Tíminn - 23.02.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1929, Blaðsíða 3
TlMINN 45 samboðin, enda eiga þar mest á hættu. Mun Tíminn igera sér far um að fylgjast með ræðutíma flokkanna og birta hlutfallsniður- stöður af þeim athugunum í blað- inu jafnhraðan. ----o--- Þjóðmálavelsæmi Ihaldsmanna I síðasta blaði Tímans voru, að gefnu tilefni, birt tildrög og dómur í sakamáli Jóh. Jóhannessonar fyrverandi bæjarfógeta, þar sem hann er dæmdur skilorðsbundnum dómi til refsingar og málskostn- aðargreiðslu fyrir að hafa, að því er virðist með ráðnum huga, dreg- ið sér vexti af fé búa, er hann sem skiftaráðandi hafði undir höndum. Hefir þessi vaxtataka numið stórum upphæðum, svo skift hefir þúsundum króna af ein- stökum búum og um 8000 krónum af búi, þar sem mest var, en sam- tals um 60 þús. kr. Dómi undirréttar hefir verið skotið til hæstaréttar. Skal hér engu spáð um fullnaðai'úrslit máls- ins fyrir dómstólum. En jafnframt er þessurn dómi, eins og öllum öðr- um dómurn, skotið undir annan dómstól: — réttarmeðvitund þjóð- arinnar. I fornum menningarríkjum, þar sem kröfur um siðgæði í opinberri starfrækslu hafa, fyrir uppeldi reynslunnar, náð miklum þroska, sætir hvert misferli, þeirra manna, sem sitja. í virðulegum trúnaðar- stöðum, hinum harðasta áfellis- dómi almenningsálitsins. Sérhvert siðferðisbrot,er að fullu dæmt fyr- ir æðsta dómstóli hverrar þjóðar, réttarmeðvitund almennings, sem mótar hegningarlög og siðferðis- kröfur, — áður en dómsúrslit, bygð á bókstaf laganna, eru feng- in. Máli Jóh. Jóh. hefir, auk þess að vera dæmt í undirrétti, verið skot- ið undir almenningsdóm. Varla þarf að efa, að almenningur lítur svo á, að erfingjar og aðrir þeir, sem að lögum eru eigendur búaf jár eigi og vexti af því fé, ef það er á annað borð ávaxtað, enda þótt aðstöðu og einurð hafi brostið, til þess að ganga að fullu eftir rétti sínum í því efni. Og enn síður er ástæða til að efa, að sæta muni hinum þyngsta dómi almennings- álitsins sú aðferð, að tæma spari- sjóðsbækur búa, til þess að leggja féð inn á eigin reikning, og hirða síðan vexti fjárins. Tæplega myndi nokkur þing- maður í Bretlandi eða öðrum ná- grannalöndum okkar hafa séð sér fært að mæta á löggjafarþingi þjóðarinnar, ef hann hefði ratað í þessháttar misferli og sætt slík- um ákærum. Dómur almenm-ar réttarmeðvitundar hefði orðið hon- um ofurefli. Hann myndi hafa sent forseta þingsins tilkynningu um það, að hann mætti ekki á þingi. Og hann myndi hafa dregið sig hljóðlátlega til baka til einkalífs síns og ekki freistað þess, að of- reyna samúð almennings og vel- sæmiskend, eða vilja eiga það á hættu að flokkur hans gengi, hans vegna, með „flekkaðan skjöld“. Jóh. Jóh. hefir gerst svo djarf- ur að rísa gegn almenningsálitinu og taka sæti sitt á þingbekk þrátt fyrir áðurnefnda ákæru. Verður reyndar ekki annað sagt með sanni, en að hann hafi sýnt virð- ingu þingsins litla nærgætni. En þó er flokkur hans stórum víta- verðari. Foringjar flokksins hafa án efa verið sér þess meðvitandi, að mjög væri ábótavant opinberu eftirliti. Fyrir því hefir í starf- rækslu þessa embættis, eins og víðar, skort aðhald og leiðréttingu, til þess að stýrt yrði hjá slíku vandræði. En hvað gera