Tíminn - 28.09.1929, Page 2

Tíminn - 28.09.1929, Page 2
208 TÍMINN fram, að með því að láta kennar' ana njóta sanrimælis um dugnað í starfi sínu sé jafnframt viður- kent, að ranglæti hafi verið fram- ið með veitingu embættisins, því að dugnaðurinn votti, að þeir séu vel hæfir til skólastjórnar. Nú hefði verið ókleift að verðlauna á þann hátt dugnað allra kennar- anna, sem sóttu um embættið. Þessi rökfærsla leiðir Ihalds- menn út í þær ógöngur að meta orðabókarstarfsemi til skólastjóm- arverðleika, en ganga fram hjá dr. Ólafi Daníelssyni, sem mun hafa leyst af hendi engu ómerkari bókagerð fyrir fræðslumál lands- ins. — En í þessari röksemda- leiðslu kemur fram djúpsettur misskilningur og vanþekking í þessum efnum, sem á rætur sínar i þeim vinnubrögðum, sem tíðkast hafa og þeim anda, sem ríkt hefir umhverfis starf skólans: — itroðningnum. En dugnaður við að koma ákveðnum þekkingax- foi'ða inn í vitund og mixmi nem- endanna er ekki nema önnur hlið- in á réttu starfi nútímaskóla. Hin er sú að vaka yfir líkams- og sálarheill kynstofnsins, sem á að bera uppi vonir þjóðarinnar í framtíðinni og inna af höndum afireksverk batnandi þjóðar. Iþróttir, félagslíf, sjálfstæðar námsiðkanir, náin kynni af listum og nátturufegurð eru engu minna verðir þættir í alhíiða þroskun æskumanna, heldur en sjálft bók- námið. ötaðhæfingar þess efnis, að orðabókargerð og dugnaður við kenslu votti um hæfileika til þess að standa fyi’ir þannig fjölþátta skólastarfi, eru næsta fjarstæðar heilbrigöri skynsemi og votta um örþrif sakbitinna manna og rök- þrota. VHI. Hinn ungi, nýskipaði rektor er að vísu óráðin gáta sem skóla- stjómancli. Forusta hans í félög- um ungra íslendinga í Khöfn á námsárum hans votta, að hann hefir unnið hylli æskumanna, enda er maðurinn aðlaðandi, drengilegur og vasklegur. Full á- stæða er til að ætla, að hann skilji til hlítar margháttaða nauð- syn í starfi skólans og þroskun nemenda hans. Eigi mun Pálma Hannessyni verða talin nauðsyn á að leggjast í leti og ómensku fyrir þær sakir, að honum sé, af andstæðingum núverandi stjórnar, íagnað í opin- berum umræðum um rektorsval- ið, enda mun honum vera annað í hug. Telja má að greinarhöf- undur í Mbl. 19. þ. m. hvetti til virkrar mótstöðu gegn vali hans. Slíkur óvitaskapur mun hvergi þrífast nema í dálkum Mbl., þar sem geðæsing er látin ráða frem- ur en athugun. — Ráðstöfun þessi mun vera gerð í fullu trausti þess, að á þann hátt verði best leyst nauðsyn skólans. Mun þess og vænst, að hér eftir verði litið á málstað æskunnar með meiri skilningi á þörfum uppvaxandi námsmanna og meiri virðingu fyrir gildi þeirra, heldur en gex-t hefir vei-ið á hinni löngu og ó- frægilegu hnignunaröld Hins alm. mentaskóla í Reykjavík. Á víðavanái. Verkin tala. Blöð Ihaldsmanna eyða nú jafnt og þétt miklu og dýru rúmi sínu, til þess að nagga um smá- má.l, verja brotlega skjólstæðinga sína og tortryggja hverja við- leitni til umbóta. Alt starf blað- anna er af þessum sökum alger- lega einskisnýtt og fyrirlitlegt 1 mesta lagi. Tíminn mun á næst- unni gera sér far um að láta „verkin tala“, það er gefa yfir- lit um þjóðframkvæmdirnar á tveimur síðustu árum. Mun. þá sjást hvort þjóðinni hafa fallist hendur við stjórnarskiftin síðustu og hversu virk er í reyndinni mótstaða þeirra mörgu blaða, sem hafa það eitt að markmiði að þvælast fyrir umbótamálum þjóð- ai'innar og hnekkja, ef unt væri, þeirri landsstjórn, sem gerst hef- ir stórhuguðust og mikilvirkust í framfaramálum