Tíminn - 12.10.1929, Qupperneq 1

Tíminn - 12.10.1929, Qupperneq 1
(Sfaíbferi oft afgwi&slurna6ur Ciman* er Hjjnnrcig p o r s! c i n s6óttir, Sxurnfcanösijústnu. Hrffjaríf. ^fgrcibsía limans er i Sambanbsíjástnu. (Dpin öaglega 9—\2 f. 4* S>imi <196. XHL ðr. Búnaðarfél. Islands m og^hrossaræktin. Er Búnaðarfélag íslands hóf umbótaviðleitni sína, um s. 1. alda- mót, lá fyrir J>ví mikið verk í þágu hrossaræktarinnar. Sakimar stóðu svo, að íslendingar höfðu vanrækt hrossin, um margra alda skeið, nema hvað einstaka menn höfðu reynt að hlú að sínum eigin stofnum. Sjaldan gengu þessar kendir mannanna að erfðum í maiga liöi, og því orsakaði þetta aðeins litla öldugára á yfirborði fjöldans, sem dóu út fyr en varði. Hvert sinn, er harðan vetur bai' að garði, hvað við í hrossasveitunum að það væru hrossin sem dræpu, hrossin sem yllu heyleysinu, jafn- vel þó þau fengju aðeins moð og rekjur. Maðurinn átti aðeins pina. hönd gagnvart hestinum: þá að þiggja, taldi jafnvel eftir honum þá björg, sem aldrei var veitt. Yar þetta runnið þjóðinni svo í merg og bein, að exm heyrasti iaddir, sem telja eftir hrossum það, sem þau bíta, hvað þá það sem þau kunna að fá inni, telja sér tölur út af eyðileggingum þeim, sem „hrossakj af tamir“ valda. Um þessar mundir bryddi þó á hreyfingum á stöku stöðum, sem virtust stefna í umbótaátt. Víðast vantaöi þó þessar hreyf- ingar það almenna fylgi, sem þurfti til þess að þær gætu orðið hrossastofninum til þess fram- gangs, sem áhugamennimar ósk- uðu. Þannig stóðu sakimar, er Búnaðarfélag íslands byrjaði að skifta sér af þessum hlutum. Eitt af því, sem Búnfl. Isl. lagði sérstaka áherslu á frá upp- hafi, var að hvetja bændur og leiðbeina þeim við jarðyrkjuna, og leiðin að þessu takmarki var að kenna mönnum að yrkja jörðina með hestafli. Þótti þá mörgum, sem stundað höfðu jarðyrkjunám erlendis, að hestamir íslensku væru smáir borið við þá hesta, sem hinar þjóðirnar notuðu aðal- lega. Varð því sú skoðun ríkjandi hér, að rækta þyrfti íslensku hestana svo, að þeir yrðu stærri og sterkari en verið hefðu, svo að þeir önnuðu að draga jarð- yrkjuverkfæri og flutningavagna, sem fylgdu þá vegalagningunum. 1 sömu áttina stefndi og erlendi markaðurinn, eins og hann birtist bændunum, því hrossin voru að miklu leyti verðlögð eftir hæð. Beittist nú Búnfl. ísl. fyrir því, að bændur stofnuðu með sér fé- lög, til að stækka hrossin og prýða, með úrvali undaneldis- hrossanna, en félög þessi skyldu starfa í skjóh laga um kynbætur hrossa, frá 1891. Var fyrsta fé- lagið stofnað 1904, í Austur- Landeyjum. Styrkti Búnfél. Isl. þennan félagskap, bæði til að eignast stóðhesta og til að koma upp girðingum fyrir kynbótar hrossin. Þrátt fyrir þennan styrk fjölgaði félögunum ekki syo ört sem vænta mátti, líklega af því að árangurinn af þessari viðleitni var ekki eins mikill fyrstu árin, og krafist var af einum og öðrum, sem ekki höfðu kynt sér aðstöðu félaganna til að starfa. Fyrsta boð orðið var, að hrossin skyldu stækka. Var því sú krafa