Tíminn - 04.05.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1929, Blaðsíða 1
(ÖJaíbfert og ofer«i&6Íuma6ur <T i m a n s er H.a n n d e i g, þorsinnsbótlir, Samban&stjúsmu, Heyfiavif. ^fgrcibsía C i m a n s er i Sambartiistjúsinu (Dpin baglega 9—(2 f* 4* Sími ^90. XHL ftr. Reykjavík, 4. maí 1929. 31. blað. Skólamál Borgfirðínga „Þá liugsjóuir fæðast fer hita- magn um önd“. Svo er það þeg- ar menningarstraumar ryðja sér braut gegnmn lognmóðu hvers- dagslífsins. Ein slík kvísl hefir lagt farveg sinn að hugum Borg- firðinga nú á síðustu tímum. Þeh- liafa fengið áiiuga fyrir að reisa æsku sinni sameiginlegt menta- og þroskaheimili, betra og full- komnara en hún hefir áður átt. Eins og kumiugt er hefir um alllangt skeið starfað alþýðuskóli á livítárbakka. iiefir liann notið fórnfýsi og samhuga nokkuna ágætra manna, en aldrei fengið verulega samhygð héraðsbúa al- ment. ilúsakynni eru þar mjög ófullkomnin tii skólastarfsemi, sem eru afleiðingar sífeldrar fár tæktar skóians frá byrjun. Fyrir tveimur ármn síðan stofn- aði U ngmennasamband Borgar- fjarðar sjóð, sem hafði það mark- mið að endurreisa alþýðuskólann í liéraðinu og var þá brátt iiugsao um að flytja skólann á „heitan stað", þar sem hægt væri að noía hitann sem streymt hefir ónotaður öld eftir öld frá móður jörð til að veita yl og þrótt komandi kynslóð- um. Örfun mikla fékk þessi hug- mynd á bændanámskeiði á Hvann- eyri í fyrravetur, þar sem auk hvetjandi umræðna um málið var lofað af námsskeiðsmönnum að gefa um 6000 kr. í peningum og dagsverkum til nýbyggingar skól- ans. — Á aðalfundum sýslnanna beggja í héraðinu og U. M. S. B. fyrir ári síðan var svo kosin 5 manna nefnd, sem starfað hefir s. 1. ár að undirbúningi málsins. Leitað hefir verið að undan- förnu samþykta ungmermafélag- anna innan U. M. S. B. fyrir heimild handa sambandinu að abyrgjast það sem á vantar á kr. 20000,00, þegar leitað hefir verið almennra frjálsra samskota í hér- aðinu. Jafnframt ganga Ung- mennafélögin, hvert í sinni sveit, fyrir samskotum, og eru undir- tektir víða góðar. Konur og gefa engu síður eftir sinni getu heldur en efnaðir bændur. Einstaka raddir heyrast á móti nýbyggingu skólans, en þær syngja svo hjáróma, að þegar þær heyra sitt eigið bergmál draga þær sig til baka h. u. b. undan- tekningarlaust. Frétt er frá flest öllum ung- mennafélögum að þau samþykkja ábyrgðarheimildina til U. M. S. B. og það öll í einu hljóði, nema 2 atkv. á móti í einu félaginu. Dálítil deila hefir verið um hvar ætti að reisa skólann, en langmest hefir borið á að hugir manna stefndu að Reykholti, hinu forna mentasetri Snorra. — Sýslunefnd Mýrasýslu, sem hefir undanfarna daga verið að halda aðalfund sinn, samþykti áðan að veita til nýbyggingar skólans kr. 30.000.00, gegn jafnmiklu tillagi frá Borgarfjarðarsýslu. En þótt sú sýslan sé eftir, ei’ talið víst, að hún verði vel við þessu framfaramáli og dragist ekki aftur úr Mýrasýslu. Flokkadeilur hafa ekki gert vart við sig í skólamálinu, sem betur fer. Alla langar til að menta börnin sín og hlúa svo vel að hinni ungu kynslóð, að hún fái sem best tækifæri til að verða þroskaðir og nýtir synir og dætur fósturlandsins. — Alt útlit er fyr- ii að þetta fagra og blómlega hérað eignist 1930 mentastofnun, sem því og bömum þess verði samboðin. „Hugsjónir rætast, þá mun aft- ur morgna“. 