Tíminn - 16.03.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1929, Blaðsíða 2
60 TlMINN Tempo di marcia risoluto. Hér skal boöaö, æskan unga. (Þorsteinn Gíslason.) Sigv. S. Kaldalóns. ■ - H H : ■ 4—r - =í=: i— 1 m m r Í ' d M J- á # l #• # -<&- í— -ií?- — F—i i J - m m m Hér skal boð - að, æsk - an ung - a, æit-jörðþinn - i frá: 1 i Í 1 Lögð er skyld-an I I i #---9 -#------#•- £ * 5 0 • -r u þarf - a, þung i 1 i ' iT a I JL þín - ar herð - ar I —d- á: 1»—JL -9—9- áL jL -#—#- í ; 7 ? f f r r i. i r i 1 1 1 1 Reis - a býl - in, rækt - a lönd - in, J--J—r-J----J---J----J- é í=t=t _________■—- , k—/' iii-— riY. e espvessivo —--------- ryðja’ um urð - ir braut. Sért - u vilj - ug, svo munhönd-in sigr-a, sigr-a hverj-a þraut. h á á * ■* : t t,; 7 * -J, J J *- ±rA J"jJ -P=T-,<S’- 4- í= Dánardægur Helga Jakobsdóttir húsfreyja frá Hæli 1 Flókadal. Hún andaðist að heimili sínu 6. okt. síðastl. af bamsfararsótt eft- ir fæðingu andvana barns. Hún var fædd að Varmalæk 15. mars 1886. Foreldrar hennar voru Jak- ob Jónsson frá Deildartungu og kona hans Herdís Sigurðardóttir frá Efstabæ í Skorradal, mestu ágætishjón. Um þau er skráð í októberblaði Óðins 1919 og vísast hér til þess. Helga var elst bama þeirra Varmaiækjarhjóna. Hlaut hún gott uppeldi enda var námgefin, söngelsk og tápmikil til verka. — Hún giítist vorið. 1911 Guðmundi Bjai-nasyni frá Hæh og hélt jafn- an uppi bústjórn með rausn og prýöi. — Prátt íyrir mikið staií íann hun .stundii- tii skemtana. itiga unglingar í nágrenni henn- ar margar kærar minningai- um gleöistundir í návist þeirra Hælis- hjóna, er húsfreyjan lék á hljóð- færi og bæði hjónin léku sér eins og börn með æskunni. — Stórt og vandað íbúðarhús var nýreist á Hæh. Hugðu vinir þeirra hjóna gott th að hinni veg- Jyndu húsfreyju veittist bætt að- staöa th þess að njóta og láta aöra njóta húsmóðurkostanna. En til þess kom ekki, því hún andað- ist áður en húsið var tekið til notkunar. Helga sáluga var jarðsungin 1 Reylcholti að viðstöddu mildu íjölmenni. Helga Jónsdóttir liúsfreyja á Ásólfsstöðum andað- ist að heimili sínu 13. jan. síðastl. Hún var fædd að Stórólfshvoli árið 1848. Eomin af merkisíólki í báöai' ættir, dóttir séra Jóns Ei- rikssonar er lengi og síöast vai’ prestur að Stóra Núpi og konu iians Guðrúnar Pálsdóttur prests að Asum í Skaítártungu. Helga óist upp hjá foreldrum sínum á Stóróiíshvoli og' síðar á Stóra- Núpi til 22 ára aldurs, að hún fluttist að Ásólfsstöðum í Þjórs- árdal og giftist 1870 Steíáni Höskuldssyni, ágætismanni. Misti hún hann eítir 12 ára sambúð írá þremur börnum. Telja knnnugir að hún hafi aldrei beðið þess liarms íuiiar bætui'. En hún lét eigi bugast en stóð ein fyrir búi sínu með rausn og dugnaði. Var iiún jaínan góð heim að sækja og mörgum manni hðsinnandi. Eftir 4 ár giftist hún aí'tur Stefáni Ei- ríkssyni frá Arhrauni á Skeið- um, atorkumanni og búhöld góð- um, er nú lifir konu sína heima á Asóifsstöðum í hárri elh. Með seinni manni sínum eign- aðist Helga 2 böm en 3 með hin- um fyrri eins og fyrr var greint. Tvö böm sín misti hún uppkom- in. Jón er prestur var