Tíminn - 09.11.1929, Síða 3

Tíminn - 09.11.1929, Síða 3
TIMINN 237 og naut sín vel í áhrifamikilli meðferð Skagfields. Gat dóms- málaráðherrann þess í ræðu sinni, að einsdæmi myndi vera að tónsmíðar yrðu til á ferðalagi slíku, sem kostur væri á yfir vegleysuna milli Minniborgar og Laugarvatns. Þótti þetta rösk- lega af sér vikið af Emil, enda er hann fjölhæfur og ágætur listamaður. Leiðinlegur misskilningur. Eftir því sem Mbl. segist frá hefir Gísli símstjóri sent Gísla Sveinssyni í Vík, skeyti til að þakka honum, að nú er kominn sími til Hornafjarðar sunnan- lands. Að sögn kunnugra manna hefir G. Sv. ekki lagt annað til þessara mála, en að ætla að koma óeðlilegum og ósanngjöm- um byrðum, í sambandi við síma- lagninguna, á bændur í Skafta- fellssýslu, og stóð svo uns Lárus Helgason hjó þann hnút sundur, sem sýslumaður hafði riðið. Hin- ir sönnu forgangsmenn þessa máls eru Forberg heitinn sím- stjóri, Tryggvi Þórhallsson for- sætisráðherra og Þorledfur Jóns- son í Hólum. Forberg vildi spenna símann um land alt, en Þorleifur og Tr. Þ. voru mestir valdamenn í fjárveitinganefnd Nd. er þingið afréð að byggja línu þessa. Síðan var Tr. Þórh. atvinnumálaráðherra bæði þau ár, þegar síminn var lagður. — — Ókunnugleiki símstjórans í þessu máli, virðist vera meiri en gera mætti ráð fyrir af manni í hans stöðu. En sá ókunnugleiki hefir aftur fætt af sér annað skeyti, frá Gísla Sv., sem betur hefði verið stefnt, til fyrverandi landsímastjóra, Forbergs. A+B. Fimtardómur. Norðmenn gera. mikið að því að taka upp aftur fom orð og heiti úr gullaldarmáli og lífi þjóð- arinnar. í því skyni skírðu þeir aftur höfuðstaðinn Osló og nú nýverið gömlu höfuðborgina Niðarós. Norðmenn vilja með þessum hætti tengja aftur hið frjálsa og sterka nútímaríki við hina glæsilegu fornöld. Þannig brúa þeir yfir hnignunartímann, þegar Noregur laut útlendu valdi. — Á þjóðveldistímanum, é gull- öld íslendinga hét æðsti dómstóll landsins fimtardómur. Síðan kom erlend áþján og erlent dómsvald í margar aldir. En þegar loks íslendingar fengu dómsvaldið inn í landið voru þeir orðnir svo vanir erlenda fjötrinum, að þeir héldu erlendu nafni í lélegri þýð- ingu á æðsta dómstól sínum. Norðmenn hefðu vitað hvað þeir hefðu átt að gera á 1000 ára há- tíð Alþingis. Þeir hefðu endur- reist dómstól lýðveldistímans, endurskapað fimtardóminn. Keflavíkurhernaður æsingalækna. Klíka embættislausra lækna hér í Reykjavík er komin í broslegar ógöngur með hemað sinn út af Keflavíkurhéraði. Samkvæmt ráð- stöfunum Læknafélagsins hafa þeir stungið undir stól 17 um- sóknum lækna um héraðið og þar á meðal Helga læknis Guðmunds- sonar í Keflavík, sem hefir í raun réttri þjónað héraðinu launalaust nokkur undanfarin ár. Ennfremur munu æsingalæknam- ir hafa lagt áherslu á það, að nefndur Helgi læknir gerði ekk- ert, til þess að afla sér meðmæla í héraðinu. En er þeir hafa búið þannig um hnútana fara þeir sjálfir á stúfana, til þess að safna áskorunum oddvitanna í læknis- héraðinu, til ríkisstjómarinnai’, þess efnis, að veita héraðið Jón- asi Kristjánssyni lækni. Þannig hafa læknarnir beitt kúgun við Helga lækni, til þess að fyrir- muna honum umsókn um héraðið og síðan bakferli um leið og þeir brjóta þá reglu, er þeir þykjast vilja fylgja og grípa sjálfir til