Tíminn - 15.12.1928, Blaðsíða 3
TlMINN
221
gróðabragða, voru Magnúsi
Kristjánssyni ákaflega mótstæði-
legir. Sjálfur lagði hann fyrir
ráðsmann sinn, er fór með versl-
un hans, eftir að hann hvarf
hingað suður, að hækka ekki verð
á fyrirliggjandi vörum verslunar-
innar í blóra við hækkandi verð
á heimsmarkaðinum. Mun sú ráð-
stöfun hafa verið fátíð ef ekki
dæmalaus á þeim árum.
I stríðslokin var breytt til
um starfshætti Landsverslunar.
Samverkamenn Magnúsar Krist-
jánssonar í forstjórninni, þeir
Ágúst Flygenring og Hallgrímur
Kristinsson, létu þá af starfinu,
en Magnús veitti versluninni einn
forstöðu úr því og þangað til hún
var lögð niður. Undii- forstjóm
Magnúsai- þróaðist fyrirtækið frá
því að verða neyðarráðstöfun til
bjargráða á stríðstímum, til þess
að verða ríkisfyrirtæki, sem hafði
það tvöfalda verkefni, að hnekkja
yfirgangi steinolíuhringanna hér
á landi og að afla ríkissjóði
tekna.
Upp af þessari stai’fsreynslu
ásamt misjöfnum kynnum af
verslunarstétt landsins, óx Magn-
úsi Kristjánssyni ákveðin þjóð-
málaskoðun. Hann leit svo á, að
ríkið ætti, með löggjöf og beinum
afskiftum, að spoma gegn því, ;
að inn í verslunarstétt landsins
þyrptust óhæfir menn, stéttinni
sjálfri og þjóðinni allri til tjóns
og álitshnekkis. Þessu takmarki
hugsaði haim sér að ná á þann
hátt, að herða mjög á skilyrðum
fyrir verslunarleyfi, sérstaklega
um verslunarþekkingu og reynslu
í stai-fi og jafnframt gjald. í
öðru lagi leit hann svo á, að ríkið
ætti að eiga og reka arðvænleg og
þjóðholl atvinnufyrirtæki, sem
skiluðu í ríkissjóð verulegum
hluta af nauðsynlegum tekjum
hans. Hann gat ekki fallist á þær
þjóðmálakenningar fyixi sam-
herja, að ríkið eigi ávalt að vera
ósjálfbjarga öreigi og bónbjarga-
stofnun þegnanna, hvar sem því
verði við komið. Hann mun ekki
hafa verið þjóðnýtingarmaður í
þess orðs venjulegu níerkingu,
heldur var Landsverslun í þjóð-
máiakerfi hans einn liður í
skattamálum vel til þess fallinn,
að létta hina ægilegu tollabyrði,
sem hvílir á þjóðinni. Honum
þótti það ill ráðsmenska og ó-
hyggileg á þjóðarbúinu, að iáta
allan hinn gífmlega verslunaiarð,
er þjóðin geldm, renna í vasa sí-
f jölgandi og að nokkru lítt hæfr-
ar verslunarstéttar og íþyngja
þjóðinni síðan þar á ofan með ó-
hæfilegum tollabyrðum. Hannhélt
því fram, að ríkið ætti að vera
meira sjálfbjarga með eigin at-
vinnurekstri og að nokkur hluti
verslunararðsins ætti að renna í
ríkissjóð, en tollarnir að léttast
að sama skapi.
Landsverslun varð ástfóstur
Magnúsar Kristj ánssonar eigi
einungis vegna þess, að hún var
trúnaðai’starf hans, heldur og
vegna þess, að honum óx, í sam-
bandi við hana, ákveðin þjóð-
málaskoðun og ákveðin hugsjón.
Af sömu ástæðu urðu nú fyrri
samherjar eindregnir andstæðing-
ar hans, sem lögðu alt kapp á að
hnekkja fyrirtæki landsins, sem
hann veitti forstöðu og honum
sjálfum sem þjóðmálamanni. Stóð
þá jafnan mikill styr um Magn-
ús Kristjánsson bæði á þingi og
utan þings. Sigur andstæðinga
hans yfir Landsverslun var ekki
unninn í samkepni eða með rök-
um, heldur með ofbeldi atkvæða
á þingi. Og sigurinn yfir honum
sjálfum 1923 var ekki unninn
með heiðarlegum aðferðum, svo
ekki sé meira sagt. — Magnús
Kristjánsson hafði hlotið fulla,
verðskuldaða uppreisn sem
stjómmálamaður og jafnframt
aðstöðu, til þess að hefja merki
hugsjóna sinna að nýju. En
heilsubilun hans og dauðinn sjálf-
ur tók fram fyrir hendumar á
honum í undirbúningi þeirra
mála.