gerð til kynbótahestanna, að þeir væru stórir, en þar sem það var aðal- krafan, urðu aðrir, mjög nauð- synlegir kostir, oft útundan, svo sem andlegt atgerfi, þéttleiki í byggingu, fimleiki og fjölhæfni í gangi. Til að styðja þessa stefnu exm frekara, var stofnað til sýn- inga á undaneldishrossum, í fyrsta sinni að Þjórsártúni 1906, en ekki hófust þó sýningar í öll- um aðalhrossahéruðunum fyr en 1912. Er starfsmönnum B. I. var fjölgað, um 1920, var hrossasýn- ingunum einnig fjölgað til muna, og 1925 setti Búnaðarþingið fast- ar reglur fyrir þeim í öðrum stuð.ningi fyrir hrossaræktina. Voru reglur þessar birtar í Bún- aðarritinu það ár, og eru óbreytt- ar enn. Eftir að dálítil reynsla fékst á þessari aðferð við val kynbóta- gripaima, og málið upplýstist að öðru leyti nokkuð eftir því sem árin liðu, kom glögglega í ljós, að hæð og lengd hrossanna var ekki sá mælikvarði sem hægt væri að leggja á þau til að finna nota- gildi þeirra eða raunverulegt verð- mæti. — Hrossastofninn bar glögg merki óræktarinnar og harðréttis- ins, sem hafði hvílt eins og skuggi yfir honum, um margra ára skeið, og valdið margháttuðum bj gging- arlýtum, og göllum á skapferli hrossanna. Þetta þurfti og þarf að lagfæra með skynsamlegu úrvali undaneldishrossanna, og bættri meðferð alls stofnsins. Takmarkið sem nú er stefnt að, er að fá hrossin reist, réttvaxin og þéttbygð, iétt í hreyfingum og ganghrein, fjörug, djörf og lífs- glöð. Næðist þetta takmark, yrðu hrossin þolin í vinnu, létt á fóðri, og svo auðveld að hver sem væri gæti farið með þau, og fjöldi góð- hrossa fæddist upp. Er þá von- andi að bændur noti sér ódýrt vinnuafl hrossanna til heimilis- anna, í stað þess að kaupa það að, og ólíklegt er það, að Islendingar séu svo breyttir, frá því sem áður var, að þeir kuxmi ekki lengur að meta og njóta góðra reiðhesta. Þá er og líklegt að selja megi er- lendis falleg og góð hross íslensk aæmilegu verði, þó óvöldu hross- in, sem nú eru boðin þar seljist illa. Byggi eg þessa skoðun á því fyrst, að smáhestar af ræktuðum kynjum seljast þar vel til ýmsrar léttrar vinnu, og í öðru lagi á því, að umfram þessa hesta hefir Is- lendingurinn fjör og fjölhæfni í gangi. Ýmsir útlendir menn, sem ferðast hér á hestum, hæla þeim mjög mikið, og eni hrifnir af kostum góðhestanna. Er líklegt að þeir séu sama sinnis er þeir koma heim til sín, og því sé mögulegt að vinna ágætum hestum íslensk- um markað, hjá þeim möxmum, erlendum, sem stunda skemtanir og íþróttir á hestbaki. Nú er horfið frá því hér, að gera háar kröfur til stærðar kyn- bótahrossanna. Byggist þessi breyting á þeirri staðreynd, að stærðin kemur sjálfkrafa ef með- ferðin batnar á hrossastofninum, en sé stærðin áunnin með úrvali einu, verða hrossin grófbygð, óþol- in í vinnu og ekki holdasöm. — Því er það, að B. I. vill vinna að þeirri stefnubreytingu í hrossaræktinni, að fækka þeim svo að hægt sé að fóðra þau öll sæmilega, og jafnframt því, vanda svo úrvalið á undaneldishrossun- um, að andlegir og líkamlegir gall- ar þeirra verði að þoka fyrir Reykjavík, 12. október 1929. 