landsins. — í þessu blaði birtast tvær skýrsl- ur vegamálastjóra til atvinnu- málaráðxmeytisins um fram- kvæmdir síðastl. ár. Hrakningar M. Guðm. í Shellmálinu. I Verði 14. sept. síðastl. reynir M. Guðm. enn að klóra í bakkann og beita nýjum blekkingum út af hinum erlendu yfirráðum í félagi hans. Til glöggvunar lesendum um hrakninga hans í þessu máli, er nauðsynlegt að rekja hér flótta- feril hans og gefa yfirlit mn blekkingavaðal hans og ósaxmindi frá upphafi. — í ritdeilum um málið 1928 segir M. Guðm. í Verði 5. maí þ. á. „að engir geti ráðið yfir eignum félagsins nema ís- lendingai-“ og að tryggingin liggi í því, „að íslenskir ríkisborgarar séu einráðir“, en svo sé því hátt- að í félaginu „Shell á Islandi"! I réttarhaldi lögregluréttar Rvíkur 19. maí 1928 segir hann, „að fé- lagið sé algerlega undir íslensk- um ýfirráðum“. Nú kom það í ljós, að þessu hafði M. G. beinlínis skrökvað rnóti betri vitund, því við athugun málsins benti ólög- iærður maður í þinginu þess- um di-ýldna lögfræðingi á það, að skiftingu hlutafjáríns í félag- inu væri þannig fyrir komið, að útlendingarnir hefðu 198 atkv. til umi'áða, en íslendingarnir aðeins 108. Þetta hlaut M. G. að hafa séð sem lögfræðingur, eða þá að játa öðrum kosti, að hann hafi skort lögfræðisvit og samvisku- semi, til þess að ganga tryggilega frá ákvæðum þess félags, sem hann, samkv. eigin skýrslu, „var fengin" til að vera formaður í. — l>egar þetta kom á dagiim og M. G. var í grein Tímans 11. maí s. 1. núio um nasir þessum sannindum ásamt allri annai'i minkun hans í málinu, tók hann að flýja út á aiiar hugsaniegar hliðargötur og ieita varna í vafningum og blekk- ingum. Næst hélt iiaim því fram, að yfirráðin væru trygð með þeim ákvæðum íaga, að einungis íslend- ingar rnættu vei'a í stjórn félags- ins. N ú haíði Tíminn að vísu aiarei álitió, að M. Guðm. færi að láía úxlendingana spaika sér af spenanutn fyrir óþægð! Þó taldi hann hugsanlegt, að tii gætu fengist meim, sem reyndust ís- lenskum malstað enn lakar, held- ur en M. G. Og væri þá hinum erlendu hluthöfum innan handar að framselja slíkum möxmum hluti og kjósa þá síðan í stjóm- ína. Nú telur hann, að fyrir þetta sé girt með ákvæðum 5. gi'. laga léiagsins, þar sem svo er fyrir mæit, að framsöl hluta séu þá að- eins gild, er félagsstjórnin heíir samþykt þau. Nú er í almennum umræöum um skipulag félagsins rétt að gera ráð fyrir því, að hin- um islensku stjórnendum kyxmi að sýnast annan veg en útlend- ingunum, jafnvel þótt engum hugkvæmist að M. G. fari að ó- þægast við þessa spenageíendur fremur en við verksmiðjustjór- ann í Krossanesi. Verður þá ljóst að útlendingai'nir hafa bæði tögl og hagldii-, sem vonlegt er, með því að þeir fara með nálega tvö- falt atkvæðamagn í félaginu á móts við „Islendingana". — Og samkv. 30. gr. laga um hlutafé- lög hefir hluthafafundur æðsta vald í málefnum félagsins og samkv. 31. gr. sömu laga ræður afl atkvæða úrslitum mála. Af þessu leiðir vitanlega, að útlend- ingarnir geta með atkvæðavaldi á hluthafafundi b r e y 11 lögum eða samþyktum félagsins, aukið hlutaféö, stilt svo til að menn, þeim þóknaniegir, gerist hluthaf- ar og kosið þá síðan í stjórn o. s. frv. Vald útlendingaxma til þess að geta með atkvæðamagni breytt ákvæðum samþyktanna eftir vild, gefur þeim vitanlega aðstöðu, til þess að haga öllu eftir shmi vild um stjórn félagsins, lagaákvæði og starfshætti. Þessi síðasta vöm M.