
ir þetta tilhæfulaust og tilfærir máli
sínu til sönnunar ummæli, er Musso-
iini sjálfur hafði árið áður en Fas-
cistastjórnin hófst, þar sem hann
taldi Kommunista með öllu áhrifa-
lausa í Ítalíu. — þá telur hann á-
standið í landinu eigi hafa verið
nærri eins bágborið og af er látið og
eigi lakara en við hefði mátt búast i
lok stríðsins. Mussolini lýsir hann
eigi sem brautryðjanda heldur æfin-
týramanni, er tekið hafi Fascista-
hreyfinguna í þjónustu sína. — Af
Undirritaður selur:
Harmonium
sem gerð eru eingöngu fyrir kirkjur, skóla og samkomusali. 16
mismunandi gerðir. — Þessi hljóðfæri eru hljómfögur, traustbygð
og tilkomumikil í hvívetna.
Sambærileg hljóðfæri munu ekki annarstaðar jafnódýr.-
Hljóðfæri til athugunar heima hjá mér.
Elias Bjarnason
Sólvallagötu 5, Rvík.
hermdarverkum Fascista vakti það
mesta athygli, er Jafnaðarmannafor-
inginn Matteotti var af dögum ráð-
inn í ársbyrjun 1924. „í augum í-
tölsku þjóðarinnar er Mussolini og
mun verða fyrst og fremst sá, sem
myrti Matteotti", segir próf. Salve-
mini.
Fréttir
Prestvigðir voru í Dómkirkjunni
annan hvítasunnudag, guðfræðing-
arnir Helgi Konráðsson, settur prest-
ur í Bíldudal vestra og Ólafur Ólafs-
son, skipaður prestur að Kvenna-
brekku í Dölum. Magnús Jónsson
prófessor lýsti vígslu, en sr. Helgi
Konráðsson steig í stólinn að lok-
inni vígsluathöfn.
Viggo Chrístianson danskur sér-
fræðingur í taugasjúkdómum, dvelur
nú hér í bænum og flytur fyrirlestra
við háskólann.
Finnur Jónsson prófessor varð sjö-
tugur 29. f. m. Hann hefir nú, eins
cg skýrt var frá hér í blaðinu, látið
af kenslu við Hafnarháskóla.
Jón þorbergsson bóndi á Bessastöð-
um fór með búslóð sína norður með
„Dronning Alexandrine" síðastl.
þriðjud., alfarinn að Laxamýri 1
þingeyjarsýslu.
Yfirullarmatsmannastarfið á Suður-
landi «r laust til umsóknar vegna
brottfarar Jóns H. þorbergssonar á
Bessastöðum. Umsóknarfrestur er til
15. þ. m.
Hlaðafli er við Eyjafjörð.
Sýslumaður í Barðastrandarsýslu er
skipaður Bergur Jónsson er þar hefir
verið settur sýslumaður síðan í vetur.
Fimm togara tók Óðinn nýlega við
ólöglegar veiðar við suðurströndina
og fór með þá til Vestmannaeyja.
Tíðin er afbragðsgóð hér á Suður-
landi. Túnasláttur er byrjaður í
gróðrarstöðinni í Rvík, og mundi
slíkt einhverntíma hafa verið talið
með fádæmum. Að vísu er hér að-
eins um tilraunareiti að ræða, en ber
þó vott um hve tíðarfarið heíir verið
■sérstaklega hagstætt.
Til Akureyrar eru nýfamir Guðm.
Thoroddsen prófessor og Hallgrímur
Hallgrímsson magister. Verða þeir
prófdómendur við stúdentsprófið þar
í vor,
Ungmennafélttg sunnanlands hófu í
fyrra nokkurskonar þegnskylduvinnu
á þingvöllum til undirbúnings há-
tiðahöldunum 1930. Leggja félögin
fram ókeypis vinnukraft, en þing-
vallanefndin fæði, húsnæði og áhöld,
og sér um stjórn verksins. í fyrra
stóð vinna þessi rúman mánaðartíma.
Lögðu félögin fram nærri 170 dags-
vexk, og var aðallega unnið að slétt-
un tjaldstæða. í vor heldur vinnan
fram vegum U. M. F. í. Hófst hún
21. maí og mun standa yfir fram í
byrjun júiímánaðar. Eru þegar feng-
in loforð um nokkuð á þriðja hundr-
að dagsverka frá félögum víðsvegar
á landinu. Verður að þessu sinni að-
allega unnið að vegalagningu og búð-
ir reistar í fornum stíl. Sérstök
áhersla verður lögð á að fræða þá,
sem að þessu vinna, um alla sögu-
staði, með tilliti til þess, að þeir
verði færir um að leiðbeina gestum
á þingvöllum 1930. Verður þá mikil
þörf slíkra manna. — Ungmennafé-
lögin hafa hér valið sér veglegt verk-
efni og við hæfi hugsjónaríkra æsku-
manna.