þess ráðs, sem þeir þóttust vera að vinna á móti. M. Guðm. og útvarpið. Pistlasmiðurinp. í Verði, M. Guðm., kveðst óttast það, að hlutdrægnin verði beitt við starf- rækslu útvarpsstöðvar ríkisins. Kunnugum mun þykja M. Guðm. alldjarfur, ag minnast á útvarp. Hann var sjálfur pottur og paima í útvarpsfyrirtæki því, er stofn- að var til hér á landi fyrir nokkr- um árum. Átti það að verða eins- konar lögverndað klíkufyrirtæki, þai’ sem hann og nokkrir hans nótar hirtu ágóðan. En er fyrir tækið reyndist samkvæmt því, er til var stofnað og alt lenti í ófremd og trassaskap mun hann hafa viljað koma þar lítið við sögu en eftirlátið húsbónda sín- um, Lárusi Jóh., að plokka fugl- inn. — Hið eina, sem mönnum er minnisstætt í sambandi við út- varp M. Guðm. var hin hneyksl- anlega ósmekkvísi og hlutdrægni, sem þar var beitt, er út var varp- að íhaldsskrumi og pólitískum ósarmindum Mbl. Er heimska M. Laugarvatnsskóli. Ilér mun vakin vösku taki Vitaðsgj afi Suðurlands; leiftur margt og ljóma bjartan leggja skal frá stöðvum hans, nýtar mentir — minna af prenti. meira af lífi og vori í senn, heilum krafti, uns hefjast aftur Haukdælir og Oddamenn. Rík er moldin, fríð er foldin, fjöllin eggja að stefnt sé hátt. Mikli vitinn hulins hita, Ilekla, skín í morgunátt. Gjörvalt láð til glæsidáða geirþjóð hvetur fjörs og þors, fram að halda ár og aldir undir merkjúm dags og vors. J. Th. Guðm. furðuleg, að vilja sjálfur með tilsletni og getsökum rifja upp og minna á þá smán, sem hann hefir bakað sér í sambandi við þetta mál, þar sem hann hef- ir, eins og víðar, smækkað fyrir eigin tilverknað. Laxveiði og klak. Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi í Skagafirði er nýlega kominn heirn hingað úr Noregs- för, þar sem hann var að kynna sér klak laxa og silunga og veiði- löggjöf Norðmanna. Hefir Ólafur orðið margs vísari um þessi efni, sem okkur má að haldi koma við framtíðarskipun þeirra mála. Kveður Ólafur opinberar skýrsl- ur sýna, að laxinn gangi til þurð- ar í Noregi, þrátt fyrir mjög víð- tælct klak. Kenna sérfræðingar um laxveiði Norðmanna í sjó, sem er rekin af miklu kappi við strendur og útsker um endilang- an Noreg. Reynist torvelt að fá breytt ákvæðum um þessi efni, þrátt fyrir álit og tillögur sér- fræðinga, vegna síngimi og of- ríkis þeirra manna, er stunda veiðina í sjó. — Mun ólafur að líkindum láta til sín heyra um þetta mál hér í blaðinu, áður langt um líður. Fjailvegimir og strandferðirnar. Ihaldsmenn hamra látlaust á því, að ástæðulaust sé að auka strandferðir úr þessu, heldur beri að leggja alla áherslu á vegina, því að fólksstraumur og flutn- ingar með ströndum fram hverfi til bílferðanna. Framsóknarmenn benda aftur á, að þótt rétt sé og sjálfsagt að leggja alla áherslu á vegi, þá sé samt óhjákvæmilegt að auka strandferðirnar og eru færð fram þessi meginrök: 1. Sumum landshlutum á Vest- fjörðum, Austfjörðum og víðar verður ekki komið í samband við vegakerfi landsins enn um langt skeið og sumum ef til vill aldrei vegna ókleifra staðhátta. 