Tíminn - 01.03.1930, Qupperneq 2

Tíminn - 01.03.1930, Qupperneq 2
2 TlMINN hann til dauða og lét brenna hann lifandi á almannafæri rétt utan við borgina. Þar sem bál- kösturinn stóð, hefir nú verið reistur klettur mikill óhöggvinn.' Á dánardegi Huss ár hvert koma þangað pílagrímar frá Tékko- Slovakíu og leggja blómsveig á minnisvarða píslarvottsins. í Konstanz er enn til fjöldi menja frá þessum tíma. Ein elzta gatan í bænum ber nafn Huss, og húsið, sem hann bjó í, áður en hann var tekinn höndum, er enn til. 1 bænum hafa geymst ýms- ar þjóðsagnir, sem lúta að hinum raunalegu afdrif- um þessa umtal- aða útlendings. Meðal katólskra manna gengur t. d. sú saga, að Huss hafi, er hann vissi um ráða- gjörð klerkanna, ætlað sér að flýja dóminn og hafi hann dulizt utan við borgina um alllangan tíma, unz upp komst um felustað hans. Mótmælendur neita aftur á móti, að saga þessi sé sönn, enda mun hún tilhæfulaus með öllu. Ef til vill hefir minningin um Johann Huss og píslardauða hans orðið orsök þess, að Konstanz varð ein af fyrstu borgum Suð- ur-Þýzkalands, sem skipaði sér í flokk með fylgismönnum Lut- hers. En það tiltæki varð borg- arbúum dýrt, því að keisarinn sendi her á hendur þeim, og gat borgin ekki viðreisn veitt. Síðan hafa katólskir menn verið í meirahluta í bænum og eru enn. En hundrað árum seinna fékk bærinn óvinaheimsókn úr annari átt. Þrjátíu ára stríðið var þá í algleymingi. Gustaf Adolf var fallinn, en iSvíar stefndu liði sínu alla leið suður að Bodenvatni, Konstanzbúar urðu þá að verjast sínum fyrri trúarbræðrum. Hom, foringi sænska hersins, treystist ekki til að sækja borgina að norð- an, því að brúin yfir Rín var ramlega víggirt. Réðst hann þá yfir ána á öðrum stað og inn í Sviss og sótti borgina að sunnan. Þegar sænski herinn fór burt úr borginni aftur, reistu Konstanz- búar kapellu guði til dýrðar, og stendur sú kapella enn. Ibúar í Konstanz eru nú á- líka margir og í Reykjavík. Hef- ir bærinn vaxið mikið á síðustu árum vegna ferðamanna, sem leggja leið sína suður á bóginn til þess að baða sig í Bodenvatn- inu og njóta náttúrufegurðarinn- ar, sem er óvenju mikil. Loftslag er ákaflega heilnæmt við vatnið, því að vatnið gefur frá sér raka og dregur úr hitanum á sumrin. Fólkið, sem þarna býr, er hraust- legt og útitekið og iðkar mikið fjallgöngur og íþróttir. í Kon- stanz er varla til maður, sem ekki kann að synda. Þá daga, sem hit- inn verður yfir 25 stig, fá bömin frí úr skólanum* *), og þá er hress- andi að skola af sér svitann í svölu vatninu. En héraðið við Bodenvatnið er auðugt að fleiru en söguminn- ingum og náttúrufegurð. Loftskipin og flugvélarnar, sem sveima yfir Bodenvatninu, bera vitni um það, að fólkið, sem þar á heima í nágrenninu lifir ekki eingöngu á frægðinni og f j allablámanum. I Konstanz fæddist Zeppelin greifi, maðurinn, sem hin stóru loftskip Þjóðverja eru kennd við. í Friedrichshafen, smábæ rétt hjá Konstanz, er ein af mestu loftskipasmiðjum heimsins. Loft- skipið Zeppelin greifi, sem flaug kringum hnöttinn síðastliðið sum- ar á rúmum 20 dögum, er smíðað í þessum litla bæ. Um miðjan septembermánuð síðastliðinn kom „Zeppelin greifi“ aftur heim úr sinni miklu frægðarför. Þýzka þjóðin var þá sigurdrukkin. Þann dag hafði hún •) í þýzkum barnaskólum fer fram kennsla mest.an hluta órsins. Sumarfríið er aðeins einn mánuður. Sveítamenníng Eftir Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóra. Stokkhólmur er ein fegursta borg Norðurálfunnar — og þó er það einkum einn staður í útjaðri borgarinnar, sem seiðir hugann til sín og verður stærstur í endur- minningunni. Það er „Skansinn“, aðalskemtistaður borgarbúa. „Skansinn“ er engin venjuleg- ur skemmtistaður með hringekju, trúðum og dansi. Hann er cngin háborg stórborgarmenningarinnar. Það er svo einkennilegt, að á þeim stað, sem Stokkhólmsbúar hafa gert að aðalskemmtistað sín- um, er samandregin öll byggða- menning Svíþjóðar, norðan frá Lapplandi og suður á Skán. Þar er bær úr hverju hjeraði, bæjar- hús með öllum búnaði, fjárhús, búr, skemmur. Verðirnir eru klæddir í sjerbúninga síns héraðs. Þar eru húsdýr og villidýr í sínu náttúrléga umhverfi, fuglar á tjörnum. 