Ungfrú Anna Borg, dóttir Borgþórs
Jósefssonar bæjargjaldkera og leik-
konunnar góðkunnu, frú Stefaníu
Guðmundsdóttur, hefir nýlega verið
ráðin leikkona við konunglega leik-
húsið í Khöfn. Hefir hún stundað
nám þar undanfarin ár og hlotið
skjótan frama.
Flugvólin nýja kom hingað með
Goðafossi síðastliðinn þriðjudag. Var
hún fyrst reynd í fyrradag og gafst
vel. Gert er ráð fyrir að fljúga til
Akureyrar á mánudag. Fargjöld hafa
verið ákveðin, hvora leið, frá Rvík
til eftirfarandi staða: Til Akureyrar
og Siglufjarðar 120 kr., Se.yðisfjarðar
150 kr., ísafjarðar 60 kr., Stykkis-
hólms 35 kr., Vestmannaeyja 32 kr.,
Borgarness og þingvalla 25 kr. —
Póststjórnin hefir gefið út sérstök
frímerki á þau bréf, sem flutt verða
loftleiðina.
Ársmót Hvítbekkinga. Vegna ófyr-
irsjáanlegra atvika fellur ársmót
Hvtíbekkinga niður að þessu sinni,
en það átti að vera á Hvitárbakka
þ. 23. þ. m. eins og áður var aug-
lýst.
Van Houtens
Suðusúkkulaði
or ann&lað um allan heim íyrir gcefti.
Besta suðuaúkkulaði tegundin sem til landsins flyst.
Allar vandlátar húsmæður nota það eingöngu.
í heildsölu hjá
Tftbaksverslun Islands h.f.
Einkaealar & Islandi
liótinn er nýlega hér í bænum Axel ;
Ingvarsson verslunarmaður. Bana-
mein hans var lungnabólga. Axel S
heitinn var sonur Ingvars Pálssonar |
kaupmanns, ungur maður.
Morgunn, fyrra hefti, er nýlega j
kominn út. Er þetta hefti helgað j
minningu Haralds Níelssonar pró- '
fessors og flytur ræður og blaða-
greinar er birtust við lát hans.
Hörmulegt slys vildi til á Akureyri
25. f. m. Níu ára gamall drengur,
Sigurður að nafni, sonur Jakobs
Karlssonar kaupmanns datt ofan af
þúfnabana, sem var við vinnu, og í
gangi. Varð höfuð drengsins undir
vélinni, og beið hann þegar bana.
Leittrétting. í greininni „Til beggja
handa", eftir J. þ., í síðasta blaði,
hefir misprentast eitt orð, hlaupa-
fragð fyrir hlaupaþægð. Á að standa:
„Aldrei hafa þó sníkjur hans (V.
St.) og hlaupaþægð orðið ábærilegri
en i þessu máli“, o. s. frv.
----O---
Aðalfnnduir
Búnaðarsambands Suðurlanðs
var haldinn að Stórólfshvoli í Hvol-
hrepp, föstudaginn 18. maí 1928. Mætt-
ir voru: Stjórn Sambandsins, Guðm.
þorbjarnarson, Magnús Finnbogason
og Dagur Brynjólfsson, fulltrúar frá
21 búnaðarfélagi, 1 nautgripafélagi, 2
sýslufélögum, Árnes- og Rangárvalla-
sýslu, og 25 æfifélagar.
þessi mál voru tekin fyrir:
1. Formaður las upp og lagði fram
aðalreikning Sambandsins fyrir s. 1.
ár. Var hann endurskoðaður og eng-
ar athugasemdir. Samþ. í e. hlj.
Skuldlausar eignir Sambandsins kr.
11,934,33.
2. Skýrt frá framkvæmdum Sam-
bandsins s. 1. ár, og lögð fram og
samþ. fjárhagsáætlun og fram-
kvæmdatill. stjórnarinnar.
a. Plægingastarfsemi: Jarðyrkju-
starfið haldi áfram svipað og að und-
anförnu, sérstaklega lögð áhersla á
plægingar. Fyrir plægða dagsláttu
greiði verkþegi kr. 30—35 og fyrir
lierfingu kr. 40—45, auk þess að fæða
og hýsa mennina. Samþykt.
í sambandi við þennan lið komu
iram svohljóðandi till.:
„Fundurinn skorar á stjórn Sam-
bandsins og trúnaðarmenn þess, aö
taka sameiginlega til athugunar, hvort
eigi væri rétt vegna breyttrar aðstöðu
til verkfærakaupa og vélanotkunar,
að leggja niður umferðaplægingar
Sambandsins og séu að þeirri athug-
un lokinni, lagðar till. fram um þetta
efni á næsta, aðalfundi". Samþykt.
