Tíminn - 27.10.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.10.1928, Blaðsíða 3
TlMINN 189 örfok í Selvogi en að snerta við sjóði, er komin sorglega langt á veg með að orsaka gersamlegan, andlegan uppblástur í íslenskri’ kirkju. Meiri „stjórnarspeki“! Sigurbjörg Þorláksdóttir og samverkakonur hennar hafa nú slcift um tón í nýkomnu svari við ,,framhaldsfyrirspurn“ Tímans. Eru þær nú hinar kurteisustu. Tíminn getur ekki, vegna rúm- leysis bii-t nema lítið af „stjóm- speki“ þeirra kvennanna. Fram- haldsfyrirspurn Tímans þess efn- is, hvernig það yrði trygt að annar þingmaður í tvímennings- kjördæmi yrði ávalt kona, þar sem svo stæði á, að tveir flokkar, segjum Framsókn og íhaldsfl., ættu í’áð hvor á sínu þingsæti, svara konurnar á þessa leið: „petta er röng spurning að þ\i leyti, að þegar lög mæla svo fyrir, að annar þingmaður kjördæmisins skuli vera kona, og k'arlmaður er luiinn að fá íulla atlcvæðatölu tii þingsetu, þá getur enginn átt ráð á öðru þingsæti kjördæmisins nema sú kona, sem flest atkvæði hefir fengið af þeim konum, sem i kjöri eru, því annars er ekki þeim ákvæðum hlýtt, sem lögin fyrirskipa, sem sé, að ann- ar þingfulltrúinn sé kona; og er þvi kosningin ógild, ef þetta ákvæði er ekki uppfylt. Og kjördæmið má þá útiloka frá þátttöku i löggjafarstarf- inu næsta kjörtímabil". Samkv. þessu á að lögbjóða, að annar þingmaður í tvímennings- kjördæmi skuli ávalt vera kona, hver sem niðurstaða kosningar- innar kynni að verða! Tökum nu dæmi til skýringar samkvæmt þvi, sem konumar gera hér ráð fyrir: Setjum svo, að í tvímenn- ingskjördæmi byði Framsókn og Ihaldsfl. fram karl og konu hvor um sig. Nú féllu atkvæði þannig: K arl-f ramb j óðandi Framsóknar fengi flest atkvæði, karl-fram- bjóðandi íhaldsfl. næstflest og kven-frambjóðandi Framsóknar þarnæst. Samkvæmt tillögu kvennanna ætti Framsóknarkon- an að fara á þing, en íhaldsmað- urinn að sitja heima, þrátt fyrir það, að hann fékk fleiri atkvæði! Með þessu yrði þá rofinn sá grundvöllur, sem þingræði og stjórnskipulag nálega alls mann- kyns hvílir á, þ. e. úrskurðarvald meirihluta atkvæða. Myndi það nú ekki vera eftir atvikum ráð- með hesta sína fyrir allar aldir. Morgunför okkar frá Seljalandi að Teigi í Fljótshlíð var mjög eftirminnileg. Veður var hið blíð- asta og fagur morgunn með hrein- skygni inn til Þórsmerkur og Eyjafjallajökuls og út um Land- eyjar. En framundan blasti Fljóts- hlíðin eins og listaverk á fjall- veggnum og Þríhymingur í bak- sýn. Upp úr söndunum skamt frá Gunnarshólma rís smáfell, sem Rangæingar kalla nú Stóra Dimon, en sem hét Rauðuskriður á dögum Njáls Þorgeirssonar. Myndi það enginn ljóður verða talinn á ráði Rangvellinga, þótt þeir tækju upp aftur hið foma, íslenska heiti, í stað þess ónefnis, er nú tíðkast. I Teigi snæddum við dagverð, kvöddum fylgdarmann okkar með þakklæti og sendum með honum kveðjur okkar austur í Skafta- fellssýslu. Síðum stigum við í bif- reið og héldum að Stórólfshvoli. Fundur á Stórólfshvoli. Fundinn á Stórólfshvoli sótti múgur og margmenni. Hús er þar gott til fundahalda. Samt var fundurinn haldinn úti. Fundar- stjóri var Björgvin Vigfússon sýslumaður. Tókst honum vel fundarstjóm. Þess var fyrr getið, að afstaða Jóns Þorl. hefði tekið nokkrum breytingum eftir því, sem hann færðist til í kjördæmunum. Á fundunum í Skaftafellssýslu taldi hann ekkert vera nú jafnbrýnt og aðkallandi eins og brúagerð í Skaftafellssýslum og ekkert því- líkt misráð sem það, ef ráðist yrði legt fyrir konurnar, að láta stað- ar