Tíminn - 09.02.1929, Side 3
TlMINN
29
Fréttir.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri verð-
ur fimtugur árið 1930. Er nú í ráði að
gamlir nemendur skólans, hvaðanæva
að af landinu komi saman á Akur-
>eyri um mánaðamótin maí—júní það
ár og haldi hátiðlegt afmæli skólans
þar og á Möðruvöllum. Á morgun kl.
2 eftir hádegi verður haldinn i Bár-
unni fundur gamaila nemenda skól-
ans, til þess að ræða um fyrsta undir-
búning hátíðarinnar. Til fundarins
boða fimm blaðamenn hér í bænum,
allir gamlir nemendur skólans. Máls-
hefjandi verður Sigurður Guðmunds-
son skólameistari. Er þess vænst, að
allir gamlir nemendur skólans, sem
búsettir eru í Reykjavík eða staddir
í borginni sæki fundinn.
„Lausar skrúfur" nefnist gaman-
leikur, sem félagið Reykjavíkurann
áll er nú tekið að sýna. Er efnið tek-
ið að mestu úr stjórnmálunum og all-
víða komið við. Eigi mun leikur þessi
standast að fullu samanburð við suma ;
þá leiki, sem félagið hefir sýnt á und-
anförnum árum. þó er margt í hon-
um meinfyndið og hlægilegt. Fyrsta '
sýning var á fimtudagskvöld. Voru ;
nokkur mistök á leiknum að því er
virtist fyrir skort á æfingu og leik
endaskifta, er orðið höfðu vegna veik-
inda síðustu dagana. Friðfinnur Guð-
jónsson lék þar af hreinni snild. Einn-
ig iéku þeir mjög vel Haraldur Sig-
urðsson og Tryggvi Magnússon. Einn
galli er á leiknum og hann er sá, að
seilst er til Vestur-íslendinga með
lítilsvirðandi skopi. Við hér heima
getum þolað skopið, af þvi að það er
sagt upp i opið gcðið á okkur. Hitt
er óviðeigandi "og vottur um brest á
kurteisi og bróðurþeli að skopast að
frændum okkar vestan hafs, á bak.
Barnaskólamálið á Akureyri. Skóla-
nefndin hefir felt úrskurð sinn út af
kærum á hendur skólastjóranum. Var
liann á þá leið, að meiri hluti nefnd-
arinnar,, þau Jón Sveinsson bæjar-
stjóri, Jón Steingrímsson og Elísabet
Eiríksdóttir töldu að áminning myndi
nægja, en minni hlutinn Brynleifur
Tobíasson og Böðvar Bjarkan töldu
það ófuilnægjandi og vildu segja
skólastjóranum upp stöðunni frá lok-
um þessa skólaárs. Málinu verður
siðan visað tii úrskurðar fræðslu-
inálastjóra og kenslumálaráðuneytis-
ins.
Sendimenn íslendinga vestan liafs
liurfu lieim á leið með Goðafossi síð-
ast. Fengu þeir góð erindislok. Er í
ráði að þeir fái Landsspítalann og ef
til vill fleiri byggingar til ibúðar
meðan þeir dvelja hér í bænum, sem
gert er ráð fyrir að verði 5—6 daga.
Verður það ,ólíku skemtilegra fyrir
þá heldur en að dreifast um bæinn
og búa í misjöfnum húsakynnum við
óhægari aðstöðu um samgöngur og
skemtanir, enda þótt efalaust megi
telja að Reykjavíkurbúar taki þ eim
opnum örmum. Gert er ráð fyrir að
eigi færri en 400 manns komi að
vestan og ef til vill alt að 800. — Að
loknum hátíðahöldunum er gert ráð
fyrir að hver sæki til átthaga sinna í
stutta kynnisför. Má telja víst að ís-
lendingar heima veiti- þeim góðan
forbeina um alt, er þeir geta veitt, en
vestanmönnum er sæmd í að þiggja.
