Tíminn - 01.12.1928, Blaðsíða 3
^ÍMINN
213
Eyðijörðin Svartaéil
í Þingvallasveit íæst til ábúðar í næstkomandi fardöguml
Umsóknir sendist fyrir lok febrúarmánaðar 1929 til ritara Þing
vallanefndarinnar, Jóns Baldvinssonar, Miðstræti 10 Reykjavík sem
gefur allar nánari upplýsingar.
Reykjavík í nóvember 1928
Þinvallanefndín
sem ætla má að verði merkasta
för íslendinga þegar litið er á
fjölmenni og erindi. — Við
heima, sem stöndum álengdar,
eigum dálítið örðugt með að
skilja, hversu það hefir til tekist,
að til slíkra óhappa hefir dregið
í þessu máli. Hafa Vestur-Is-
lendingar oft leyst með litlum
fyrirvara erfiðari fjárhagsatriði
en hér var um að ræða og þó
minna hafi verið í húfi. Skýring-
in á þessum ofsa í málinu mun
einum þræði liggja í skorti Vest-
ur-íslendinga á hæfilegri viður-
eign í almennri landsmálabaráttu.
— En sundrung þeirra í þessu i
máli mun orka því, að heimferð- [
in verði öllum hlutaðeigendum 3
ekki jafn ánægjuleg og ella
myndi.
---o---
Fréttir.
Fullveídisalmælið. Stúdentaráð Há-
skóla íslands efnir til liátíðahalds í
dag vegna tín ára fullveldis íslands.
Kl. 1 e. h. hefst skrúðganga stúdenta
frá Mensa academica að Alþingis-
húsinu. Tryggvi þórhallsson forsætis-
ráðherra flytur ræðu af svölum þing-
hússins. Lúðrasveit Reykjavíkur spil-
ar á undan og á eftir. Klukkan 4
hefjast skemtanir í báðum kvik-
myndahúsum borgarinnar. Aðalræð-
urnar flytja. í Nýja bio Ágúst H.
Bjarnason. í Gamla bio Sigurður Nor-
dal.
Árin ou oilifðin. Upp úr næstu
helgi verður til sölu önnur útgáfa aí
prédikunarsafni séra Haraldar Niels-
sonar Á r i n o g e i 1 í f ð i n. Er bók-
in gefin út á sextugsafmæli prófess-
ors Haraldar. Hann var, eins og
kunnugt er, einn hinn víðsýnasti,
frjálslyndasti og lærðasti guðfræðing-
ur, sem þjóðin hefir eignast. Bera og
prédikanir hans vott um það, að
hann hefir á efri árum öðlast víð-
ta’kari andlega þekkingu en títt er
um íslenska guðfræðinga.
Skák. Nýlega er kominn hingað til
Reykj avikur Karl Berndtsson
skákmeistari Norðurlanda. Er hann
liingað kominn að tilhlutun Skáksam-
bunds íslands og dvelur hér fram í
íniðjan desember. Iíarl Berndtsson
þreytti fyrst kappskák á skákþingi
Norðurlanda 1916 og varð þá skák-
meistari. Og á skákþingi, sem háð
var í Osló síðastl. sumar varð hann
og ldutskarpastur. Eru þreyttar mikl-
ar knppskákir hér um þessar mund-
ir. Tefldi skákmeistarinn við 49
menn samtímis. Vann hann 35 skák
ir, tapaði 11 en 3 urðu jafntefli. í
þremur fiökksskákum, sem háðar
linfn verið undanfarið, hefir Karl
Berndtsson teflt við átta menn sam-
tímis fyrstu tvö kvöldin og við 16
menn hið þriðja. Fyrsta kvöldið vann
hann 6, tapaði 1 og gerði eitt jafn-
tefli. þriðja vköldið vann hann alla
16 keppinauta. Er þetta aðeins byrj-
un langra kappþrauta. Vafalaust æf-
ast skákmenn hér mjög í viðureign
við þennan yfirburðaskákmann. Er
ánægjulegt að vita til þess, að iðkun
skáklistarinnar fer vaxandi hér á
landi, því óhœtt mun að telja hana
einhverja hinn elstu og göfugustu
íþrótt mannanna. — Um þessar
mundir standa yfir kappskákir milli
íslands og Danmerkur. Af íslands
hálfu tefla é borði I Einar þorvalds-
son skákmeistari íslands, Ásmundur
Ásgeirsson og Garðar þorsteinsson
lögfræðingur, en á borði II Eggert
Gilfer, Brynjólfur Stefánsson og Ámi
Iínudsen. — Tvær símskákir eru nú
að heíjast milli Akureyrar og Gauta-
borgar. Af hálfu Akureyrar tefla þar
á borði I Ari Guðmundsson, þorst.
