Tíminn - 18.08.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1928, Blaðsíða 1
©jaíbfeti 9S afgreiöslumaöur Címans er S^nnDeig |?orsteíns6ótlir, 5ðntban6sljúsinu, íi'eyfjaDÍf. 2KfgcEi5sía Cimans er í Sambanftsfjúsúiu. ®pin Öaglega 9—[2 f. Ij. Sími <®0. XII. ftr. J Skýrslur ríkisgjsldanefndar Ríkisgjaldanefndin hefir nú j lokið yfirliti sínu yfir útgjöld 1 ríkisins og nokkurra stofnana, j sem hið opinbera rak eða styrkt- ! ar voru af almanna fé árið 1926. j í skýrslum nefndarinnar gefst skattgreiðendum þessa lands í fyrsta sinn kostur á að fá að vita greinilega, hvernig því fé er var- ið, sem greitt er til opinberra þarfa. Jafnframt gera skýrslum- ar grein fyrir, hverjir þess fjár njóta, sem greitt er úr ríkissjóði til einstakra manna. Þess skal þó getið, að enn er óbirtur reikning- ur yfir útgjöld landhelgissjóðs þetta sama ár, en eigi mun hann síður eftirtektarverður en út- gjaldaskrár annara ríkisstofnana. Því hefir verið haldið fram í ýmsum blöðum hér í Rvík, að skýrslur ríkisgj aldanef ndarinnar væru lítið annað en uppprentun á landsreikningnum. Sú staðhæfing er mjög fjarri lagi. Landsreikn- ingurinn er ekki svo úr garði gerður, að allur almenningur geti áttað sig á, hvernig viðskift- um ríkissjóðs er farið í raun og veru. 1 honum eru einungis til- færðar heildarupphæðir ósundur- liðaðar. Á flestum liðum fjárlag- anna er greitt mikið fram yfir það, sem fastákveðið er í sér- stökum lögum og jafnvel nokkuð fram yfir það, sem gert er ráð fyrir í fjárlagaáætluninni. Sá, sem les Landsreikningana veit ekkert um, hvort þessar greiðslur eru réttmætar. Hann veit ekki nema einstaka menn kunni að fé- fletta ríkið í viðskiftum. 1 Lands- reikningnum úir og grúir af út- gjaldaliðum, sem nefndir eru einu lagi „ýms útgjöld“. Almenningur veit ekkert til hvers þeir pening- ar hafa farið. „Ýms útgjöld“við lögreglustjóraembættið í Rvík voru t. d. samkv. Landsreikn- ingnum 1926 kr. 16832,36. Ríkis- gjaldanefndinni hefir tekist að gera grein fyrir þessu fé mest- öllu. Ennfremur vantar í Lands- reikninginn ýmiskonar yfirlit, sem nauðsynleg eru til skilnings á ríkisbúskapnum. Og loks þegir Landsreikningurinn alveg um hag og ráðsmensku ýmsra stofnana, sem almenningi koma eigi síður við en sjálfur ríkissjóðurixm. Skýrslur ríkisgj aldanefndarinn- ar leiða í ljós mörg eftirtektar- verð atriði. Þar sést t. d., að nærri helm- ingur útgjalda ríkissjóðs árið 1926 hefir farið í launagreiðslur : til starfsmanna ríkisins og styrki 1 til einstakra manna. Öll útgjöldin það ár nema kr. 12640685,13. Af þeirri upphæð eru kr. 6195825,53 laun og styrkir til einstakra manna. Sama ár greiddi ríkið hér um bil 80 þús. kr. í húsaleigu fyrir | opinberar skrifstofur og ríkis- 1 stofnanir. Þar með er tahnn kostnaðurinn við gistingarstað konungs um vorið, en hann nam nærri 24 þús. kr. Skýrslurnar sýna, að kostnað- urinn við lækningu berklaveikra sjúklinga er ákaflega mismun- andi. Á Vífilsstöðum, þar sem ódýrast er, kostar læknishjálpin aðeins kr. 0,26 fyrir hvem sjúkl- ing á dag. Á Landakotsspítalan- um, þar sem hún er dýrust, kost- ar hún að meðaltali kr. 1,22 á dag. Einum héraðslækni voru það ár greiddar um 8500 kr. fyrir lækningu berklasjúklinga — auk lögboðinna embættislauna. Rekstur ýmsra skyldra ríkis- stofnana hefir reynst mjög mis- dýr árið 1926. Starfsmanna- kostnaður Áfengisverslunarinnar var þá t. d. hér um bil 113 þús. kr. En olíuverslun ríkisins, sem Magnús Kristjánsson stjómaði, greiddi aðeins kr. 45655,00 í starfsmannalaun. Þó var umsetn- ing olíuverslunarinnar miklu meiri en áfengisverslunarinnar. Fyrir