Tíminn - 18.08.1928, Page 2

Tíminn - 18.08.1928, Page 2
146 TlMINN á sinni skuld“, eins og B. Kr. lætur í veðri vaka. Slíkt er heila- spuni hans sjálfs, ellegar vísvit- andi blekking, til þess ger að slá ryki í augu manna og rægja sam- vinnufélögin enn að nýju við lánsstofnanir landsins. Með þessu er um koll fallið alt þetta furðulega rugl B. Kr. um, að nefnd félög séu í ósamræmi við samvinnulögin. — Jafnframt verður að engu staðhæfing hans sú, að frásögn Tímans um skipu- lag félaganna hafi verið „hrein blekking". Er þetta gönuhlaup B. Kr. ávöxtur vanþekkingar, sem hvergi næði að þróast nema í skjóli þess megna haturs, sem B. Kr. hefir jafnan borið í brjósti í garð þessarar sjálfsbjargarvið- leitni bænda. B. Kr. gleðst við þá tilhugsun, að fyrnefnd félög hafi „aðhylst" skoðanir sínar. Tíminn verður að svifta hann gleðinni. — Deilda- skipun Kf. Þing. er jafngömul fé- laginu sjálfu og var komin í fast- ar skorður áður en B. Kr. hóf sína nafntoguðu sauðasölu fyrir Árnesinga og næstum hálfri öld áður en hann tók að berjast fyrir „deilda-samábyrgð“ í sambandi við svonefnd atvinnurekstrarlán. Deildaskipun Kf. Eyf. er sömu- leiðis eldri en bók B. Kr. „Versl- unarólagið". Yfir höfuð má B. Kr. ekki gera sér vonir um, að á hann verði litið sem hollvætt og leiðtoga í samvinnumálum. Eins og lítillega skal bent á hér á eftir, hefir hann með afskiftum sínum af þeim málum áunnið sér rétt- mæta og varanlega andúð allra einlægra samvinnumanna á Is- landi. I niðurlagi greinar sinnar end- urtekur B. Kr. enn að nýju at- vinnuróg þann, sem hann í skjóii spiltrar réttarmeðvitundar hefir haldið uppi um samvinnufélög bænda. Hann segir: „Ummæli mín um það, að hin al- menna samábyrgð sé lítils virði fyrir lánveitendur, eru nú margsönnuð. þau umniæli liefir Sambandið sjálft og Landsbankinn margsannað, þar sem bæði Sambandið og Landsbank- inn hafa gefið kaupfélögum eftir stórar fjárhæðir af skuldum þeirra, 50—60% af stórum upphæðum, í stað- inn fyrir að ganga eftir borguninni hjá ábyrgðarmönnunum eða Sam- bandinu og kaupfélögunum sam- kvæmt tilætiuninni í L um samv.- fél. frá 27. júní 1921*). þau lög eru því ekki látin gilda, til þess að tryggja lánveitendur. því fer svo fjarri. Sú trygging er þvi ekkibanka- hæí trygging eins og eg hefi áður bent á. Sú stofnun, sem veitir lán út á hina almennu samábyrgð sem trygg- ing, eins og henni hefir verið beitt, svíkur sjálfa sig vísvitandi og með ráðnum hug“. Auk þess að vera þáttur í sí- *) Leturbreytingin mín. J. þ. feldri rógiðju B. Kr. á hendur fé- lögunum eru ummæli þessi ný blekking, sem ástæða er til að athuga og hnekkja sérstaklega. I hinum leturbreyttu ummælum hér að framan er gefið í skyn, að | lánstofnanir, t. d. Landsbankinn, sem veita einstökum félögum lán í beinum viðskiftum, eigi aðgang að Sambandinu um greiðsluna. Þetta mun vera vísvitandi blekk- ing. Sambandið, með ábyrgð deilda sinna að baki, ber ábyrgð á þeim einum skuldum, sem það stofnar til vegna félaganna eða fyrir þeirra hönd. B. Kr. telur margsannað, að sameiginleg ábyrgð sé ekki „bankahæf trygging“. Rökin eru þau, að lánsstofnanir og Sam- bandið hafi gefið einstökum fé- lögum eftir nokkurn hluta af skuldaupphæðum, — alt