- Guðm. er því engu haldbetri hinum fyrri blekkingum hans. — Samkv. framburði hans sjálfs fyrir lögreglurétti „var hann fenginn til að vera í stjóm „Shell á Islandi'V' Yfirlýst þóknim hans, fyrir leppmenskuna, er 2000 kx* 1. Hlutur hans (sexmilega „fríaxí- ur“) 2000 kr. og atkv. 2! Alt er þetta mikil smán íyrir M. Guðm. og ófrægilegt íyrir þjóðina, að fyrv. dómsmálaráðherra landsins hefii' atað sig út á slíku. Þó verður minkun M. G. að meiri við það, að reyna sífelt með einni blekkingu af annari, að skrökva sig frá þeirri ósæmd, sem hann hefir bakað sér. — F y r s t tekur hann fulia gúla um það „að eng- ii' geti ráðið yfir eignum félags- ins nema Islendingar“ og það er hrakiö með þeirri staðreynd, að útl. hafa næx' tvöfalt atkvæða- magn á móti ísl. Þ á telur hann yfirráðin trygð með því, að engir geti verið í stjórninni nema Is- lendingar. Og þegar sýnt er fram á, að í því sé engin trygging meðan útl. geti ráðið hverjix- séu í stjórn, jafnt og þeir geta ráðið öllu öðru í félaginu, reynir hann e n n að biekkja landsmenn með staðhæfingum um þaö, að ekki sé, vegna ákvæða félagslaganna, unt að skifta um menn í stjórninni! En þetta síðasta reipi sitt ætti hann að nota fyrir hengingaról í þessum umræðum, af því að hann gerir sig með því enn beran að Skýrsla til atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytisins um lramkvæmdir að vega- og brúagerðum 1928. í fjárlögum 1928 var veitt til vega- mála kr. 834450,00, en samkvæmt reikningum hefir kostnaðurinn orðið kr. 1191133,96 og er þannig umfram- eyðsla er nemur kr. 356683,96. Er hún mest á þessum liðum: Viðhald og umbætur þjóðvega kr. 120000. Brúargerðir kr. 127000. Tillög til sýsluvega vegna lögbund- inna framlaga til sýsluvegasjóðanna kr. 48000. Auk þessa var samkvæmt heimild í sérstökum lögum eða samþyktum Alþingis unnið að vegabótum fyrir samtals kr. 193533,21 er greiddar voru úr ríkissjóði. Hér við bætast svo framlög sýslu- og sveitarfélaga, sem mér telst að hafi numið samtals um 135 þús. kr. Hefir þannig verið unnið fyrir um 1 milj. 520 þús. kr. að vegabótum, auk annara framlaga sýslu- og sveit- arfélaga, en hér hafa verið talin. Er talið að samtals hafi verið unn- in 74490 dagsverk (10 klst.) auk allr- ar vinnu í sýsluvegum. Til saman- burðar má geta þess, að tilsvarandi tala nam: 1927 59912 dagsverk 1926 51318 — 1925 22496 — Eru þannig dagsverkin um 24% íleiri en 1927. Dagsverkum á sýslu- vegum hefir fjölgað tiltölulega enn meir. Notkun bifreiða í stað hestvagna tii malarflutnings i vegi hefir og auk- ist mjög mikið, en timi hefir ekki enn unnist til þess að telja saman þæi- tölur. I. Akbrautir á þjóðvegum voru gerð- ar sem hér greinir, og nam kostn- aður rikissjóðs samtais 394 þús. kr., að meðtöldum kr. 111246,00 tii þing- vallavegarins nýja. Kjalarnesvegur. Lagður var kafli 1,7 km. að lengd og vegurinn full- gerður að Ártúnsmelum. Kostnaður varð kr. 11134,84, sem greiddur er að % hluta af sýslusjóði Kjósarsýslu og Kjósarhreppi. Stykkishólmsvegur. Lagður var kafli undan Hjarðarfelli fyrir vestan Grímsá og fullgerðir vegarkaflar hjá brúm á l.axá, Kleifá og Fáskrúð, sem einnig voru smíðaðar. Fullgerðir kafiar voru samtals um 3,2 km., en að nokkru leyti var undirbygging þeirra gerð 1927. Kostnaður varð kr. 9991,53. Hvítárbraut. Gerður var stuttur kafli frá Hesti að vegamótum þjóð- vegarins á Götuás og smábrú steypt á læk á þeirri leið. Að öðru leyti var brautin fullgerð beggja megin Hvítár-brúar og endurbættir nokkuð eldri kaflar. Nýir kaflar voru sam- tals um 0,6 km. Allur kostnaður varð kr. 