þorsteinsson og Jóh. Havsteen, en á
borði II Jón Sigurðsson, þorst Thor-
lacius og Stefán Sveinsson.
„Pólitísk ferðasaga“. Niðurl. henn-
ar kemur í næsta blaði.
pórstina Jackson hefir skrifað grein
um útskurð Ríkarðar Jónssonar í
októberhefti iúns heimskunna lista-
tímarits „The Studio". Greininni
fylgir ágæt mynd af hornspónum
tveim sem Ríkarður hefir gert. —
Viðurkenning er það fyrir íslenska
liötamenn er slíkt rit sem þetta flytur
frásagnir og myndir af verkum
þeirra.
Foroldrar. Hvað eigið þér að gera
þegar barnið yðar verður veikt?
Kaupið Mæðrabókina eftir prófessor
Monrad. Kostar 4.75.
Osram-Standardlampar
eru sparneytnir
Nýju jarðyrkjutrerkfærm
KOSTA NÚ:
Skeraherfi kr. 225,00, rótherfi kr. 100,00 og ávensluherfi kr.
60,00. Auk þess kosta þriggja hesta hömlur kr. 25,00, tveggja
hestahömlur kr. 15,00 og aktaugar kr. 6,00 parið. Þeir, sem vilda
fá eitthvað af þessum verkfærum fyrir næsta vor, eru beðnir að
senda pantanir sem fyrst.
Reykjavík, Bjai’garstíg 7, 28. nóvember 1928.
LúSvík Jónsson.
Frá útlöndnm.
þýska skátdið fræga, Hermann
Sudermann, er látinn. Sudermann
var skáldsagna- og leikritahöfundur.
Ilann var fæddur 1857.
— Breskt farþegaskip, Vcstris, fórst
nýlega á Atlantsiiafinu. Margir menn
druknuðu. Slvsið orsakaðist af þvi,
að leki kom uð skipinu, þó eigi svo
mikill, að hættulegur væri talinn.
Sendi skipstjórinn þvi ekki neyðar-
skeyti fyr en um seinan. En það olli
afdrifum skipsín*, að kyndararnir,
sem voru svertingjar, óttuðust lek
ann og neituðu að vinna. Nægði guf-
an frá vélinni þá eigi til þess að
dælumar gætu starfað. Amerísk blöð
hafa ásakað skipstjórann mjög og
telja hann bera ábyrgð á slysinu,
m. a. af því, hve seint hann sendi
skeytið. En undirmenn hans, sem af
komust, telja þessa ásökun ómak-
lega. Sjálfur getur skipstjórinn eigi
borið hönd fyrir höfuð sér, þvi að
iiann fórst.
— Norska skáldkonan, Sigrid Und-
set, hefir hlotið Nobelsverðlaun.
Fregnir herma, að hún ætli sér að
verja fénu til ýmiskonar mannúðar-
starfsemi. Hefir hún nú þegar stofn-
að sjóð einn, að upphæð 80 þús. kr.,
og á að verja vöxtum hans til styrkt-
ar foreldrum, sem ala önn fyrir fá-
vita börnum. Sigrid Undset er mjög
mótfallin „kvenréttindum".
— Frakkneski heimspekingurinn
Henri Bergson hefir eínnig hlotið
Nobelsverðlaun. Nobelsverðlaunin eru
hátt á annað hundrað þús. kr.