„Nái verkfærakaup Búnaðarfélags
Grimsnesinga eigi að komast undir
styrkákvæði nýsamþyktra landslaga,
samþykkir fundurinn að veita fólag-
inu á sínum tima alt að 500 kr. styrk
úr Sambandssjóði". Samþykt.
„í tilefni af bréfi Benedikts Einars-
sonar samþykkir fundurinn að veita
Búnaðarfélagi Grímsneshrepps 500 kr.
styrlc til þess að kaupa 5—6 „sett“
aí jarðyrkjuverkfæi’um, og séu íélags-
menn flokkaðir þannig, að ekki séu
fleiri en 6 bændur um hvert „sett"
af verkfærum". þessi till. var feld
með öllum greiddum atkv. gegn 3.
b. Vei’ðlaun fyrir I. fl. áburðarhirð-
ingu veitist eins og að undanfömu.
Feld með 11:9 atkv.
c. Styrkur til baðtækja veitist eins
og að undanförnu. SamþykL
d. Til leiðbeininga við hagnýtingu
á vatnsafli vill Sambandið verja sem
nœst kr. 800.00 Samþykt í e. hlj.
e. Till. stjómai’innar, að samband-
ið verji til garðyrkjuleiöbeininga sem
næst kr. 500.00 var samþ. í e. hlj.
En jafnframt' því, að hof. ger-
ir ráð fyrir að ríkissjóðsábyrgð-
in afli bankanum svo mikils
trausts, að þangað streymi spari-
féð „smátt og smátt, hægt eða
hart“, þá telur hann bankanum
stafa hættu af aðstreymi spari-
fjárins og „líklegt sé, að af hljót-
ist rýrnun á lánstrausti landsins“.
Er hægt að hugsa sér öllu
meiri öfuguggahátt í rökfærslu
en þetta?
Um fyrra atriðið, aðstreymi
sparifjárins, mætti upplýsa þenn-
an fjármálavitring Ihaldsins, að
þar hefir framkvæmdarstjórn
Landsbankans örugt og einfalt
ráð. Þyki henni sparifjárað-
streymið of mikið, og það er að
lækka innlánsvextina. Er gremju-
legt að menn skuli taka sér fyrir
hendur að skrifa um bankamál,
sem ekki vita svo lítið sem þetta.
Um hættu ríkissjóðs af ábyrgð
á skuldbindingum Landsbankans,
þarf ekki að eyða mörgum orð-
um hér. Það mál er svo mikið
rætt áður og almenningi þær um-
ræður í fersku minni. Það hafa
aldrei verið færð nein rök gegn
því, sem Framsóknarmenn jafn-
an hafa haldið fram, a8 þrátt
fyrir fleyg íhaldsmanna um það,
að ríkissjóður beri ekki ábyrgð á
bankanum umfrarn þær 5 milj.
króna, sem hann skyldi leggja
bankanum til, þegar hann var
stofnaður, þá mundi ríkissjóður
ekki undir neinum kringumstæð-
um komast hjá, að hjálpa bank-
anum, kæmist hann í f járþröng,
og því var þetta ákvæði eingöngu
til þess að rýra traust bankans,
og út frá þessari rökfærslu tekur j
Framsóknarflokkurinn upp á- j
kvæðið um ríkisábyrgðina, í sam-
ræmi við tillögur milliþinga-
nefndarinnar.
2. Stofnféð. Annað ádeiluefni
íhaldsblaðanna er breyting sú, er
síðasta þing gerði á stofnfé því,
er ríkissjóður skyldi leggja bank-
anum.
Milliþinganefndin lagði til að
stofnféð skyldi vera 3 milj. króna
og ríkisábyrgð að auki. Ihalds-
stjórnin fellir niður ríkisábyrgð-
ina, en hækkar stofnféð í 5 milj.
króna. Síðasta Alþingi ákveður
svo að ríkissjóður skuli leggja
bankanum 2 milj. krónur og
heimilar stjórninni ennfremur 3
milj. króna, ef þörf sé að auka
stofnféð fram úr hinum fastá-
kveðnu 2 miljónum. Er hér geng-
ið lengra til tryggingar bankan-
um, en milliþinganefndin hafði
lagt til, og miklu lengra heldur en
íhaldsmenn vildu vera láta. Ásak-
anir Ihaldsmanna um þetta at-
riði eru því fals eitt og ósannindi.
3. Yfirstjóm bankans. Þar ber
enn að sama brunni. Milhþinga-
nefndin leggur til 1 frumvarpi
sínu, að yfirstjórn bankans skuli
vera í höndum 15 manna banka-
nefndar, sem kjósi 4 menn í
bankaráð, en ráðherra sá, sem fer
með bankamál, skipar formann-
inn.
Ihaldsstjómin breytti þessu á-
kvæði í fmmvarpi sínu 1927.