Þegar eg kyntist Magnúsi
Kristjánssyni varð mér það vel
ljóst, hverjum frábærum hæfi-
leikum hann var gæddui- til þess
að takast á hendur trúnaðarstarf
fyrir alþjóð manna. Og mér varð
það jafnframt ljóst, að ef við
ættum slíkum mönnum hvarvetna
á að skipa, myndi vera unt að
byggja upp bæði farsælt og sið-
tagað þjóðfélag. Hann varð, fyrir
mínurn sjónum, ógleýmanleg fyr-
irmynd þeirra manna, sem vinna
að alþjóðannálum. Ríkustu eðlis-
kostir hans voru: ístöðumikill
drengskapui', strangur heiðai-
leiki, karlmenska og skapfesta.
Hann vai- eigi undanlátssamur í
skaplyndi. En af því að á bak við
skapsmunina var rík réttlætis-
kend og drengileg hreinskilni, öfl-
uðu þeii- honum ekki óvinsælda,
heldur virðingar samferðamann-
anna. Hann var ósíngjam um-
bótamaður, gæddur mikilli samúð
með mönnunum og viðleitni lífs-
ins.
Magnús Kristjánsson er hnig-
inn og horfinn. Vegna hugsjóna
hans og forystuhæfileika verður
skarð hans lengi vandfylt. Hann
var maður nokkuð við aldur og
vegna heilsubrests og óhlífisam-
legrar vinnu tekinn að hrörna,
jafnvel fyrir aldur fram. Lífsfer-
ill hans var meðal þeirra glæsileg-
ustu, sem gerast í okkar landi.
Hann var vaxinn frá því að vera
umkomulaus verkamannssonur, til
þess að njóta óvenjumikils
trausts og virðingai- í einni af
æöstu trúnaðarstöðum landsins,
V egna umbótaþrár hans, hug-
sjóna og skapsmuna, var nokkur
hætta á, að hrörnunin myndi færa
honum ái'ekstra, vonbrigði og
sársauka. Su hætta er jafnan
iramundan í lífi alh’a afreks-
manna. En fram hjá henni er
stýrt, þegai' slíkir menn falla,
eins og Magnús Ki’istjánsson, í
fremstu skrefum. Þess vegna er
söknuður vina hans ekki óbland-
inn. Yfir þjóðmálastarfsemi
lVfagnúsar ILristj ánssonar ber eigi
minsta skugga. Hann var sannur
maður, dyggur og sterkur sonur
þjóðar sinnar alt til banadægurs.
Gefi guð þjóðinni marga slíka
menn!
Jónas Þorbergsson.
Osram-jólakerti
lengjur með 16 Ijósum
Falla I
E n g i n
E n g a r
alla raftengla.
e I d h æ tt a.
vaxslettur.
hirðljósmyndari hefír gert ljós-
myndina. En prentmyndin er gerð
hjá Ólafi J. Hvanndal.
Fréttir
V.
Magnús Júlíus Kristjánsson
vai' fæddur á Akureyri 18. apríl
1862. Faðii' hans var Kristján
Magnússor. verkamaður og sjó-
maður, fi'á Fagranesi 1 öxnadal í
Eyjafjai'ðarsýslu. Móðir Magnús-
ar, en kona Kristjáns, var Krist-
ín Bjarnadóttir frá Fellsseli í
Köldukinn í Þingeyjarsýslu.Magn-
ús hlaut almenna bai'naskólament-
un. En að loknu námi, lagði hann
stund á smíðar. Lauk hann beykis-
námi í Khöfn vorið 1882 og kom
heim til Akureyrar þá um sum-
arið eftir mikla sjóhrakninga á
einhverju því mesta ísasumri,
sem dunið hefir yfir landið. —
B n þrátt fyrir handiðnamámið
hneigðist hugur Magnúsar að
verslun og útgerð. Árið 1893
stofnaði hann eigin atvinnurekstur
í þeim greinuni og rak haim til
ársins 1917, að hann tókst á
hendur opinbert starf og gerðist
forstjóri Landsverslunar.