stjórn nokkurra sjóða, sem ríkisstjómin hefir í vörslum sínum, voru greiddar um 18 þús. kr. Mest af því fé rann til starfs- manna í stjórnarráðinu, sem auk þess höfðu föst embættislaun. Endurskoðun nokkurra sjóða og þjóðfélagsstofnana í Rvík kost- aði rúml. 31 þús. kr. Meginhluti þess fjár lenti líka hjá mönnum með fullum starfslaunum. Stjóm 3 opinberra tryggingar- stofnana: Brunabótafélagsins, Samábyrgðarinnar og Slysatrygg- ingarinnar kostaði samtals kr. 21538,50. Þær verða nú sam- kvæmt lögum frá síðasta þingi sameinaðar undir umsjá eins for- stjóra, sem fær að hámarkslaun- um 5 þús. kr. auk dýrtíðarupp- bótar. Prentunarkostnaður ríkisins og stofnana sem styrks njóta af opinberu fé var rúmar 270 þús. kr. Nú hefir þingið fallist á að láta rannsaka möguleikann til þess að koma upp ríkisprent- smiðju og draga á þann hátt úr þessum kostnaði, ef unt væri. Ein merkilegasta skýrsla nefnd- arinnar er skýrslan um tekjur nokkurra starfsmanna rikisins af opinberu fé. Þar kemur í Ijós að ýmsir embættismenn fá frá rík- inu borgun fyrir aukastörf, sem er samtals hærri en sjálf föstu launin. Einn af prófessorum há- skólans fékk t. d. í föst laun ár- ið 1926 rúmar 9 þús. kr. En heildartekjur hans af ríkisfé voru fullar 18600 kr. Jafnframt gegn- ir þessi maður störfum, sem ekki koma ríkinu við, og fékk borgun fyrir þau. Skrifstofustjóri í stj órnarráðinu hafði sömuleiðis um 9 þús. kr. árslaun, en 20500 kr. tekjur alls af ríkisfé. Annar embættisbróðir hans í stjórnar- ráðinu hafði nokkuð á 16. þús. Svipuð dæmi mætti lengi telja. Kennarar við ríkisskólana fá oft háar upphæðir fypr aukakenslu við þá sömu skóla. Rúmir 30 menn hafa haft hver um sig meira en 12 þús. kr. um árið í tekjur alls af opinberu fé, svo að séð verði. Ennfremur er þess að gæta, að skrifstofukostnaður ýmsra embættismanna, einkum sýslumanna, er ekki sundurliðað- ur, og verður því eigi vitað, hvað þeir kunna að hafa reiknað sjálfum sér fyrir aukavinnu. En föst laun þeirra manna ná ekki ofangreindri upphæð. 12 þús. kr. árslaun svara til 33 kr. dagkaups. Ilér verður ekki farið út í það, að gagnrýna eða leggja dóm á fjárgreiðslurnar úr ríkissjóði árið 1926. En á hinu skal vakin athygli, að með starfi ríkisgjaldanefndar- innar hefir Landsreikningurinn verið opnaður fyrir alþjóð manna. Þjóðin sjálf á að leggja dóm á Reykjavík, 18. ágúst 1928. meðferð þess fjár sem hún hefir falið Alþingi og ríkisstjórn til forsjár. Hún á að segja til um það, hversu ríkulega hún telur sér fært að launa starfsmönnum sín- um. Hennar er að tilkynna full- trúum sínum, hvort hún þykist hafa efni á að greiða einstökum mönnum fé sem svarar tvöföldum embættislaunum. Starf ríkisgjaldanefndarinnar er í alla staði hið merkilegasta og getur orðið til gagns á marg- an hátt. Það gefur þjóðinni nýja og víðari útsýn yfir ríkisbúskap- inn en hún hefir átt kost á hing- að til. Það gefur henni tækifæri til að átta sig á, hverjar greiðsl- ur af opinberu fé séu réttmætar og í samræmi við gjaldþol henn- ar. Það gefur nokkra hugmynd um hvernig ráðsmensku ýmsra alþjóðarfyrirtækja hefir verið farið á undangengnum árum. Ennfremur gefa skýrslur nefndar- innar svo rétta mynd, sem unt er að fá af raunverulegum launa- kjörum íslenskra embættismanna. Verða þær að sjálfsögðu góður stuðningur skattanefndum og grundvöllur til að byggja á end- urskoðun launalaganna, sem nú stendur fyrir dyrum. Loks verða að sjálfsögðu bygðar á þeim þær tillögur, sem kunna að koma fram á næstunni, um niðurfærslu á útgjöldum ríkissjóðs. Utan úr heimi. Austurríki. Fjórtán þjóðir hafa