— Eftir síðustu fregnum aö dæma,
GERPÚLVER
ineð þessu merki tryggir yður
fyrsta flokks vöru.
Kaupið aðeins það besta.
H.f. Efnagerð Reykjavíkur.
er ekki ómögulegt, að leitinni að
ítölsku heimskautsförunum verði enn
haldið áfram á næsta vori. Virðist
þó engin von þess, að hún beri
árangur.
— Georg Bretakonungur er hættu-
lega veikur.
— Hallæri er nú í Kína. 12 milj.
manna aðframkomnar af skorti.
— Mælt er að Hoover, hinn ný-
kjömi Bandaríkjaforseti, hafi í
hyggju að viðurkenna ráðstjómina
rússnesku.
— Svíakonungur varð nýlega sjö-
tugur að aldri. f heiðursskyni við
öldunginn samþykktu Sviar að stofna
sjóð, er á að verja til radíumlækn-
inga á krabbameini.
— Jón Dúason hefir verið sæmdur
doktorsnaínbót við háskólann í Osló.
Doktorsritgerðin var um réttarstöðu
Grænlands á miðöldunum.
Móðir!
Gakktu úr skugga um að þá
fáir þér Pepsodent á tenn«
ur bams þíns og tannhold.
CR þér ant um að bam þitt fál fallegri
tennur nú og betri vörn við tannkvillum
siðar á æflnni? Reyndu þá Pepsodent
Gáðu að, hvað helztu tannlasknar hvetja
mseður til að nota.
Þú flnnur húð á tönnum bam9 þlns. Þá
voflr hættan tíðast yflr. Sömu þrálátu húð.
ina og þú verður vör við, ef þú rennir
tungunni um tennurnar í þér sjálfri. Við
hana áttu að berjast. Húðin er versti óvinur
heilbrigðra tanna. Hún loðir við tennurnar,
smýgur i sprungur og festist. Gömlum að-.
ferðum tókst ekki að vinna á henni.
Nú hefur Pepsodent tvö ný efni að
geyma, sem eyða henni. Helztu tannlæknar
fallast á þetta. Það heldur tönnunum hvít-
ari. Það er vísindaráð nútímans til betri
varðveizlu tannanna. Reyndu það. Sendu
miðann og þú færð ókeypis sýnishom til
10 daga.
ÓKEYPIS
10 daga túpa.
A. H. RIISE, Bredgade 25 E
Kaupmannahöfn K.
Sendlð Pepsodent-sýniahorn til 10 daga til
Nafn ..................
8410A
UAK_
Helmlli..........«.........
^^^ina^jn^túj^hand^göljkjldu^
IC.30.
— Viltir þjóðflokkar á landmærum
Indlands og Afganistan hafa gert
uppreisn. Her frá báðum löndunum
Jöndunum hjálpast að að bæla hana
niður.
— Amerískur vísindamaður þykist
hafa fundið aðferð til að búa til kol
úr tré. Sami maður fann áður upp
aðferð til að vinna olíu úr kolum.
— Norsltur maður, Langaard að
nafni, hefir keypt öll heiðursmerki
Amundsens fyrir 15 þús. kr.
— 125 milörðum franka (rúml.
6000 milljónum króna) er búið að
verja til að endurbyggja þau héröð í
Frakklandi, sem eyðilögðust 1 stríð-
inu.
-----o----
hæsta námsstyrk, sem þá var völ
á. Slíkt nám hlýtur að vera mjög
dýrt. Krónutala námsfjár yðar,
skiftir ekki máli fyrir aðra en
stofuspaka hagTræðinga.
Næst koma spurningar yðar
um það, hvemig „þornun“ yðar
sem fræðimanns hafi orðið, og
hver sé munur á hinum fyrri og
síðari bókum yðar.