Meðal annars ætti að meiga vænta að
við sjáum okkur Jært að veita þeim
ókeypis farkost hafna á milli meðan
þeir dvelja hér við land. Heyrt hefir
Tíminn að vestanmenn ætli að launa
gistinguna í Landsspítalanum með
stórgjöf í innanstokksmunum til spí-
talans.
„Dularíull ljósbrig81“. í alt haust og
það sem af er vetri hafa sögur borist
hvaðanæfa að um margvísleg Ijósfyrir
bæri í lofti, er menn hafa þóst sjá. Var
lengi ætlun sjónarvotta, að um flug-
vél væri að ræða og voru uppi marg-
vislegar getgátur um uppruna hennar
og erindi. Nú virðast menn horfnir frá
þessari skýringu og hallast sumir að j
því, að liér sé um að ræða skeytasend *
ingar frá öðrum stjörnum! þó er dr.
I-Ielgi Péturss ekki borinn fyrir þeirri
skýringu. Hversu sem til kann að
hátta um þessi fyrirbæri er örðugt að
neita þeim með öllu, gegn eindregnum
og ákveðnum framburði fjölda sjónar-
votta víða um land. *
Listaverk ríkisins. Núverandi stjórn
hefir tekið upp þann sið, að dreifa
listaverkum landsins, flestum, sem
keypt hafa verið milli skóla og hjá
fulltrúum landsins erlendis, svo sem
hér segir: Hjá Sveini Björnssyni
sendiherra mynd af Esjunni eins og
hún sést úr Reykjavík. Hjá Jóni
Sveinbjörnssyni konungsritara á
skrifstofu hans í konungshöllinni
mynd frá þverá á Síðu. í Háskólan
um konumynd og brjóstmynd af St.
G. Stephanssyni skáldi. í Mentaskól-
anum tvö málverk úr Hornafirði og
eitt úr Vestmannaeyjum. í Kennara-
skólanum mynd af Hallormsstað, úr
Vestmannaeyjum og Reykjavík. í
ungmennaskólanum í Reykjavik
mynd af Herðubreið og úr Homa-
firði. í Stýrimannaskólanum mynd
af seglbát í hafróti. í Laugarvatns-
skólanum mynd af Heklu frá Ásólfs-
stöðum. Á Hvanneyri mynd af Heklu.
Á Hvítárbakka mynd úr Hornafirði.
í húsmæðraskólunum á Staðarfelli
og Blönduósi málverk úr Hornafirði.
Á Núpi málverk úr Hornafirði. Á
*Hólum mynd af Heklu. í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri mynd «af Baulu,
séð úr Norðurárdal. Á Laugum, í hér
aðsskólanum og húsmæðradeildinni,
mynd af þingvöllum og' úr Horna-
firði. Á Eiðum mynd frá þingvöllum.
Með þessum sið tekst að venja hinn
upprennandi æskulýð við að meta
gildi listaverka. Má telja sennilegt
að þar sem Mentamálaráðið hefir
væntanlega úr töluverðu fé að spila
árlega, þá verði þessum sið haldið
áfram. Gefst þjóðinni þá tækifæri til
að kynnast list málara og mynd-
höggvara.
----O---
Frá óíiöDdiim.
— Undanfama daga hefir verið
frost og fannkoma um Norðurálfu
mestalla. Á norðanverðri Ítalíu komst
frostið upp í 15 stig, á Bretlandseyj-
um upp í 27 stig. í þýskalandi tept-
ust samgöngur vegna fanna.
— Innanlandsstyrjöld heldur áfram
í Afganistan. Síðustu fregnir herma,-
að Amanullah konungur sé kominn
til valda á ný.
— Verslunarmálaráðuneytið í Was-
hington hefir reiknað út, að þjóðar-
auður Bandaríkjanna hafi sjöfaldast
á síðustu 50 árum. íbúatalan hefir
tvöfaldast. Bankainneignir einstakra
manna voru taldar 320 miljarðar
dollara i árslok 1927. Kemur þá 3000
dollara bankainnieign til jafnaðar á
hvert mannsbam i landinu. Haldi
auðsöfnunin svona áfram, líður ekki
langur tími þangað til Bandaríkja-
þjóðin getur lifað á rentunum af
innieignum sínum!
