Tíminn - 17.11.1928, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.11.1928, Blaðsíða 4
202 TlMINN Að gera blakkar tennur hvítar og ná húð af tönnum að sér- fræðinga ráði. BLAKKAR tennur má gera furðanlega ljósar, oft meira að segja mjallahvítar. Til er ný aðferð til að hirða tennur og tannhold. Aðferð, sem nær burtu þeirri dðkku húð, sem liggur á tönnum yðar. Rennið tungunni um tennurnar og þér finnið þá þessa húð. Hún loðir við tenn- urnar, sezt í sprungur og festist. Hún gerir tannhold yðar varnarlaust við sóttkveikju- ásðknum, tennur yðar varnarlausar við sýkingu. Nú hafa nýjustu vísindi fullkomnað öfiugt meðal gegn húðinni. Það heitir Pepsodent. Það gerir húðina stökka og nær henni síðan af. Það styrkir tannholdið og verndar; fegrar tennurnar fljótt og á réttan hátt. Reynið Pepsodent. Sendið miðann í dag og þér fáið ókeypis sýnishorn til 10 daga. ' 3384 A <ÍS2S BipZSUiVl A. H. RIISE, Bredgade 26 E Kaupmannahöfn K. Sandið Pepsodent-sýnishorn til 10 dags til Nafn.............................. Heimili........................... kostar rétt hermt. Útgerðarmenn sögðu ekki upp samningnum heldur , aðeins sjómenn. Lágmarkskaup há- seta er nú kr. 196.70, en þeir vilja fá hækkun upp í 230 kr., en útgerðar menn vilja ekki borga nema 200 kr. Kaupfélag Skagfirðinga slátraði fé í annað sinn nú í haust og fékk alls 1100 tunnur af kjöti. Sláturfélagið fékk 600 tunnur en Kristjáu Gislason kaupm. um 500. Óðinn fór í eftirlitsferð á fimtudag- inn. Með skipinu fóru tveir farþegar til Þatreksfjarðar. Voru það þeir llalldór Kr. Júlíusson sýslumaður og Ein'ar Jónasson fyrverandi sýslu- maður Barðstrendinga. Hefir dóms- málaráðuneytið falið Halldóri Júlíus- syni að hefja sakamálsrannsókn á liendur Einari Jónassyni út af em- liættisafglöpum og mótþróa gegn stjórnarvöldum. Bókfærsla sýslumanna. Við skoðun þá, sem þegar er framkvæmd á embættum nokkurra sýslumanna, he.fir komið í Ijós, að bókfærsla þeirra or mjög ósamræmd og mis- jafnlega glögg. Nú hefir dómsmála- ráðherrann skipað nefnd manna, þá Bjöm Steffensen, Stefán Jóh. Stef- ánsson og Helga Briem til þess að gera nýtt bókfærslukerfi fyrir em- hættin til þess að samræma og létta bókfœrsliina, gera eftirlit auðveldara. Jafnframt verða sýslumönnum öllum fengnar nýjar bækur um leið og hin nýja skipun gengur í gildi. Ný skólaborð. I Laugarvatnsskóla verða skólaborðin af nokkuð annari gei'ð en þeir pínu- eða þrælabekkir, sem tíðkast hafa í skólum landsins. Verður hverjum nemanda fengið lít- ið borð og sérstakur stóll til afnota. Dýrtíðaruppbót ríkisins á nú, sam- kvæmt útreikningi Hagstofunnar, að lækka úr 40% í 34%. En það hefir i för með sér lækkun á launum þannig, að þeir, sem hafa 4500 kr. föst laun fá 1500 kr. uppbót i stað 1800 kr. i fyrra, þeir, sem hafa 4000 kr. fá 1360 í stað 1600, þeir, sem hafa 3000 kr. fá 1020 í stað 1200, þeir sem hafa 2000 kr. fá 680 í stað 800 og þeir, sem hafa 1500 fá 510 í stað 600. Launa- lækkunin mun nema ca. 100 þús. kr. fyrir ríkissjóð. Dýrtíðin í Reykjavík hefir, samkv. útreikningi Hagstofunnar minkað um 1 % síðan i fyrrahaust, en dýrtíðar- upphót lækkar um 6%. I hitteðfyrra var talið, að dýrtíðin hefði lækkað um 8%. 