Tíminn - 19.01.1929, Blaðsíða 4
16
TÍMINN
Hjalti Björnsson
selja
Telefunken
Útvarpstæki
Van Houtens
Suðusúkkulaði
er annálað um allan heim fyrir gæði.
Besta suðusúkkulaði tegundin sem til landsins flyst
Allar vandlátar húsmæður nota það eingöngu^
í heildsölu hjá
Tóbaksverslun Islands h.f.
Einkasalar á Islandi.
Mnnið hin skýru orð ^estnr-íslendingsins Ásmnndar Jóhannssonar á síðasta aðalfundi Eimskipafélagsins:
„Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd i síðasta sinn“.
Kveðjið þér ekki yðar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með
Vátryggið alt, á sjó og landi, hjá Sjóvátryggingarfélagi Islands
FÁLKA-
KAFFlBÆTIItlNN
hefir á rúmu & 11 áuzrnlð
sér avo almenna hylli, aO
salan á honum «r orðin l/«
hluti af allri kaífibœUasölu
þessa lands.
Iíaupfélagsstjórar, mxmHO
pantanir yöar gegnum Sam-
bandiOI
Úr
í miklu úrvali.
gegn póstkröfu.
Jón Sigmundsson, gullsmiöur
Simi 883 — Laugaveg 8.
Þeir sem óska
árangura kaupa
„Neutrofon“ eða „Sapa“
6 lampa útvarpstœki
Tvímœlalaust fullkomnustu tækin.
Jón Alexandersson
raffr.
Þóragötu 26. Sími 1926.
GERPOLVBR
með þessu merkí tryggir yður
fyrsta floklcs vöru.
Kaupið aðeins það besta.
HX Efnagerð Reykjavfknr.
Fareyskir fiskibátar
af upprunalegu, færeysku gerð-
inni með hinum þekta, sænska,
bátamótor “Solow, eru þeir ákjós-
anlegustu til fiskiveiða við Islands-
strendur.
Snúið yður til
Carl Johan Bech.
Thorshavn Færöerne
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson
Laugaveg 44. Sími 2219.
Prentsmiðjan Acta.
ekki von um að geta breytt. En
Volstead-lögunum er hægt að
breyta með einföldum meirihluta
í sambandsþinginu. Lögum hixma
einstöku fylkja er einnig hægt
að breyta á sama hátt og gera
þar með stjómarskrárgreinina
áhrifalitla, Að þessu róa bann-
féndumir, og atkvæðastyrk sinn
hafa þeir, eins og áður er sagt,
langmestan meðal inflytjenda frá
suðurhluta Evrópu og öðrum á-
fengissýktum þjóðum,
Kosningamar 1928.
Bannmálið hefir aldrei orðið
eins ofarlega á dagskrá og eins
alment við forsetakosningar, eins
og það varð við kosningamar 6.
nóvember síðastliðinn.
Þegar líður að forsetakjöri,
halda stjómmálaflokkamir flokks
fundi til þess að taka ákvörðun
um forsetaefnin, og gefa þá um
leið út yfirlýsingar um stefnur
sínar í helstu málunum, sem á
dagskrá eru og ágreiningi valda
milli flokkanna, svo að kjósend-
um sé ljósara, um hvað barist er.
Samveldismenn héldu útnefn-
ingarfund sinn 13. júní í vor. Var
Herbert Hoover útnefndur for-
setaefni flokksins og yfirlýsing
samþykt um bannmálið svolát-
andi:
„Þjóðin hefir á stjómskipuleg-
an hátt sett grundvallarlagaá-
kvæðið um bannið. Flokkurinn
skuldbindur sig og forsetaefni
sitt til að hlýða þessu stjómar-
skrárákvæði og framfylgja því“.
Herbert Hoover tók á móti út-
nefningunni og flutti við það
tækifæri, svo sem venja er, nokk-
urskohar stefnuskrárræðu, þar
sem hann meðal annars lýsti yfir
fylgi sínu við bannmálið og
framkvæmd þess.
Ekkert af þessu kom mönnum
á óvart. Fylgi Hoovers innan
flokksins var fyrirfram vitað,
fylgi flokksins, eða meiri hluta
hans, við bannið, sömuleiðis, og
fylgi Hoovers við bannstefnuna
marg-yfirlýst.