nú heitið að undirrita samning, þar sem þær lofa að heyja aldrei framar ófrið. Upptök þess samnings eru hjá Bandaríkjamönnum, og hefir hans áður verið getið hér í blað- inu. Gert er ráð fyrir að undir- skriftirnar fari fram í haust. Telja ýmsir hinna bjartsýnni stjórnmálamanna, að nú muni Fróðafriður hefjast um víða ver- öld. En yfir Mið-Evrópu dregur upp dökka bliku, og er enn eigi sýnt hvað úr þeim sorta verður. Þar er nú á dagskrá mál, sem auð- sjáanlega er hættulegt friðnum í álfunni. Þetta mál er sameining Þýskalands og Austurríkis. Ilið gamla austurríska keisara- dæmi var fyrir ófriðinn mikla annað víðlendasta ríki Norðurálf- unnar. Það var nærri 680 km2 að stærð með rúml. 50 milj. ibúa. Keisararnir í Vín réðu í fyrri daga öllu Þýskalandi og voru þá ncfndir Þýskalandskeisarai’. En í Napoleonsstyrjöldunum rétt éftir aldamótin 1800 hætti Vín að vera höfuðborg Þýskalands. Keisarinn nefndi sig eftir það keisara Aust- urríkis. Þýsku ríkin lutu þá eigi lengur stjórn hans og sameinuð- ust síðar undir forystu Prúss- lands. En innan takmarka Aust- urríkis bjuggu margir þjóðflokk- ar og sundurlyndir. Þó tókst að haida ríkinu saman alt fram að heimsófriðnum. Og keisararnir juku jafnvel veldi sitt að mun síðustu árin, á kostnað Tyrkja. Löndin við austurströnd Adria- hafsins voru þá innlimuð í keis- aradæmið, en sú ráðstöfun varð örsök fjandskaparins milli Aust- urríkismanna og Serba. Þeir sem friðinn sömdu í Ver- sölum, leystu upp hið gamla lteis- aradæmi. Ungverjaland og Tékko- slovakia urðu sjálfstæð ríki. Rú- menia, Jugoslavia og Ítalía fengu stór landsvæði. Austurríska lýð- veldið nýja er aðeins smáríki — héraðið í kringum Vín. Það er nokkru minna en ísland og íbú- arnir aðeins rúml. 6 miljónir Þeir eru flestir þýskir. Þriðjungur þeirra býr í höfuðborginni Vín. Það • kom brátt í lj ós, að hið nýja ríki átti erfitt með að standa á eigin fótum. Höfuð- borgin var því ofviða, landrýmið of lítið. Fjárhagskreppa og skortur ætlaði að kyrkja þjóðina. Þjóðabandalagið varð að rétta henni hjálparhönd. Hingað til lands hafa borist margar og ó- fagrar sögur af hörmungunum í Vín. En eitthvað hafa ástæður þjóðarinnar batnað síðustu árin. En Þjóðverjarnir í Austurríki hafa stór áform í huga. Þeir beina augum sínum til frænda sinna og vopnabræðra í norðri. Þeir vilja sameinast Þýskalandi. Og þjóðverjar sjálfir vilja gjarn- an veita frændum sínum í Aust- urríki viðtöku. Þeim finst það eðlilegt og réttmætt að allir þýskumælandi menn séu ein þjóð undir einni stjórn. Til þess að raska ákvæðum friðarsamninganna um stöðu Þýskalands og Austurríkis þarf samþykki þjóðabandalagsins. En nágrannar Þjóðverja bæði að austan og vestan, Frakkar og Tékko-Slovakar, standa í móti sameiningunni. í Tékko-Slovakíu búa nú 3 milj. Þjóðverja. Óttast Tékkar, að þeir muni ákyrrast, er þeir sjá frændur sína taka höndum saman. Eftir forsætis- ráðherranum í Tékko-Slovakíu er höfð þau ummæli, að ófriður mvndi óhjákvæmilegur, ef sam- einingin tækist. Samtök þýsku ríkjanna hafa í margar aldir verið Frökkum mik- ið áhyggjaefni. Þýska þjóðin er 30 miljónum fjölmennari en sú franska. Því telja Frakkar sér standa hættu af sameiningu hennar. Á Versalafundinum stungu þeir upp á því að stofnað yrði kaþólskt ríkjasamband við Dóná. Bæjaraland hefði þá verið skilið frá Þýskalandi og þýsku þjóðinni skift í tvö ríki eftir trú- arbrögðum. Þessi tillaga náði eigi fram að ganga. Það var látið nægja að einangra Austurríki. En hitt tóku friðsemjendurnir í Ver- sölum ekki með í reikninginn, að Austurríki mundi hvorlti geta eða vilja vera