63. blað. Hagkvæmt ljós minna strit og umstang vaxandi göfgi og þreki, og öðmm þeim kostum, sem prýða góðan hest. Nú sem stendur starfa um 40 félög fyrir þessa hugsjón, og líklegt að nokkur bætist við í ná- inni framtíð. Th. Á. ----0----- Ritfregnir Jón Magnússon: HJarÖlr. Rvík 1929. Fyrir fjórum ánxm komu „Blá- skógar", fyrsta ljóðabók J. Magn- ússonar, út. Var þeirra víða að ■ góðu getið, enda var þar margt snoturra kvæða, og sem heild sýndu þeir tvo mikilsverða kosti upprennandi skálds, smekkvísi og formfágun. — Og skáldið lætur ekki þær góðu vonir bregðast, sem „Bláskógar“ vöktu. Nýja bókin „Hjarðir" er gædd sömu kostum og það í enn ríkulegra mæli. En auk þess kemur þar fram meiri persónulegur þroski, stærri mynd- ir, sterkari tök á viðfangsefnum, aukið æskuf jör og lýriskara eðli. Skifta mætti kvæðinn J. M. í tvo aðalflokka. Annai's vegar eru létt og lipur, lýrisk kvæði, hins vegar traustbygð kvæði sögulegs eða heimspekilegs efnis með gný í máli, stórum myndum og þxmg- um undirsti'aumi pei’sónulegra til- finninga. Sum lýfisku kvæðin eru með þjóðkvæða- eða þulublæ. Það er nýr sti’engur 1 Ijóðagerð höfundar. Þau eru einkai* þýð og smekkleg og eiga sennilega eftir að afla sér mikilla vinsælda. „Sátum við hjá sænum“ er ástakvæði með lit- brigðum ýmsra tilfinninga. Þessi erindi geta gefið hugmynd um efni og foxm: „Sátum viö hér saman ein. Silfraði glóey unnarstein. Móðir synti ein og ein með ungana sína smáu. — Vonin helst var handasein að hirða þá, sem lágu á söndunum silkibláu. Við réistum okkur háa höll. Hún var geislum drifin öll. En kaldur gustur fór um fjöll, féllu brim að landi. Höllin okkar hrundi öll. Hún var reist úr sandi, reist úr sjávarsandi". Bestu kvæðin í fyrra flokknum eru „Fjáreignin“, „Bjössi htli á Bergi“, sem bregður upp átakan- legri mynd af kjörum umkomu- leysingjans, svo látlaust og snild- arlega, að lesandinn fixmur svið- ann í sál hans, — og síðast en ekki síst „Vorið“, smákvæði, sem er heilsteypt listaverk. Það lýsir áhrifum vorsins á listræna sál, sem örðugleikar hafa bundið í báða skó ;■ „Eirðarleysið í. mér brann. Enga ró né hvíld eg fann. Grænkuðu grundir. Greru skógarlundir. — það voru mér þungar raunastundir. Seinast tók mig sól í fang. Svalg eg þor og megin. Eftir langan lestagang lagði eg draumaveginn. — Mikið varð eg frelsi mínu feginn" Lengsta kvæðið í bókinni er „Bifröst“. Það er eins konar saknaðar- og minningarljóð. Þar hefir höf. ekki náð þeim tökum á efni, sem honum eru annars lag- in. Einkum er síðari hluti, sem gerist ýmist á himni eða jörðu, nokkuð laus í sjer, svo að -heildar- áhrif fara út um þúfur, enda þótt hver einstök vísa sé vel kveðin og sumar myndir kvæðisins stór- íallegar. I síðara flokknum eni mörg af- bragðskvæði, t. d. „Sigurður skáld á öndverðarnesi“, „Áramót“, „Gestir“ og „Hreiðar heimski“, Hið síðastnefnda er e‘f til vill eitt- hvert besta kvæði bókarinnar. Efnið er sögulegt, tekið úr þætti Hreiðars