Tíminn - 08.09.1928, Qupperneq 3

Tíminn - 08.09.1928, Qupperneq 3
TIMINN 159 ur um djarftækni Jóns Þorl. á falsrök. — Reyndar skifti það minstu máli hvað þeir Jón og Sig- urður létu sér um munn fara. Þar mun seint verða vikið frá venjulegri sjálfsumhyggju. Hitt er fremur athugunarvert að nýstárleg er frekja þeirra félaga, er þeir ganga í liðsbón á skemti- samkomum. Má af því ráða að þeim virðist þunglega horfa. Mundi síður harmað um þá en Njálssonu, að þeir gangi „bónleið- ir til búðar“. „Eins og slepja“. Á þinginu 1921 áttu þeir báðir sæti Jón Þorláksson núverandi formaður Ihaldsflokksins og Magnús Jónsson alþm. Þá komst Jón svo að orði um ræðumensku Magnúsar: „Ekkert af því, sem menn verða varir við í þessum sal, líkist meir slepju en það, sem fram gengur af munni þessa hátt- virta þingmanns (MJ). Það er þunt — ekki alveg eins og vatn, heldur ámóta og slepja. Það renn- ur stanslaust eins og slepja, og það er uppfylt af allra ósmekk- legustu orðatiltækjum, og þess- vegna ógeðslegt — eins og slepja“. — Nú hefir Magnús gefið út nokkurskonar píslarsögu sína og flokksbræðra sinna á síðasta Al- þingi. Ekki getur Tíminn fengið af sér að vorkenna Magnúsi, en setur sig hinsvegar ekkert á móti því, að aðrir geri það. En rit- lingurinn ber þess merki, að það sem út gengur af anda Magnúsar er nú sem fyrri — eins og slepja. Hollur skóli. Vill ekki ungfrú Ingibjörg H. Bjarnason stofna til skrúðgöngu upp á Sölvhólstún með kvenna- skara þeim, sem undirritaði með henni auglýsinguna forðum, til þess að kynnast því hvemig al- menningsskemtanir, sem stofnað er til á túnum fari með grassvörð- inn á þeim? Væri ekkert á móti því að Ingibjörg byði í för þessa ritstjórum íhaldsblaðanna og öðr- um þeim, sem hallmæltu því að landsstjómin synjaði um Arnar- hólstúnið til einnar slíkrar skemt- unar á síðastliðnu vori. * Mbl. á flótta. Greinin um „laun“ Ihaldsráð- herranna, í síðasta tbl. Tímans hefir sýnilega komið ritstjómm Mbl. til þess að lesa skýrslur- ríkisgjaldanefndarinnar. Raunar hefði verið viðkunnanlegra að þeir hefðu gert það fyr, og áður en þeir óðu að nefndinni með fár- yrðum og dólgshætti. Svar Mbl. til Tímans er fullkomin uppgjöf og gefur ekki tilefni til langrar meðferðar. En til glöggvunar aðaldráttum málsins skulu tekin fram eftirfarandi atriði. 1. Morgunblaðið neitar því ekki að fjárupphæðir þær, sem Tím- inn, samkvæmt reikningsaðferð þess sjálfs, taldi íhaldsráðherrun- um til „launa“, séu rétt tilfærðar. 2. Kostnaðinn við konungsmót- tökuna 1926 taldi Tíminn ekki með „launum“ ráðherranna. Skraf Mbl. um Alþingishátíðina er því út í hött. 3. Morgunblaðið, en ekki Tím- inn, heldur því fram að risnufé ráðherra, ferðakostnaður o. fl. séu laun. Ráðherrar Ihaldsflokksins hafa mikinn óhag af þeirri „upp- götvun“ Mbl. 4. Magnús Guðmundsson lét greiða sér hálfönnur ráðherralaun eftir lát Jóns heit. Magnússonar, en Jón Þorláksson hirti húsaleigu og risnufé forsætisráðherrans. 5. Mbl. segir að „Tíminn lýsir því yfir að ekki sé byggjandi á þeim tölum sparnaðamefndar, sem tilfærðar eru í sambandi við heildartekjur ýmsra embættis- manna“. Þetta eru bein ósannindi hjá Mbl. Tíminn hefir aldrei lýst yfir neinu slíku. 