5 manna fjölskylda, sem til tiltekinna (ekki allra) útgjalda, þurfti 1800 kr. árið 1914 (fyrir stríð) á nú að þurfa 4060 kr. til sömu gjalda, en 4094 kr. í fyrra. Togari strandaði á Mýrdalssandi 11. þ. ni., hét Solon og var frá Grims- hy. Skipverjar, sem voru 12, björguð- ust ailir í Iand en voru mjög þrek- aðir, en veður voru slæm og ofsaleg. A leiðinni til hæjar, Fagradals, dó einn þeirra af vosbúðinni. þennan sama dag varð ýmislegt rask á höfn- inni hér í Reykjavik. Jón Vigfússon, hinn lirausti og snar- ráði sjómáður i Vestmannaeyjum, sem kleif Ofanleitishamarinn 14. fe- brúar s. 1. og bjargaði þannig félög- Litli lávarðurinn, saga fyrir drengi, eftir F. H. Bumett, í ísl. þýðingu eftir síra Fr. Friðriksson, framkvæmdarstj. K. F. U. M. — Saga þessi er sérprentun úr blaði K. F. U. M. og nafn síra Friðriks er öllum næg trygging fyrir því, að bókin er öllum holl til lestrar, jafnt fullorðnum sem börnum. — Bókin er nær 300 bls. en kostar þó aðeins kr. 5,75 í bandi, og er því ódýrasta bókin sem út hefír komið í seinni tíð. Allir þurfa að eiga og lesa Litla lávarðinn. Fæst hjá öllum bóksölum. Aðalútsala: Prentsm. Acta h.f. S. JÓHANNESDÓTTIR Yefnaðaryöru- og fatayerslanir. Austurstræti 14 (beint á móti Landsbankanum) REYKJAYÍK, og á ISAFIRÐI. Fjölbreytt úrval af álnavöru bæði í fatnað og til heimilisþa/'fa Alskonar t'atnaður fyrir konur, karla, unglinga og börn. Fólki, sem þarfnast eitthvað til fatnaðar eða aðra vefnaðar- vöru, er sérstaklega bent á að líta inn í þessar verslanir eða senda pantanir, sem eru fijótt og samviskusamlega afgreiddar gegn póstkröfu um alt land. um sínum úr lífsháska, eins og Tím- inn hefir áður sagt frá, hefir nú feng- ið 800 kr. verðlaun og heiðurspening úr hetjusjóði Carnegies. ---O---- Ihaldsflokkurinn og samtök bænda. VL 1 Hér hefir nú verið bent á helstu ]! i | tildrögin að verslunarskuldum liænda. Mætti hverjum sæmilega ‘ skynbærum manni skiljast, að bænd- ! um hefir að langmestu leyti verið . skuldasöfnunin gjörsamlega ósjálf- ( ráð, og hversu hróplegt ranglæti það 5 er gagnvart liændastétt. landsins, að | ásaka hana alment fyrir tekjuhalla | landbúnaðarins á undanförnum ár- j! um. Bændur eru undntekningar lít- | ið mjög sparsamir og varfærnir um allai' ónauðsynlegar lántökur. ís- lenskur sveitabúskapur liefir og lengst at krafist þess, að alt kapp sé lagt á nauðsynlegan sparnað. Og sæmileg afkoma sveitamanna virðisl vera fólgin i þvi, að komast af með sem allra minst að auðið er. Reynsl- an hefir sem sé sýnt, að þeir, sem i stundað hafa landbúnað, tmfa lang- flestir orðið að sætta sig við liinar naumustu kröfur til þæginda lífsins, jafnvel svo, að stundum hefii' 'vart mátt tæpara standa, til þess að full- nægja hrýnustu þörfum siðaðra manna. það sýnist. þess vegna þurfa meir en meðal fúlmensku hjá þeim mönnum, sem lífið virðist leika við, að vera með marg endurteknar blekkingar út af verslunarskuldum bænda, þeirrar stéttar iandsmanna, sem þrátt fyrir alla örðugleika lífs- lmráttunnar klífa þó þrítugan ham- atinn, til þess að standa í fullum skilum við sína lánardrotna. Ef vandlæting andstæðinga sam- vinnufélaganna út af skuldum bænda er ekki sprottin af óviðráðanlegri löngun þeirra, til þess að hnekkja gengi samvinnufélagsskaparins og dreifa þjóðmálaþroska bændastéttar- innar, þá væri næsta erfitt að skilju allan bækslagang þeirra gegn kaup- félögunum, Sambandinu og samá- byrgðinni. í blöðum þessaru oft miður sann- gjörnu vandlætara er stöðugt talað um verslunarskuldir hænda, eins og engar aðrar skuldir væru til