numið með nýjar stjómspeki- legar útlistanir. Tíminn telur sennilegt, að karlmenn kysu fremur ríkisklofning heldur en stj órnmálasamvinnu við konur, ef ætla mætti að í heilabúi Sigur- bjargar Þorláksdóttur & Co. sé vaxtarbroddur kvenlegrar stjóm- visku hér á landi. t Þórður Gísiason hieppstjóri í Mýrdal. Fallinn er að velli, þar sem hann var, einn af traustustu og fram- sæknustu bændum þessa lands. Hann var fæddur á Litla- Kroppi í Reykholtsdal 22. júlí 1877, misti föður sinn ungur og ólst upp á fyrirmyndarheimilinu Varmalæk. Síðar var hann mörg ‘ ár vinnumaður og ráðsmaður hjá Guðmundi prófasti Helgasyni í Reykholti. Reisti sjálfur bú á Kaldárbakka í Kolbeinsstaða- hreppi 1909; flutti þaðan þrem árum síðar að Mýrdal í sama hreppi og bjó þar til dauðadags, hinu mesta myndarbúi. — Þegar Þórður fluttist vestur í Kolbeins- staðahrepp, sátu sjálfseignabænd- ur aðeins á þriðju hverri jörð, en mikill liluti jarðanna var í eign eins manns. Beittist Þórður eink- um fyrir því að þetta breyttist stórum til hins betra; meðal ann- ars keyptu þar eitt sinn átta bændur í einu ábýlisjarðir sínar. Og á öllum sviðum var Þórður foringi sveitunga sinna um fje- lagsmál og- allar framfarir. Stofn- aði í hreppnum deildir, bæði frá Kaupfélagi og Sláturfélagi Borg- firðinga og stýrði þeim til dauða- dags. Var hreppstjóri síðustu 18 árin. Bætti jörð sína til stórra muna og var að enda við að reisa myndarlegt steinhús á jörðinni er hann lést. — Um alt stefndi hann fram á leið, hafði til þess þrek og mannvit í besta lagi, og liann beitti ekki þeirri aðferð að troða aðra undir til þess að kom- ast áfram sjálfur; hann var sam- vinnumaður, ósjerhlífinn að vinna samferðamönnunum eigi minna gagn en sjálfum sér, og hinn traustasti vinur vina sinna. Átti í kaup á nýju strandferðaskipi. Var reyndar bert, að slíkar rök- semdir voru tilreiddar handa Skaftíellingum sérstakleg-a. Engu skal spáð um, hversu honum hef- ir tekist að vinna samhygð manna með því að eitra þannig fyrir samgöngubót þriggja landsfjórð- unga. — Þegar vestur kom í Rangárvallasýslu urðu samgöngu- bætur við Reykjavík og fyrir- hleðsla Þverái' aðalþjóðmálin! Þetta varð ljósast á Hvoli. Þá hafði hann að miklu skift um efni frumræðu sinnar. Dvaldi hann þar minna við fjármála- drýgindin en á fyrstu fundunum, enda hafði smám saman slitnað út úr rökum hans um það efni. Engin sýsla á Islandi mun vera jafnbirg af frambjóðendum eins og Rangárvallasýsla. Og þótt aðalhæfileiki þeirra til framboðs muni vera gott álit á sjálfum sér, þá er það eigi að síður merki- legt. Komu eigi færri en þrír í pontuna á Hvoli, tveir áður falln- ir og einn væntanlegur, því 'vit- anlega þurfa mennirnii' að bregða upp vitsmunaljósinu, hvar sem fundum manna ber saman! Auk Einars Jónssonar alþm. á Geld- ingalæk töluðu þessir frambjóð- endur: Skúli Thorarensen á Mó- eiðai’hvoli, Guðmundur Erlends- son á Núpi og Þorvaldur Jónsson frá Skúmsstöðum. Allir voru þessir menn dáendur Ihaldsins en í nöp við Framsókn. Dómsmála- ráðherrann kvað sér ókunnugt, að Framsókn hefði unnið til saka hjá Rangvellingum og eigi síður um hitt hvað íhaldsflokkurinn því maklega að fagna trausti og vináttu sveitunga sina. Er mikil eftirsjón að slíkum manni, á besta aldri. Kona Þórðar lifir hann, Ingi- björg Guðmundsdóttir, ásamt börnum þeirra tveim, syni og dóttur. Tr. Þ. ----o---- Fyr og nú. — Aldrei hefir bifreiðarferðum þok- nð jafnmikið áfram or i sumar. Jón hóndi í Stóradal ýtti undir að Holta- vörðuheiði var rudd fyrir bíla, og síð- an