öðm máli var að gegna um
það, sem gerðist innan herbúða
sérveldismanna. Það kom flatt
upp á marga, bæði innan flokks-
ins og utan.
Þeir héldu útnefningarfund
sinn 26.—28. júní suður í Texas.
Kosningafylgi þeirra hefir um
rnarga tugi ára verið eindregnast
í Suðurríkjunum. Forsetaefni
þeirra var ekki fyrirfram eins
sjálfgefið eins og Hoover var
hinum megin. Það varð úr, að
Alfred E. Smith var útnefndur.
Hann hefir, svo sem áður er sagt,
alllengi verið ríkisstjóri í New-
York, jafnan komið fram sem
mjög ákveðinn andbanningur, en
er mjög mikilhæfur maður. Það
eitt var þegar undrunarefni, að
hann var útnefndur. Afstaða
hans til bannsins var öllum vit-
anleg, og hitt líka, að einmitt í
Suðurríkjunum, þar sem sérveld-
ismenn eiga sitt öruggasta fylgi,
á bannmálið einnig mjög ákveð-
ið fylgi.
En útnefningarfundurínn gerði
tiiraun til að eyða þessu ósam-
ræmi, og bætti nýju undrunar-
efni við hið fyrra. Einn hinn á-
kveðnasti andbanningur í flokkn-
um flutti yfirlýsingu um bannið
og fundurinn samþykti hana.
Hún var þannig:
„Demókrata-flokkurinn skuld-
bindur sig og frambjóðendur sína
til að gera ítrustu tilraunir til
þess að framfylgja stjómarskrár-
ákvæðinu um bannið og öllum
þeim lögum, sem á því byggjast“.
Menn höfðu ekki búist við
þessari yfirlýsingu úr þeirri átt,
því að allir vissu, að andbanning-
ar áttu stnn meginstyrk meðal
leiðandi manna demókrataflokks-
ins. En tilgangurinn er auðsær.
Flokkurinn áleit ekki hentugt
fyrír sig að gera bannmálið að
ágreiningsefni við kosningamar.
I svarræðu sinni, þar sem hann
varð við útnefningunni, lýsti A1
fred Smith stjómmálastefnu
sinni í samræmi við stefnu flokks
síns — nema í bannmálinu. Þar
kom hann greinilega í bága við
þá yfirlýsingu, sem flokkurinn
hafði nú samþykt. Hann hafði
sýnilega enga trú á þeirri leið,
sem flokksmenn hans höfðu kos-
ið, að sigla undir fölsku flaggi.
Lýsti hann afdráttarlaust yfir
því, að yrði hann kosinn forseti,
myndi hann vinna að endurskoð-
un bannlöggjafarinnai' með það
fyrír augum að draga úr henni
og meðal annars að fá hinum
einstöku ríkjum víðtækara vald í
hendui', svo sem um það, hvað
teljast skyldi áfengi. Síðar í kosn-
ingabaráttunni hneigðist hann
helst að því að lögleiða héraða-
samþyktir í stað bannsins.
Þegar, aðstaða Smiths varð
kunn, vai- þegar auðsætt, að
bannmálið hlaut að verða eitt
aðalmálið í kosningabaráttunni.
Smith hefir vafalaust svo til ætl-
ast, og það varð líka. Hann hefir
einnig án efa gert það 1 þeim
tilgangi að vinna með þvl fylgi
fyrir sig og flokk sinn. En sú
von brást tilfinnanlega.