heimska, en annars er lýst atviki, sem þátturinn er sagnafár um, er Hreiðar flytur Magnúsi konungi drápuna. Um leið og kvæði Jóns er ágæt við- bót við gamla sögn, á það dýpri rætur. Þar finnum vér söguna um ei’fiðleika listamannsins, sem á stöðugt í berhöggi við kulda og skilningsleysi mannanna. — Það er ekki árennilegt fyrir Hreiðar að kveðja sér hljóðs, annars veg- ar háð hirðarinnar, hins vegar vantraust konungs: „þröngt var skáldi hallargólf hilmis. Hirðin gervöll sat um hvert orð. Skutu gneistum skimandi augu. Skullu þungar hnútur um borð.------ Fyrst var sem úr hendingum horfinn hljómur allur — frosinn í dá. Tungan ekki treganum náði. Tónninn lcalt i stefjunum lá-------“. En Hreiðari vex ásmegin. Hirð- in verður að ljá honum eyxu: Skáldið kvað. — Með stækkandi straumi stigu ljóðin hendingasnjöll, eins og vaxnar elfurnar brjóta isinn, þegar hlánar um fjölL Braust þá fram með eldinga afli ómur hver og leyndasta þrá. Orðin voru höfugum hituð harmi, sem á brjóstinu lá“. Næsta erindi, sem segir frá fullnaðaraigri Hreiðars er eixrna Þakkarorð. öllum hinum mörgu og góðu vinum mínum í önundarfirði, sem lýst hafa vinarþeli sínu í miim garð, bæði með stórgjöfum og á ýmsan annan hátt, við brottför mína þaðan nú, sendi eg hina hugheilustu þakkar- kveðju. En hinni fjölmeimu áskonm um að flytja ekki alfarinn af Flateyri, get eg að svo stöddu ekki svarað öðru en þessu: Við bíðum og sjáum hvað setur. B. t. Isaíirði, 5. okt. 1929. Snorri Sigfússon. veigaminst, en aftur á móti eru lok kvæöisins ems og góóskáldi sæxmr og iaus viö þá „utlegging textans , sem yms þjóöskaict vor naia imytt aitan viö áhka sögu- kvæoi. Jtixjomfall kvæöisins er í ágætu samræxm viö eimö. Vert er aö taaa eiur uppharsnnunni, „þröngt vai’ skaiui hailargólí hilmis’*. xirynjandi hennar iysir betur en nokkur orö, hvernxg hirömenn konungs „skauttoga” Hreiöar og „íæra í reikuð“, eins og það er oröaö 1 þættmum. Nvæðm í þessum ílokki standa hinum fyrri yfirleitt fullkomlega jaínlætis. Hvergi njóta sérkenni skáidsins sín betui’, ágætt vald á tungumii og skýrleiki í hugsun. Hér hefir J. M. skapað stórfeld- ustu og frumlegustu myndir sín- ar, náttúrulýsingar, sem standa meðal hixma fremstu í ísl. ljóð- um, t. d. upphafserindið. á kvæð- inu „Haust“: „í Ránarfaðm er sólin sigin. Hún sefur þreytt af göngu dags. í vestur halda húmsins fákar. þeir hrista um loft hið brúna fax. Úr sporum þeirra dimman drýpur, sem dögg, er klæðir fjall og skóg. þeir íeta létt og hópinn halda, uns hófar troða bláan sjó". „Hjarðir“ hafa svo mikið til brunns að bera af sannri list, að bókin skipar höf. tvímælalaust sess meðal fremstu núlifandi skáldá vorra. Hitt er verkefni fyr- ir bókmentasögu í framtíðinni að meta ljóð hans og skýra í sam- bandi við ytri lífskjör 0g æfifeiil. Þegar sá þáttur verður skráður, mun þjóðin ekki einungis hylla skáldið, heldur einnig dást að at- orku- og gáfumanninum Jóni Magnússyni. Svb. Sigurjónsson. ----o——

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.