var haldið áfram með Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. Nú er orðið bílfært milli Akureyrar og Borgarness, og mun sú lelö ekki af Ifggjast. Halldór Steinsen hafði þokað veginum sunn- an á Snæfellsnesi áfram c. y2 km. á ári sína þingmannstíð. Hannes dýra- læknir og J. .T. ráðherra fóru saman kosningaferð vestur í Staðarsveit í fyrravor. þeir bentu bændum á að sækja með dugnaði að Straumfjarðara yrði bi’úuð með lijálp sýslusjóðs, og gerður vegur yfir mýrarsund vestur lijá Staðastað. Með þessu varð bílfært um 30 km. vestur að Búðum og ágætri sveit, Staðarsveit, opnuð leiö til Borgarness. Bændur hlíttu þessu ráði, sýslunefnd félst á mál þeirra. Vegspottinn er búinn og ákveðið að byggja brúna i sumar. Eftir fund í Beykholtsdal í vor, riðu Ottesen og •Tón þorl. í makindum niður héraðið. En Bjarni á Beykjum og J. ,T. ráð- herra riðu upp ó Keldudal til að gera fyrstu athugun á að ryðja þar leið fyrir bila, svo að fært vrði á þann hátt óslitið, um hásumarið, milli Beykjavíkur og Akureyrar. Leist þeim allvel á leiðina og hefir málið verið undirbúið síðan, svo að telja niá víst að sú leið verði rudd snemma næsta sumar. Dr. Björn þói’ðarson benti á framboðsfundum í fyrra á hve mikil nauðsyn væri að lengja veginn norðan Akrafjalls, og koma Akranesi í beint samband við Borgar fjörð ofan heiðar. Ottesen taldi þetta draumóra. í 30 ár hafði vegspotti þessi lengst um hænufet á ári. í sum- ar var unnið að veginum með mikilli atorku, og nœsta sumar gera menn ráð fyrir að lialdið verði áfram, svo að Akranesbúar geti ekið í bifreiðum inn hjá Saurbæ og þaðan yfir Svín- dal og Hvítárbrú áleiðis norður i land eða vestur í Snæfellsnes. Tvær miklar umbætur aí sama tæi hafa ennfremur verið gerðar í sumar fyrir tilstilli Eramsóknarmanna: Buddur vegur yfir Kerlingarskarð, svo að nú er bílfært milli Borgarness og Stykkis- liólms, og endurbygðir og ruddir veg- ir í Norðurþingeyjarsýslu, svo að nú er bílíæit fró líópaskeri norður á Sléttutanga, og á hinn bóginn inn hefði unnið sér til ágætis þar í héraði. Flokkurinn hefði reyndar látið gera ómerkilega og mishepn- aða káktilraun að stemma stigu fyrir ágangi Þverár og hann hefði látið setja upp girðingu í Þórs- mörk, sem menn væru á einu máli um að væri einnig stórum mishepnuð. Aftur á móti mætti benda á, að alt, sem gert hefði verið fyrir héraðið og að gagni hefði komið á síðari árum, væri gert að tilhlutun Framsóknar, þrátt fyrir litlar þakkir. Mætti þar fyrst benda á tilraun þá, sem gerð hefði verið að bæta úr hafn- leysinu fyrir söndunum. Guð- brandur Magnússon fyrnjm kaupfélagsstjóri í Hallgeirsey hefði átt frumkvæði og forgöngu í því, að tekist hefðu með til- styrk ríkisins hagkvæmir samn- ingar við Eimskipafélagið, um að senda skip beint frá útlöndum með vörubirgðir einu sinni á ári upp að suðurströndinni. Skipið flytti vörurnar beint upp að Ing- ólfshöfða í Öræfum, Hvalsíki, Vík, Holtsós og Hallgeirsey. Og væri þannig um samninga búið, að uppskipun færi fram án ár hættu fyrir héraðsbúa vegna tafa. Þá benti hann á fyrirhleðsluna í Djúpós, þar sem Framsókn gerði ráðstafanir til þess að varna mjög alvarlegum lands- spjöllum. Og enn benti hann á, að flokk- urinn hefði á síðasta þingi beitt sér fyrir eftirgjöf á láni héraðs- ins til Holtavegarins, af því að hann hefði talið að þar hvíldi alt of þung byrði á héraðsbúum. Axarfjörð og Kelduhverfi alt að Vik- ingavatni. Með þessa og aðra hliðstæða reynslu er meir en spaugilegt, þegar íhalds- menn segja aö þeir liafi aðallega