að 50— 60%. Reyndar mega það teljast hóflegar eftirgjafir bornar saman við samskonar eftirgjafir til hlutafélaga og annara fyrirtækja samkepnismanna, þar sem gefnar hafa verið eftir nálega allar upp- hæðirnar eða niður í 15—10%. Og í hinni almennu súpu eftir- gefinna skulda munu eftirgjafir til samvinnufélaga ekki geta tal- ist meiri en sem svarar handfylli í ámu. Töp bankanna á lánum til samvinnufélaga munu ekki nema meiru en sem svarar 1/2% af öll- um töpum þeirra á undanförnu krepputímabili. I samanburði við tryggingar þeirra félaga og fyrir- tækja, sem starfa á grundvelli takmarkaðrar ábyrgðar hefir samábyrgðin reynst gullvæg trygging og skil samvinnufélag- anna hin eftirtektarverðasta fyr- innynd í hinum almennu viðskift- um í landinu. Björn Kristjánsson hefir gerst grjótpáll fyrir liði kaupmanna í fjandskap þeirra og árásum á samvinnufélög bænda. Þegar á fy.rstu árum hreyfingarinnar átti hann í illdeilum við samvinnu- fxbmuði Þingeyinga. Árið 1922 stóðu félögin, eins og önnur fyr- irtæki landsmanna, höllum fæti vegna hins mikla verðhruns og almennu kreppu. Þá neytti B. Kr. færis og leitaðist við að vinna eitthvað hið hraklegasta verk, sem getur orðið unnið í nokkru þjóðfélagi, er hann réðist á stærstu verslunarstofnun lands- ins, jós upp kynstrum af ósann- indum og rógi um starfsemi hennar, spilti eftir mætti láns- trausti hennar og svívirti for- ystumenn félaganna. Svo frekleg var ósvífni hans, að hann seildist í gröfina til Péturs frá Gaut- löndum, hins grandvarasta stjómmálamanns og brá honum um, að hann hefði ætlað að svíkj- ast að þjóðinni með komeinka- sölufrumvarpinu*). Ekkert annað en afvegaleidd réttarmeðvitund landsmanna, vaxin af skaðlegu oftrausti á samkepnisháttum þjóðanna, gat forðað B. Kr. frá eignamissi og fangelsi. En honum var forðað. Og í því skjóli heldur hann áfram sömu iðju. Nú bend- ir hann lánsstofnunum landsins á, að þær svíki sig sjálfar með ráðnum hug, með því að veita samvinnufélögum landsins lán! Oft hefir Bimi Kristjánssyni verið boðið til hólmgöngu á þess- um vettvangi og skorað á hann að verja þau dæmalausu óheil- indi, sem jafnan koma fram í umræðum hans um þessi mál. Hann ritaði bók um „verslunar- ólagið“ en gekk þegjandi fram hjá hinum miklu og hörmulegu misfellum í liði samherja sinna, þar sem nálega hver maður var | margfjötraður 1 persónulegum á- ] byrgðum langt um efni fram, , þar sem félög og einstakir menn j hafa neytt hverskonar bragða að klófesta fjármuni undir marg- víslegu yfirskyni með engar tryggingar að baki nema hand- ónýtar undirskriftir og þar sem I stórum bendum ábyrgðarfjötr- aðra manna hefir reitt til falls í skuldafeninu og bankarnir tapað miljónum króna á miljónir ofan. Og enn skal B. Kr. boðið til hólmgöngu og skorað á hann að verja yfirhylmingar sínar og fals- hátt í umræðum um „verslunar- ólag“ þjóðarinnar. En hann mun enn sem fyrri kjósa að felast bak við lítilmannlega þögn um kjarna þessara mála. Björn Kristjánsson er nú mað- ur á gamals aldri. Hann hefir efalaust unnið margt nýtilegt um æfina. En í afskiftum hans af al- mennum þjóðfélagsmálum er að- eins eitt atriði sem ber hátt og sem mun halda nafni hans á lofti, ekki sem