Tíminn - 21.09.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.09.1929, Blaðsíða 2
204 TÍMINN Mtorsembættið og menningarástand burgeisanna. Kensluraálaráðuneytið hefir með bréfi dágs. 17. þ. m. sett Pálma Hannesson náttúrufræðing og kennara frá Akureyri, til þess að gegna rektorsembættinu við Hinn alm. mentaskóla í Reykjavík frá 1. okt. að telja. Auk Pálma sóttu um embættið fimm af kennurum skólans sjálfs, þeir Þorl. H. Bjamason, settur rektor, Bogi Ólafsson, Jón Ófeigsson, ólafur Daníelsson og Sigurður Thoroddsen. Fullar horfur eru á því, að blöðum íhaldsflokksins muni verða skrafdrjúgt um þessa ráð- stöfun stjórnarinnar. Munu þau líta á hana sem mikinn hvalreka á eyðifjörum sínum. Forsprakkar flokksins svo og blöð hans eru gersneidd hugkvæmd og éinlægum áhuga um framfaramál þjóðarinn- ar. Allar umræður blaðanna eru því neikvæðar (negativ) þ. e. úrtölur o g niðurrifsviðleitni á vegum umbótanna, rógmælgi og svívirðingar um stjómendur landsins en varnir fyrir hönd brotlegra áhangenda flokks síns og hverskonar svívirðinga í sínum eigin herbúðum. Sérhver ný átylla, sem þessum mönnum berst í hendur, til þess að geta haldið áfram iðju sinni og fylt dálka blaða sinna með fúkyrðum og fjasi, er þeim því næsta kær- komin. Mbl. 19. þ. m. flytur grein um málið, sem nefnist „Kenslumála- ráðherrann og rektorsembættið". Ekki er hún ritstjórnargrein, því í henni eru ekki teljandi bögu- mæli, heldur hafa ritstjóramir þar leppað hugarfóstur annars manns og ber greinin á sér fingra- för og sálareinkenni guðfræði- pfófessarsins nýdubbaða, Magnús- ar Jónssonar stórasannleiks. 1 sambandi við væntanlegar áframhaldandi og ítarlegar um- ræður um þetta mál, þykir Tím- anum hlíða að birta hér kafla úr framannefndri Mbl.-grein: » • En hver áhrif mun þetta nú hafa á skólann, elstu, frægustu og hjart- fólgnustu mentastofnun þjóðarinnar? þeirri spurningu er vitanlega ekki unt að svara til fulls nú þegar, en þetta eitt er víst: að hér er stofnað til andstyggilegs ófriðar í skólanum, til ófriðar milli skólapilta sjálfra, tii ófriðar milli kennara og rektors, til ófriðar milli skólapilta og kennara. — Fylgismenn stjórnarinnar draga alls ekki dul á, að þeim komi eklci til hugar, að kennarar skólans geti un- að þvi óheyrilega ranglæti, sem þeir nú eru beittir. þeir hyggja allar sín- ar vonir á því, að hægt sé að vinna pilta til fylgis við hinn nýja rektor og stjómina, en til andstöðu gegn hinum gömlu kennurum sínum. — Piltana á að vinna með allskonar sælgæti, sem ungum mönnum getst aðj — með skemtiferðum í stjómar- bilum og á varðskipum, með fríum og öðrum friðindum. En skyldi nú nokkur landstjórn nokkm sinni hafa beitt svívirðilegri aðferð við gamla og merka mentastofnun? það er hryllilegt að, hugsa út í, liver áhrif þessar ógeðslegu aðfarir muni hafa á sálarlíf hinnar upp- vaxandi skólakynslóðar. Fyr má nú vera en að æskulýðnum sé mútað til fylgis við ranglætið! En skólapólitík Jónasar frá Hriflu er nú orðin nokk- urn veginn kunn. þessi pólitíski stigamaður hefir þegar marga skóla landsins á valdi sínu! Og nú hefir hann ennþá einu sinni níðst á dreng- skap og réttlæti til þess að ná tangar- haldi á höfuðvígi íslenskrar menn- ingar. Mentaskólanum í Reykjavík. En finst nú ekki íslendingum nóg komið? Erum við allir orðnir svo svínbeygðir, að enginn þori að hreyfa hönd eða fót? Nú höfum við í tvö ár horft á berstripað ranglætið hossa sér í æðsta öndveginu. Erum við all- ir orðnir svo auðvirðilegir ættlerar, svo