6. Kaupi ríkisgjaldanefndarinn- ar hefir aldrei verið haldið leyndu. Nefndarmenn sjálfir hafa skýrt frá því opinberlega. I fyrri spurningu Morgun- blaðsins um ríkisgjaldanefndina er spurt um það, sem ekki er. Er álíka auðvelt að svara henni og ef krafist væri svars við því, hvers- vegna Valtýr Stefánsson væri rit- færasti maður á Islandi! Fundir í Skaftafellssýslu. Foringjar Ihaldsflokksins hafa nú boðað til tveggja landsmála- funda í Skaftafellssýslu. Verður hinn fyrri háður að Múlakoti á Síðu 15. þ. m., en hinn síðari í Vík í Mýrdal 18. þ. m. Hafa íhaldsmenn boðað Framsóknar- mönnum fundi þessa skriflega. Hafa þeir þannig látið sér segj- ast við áminningar þær og ámæli, er þeir hafa hlotið af tilraunum sínum að laumast með rógmælg'i sína og afflutning mála að baki Framsóknar. Nýlegt dæmi eru fundir þeirra norðanlands í sum- ar og tilraunir þeirra. að skrökva sig frá hneisu þeirri. Víðfrægust verður þó jafnan laumuför M. Guðm. um Strandir með Björn Magnússon í eftii'dragi, er báða þá kappa brast hug til þess að mæta Tryggva Þórhallssyni á fundum. „Námskúgun“ Ihaldsins. Pétur Halldórsson og fleiri íhaldsmenn í Reykjavík hafa nú gengist fyrir stofnun gagnfræða skóla hér í bænum. Er lofsverður áhugi á fræðslu æskulýðsins, hvaðan sem hann kemur. En svo er að skilja af auglýsingu, að skólinn eigi ekki að vera nema ein deild. Fi’áleitt getur ein deild tek- ið við ótakmörkuðum fjölda þeirra, sem kenslu óska. Það skyldi þó ekki vera ætlun Ihalds- manna að beita „námskúgun" við „fátæku börnin“ í Reykjavík? í. Fréttir. Ritstjóri blaðsíns, Jónas þorbergs- son kom til bæjarins fyrra laugardag austan frá Laugarási í Biskupstung- um, þar sem hann hefir dvalið und- anfarnar vikur sér til hvíldar og hressingar. porkell Jóhannesson, skólastjóri Samvinnuskólans, kom hingað til bæjarins í gær með Goðafossi að norðan. Hefir hann dvalið erlendis nokkra mánuði og ferðast um Norð- urlönd og víðar. þúfnabaninn á Eyrarbakka hefir í sumar brotið til nýræktar um 80 dagsláttur lands í Árnessýslu. Af því eru 36 dagsl. á 9 bæjum í Gríms- nesi, 26 á 2 bæjum í Ölfusi og 18 á 2 jörðum í Biskupstungum. Mun vél- in taka að nýju til starfa eftir helg- ina og vinna fram eftir haustinu. Brýtur hún 2 dagsláttur lands á 10 klst. ef jörð er lágþýfð og fer þrjár umferðir áður fulltætt sé og valtað. Fyrir nokkru var þess getið liér í blaðinu að vélin væri eign jarðræktar- félags á Eyrarbakka. Var það á mis- sögnum bygt. Vélin er eign mannsins, sem með hana fer, Sveins Jónssonar í Halakoti. Ámi Guðnason mag. art. hefir ver- ið settur kennari við Ungmennaskól- ann i Reykjavík. Á samkv. lögum að vera einn fastur kennari við skól- ann, auk skólastjórans. Ásgeir Ólafsson er settur dýralækn- ir á Vesturlandi. Jafnframt er að- setur dýi’alæknisins flutt frá Stykk- ishólmi til Borgarness. Blaðamönnum var í síðastliðinni viku boðið að skoða umbætur þær, ei' Thor Jensen útgerðarmaður hefir látið framkvæma á jörðum sínum Korpúlfsstöðum og Lágafelli í Mos- fellssveit. þar var byrjað að brjóta land með þúfnabana árið 1922. Nú er 150 hektara tún á Korpúlfsstöðum og 25 ha. á Lágafelli. Töðufengur hjá