fyrirmynd, heldur sem viðvörun á leið þjóðfélags- umbótanna: Hann hefir, af lítil- sigldum og eigingjömum hags- munahvötum, gerst ofsóknarmað- ur merkustu félagsmálahreyfing- ar mannanna! J. Þ. ----o----- Leiðrétting. í grein Hannesar Jóns- sonar: Tekjuhalli Jóns þorlákssonar, í siðasta tbl., misprentaðist á einum stað 764 þús. fyrir 1764 þús. Villan er auðsæ af því að sama talan er tekin til meðferðar síðar í greininni. *) Um korneinkasölufrv. Péturs segir B. Kr. á bls. 58 í „Verslunar- ólaginu": —. En látið var í veðri vaka, að þetta ætti að miða til þess, að tryggja fénaðinum fóður í hörðum vetrum. Hitt mun þó hafa verið aðal- tilgangurinn, að Sambandið gætimeð því móti notað ríkissjóðinn sem forðabúr og að það gæti fengið þar ótakmarkað vörulán". J. þ. Svar viö ödru opnu bréfi. Herra alþm. Ólafur Thórs! Þú hefir að nýju ritað mér ; opið bréf, langt bréf og fult af ; endurtekningum og vafningum. Mér er aftur á móti engin þörf endurtekninga. Eg hefi skýrt og j afdráttarlaust sagt frá því sem milli okkar fór og get í einu og öllu vísað til þess. Aðeins vil eg benda á að eftir lestur síðara bréfs þíns eru tvö aðalatriði málsins enn Ijósari en áður fyrir þá sem á okkur hlýða: 1. Þú hefir beitt hinni mestu tvöfeldni í viðtölum þínum við | mig, þar sem þú leyndir mig því að þið höfðuð þegar tekið ákvarð- ; ' anir um fundahöldin, og talaðir ! við mig á alt öðrum grundvelli. 2. Þú hefir eftirá misnotað ' i mjög átakanlega það sem okkar t fór í milli, en einkum í því að telja að þú hafir boðið okkur á fundi þar sem þú einmitt gekst svo frá í lok viðtalsins að jeg hlaut að draga af þá ályktun að þið befðuð ákveðið að halda enga fundi. Þú gekst þannig frá að ' samtalið hafði þann árangur sem var alveg gagnstæður því sem vera bar. Um það þarf eg ekki lengra mál. En þú, og samherjar þínir við Morgunblaðið, leggið þig svo und- ir högg, að eg er ekki sá skap- stillingarmaður að eg láti ógert | að höggva. Þið ræðið mikið um drengskap ! minn í sambandi við þetta mál. ; Þykir mér fara vel á því að j Magnús Magnússon ritstjóri I Storms og nú um hríð aðalritari j Morgunblaðsins, er málaflutnings- j maður þinn um það efni. En eg þarf engan málaflutningsmann. ; Eg legg málið hiklaust undir dóm þjóðarinnar, eins og það er þegar ; flutt. En um sama leyti er, einnig á j öðru sviði, auglýstur opinberlega j drengskapur þinn, gagnvart mér. j Hann er auglýstur með þínum ! eigin verkum. Þú hefir í vor talað við fleiri en mig í trúnaði. Þú og félagar þínir í miðstjóm Ihaldsflokksins ritið við og við trúnaðar-bréf, til mesta fjölda manna víðsvegar um landið. I þessum ti’únaðar-málum þín-. um getur þú mín oft, ólafur Thórs. Og heldurðu ekki að rétt- ara hefði verið af þér að minn- ast ekki á drengskap í sambandi við afskifti þín af mér? Þessi trúnaðar-bréf þín, til svo margra vina þinna víðsvegar um landið, eru serr sé full af ósönn- um og rangfærðum sögum um mig og samverkamenn mína. Eg hefi annað þarfara að gera en að fara að eltast við öll ósann- indin sem þú segir vinum þínum um mig í trúnaði í þessum bréf- um. Eg ætla aðeins að nefna eitt atriði: Mér er það starf falið sérstak- lega að taka á móti þeim mönn- um sem hingað