svo for- ingjarnir, sem að nokkru leyti bera ábyrgð á því, sem orðið er? Þeir leggja það til við flokk sinn. að Jóh. Jóh. skuli haldið fram til æðsta virðingarsætis í þinginu. Andstöðuflokkar íhaldsins munu að líkindum látá við svo búið sitja. Eigi að síður ber nauðsyn til að vekja athygli á þeim at- burði, sem hér er að gerast á Al- þingi og sem mun vei’a einstæður í sögu þingsins. íhaldsflokkurinn ber hér alla ábyrgð og verður að fá -fult svigrúm, til þess að velja eða háfna, hrökkva eða stöklcva í svo augljósu siðferðismáli Al- ' þingis. En þingseta Jóh. Jóh. og framkoma flokks hans í þessu máli verður spurning til þjóðar- innar í nútíð og framtíð um það, hversu langt megi ganga í því að misbjóða virðingu þingsins og vel- sæmismeðvitund þjóðarinnar. — Og þjóðin mun væntanlega svara. ----o---- AtvinnustyrjiSldin f fyrrakvöld lagði sáttasemjari ríkisins tillögur sínar til sam- komulags í togaradeilunni að nýju fyrir báða aðila. Tillögurnar' voru þær sömu og áður, nema að sanmingar skyldu gilda í eitt ár í stað tveggja. — Úrslitin urðu þau, að útgerðarmenn höfnuðu til- lögunum, með 28 atkv. gegn 1. Og sjómenn höfnuðu þeim með 324 gegn 200 atkv. Þykir nú sýnt, að starf sátta- semjarans verði gagnslaust erfiði og að nú horfi jafnvel enn þung- legar en nokkru sinni fyrr um að samkomulag náist. Má því vænta að þessi langstórvirkustu útgerðartæki landsmanna liggi arðlaus í höfn um óákveðinn tíma, til stórtjóns fyrir eigenduma og fyrir lánsstofnanir landsins, og að sjómenn gangi iðjulausir uns neyðin rekur þá til að lúta að hverju, sem að höndum ber. Þyk- ir mjög haldið til ofurkapps frá báðum hliðum og litlar líkur til, að mesta vandamál þjóðarinnar fái viðunanleg úrslit í meðförum þeirra, er fyrir samningum standa. Víða um land hefir, í herbúðum íhaldsmanna, gosið upp orðrómur um það, að djarftefli fhaldsmanna í þessu máli sé stefnt gegn nú- verandi stjóm og flokks hennai’. Sé þess vænst í fyrsta lagi, að stöðvun flotans muni valda fjár- þröng í ríkissjóði. í öðru lagi telja íhaldsmenn sér trú um að Jónas Jónsson ráðherra eigi þátt í þessum málum og stefni að þjóðnýtingu togaranna. Muni slík afstaða hans valda misklíð í flokknum og leiða til sundrungar. Mætti af slíku ráða að íhaldsmenn vilji flest til vinna, að koma nú- verandi stjórn á kné og ekki minna, en sá nafntogaði einstak- lingur, sem vildi vinna það til, að annað augað yrði stungið úr sér í þei'rri von, að bæði yrðu stungin úr andstæðingnum. En ef gera má ráð fyrir því, að þessi ímynd- un útgerðarmanna valdi einhverju um ofurkapp þeirra, þá má telja þá jafnilla farna og alkunnar um- ferðarkonur, sem fara með ósann- ar sögur uns þær láta sjálfar blekkjast til að trúa þeim. Forystumenn verkamanna halda að sínu leyti fram þjóðnýtingu jafnt og þétt. Þeir telja sem rétt er, að útgerðarmenn séu ekki fær- ir urn að reka eða bera ábyrgð á þessum atvinnuvegi eins og nú háttar til. En í stað þess að bjóða betur og segja: „Nú tökum við reksturinn í okkar hendur, stofn- um útgerðarfélög á samvinnu- grundvelli, berum ábyrgð og áhættu og tökum jafnframt all- an hagnað“, þá halda þeir áfram þrotlausu rifrildi og kröfum um, að þar sem útgerðarmenn þrýtur um að mæta kröfum almennra