að Lund- arbrekku í Bárðardal af fyrra hjónabandi, en af seinna hjóna- bandi Stefaníu er var gift Bjarna Jónssyni . framkvæmdarstjóra frá Galtafelh. Helga húsfreyja var á Ásólfs- stöðum um 58 ára skeið og var jaínan talin piýði heimihs síns og sveitar, enda góðsöm, hjálpfús og hvers manns hugljúfi. ----o---- \ þjóðlöy íslendinga. Helstu tónvís- indarit þýskal. birti nýlega skýrslu eítir Jón Leifs um þjóðlagasöí'nun lians á íslandi 1925 og 1926, ásamtþar uð lútandi rannsóknum. þjóðlög þau, sem Jón Leiis safnaði siðastliðið haust norðanlands og vestan þykja einnig sérlega mérkileg. Hefir einn þýskur tónfræðingur talið, að lög þessi væru „sannarlega frá 10. öld“. Jón Leifs hef- ir verið beðinn að rita um íslensku þjóðlögin í liábðarit, sem þjóðverjar ætla að gefa út að ári vegna þúsund ára afmælis Alþingis. Búnaðarsambönd. þ. 16. des. s. 1. voru haldnir fundir á Blönduósi, er iiöfðu til meðferðar að koma á fót búnaðarsambartdi fyrir sýsluna. Ný kenslubók Kenslubók í sænsku »eftir Pétur G. Guðmundsson og Gunnar Leijström. Reykjavík 1928. það rná til atburða teljast, að út er komin í fyrsta sinn íslensk kenslubók í sænsku. Hefir slíka bók iengi vantað og tiifinnaniega, og er útkoma hennar því meira fagnaðar- efni. Sviar eru fjölmennust þjóð Norðurlanda og öndvegisþjóð þeirru á ýmsa lund. Getum vér margt nyt- samt af þeim lært, á verklegum sviðum og fræðilegum, og því fremur, sem meira er málsamband. Bókment- ir þeirra eru fjölskrúðugar, glæsileg- ar og auðugar ágætra verka. Sænsk tunga er þróttug og hljómmikil og hlýtur að láta mun betur í íslenskum eyrum en danska, sem hér er lærð mest, lesin og töluð, erlendra mála. ]iað hygg eg og mála sannast, að sœnska muni reynast íslendingum auðnumdari en danska, með jafnri aðstöðu, og að ýmsu geðfeldari. Orða- val og setningaskipun er líkara ís- lensku í sænsku en dönsku, og hljóð og hreimur víða líkara, þótt um það velti að vísu á ýmsu. Virðist mér fiest rök hníga að því, að sænsku beri að kenna helst frændmála vorra í íslenskum skólum, og fremur en dönsku. — Undanfarið hefir sænsku- nám verið miklum örðugleikum bundið meðal vor, sakir þess, að kenslubók var engin né sænskt orða- safn með íslenskum þýðingum. Nú er bætt úr hvorutveggja, með bók þeirri, er hér getur. Ætti það nú ekki að tíðkast lengur, að íslendingar lesi verk sœnskra snillinga í danskri þýðingu. Enda verður slíkt naumast talið skammlaust né skaðlaust. Höfundar bókarinnar eru Islend- ingur, sem lagt hefir sig fram um nám sænskrar tungu, og sænskur mentamaður, sem dvalið hefir hér- lendis og numið íslensku. Hún hefst á stuttum inngangi um sænska. tungu. þá kemui' hljóðfræði og síðan beygingafræði. Taka þær yfir fullar j 60 bls., og virðist mér þar alt skýrt fram sett og skipulega. þá koma leskaflarnir. Fyrst stuttar greinar á léttu liversdagsmáli, og fylgja hverri grein orðaskýringar. þá koma sögur og ljóð eftir ýms höfuðskáld Svía. Loks kemur orðásafn á 65 bls. Er þuð vitanlega miðað við orðaforða leskaflanna og Iiarla ónóg till al- mennra nota, en er þó mikill fengur þeim, er sænsku lesa sér til sáluból- ar, meðan