barist fyrir samgöngubótum á landi. — Landsstjóiyiin fór þess ó leit við bæjarstjórn Akureyrar að hún gæfi Gagnfræðaskólanum allmikið land ofanvert við skólann, vegna framtíð arafnota til leikvalla og aukinna húsakynna. Bæjarstjórnin tók þessu ágætlega og gaf skólanum 10 dag- sláttur af ágætu landi, sem er mjög mikils virði peningalega, og þó meira virði óbeinlínis fvrir framtíð skól- ans. Bæjarstjórnin samþvkti þess-i gjöf nálega einróma. Er það mikils virði fyrir hinn nýja mentaskóla að eiga svo framsýna velviTdarmenn í stjórn bæjarins. —r. ----O--- Fréttir. Hvítárbrúin í Borgarfirði er nú að verða fullgerð. Mun atvinnumálaráð- lierra vigja brúna 1. næsta mánaðar. Laugavatnsskólinn tekur til starfa í byrjun næsta mánaðar. Kenslumála- ráðherrann vígir skólann 1. mánað- arins. Tvö ný blöð eru í þann veginn að hlaupa af stokkunum lijá ihalds- flokknum. Verður annað á Siglufirði, liitt í Hafnarfirði. Bætir það úr bráðri nauðsyn flokksins, sem hefir aðeins .12 blöð fyrir! Prestskosning. Á fimtudaginn voru talin atkvæði úr þorvaidsprestakalli í Suðurþingeyjai-sýslu og hlaut lög- mæta kosningu settur prestur þar, sr. þonnóður Sigurðsson frá Ystafelli. Hlaut hann 133 af 136 greiddum at- kvæðum. Síldareinkasalan. Samkv. viðtali Alþbl. 18. þ. m. við Pétúr Ólafsson framkvæmdastjóra hefir einkasalan nú þegar selt alla síldina og gekk salan greiðlega. Mikið hefir verið gert til þess að vinna nýja markaði og verður niðurstaðan af starfseminni stórum betri en undaníarin ár þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Sílturbrúðkaup áttu 24. þ. m. Guð- laug Guðmundsdóttir og Sveinn Guð- mundsson fró Hafnarfirði. Brúðkaup- ið fór fram við sjúkrastokk Sveins á Vífilstöðum, en þar hefir hann legið þungt haldinn af tæringu 9 siðastlið- in ár. Sjúklingar og starfsfólk á Vif- ilsstöðum tók innilegan þátt í fagn- aði þeirra hjóna með rausnarlegum gjöfum og glaðningum, því Sveinn er hverjum manni vinsælli. Heillu- óskaskeyti mörg bárust þeim hjónum þennan dag. pingvallanofndin hefir skipað Magn- ús Kjaran kaupmann framkvæmda- stjóra Alþingishátíðarnefndarinnar. Kappskákir eru nýbyrjaðar milli Is- lendinga og Dana og fara fram sím- Frambj óðendur Rangvellinga deildu á stjómina fyrir synjun Titan-sérleyfis og fyrir að hún hefði brugðið fæti fyrir skólamál Sunnlendinga. Dómsmálaráðherr- ann kvað engu spilt í skólamáli Sunnlendinga. Þegar Rangvelling- ar kæmust að fullri niðurstöðu um staðarval og fullnægðu þeim skil- yrðum sem sett væru um fjár- framlög o. fl. ættu þeir sömu kröfu ú hendur ríkinu eins og Ár- nesingai'. Um Titan-félagið kvað hann alla, sem þektu, vita, að það gæti ekki einu sinni fært fram líkur fyrir því, að það ætti fyrir heiðarlegri útför sinni. Hefði það aldrei veiið annað en loftkastali reistur, til þess að flagga með nafni landsins í útlöndum. Ætti sómi landsins að vera hafinn yfir það, að vera gerður þannig að leiksoppi í höndum erlendra æfin- týramanna. Væri og dæmi degin- um ljósara um vantrú Rang-vell- inga sjálfra á fyrirtækinu, þar sem þeir hefðu felt frá kosningu þann manh, sem einkum hefði beist fyrir málinu hér á landi. Loks benti ráðherrann Rang- vellingum á það, að dýrkun þeirra á íhaldsstefnunni í landsmálum, sem væri að vísu hvorki bygð á sögulegum ástæðum, né á skyn- samlegum framtíðarvonum um blessun af hennar toga til handa bændum landsins, hlyti þó óhjá- kvæmilega að hafa þær afleiðing- ar, að þeir fengju það, sem þeir vildu. Annað væri ranglæti! I framhaldi af þessum orða- skiftum má benda