hagsmuna og tryggingar í út- gerðannálum, þá taki ríkissjóður við. Eftir því sem framast verð- ur unt að skilja afstöðu foringj- anna, þá vilja þeir komast sem mest hjá áhættunni en sitja uppi með allan hagnaðinn. Báðir þessir aðilar munu mega vera þess vissir, að engum einasta manni innan Framsóknarflokksins kemur til hugar, að fallast á þjóð- nýtingu togaranna á þeim grund- velli að ríkissjóður beri áhætt- una. — Auðtryggni Ihalds- manna og vonir um pólitískan ófarnað Framsóknar í sambandi við þetta mál, mun blekkja þá hörmulega. Og þeir munu vakna við þá staðreynd, að þ>eir hafi beð- ið óbætanlegt tjón án þess að Framsókn hafi sakað. Og jafn- framt munu verkamenn á sinn hátt því aðeins hljóta samúð sam- vinnumanna og Framsóknarfl., að þeir leiti félagslega úrræða til sjálfsbjargar, og gerist við því búnir að bera ábyrgð á lífi sínu og athöfnum í stað þess að halda uppi æsingum einum og kröfum. I síðasta blaði var birt tillaga Guðmundar bónda á Lundum í Mýrarsýslu, þar sem hann legg- ,ur til, að bönkunum, sem starfa, ýmist með fé ríkissjóðs eða á ábyrgð hans, sé bannað, „að lána fé til sjávarútgerðar annarai’ en þeirrar, sem rekin sé á samvinnu- grundvelli, því þai’ og hvergi ann- arsstaðar virðist lausn kaupdeil- unnar vera fólgin. • Vitanlega hefir ríkissjóður, sem ber ábyrgð á lánum til útgerðar- innar, fylstu ástæðu, til þess að tryggja sig gegn skakkaföllum í framtíðinni af völdum þeirra öfga, sem hér eru að verki. Er og eiii- sætt að Alþingi ber að hlutast til um það, að hagur útgerðarinnar og rekstursniðurstöður á liðnum árum verði rannsakað til hlítar, svo séð verði í fyrsta lagi, hversu til háttar um ábyrgð ríkissjóðs og áhættu af þessum atvinnu- rekstri og að í öðru lagi verði fundinn raunverulegur grundvöll- ur undir samkomulagi þeirra að~ ila, sem nú beita öfgum og ofstopa í stað. þess að leita sannleikans í þessu mikla vandamáli. -----o---- Frá Alþingi Á mánudaginn var fyrsti fundur Sameinuðu þingi. Aldursforsetinn Björn Kristjánsson stýrði fyrst fundi, mintist látinna þingmanna, en þeir voru: Magnús Iíristjánsson fjármála- ráðherra, Guttormur hreppstj. .Vig- fússon í Geitagerði, séra Páll Ólafs- son í Vatnsfirði, Tryggvi Bjamason bóndi í Kothvammi og dr. Valtýr Guðmundsson. Heiðruðu þingmenn minningu þessara látnu manna með því að standa upp. Varamaður Magnúsar Kristjánsson- ar fjármálaráðherra er Jón bóndi Jónsson í Stóradal. Var kjörbréf hans tekið gilt. Síðan var gengið til kosninga og voru kjörnir: Forseti Sþ. Magn. Torfason með 18 utkv. Jóh. Jóh. hlaut 15, Ásg. Ásgeirs- son 1 og 6 seðlar voru auðir. Vara- forseti Ásg. Ásg. með 17 atkv., Magn. Guðmundsson fékk 14, þorl. Jónsson 1 og 8 seðlar voru auðir. Skrifarar kosnir Ingólfur Bjarnarson og Jón A. Jónsson. í kjörbréfanefnd voru kosn ir: Sv. Óla|sson, Gunn. Sig., Héðinn Valdemarsson, Magn. Guðm. og Sig. Eggerz. — í lok fundarins flutti Magnús Torfason eftirfarandi rœðu: „Kærir þingbræður. því verður vart mótmælt, að veg- ur og virðing hins háa Alþingis lief- ir ekki farið vaxandi á síðari árum, þrátt fyrir það að mörgum og góðurn málefnum hefir verið snúið til vegar og allur þingheimur lagt fram meiri vinnu og vinnubrögðin snögt um snarpari en áður hefir