2. Hversu góðir akvegir, sem lagðir ei'u yfir öræfi og fjallvegi landsins verður ekki með neinum úrræðum, eða íhalds-speki spom- að við því að íslenskt veðuráttu- far fari sínu fram. Þetta kom áþreifanlega á daginn nú í haust, er ekki eingöngu fjallvegirnir, heldur nálega allir vegir á stór- um svæðum á landinu lokuðust og urðu alófærir um miðjan oktö- ber. Gæti slíkt jafnvel fyr að höndum borið. Intemational-Deering. Á öðrum stað í blaðinu aug- lýsir Samband ísl. samvinnufé- laga, að það hafi tekið við sölu International-Deering véla frá firmanu Intemational Harvester Company, sem hefir aðalbæki- stöð sína í Chicago í Bandaiúkj- unum. I. H. C. er hið langstærsta fyrirtæki í heimi um alt er lýt- ur að framleiðslu og sölu land- búnaðarvéla og verkfæra. Aðal- verksmiðjur I. H. C. eru í Bandaríkjunum og Canada, en auk þess hefir það stórar verk- smiðjur í Frakklandi, Þýskalandi og í Svíþjóð. Söludeildir I. H. C. eru dreifðar um flestöll menning- arlönd. Nam sala þess í Norður- álfunni yfir 300 milj. króna síð- astliðið ár. Fram að þessu hafa I. H. C. vélar og verkfæri verið keypt hingað' frá Danmörku og Noregi, en fyrir eftirleitan S. 1. S. hefir I. H. C. fengist til þess að veita Islandi þá athygli að fé- lagið ætlai’ nú að selja Internati- onal og Deering vélar hingað á sama hátt og með sömu kjörum og það selur til annara menning- arlanda, þar sem söludeildir þess starfa. Er þetta gert að rannsök- uðu máli, því einn af fram- kvæmdastjóram I. H. C. var hér á landi síðastliðið sumar til þess að*5^athuga búnaðarframfarir og skilyrði og söluhorfur. Samskon- ar athugun lét félagið gera 1922 en komst þá að þeirri niðurstöðu að hér væri „ekkert að gera“. — Verkfæraráðunautur Sambands- ins, Árai G. Eylands, er nýkom- inn heim frá Svíþjóð eftir að hafa þar rekið erindi það, sem að framan er lýst. Jðrðin Litii-Háls í Grafningi. er til sölu og ábúðar í næstkom- andi fardögum. Ólafur Bjarnason Brautarholti. Herborg Þórarinsdóttir. þegar stofnað var Hróarslækjar- rjómabú skömmu eftir aldamót, var róðin forstöðukona þess ung stúlka norðan úr Norður-þingeyjarsýslu. Hún hét Herborg þórarinsdóttir. Hún sýndi það brátt, að hún var starfi sínu vaxin, þótt sumum eldri bænd- unum þætti hún hvorki mikil á velli né roskinleg í fyrstu. Hún náði fljót- lega þeim tökum, sem með þurfti. Stjórnsemi hennar, röskleika og ein- beitni var við brugðið. Og ekki spilti það vinsældum hennar, hve bamgóð hún var. Kom það sér oft vel, því að rjómapóstarnir voru ekki allir hátt úr grasi vaxnir, og þágu þeir oft góða hjálp og aðhlynningu eftir langa ferð i vondu veðri. Trúlegt er, að margir þeirra iiugsi oft til Herborgar með hlýjum hug. Sjálfsagt er ólíku sam- an að jafna, þingeyjarsýslu og Flóa, en þó fór svo, að Herborg ílendist þar syðra, og hefur ekki borið á öðru en hún yndi sér þar sæmilega vel. í vor sem leið átti hún 25 ára starfs- afmæli við rjómabúið, og nú í haust, 5. nóvember, á hún fimtugsafmæli. Öllum beztu árum æfinnar hefir liún eytt þar við erfitt starf og sjálfsagt ekki ol há laun. En þá uppbót hefir hún hlotið á laun sín, sem best er, ónægjuna af því, að hafa unnið starf sitt af alúð, dugnaði og trúmensku. Með því hefir liún einnig unnið sér almennar vinsældir. Nú verður Hróarslffikjarrjómabú lagt niður, er mjólkurbúið tekur til síarfa. Ætla mætti, að Herborgu væri þar sjálf- valið starf og staða, en svo undar- lega og óhöndulega hefir til tekist, að hún kemur þar hvergi nálægt Ekki er þeim, sem þetta ritar, kunn- ugt, hvað þvi veldur. En hitt