Tíminn - 01.02.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1930, Blaðsíða 4
4 TfMIN'N Tímaritið „Samvinnan“ Það er föst venja í samvinnu- félögum allra landa að verja nokkrum hluta af tekjuafgangi hvers árs til þess, sem nefnt er einu nafni andleg starfsemi. Samvinnumönnum er það ljóst og byggja það á margendurtek- inni reynslu, að fræðsla um sam- vinnustefnuna, tilgang hennar og mátt til að bæta kjör mannana, eru einfaldasta og öruggasta ráð- ið til þess, að skipa þjóðunum undir merki hennar. Erlendis er séð fyrir þessari fræðslu á margan hátt: Með útgáfu blaða og bóka, með því að stofna til kennslu í samvinnu- fræðum, með því að flytja fyrir- lestra fyrir almenning. Þar sem fræðslustarfsemin er komin á hæst stig t. d. í Svíþjóð, hefir hún nú á síðustu tímum einnig tekið kvikmyndirnar í þjónustu eftir hinn ágæta franska vísinda- mann Charles Gide. Er þýðingin gjörð af Freysteini Gunnarssyni skólastjói-a og prýðilega af hendi leyst, enda er Freysteinn manna hagastur á íslenzkt mál. Er hér um mikinn feng að ræða fyrir íslenzkar bóltmenntir, því að rit Gide eru viðurkennd um allan heim meðal þess allra bezta, sem porkell Jóhaunesson. sína. íslenzkum samvinnumönnum var líka snemma ljós þýðing hinnar andlegu starfsemi. Þess vegna byrjuðu þeir á útgáfu tímarits tiltölulega skömmum tíma eftir að fyrstu kaupfélögin tóku til starfa. „Tímarit kaupfélaganna" hóf göngu sína árið 1896. Pétur Jóns- son á Gautlöndum var fyrstur rit- stjóri þess. Samvinnuritið lagðist þá niður aftur, en byrjaði að koma út aftur árið 1907 undir stjóm Sigurðar í Yztafelli. Var hann ritstjóri þess í 10 ár, en þá tók við Jónas Jónsson frá Hriflu núverandi ráðherra. Ilafði J. J. ritstjómina á hendi næsta áratuginn, en lét af henni á áliðnu sumri 1927. Á síðustu rit- stjómarárum hans var breytt nafni ritsins. Var það þá nefnt „Samvinnan“ og hefir borið það nafn síðan. Núverandi ritstjóri Samvinn- unnar er Þorkell Jóhannesson frá Fjalli skólastjóri Samvinnuskól- ans. Hefir Þorkell lokið meistara- prófi í íslenzkum fræðum, er víð- sýnn menntamaður, ritfær prýði- lega og glöggskyggn á þjóðmál. j Samvinnan flytur fyrst og fremst ritgjörðir og fróðleik ýms- an uin samvinnustarfsemi erlenda og innlenda. Þó er efni ritsins hvergi nærri einhæft. Af því, sem merkast hefir birzt í ritinu nú undanfarið er þýðing á hagfræði [ ritað hefir verið um hagfræði og eru svo alþýðlega skrifuð að þau eru hverjum sæmilega greindum manni auðveld aflestrar. Erlend- ur rithöfundur, sem ritstjóri Tím- ans hitti að máli síðastliðið sum- ar, taldi íslendinga hafa unnið þrekvirki með því að eignast þessa ágætu bók á sínu eigin máli. Þá hefir Jónas Jónsson ritað í Samvinnuna merkan greinabálk um íslenzkan byggingarstíl og fylgir fjöldi mynda af fallegustu sveitabæjum og nokkrum bygg- ingum öðrum, sem gjörðar hafa verið á síðustu árum. Eni grein- ar þessar skemmtilegar aflestrar og fróðlegar þeim, sem áhuga hafa á byggingarlist. Hallgrímur Hallgrímsson sagn- fræðingur hefir ritað um fyrir- komulag löggjafarþinga í ýmsum löndum og eru greinar hans urn það efni nú komnar út sérprent- aðar. Og svo er um ýmsa aðra greinaflokka, sem birzt hafa í Samvinnunni á undanförnum ár- um. 1 síðasta hefti er m. a. grein eftir ritstj órann um íslenzka myndlist, ásamt myndum af lista- verkum eftir Finn Jónsson og Ás- mund Sveinsson. Það er ekki ofmælt, að Sam- vinnan sé, með eigulegustu tíma- ritum, sem út koma hér á landi. Verð ritsins er ákaflega lágt — einar 4 krónur á ári. Prentmyndasmiðjan íslenzka Hún vai‘ 10 ára síðastliðið haust. Stofnandi hennar var Ólaf- ur Hvanndal, sem enn veitir henni forstöðu og vinnur sjálfur að myndagjörðinni. Þegar ólafur hóf stai*f sitt, var