— Uppreisn varð í spánska hern-
um fyrir nokkrum dögum síðan. Náðu
uppreisnarmenn á vald sitt smábæ
einum rétt sunnan við Madrid. þó sáu
þeir fljótt sitt óvænna og gáfust upp
orustulaust. Hefir foringjum þeirra
verið stefnt fyrir herrétt. Á Spáni er
stjórnarfar svipað og á Ítalíu og mað-
ur sá er Rivera heitir einvaldur á
sama hátt og Mussolini.
— Bretakonungur hefir verið mjög
veikur, svo að tvísýnt þótti um líf
hans, en er nú á batavegi.
— Stórráð Hjálpræðishersins hefir
■vikið Booth yfirhershöfðingja frá
völdum sökum ellihrumleika. Booth
neitaði að taka tillit til þess og skaut
máli sínu til dómstólanna.
— Fulltrúar páfastólsins og stjóm-
arinnar í Ítalíu hafa alllengi fengist
við tilraunir til þess að jafna deiluna
á milli páfastólsins og stjórnarinnar
út af því, að Ítalía innlimaði kirkju-
ríkið árið 1870. Bráðabirgðasamning-
ur hefir verið undirskrifaður nýlega
mn grundvöll opinberra samningatil-
rauna, sem byrja seinna. Aðalatriði
samningsins er, að stjórnin í Ítalíu
viðurkennir fullveldi páfans yfir
sjálfstæðu páfaríki, sem raunar verð-
ur ekkert stórveldi, því að það nær
aðeins yfir páfahöllina, Péturskirkj-
una og dálítið landssvæði i nágrenn-
inu, þar á meðal brautarstöðina San
Piedro. Að öðru leyti viðurlcennir páf-
inn yfirráð Ítalíu yfir hinu forna
kirkjuríki. Fær hann skaðabætur fyr-
ir innlimun þess, en ágreiningur er
um upphæðina. ítalia býður einn mil-
Markmið íslenskra sveitabænda
er að auka framleiðslu búsafurða
sinna. Norðanlands o g sunnan
rísa upp mjólkurstöðvar með ný-
tísku fyrirkomulagi. Þangað, og
til kaupstaðanna, streymir mjólk-
in úr sveitunum. Afurðunum ej
þar komið í peninga. Framleiðslan
vex, og vonandi um leið velgengni
sveitanna.
En bændur verða að hafa gát á
sér í þessu máli. Sendið ekki of
mikla nýmjólk frá heimilunum'
Heimilisfólkið — böm og fuiJ-
orðnir — þarf að hafa nýmeti, og
þau dýrmætustu hollustuefni, sem
nýmjólkin hefir að geyma. I
sveitum hefir fólk annai's að
mestu leyti gamlan mat. Nýr
fiskur er þar fáséður, og haro-
fisk eru landsmenn------illu heilli
— að miklu leyti hættir að eta,
þótt harðmetið sé einkar holl
fæða. Nýtt kjöt mun sjaldan á
borðum, nema- stuttan tíma á
haustin. Jurtafæðu er lítið um,
nema jarðepli, sem vafalaust eru
ómetanleg fyrir matarhæfi lands-
manna.
Heilbrigði í sveitum er mjög
undiT því komin, að heimilisfólkið
- hafi nýmjólk og smjör. Á það
mun víða mikið skorta, því bænd-
ur kaupa drjúgum smjörlíki, en
selja smjörið. Gott smjörlíki er
að vísu hreinleg vara, og rétt-
mætt að nota það með öðru við-
biti, en aldrei kemur það í stað
smjörs, nema síðar kunni að tak-
ast að bæta það ýmsum hollustu-
efnum, er nýmjólkin hefir að
geyma. Og í undanrenninguna
vantar líka dýrmæt efni úr ný-
mjólkinni.