er vit- anlegt, að margur mun sakna þar vinar í stað, þegar hún er þar ekki. Auðvitað verður lienni margt til úr- ræða fyrir því. Og þess viljum við óska henni, kunningjar hennar, að henni blessist jafnvel hér eftir sem hingað til það sem hún kann fyrir sig að leggja. Og þeir eru áreiðan- lega margir, sem vilja votta henni þakklæti og árna henni allra heilla nú, þegar hún lætur af starfi eftir langa og dygga þjónustu. Gamall kunníngi. -----O----- hneiksli að enginn spítali væri til í Reykjavík, nema hin gamli, úr- elti spítali í Landakoti, sem út- lend góðgerðastofnun kom á fót og starfrækti. Þegar Guðm. Hannesson var settur í nefnd til að undirbúa ríkisspítala, þá voru tillögur hans svo vitlausar, að þingið fleygði þeim umsvifalaust í ruslakistuna. iStofnkostnaður byggingarinnar átti að vera alt að 3 miljónir kr. og kolaeyðslan framundir 70 þús. kr. á ári! Einn af þingmönnum Framsóknar- flokksins benti á að furðulegt væri að nota ekki heita vatnið úr Laugunum til að hita slíkt hús. Leikmenn á þingi tóku mál- ið úr höndum óvitanna í félags- málum, létu byggja sjúkrahús, í hóf við fjárhagsmátt og þarfir landsmanna og trygðu hitaveitu þangað frá Laugunum við Rvík. Þegar almenningur á Norður- landi hófst handa um að reisa hið fagra og góða berklahæli í Kristnesi, gerði Jónas læknir á Sauðárkróki málinu það litla tjón, sem kraftar hans gátu frek- ast orkað. Og Eyfirðingar urðu lítt varir við vináttu eða stoð Steingríms læknis á Akureyri við það stóra mál. En báðir þessir læknar fyltu sjúkrahúskiefa sína með berklasjúklingum, eftir að landssjóður borgaði fyrir þá. Mun þó almæli, þeirra er séð hafa, að almenningsheill só betur borgið raeð sjúkrahúainu í Kristnesi, heldur en í timburskýlum Stein- , gríms Matthíassonar og „dvergs- ins“ á Sauðárkróki. En sérhags- munum þessara lækni er betur borgið með því að „hamstra“ sjúka menn í skýlum þeirra, held- ur en í Kristnesi. Fyrir nokkrum árum var læknislaust í Barðastrandarsýslu austanverðri. Þá vildi læknaklík- an í Reykjavík senda Barðstrend- ingum einn hinn alfrægasta drykkjumann í læknisstétt, sem til var, mann sem alt of seint liafði hröklast úr sínu embætti, og var með öllu óhæfur til að gegna héraðslæknisstörfum. Tveir þingmenn risu upp á Alþingi og mótmæltu þessu læknahneyksli svo kröftuglega, að klíkan varð að láta undan síga. En auðséð var að „almenningsumhyggjan" fyrir afskekta sveitafólkinu í Barðastrandarsýslu þyngdi ekki samviskuna hjá þeim forsjár- mönnum heilbrigðismálanna, sem þangað völdu hinn þrautpínda drykkjumann. Einn af núverandi forsprökk- um byltingarinnar í Reykjavík, Magnús Pétursson, beitti sér á Alþingi fyrir að rýmka skilyrðin fyrir áfengisnotkun lækna — til lækninga. Spratt brátt upp í skjóli þessarar heimildar hin magnaðasta siðspilling. Allmarg- ir læknar gerðu sér að féþúfu, að selja áfengi til nautna, vel vitandi, að þeir voru að spilia Heilsu manna, og eyða hamingju heimilanna. Allmargir læknar voru annað hvort alveg saklausir, eða sama sem, í þessu efni. En hinir voru ofmargir sem seldu ólyfjan — sér til fjár. Menn skyldu halda að heil- brigðisnefnd reykvíkskra lækna hefði risið upp og mótmælt þess- ari óhæfu, vínsölu til drykkju- manna, undir yfirskyni lækninga. En svo var ekki. Jafnvel heiðar- legu læknarair