Thor Jensen mun á þessu sumri vera um 7500 hestar alls. Mýrarnar eru ræstar fram að haustinu en tætt- ar sundur með þúfnabananum á næsta vori og sáð i þær höfrum jafnskjótt og landbrotinu er lokið. — Thor Jensen hefir nú á jörðum sín- um nokkuð á þriðja hundrað kúa mjólkandi. A Korpúlfsstöðum hefir hann í smíðum bæ all reisulegan, sem á að vera alt í senn: íbúð starfs- fólks, fjós, hlaða og haughús. Sr. þorsteinn Jóhannesson á Stað er löglega kosinn prestur í Vatns- firði. Hlaut hann 128 atkv., en Sig- urður Haukdal cand. theol. 30. Flugvélarhjól rak við Skaftárós fyr- ir nokkru siðan. Vegna einkenna, sem á því eru hafa menn komist að raun um, að það muni vera af þýskri flugvél, sem lagði af stað i . findar iioi jánihrontariiálii Laugardaginn 22. þ. m. verður haldinn fundur í Alþingishús- inu kl. 2 e. h. upi jámbrautarmálið. Á fundinn eru boðnir land- kjörnir alþingismenn, þingmenn Reykjavíkur, Gullbringu- og Kjós- arsýslu, Ámessýslu og Rangárvallasýslu, borgarstjórinn í Reykja- vík, bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumennimir í Ámessýslu og Rangárvallasýslu og stjóm Flóaáveitunnar. Ennfremur einn full- trúi frá hverju stjórnmálablaði í Reykjjxvík. Reykjavík, 8. sept. 1928. Jónas Jónsson. Fiidir ii Hlmíl Raiisiiia Sunnudaginn 23. sept. n. k. verður haldixm fundur um vatna- mál Rangæinga kl. 3 e. h. í fundahúsinu við Grjótá. Á fundinn eru boðnir bændur ur þeim hluta Rangái'vallasýslu, sem hafa hags- muna að gæta í sambandi við væntanlega fyrirhleðslu Þverár. Ennfremur þeir verkfræðingar og trúnaðarmenn Búnaðarfélags Is- lands, sem áður hafa haft bein skifti af málinu. Reykjavík, 8. sept. 1928. Jónas Jónsson. Atlantshafsflug 31. ágúst í fyrra- sumar, en kom aldrei fram. Ferðum „Súlunnar“ er nú lokið hér á þessu sumri. Verður húri_ send ut- an innan skamms. „Prestafélag Vestfjarða“ var stofn- að á Isafirði 2. þ. m. Slys. Mann tók út af togaranum „Imperialist" 4. þ. m. Skipið var á heimleið vestan af Hala. Reið þá vfir það brotsjór og hreif með sér 3 af skipverjum. Tveir þeirra náðu þó handfestu áður en þeir losnuðu við skipið. Sá þriðji féll fyrir borð og varð eigi bjargað. Hann hét Sig- urgeir Sigurjónsson, maður ókvænt- ur, ættaður frá Kringlu í Grímsnesi. polhlaup. 5. þ. m. hljóp Magnús Guðbjörnsson frá Kambabrún til Rvíkur á 2 klst. 53,6 mín. Vega- lengdin er 40 km. 200 m. (Maraþon- hlaup). Breytingar á Hólaskóla. það varð að róði á síðasta þingi, að verklegt nám í bændaskólanum á Hólum skyldi aukið til muna, en jafnframt stofnuð sérstök deild með kenslu i almennum fræðum. Vænta flestir góðs af þeim breytingum, því að löngum hefir verið að því fundið, að verklega námið væri of lítið. Skóla- stjóri á Hólum er nú Steingrímur Steinþórsson frá Litlu Strönd við Mývatn. Akureyrarbær hefir tekið 100 þús. kr. lán til barnaskólabyggingar. Lán- ið greiðist á 25 árum. Vextir eru 5%. Gunnlaugur Claessen, læknir er ný- farinn utan til þess að verja doktors- ritgerð sína í Stokkhólmi. pingtíðindi Stórstúkunnar eru ný- komin út. Hér ó landi eru nú rúm- lega 80 stúkur fullorðinna manna og rúmlega 50 barnastúkur. Templarar eru alls um 11500. Foreldrar. Klæðnaður barnanna