2984,47. Norðurárdalsvegur var fullgerður skamt norður fyrir Sanddaisá. þá var hlaupið yfir kaflann fram fyrir Fomahvamm, en byrjað þar á vega- gerð áleiðis fram að Holtavörðuheiði. Voru alls fullgerðir 8,7 km., sem kostaði kr. 60434,74. Vesturlandsvegur. Ákveðið var að geyma til næsta árs 10 þús. kr. fjár- veitingu til vegagerðar hjá Dals- mynni áleiðis vestur í Dali um Bjarnadai og Sökkólfsdal. Er nú byi'jað á þeirri vegagerð. Húnavatnssýsluvegur. Lagður var 8,0 km. langur kafli vestan Víðidals- ár inn á vegamót gamla þjóðvegar- ins á Miðijarðarhálsi. Vegur þessi var gerður fær, en er ekki fullgerður fyr en 1929. Iíostnaður varð kr. 43918,80. Vallhólmsvegur var fullgerður frá vegamótum austan í Reykjarhóli um Húseyjarkvisl austur undir brúna á Iléraðsvötnum á Grundarstokki, er gerð var 1927. Er þessi kafli um 3,5 km. að lengd og kostaði kr. 28953,01. Undirbygging var að nokkru gerð 1927. pelamerkurvegur var fullgerður yf- ii Bægisá um 2,5 km. og kostaði kr. 15669,58. Vaðlaheiðarvegur. Fullgerður var 0,7 km. langur vegarkafli, vestan undir Vaðlaheiði um svonefnda Eyr- arlandsfit. í Vaðlaheiði var gerð und- irbygging vegar að lengd 4,16 km., þar af fullgerður kafli að lengd 2,875 km. Iíostnaður nam kr. 37940,34. Vopnafjarðarvegur. Byrjað var á vegagerð frá Vopnafjarðarkaupítúni inn að Hofsá og lagður um 1,91 km. larigur kafli, sem kostaði kr. 11739,54. Hróarstunguvegur. Fullgerður var 3,4 km. langur kafli og ennfremur gerð undirbygging 800 m. að lengd. Var þá enn ólagt að Jökulsárbrú hjá Fossvöllum tæpirX 200 metrar. Kostn- aður varð kr. 18736,91. Skaftárhraunsvegur. Ákveðið var að gevma til næsta árs (1929) 10 þús. kr. fjárveitingu til vegagerðar yfir Brunahraunið undan Fossnúp um Teigingarlæk að Hverfisfljótsbrú í Fljótshverfi. Biskupstungnabraut komst að Vatnsleysugili, og var fuligerður 4,12 km. iangur kafii, og hafði að vísu undirbygging að 2,02 km. vegarlengd verið gerð 1927. Ennfremur var gerð undirbygging að um 0,5 km. löngum kafla austan Vatnsleysugils og ioks endurbættur tii muna sá kafli, sem lagður var 1927. Kostnaður ' varð kr. 24386,62. Hólmahálsvegur. Byrjað var að liaustinu að gera akfæran veginn um Hólmaháls milli Eskifjarðar og Reyð- arfjarðar. Byrjað var sunrian við Eskifjarðarárbrú og ruddur og lag- íærður uín 3 km. langur kafli. Nam kostnaðurinn kr. 7799,35, sem Eski- fjarðarhreppur og sýsiusjóður Suður- Múlasýslu hafa greitt að % hluta. þiugvallavegurinn nýi. Samkvæmt sérstakri heimild Alþingis var byrj- að á þessum vegi, er liggur af Mos- fellssveitarvegi skamt sunnan við Köldukvísl, um gamla sýsluveginn í Mosfellsdal, sunnan við Sauðafell og á núverandi þingvallaveg nálægt 39 km. frá Reykjavik. Var gerð undir- bygging hins nýja vegar að lengd 13,48 km., en allur er hann að lengd frá vegsenda garula sýsluvegarins hjá Laxnesi 17,6 kin. Malarborinn var kafli 9,2 km. að lengd og einnig gerð ræsi öll á þeim kafla. Gamli sýsluvegurinn var breikkaður og er nú, eins og nýi vegurinn, 4,0 m. á breidd. Kostnaður við vegabætur þessar nam samtals kr. 111246,12. Á þingvöllum var byrjað á nýjum vegum sérstáklega á vegi sunnan við prestsetrið áleiðis að Valhöll hinni nýju og varið til þeirra framkvæmda .samtals úr rikissjóði kr. 9188,20. II. Til viðhalds og umbóta þjóðveg- nm var varið kr. 357691,82 og er þar nýrri blekkingu og reynir að fela þá staðreynd, að í ákvæðum sam- þykta félagsins er engin trygging fólgin, af þeirri einföldu ástæðu, að hinir útl. hluthafar