koma sem gestir landsins og vitanlega liggur sómi þjóðarinnar við, og að nauðsynja- lausu ætti aldrei að láta þetta mál verða að opinberu ágreiningsmáli. Þú segir vinum þínum víðsveg- ar um landið í trúnaði, að eg hafi er eg fór af landi burt, falið út- lendum mönnum að inna þetta starf af hendi. Þér er það vel ljóst hve þetta er þung og mikil ákæra. Eg álít að sá forsætisráðiierra, sem léti sér sæma að fela útlendingum að inna slíkt af hendi fyrir ísland, hann ætti að leggja niður em- bætti þegar í stað. Svo óheyrilega fjarstæðu er hér um að ræða að eg mundi jafnvel ekki vilja trúa slíku um þann af flokksbræðrum þínum sem þó er alkunnur af miður heppilegri og djarflegri framkomu gagnvart útlendum. Ekki hinn allra minsti flugu- fótur er fyrir þessum ósannind- um þínum — og hefði mér ekki dottið í hug að mótmæla slíku ef ekki væri borið fram af ykkur öllum úr miðstjórn íhaldsflokks- ins. Eg vil halda þig svo greindan að þú hafir vitað að þetta hlaut að vera ósatt. Og samt skrifar þú þetta ótal mörgum mönnum, og hvíslar að þeim um leið: þetta segi eg þér um Tr. Þ. í trúnaði. Mikill er drengskapur þinn Ólafur Thórs. Hefi eg nú í vor reynt hann í tvennu: 1. Hvernig það er að tala við þig í trúnaði og 2. Hvemig þú talar um mig í trúnaði. Eg læt áheyrendur okkar um það dæma hvaða ályktanir mér sé rétt að draga af þessari tvö- földu reynslu. Tryggvi Þórhallsson. -o- Prestskosflisoin í Húsavík Hinn 8. þ. m. fór fram kosning á presti í Húsavíkurprestakalli, — ef prestskosningu skyldi kalla. Kosning þessi mun lengi í minn- um höfð þar í kalli, en hún er líka lærdómsríkt dæmi fyrir alla þjóðina og þessvegna skal hér frá henni sagt í stuttu máli. Fjórir nýútskrifaðir kandidatai' sóttu um embættið; allir álitlegir menn. Þrír þeirra: Jakob Jóns- son frá Djúpavogi, Knútur Arn- grímsson frá Ljósavatni og Þor- móður Sigurðsson frá Ystafelli komu jafnsnemma fram til þess að prédika, en sá fjórði, Þórarinn Þórarinsson frá Valþjófsstað, kom ekki fyr en nokkru síðar og tók fljótlega umsókn sína aftur. Sóttu safnaðarmenn vel kirkju — að vonum — og þótti gott að hlýða á ræður hinna ungu manna, sem öllum sagðist vel. En mest og almennust virtist þó hrifningin verða undir ræðum Jakobs Jóns- sonar, sem talaði af andríki, djörfung og snilli. Menn dáðust að ræðum hans og framburði. Einstaka menn setti þó fljótlega hljóða. Frændur Knúts Amgríms- sonar og vandamannavini, sem voru allmargir, setti hljóða, og ekki leið á löngu áður en þeir fóru að reyna að drepa áhrifun- um á dreif. Og einráðnustu og þröngsýnustu íhaldsmennina setti hljóða. Var það heppilegt að svona djarfur og snjall maður, sem talaði af sannfæringarkrafti um misfellur mannlífsins og mannfélagsins, yrði sálusorgari lýðsins í Húsavík? Og þetta var líka Goodtemplari, sem strax tók þátt í samkomu þess félagsskap- ar í þorpinu--------. Sögum var farið að læða á stað. Þessi maður hlaut að vera sendur af Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra til höfuðs pólitískum andstæðingum hans í Húsavík. Og ræður hans hlutu að vera fengnar að láni hjá einhverjum, t. d. Haraldi Níels- syni 0. s. frv. íhaldið lét sem það færi hægt; taldi sig hafa ætlað að vera