Kosningabaráttan varð afar-
hörð. Eftir að bannmálið var orð-
ið eitt helsta málið, sem um var
kosið, tóku stjórnmálaflokkamir
allmikið að sundrast. Ákveðnir
andbanningar úr flokki samveld-
ismanna gerðust fylgismenn
Smiths, en margir banminir úr
sérveldismannaflokki gengu í lið
með Hoover. Kvað svo mikið að
því, að hann fékk meirihluta at-
kvæða í 6 af Suðurríkjunum, en
Smith náði aðeins meirihlutanum
í hinum sex. Auk þess vann
Smith 2 af Nýja-Englandsríkjun-
um, Massachusetta og Rhode Is-
land, sem áður hafa verið sam-
veldismanna megin í stjómmál-
um. Er það vafalaust bannmáls-
ins vegna, enda eru innflytjendur
þai- mjög fjölmennir. Vai’ð heild-
ar-niðurstaðan sú, að Smith hafði
m.eiri hluta atkvæða í 8 ríkjum
og fær atkvæði þeirra 87 kjör-
manna, sem þau eiga ráð á, en
Hoover fær 444 kjörmannaat-
kvæði úr hinum 40 ríkjunum. Er
það hið mesta fylgi, sem nokkurt
forsétaefni hefir fengið í Banda-
ríkjunum, en fylgi Smiths hið
minsta fylgi, sem nokkurt for-
setaefni demokrata hefir fengið.
Baiminu jókst mjög styrkur á
öllum sviðum. Bannmönnum
fjölgaði um 6 í öldungadeild sam-
bandsþingsins, svo að þeir eru
þar nú 78, en andbanningar 18.
I fulltrúadeild sambandsþingsins
fjölgaði bannmönnum um 11 a.
m. k. Em nú 80% þeirrar deild-
ar bannmenn. I fylkisþingunum
óx sömuleiðis atkvæðamagn bann-
manna, og sumstaðar stórlega, og
meðal ríkisstjóranna eru nú að-
eins 5 af 48 taldir „votir“. Og of-
an á alt þetta bættist, að Smith
féll, en Hoover verður forseti.
Framtíðarhorfur.
Alt af öðru hvoru eru and-
banningar að dreifa út um heim-
inn fregnum um ósigra bann-
stefnunnar í Bandaríkj unum, um
þverrandi gengi bannsins og
væntanlegt afnám þess. Þeir,
sem lítt hafa kynt sér afstöðu
málsins, leggja oft trúnað á þess-
ar sögur, en hinir, sem reynt
hafa að gera sér grein fyrir sögu
þess og horfum, vita að slíkar
fregnir eru tilhæfulausar. Allar
kosningar til sambandsþingsins,
sem fram hafa farið, síðan bann-
ið var lögleitt, hafa gengið bann-
mönnum í vil, þannig að þeir hafa
jafnan haft meira atkvæðamagn í
þinginu eftir kosningarnar heldur
en á undan þeim. Sama er að
segja um kosningar til fylkis-
þinganna yfirleitt. Kosningamar
6. nóv. í haust hafa þó skorið ein-
dregnast úr. Bannið stendur nú
miklu fastari fótum en nokkru
sinni fyr.
Bandaríkjamenn eru flestum
öðrum hagsýnni. Þeir eru „busi-
ness“-menn, sem hafa glögt auga
fyrir þvi, hvað þá skaðar eða
batai’ á sviði framleiðslu og við-
skifta. Nú hafa þeir komist að
raun um, að bannið hefir haft
stórfeld áhrif í þá átt að auka
og bæta framleiðsluna. Þeir hafa
séð, að áfengisnautn er ósamrým-
arleg vandasömum störfum við
iðnað, flutningatæki o. s. frv. og
varðai' ölvun verkamanna víða at-
vinnumissi, jafnvel þótt stjóm
slíkra fyrii'tækja sé skipuð and-
banningum. En meðal helstu iðju-
hölda og annara, sem með slík
rnál fara, er sú skoðun ávalt meira
og meira að ryðja sér til rúms,
að bannið sé þjóðinni lífsnauðsyn;
það sé skylda, sem þjóðfélagið
hefir við sjálft sig að fyrirbyggja
það, að menn geti náð í áfengi.
Með því einu móti geti Banda-
ríkin borið ægishjálm yfir þeim
'þjóðum, sem áfengis nejrta, 1
iðnaði og annari framleiðslu, en
að öðrum kosti eigi þau á hættu
að dragast aftur úr. Ýmsir þekt-
ustu menn þeirra, svo sem Edison,
Ford, Hoover forseti o. fl. eru
fylgjendur bannsins á þessum
gmndvelli, og þetta eru rök, sem
hver Ameríkumaður skilur. Þess-
vegna eykst banninu stöðugt
fylgi meðal allra þeirra, sem bera
fyrir brjósti fjárhagslegar frám-
farir og velmegun þjóðarinnar.