Fyrst vil eg skýra það fyrir
yður, að Alþingi veitti yður ekki
nægilegt fé til þess að þér gætuð
helgað yður allan ritstörfum fyr
en þér urðuð professor í hagnýt-
um sálaríræðum. Þá fyrst er
þomun yðar fullkomnuð, eftir
grein minni að dæma ef hún er
'lesin og skilin eins og beinast
liggur við. Einmitt störf yðai’ við
landsbókasafnið þóttu dreifa um
of kröftum yðar. Þér voruð
áreiðanlega ekki kominn í em-
bættisöryggi háskólans, er þér rit-
uðuð „Lýðmentun“, „Hugur og
heimur“j „Vit og strit“. Allar þær
bækur las eg mér til gagnsemd-
ar og ánægju. Jeg gat þess að
þér hefðuð ritað skemtilega með-
an þér voruð ungur, og miklar
vonir hefðu verið við yður tengd-
ar. En þegar þér urðuð prófessor,
virtist mér yður fara líkt og safa-
mikilli blómjurt, sem slitin er
upp með rótum, úr fagurri fjalls-
hlíð, þurkuð í grasapressu, og síð-
an sett undir gler í gyltri um-
gerð, á náttúrugripasafni. Litur
og lögun helst óbreytt, en frjó-
magnið ei- þrotið.
Mér virtist að þér hafið þomað
eða elst, er þér hættuð að di’eifa
starfskröftum yðai’. Og það átti
dæmið að sýna. Það er sárgræti-
legt, að sami maður skuli hafa
ritað hinar fyi-ri bækur yðai’, og
síðai' sendi út til þjóðarinnar
„Stjórnarbót", „Mentamálanefnd-
arálit“ og' „Mannfræði“.
Þá viljið þér, að eg fari að rífa
„Stjórnarbót“ yðai' sundur í smá-
tætlur, taka 20 línur samhengis-
laust á víð og dreif um bókina
(„héðan og þaðan“) og deila á
þessar sundurlausu línur. Það er
mjög fjarri skapi mínu að verða
við þessari bón yðar. Þessi að-
ferð, að tæta sundur rit, með því
að slíta setningar úr samhengi,
er svo ódrengileg og um leið svo
auðveld að furðu sætir, að þér
skuluð með henni mæla. En eg get
ósköp vel sagt yður, hvað mér
þykii' að „Stjómarbót“, og hvers-
vegna mér þykir hún „stofulærð“
og sneydd allri þekkingu á þjóð- 1
arlund vorri.
Eg verð víst að byrja á því að |
skýia orðið „stofulærður". Jeg |
skal fyrst viðurkenna, að mér lík- f
ar orðið illa, „stofuspakur“ væri J
betra, og má af því mynda „stofu- |
speki“ um visku stofuspekinga.
En stofulærðan eða spakan mund-
um við Ljósvetningar hér heima
„í fásinninu“ kalla þann grasa-
fræðing, sem sæti í borgarstofu
sinni, ritaði heilar bækur um
grösin af bókviti sínu og brjóst-
viti, en hefði aldrei séð gróna
jörð; þann fiskifræðing, sem
aldrei hefði á sjó komið, þann bú-
fræðing, er aldrei hefði í sveit
dvalið, og þann stjómfræðing, er
af bókviti sínu og brjóstviti, ritar
bók um stjómfræði, sem ætlar að
kenna öllum þjóðum jarðarinnar
rétta stjómarháttu og hefir þó
aldrei á þing komið eða nokkra
eldraun stjómmálanna.
Þekkingarleysið á mannlífí og
þjóðarlund lýsir sér í öllu stjóm-
arkerfinu, sem þér stingið upp á,
öllum þessum mælingum, skýrsl-
um og skriffinsku, sem þér viljið
heimta af hverju heimili landsins
og heimsins. Allar línur bókar-
innar miða því að vöm og sókn
fyrir þetta kerfi, og við það sann-
ast orð mín. Og allar þessar til-
lögur eru umfram alt stofulærðar.
Það má líka dæma Stjómarbót
eftir þeim reglum, sem þér sjálf-
ir bendið til í bókinni, og er það
drengilegra en aðferðin, sem þér
nefnið í Lögréttu, og „mæla"
áhrif hennar, útgáfufjölda henn-
ar og hveraig útgáfumar seljast.