allvesælir og heillum horfnir aumingjar, að oss renni ekki slík smán til rifja? Mentamenn þjóðar- innar verða nú að sýna fyrir sitt leyti, bæði í orði og gerð, að þeir uni ekki þessari síðustu svívirðingu!" Sé hér rétt til getið um höf- undarmark á grein þessari, er það ljóst, að Magnús Jónsson virðist hafa í hyggju að taka að sér eitt verkefnið enn fyrir Ihaldsflokkinn. Auk þess að ala upp sálusorgara landsins, og setj'a saman hinar al- kunnu, pólitísku „sannieiks“-post- illur Ihaldsflokksins, ætlar hann nú að gerast oddviti fyrir uppreist gegn ráðstöfunum stjórnarvald- anna! Leitast hann hér við að eggja til ófriðar í Mentaskólanum og heitir á mentamenn þjóðarinn- ar til uppreistar! Greinin öll er einkar ljós vottur um sálarástand og þroskastig Iiöfundarins og þeirra manna innan íhaldsflokks- ins, sem kunna að aðhyllast skoð- anir hans og áeggjanir. Er ein- Laugarvatnsskólinn byrjar 1. nóv. n. k. Nemendur, sem verða 1 Reykjavík þriðjud. 29. okt. n. k., komi þann dag kl. 1 s. d., að Safnahúsinu við Hverfis- götu. Þá verða söfnin skoðuð og rætt um ferðina austur að Laug- arvatni. Bækur, ritföng, sundbolir, fimleikaskór, skíði, skautar, glímubelti og nauðsynlegar hreinlætisvörur, verður alt útvegað fyr- ir þá, sem þess óska. Auk þokkalegra fata ber nemendum að hafa með sér kodda, sængurver og lök. Dýnur og ábreiður leggur skól- inn til. Straumi 20. september 1929. Bjarni Bjamason Úr bréfum. „Bóndi við Reyðarfjörð" skrifar Tímanum út af Eskifjarðar- fundinum meðal annars á þessa leið: „í 40. tbl. ísafoldar er birt skeyti af Eskifjarðarfundinum og er eg alveg hissa, hvað þar er skýrt skakt frá. í skeytinu stendur að „Sjálfstæðis- mennirnir" (þ. e. íhaldsmennirnir)) hafi gert „afarsnarpa hríð að stjórn- inni“! „Litlu verður Vöggur feginn". Sér er nú hver hríðin. Eg var á Eskifjarðarfundinum. þar talaði Jón þorláksson fyrstur, langa tölu og eftir því leiðinléga, aðallega um fjár- málin, sem margir kannast við og heyrði eg menn segja í byrjun ræðu hans: „Að hann skuli nú fara að þvæla um þetta“, svo fleirum leidd- - ist en mér. En eitt hafði eg upp úr þeirri ræðu, þegar Ingvar fór að svara henni: Eg komst að sannleik- anum um tekjuhallafjárlögin sem íhaldsflokkurinn skyldi við, eftir að hafa talið sér fjármálaspekina mest til gildisl" — — „Árni Jónsson stóð upp með miklu veðri í lungunum og líklega víðar, en varð heldur lít- ið úr. Lenti tal hans mest í „danska gullinu" margtugða, sem eg hélt að mundi vera orðin klígjugjöm fæða“. — — „Amfinnur barnakennari fanst mér eini maðdrinn, sem talaði illa um stjórnina og Framsóknarflokk- inn, en slíkt fleipur sem hans, er alvanalegt hjá öfgakendum jafnaðar- .mönnum". — — „Jón Baldvinsson talaði nokkuð mikið og var að mínu áliti skemtilegast að hlusta á hann, því hann getur verið fyndinn og kom það aðallega í ljós þegar hann var að tala um „nýja“ flokkinn, eða hamskifti íhaldsflokksins sem mörg- um þykja einkennileg; að flokkurinn skyldi telja sig nauðbeygðan að kasta gömlu, viðeigandi nafni og finst mér það benda á vonda sam- visku og að flokknum hafi þótt nafn- ið vera orðið svo atað í óhreinindum! En sömu em mennirnir eftir sem áð- ur. Mér finst að flokkurinn hefði átt að byrja á því að laga ísafold, svo að frekar væri hægt að trúa ein- hverju, sem hún segir. En fréttir þess blaðs af þingi og um fundahöld taka út yfir alt“.-----„Eitt finst mér allir flokkarnir hafa haft sameigin- legt að nokkru leyti og það eru skammirnar, þó að ísafold hafi geng- ið þar lengst, því hún er siðspillandi og getur ekki bætt úr málsstað ílokksins á nokkurn hátt“.