á, að Ihalds- blöðin í Reykjavík gerðu gys að t Frú }im MattlHasdöttir kona Ásgeirs kaupmanns Eyþórs- sonar andaðist á heimili sínu hér í bænum 25. þ. m. 63 ára að aldri. Ilún var fædd 1. okt. 1865. Frú Jensína var ágætiskona, fríð sýnum og vel skapi farin. Af 9 börnum þeirra hjóna eru þessi á lifi: Ásgeir íræðslumálastjóri og alþm. Ragnar garðyrkjumaður. Ásta, gift Hjalta Gunnarssyni, Árni byggingameistari í New York, Matthías, Kormákur málari, nú í Ameríku. leiðis. Er teflt í tvenmi lagi. Af Dnna hálfu ei' önnur skákin tefld í Sönder- borg en hin í Horsens. Af íslendinga hálfu fara báðar fram í Beykjavík. SálarrannsóknarféL íslands. Á fundi i félaginu i fyrrakvöld skýrði Einai- H. Kvaran skáld frn Lundúnaför sinni, þátttöku í alþjóðaþingi spirit ista og miðilsfundum, er hann átti kost á að vera á. Sömuleiðis skýrði liann frá samskonar reynslu þeirra hjóna Sveins M. Svéinssonar fram- kvœindastjóra og konu hans, Sofííu, dóttur Haralds Nielssonar pró fessors. Skýrði hann þar frá mikl um urmul af endurminningasönnun um, er taldar eru stafa frá Haraldi. Virtust margar þeirra svo rammaukn- ar uð iurðu sætti. Erindið verður án ela birt í Morgni. Árni Pálsson. Út af „opnu bréfi" rit- stjóra Tímans til Árna Pálssonar hef- ir hann beðið blaðiö að láta þoss getið, að hann muni svara bréfinu í Vöku, sem komi út innan skamms. — Tíminn mun í andsvari taka upj) til hægðarauka fyrir lesendur megin- rök úr svarinu. Jarðboranir hafa, að tilhlutun bæj- arstjórnar Beykjavíkur verið gerðar við þvottalaugarnar liér 1 sumar. Bor- að heíir verið á þi'emur stöðum með þeim árangri að upp um eina hol- una streyma 10 lítrar á sekúndu af 95° heitu vatni. Var þar borað 96 fet niður gegn um 5 heitar vatnsæðar milli' berglaga. Kvæðakvöld höfðu þeií’ í Bárunni á sunnudagskvöldið var, Sigvaldi Ind- riðason frá Baliará, bróðir Indriða miðils, og Bíkarður Jónsson listomað ur. Var milíil aðsókn að skemtun þeirra. Hefir Sigvaldi afburðagóða kvæðarödd. En þeir Bíkarður og hann sungu tvísöng. Leiðrétting. í „Ávarpi til samvinnu- manna á 1. síðu blaðsins hefir mis- prentast í 4. tölumerktri grein, 3. línu „tölutil" fyrir „tölulið". -----O----- fundarhaldi J. J. með Rangæing- um urn vatnamálin austur þar og væntanlegar tilraunir að hefta eitthvert hið sorglegasta landbrot á Islandi. Virðist Morgunbl. eiga aðeins eitt áhugamál í Rangár- vallasýslu og það er að fá róíMð fram úr, hvort „Skatan í Þverá“ muni vera tunglfiskur, fjárhús- hurð, torfa eða veruleg og ósvik- in undra-skata! — Taldst Ihalds- flokknum að ráða þessa gátu, verður það góð viðbót við girð- inguna í Þórsmöi’k og hrísbagg- ana í Þverá! Eins og fyrr var greint vai' Hvolfundurinn háður undir beru lofti, enda réðu dægraskil fundar- slitum. Er þar með að kalla má lokið yfirliti um fundina. Höfðu þeir yfirleitt farið vel fram. Og þótt stundum hitnaði nokkuð í oi'ðaskiftum manna umgengust andstæðingar mjög vinsamlega, enda fylgir andlegum skilmingum á slíkurn mannfundum og í blöð- um miklu minni óvild, heldur en almenningur gerir sér í hugar- lund. Héldu nú leiðangursmenn- irnir allir til Reykjavíkur um nóttina, heimkomu fegnir eftir langa útivist. I næstu köflum þessara greina verður gefið yfirlit um erindi Ihaldsmanna í leiðangur þennan, svip þann, sem er yfir stjórnmála- starfsemi þeirra um þessai’ mund- ir, ræðumensku Ólafs Thors og jafnframt vikið inn á þau mál, sem efst eru á baugi og greint frá höfuðrökum beggja flokka. (Meira). ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.