Bændur mega ekki freistast til
að selja svo mikið af nýmjólk og
mjólkurafurðum, að ekki sé nóg
til lieimilisþarfa. Þeir fá að vísu
meiri tekjur í svipinn. En heim-
ilisfólkið verður óhraustara, og
hefir minna viðnám gegn sjúk-
dómum.
Nýlega kom hingað 7 ára gam-
all drengur af sveitarheimili a
Vestfjörðum. Hann var spurður
um hve margt væri í fjósi heima
hjá honum. Kýrnar voru tvær. Og
þær heita? Búbót og Lífgjöf,
ansaði drengurinn! — I þessu
nafni er fólginn djúpur sannleik-
ur. Nýmjólkin er lífgjöf sveit-
anna. G. Cl.
-----o----
arafrelsi alment viðurkent, kosn-
ingarréttur og þingstjóm sett í
löndunum, aðall og klerkar svift-
ir valdi. Og með stjórnarbylting--
unni frönsku tekur mjög að hagg-
ast um valdastóla konunga og
keisara. Má telja að sú röskmi á-
gerðist æ því meir, sem leið á
öldina og með styrjöldinni
miklu taka þau veldi mjög að
gnötra, enda hrynja þá í rústir
keisaradæmi álfunnar eitt af
öðru.
Eg hygg að þér munuð geta
orðið mér sammála um það, að
þar sem baráttan fyrir almennum
réttindum, þegnfrelsi og þjóð-
frelsi einkendi öldina sem leið, þá
horfi til þess að úrlausnir þrætu-
mála um atvinnuskipulag og
skiftingu efnislegra verðmæta
milli manna muni verða höfuðvið-
fangsefni tuttugustu aldar. Þegar
borgarastéttin hófst til forgöngu
í þjóðlöndunum dagaði af öld auð-
hyggj unnar, stóríðjunnarmenning-
arinnar og atvinnustyrjalda, þar
sem á aðra hönd standa auðherr-
ar og iðnaðarkóngar með fjárráð
og atvinnuráð þjóðanna í hendi
sér, en hinsvegar sífjölgandi ör-
eigalýður, sem nú slcipar sér til
harðspúinnar sóknar gegn auð-
valdsskipulagi og einstaklingsum-
ráðum yfir atvinnutækjunum.
Þessi borgarastyrjöld geysar nú
um heim allan. Og við íslendingar
förum ekki varhluta af þeirri bar-
áttu. Togaraverkfallið vottar það
sterklegar en nokkur rök.
Þér virðist ekki koma auga á
samhengið í viðleitni mannanna
til nýrra skipulagshátta, frá frels-
isbaráttu þeirra, sem gagntók
þjóðimar á öldinni sem leið og til
atvinnustyrjaldanna, sem nú
reyna svo mjög á máttarviði ríkj-
andi þjóðskipulags. Þér virðist
ekki skilja að baráttan um at-
vinnuskipulag og auðskiftingu er
sama eðlis og frelsisbaráttan en
aðeins háð á öðrum vettvangi.
Þér teljið að „Ihalds“-heiti flokks
yðar sé rangnefni, af því að eigi
hafi verið samskonar grundvöll-
ur undir flokkaskipun hér á landi
eins og í öðrum löndum álfunnar á
síðastliðinni öld. En þér komið
ekki auga á það, að ástæður á
landi hér eru nú gerbreyttai’ frá
því sem áður var; að við höfum
með stórútgerðinni og vexti bæj-
anna hlotið atvinnudeilur og
skipulagar fylkingar öreigalýðs,
sem berjast til valda á . sviði at-
vinnumálanna við sjóinn. Með
þessum breyttu ástæðum er nýr
grundvöllur lagður hér á landi
undir flokkaskipun samskonar og
nú ríkir um heim allan, þar sem
háð er barátta um yfirdrotnun
á sviði atvinnumálanna.