---------„Eg tel mig engan flokksmann og eg kom á Eskifjarðarfundinn, til þess að heyra, hvað þessi nýi flokkur hefði á boðstólum. En eg sannfærðist um að flokkurinn heflr ekkert til síns ágætis, ekkert áhugamál, heldur bara það að berjast til valda. — Eg bjóst við að Jón þorláksson, jafn- gáfaður maður og þaulvanur ýmsum krókaleiðum, mundi koma með eitt- hvað, sem stjórnin hefði unnið sér til óhelgi. En það var nú öðm nær, því hann hafði ekki annað en tómar vifilengjur, til þess að slá ryki í augu almúgans. Eg fór af fundinum sann- færður um það, að stjórnin mundi ckki hafa miklar syndir að bera, fyrst honum, besta manni flokksins, tókst ekki betur en þetta, því ekki mun dregið af því, sem til er“. Bóndi á BarSaströnd skrifar í. byrjun júlí siðastl. meðal sætt, að gefa lesendum Tímans kost á að fylgjast vel með því, sem þannig er hugsað upphátt í herbúðum Ihaldsmanna. Nú munu allir sanngjarnir menn fallast á það, að nokkur vandi hafa verið úr að ráða fyrir kenslumálastjórnina jafnvel þótt hún hefði hugsað um það eitt, að fylgja fornri venju í málinu, hugsunargangi hixmar „öldruðu sveitar“ og láta þann „hæfasta“ hljóta hnossið. Allir eru þeir reyndar dugandi kennarar og vel að sér í sínum greinum. En ekki liggur fyrir neitt það, sem vottar, að einn þeirra sé öðrum fremur til þess hæfur, að umgangast æskumexm og gerast félagi þeirra og leiötogi á þroskaskeiði náms og íþrótta.. Engixm þeirra hefir öðrum fremur sýnt áhuga, hug- kvæmd né úrræði, að hlynna að né beitast fyrir málstað þess skóla, sem 1 fyniefndri grein er kailaður „hjartfólgnasta menta- stofnun þjóðarinnar“. Hefir sú harmsaga verið áður rakin hér í blaðinu og mun það exm verða gert, ef þörf krefur, áður skilist sé við þetta mál. Að þessu athuguðu hlaut aldur einn að í’áða, ef binda skyldi veitinguna við kennara skólans. Lá þá næst að veita settum rektor og elstum kennara skólans em- bættið. Er haxrn og fyrst nefndur í Mbl.-greininni, þó blaðið hafi aftur í gær séð sig um hönd og tekið Jón Ófeigsson upp á arma sína. En nú mun kenslumálaráð- herrann líta svo á, að hár aldur megi ekki vera úrslitaskilyrði fyr- ir því, að vera talin hæfur æsku- lýðsleiðtogi, ef ekki skera úr ber- sýnilegir yfirburðir. Hefir ráðherrann óskað þess getið hér, að mjög miklu hafi ráð- ið um þessa ákvörðun sína fram- angreindir örðugleikar á, að gera upp á milli kennara skólans. Nú hafa kennarar skólans, með umsóknum sínum, vottað gegn sjálfum sér og málstað þeim um verðleika ellinnar, sem íhaldsblöðin hafa nú tekið að sér verja. Ef þeir hefðu borið þá virðingu fyrir embættisaldri hins setta rektors, Þorl. H. Bjarna- sonar, og þeim „góða orðstír“, sem lýst er í upphafi Mbl.-grein- arinnar, eins og látið er í veðri vaka, þá hefðu þeir vitanlega ekki sótt á móti honum, heldur mælt með honum af alefli. En í reynd- annars á þessa leið: „Hér er íremur dauft yfir stjórnmálunum. pótt þing- maðurinn okkar sé búsettur hér í hreppnum, heldur hann næstum því aldrei leiðarþing; eða aðeins einu sinni siðan hann var kosinn 1913, eftir því sem mig frelcast minnir, —- ef leiðarþing mætti kalla. Talaði hann eingöngu um Tímann og per- sónur, en ekki um þingmál. Var ræða hans tómar óbotnandi skammir um Timann og Framsóknarflokksmenn- ina Jónas ráðherra, Ásg. Ásgeirsson, Svein i Firði, Magnús Torfason o. fl. Var ekki trútt um, að menn grun- aði að honum hefði þótt þessir