2. maí 1929. V. G. og Sigurður á Veðramóti. NJ. Eitt þótti mér einkemiilegt i bréfi þeirra þingmannanna, þegar eg las það: Þeir heita sýsluábyrgð fyrir láninu. JMú er bréfið dags. 7. mars, en sýslufundur hófst ekki fyr en 11. mars. Hvernig gátu þeir þá vitað, svona fyrirfram, hvort sýslunefndin vildi ábyrgjast lánið. Eða þykjast þeir hafa sýslunefnd svo í vasa sínum, að þeir telji sér óhætt að heita í hennar nafni á- byrgöum fyrir einstök félög í sýsl- unni — að henni íorspurðri? Annars er það einkennilegt, að þessi lánbeiðni skyldi koma fram eftir það sem á undan vai' gengið. Á fundi 1. des. ákveður Slátur- ieJagið að reisa frystihúsið. Stjóm félagsins gefur ótvíræðlega í skyn, að eigi muni skorta fé til fram- kvæmda. llún segir að vísu ekki, hvaðan féð muni koma. En almælt er um allan Skagafjörð, að Spari- sjóður Sauðárkróks hafi látið falt féð. Enda vart í annað hús að venda, því að fáir munu hafa bú- ist við, að ríkisstjórnin gerði sig seka í því glapræði — og ranglæti gagnvart öðrum —, að veita lán til tveggja frystihúsa á einum og sama stað. En viti menn —: Eftir þriggja mánaða bið, og þó viku betur, er sótt um lánið til rikis- stjórnarinnar. Hvemig á að skýra þetta? Er það aðeins gert til þess, að láta stjórnina synja um lánið, til þess svo að skamma hana fyrir það á eftir, að hafa beitt Slátur- félagið kúgun ? Eða eru forsprakk- arnir að heykjast á framkvæmd- um, og ætla svo að nota fyiirfram vísa synjun stjórnarinnar sem ástæðu til að hætta við alt saman ? — Færi betur, að svo reyndist. „Við bíðum og sjáum, hvað setur“. Bréf Sambandsins talar sínu máli. Sýnir það, að Sláturfélagið hefir ekki kvatt það til ráða um þessi mál, svo sem gert hafa önn- ur samvinnufélög. Mun þó sanni næst, að Sambandið hafi öðrum betri skilyrði til að dæma um, hversu langt skuli í því gengið, að fjölga frystihúsum. Nú skal aftur vikið að Sigurði. En fyrir sakir þess, að þetta er nú allmiklu lengra mál orðið, en í upphafi var ætlað, verður að fara fljótt yfir síðara hlutann af grein hans. Er þar og ekki mikil á- stæða til andsvara, því að þar skiftast aðeins á skammir um mig eða kaupfélagsmenn og taumlaust grobb. Væri stórgaman að taka upp, orðrétta og stafrétta nokk- ura úrvalskafla, þá er glegst bera vitni ritsnild mannsins, sam- kvæmni, lítillæti, gáfnafai’i, geð- prýði. En eg verð að sleppa því Uggir mig og, að þetta sé engar hlaupadygðir í fari Sigurðar, og er því síst fyrir að synja, að síð- ar gefist kostur á að rannsaka þær nokkuru gerr. Þá skal aðeins drepið á örfá at- riði. Sigurðui- kannast við það, að undirróður hafi í fyrravetur ver- ið hafinn í þá átt, að vinna kaup- félaginu tjón. Hitt segir hann að sé „óhugsandi, að bendla við þann undirróður þáverandi kaupfélags- stjórn“. — Vill Sigm-ður synja fyrir það, í fullkominni alvöru, að a. nr. k. einn Ihaldsmaðurinn í kaupfélagsstjóminni hafi, í skrif- um til einstakra maima í íyrra- vetur, rægt kaupfélagið og bein- Jínis reynt að fá þá til að svíkja það? Við sjáum til. — Ógreindum sjálfbyrgingum hættir stundum til að hlaupa svo á sig, að háskasamlegt getur orð- ið þeirra eigin málstað. Sigurður á Veðramóti viður- kennir, að K. S. hafi eflst mjög ,,að þroska og öllurn þrifum“ — alt til vorsins 1928, er þeir félag- ar, hann og Jón alþm., hui'fu úr stjóm þess. En hvernig stendur þá á, að þeir hurfu úr þessu þroskavænlega kaupfélagi, sem altaf var að eflast, og fara að bisa við að stofna annað nýtt, til þess að reyna að koma hinu á kaJdan klaka? Svarið liggur næri'i. Meðan þeir höfðu meii'i hluta vald, bæði í stjórn og á fulltrúa- fundum, vai- félagið ágætt. Þá efldist það „að þi’oska og öllum þrifum“. En á því herrans árl 1928 vildi svo óhamingjusamiega til, að Fx-amsóknarmenn urðu í meiri hluta á fulltrúafundi. Og þá fór nú heldur en ekki að fara mesti ljóminn af félaginu. Þá var það ekki lengur vænlegt til að efl- ast „að þroska og öllum þrifum“. Reyndar var gamla stjómin end- ui-kosin, og virðist því í skjótu bragði ekki líklegt, að henni hyrfi svo skynilega öll dáð. að hún fengi ekki haldið áfram á þeirri braut. að efla félagið „að þroska og öll- urn þrifum“. En nú höfðu Fram- sóknai-menn