Magnús Kristjánsson starfaði
um langt skeið að opinberum
málum Akureyrarkaupstaðar og
átti mikinn þátt í vexti bæjarins.
Hann var þingmaður Akureyrai-
frá 1905 til 1908 og frá 1913 til
1923. Loks var hann landskjör-
inn þingmaður frá 1926 og til
dauðadags.
Magnús J. Kristjánsson kvænt
ist 12. nóv. 1887 og gekk að eiga
Dómhildi Jóhannesdóttur smiðs
frá Ystuvík við Eyjafjörð. Varð
þeim hjónum sjö barna auðið og
dóu fjögur þeirra í æsku. Upp
komin böm þeirra eru: Kristín,
ógift, heima hjá móður sinni á
Akureyri, Jóhanna, gift Árna
Bergssyni kaupmanni í Ólafsfirði
og Friðrik stúdent er les lög við
háskólann. Fóstursonur þeirra
hjóna er Ingólfur Ámason kaup-
maður á Siglufirði. Auk þessara
barna ólust upp á heimili þeirra
hjóna og að nokkru leyti á vegum
þeirra bróðursynir Magnúsar,
Jakob Karlsson afgreiðslumaður
og bóndi á Akureyri og Kristján
Karlsson bankastjóri í Reykjavík.
Magnús Kristjánsson var harð-
gjör maður og hið mesta karl-
menni. Síðastliðið sumai' varð
hann fyrir miklu áfalli, er hjól-
reiðarmaður skelti honum á götu.
Hlaut hann þá mikið högg á höf-
uðið; stóð þó upp, spýtti blóði,
en lét ekki á sig fá og gekk til
vinnu sinnar. En meiðslið var
meira og alvarlegra en hann
hugði, Varð liaim að fara í rúm-
ið og kom það í ljós, að hann var
kjálkabrotinn og stórmeiddur í
andliti. Lá hann lengi við miklar
þjáningar, en hlaut þó, að því er
virtist, bót á því meiðsli. Áður
hafði hann þjáðst af innvortis-
kvilla, er þarfnaðist læknisað-
gerðar. Mun legan síðastliðið
sumar, notkun kvalastillandi með-
ala, ásamt drætti þeim, sem vai’ð
á læknisaðgei-ð, hafa lamað mót-
stöðuafl hans, er hann lagðist á
skurðarborðið.
Magnús Kristjánsson gekk und-
ir uppskurð hjá einum af fræg-
ustu skurðlæknum Dana. Eftir-
farandi símskeyti frá sendiherra
islands í Kaupmannahöfn til for-
sætisráðherra Islands, dagsett 8.
des. kl. 12.19 greinir frá andláti
hans:
„Eins og áður er símað tókst
sjálfur skurðurinn á fjármálaráð-
herra ágætlega. Eftir skurðinn
kvartaði hann þó ávalt undan
þrautum, en pi'ófessor Lendorf
sagði, að ekkert væri óeðlilegt. —
Aðfaranótt föstudags fór hitinn
að aukast, jókst áfram á föstu-
dag. Hjartað ekki nógu sterkt til
þess að þola hitann og var það
dauðaorsökin. Sjálft andlátið var
mjög hægt og þjáningar litlar eða
engai' síðustu stundimar. Hann
vildi ekki að neinn, nema hjúkr-
unarfólk kæmi inn til sín eftir
skurðinn. Vai- fyrir skurðinn
mjög ákveðinn að taka skurð,
sem einu úrlausn vaxandi þján-
inga. Hann ákvað, ef svona færi,
að láta brenna sig, sem verður
gert hér í næstu viku.
Samhryggist innilega yður og
öðrum hlutaðeigendum út af tjóni
þjóðarinnar við missi þessa ó-
venjulega ágæta manns“.
Vegna fráfalls fjármálaráð-
herrans hafa forsætisráðherra
borist samúðarskeyti frá H. H.
konungi Islands, forsætisráðherra ! er gl'unntöni1 sagnanna eins og i
, - ,,, , kvœðum þorsteins. Málið þytt og
Dana og ymsum fulltruum er-
Magnúsar Kristjánssonar fjármála-
ráðherra hefir verið minst mjög lof- |
samlega og i aðalatriðum mjög rétti-
lega i öllum höfuðblöðum Dana.
Jónas Jónsson dómsmálaráðherra
kemur heim úr Englandsför sinni
með Gullfossi 18. þ. m.