Vil eg þá beina til yðar nokkrum
spumingum:
Hve margii’ þingmálafundir
hafa stungið upp á því, að land-
inu væri stjómað eftir tillögum
] yðar að meira eða minna leyti?
IHve margar blaðagreinar hafa
mælt með því að tillögur yðar
væru framkvæmdar? Hve mörg
frumvörp hafa verið borin fraxn
á þinginu, sem bygð era á „Stjóm-
arbót“. Eg býst við að þér látið
mæla þetta alt, og útkomutölum-
ar verði ekki háar, og að það bæti
ekki aðaleinkunn bókarinnar, að
salan hefir gengið svo treglega,
að útgefandinn hefir neyðst til
þess að setja verð hennar úr 4
kr. í 1 krónu. Það skal tekið fram,
að það, sem sagt er hér um
„Stjómarbót“, á ekki við síðasta
kaflann „Um friðslit". Sá kafli
kemur ekki við kerfinu að fram-
an eða íslenskum staðháttum, og
skal ekld um hann dæmt hér.
Þá víkið þér að Mannfræðinni
hans Maretts Tvent segið þér í
vörninni, sem mér fellur illa að
jafn hálærður heimspekingur
skuli sagt hafa. Þér þykist ekki
þurfa að verja bók, sem þér þýð-
ið; og þér teljið henni það til
gildis, að hún sé úr frægu ensku
safni. Eg vil leggja áherslu á það,
að prófessorar háskóla vors mega
alls ekki gefa sig í þá vinnu-
mensku, að þeir beri ekki fulla
ábyrgð verka sinna. Eg hefi hing-
að til gengið að því vísu, að eng-
inn leyfði sér að þýða bækur, sem
hann væri ekki sannfærður um að
væru góðar. Slíkt má engan
henda, og síst mann í yðar stöðu.
Þess vegna tel eg yður til mink-
unar sem heimspekingi og sem
huguðum manni að þér neitið því,
að yður beri skylda til að verja
efni bókar, sem þér þýdduð.
Þá tel eg það mjög slæmt, að
það virðist svo sem þér teljið það
sönnun fyrir gæðum bókarinnar,
að hún er „úr frægu ensku safni“.
Þetta köllum við norður hér, að
trúa á óskeikulleikan. Engin trú
hefir heft meir andlegar framfarir
en þessi, að menn skapa sér alls-
konar páfa og biblíur, sem á er
trúað, að aldrei skeiki. Vegna
þessarar trúar hafa frjálshyggj-
endur verið brendir umvörpum.
Mér finst að öllum mönnum sé
hy/ggilegast að hafa sína eigin
skynsemi fyrir grundvöll sann-
færingar sinnar í hvívetna.
Þér segið, að dómum manna um
„Mannfræðina", þeirra, er við yð-
ur hafa talað, skifti mjög í tvö
hom;’ hafi sumir lofað, en aðrir
lastað. Eg er því miður hræddur
um, að sumir af vinum yðar hafi
verið alt of kurteisir. Eg hefi a.
m. k. engan heyrt lofa þá bók, en
marga lasta. Nýlega sat eg að
borði með 20 mönnum, sem vom
úr mörgum sveitum saman komn-
ir. Talið barst að bréfi yðar í Log-
réttu. Enginn þessara tuttugu
manna hafði heyrt Mannfræðinni
lagt lofsyrði. Þessu næst farið
þér að verja þýðinguna og biðjið
mig að færa rök fyrir því, sem
eg hefi um hana sagt, biðjið mig
að sýna, hvort yður hafi hepnast
eða mishepnast að ná hugsun og
stflblæ höfundarins á íslensku.
Þessi setning yðar í Lögréttu
sannar að þér kunnið ekki að
þýða bækur. Á dönsku, ensku og
þýsku er orðið, sem táknar þýð-
ingu bóka, myndað þannig, að
það táknar að „yfirsetja" eða
flytja bókina frá einu tungumáli