prentmynda- gjörð óreynd hér á landi. Myndii í blöð og bækur varð að láta búa til erlendis eingöngu. Á æskuárum sínum stundaði ólafur sjómennsku og gafst hon- um þá lítill tími til bóklegrar iðju. Á unga aldri varð honum starsýnt á myndir og braut heil- ann mjög um það, hvemig hægt væri að gjöra þær svo úr garði, að unt væri að gefa þær út á prenti. Sér til mikillar undrunar fékk hann þau svör í sjálfum höfuðstaðnum, að þau vinnu- brögð kynni enginn maður hér á landi. Þessar upplýsingar þóttu Ólafi svo nýstárlegar, að þaðan í frá gat hann ekki slitið myndagjörð- ina úr huga sér. Þó leið langur tími, þangað til hann fékk tæki- færi til að koma áformum sín- um í framkvæmd. Nam hann um hríð trésmíði og stundaði þá at- vinnu alllengi siðan í Reykjavík. Að því loknu réðst hann til Kaup- mannahafnar og lærði þar gler^ leturgjörð og stundaði hana hér fyrstur manna. Þá réðst hann ut- an í annað sinn og ákvað þá að láta eftir sér, það sem hann hafði langað til síðan hann var ung- lingur: Að læra að búa til prent- myndir. Var það miklum erfið- leikum bundið að fá það lært á svo stuttum tíma sem hann ósk- aði, þar sem hann var félaus maður og ekki voru erfiðleikamir minni, þegar hann setti upp prentmyndagerðina, þar sem vatnsleiðsla bæjarins var í ólagi og ekkert rafmagnsljós var til. Stundaði hann síðan prent- myndagjörð um nokkurra áva skeið fyrst í Danmörku og síðar í Þýzkalandi. Haustið 1919 settist hann að með tæki sín uppi á lofti í prentsmiðjunni Gutenberg, og eftir það hefir enginn getað sagt, að íslendingar kynnu ekki að búa til prentmyndir. Fæstir þeirra, sem njóta ánægjunnar af því að skoða fall- egar myndir í blöðum eða bókum hafa nokkra hugmynd um hvern- ig farið er að koma þeim á papp- írinn. En það er vandasamt verk og margbrotið. Til þess að búa til prentmyndir, þarf fyrst og fremst ljósmynd eða teikningu. Þarf að búa til af henni eftirlík- ingu úr málmi, sem síðan er vætt í prentsvertu eða öðrum lit, sem verður til þess, að myndin kemur fram á pappírnum. En aðferðin er ekki umsvifa- laus. Áður en ólafur fer að smíða sjálft myndamótið, verður hann að taka nýja ljósmynd af frum- myndinni. Getur hann þá stækk- að frummyndina eða minnkað eft- ir þörfum. Til þess að hægt sé að taka myndina, þarf ákaflega sterka birtu. Nýja myndin er tek- in gegnum smágjört net eða síu úr gleri'. Er sjálft glerið dökkt. en alsett smáopum. Nýja myndin er ekkert annað en punktar, sem fá á sig ákveðna lögun, þegar þeir eru skoðaðir í einu lagi. Punktarnir verða misjafnlega þéttir, eftir því hve opin eru þétt á glerinu. Eigi að prenta myndina á fínan pappír, verða punktarnir að vera margir, en sé pappírinn grófur eiga þeir að vera færri. Punktafjöldinn í smiðju Ólafs er frá 28 og upp að 60 á hverjum cm2. Nýja myndin er síðan lögð of- an á slétta plötu úr zinki eða kopar og vætt í sérstökum vökva. Það hefir þau áhrif, að punkt- arnir á myndinni korna fram á málmplötunni. Eftir það verður að laga yfir- borð plötunnar þannig til að punktarnir á plötunni komi fram á pappíi-num og annað ekki. Þeg- ar það er búið, er hægt að prenta myndina. Auk venjulegra prentmynda, S k á t a r Sá atburður gjörðist fyrir fáum nrum, í stórborg einni úti í heimi, að barn datt út urn glugga á 2. hæð, niður á gangstétt,, og meiddist all- mikið. Mannmargt var á götunni og flykktist fólk utan um barnið, en allt lenti i fáti og enginn gerði neitt til lijargar. þá bar þar að 12—13 ára gamlan dreng. Hann ruddi sér braut gegn um þröngina, að liarninu, o-.; skildi þegar hvað um var að vera. Kn á liann kom livorki fát né fum, eins og þá, sem eldri voru og ráð- settari, heldur tók hann þegar stjórn og fór að ráðstafa björgun. Hann sendi mann úr hópnum