geta, sam- kv. landslögum b r e y 11 slíkum ákvæðum samþyktanna eftir vild sinni. — M. Guðm. hefir þannig runnið um allar koppagötur ófremdar sinnar í þessu máli, hraktist úr hverju skúmaskoti blekkinganna og gert sig, ofan á alt annað, beran að vísvitandi ósannindum um staðreyndir. — Munu engin dæmi þess, að fyrv. valdhaí'i landsins hafi, vegna fé- girndar og vesælmensku gagnvart útlendingum, komist í þvílíkar ógöngur og ófermd frammi fyrir öllum landslýð. Búf jáxhöld íhaldsmanna. Alþbl. birtir 22. sept. síðastl. nokkuð af „trúnaðarmálum" liiafdsmanna. Segist blaðinu svo írá, að fyi'ir skömmu síðan hafi maöur nokkur komið inn á skrif- stofu blaðsins og haft meðferðis skjalamöppu allfyrirferðarmikla og lagiega útlits. „Leyfði hann rit- stjöi’a Alþbi. aö skoða grípinn og iíia a innihaldið“. Á möppunni stóo „Landsmálafélagið „Vörður“ og auk þess áritun er gaf til kymia, að hún tilheyrði í fyrsta iagi akveðnu „hverfi“ í bænum og þarnæst ákveðinni „deild“ í því hvei'fi. Verður aí því ljóst, að ihaldsmenn hafa skift bænum niður i hveríi og deildir, ákveðn- urn mönnum til yfirsóknai'. Innan ur möppunni kom fyrst skjal nokkurt og var það tilkynning til onaingreinds manns um að hann væri kosimi i fuiltrúaráð „Sjálf- stæöisiiokksins“ í Reykjavík, undirrituð af Guðm. Jóhannssyni og viðkomandi. aðalílokks- eða deiidai'stjóra. Næsta skjal voru ít- arlegar leiðbeiningar og fyrirmæli um það, hversu fulltrúamir skuli iiaga störfum. sínum. Er þar, í stuttu máli sagt, lagt fyrir þa, ao halda skýi-slur yfir allar sálir í umdæmi þeirra, snuðra eftir öll- um hugsanlegum leiðum um stjórnmálaskoðanir hvers manns, gefa nákvæma skýrslu ,um brott- flutning og innfiutning fólks í í deildirnar og vera ávalt til taks, ef þeir eru af stjórn landsmála- félagsins kvaddir til annara starfa í þágu fiokksins. Þar næst kom skýrsluformið og voru þar á rit- uð nöfn margi’a kjósenda, en sem með talinn bifreiðaskatturinn að upp- hæð 50 þús. kr. og 8 þús. kr., sem varið var til vetrarviðhalds á Suður landsbraut austur yíirHellisheiði og til þess að greiða þar fyrir vetrarum- íerð. Voru víða gerðar slíkar umbætur, lagðir kaflar eða umbættir eldri veg- if ruddir og mölbornir, að bifreiða- ferðir hófust i fyrsta ,sinn milli iands- fjórðunga. 1927 og 1928 var lokið að gera brýr yfir þær ár á þjóðveg- um milli Borgarness og Norðurlands og Borgamess og Stykkishólms, sem til þessa höfðu verið farartálmi bif- íeiðum og voru þá engar óbrúaðar ár lengur þvi til fyrirstöðu, að fara mætti um leiðir þessar tálmunarlaust að sumarlagi. Jafnframt var lokið vegagérðum í sveitum um þá kafla, þar sem torfærur höfðu verið mestar. Hinsvegar ekki ýkja mikið verk að lagfæra svo vegi um heiðar þær, er þjóðvegur liggur um milli bygða, að akfært yrði sumartímann, sem og tókst, ekki síst vegna þess, hve sum- arið 1928 var óvenju þurviðrasamt. Fjárveitingar til þessara fram- kvæmda námu 1928 kr. 238000,00 og var því eytt nálega 120 þús. kr. eða um 50% umfram fjárveitingu. Með vaxandi bifreiðaumíerð er og eðlilegt, að viðhalds- og umbótaþörf veganna aukist til mikilla muna frá því, sem verið hefir. Sérstaklega þarf að vanda betur til slitlagsins, en þörf var fyr- ir hesta og kerruumferð og hleypa þær umbætur víðast kostr.aðinum æði mikið fram. þannig er nú viðhalds- kostnaður sumra akbrautanna kom- inn yfir 1000 kr. á hvern km. vegar, og má það heita hátt, samanborið við viðhaldskostnað malarvega, L d. í Noregi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.