undirtökin á fulltrúa- fundi. Og þá var bölvunin vís. Og þó að þeir kysu Ihaldsmenn í stjóm, og þó að þeir byðu Slátur- félaginu frami’étta hönd, þá var það ekkert að marka. Því að Framsóknarmenn em yfirleitt vondir menn — hvemig sem þeir breytal Þess vegna var það líka svo með þann samviskusama Sigui’ð, að honum „hálfbauð við að vei’a framkvæmdavald(!) þess fulltrúa- ráðs, sem þá skipaði fundinn að meirihluta“. En honum bauð ekki, þeim ágæta manni, við að fara á Sam- bandsfund með umboð þess félags, sem hann var að svíkja! Það kallar hann „greiða“, sem hann „vildi ekki neita félaginu um að skilnaði“I*) Hvað viljið þið hafa það betra, piltar?! Gísli Magnússon, frá Frostastöðum. S V AB Dánnrdægur. Siðastl. sunnudag and- aðist á lieimili sínu Marðarnúpi i Vntnsdal frú þorbjörg Helgadóttir móðir Guðm. landlæknis og þeirra systkina, níræð að aldri. Verður þessarar merku lconu getið nánar hár í Idaðinu. *) Auðk. af mér. G, M. „Morgunblaðið" flutti 7. þ. m. nafn- laust fréttabréf undan Eyjafjöllum (Jags. 24. febrúar. Er aðalefni þeas um prestþjónustu þá, sem vér Eyfellingar njótum 1 vetur i fjarveru sóknarprests voi's, sr. .lakobs Ó. Lárussonar. Kemst liöf. m. u. svo að orði, að sumir segist „ekki hufa lievrt tónað né flutt guðs- orð i kirkju siðau síra Kjartán Ein- arsson dó", þangað til sr. Eiríkur Helgason á Sandfelli messaði hér í vetur. \Crður eigi annað séð, en að höf. ætlist, til þess að hér megi lesa milli línanna þann dóm um sr. Jakob, að hann hafi aldrei „flutt guðsorð 1 kirkju" þessi 15 ár, sein liann hefir verið prestur vor. það sé fjarri mér, að vilja á nokk- urn.liátt draga úr þeim lofkesti, sem höf. með þessu hleður þeim, sr. Kjart- uni heitnum Einarssyni og sr. Eiríki Ilelgasyni. Hinn fyrrnefndi var mik- ilsmetinn ágætismaður, utan kirkju aem innan, og mér virtist hinn síðar nefndi koma hér drengilega og sköru- lega fram i vetur. En eg hygg það vera uJmannaróm liér í prestakallinn um sr, Jakob, að hann hafi „flutt guðsorð i kirliju" með fullri djörfung og hreinskilni, rætt vandamál kirkju og kristnilýðs með víðsýni og skarp- skvgni og rœkt prestverk sín af áhuga og trúmensku. Ti) sönnunar því, að þessi orð mín séu ekki gripin úr lausu lofti, skal eg benda á það, að í skjali, sem sóknor- börn sr. Jakobs Ó. Lárussonar hér i lireppi sendu lionum í fyrra, þegar kvisast fór um það að hann mundi flvtja héðan, var komist svo að orðl' „Vegna þess, að vér þykjumst hafa sannar fregnir um það, að þér, kæri sóknarprestur vor og vinur, liafið i liyggju að flytja liéðan innan skamms, leyfum vér oss að fara þess á leit, að þér sleppið því áformi og lialdið áfrarn að vinna Jiér fyrir oss og með oss, á saman liátt og þér liafið gert þann tíma, seni þér eruð búinn að vera hér. Vér þekkjum svo vel drengskap yðar og aðra mannkosti, samfara ágætri kennimensku’), að véi' teljum það óliætanlegt tjón fvrir prestpkallið að missa yður“. t’ndir þetta ritaði nálega hver fermdur maður hér í hreppi, sem áttr þess kost, að undanskildum tveim heíniilum. Ennfremur skal þoss getið, að ný- lega sagði einn af ákveðnustu stjórn- inála-andstæðingum sr. JakoJis Jiér 1 sveit við mig: „Okkur sr. Jakol) tiefir oft borið fl milli um almenn mál. En eg segi þaö alveg sath að sem prest kýs eg engan fremur en hann, og liýst ekki við að fá jafningja lians, ef hann fer liéðan". Eg veit, að sá, sem þetta sagði, stendur við þessi orð sín hvar sem er, enda skrifaði hann á sínum tlma undir skjal það, sem áður var nefut. Sjálfur liefi eg hlustað á og lesið ræður eftir allmarga kennimenn. Og að undanskildum Haraldi prófessor Níelssyni hefi eg engan islenskan kennimann heyrt leggja meiri rækt við það, að finna svör við vandamál- um mannlífsins, í samræmi við kristi- lega