enginn kostur er sænsk- íslenskrar orðabókar. — Öll er bókin 278 bls. Eg er ekki málfræðingúr að lær- dómi, og skal því ekki kveða upp dóm um bókina sem málfræðirit. F.n sem kennari og áhugamaður um sænska tungu get eg ekki látið hjá líða að fagna henni, vekja á henni athygli og þakka höfundum fyrir hana. Hér er þarfaverk og hafi þeir lieilir unnið! Aðalst. Sigmuudsson. Prá úílöndmn. — þjóðverjar hafa gert verslunar- samning við Suður-Afriku og líta Englendingar hann hornauga. — Kínverskur fulltrúi í þjóða- bandalaginu fór nýlega fram á það að Norðurálfuríkin legðu bann við því að selja Kínverjum opíum. Málaleit- un hans fekk engan byr. Opíum- nautnin er þjóðarböl í Kína og er liastarlegt, að Evrópumenn skuli gera sig seka um þá ósvinnu að stuðla að útbreiðslu hennar. — Ford bifreiðakóngur hefir boðist til að leggja á sinn kostnað 250 km. langan alcveg um Egyptaland gegn því, að Egyptar afnemi verðtoll á bií- reiðum! Gunnar Heiberg, nafnkunnur norskur rithöfUndur, er dáinn. Hann var fæddur 1857. — öldungadeild þjóðþingsins i Bandaríkjunum hefir veitt 12 milj. dollara til þess að byggja 10 ný beitiskip. — Facistar á Ítalíu hafa byrjað baráttu fyrir endurreisn rómverska keisaradæmisins. Skorað hefir verið á Mussolini að láta konunginn taka sér keisaratitil. — Herbert Hoover tók við forseta- embættinu í Bandaríkjunum 4. þ. m. 1 ræðu, sem liann liélt, um leið og hann tók við embættinu, fordæmdi liann óleyfilega áfengissölu, kvaðst ætla að kalla saman aukaþing til þess að ræða tollbreytingar í þeim tilgangi að hjálpa bændum í land- inu. þá ræddi hann friðarmálin, og kvaðst viðurkenna að friður og vel- ferð Bandaríkjanna væri kominn undir friði annara þjóða. þó kvað hann Bandaríkin eigi vilja takast á hendur pólitískar skyldur, t. d. meö því að ganga í þjóðabandalagið. — Rannsóknarnefndin sem skipuð var á Italíu út af Nobile-leiðangrin- um til Norðurheimskautsins, hefir lokið störfum og sent Mussolini skýrslu. þar er sagt að slysið hafi orsakast af rangri stjórn á loftskip- inu og hvíli ábyrgðin á Nobile. Talið ekki hægt að réttlæta að Nobile var fyrst bjargað. Framkoma Zappi og Marianos talin óaðfinnarrteg. — Poincaréstjórnin í Frakklandi virðist of veik til að standast sam- eiginlega árás socialista og radilcölu flokkanna. Sum blöð gera ráð fyrir, að stjórnarskifti séu óhjákvæmileg, því að Poincaré vilji ekki halda á- fram stjórnarstörfum, án stuðnings radikölu flokkanna. — Frá London: þar sem góð sam- búð Bretlands og Bandaríkjanna er talin vera eitt mikilsverðasta skil- yrðið fyrir takmörkun herbúnaðar, þykii- breskum blöðum einkennilegt, að Hoover skyldi ekki minnast á sambúð þjóðanna í ræðu þeirri, sem hann hélt 4. þ. m. ----o----- Fiskatli á Húnaflóa hefir verið i allan vetur, þegar gefið hefír á sjó. Frá Alþingi Frv. um breyting á 1. frá 1925 um skrásetning skipa. Flutt samkv. tillög- um dansk-íslensku ráðgjafarnefndar- innar, og á að gera erlendum mönn- um erfiðara en áður að fara í kring-. um þau ákvæði, sem hér gilda um þetta efni. Frv. um breyting 1. frá 1922, um út- ílutningsgjald af síld o. fl. þetta