inn í næstu liúð að síma eftir lækni og sjúkra- vágni. Öðrum skipaði hann að iialda fólkinu frá, syo að barnið yrði ekki iroðið undir. Sjálfur hagræddi hann barninu, stöðvaði ákafa blæoingu úr sári, er það hafði hlotið, og batt um sár þess. Sjúkravagn kom o? barninu var borgið. Ei þegar farið vdr að svipast eftir piltinum, sem komið hafði svo röggsamlega og drepgilega fram, var hann allur á ÍTurt. Hann hufði farið, hljóður og litillátur, jafnskjótt. og lokið var þvi, sein í hans valdi stóð að vinna l I bjargar. Allt, sem menn vissu um liann, ’ vár það, að morki á fi'tum hans sýndu, að hann var skáti. En hvað er skáti? Skátar eru drengir, sem bundizt hafá- skipulegum iélagsskap um það, að verða menn — gera sjálfa sig sem færasta í sjóa lífsins og hæfasta hefir Ólafi einnig tekizt að búa til litmyndir. Aðferðin til þess er stórum vandasamari og dýrari. Ljósmyndin er þá tekin gegnum litað gler, og þarf að taka marg- ar, því að hver mynd ber aðeins einn lit, Auk Ólafs vinna í myndasmiðj- unni tveir menn, sem hafa verið að læra iðnina af honum. Annar þeirra er nú fullnuma og er að ljúka sveinsprófi þessa dagana. Hann heitir Helgi Guðmundsson, ættaður úr Reykjavík, mjög efni- legur maður. Ólafur hefir því séð svo um að prentmyndasmíð- in þurfi ekki að leggje.st nið- ur á Islandi, þó að hans hætti að njóta við. Það er metnaðarmál smáþjóð- inni íslenzku að þurfa sem minnsta vinnu að sækja til ann- ara landa vegna okkar eigin van- máttar. Þess vegna ætti okkur að þykja vænt um menn eins og Ólaf Hvanndal, sem fara sjálfit utan til þess að læra það, sem þeim finnst þjóðin eiga að kunna. Þá mun þeim fækka unglingun- um, sem fá sama svarið og Ólaf- ur fékk fyrir 25 árum, að „þetta sé ekki hægt að búa til á Is- landi“. Fjórar fyrstu mundirnar í þessu aukablaði eru smíðaðar hjá ólafi Hvanndal. að gegna skyldum sinum sem þjóð- félagsborgarar, sér til sœmdar og öðrum til gagns. Kjörorð skáta er: Vertu viðbúinn. þeir eiga að vera við þvi búuir, 'að gnra skyldu síua livar sem er og hvernig sem á stend- ur, án þess að ætlast til þakka. Jtess \egna kom drengurinn, sem að fram- an getur, fram eins og hann gerði En það kemur ekki af sjálfu sér, að „vera viðbúinn" hverju sem að höndum ber. Og það verður ekki af því einu, að ganga í skátafélag. Að lífga skyndauðan mann, búa um sár, meðan ekki næst í lækni, rat.i um ókunn liéruð eftir koiti og átla- vita, átta sig eftir himintunglum, gei-a við biluð föt og matreiða, svo að nokkui' dæmi séu nefnd — til alls þessa þai'f óskeikula kunnáttu. Og sú kunnátta fæst ekki af bóklestri og oröræðum, svo að vel sé, heldur vci’ður að afla liennai' með verkleg- um æfingum. Slíkar verklegar æfing- ar, sniðnar eftir áhuga og eðli unglinga, eru aðalviðfangsefni skáta. Skátahreyfingin er tvennt: Hún er upp- eldishreyfing, sem lað- ar ungiinga til þess að vinna sjálfir . að eigin þroska og nota tómsfiindir sinar til iökana í því skyni. En tómstundir unglinga fara ella oft tii lítils — stúndum til niðurrifs heilsu og manngildi. Má því bert vera, hve stórmikils er vért, að taka þær til uukins þroska og velfarnaðar. I öðru lági er með skátalireyfingunni herör skorin gegn annmötkuin og ónáttur- leik nútimameimingarinnar. Skátar dvelj.a því sem mest úti í náttúrunni, kynnast henni sem gerst nf nánu samlifi — og vaxa af. Upphaísmaður skátahreyfingarinn- ar er enskur maður, Rohert Baden- Powell, nú allieimsforingi skáta. lTunn lióf fólagsmyndun sína 1908. Nú eru skátafélög í því nær öllum menningarlöndum h.eims. Telur al þjóðasamband skátadrengja 1.871.310 -féiaga, en viða eru skátar ufan þess, og möi'g önnur æskulýðsfólög hafa tekið sér grundvallarhugmyndir skáta til fyrirmyndar. Tala skáta- stúlkna