Þér virðist telja að „íhalds“-
stefna geti ekki verið runnin af
öðrum nótum en baráttu um þegn-
frelsi og mannréttindi. Slík ein-
sýni er ótrúleg í fari yðar. En
hún sýnir, að þér hafið, stöðu
yðar vegna, hlotið meiri kunnleik
á annálum 19. aldar en lífinu, sem
geysar utan við veggi Landsbóka-
safnsins. Eða munduð þér sjá yð-
ur fært, að neita því að Jón Þor-
láksson, Ólafur Thors og aðrir
þeirra líkar muni hafa svipaða
hvöt, til þess að „halda í“ aðstöðu
sína og ríkjandi skipulag í versl-
un og togaraútgerð eins og aðals-
menn 19. aldar höfðu, til þess að
halda í sín sérréttindi?
Niðurstöður mínar af þessum
hugleiðingum verða þá, sem hér
segir:
1. Baráttan fyrir stjómfrelsi og
mannréttindum einkendi öldina
sem leið. Undirokaðar stéttir
hrundu af sér okinu og kollvörp-
uðu stjómskipulagi þeirrar aldar.
2. Með stjómfrelsinu hófst öld
stóriðjunnar og fjárdrotnunar á
atvinnusviðinu. Þar með reis ný
barátta þar sem verkalýðurinn
sækir fram gegn burgeisum og
fjárdrotnum og leitast við að
kollvarpa ríkjandi skipulagi í
rekstri stórfyrirtækja.
3. Flokkaskipun nútímans er
um heim allan reist á gmndvelli
þessarar baráttu. Fyrir því lifum
við á öld stéttabaráttunnar.
4. Með atvinnubyltingunni við
sjóinn barst okkur Islendingum í
fang samskonar viðfangsefni og
öðrum þjóðum. Við fengum bar-
áttu milli stéttar atvinnurekenda
á aðra hönd, og verkalýðs á hina.
5. Kjama íhaldsflokksins ís-
lenska skipa þeir rnenn, er vilja
fyrir hvem mun halda í ríkjandi
atvinnuskipulag og aðstöðu sína
til þess að drottna í atvinnumál-
unum við sjóinn.
6. Flokkaskipunin er á hverjum
tíma reist á baráttu um skipu-
lag, en ekki um dægurmál. Nú
á tímum er barist um skipulag i
atvinnu og verslun. íhaldsflokk-
urinn berst hnúum og hnefum til
varnar og til þess að halda í ríkj-
andi skipulag eins og allir Ihalds-
flokkar allra landa hafa ávalt
gert.
Þessvegna er hann sannnefndur
Ihaldsflokkur.
Eg mun í þessari grein láta
ósvarað öllu því í grein yðar, sem
ekki snertir umræðuefni okkai’.
Verður því svarað annarsstaðar
í blaðinu og undir öðru fonni. Eg
tel yður muni vera vorkunnar-
laust, að halda yður við málefni
það, sem þessi orðaskifti okkar
eru risin af: staðhæfingu yðar
fyrir „rangnefni“ flokks yðar. Og
eg tel að rök þau, sem þér hafið
enn fært, sem haldlaus með ölJu.
Liggur þá næst fyrir að hnekkja
framangreindum rökum mínum.
Vænti eg að næsta svar yðar beri
vott um dýpri og stillilegri íhug-
un heldur en hið síðasta.
Jónas Þorbergsson.
Framsóknarfélag
Reykjavíkur
heldur fund þriðjudaginn 12. þ. m.
kl. 8V* e. m. í Sambandshúsinu.
Rædd verða landbúr.aðarmál.
Málshefjandi:
Bjarni Ásgeirsson, alþm.
Stjórnin
jarð líra, en páfinn heimtar 4 mil-
arða. Stjórnin í Ítalíu hefir lofað að
styðja að því, að páfaríkið verði tek-
ið upp í þjóðabandalagið. þótt fram-
annefndur samningur sé aðeins til
bráðabirgða þykir líklegt, að endan-
legt samkomulag náist á þessum
grundvelli.