menn vera sér skeinuhættir á þingi og gátu þess til að hann hefði ekki verið eins borubrattur, ef þeir hefðu verið þarna viðstaddir". — — „Eitt get eg sagt í fréttum: Hákon er orðinn pésapóstur og flugritasali fyrir íhald- ið. í fyrra seldi hann hér „þingsögu" Magnúsar Jónssonar og nú kom hann með kynstur af „Ákæruvaldinu" hans Lárusar litla og útbýtir því gefins. — Ekki vakti uppskím íhaldsins mikla eftirtekt hér meðal bænda. það villir ekki á sér heimildir, því innræti foringjanna er hið sama, hvaða nafn sem flokkurinn ber á yfirborðinu". Um póstafgreiðslu ritar einn af kaupendum Tímans: „— — Ástæða væri til að ætla að nokkur ábyrgðarskylda hvíldi, eða ætti að hvila á póstafgreiðslunum. En ekki lítur út fyrir, að sú skylda sé afar þung. Eg hefi orðið þessa var, viðvíkjandi póstafgreiðslu, síðan eg kom aftur til íslands, sem eg ekki þekti til í Vesturálfu um meira en 30 ár; enda voru póstlög þar hörð inni kemur annað úr kafinu. Kennaramir fjórir fara allir á stúfana til þess að hnekkja em- bættisvonum Þorleifs og telja sig, hver þeirra, ekki einungis jafn- snjalla, heldur snjallari honum! Af þessu sést að kenningin stenst ekki reynsluna né vitnisburð þeirra mannlegu hneigða kenn- aranna, að ota sínum tota og mega þeir, né aðrir fyrir þeirra hönd, síst gilt úr flokki tala, þótt kenslumálaráðherrami hafi kosið að blanda sér ekki í þann inn- byrðismeting, né skera úr um svo hæpið verðleikamat. Tæplega munu hafa sést bros- legri rök en færð eru fýrir skóla- stjórnarverðleikum Jóns Ófeigs- sonar. Eru þau þess efnis, að hann s.é góður orðabókarhöfundur! Lýsa þessháttar hugsanasamstæð- ur allvel gáfnafari slíku sem Magnúsar Jónssonar og röksnilli Ihaldsmanna yfirleitt. MbL hefir sýnilega tekið sér fyri hendur að gera það sem ráðherrann treystist ekki til, — að gera upp á milli kennaranna, því í gær birt- ir það umsókn Jóns Ófeigssonar við hliðina á umsókn Pálma Hannessonar og þykir munur á. Er og sá munur á umsóknum þessum, að J. ó. lætur mikið yfir sér, en P. H. lítið. Verður þó af þeim Ijóst, hvor muni fremur til þess kjörinn, að umgangast unga menn. Fáar ráðstafanir núverandi stjórnar munu, þegar alt er skoð- að, vera reistar á ríkari ástæðum, heldur en sú er hér ræðir um. Mun það koma á daginn, er djúpt verður skyngst í þetta mál, sögu- leg tildrög og ástæður skólans metnar til hlítar, að hlutur íhalds- ins og kennara skólans verður því lakari, sem fleira verður rætt um málið. í horn að taka og sá fékk fljótlega lausn, sem vanræksla í þeim sökum sannaðist á, ef ekki verra en lausn- ina eina. þetta hjáverkahirðuleysi á pósthúsum hér kemur mér því und- arlega fyrir sjónir. Hefir það komið fyrir, að eg hefi skrifað póststjórn- inni í Reykjavík, út af vanskilunum. Hefi ef fengið mjúklega orðuð svör, en engar umbætur. Úrræðin vanalegu þau, að kenna öðrum um vanræksl- urnar og svona gengur það líklega koll af kolli að mér skilst, af því að póstlögin eru ekki nógu ströng og ekkert eftirlit með því, að þau séu haldin og er fólkið undarlega um- burðarlynt i þeim sökum — -— — -----0----- Á Alþingi 1925 bar landsstjómin fram frumvarp, sem hún kallaði tryggingarfrumvarp, en því miður var þetta í raun og veru skattafrum- varp, sem átti að létta af ríkissjóði stórri útgjaldabyrði, en ná fénu inn þess í stað með almennum nefskött- um. En sem betur fór var frumvarp þetta felt, þar sem það gekk í öfuga átt með því að vera engin trygging fyrir alþýðu manna fram yfir það sem nú er. Á seinni árum hafa ýmsir