Sigvaldi Kaidaións læknir og tón-
skáld hefir gert lag við kvæði það,
er porst. Gíslason gaf Laugavatns-
skóla. Blað það af Timanum, er
flutti kvæðið, barst Sigvalda í hend-
ur á 83. ársafmæli föður hans, sem
fæddur var á Laugarvatni. Ilefir Sig-
valdi tónskáld gefið skólanum lagið
til minningar um föður sinn.
Hljómsveit Reykjavíkur hélt
hljónileik síðastliðinn sunnudag und-
ir stjórn J. Velden, við mikla aðsókn
og hrifningu áheyrenda. Voru hljóm-
leikarnir endurteknir siðastl. fimtu
dag.
Varamaður Magnúsar Kristjáns-
sonar fjármálaráðherra á þingi ei
Jón Jónsson bóndi í Stóradal í Húna
vatnssýslu.
Úr Hagtíðindum. Búpeningseign
landsmanna var í fardöfum 1927 eins
og tiér segir: Sauðfé 599894, naut-
gripir 28904, liross 53082, geitfé 2903,
liæns 28593. Öllum tegundum búpen-
ings, sem taldar eru í l)únaðarskýrsl-
um, hefir fjölgað. Tala nautgripa er
hærri en hún hefir verið um langt
skeið. I'ala sauðfjár hefir ekki verið
jafnhá síðan 1918, en þá var hún
645000. Fædd börn á árinu 1927
voru 2642. Dánir voru 1282. Fæddir
umfram dána 1360. Andvana fædd-
ust 73 börn. Af lifandi börnum voru
1366 sveinar og 1276 meyjar.
Guðmundur Einarsson rafstöðva-
smiðui' frá Vík i Mýrdal, er nýlega
kominn úr för um Vestfirði, þar sem
hann hefir verið að atliuga skilyrði
til rafvirkjunar á sveitarheimilum.
Telur hann vera allgóð skilyrði til
rafvirkjunar víða og áhuga bænda
mikinn fyrir þeim umbótum. Góð
skilvrði til virkjunar telur hann
vera á Núpi í Dýrafirði, þar sem er
skóli þeirra Vestfirðinga.
Farsóttir hafa verið miklar i land-
inu undanfarið. Samkvæmt skýrslu
landlæknis hafa veikst í nóvember-
mánuði síðastl.: Af influensu 1427,
af mislingum 856, af kvefsótt 347, af
iðrakvefi 113 o. s. frv.
Æfintýri og sögur eftir H. C. And-
ersen, nýtt úrval II, hefir bókavei’sl
un Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar
gefið út i íslenskri þýðingu, með
fjölda góðra mynda.
Málleysingjar, dýraæfintýri eftir
porstein Erlingsson, eru nýkomin
út, góð bók og vel fallin til jólagjafa
handa ungum og gömlum. Sögur
þessar birtust á sínum tíma í Dýra-
verndaranum. þær eru með austur
lenskum æfintýrablæ, en þó alislensk-
ar að eíninu til. Mannúð og réttlæti
Foreldrar. Vitið þér hvað þér eigið
aö gera • ef barnið yðar fer of seint
að ganga? Kaupið Mæðrabókina eft-
ír prófessor Monrad. Kostar 4.75.
þeirri glímu er fyrirhugað ókeypis
námskeið fyrir glímumennina. —
Óskar stjóm í. S. Í. eftir því að glímu-
menn um alt land taki til æfinga nú
þegar og að háðar verði kappglímur
i hverri sýslu að vori til þess að
“] velja menn á íslandsglimuna og aft-
ur vorið 1930 áður en endanlega verði
valdir menn i þingvallaglímuna. —
Heitir stjórnin á öll iþróttafélög og
glímuvini um land alt að leggjast á
eitt um að stofna til mikillar og fag-
urrar glímu á þingvöllum 1930 svo að
vel sé haldið á heiðri þessarar fornu
íþróttar lslendinga er þúsundir er-
lendra manna verða þar áhorfendur.
Söngsveit til Khafnar. í ráði er að
50 manna söngsveit karla og kvenna
liéðan úr Rvík komi fram á söng-
móti Norðurlanda, sem haldið verður
Khöfn að vori.