á að vera einfaldur og hlýr. Sniðinn eftir loftslaginu. Kaupið Mæðrabók- ina eftir Prófessor Monrad. Kostar kr. 4,75. (Augl.). F Á L K A- KAFFIBÆTIRINN hefir ó rúmu ári áunnið sér svo almenna hylli, að salan á honum er orðin 1/* hluti af allri kaffibætissölu þessa lands. Kaupfélagsstjórar, sendið pantanir yðar gegnum Sam- bandið! M ötlöndnm Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú í algleymingi. þykir mörgum sem eigi megi á milli sjá, hver kos- inn verði, Hoover eða Smith. Smith hefir lýst yfir þvi i ræðu, að hann vildi breyta bannlögunum á þá leið, að leyfa innflutning léttra vínteg- unda. Er svo að sjá af fréttum að vestan að baróttan snúist æ meir og meir um bannlögin. Kelloggssamn- ingurinn hefir eigi enn verið dreg- inn inn i deilurnar. Eins og kunn- ugt er, var það aðstaða Wilsons gagnvart Evrópuþjóðunum, sem eyði- lagði ólit hans heima fyrir. Hitt er enn óvíst, hverjar þakkir núverandi stjórn Bandaríkjanna muni hljóta fyrir friðarpolitík sína. — Síðustu fregnir herma, að Rúss- ar hafi ákveðið að skrifa undir Kelloggssamninginn. Eru þeir þó óánægðir með hann að ýmsu leyti. Telur ráðstjórnin honum sérstaklega ábótavant í því að í honum séu eng- in ókvæði um afvopnun. — Enska gufuskipafélagið „White Star" hefir nú í smíðum stærsta skip heimsins. það verður 60 þús. smól. ekki nema eitt snjallræði til í þessu máli. Og það snjallræði fann núver- andi dómsmálaráðherra, Jónas Jónsson, en það var að neita að höfða mál sem svona var undir sig komið gegn útlendu veiði- skipi. Út af þessari aðgerð hefir 1- haldsflokkurinn hafið eina hina svæsnustu árás á Jónas Jónsson ráðherra, látlaust hefir verið hrópað á hann í blöðum flokksins út af þessu máli. Sjálf miðstjóm íhaldsflokksins hefir notað þetta að rógsefni á hendur honum í hinum nafnkunnu trúnaðarbréf- um sínum. Ráðherrann hefir með kæru- leysi og köldu blóði átt að fleygja buxT þúsundum sektarfjárins frá skrolltómum ríkissjóðnum, egna erlenda veiðiþjófa inn í íslenska landhelgi, svívirða hæstarétt og setja fætur fyrir sjálfstæði þjóð- arinnar, og niðurstaða allra hróp- yrðanna hefir síðan orðið: „Burt með Tervani-ráðherrann". Spiritistar segjast hafa reynslu fyrir því, að nýframliðnir lág- þroskaðir einstaklingar vilji eigi kannast við að þeir séu dauðir og sæki því með ofurmagni á það að komast í samband við hinn fyrri heim, og takist þeim að ná sambandi fyrir miðilsmilligöngu, þá sé hegðan þeirra líkust djöful- æði. Undir slíkum kringumstæðum sé eina ráðið að gi'ípa til þess úr- ræðis að bregða upp fyrir slíkum guðsvoluðum vesalingum myndum úr þeirra eigin lífi. Með því einu og engu öðru sé unt að sefa þá. Æði íhaldsmanna út af Ter- vani-Tnálinu varð ekki stöðvað með gögnum málsins sjálfs. Slíkt hafði sýnt sig. Það varð að sýna þeim mynd úr þeirra eigin fyrra lífi. Og hin hentugasta mynd í þessu sambandi varð meðferð Árbæjarmálsins. Um þúsund ár hafa Islending- ar verið til sem sérstök þjóð. Á þessum þúsund árum hefir þjóð- in gengið í gegnum hverja eld- raunina á fætur annari, en það sem umfram alt megnaði að halda í henni lífinu var hinn farsæli atvinnuvegur hennar, landbúnað- urinn. Og svo sem kunnugt