ritað um nauðsyn skyldutrygginga. Einna ræki- legast af því sem eg hefi séð er eftir sr. Gísla Skúlason í Iðunni. Samt virðast sumar tillögur hans ekki aðgengilegar, t. d. þar sem hann ætlast til þess að unglingum sé gert Fréttír. ísland erlendis. „Svenska Dagblad- et“ 26. ágúst síðastl. birtir langt og ítarlegt samtal við Tryggva þórhalls- son forsætisráðherra. Er þar gefið mjög glögt yfirlit um stjórnarfar landsins, flokkaskipun höfuðstefnur Framsóknarflokksins, framfarir í at- vinnuvegum, fullkomin sjálfstæðis- áfonn íslensku þjóðarinnar og af- stöðu til annara Norðurlandaríkja. Greininni fylgja myndir af ráðherr- anum og stjórnarbyggingunni í Reylcjavík. — I blöðum vestan hafs hefir, meðal margs um alþingishá- tíð íslendinga næsta ár, birst svolát- andi bréf til Hon. O. B. Burtness, þingmanns í fulltrúadeild þjóðþings Bandaríkjanna frá dómsmálaráðherra íslands: „Kæri herra Burtness. Alúðarþökk fyrir hið vinsamlega bréf yðar, dagsett þ. 22. júní 1929, sem og fyrir þann mikla sigur, er þér unnuð til handa íslensku þjóð- erni í Ameriku, með því að tryggja íslandi af hálfu stjómar hins vold- uga, ameríska lýðveldis, líkneski af Leifi Eiríkssyni. Eg vil leyfa mér að láta þess getið, að íslenska þjóðin mun með sérstakri ánægju veita viðtöku gjöf þessari, er styrkja mún ættartengslin milli hinn- ar minstu og mestu þjóðar hins engilsaxneska kynstofns. Eg treysti því, að svo skipist mál- um til, að þér verðið einn á meðal gesta vorra á þúsund ára hátíðinni næsta ár, svo stjóm vorri og þjóð veitist kostur á, þó ekki væri nema af veikum mætti, að láta í ljós við yður verðskuldaðan virðingarvott, fyrir starfsemi yðar í þágu þessa við- kvæma máls. Yðar með virðingu, Jónas Jónsson." Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri er nýlega kominn úr eftirlitsferð um fræðsluhéruð landsins. að skyldu, að borga tryggingargjald- ið alt i eitt skifti fyrir öll á fyrsta tryggingarárinu. Myndi það erfitt mörgum unglingnum. Annan galla tel eg á tillögum séra Gísla og það er að í mörgum „til- fellum" njóta ekki þeir sem trygðu sig né eríingjar þeirra neins úr þess- um tryggingarsjóði, nema sem elli-, sjúkra- og slysatryggingar og til barna í ómegð. Og yrði þetta því hálfgerður sliattur fyrir suma. Kom- ist skyldutryggingar á, þá er nauð- synlegt að búa svo um að iðgjöldin sé ekki hægt að kalla skatt, heldur nokkurskonar sparifé, sem iðgjalds- greiðandi veit fyrir víst að hann eða erfingjar hans fá að fullu greitt. Til að koma skyldutryggingum í framkvæmd, þyrfti að skylda alla til að tryggja sig, væru þeir hraustir á sál og líkama og orðnir fullra 18 ára að aldri. Tryggingin þyrfti að vera líf- og ellitrygging og sjúkra- og slysatrygging. Slík lög mættu skoö- ast sem krafa frá þjóðfélaginu til einstaklinganna um að þeir trygðu sig sem best að hægt væri til að verða ekki öðrum að byrði. Fyrst og fremst yrði þetta líf- og ellitrygging. Yæru allir trygðir írá 18—60 ára ald- urs og lágmarkið væri kr. 3000, þá yrði tryggingin fyrst og fremst veru- legur styrkur fjölskyldum þeirra er dæju á þessum aldri og myndi oft verða til að forða þeirn frá sveit. Og einnig fyrir þá, sem lifðu fram yfir 60 ára aldur og fengju þá trygging- una útborgaða, yrði það verulegur styrkur, sem myndi nægja mörgu gamalmenninu til að lifa af, svo þau þyrftu ekki að fá lijálp annarsstaðar frá. Mörgu gamalmenninu myndi verða ellin til muna léttbærari, að fá Skyldutryggingar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.