frv. er samhljóða bráðabirgðarlögum, sem gefin voru út á síðastl. sumri, að til- hlutun Magnúsar heit. Kristjánssonar fjármáiaráðh., vegna þess, að ákvæði eldri laga voru eigi nægilega skírð. Frv. um nöfn bæja og kaupstaða. Eftir þessu frv. getur Alþingi með ssérstökum löguin heimilað að skifta um nafn bæjar eða kaupstaðar, ef meirihluti greiddra atkvæða á við- komandi stað æskir þess. Frv. fylgir ítarlegt álitsskjal um þetta efni sam- ið ai' Páli E. Ólasyni prófessor. Með tilliti til þessa frv. flytur stjórnin annað frv. um að láta fara fram at- kvæðagreiðslu á ísafirði, um það, hvoi't sá bær skuli heita svo fram- vegis, eða Eyri eins og staðurinn var nefndur til forna. Frv. um fiskiræktarfélög, í aðal- atriðum samhl.jóða samnefndu frv., sem flutt var á síðasta þingi. Frv. um hafnargerð á Skagaströnd. Guðm. Ó.lafsson þm. Austur-Húnvetn- inga flutti samskonar frv. á síðast- liðnu þingi, en það náði þá eigi fram að ganga. Vitámálastjóri hefir gert áætlun um höfnina og kostnað við byggingu hennar og gjörir ráð fyrir 700 þús. kr. Eftir frv. á ríkissjóður að leggja íram lielminginn, en hinn helminginn á að lána úr viðiagasjóði gegn ábyrgð Austur-Húnavatnssýslu og viðkomandi hrepps. Er. Austur- Ilúnvetningum mikil nauðsyn tryggr- ar hafnar, einkum með tilliti til út- ílutnings á írosnu kjöti. Talið er og, að væntanieg höín á Skagaströnd mundi haia mikla þýðingu fyrir síld- veiði á Ilúnaflóa. Frv. um gjaldþrotaskifti. Samskonar írv. kom fram á síðasta þingi, en varð eigi útrætt. 1 frv. þetta eru tekin upp ýms ákvæði enskra laga, sem vel hafa gefist til uð trvggja rétt þeirra manna, sem fé eiga inni í gjaldþrotabúum. 111411' frv. eru kaupmálar og arfsöl ógild, ef þau hafa verið gerð innan ákveðins tíma áður en gjaldþroti er lýst. Sömuleiðis eru^ sett ákvæði um hver megi verða lengstur dráttur á skiítum þrotabúa. Frv. um lögyjafarneiud. Nefnd þossa skipi forsætisráðherra til 4 ára i senn og sé hún stjórn og aiþingis- mönnum til uðstoðar við samningu lagafrumvarpa, einkum til þess að hindra, að þau komi í bága við ákvæði eldri laga. Jafnframt á nefndin að hafa umsjón með útgáfu lagasafns, sém komi út á 5 ára fresti. Hefir oft á undanförnum árum verið kvartað um ósamræmi í ísl. löggjöf, og væri mikilsvert, ef nefndin gæti komið í veg fyrir það eftirleiðis. —- Hitt eigi síður nauðsynlegt, að almenningur fái hugmynd um, hvað eru lög í landinu, en það er því aðeins mögulegt, að lög- in séu gefin út á einu lagi og jafn- ótt og verulegar breytingar verða á þeim. Frv. um eignar- og notkunarrétt hveraorku, samhljóða frv. því, sem lagt var fyrir þingið í fyrra. Frv. um sveitabanka. Sveitabank- arnir eiga að standa í sambandi við landbúnaðarbankann og létta bænd- um úti um sveitir landsins aögang að viðskiftum við hann. Bankastarfsemi þessa á að reka á samvinnugrund- velli, eins og tíðkast víða erlendis. Verður nánar skýrt frá frv. þessu síð- ai í sambandi við frv. um landbún- aðarbanka. Frv. um héraðsskóla. Héraðsskólar skulu verða 4 uns nánar er ákveðið: Á Laugum, Núpi, Hvítárbankka og Laugarvatni. Skólarnir séu sjálfseign- arstofnanir. Rikið