Tíminn - 04.08.1928, Page 1

Tíminn - 04.08.1928, Page 1
©jalbfert og afðcci&sluma6ur (Eímans er XannDCÍg þorstcmsöóttir, Sambanösijúsmu, Scyfjaníf. við opnu bréfi. Hr. alþingismaður ólafur Thors! Þú hefir ritað mér opið bréf og birt í síðasta tölublaði Varðar. Tilefnið eru orð sem okkur fóru á milli í vor um fundahöld. 1 niðurlagi bréfsins skorar þú á mig að „segja hispurslaust alt sem þú veist sannast um þetta mál og fella ekkert undan“. Mér þykir rétt, eftir atvikum, að verða við þessari áskorun þinni. Þú skýrir frá því réttilega, að það varst þú sem komst til mín að fyrrabragði í vor til þess að ræða um fundahöld; og eins og þú hermir áttum við tal saman um þetta efni nokkrum sinnum, bæði í síma og á skrifstofu minni í stjórnarráðinu. Þú skýrir frá því í bréfinu að nokkru áður en eg kom úr utan- för minni og þarafleiðandi nokkru áður en þú áttir tal um þetta við mig, hafi miðstjóm Ihalds- flokksins verið búin að ákveða að boða til þeirra funda sem þið síðar hélduð í Húnavatns- og Skagafj arðarsýslum. Þessi yfirlýsing þín kemur mér mjög á óvart, því að það var alls ekki á þessum grundvelli sem þú talaðir um þetta mál við mig. Þvert á móti. Þú barst fram ósk og áskorun um það, að efnt yrði til sameiginlegra fundahalda fyrir Framsóknarmenn og Ihaldsmenn, einhversstaðar á landinu á þeim stöðum og á þeim tíma, sem sam- komulag gæti orðið um. Eingöngu á þessum grundvelli ræddum við málið, án þess að slá nokkru föstu um fundastaði og fundatíma, að svo stöddu. Eg gekk út frá því, að ef að því kæmi að báðir aðil- ar gætu sent fulltrúa á fundina þá yrði tekið til athugunar, hvort byrja ætti til dæmis í Borgamesi, fara þaðan vestur á Snæfellsnes, í Dali, vestur á Barðaströnd, eða á Norðurland, eða þá að fara um austursýslumar. Eg man það vel, að sérstaklega nefndir þú eina sýslu til slíkra fundahalda og það var Strandasýsla, og eg gat þess þá um leið, að ef úr þessum fundahöldum yrði, þá hefði eg augastað á Kjósinni, og eg man ekki betur en að þú tækir þeirri uppástungu vel, þú nefndir ekki einu sinni á nafn þá, það sem þú skýrir frá nú, að þið, í miðstjórn ykkar væruð „fyrir nokkru“ bún- ir að ákveða fundahöld á ákveðn- um stöðum. Ef svo hefði verið, þá hefði erindi þitt verið alt ann- að, einungis það sem sé, að skora á okkur að koma á fundi sem þið þegar hefðuð ákveðið, og hefðir þú þá ekki þurft að koma fimm sinnum til mín, ef slíkt hefði ver- ið erindið. Síðasta samtal okkar fór fram uppi í stjómarráði snemma á laugardag, að mig minnir.Eg tjáði þér þá, að því miður væri það svo, að á þeim tíma sem helst kæmi til greina yrði eg fyrirsjá- anlega bundinn við skyldustörf hér í bænum og gæti því ekki sótt fundi þá. Og eg gerði ráð fyrir, að athuguðu máli, að samverka- menn mínir og aðrir Framsóknar- menn hér í bænum mundu flestir svo störfum hlaðnir, að þeir ættu óhægt með að sækja fundi í vor. Eg lét jafnframt í ljós ósk um að samkomulag um slík fundahöld gæti orðið síðar. Cimans er í Sambanösþúsmu. ©pin öaglega 9—\2 f. þ. í>ími 496. Reykjavík, 4. ágúst 1928. 