sjálfstætt ríki. Sameiningin mundi fullkomna það verk, sem nú hefir verið unn- ið að á aðra öld, að flytja þunga- miðju þýska ríkisins til norðurs. Berlín yrði þá að fullu arftaki hinnar fornu Vínarborgar. Þýska- land yrði þá nágrannaríki Ítalíu og Jugo-Slavíu. Enginn veit, hverjar afleiðingar það mundi hafa. Ensk blöð virðast hliðholl sam- einingunni. Þykir þeim sýnt, að eigi verði spyrnt gegn sameigin- legum vilja beggja hlutaðeigandi ríkja í þessu máli. Þess verður að vænta, að Norðurálfuþjóðirnar gleymi nú eigi í fyrsta sinn, er á reynir, sínum góðu áformum um að fella niður vopnaburð. Jónas Jónsson ráðherra, frú hans og dóttir komu heim á föstudagsnótt úr ferðalagi sínu um Skaftafellssýslu. 40. biað. Til beggja handa. IV. B. Kr. og samábyrgðin. Næstliðinn vetur lagði eg nokkr- ar spurningar fyrir Björn Krist- jánsson viðkomandi samábyrgð I kaupfélaganna. Ilann hefir, í ' Mbl. 29. júní síðastl., svarað út j í hött. Eigi að síður er ástæða ! til að gera nokkrar athugasemdir við grein hans. I sambandi við umræður um skuldtryggingu í félögunum fræddi eg hann nokkuð um skipu- lagsform þeirra og tók sem dæmi tvö af elstu félögum landsins, sem tryggja skuldheimtu inn á við í félögunum með samábyrgð fnnan deilda. B. Kr. kveðst hafa margra ára reynslu sem kaupfé- lagsstjóri! Hann hefir og ekki meira í öðru snúist á síðustu ár- um, en að gagnrýna skipulagsmál samvinnufélaga og gerast hlut- samur um þau efni. Samt sem áður virðist hann vera einstak- lega tornæmur og skilningssljór á þessi fræði og þykist Tíminn ekki geta komist hjá, að leggja sig enn nokkuð fram um fræðsluna, svo að ekki verði um kent handvömm blaðsins, ef B. Kr., eftir allar við- ræðurnar, sem orðið hafa milli hans og samvinnumanna, fer af þessum heimi ófróður um megin- atriði í skipulagsmálum sam- vinnufélaga. B. Kr. hefir í nefndri grein komist í kynlegar ógöngur í rök- færslum sínum. Hann kemst að þeirri niðurstóðu, að Kaupfélag Þingeyinga og Kaupfélag Eyfirð- inga hafi með nýlegri breytingu á skipulagi sínu aðhylst skoðanir hans í skipulagsmálunum, en jafnframt komist í ósamræmi við gildandi landslög um samvinnufé- lög. Gengur grein hans nálega öll til þess að rökstyðja síðamefnda firru. Er orðasamsetningur sá glögg og rækileg auglýsing um skilningsbrest hans á eðli og ætl- unarverki ábyrgðarskipulagsins. Ætlunarverk þetta hefir tvær hliðar: í fyrsta lagi að tryggja skil hvers einstaks félagsmanns við félagið sjálft. í öðru lagi að tryggja skil félagsins alls út á við. Frá sjónarmiði félagsins sjálfs má sú hliðin, sem veit inn á við, nefnast skuldtrygging, en hin, er út á við horfir, skilatrygging. í stórum félögum, þar sem örðugra er um yfirlit, þykir hentara að tryggja skuldir einstakra félags- manna við félagið sjálft með samábyrgð innan deilda, En þessi deildaábyrgð er vitanlega ekki því til fyrirstöðu, að allar deildir félagsins séu í sameiginlegri á- byrgð sín á milli um allar fjár- rejður félagsins út á við. H v e r t félag verður aðéins smækkuð mynd af’ Sam- bandinu og deildum þe s s. — Villa B. Kr. virðist sprottin af þeirri ímyndun, að deildaábyrgð sé sama og takmörkuð ábyrgð. Er þar ruglað viðurkendum við- skiftahugtökum. „Takmörkuð“ hefir verið talin sú ábyrgð, sem er bundin við upphæð stofnfjár í hlutafélögum, en „ótakmörkuð“ hin, sem er bundin við upphæð skuldar á hverjum tíma. — Iivorki í smágrein Tímans þeirri, er B. Kr. tilfærir né annarsstað- ar í rökræðum samvinnumanna er það gefið í skyn, „að hver deild fyrir sig beri aðeins ábyrgð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.