hlutlaust, — en sáði sínu fræi, og hagræddi gróðrinum handa sér. Knútur Amgrímsson varð fyrir náð þess. Lífsskoðun hans virtist vera önnur og íhalds- samari en Jakobs Jónssonar og kennimenskan a. m. k. áhrifa- minni, þótt hann væri góður ræðumaður. Hann var einnig tal- inn hafa verið í íhaldsflokknum syðra og templari var hann ekki lengur. Hann virtist lofa góðu. Ræður hans þótti varla fært að telja betri en ræður Jakobs Jónssonar, nema þá að því leyti, að þær væru ekki að láni! En í þess stað var slegið á strengi til- finninga fyrir hann. Það var lögð áhersla á það, að hann væri Þing- eyingur og því skylt fyrir Þing- eyinga að greiða honum atkvæði. Það var fagurlega en átakanlega útlistað, hvað hann hefði verið fátækur alla sína æfi, en haft samt mikla löngun til þess að verða prestur; byrjað strax bam- ið að prédika. I fám orðum sagt: Það var reynt að fá menn til þess að líta svo á, að þeir gerðu góðverk með því að kjósa hann. Þetta var gott ráð, því fjöldinn vill raunai; altaf vera góður, ef hann finnur ekki að það kosti sig mikið. Frændliðið varð ennþá frænd- ræknara og vandamannavináttan ennþá innilegri og heitari. Góð- hjartaðar verkakonur urðu snortnar og lögðu sig fram til þess að mæla með því að góð- verkið yrði gert. Og verkamenn, sem venjulega tala óheyrilega illa um alt það, sem Ihaldsins er, gengu nú í einfeldni sinni til kosn- inga með því.^ Kosningabaráttan varð að lok- um svo harðsnúin, að hér um slóðir hefir ekki þekst önnur eins. Þröngsýnasta Ihaldið dróg ekki af | sér og með því vann allskonar ! lýður. Rembilátir oddborgarar | kjössuðu lítilmótlegustu menn, — | sem þeir annars líta ekki við, — j til þss nú að fá þá til að gera i vilja sinn. Menn, sem aldrei hefir ; orðið vart við að láti sig nokkra skifta það, sem andans er, og tal- j ið er vafasamt að kunni óbjagað ! „Faðir vor“, leiðbeindu nú um val ! á presti og gengu berserksgang. , Sumir templaramir snerust gegn 1 samherja sínum og fyltu flokk hinna, þrátt fyrir alt. Mútur voru I boðnar, áfengi veitt og jafnvel fábjáni leiddur að kjörborði. j Fylgismenn Jakobs Jónssonar ! sýndu fram á muninn á prests- j efnunum sem kennimönnum, og reyndu jafnframt að benda fólk- inu á hvaða leik var verið að leika með það. En það er örðugt að tala til skynseminnar hjá al- menningi, þegar hann er æstur af tilfinningafleipri og Gróusögum. Skynsemin fyrirfinst þá ekki. Og áhrifin af tveim ágætisræðum prestsefnis rjúka fljótt úr fólki — eins og það er flest — í kosninga- hita. Nú var ekki hlustað á þá menn, sem annars bera uppi hið andlega líf þorpsins. Nú voru aðr- ir lærifeður betri en þeir menn, sem fengnir hafa verið, til þess að standa í sporum prests í prestsleysi safnaðarins. Niðurstaðan varð sú, að Knút- ur Amgrímsson hlaut flest at- kvæði. Hvemig stendur á þessum úr- slitum, spyrja menn, sem koma frá Reykjavík, og hafa þar heyrt talað um Jakob Jónsson sem eitt allra álitlegasta kennimannsefni þjóðarinnar. Eg hefi svarað því hér að framan: Svona er tor- trygni og ofstæki íhaldspólitíkur- innar, hlutdrægni frændseminnar og kunningsskaparins og leiðitemi sumra manna. Enginn skilji mig svo, að eg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.