á Is- landi. þær eru málaðar hinum dökk- ustu litum og taldar þjóðarháski, auðsjáanlega í þeim lúalega tilgangi að ófrægja bændur og veikja traust og tiltrú kaupfélagannna. það er þó vitaniegt, að skuldir samvinnuféiag- anna eru aðeins lítilli hluti af öllum skuldum iandsmanna. það er aikunn staðreynd, að atvinnuvegir þjóðar- innar til iands og sjávar hafa verið að stórtapa hin síðari árin, og að hvert miljóna lánið eftir annað hefir verið tekið erlendis, til þess að verja landið frá fjárhagslegu hruni. Ná- lega ekkert af þessu erlenda lánsfé, sem nú skiftir tugum miljóna, hefir þó farið til þarfa landbúnaðarins og sveitanna. En því hefir óspart verið ausið í atvinnuvegi kaupstaðanna með oft lítilli forsjá, enda hafa af- iciðingarnar orðið þar eftir og þjóð- arheildinni ekki til svo mikils gagns, sem æskilegt liefði verið. Hvað samábyrgðina snertir, má segja að alt slcraf samvinnuandstæð- inga um liana hafi frá upphafi verið fávíslegt lijal þeirra manna, sem ekki virðast hafa gert sér í hugar- lund, hvílík nauðsyn hún hefir alt til þessa verið samvinnufélagsskap bænda. því tvennu hefir þó verið lialdið fram um sarnáliyrgðina af andstæðingum hennar, sem í heilabúi skynbærra manna er ekki sem best samrýmanlegt.: að hún sé einn liinn mesti skaðræðisgripur en þó einskis- verð trygging fyrir lánardrotna sam- vinnufélaganna. ísiensk bændastétt liefir löngum verið fremur fétæk og ekki haft hand- bært fé til sinna daglegu þarfa. þeg- ar bændur hófu kaupfélagsstarfsemi sína fyrir nálega fimmtíu árum, skorti þá þess vegna hæði handbært fé og lánsstofnanir i sjálfu landinu, er gæti hrundið af stað stofnun kaup- félaganna og greitt andvirði nauð- synja þeirra meðan afurðir búanna koma ekki á markaðinn, sem hvorki var né heldur er enn nema mest tvisvar á árinu. þeim var því lífs- spursmál, þegar í hyrjun, að ganga í persónulega samábyrgð, tii trvggingar stofnfjárlánum kaupfélaganna og and- virði aðkevptra vara, þar til þeir gætu komið sinni eigin vöru i peninga á heimsmarkaðimim. Líkt stóð og á, þegar liin núverandi samábyrgð kom til sögunnar. Um aðra frambærilega tryggingu gat ekki verið að ræða. En nú, eftir að kaupfélögin hafa smám saman komið sér upp álitleg- um stofnsjóðum og veltufé, og eink- um ef einhver hreyting gæti orðið til lióta með kaupfélagsskuldirnar, þá verður samábyrgðin, sem liingað til liefir reynst lífakkeri félaganna, ekki eins bráðnuuðsynleg. Gæti jafnvel komið til þess, fyr eða síðar, að hún þess vegna yrði takmörkuð af frjáls- um vilja sumvinnufélagsmanna, þeg- ar veltufjársjóðir félaganna liafa náð fyrirhuguðu marki. Mjög er eftirtektavert, að bera sam- an vandlætingu andstæðinga sam- vinnufélaganna út af samábyrgðinni og tröllatrú þeirra á hinni svonefndu takmörkuðu ábyrgð. Samábyrgðin á að vera „óalandi og óferjandi" sölc- um þeirrar fjárliagsáhættu, sem við liana á að vera bundin. Og víst getur sú áhætta verið nokkur í einstaka neyðartilfellum, eins og er um allar ábyrgðir. Hins vegar hefir þó sam- ábyrgðin, hér á landi sem annars- staðar, verið mikilvægasta atriði sam- vinnuhreyfingarinnar. En auk þess er hún svo siðferðislega ekki annað en stækkuð mynd hverskonar sam- ábyrgða, sem allar siðaðar þjóðir hafa komið á með sér, að meira eða minna leyti. En hvað verður svo sagt um tak- mörkuðu ábyrgðirnar? Hver er reynsla þeirra hér á landi að undan