lífsskoðun og kenningu Krists, en sr. J. Ó. L. Um barnafræðsluna er það að segja, að mér finst höf. vera nógu bráðlátur. að kvarta, fyrir febrúarlok, um fræðslu fermingarljarna á komandi vori. Virðist mér það lýsa ómaklegu vantrausti höf. til prestanna, sem þjóna hér í vetur. Oss, hinum mörgu vinum sr. Jakobs liér eystra, er það að vísu mikill mtss- ir og söknuður, ef hann flytur héðan. En oss er liuggun að því að vita, að tiann mun hvarvetna þar sem hann starfar, verða mikils metinn af öll- um góðum mönnum, og gefast því betur, sem meira reynir á mannkosti hans og hæfileika. Brúniun undir Eyjaföllum, 25. mars 1929. Sigurður Vigfússon. Ok sveitanna *) Leturbreyting mín. S.V. Siðan segulafl sjávarins tók að toga unga fólkið burt úr sveitunum, burt írá æskustöðvunum, burt í ys og þys bæjanna, hefir sveitunum stöðugt verið að blæða og blæðir enn þann dag í dag. F’aðir og móðir verða að sjá á oftir börnunum sinum leggja leið sina eftir þessari braut, sem á stund- um liggur til auðs og uppgangs, en stundum líka tii veikiunar og volæð is og dreps, fyrir andlega og líkam- lega vellíðan. Stundum hverfa þau aftur heim til áttliaganna, heirn á sveitina, sem þurfalingar. Sveitin er þá skyldug að taka við örvasa og útslitnu fólkinu, sem heltst hefir úr lestini. það er nú lika svo komið fyrir mörgum lireppum, að þeir eru alger- lega að sligast undir ofurþunga þurfamanna. Kröfurnar hækka ár frá ári. Stöðugt er snaran snúin horðar að liálsi þeirra, sem gjalda eiga i sveitarsjóðina. 1 kaupstöðunum færist ólifnaöur og lausla-ti 1 vöxt. Lausaleikskrakkar koma á fátækraframfæri. Foreldrarn- ir gota ekki, eða vilja ekki leggja á sig, að ala önn fyrir aflvvæmum sín- urn og þeirn því kastað á hreppinn. Engin takmörk virðast fyrir því, tiversu mikið megi bjóða gjaldþoti manna. þörfum sveitarsjóðanna er jafnað niður án tillits til þess hvort. menn geta borgað eða ekki. í sum- um sveitum er ástandið þannig, að það beinlínis flæmir fólkið burt. Hé'i' verður löggjafarvaldið að taka í taumana og finna einliver ráð til þess að slíkur ójöfnuður viðgangist rkki í Jandinu. Ymsar uppástungur liafa komið fram, til lireytinga á fátækralöggjöf- inni. Sumir vilja gera alt landið að einu framfærslutiéraði. En þá er mjög hætt við, að fleiri mundu vilja lifa náðugt og láta landssjóðinn liostn sig, heldur en með því fyrir komulagi, sem nú er. Sumir leggja til að stvtta sveltfestistimann ofan í 1—2 ár og enn aðrir vilja að þurfa- inaður eigi framfærslurétt þar sem liflim fyrst þiggur. En þrátt fyrir það yrðu engin takmörk fyrir framfærslu- kostnaði þeim, sem hvert frnmfæi'slu- liérað yrði að liera. það eru þau tak- mörk, sem löggjafarvaldið þarf að setja og það sem allra fyrst. Utsvarsliæð ætti þá að miðast við oignir og tekjur og það hve gjnld- andi hefir sjálfur marga fram að færa. Fátækraþarfirnar ætti svo að leggja á eftir vissum skattstiga, eins og liinn núverandi tekju- og eigna- skatt. Setja skvldi svo takmörk fyrir því, Jiversu miklu mætti jafna niður á skuldlausar eignir og tekjur, þegar liúið væri að draga frá hæfilega upp- liæð til framfæris gjaldanda og skylduliðs hans. í engu framfærsluhéraði ætti að vera leyfilegt að jafna meiru niður en 3% á skuldlausar eignir og 10^ á netto tekjur. þar sem fátækrafram- fæi'slukostuaður yrði meiri en hægt væri að jafna niður samkvæmt fram- ansögðu, ætti ríkissjóður að hlaupa undir bagga og greiða það, sem á brysti. Stofna ætti sérstaka sjóði, sem síð- ar kannu til með að geta staðið straum af fátækraframfærinu bæðí heima í framfærsluhéi’uðunum og c-ins fyrir rikisheildina. Tekna til slikra sjóða mætti afla með ákveðnu árlegu gjaldi á verk- fært fólk í landinu og ætti nokkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.