er, var sauðfjárræktin þar megin- þátturinn. Og sauðfjárræktin varð því aðeins stunduð i þessu landi, að hún gæti bygst á gagn- kvæmu trausti. Sauðfénaðurinn er látinn sækja auð á afrétti í fullu trausti þess, að eyrnamörk- in ein helgi hvei'jum sitt. Enda hefir það verið svo í íslenskri réttarmeðvitund, að sauðaþjófn- aður er einn hinn mesti glæpur, annar en morð. Að kvöldi eins smaladags haust- ið 1924 tóku sig til fjórir ná- grannar bóndans í Árbæ í Holta- hi'eppi í Rangárvallasýslu og fóru heim að Árbæ og finna þá all- mörg kindarhöfuð í hesthússtalli með mörkum ýmsra manna í ná- grenninu. Fyrir rétti skýra þeir frá því að þeir hafi stofnað til njósnarfarar þessarar fyrir þá sök, að þeim hafi þótt grunsam- legt oft áður við slátrim á þess- um bæ að hausar kindanna hurfu strax. Stundum voru þeir þegar í stað látnir ofan í poka. Undirmaður þáverandi dóms- málai'áðherra Magnúsar Guð- mundssonar, í stjómarráðinu ger- ir yfix-lit um málið, þegar sýslu- maður hafði sent rannsóknarskjöl þangað. Þar segir m. a.: „Sendir sýslumaður útskriftina til athugunar á hvort frekari rannsókn skuli fram fara í mál- inu, áður en sakamál verði höfð- að. Hefir ákærði meðgengið að hafa stolið samtals 8 kindum haustið 1924, er hann hafi slátr- að heima hjá sér, 6 í annað skift- ið, en 2 í hitt, og var það sann- að á hann af 4 vitnum er sáu hausana í hesthúsi heima hjá á- kærða. Frekaii játningu hefir á- kærði ekki fengist til að gera, en nokkrar líkur eru þó fyrir því að hann hafi frekara á samvisk- unni. Bæði hefir það komið fram hjá vitnum þeim er leidd hafa veiið, að þau hafi nokkum grun um að ákæi’ði hafi einnig síðast- liðið haust slátrað fé að ófrjálsu heima hjá sér, og einnig hefir komið fram nokkurt ósamræmi í skýrslu hans um fjártökuna. Einnig hafa vitni borið að þau hafi heyi't að ákærði hafi átt að hafa slátrað stolnu trippi heima hjá sér“. Magnús Guðmundsson hefir málsskjölin fyrir framan sig. Og lögfræðingur, undirmaður hans, sem vafalaust veit þó hvað yfir- manni sínum var, reifar málið þannig, að hver ráðherra annai en M. G. hefði vafalaust krafist hinnar fylstu rannsóknar og að síikt mál endaði fyrir hæstárétti. 231. gr. hinna almennu hegn- ingai'laga sem er í kapítulanum um þjófnað, hljóðar á þessa leið: „Stórþjófnaður varðar hegningu alt að 8 ámm í fyrsta skifti sem hann er fi'aminn; en það er stór- þjófnaður: 1. ef maður stelur hestum, nautpeningi eða sauðfé út á víðavangi, eða úr hesthús- um eða búfjárhúsum“ o. s. frv. Málið fer heim í hérað, ekkert nýtt er grafið upp í málinu þar, málið gengur til dóms og er dæmt, ekki samkvæmt 231. gr. hegningai'laganna sem fjallar um sauðaþjófnað, heldur samkvæmt 250. gr. sem er að finna í 25. kapítula sömu laga, en sá kapí- tuli hljóðar „Um ólögmæta með- ferð á fundnum fjármunum og ýmsar misgjörðir samkynja“. 250. gr. sem dæmt var eftir er á þessa leið: „Ákvarðanir í næstu grein á undan eiga einnig við um þann mann, sem leggur launung á eða kastar eign sinni á fjármuni ann- ars manns, sem á annan hátt eru komnir af hendingu í vörslu hans“. Greinin á undan, 249. greinin er svona:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.