38. blað. Þú lést í Ijós, að þér þætti þetta miður. Ennfremur, að óvíst væri að nokkuð yrði þá úr sér- stökum fundahöldum. Og eg mar. mætavel, að þú sagðir síðast eitt- hvað á þessa leið: Eg auglýsi þá fundi ef til kemur. Og eg tel mig muna með vissu að eg svaraði eitthvað á þessa leið: Eg sé það þá í Verði í kvöld eða fyrramálið hvort nokkuð verður úr funda- höldum ykkar. Þegar Vörður kom út rétt á eftir, leitaði eg að auglýsingu um fundi, en hún var engin. Eg man að eg sagði þá við einhvem við- staddan: Það hefir þá ekki orðið úr fundahöldum hjá íhaldinu í þetta sinn. örfáum dögum síðar er hringt til mín frá Borðeyri og spurt hvort eg eða miðstjóm Framsóknarflokksins hafi fengið boð og áskoran um að mæta á fundi á ákveðinni stundu og á- kveðnum stað í Húnavatnssýslu. Eg svaraði þeirri fyrirspum neit- andi og eftir ósk staðfesti eg þá yfirlýsingu með símskeyti. Þannig segi eg „hispurslaust alt sem eg veit sannast um þetta mál og felli ekkert undan“. Og því vil eg loks bæta við „hispurslaust", að þegar eg frétti hvemig þið höfðuð boðað fundina og létuð þess getið um leið að okkur úr miðstjóm Framsóknar- flokksins hefði verið boðið á þá, þá þótti mér það koma fullkom- lega í bág við samtal okkar, enda fékk eg aldrei að vita um fundi þessa frá neinum ykkar íhaldsmanna, hvað þá heldur að þið hafi boðið^okkur á þá. Tryggvi Þórhallsson. Utan «i’ heiiní Pólför Nobile hins ítalska. Á þessu sumri hafa engin tíð- indi vakið jafn mikla athygli um víða veröld sem för ítalans Nobile til Norðurheimskautsins og þeir hörmulegu atburðir, sem gerst hafa í sambandi við hana. Nobile er hershöfðingi í liði ítala. Hann tók þátt í norðurför hins fræga norska landkönnuðar, Ámundsens, árið 1926. Þá för fór Ámundsen í ítölsku loftskipi, sem „Norge“ var nefnt. Amerískur auðmaður Ellsworth að nafni lagði fé til þeirrar farar.. Þegar heim kom reis ósamlyndi milli þeirra, sem þátt höfðu tekið í förinni um það, hver mestan heiður ætti af henni. Reipdráttur þessi mun hafa átt sinn þátt í að Nobile ákvað að freista á ný að fljúga til norður- heimskautsins. Til þeirrar farar var smíðað loftskipið „Italía“. Til hennar var eingöngu varið ítölsku fé. Skipverjar voru flest- ir ítalskir, en með þeim var sænski veðurfræðingurinn Finn Malmgren. 23. maí lagði Nobile af stað frá Spitzbergen. Áform hans var að fljúga yfir norðurpólinn og varpa þar niður ítalska fánanum. En svo leið og beið, að ekkert fréttist til loftskipsins. Loks bárast skeyti frá því til lofsskeytastöðva á meg- inlandinu. Af þeim mátti ráða, að loftskipið hefði hrapað niður á ís- inn og eyðilagst, og að skipshöfn- in léti þar fyrirberast og vænti hjálpar. Eftir því sem Nobile sagði frá síðar, vildi slysið til á þann hátt, að ísing hlóðst utan á skipið meiri en svo, að það gæti haldist á lofti. Hrapaði það skyndilega úr 200 metra hæð niður á ísinn norðaust- an við Spitsbergen. Var það þá á ! suðurleið frá heimskautinu. Einn | maður fórst í fallinu, loftfarið lið- 1 aðist í sundur að nokkra leyti. Urðu Nobile og Malmgren og 8 menn aðrir viðskila við það á ísn- um, en við það léttist loftfarið svo, að það hófst upp á ný og sveif brott. En stundu síðar þótt- ust þeir heyra sprengingu og sjá reykjarmökk í þeirri átt, sem loft- farið hafði horfið í. Giskuðu margir á, að það hefði þá farist, og svo mikið er víst, að ekkert hefir til þess spurst, né mann- anna, sem eftir vora í því, enda munu þeir engin loftskeytatæki hafa haft. Stuttu síðar skildi Svíinn Malm- gren ásamt ítölum tveim, Zappi og Mariano, við flokkinn, og ætluðu þeir að ná til lands fót- gangandi yfír ísinn. Þegar fréttirnar um slysið bár- ust til bygða, var undinn bráður bugur að því að senda hjálparlið norður í ísinn. Síðan hefir verið unnið látlaust að björgunartil- raunum. Hefir tekið þátt á þeim fjöldi skipa og loftfara frá ýms- um löndum. En mesta athygli vakti það, er Amundsen sjálfur lagði af stað til að leita að Nobile. Hann fór í franskri flugvél, sem Latham heitir, og hafði 6 menn með sér. 18. júní lögðu þeir af stað og komu aldrei aftur. Eng- inn