Landhelgisbrot. Óðinn tók tvo
)ýska togara í landhelgi fyrir Ing-
ólfíhöfða 30. f. m. og fór með þá til
Vestmannaeyja. — þór tók enskan
togara fyrir Vestfjörðum 2. þ. in. og
fór tneð til ísafjarðar. Enn tók Óð-
inn enskan togara fyrir Austfjörðum,
6. þ. m. og fór með til Eskifjarðar.
Óðinn laskast. Óðinn tók nýlega
lýskan togara, Heinrich Niemitz frá
Wesermiinde að ólöglegum veiðum
lijá lngólfshöfða og fór með hann til
Vestmatmaeyja. Liggur skipstjóri tog-
itans undir tvöfaldri ákæru fyrir
landhelgisbrot. Er liann kærður fyrir
að hal'a einnig verið áður að ólögleg-
utn veiðuin hjá Ingólfshöfða, en slopp-
ið fvrir nokkru stðan, er Óðinn tók
?ar tvo þýska togara aðra. — Ásigl-
ing vat'ð með varðskipinu og togaran-
um. Laskaðist Óðinn talsvert ofan
þilja.
Mentamálaráðið hefir keypt nokkur
málverk og teikningar (raderingar)
eftir Gttðmund Einarsson frá Miðdal.
Ámuniisens-minning. í gær var efnt
til veglegrar hátíðar í Gamla bio hér
í Reykjavik til minningar um hinn
stórfræga landkönnuð Roald Amund-
sen. þann dag, árið 1911, dró hann
norska íánann við hún á Suðurpóln-
um.
lendra ríkja.
Utför Magnúsar fjármálaráð-
herra Kristjánssonar fór fram í
gær kl. 1 e. h. í Kaupmannahöfn
og var líkið, samkvæmt fyrir-
mælum hans, á bál borið. Sam-
tímis, eða kl. 11 f. h. í Reykjavík,
fór fram minningarathöfn í dóm-
kirkjunni. Biskup landsins, dr.
theol. Jón Helgason, steig í stól-
inn.
Myndip hér‘ að framan er sú
síðasta, er tekin var af Magnúsi
Kristjánssyni fjármálaráðherra.
ólafar Magnússon konunglegur
lipurt, en þó rammíslenskt. Munu
sögurnar eiga ríkan þátt i að varð
veita minningu þorsteins, en hann er,
eins og Ásgeir Ásgeirsson fræðslu
málastjóri segir í formálanum, „einn
af hinum fáu útvöldu, sem á að yngj
ast upp með - hverri kynslóð fyrir
kvæði sín og sögur".
þingvallaglíman 1930. í grein um
fyrirliugaða þingvallaglímu 1930, sem
birtist i nóv.-des.-hefti íþróttablaðsins
er skýrt frá fyrirætlunum í. S. í. um
undirbúning glímunnar. Ætlast
stjórn íþróttasainbandsins til að allar
sýslur og kaupstaðir á landinu sendi
1—2 glímumenn á fslandsglímuna
næsta ár, svo nokkur samanburður
fáist á glímumönnum. Að lokinni
Tervani-málið.
Mbl. segir frá því nýlega í
fréttaskyni, að þing- og héraðs-
málafundur í Norður-lsafjarðar-
sýslu hafi áfelt dómsmálaráð-
herra fyrir ráðstafanir hans í
Tervani-málinu, hinsvegar hafi
samskonar fulltrúafundur Vest-
ur-Isfirðinga ekki treyst til að
gera ályktun um málið þó fram
hafi komið tillaga dómsmálaráð-
herra í vil frá einum fundar-
manni. Ekki er Tímanum kunnugt
hvað gerðist í þessu efni á Norð-
ursýslufundinum, en hér er rangt
með farið að því er fund vestur-
sýslunnar snertir. Þingmaður
Vestur-lsfirðinga, sem staddur
var á fundinum, hefir beðið Tím-
ann að geta þess, að þar hafi
verið samþykt tillaga með at-
kvæðum tveim þriðju fundar-
manna, á þá leið, að fundurinn
teldi aðgerðir dómsmálaráðherra,
eins og á stóð, réttmætar. Voru á
þeim fundi gerðar ýmsar mark-
verðar samþyktir og mun síðar
birtur útdráttur úr fundargerð-
inni. Sá þing- og héraðsmálafund-
ur, sem nú var haldinn, með full-
trúum úr öllum hreppum Vestur-
Isafjarðarsýslu, var hinn þrítug-
asti í röðinni, og er þar um merki-
leg fundarhöld að ræða, sem önn-
ur kjördæmi ættu upp að taka.