tíðkast. — Veldur þar mest um offors það í kappræðum, er þingtíðindin víslega eiga að bera vitni um, og aldrei ver- ið meira en á síðasta þingi. — Má hér að vísu virðast til nokkurrar vor- kunnar, að jafnan mæðir meira á umbótastjórn en íhaldsstjórn og þá ji eigi síst á þeirri miklu breytingaöld, Isem nú gengur yfir. — En þá kröf.u verður að gera, að skilmingum verði Amerísk dráttarvél mjög útbreidd í ýmsum löndum, sérstaklega vegna þess að hún er létt í meðförum og sparneytin og sérlega hagkvæm til fljölbreyttra starfa t. d. allskonar jarðvinslu með plógum og herfum til að draga sláttuvélar, heyflutn- ingavagna og margt fleira. Vélin er talsvert ódýrari er þær dráttar- vélar sem hér hafa verið notaðar, og hefir þegar verið pöntuð á stór- búum í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar gefur- aðalumboðs- maður hér á landi. F. Ólafsson Asturstræti 14. Reykjavík Sími 2248 það í hóf stilt, að gætt -verði allra leiklaga, og þær eigi þreyttar framar en til listar megi virða. — Nú, er nálgast minningarhátíð þeirrar helg- ustu stofnunar vor íslendinga, gerisc enn ríkari sú skyldan, að halda henni sem mest til vegs og virðingar í hvívetna, og veit eg, að mínir kæru þingmenn muni vilja víkjast þar vel undir, enda hver og einn af vaxa og vel hafast". í Ed. var Guðm. Ólafsson kosinn forseti með 8 atkv. Halldór Steinsson hlaut 6. Varaforsetar voru ’ kosnir Jón Baldvinsson 1. og Ingvar Pálma- son 2. Skrifarar Einar Árnason og Jónas Kristjánsson. í Nd. var forseti kjörinn Ben. Sveinsson með 13 atkv., Héðinn fékk o, M. Guðm. 1 og 9 seðlar voru auðir. Varaforsetar voru kosnir þorleifur Jónsson 1. og Jörundur Brynjólfsson 2. Skrifarar Halldór Stefánsson og Magnús Jónsson. Stuttir fundir hafa orðið fyrstu daga þingsins, í báðum deildum, þar sem lögð hafa verið fram ýms stjóm- arfrumvörp. Hefir þeim öllum verið vísað nálega umræðulaust til annar- ar umr. og nefnda. þingnefndir eru sem hér segir: í EFRl DEILD; Fjárhagsnefnd: Ingvar Pálmason, Jón Jónsson, Jón Baldvinsson, Björn Kristjánsson og Jón þorláksson. FjárveUinganefnd: Einar Arnason, Páll Hermannsson, Erlingur Friðjóns- son, Jóh. Jóhannesson, Ingibjörg H. Bjarnason. Samgöngumálanefnd: Páll Her- mannsson, Einar Árnason, Halldór Steinsson. Landbúnaðarnefnd: Jón Jónsson, Jón Baldvinsson, Jónas Kristjánsson. Sjávarútvegsnefnd: Ingvar Pálma- son, Erlingur Friðjónsson, Halldór Steinsson. Mentamálanefnd: Erlingur Frið- jónsson, Jón Jónsson, Jón þorláksson Allsherjarnefnd: Jón Baldvinsson, Ingvar Pálmason, Jóh. Jóhannesson. í NEÐRI DEILD: Fjárhagsnefnd: llalldór Stefáns- son, Ásgeir Ásgeirsson, Hannes Jóns- son, Héðinn Valdimarsson, Ólafur Thors, Sig. Eggerz, Jón A. Jónsson. Fjárveitinganefnd: þorleifur Jóns- son, Ingólfur Bjarnarson, Bjarni Ás- geirsson, Haraldur Guðmundsson, Pét- ur Ottesen, Jón Sigurðsson, Jón Ól- afsson Samgöngumálanefnd: Hannes Jóns- son, Gunnar Sigurðsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Hákon Kristófersson, Jón A. Jónsson. Landbúnaðarnefnd: Jör. Brynjólfs- son, Bernharð Stefánsson, Lárus Helgason, Jón Sigurðsson, Eihar Jóns- son. Sjávarútvegsnefnd: Sveinn Ólafsson, Magnús Torfason, Sigurjón Á. Ólafs- son, Jóhann. Jósefsson, Ólafur