veit, hvað um þá hefir orðið. Tveir norskir flugmenn urðu fyrstir á vettvang. En þeir fundu ekki Nobile og félaga hans. En skipbrotsmennirnir sáu til þeirra neðan af ísnum, og sendu skeyti um það til lands. Loks tókst ítalska flugmanninum Maddalena að koma auga á þá. Eigi gat hann lent á ísnum, en varpaði niður matvælum. Komu þau í góðar þarfir, því að skipsbrotsmennimir voru mjög þrotnir að vistum. En sænska flugmanninum Lundborg tókst að lenda á ísnum. Flutti hann Nobile með sér til lands, en gat eigi tekið fleiri vegna rúmleysis. Lagði hann þvínæst af stað aftur, en mistókst að lenda vegna sólbráðar á ísnum. Vélin skemdist. Lundborg var hjálpar- laus meðal skipsbrotsmannanna. Maður var þar kominn í manns stað. En stuttu síðar bjargaði honum annar Svíi, Schyberg að nafni. En drýgstir urðu Rússar í björgunarstarfinu. Isbrjótnum Krassin tókst að bjarga flokk Nobile og sömuleiðis Itölunum tveim, sem lagt höfðu af stað með Malmgren. En Malmgren sjálfur var látinn. Bera félagar hans það, að hann hafi orðið máttvana af þreytu og kulda og beðið þá að skilja sig eftir. Þyk- ir mörgum tortryggilegur fram- burður þeirra félaga og ætla að \ skilnaður þeirra Malmgrens hafi 5 orðið með öðrum hætti en þeir láta uppi. Ennfremur þykir ein- kennilegt, að þeir félagar skyldu nokkurntíma skilja við Nobile og menn hans, og því fremur, sem þeir voru eftir því, sem fregnir herma, mjög illa búnir að vistum og klæðum, höfðu m. a. ekki svefnpoka. Italimir Zappi og Mariano þykja og hafa orðið berir að ósannsögli um ýms at- riði. En síðustu fregnir herma, að Zappi hafi farið á fund móður Malmgrens í Svíþjóð, og hafi hún tekið frásögn hans trúanlega. En opinberlega verjast Nobile og fé- lagar hans allra frétta um förina. Víða erlendis hefir Nobile hlot- ið mjög harða dóma fyrir hina ógæfusamlegu norðurför. Telja margir, að þjóðarmetnaður hafi mestu ráðið um tiltæki hans. Áð- ur en lagt var af stað létu ýmsir vísindamenn í ljós það álit, að „Ítalía“ væri alls ekki nógu traust til að standast óveður heim- skautalandanna. Kom fljótt í ljós, að þeir höfðu rétt að mæla, því að á norðurleið varð Nobile að halda kyrru fyrir í Þýskalandi nokkra daga vegna þoku og storma. Því er og hreyft, að stjóm hans hafi verið mjög fyrir- hyggjulítil. Eru uppi háværar raddir, sem heimta að hann verði dreginn til ábyrgðar fyrir slysið. Einkum er gremjan mikil í Nor- egi og Svíþjóð, sem mist hafa sinn afreksmanninn hvort vegna slysafarar þessarar. Enn hafa sumir von um, að Ámundsen og ítalimir, sem brott hrakti í loftfarinu kunni að vera á lífi einhversstaðar á ísnum og takast megi að bjarga þeim. Sú von verður nú veikari með degi hverjum. En vorkunnarmál er það Norð- mönnum, þó að þeim þyki hörð örlög Ámundsens. Heyskapurinn og veturinn Víðast af landinu berast sömu fréttir, víðast er illa sprottið. Menn eru sumstaðar búnir að hirða töðu, og með fáum undan- tekningum eru töður manna litlar, víða langt undir meðal töðufeng. En þær eru alstaðar góðar, ó- hraktar og vel hirtar. Og þó út- jörð nú sé að spretta, þá er þegar sýnilegt að útheysskapur verður ekki góður. Veturinn í fyrra varð víða góð- ur. Þó var hann all gjafafrekur á Austurlandi, en þar er spretta nú einna verst. Fyrningar eiga marg- ir bændur, og sumstaðar eins og í Norður-Þingeyjarsýslu, era þær mjög miklar, og geta hjálpað mik- ið í grasleysinu nú. En þó svo sé, er augljóst að bændur verða annaðhvort að fækka fénaði eða kaupa fóður- bæti. En hvort eiga þeir heldur að gera? Mjög víða geta bændur fækkað hrossum, og það eiga þeir að gera alstaðar þar sem þeir geta. Fram- tíðarmarkaður hrossanna okkar er á förum. Það borgar sig orðið hvergi að ala þau upp til sölu út úr landinu. 