létu hjá líða að áfella hina brotlegu félagsbræð- ur. IJndantekning frá þessu er þó Vilmundur Jónsson, sem að sögn hefir aldrei gengið „klík- unni“ á hönd, og opinberlega for- dæmt brennivínssölu lækna. Ef til vill hafa einhverir fleiri tekið í þann streng, en ekki svo fast sem skyldi. Ef læknaklíkan í Rvík hefði látið sér mjög ant um heilbrigð- ismálin 1 landinu, myndi hún hafa unnið á móti því, að kar- lægir læknar væru landssjóðs- launaðir í héraðum. En svo var ekki. Læknaklíkan hefir mjög fordæmt ungan lækni sem bænd- ur og búalið í Stykkishólmshér- aði völdu sér með mörg hundruð atkvæða áskorun. Samt vita menn að læknir þessi stundar starf sitt með allri prýði, og hef- ir ekki brugðist vonum héraðs- búa. En læknaklíkan þagði með- an farlama gamalmenni, læknir á landssjdðslaunum, lét áfengis- strauma renna um umdæmi það, þar sem hann átti að vera út- vörður heilbrigðismála. Og hveraig var svo ástatt í hinni frægu Keflavík? Búast mátti við að náðarsól Bjaraa Snæbjörassonar hefði sent þang- að geisla sína. En það er öðru nær. 1 mjög mörg ár hefir setið í Keflavík gamall, farlama læknir, alls ófær til starfa síns. En hann var vel- þóknanlegur læknaklíkunni í Rvík. Farlama maður, ófær til að gegna læknisstörfum fékk um mörg ár að sitja á landssjóðs- launum í Keflavík. Engin af hin- um móði þrungnu byltingarhetj- um hreyfðu þá legg né lið — hagsmunum þeirra og stéttarinn- ar var ekki misboðið. Þess vegna þögðu þeir. En í sumar sem leið tilkynti landsstjómin þessum lækni, að annaðhvort yrði hann að segja af sér með haustinu, eða honum yrði vikið frá. Hinn gamli læknir valdi fyrri leiðina | sem von var. Og um Keflavíkur- i hérað, sem læknaklíkan hafði svo skemmilega vanrækt, era nú hin J fyrstu opinbera átök milli ríkis- valdsins og byltingarlæknanna. Af því sem að framan er skráð sést, að starf margra hinna ein- stöku lækna hefir verið gagnlegt Iog þjóðnýtt, að bæta og græða mein og sjúkleika þeirra sem veikir voru orðnir. En í hinu míkia. og en»þá'. þýðjngami^ra starfi, að ala þjóðina svo upp að hún geti forðast sjúkdóma, hafa aðeins fáir úr læknastétt lands- ins, en að sjálfsögðu þó hinir mestu, lagt nokkuð til málanna. Og félagsskapur læknanna sýnist ekki hafa verið göfugri en svo, að hann hefir algerlega lokað augunum fyrir hinni mestu spill- ingu í stéttinni, brennivínssöl- unni, og hinum mesta aumingja- skap — farlama héraðsiæknun- um. Að lokum hefir vöntun á fé- lagsþroska valdið því, að nokkr- um æsingamönnum í stéttinni hefir dottið í hug að leggja út í, á 20. öldinni, samskonar sér- hagsmunabaráttu fyrir lækna- stéttina, eins og þá sem klerkum germanskra landa vai’ð ofurefli fyrir 400 áram. Frh. J. J. -----o----- Sig. Skagfield óperasöngvari syng- ur i Hafnarfirði í kvöld l* 1/^. Milliþing aneíndir i landbúnaðar- og kirkjumálum era nú komnar saman hér í Reykjavík og teknar til starfa. Slys. Skipstjórinn á dönsku dýpk- unarskipi, sem vinnur að hafnar- dýpkun í Borgarnesi, beið bana með þeim hætti, að hann féll í vindu skipsins' sem var í gangi, en vindan greip hann þegar og kramdi hann til dauðs. — Maður að nafni Eyjólfur Eyjólfsson frá Helgafelli í Mosfells- sveit hrapaði til bana i Svínaskarði í K-jós fyrrn miðvikxidag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.