Thors. Mentamálaneínd: Ásgeir Ásgeirsson, OTrúlofunarhringar Sent út um land gegn póstkröfu. Jón Sigmundsson, gullsmiður Sími 383. — Laugaveg 8. Bernh. Síefánsson, Sveinn Ólafsson, Magnús Jónsson, Jón Ólafsson. Allshcrjamefnd: Magnús Torfason, Gunnar Sigurðsson, Héðinn Valde- marsson, Magnús Guðmundsson, Há- kon Kristófersson. Frekari frásagnir bíða næsta blaðs vegna þrengsla. -----o---- Fréttir. Kirkjumálanefnd hefir kirkju- og dómsmálaráðherra nýlega skipað. I nefndinni eiga sæti prestarnir þor steinn Briem á Akranesi, Jón Guðna- son á Prestsbakka og Sveinbjörn Högnason á Breiðabólstað og tveir leikmenh, Jónas þorbergsson ritstjón og Runólfur Bjömsson á Kornsá. Síldareinkasalan. Forstjórar Síldar- einkasölunnar voru nýlega staddir hér í bænum. Situr Ingvar Pálmason á þingi, eins og kunnugt er. þeir Ein- ar Olgeirsson” og Pétur Á. Ólafsson tóku sér far til útlanda með Lýru síðast. Hafa forstjói’amir gefið bráða birgðaryfirlit um niðurstöðu eiríka- sölunnar. Samkv. þvi hafa síldareig- endur fengið greiddar 24 kr. fyrir hverju tunnu síldar og er auk þess von á einhverri uppbót. Mun útkoman verða ólíkt betri en verið hefir undir „forsjón" hinnar frjálsu samkcpni. Er þó hér um byrjun að í’æða, sem efalaust stendur til bóta. Eldur uppi. Samkvæmt fregnum úr Norðurlandi sjást þar merki- þess að eldur muni vera uppi í vestarx- verðum Vatnajökli. Skólahátíð norðanlands 1930. Sam- kvæmt fundarboði 5 blaðamanna hér í bænum, sem allir eru nemendur Akureyi-ai’skóla sóttu fundinn í Bár- unni fyrra sunnudag um 70 gamlir nemendur skólans. Kosnir voru i nefnd hér syði’a, til undirbxrnings há- tíðinni, áðurnefndir blaðamenn, Ás- geir Sigurðsson, aðalræðismaður, for- maður og Pétur Zóphóníasson. Gert er ráð fyrir að nyi-ðra starfi og 7 xnanna nefnd og verði Sigui’ður Guð mundsson oddamaður nefncianna beggja. Haraldur Bjömsson er jiýlega kom- inn hingað til bæjaiins norðaii frá Akureyri, eftir að hafa haldið þar uppi leiksýningum í vetur við góðan orðstýi’. Hai-aldur er nú ráðinn hjá Leikfélagi Reykjavikur til vors og er þegar tekinn að æfa af kappi. Fyi’sti leikurinn verður. „Sá sterkasti". ----o---- Karlakór ReyKjavikur hefir sungið 'nokkrum sinnum undanfarið við sérlega góða að- sókn og einróma aðdáun áheyr- enda. Það má nú segja, að engin sérstök nýlunda sé, þó áð söng- flokkur láti til sín heyra hér í höfuðstaðnum. En þeim, sem hlýtt hafa á þennan flokk, nú og áður, getur ekki dulist það, að þessi söngur var í ýmsu tilliti stór- merkur viðburður. Flokkurinn er ungur og mun ekki hafa farið varhluta af-þeim erfiðleikum, sem þessháttar fé- lagsskapur á venjulega við* að stríða, sérstaklega á byrjunar- skeiði. Hann er stofnaður árið 1926 ef hr. Sigurði Þórðarsyni, sem verið hefir stjórnandi frá byrjun, og er enn. Það er erfitt þrautseigjuverk að þjálfa og móta stóran söngflokk. En einmitt það, hvernig hr. S. Þ. hefir tekist að móta þennan flokk og sveigja hann inn á þá braut, sem hami nú er á, sýnir að maðurinn hlýtur að hafa sérstæða hæfileika sem stjórnandi, jafnframt þvi, sem efnismeðferð ber vott um næma fegurðartilfinningu og glöggan skilning á ýmsu því, sem máli skiftir, en farið hefir framhjá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.