----O----
Hrakfarir Ihaldsins
Hér í Borgarnesi var haldinn
þingmálafundur í gœr af* þingmanni
kjördæmisins Bjarna Ásgeirssyni. —
Stóð fundurinn í rúma 10 kl.tíma og
urðu snarpar umræður öðruhvoru.
Margir bændur voru mættir úr sveit-
unum og mun hafa verið hátt á ann-
að hundrað manns á fundinum þeg-
ar flest var.
þetta eru helstu ályktanir sem
samþ. voru:
1. „í tilefni af frumvarpi því sem
fyrir liggur um stofnun landbúnað-
arbanka, lýsir fundurinn eindreginni
ánægju sinni yfir stefnu stjórnarinn-
ar í landbúnaðarmálum og skorar á
Alþingi að samþ. stofnun bankans á
sem líkustum grundvelli og frum-
varpið fer framá“. — Samþ. með 81
gegn 40 atkv.
2. „Fundurinn mælir eindregið með
að kosningarréttur í sveita- og bæja-
málefnum verði færður niður í 21
árs aldur, og skorar á Alþingi að
færa hið fyrsta allan almennan
kosningarrétt niður í það aldurstak-
mark og einnig að afnema réttindá-
missi manna, þótt þeir verði að
þiggja sveitarstyrk vegna ómegðar
eða heilsubrests". — Samþ. méð 80:1
atkvæði.
3. „Fundurinn skorar á Alþingi að
festa hinn ísl. gjaldeyri sem næst
hinu núverandi gildi". — Samþ. með
80:4 atkv.
4. „Fundurinn lítur svo á, að flóa-
bátaferðir milli Rvíkur og Borgar-
ness eigi að heyra undir strandferðir
ríkisins og skorar á Alþingi að lát-i
hyggja til þeirra hentugt skip, er
fari tíðar ferðir“. — Samþ. með 85
samhlj. atkv.
5. „Fundurinn skorar á Alþingi að
leita á næsta sumri þjóðaratkvæðis
um flutning Alþingis á þingvöll“. —
Samþ. með 101 samhlj. atkv.
6. „Fundurinn slcorar á Alþingi að
sjá um að reist verði hið fyrsta víð-
varpsstöð eða stöðvar, er hafi þann
styrk og langdragi að allar sveitir
landsins geti haft þeirra not með ó-
dýrum viðtækjum. Óskar fundurinn
þess, að stöð eða stöðvar þessar verði
reknar af ríkinu“. —- Samþ. í e. hlj.
7. „Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir röggsamlegum afskiftum þings
og stjórnar í áfengismálunum". —
Samþ. í e. hlj.
8. „Fundurinn skorar á Alþingi að
taka tjl rækilegrar xannsóknar skil
yrði fyrir. auknum iðnaði í sam-
bandi við framleiðslu atvinnuvega
landsins". — Samþ. i e. hlj.
9. „Um leið og fundurinn treystir
núverandi stjórn til þess að halda á-
fram röggsamlegu eftirliti með stofn-
unum og starfsmönnum ríkisins, lýs-
ir hann ánægju sinni yfir hinun:
föstu tökum, sem dómsmálaráðherra
hefir tekið á „Tervani“-máli, sjóð-
þurðarmálum, tollgæslumálum og
svokölluðu Hnífsdalsmáli". — Samþ.
með 56:31 atkv.
Tillögur voru samþyktar viðvíkj-
andi bilaakstri og ósk um byggingu
á nýju strandferðaskipi.
Fundurinn fór ágætlega fram, þótt
stundum yrðu heitar umræður. —
Hér í Nesinu hefir að undanförnu
verið aðalhreiður íhaldsins í sýsl-
unni og mönnum hefir virst að í-
haldið uppi í héraðinu fengi aðallega
héðan sina pólitísku menningu. Eu
sem betur fer sjást nú hér sem víða
annarsstaðar greinileg hrörnunar-
merki þess eins og sjá má í sam-
þyktum fundarins í gær.
Borgarnesi, 31. jan. 1929.