Framsóknarflokkurinn gerir ekki
annað á síðasta þingi en færa
þetta atriði líka í það horf sem
milliþinganefndin hafði lagt til.
Þá telur höf. Landsbankagrein-
anna, að rofnir hafi verið samn-
ingar við þá menn, sem kosnir
voru í bankaráðið 1927, með því
að láta fara fram nýja kosningu
eftir að lögunum hafði verið
breytt á síðasta þingi. Þeir tveir
menn, sem ekki voru endurkosn-
ir voru Jónas Jónsson ráðherra
og Magnús Jónsson alþm. Féll
Magnús með hlutkesti milli* hans
og Bjama á Reykjum. Sé það
satt, að Magnús æth að fara í
mál út af bankaráðslaununum
fyrir þann tíma, sem hann telur
sig hafa átt eftir að sitja í banka-
ráðinu samkvæmt kosningunni
1927, fæst úrskurður um það,
hvort rétt er fullyrðing höfundar,
að hér sé um samningsrof að
ræða. En sé nú þessi kosning ó-
lögleg, eins og höf. gefur í skyn,
hversvegna gerir þá Magnús að-
eins kröfu til peninganna, en
heimtar ekki líka að halda bankar
ráðsstarfinu ?
„PóUtíkin“. Höf. klykkir út
grein sína með þessari klausu:
„Og sjálfur seðlabankinn, sem
að alheimsdómi á að vera sem
fjærst stjórnmálum, er dreginn
inn í hringiðuna".
Hér er það að dómi höf., sem
Framsókn á að hafa framið
mesta glapræðið. Þurfa tU þess
meira en meðal óheilindi að falsa
svo mál sem hér er gert. thalds-
menn drógu Landsbankann inn í
stjómmálahringiðuna og mega
sjálfum sér og engum öðrum um
kenna, ef af hljótast vandræði.
Ihaldsflokkurinn kaus 1927 tvo af
sínum harðvítugustu flokksmönn-
um á þingi í bankaráðið, og var
þó annar ofhlaðinn störfum fyrir.
íhaldsstjómin skipaði harðvítug-
an Ihaldsmann fyrir formann
bankaráðsins. Maðurinn var af
léttasta skeiði og hlaðinn störf-
um við umfangsmikið embætti.
Flokkshagsmunir og ekkert ann-
að réðu þeirri skipun.
Ihaldsstjómin skipaði fimm
manna nefnd til að taka út
Landsbankann, einn þeirra var
hinn opinberi eftirlitsmaður
banka og sparisjóða og gat
stjórnin ekki komist hjá að hafa
hann með. Allir hinir nefndar-
mennirnir fjórir eru eindregnir
Ihaldsmenn, og einn þeirra þar að
auki talinn af mörgum alt annað
en velviljaður bankanum.
Eftir þessar aðfarir situr illa á
íhaldsmönnum, að saka Fram-
sóknarflokkinn um að hann hafi
dregið bankann inn 1 hringiðu
stjómmálanna.
Það er ekki hægt að eltast við
allar missagnir og rangfærslur I-
haldsblaðanna um Landsbanka-
málið. En að síðustu skal þó
minst á eitt atriði enn.
Dylgjumar. I ritstjómargrein,
sem birtist í sama blaði og marg-
umtöluð ritsmíð um Landsbanka-
lögin, er komist svo að orði um
Landsbankann:
„Eins og kunnugt er, hefir
bankinn tapað stórfé, en niður-
stöðu nefndar þeirrar, sem skip-
uð var til þess að rannsaka hag
bankans, er af landsstjóminni
haldið vandlega leyndri“.
Hvað felst nú í þessum ummæl-
um ? Fyrst og fremst að bankinn
hafi tapað stórfé. En hvað er
stórfé á mælikvarða Ihaldsins?
Eru það þau töp, sem hafa þegar
verið afskrifuð og öllum eru aug-
ljós af reikningum bankans? Lík-
lega eru það ekki þessi töp ein,
því þá væri ekki verið að dylgja
með að stjómin héldi leyndri
niðurstöðu úttektamefndarinnar.
En með þeim dylgjum er verið að
gefa almenningi í skyn, að töp
bankans séu svo mikil og alvar-
leg, að bankanum og ríkinu sé af
þeim bráð hætta búin. Sé höf.
sannfærður um það, og só hon-
um ennfremur kunnugt um, hve
mikil þau töp em, sem hann er
að dylgja með, ætti hann að upp-
lýsa það fyrir almenningi. Gætu
þær upplýsingar jafnframt orðið
honum nokkur stuðningur, ef hon-
um skyldi detta í hug að færa
einhver rök fyrir fullyrðingum
sínum um hættu þá er þjóðinni
stafi af ábyrgð ríkissjóðs á
Landsbankanum. Y.