1 hrossahéruðunum á því fyrst og fremst að létta á beitilandinu og heyjunum, með því að lóga eins miklu af tryppum og hrossum til átu og frekast er hægt. Og nú er ekki annað sýnna en hrossaket eigi í þeim sveitum að vera okkar aðal ketmeti, og auk þess verða notað til spamað- ar á aðkeyptri matvöru. Gæti bændur þessa, er víst að fleira fé má leggja inn, og þó láta fleira lifa með jafntryggum ásetningi. Eftir því sem vegir hafa batn- að, og bílflutningar aukist, hefir minkað þörf fyrir notkunarhross. Á þessu hafa bændur varla áttað sig enn. En nú eiga þeir að taka þetta til rækilegrar athugunar í haust. Aldrei mega þeir við því : að fóðra óþarfa hesta, og allra síst þegar heyskapur er svo lítill að drepa þarf arðsamar ær af heyskorti. Bændur, athugið hvort þið get- ið ekki komist af með færri brúk- unarhross, og þið munuð margir finna, að þið getið fækkað þeim, drepið eitt þeirra og étið, með því getið þið lagt fleiri dilka í kaup- staðinn, og sett ær á hestfóðrið. En þó hægt sé að fækka hross- um sumstaðar og þannig spara hey handa arðsamari skepnum, þá er bæði að það er hvergi nærri nóg til þess að fjár- eða kúa- stofninn þurfi ekki að skerðast, og svo er það ekki hægt nærri alstaðar. Þá kemur til, hvort heldur beri að fækka kúnum eða fénu eða kaupa fóðurbæti og þá hvem. Hér verða svörin sjálfsagt mis- jöfn, og enginn einn getur gefið svar sem eigi við alla. Á ferðum mínum á kúasýningar, bæði í fyrra og nú í vor, hefi eg marg- sannfærst um það, sem mig grun- aði áður, að fjöldi bænda um alt land hefir ofmargar kýr, eftir því fóðurmagni sem hann á yfir að ráða. Hann verður — af því hve kýmar era margar — að gefa þeim öllum svo lítið, að hann fær ekki nema hálft gagn af hverri. Þetta vildi eg að menn skildu og skal reyna að útskýra það með dæmi. Bóndi sem á 4 kýr og gefur þeim eins og víða er algengt 22— 24 merkur í mál eða 24 pd. eða 12 kg. á dag hverri, eyðir í þær yfir veturinn, um 30 100 kg. hest- um út úr tóft, eða um 40 sumar- bundnum. Af þessu fóðri geta þessar kýr ekki mjólkað nema 2000 kg. hver eða mest 2200 miðað við burð fyrir jól, og sæmilega töðu og sumarbeit. Úr öllum kúnum fær hann því 4000—5000 kg. af mjólk. Hver þessara kúa þurfti nú 14 —16 hesta yfir veturinn, bara til að lifa. Með því að gefa þremur kúnum 2 kg. meira af töðu, eða fóðurbæti, gat hann fengið eins mikla mjólk úr þeim, eins og þeim fjórum áður, ef þær annars voru sæmilegar kýr, en með því sparaði hann viðhald einnar kýr- innar, ef hann jók töðugjöfina, en ella alt kýrfóðrið, en hafði ]Tá þurft 700—800 kg. af 40% fóð- urblöndu. Fjöldi bænda á nú að spara sér fóður með því fyrst og fremst að drepa stritlur sem aldrei borga fóðrið sitt, og með því að fækka hinum, en gera um leið betur við þær sem eftir lifa, svo mjólk beinlínis minki ekki, þó þeim sé fækkað. Víða mun þetta geta bjargað 10—14—20 ám frá sláturborðinu, bóndanum alveg að ósekju, og um alt land getur þetta bjargað fjölda fjár frá förgun. En allir geta þetta ekki þó þeir vildu, bæði hafa sumir svo fáar kýr, að þeir mega enga missa til þess að hafa nóga mjólk, geta ekki hækkað nyt hinna nægilega, og svo eiga sumir svo slæmar kýr, að þær geta ekki, hvemig sem með þær er farið, mjólkað nema lítið, kanske neðan við 2000 kg. yfir árið. Ekki er heldur víst að svo vel heyist, að halda megi ærstofnin- um, þó hestfóður og viðhaldskýr-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.