ieggi íram helming stofnkostnaóar nýrra liéraðsskóla, 5000 kr. árlegan rekstarstyrk tii hvers béraðsskóia fyrir fyrstu 12—20 nem- endur i skólanum og síðan 200 kr. vegna hvers reglulegs nemanda. Skólagjald sé 60 kr. vetrarlangt. Með frv. er reynt að ákveða til frambúðar iyrirkomulag alþýðufræðslunnar i sveitum og hlutföllin milli fjárfram- iaga ríkisins og héraðanna. Frv. um kvikmyndir og kvikmynda- hús. Jiettu frv. setur ýms skiiyrði íyrir rekstri kvikmyndahúsa. Skattur af kvikmyndasýningum hækkar allveru- lega. Loks á að fyrirskipa eítirlit með kvikmyndum eins og tiðkast erlendis, tii aö koma i veg lyrir, að sýndar séu myndir, sem ætla má að hafi siðspill- undi eða að öðru leyti óholl áhrif. Kvikmynirnar liafa nú ef til vill mein álirif en nokauð annað á uppeidi æskulýðsins i kaupstöðum og riður þvi á, aö til þeirra sé vandað. Till. til þál. um kaup á áhöldum til þess að bora með eftir heitu vatni og guíu svohljóðandi: „Alþingi ályktar að iieimiia atvinnumálaráðherra að i-aupa fyrir liönd rikissjóðs, áhöid til þess að bora með eftir heitu vatni og gufu. Verði áhöldin þvínæst lánuð sveitar- og bæjarstjórnum atvinnu- lyrirtækjum og öðrum þeim, er vilja liamkvæma slíkar boranir". ----.0---- Fréttir. Inflúensan. Allkvillasamt hefir ver- ið hér i Reykjavik. það sem af er vetri. Inflúensa gekk hér í haust og síðan mislingai'. Hálsbólga og kvef- sótt hefir mjög gert vart við sig. Loks hefir gosið upp nýr inflúensu- íaraldur, sem leggur fólk unnvörpum í rúmið. Engar eru sóttirnar mann- skæðar. Dánardægur. Nýlátnir eru hér í bænum: Jóh. L. L. Jóhannesson fyrr- um prestur á Kvennabrekku og Sig- urður pórólfsson fyrrum skólastjóri á Hvítárbakka. þá er og fyrir skömmu látin á Siglufirði frú Sig- ríður Blöndal, kona séra Bjarna þor- steinssonar tónskálds, hin mesta sæmdarkona. Enn er látinn Böðvar porláksson póstafgreiðslumaður á Blönduósi. Hvítárbakkaskóiinn var auglýstur í næstsiðasta blaði. í sambandi við þá auglýsingu vill blaðið geta þessa: Siðastl. vetur var allur kostnaður pilta (fyrir fæði, húsnæði, þjónustu, ljós, hita og kenslu) 380 kr. en stúlkna 318 kr. — í vetur eru reglu- legir nemendur 55 að tölu, en um 90 höi'ðu óskað skólavistar. Umsóknir um skólávist næsta vetur voru famar að berast fyrir síðustu áramót. Úr Húnaþingi 25. febr. H e i 1 s u- í a r h'efir verið misjafnt, afleiðingar af mislingum og inílúensu víða alvar- legar, þó ekki valdið . manndauða, en allmikilli veiklun. Nú er inflúensa að geysa í annað sinn. Fénaðarhöid liafa verið góð yfirleitt, en þó orðið vart lungnaveiki í sauðfé og kindur drepist á stöku bæ. Heyfengur frá s.l. sumri reyndist ódrjúgur — heyin létt og gjaíafrek. Vínbruggunarmál. í síðastl. júlimán. þingaði sýslumaður Húnvetninga í vínbruggunarmálinu á Gilshaga í Vatnsdal. Meðgekk konan, að bóndi liennar hefði eitthvað fengist við vín- brugg, en lítið. þetta mál var svo í þagnargildi, þar til í síðastl. janúar- mánuði, að réttarhöldum var haldið áfram á ný. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Laugaveg 44. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.