er mér eigi kunn. — ITér á landi er fátt um skáta (um 400) enda má segja, að féiagsmál íslenzks æskulýðs sé litt plægður akur. En vafalaust eigum vér fulla þörf tamn- ingar þeirrar og þrosltunar, sem að- ferðir skáta mega veit.a. Veldur þar uð vísu miklu um, að góðra manna njóti við til forstöðu. Sakir takmarkaðs rúms ,er hér mjög stuttlega yfir sögu íarið. þeim, oi' gefa vilja gauin máli þessu, visa ég til ritgerðar, er ég mun birta í Skinfaxa undir vorið, um skátahreyf- inguna með séi’stöku tilliti til ung- meiinafélága. Koma mun og út, áður langt líður, kennslubók fyrir ís- lenzka skáta. Er þa.r fræðslu að fá um stel'nu þeirra og starfsaðferðir. Aðalsteinn Sigmundsson. ----O----- Áþján Indverja Nú eru liðin 100 ár síðan „Austur- indverska verzlunarfélagið" var stofn- að, með miðstöð í Bombay. Indland var ríkt land þegar Englendingar komu þangað fyrst. Heimilisiðnaður Og handaviuna voru á háu stigi. Ind- verjar unnu vandaðar vörur úr sillq, hómull, leir og málmi, sem stóðust alla samkeppni. pessar vörur keyptu nú Englendingar vægu verði, en seldu síðan til Evrópu og Ameríku fyrii' of fjár. Ágóðinn af þessari verzlun varð stofnfé indverska verzlunarfélagsins. þetta var fyrsta stigið í kúgunar- viðleitni Englendinga á Indlandi. Árangurimi: fjármagn það, er grund- vallaði brezka stóriðnaðinn. Næsta stigið var eyðilegging ind- verska heimilisiðnaðai’ins: Enska stjórnin lagði toil á vörurnar svj þær stóðust ekki samkeppni við ensk- an verksmiðjuvarning. En það voru Indverjar, sem lögðu ensku verksmiðjunum til hráefnið og það voru lika þeir, sem keyptu aftur mikinn hluta af sínúm eigin vörum, eftir að þær höfðu gengið i gegnura enskar verksmiðjur. þetta kom harðast niður á hand- verksmönnum. Aður höt'ðu hændurnir ofið og spunnið 5 mánuði ársins og með þvi aflað sér ýmsra nauðsynja. Nú voru þeir atvihnulausir og liðu skort. Bómullin var flutt til Manchester og unnin þar. Heimilisiðnaði Indverja var fórnað fyi'ir verzlun Englendinga og íniljón- irnar streymdu í rikissjóð Bretlands Nú em Englendingar að leika þriðja þáttinn. Iðnaðurinn er fluttur til Indlands á ný. Ekki heimilis eða liandavinna, héldur verksmiðjuiðn- aður. Eigendurnir eru Englendingar. Verkaménnimir Indverjar, sem vinna fyrir 50 kr. á mánuði. í þriðja sinn fylla miljarðar Indlands vasa ensku valdhafanna. Til þess að tryggja þetta skipulag liafa Englendingar her á Indlandi. Herforingjarnir eru enskir, liðsmenn flestir innfæddir. Hver enskur her- maður hefir 4—5 sinnum ‘ hærri laun en indverskur. Herinn heldur Indverjum í skefj- um og verndar „rétt“ yfirboðaranna. Ilvergi eru jafnháir skattar og á Indlandi. Eru þeir ullt uð þrisvar sinnum hærri e.n á Skotlandi og ivisvar sinnum hærii en á Englandi. Af öllum þeim sköttum, sem Ind- vérjai' greiða, ganga 60% til að við- haidá heríium, sem or svipa á þá sjálfa. Miklum hluta þess, sem eftir er, ér varið til framfærslu þeirri dýr ustu ríkisstjórn, 'sem þckkist í heim- inum. Oll umhótastarfsémi í lndlandi er nijðuð \ ið hagsmuni Englendinga, ,en Indverjar greiða kostnaðinn. Til al- menningsþarfa er ekkort fé til, svo sem tif að reisa skóla, sjúkruhús eða efla járðrækt. þegar Englendingar komu til Indlands voru 34% af land- mönnum læsir og skrifaridi. Nú að- eins 7%. Fátækt þekktist auðvitað viða þá og uppskerubrestur olli stundum liallæri. En nú er neyð. Neyð um allt Indland. Neyð árið uru kring. þar er niannsaldurinn að ineðaltuli 24% ár. Á Englandi 45% ár. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Hólatoi'ffi 2. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. Skátabúðir í Laugardal 1928. Skátar frá Afríku, Englandi og íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.