förnu? það mætti benda á fjölda- mörg dæmi því til sönnunar, hversu meðferð þeirrar háttlofuðu ábyrgðar hefir i seinni tið sérstaklega haft A sér öll einkenni viðskiftasviksemi og fjárglæfra, svo að öll þjóðin hefir þess vegna beðið rneira og margháttaðra fjárhags og siðferðistjón en auðvelt sé að meta til peninga. Hér skal aðeins bent á það, að hankarnir hafa á und nförnum árum tapað um 20 miljón- um króna, eða nálega 200 kr. á hvert mannsharn í landinu, vegna van- greiðslu, prettvísi og margvíslegrar óreiðu af hendi samkepnismanna og innan véliaiula takmörkuðu ábyrgðar- innar. það er sem sé opinber stað- reynd, að ýmsir samkepnismenn hafa í mörg ár undanfarið sogað til sín fjármagn bankanna, sem þeir svo hafa lagt í einn og annan oft vafa- saman atvinnurekstur, miður þarfan og óþjóðhollan. En hvenær, sem eitt- livað hefir ábjátað að þessi atvinnu- rekstui' gengi vel, hafa bankarnir fengið að kenna á vanskilum og við skiftaóheiðarleik ihargra af þeim mönnum, sem þessar atvinnugreinir hafa st.undað. j^essi greiðslubrigði vanskilamann- anna bitna svo ekki ósjaldan á sak- lausum skilamönnum landsins, rikum og fátækupi, og kemur m. a. fram sem nefskattur á landsmönnum, því raunverulega liækka vextirnir lífs- viðurværi livers einasta manns, auk þess, sem þeir að öðru leyti grípa mjög inn í alt athafnalíf þjóðarihnar. það verður nú naumast varið, að hér sé um að ræða einskonar sam- ábyrgð. Og þessi samábyrgð er því , liættulegri, sem hún hefir aðrar og ihugunarverðari hliðar en dæmi eru til um nokkra aðra fjárhagslega sam- S. Jóhaimesdóttir Reykjavíkursími 1887. Isafjarðarsími 42 Islenska ölið GERPÚLVER með þessu merki tryggir yður fyrsta flokks vöru. Kaupið aðeins það besta. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. H.f. Jón Sigmundsson & Co. amassa".) og alt tfl upphluts sérl. ódýrt Skúfhélkar úr gulli og silfri. ] Sent með póstkröfu út Jttxozecr-.; , um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson, gullsmiður Sími 383 — Laugaveg 8. Ný tegund, j a f n g i I d i r útlendn þvottaefni ■ábyrgð. í skjóli hinnar takmörkuðu áhyrgðar hefir dáfnað hér A landi, cins og sennilega í öllum löndum ver- aldar, mörg miður æskileg þróun. Jafnvnl ofvöxtur kaupstaðanna sam- fara eyðing sveitanna á að ýmsu leyti rót sína að rekja 1il þess hugar- fars, sem lieldur dauðahaldi í við- komu óþjóðlegra atvinnuvega í kaup- stöðunum með tilstyrk takmörkuðu ábyrgðarinnar, landi og lýð til meiri skaðsemi í andlegum og líkamlegum skiiningi en hægt er að meta til fjár. Frh. Jóhannes Ólafsson frá Svinhóli. 70 ára reynsla og visingalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins |RO/ enda er hann helmsfrngur og- hefir 0 sinnom hlotiö guli- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gra&a sinna. Hér á landi hefir reynslan samiftð að VERO er iniklu betri og- drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eini VERO, það marg borgar sig. í heildsfilu hjá: Halldóri Eiríkssyni Hafnarstræti 22 - Reykjavik I heildsölu hJ6 Tóbaksverslun Islands h. f. F Á L K A- KAFFIBÆTIRINN hefir á rúmu ári áuantD sér svo almenna hyiii, aO salan á honum or ortHn x/* hluti af allrí kafflbatlacOlu þesaa lands. Kaupfélagsetjórar, aendlB pantanir yðar gegnum Sam- bandiðl Simi 2219. Ritetjóri: Laugaveg 44. Jónaa Þorbergoaon. Prentsmíöjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.