1 stafakirkjunni er rnessað á sunnudögum. „Spelmen“ leika á fiðlur og langspil undir þjóðdans pilta og stúlkna á þjóð- búningum, gamlir karlar segja sögur á byggðamáli og leika þess á milli danslög á harmoníku. Á hátíðum er haldið uppi fornum siðum og venjum. — „Skansinn“ er lifandi sýnishorn þeirrar menningar, sem vaxið hefir í sænskum jarðvegi, sýnishorn hinnar kjarngóðu, þróttmiklu sveitamenningar! — Það er þess náð viðurkenningu og aðdáun alls heimsins. Þjóðin, sem fyrir 10 ár- um hafði orðið að lúta í lægra haldi fyrir hungri og ofurefli óvina, stóð sem sigurvegari þenn- an dag. Rafmagnsbylgjurnar frá út- varpsstöðinni í Friedrichshafen báru fagnaðaróp fólksins í þess- um litla Alpabæ út um víða ver- öld. Yfir lönd og álfur hljómuðu þessi fjarlægu fagnaðaróp eins og lofsöngur um hið yndislega land í skjóli Alpafjallanna, þar sem mannleg atorka og vitsmun- ir fá að dafna -í skjóii fegurðar- innar og í bjarma minninganna. -----o---- vegna, sem hann seiðir hugann til sín. „Skansinn" er einkum verk eins manns, Arthurs Hazelius, sem dáinn er fyrir aldarfjórðung. Hann var á léttasta skeiði, þegar bvggðamenningin átti örðugast uppdráttar gagnvart hinni vax- andi véla- og borgamenningu. Þjóðdansarnir voru úr sögunni, þjóðbúningarnir víðast niður lagðir. Á þeim árum þorði hin gamla þjóðmenning ekki að horf- ast í augu við erlendan iðnað „made in Germany". Á slíkum tímum tók Hazzlelius sér fyrir hendur að byg-gja upp safn s-iti. Maður skyldi halda, að ekki hafi verið annað að gera en að bjarga leifum liinnar ellidauðu menning- ar inn á dautt safn, nokkurskon- ar kirkjugarð fortíðarinnar. En það fór á annan veg. „Skansinn“ blés nýju lífi í hina þjóðlegu | menning. Þjóðdansarnir bárust út um sveitirnar. Þjóðbúningai'nir , yoru aftur upp teknir, rykið var þurkað af gömlu vefstólunum. Þjóðmenningin hafði eignast vígi , í sjálfum höfuðstaðnum, — horfst i þar i augu við aðkomuáhrifin — og ekki orðið sú, sem fyr leit undan. Nú kemur maður vart svo á sænskt heimili, að maður sjái þar ekki svip og stíl hinnar forn- helgu, þróttmiklu þjóðmenningar. Maður finnur, að maður er í Sví- þjóð, landi, sem hefir sinn eigin svip! Mér finnst ekki úr vegi að segja þessa sögu, — því við Is- lendingar lifum nú mjög á sömu tímunum og Svíar, þegar Haze- lius hóf sína baráttu. Islensk menning. var til skamms tíma sveitamenning — því þorpin og bæimir voru ýmist dönsk eða menningarlaus. Þjóðlíf okkar Is- lendinga er á hverfanda hveli — og þá verður ekki annað sagt en að margt nýtt og marg’t gott fylgi nýja tímanum — og samt munu kannske einhverjir svart- sýnir menn segja (eins og sagt var einu sinni í öðru sambandi: að það nýja sé ekki gott og hið góða sé ekki nýtt! En slíkt er afturhald. — Krafan, sem gera verður er sú, að hinu gamla, sem er gott, sé haldið og hið nýja, sem upp er tekið, sé í vissu sam- ræmi við þjóðmenning vora — þannig að úr verði lífræn heild með föstum, heilögum svip! Og það, sem sérstaklega ber að var- Indríði á Fjallí Skáldið og fræðimaðurinn, Ind- riði Þorkelsson á Fjalli í Aðaldal, varð sextugur 20. okt. sl. ast, er áð flytja allt það yfir í sveitamenninguna, sem þolaniegt kann að vera í kaupstöðunum. Boðleiðin liggur ekld frá París, yfir Kaupmannahöfn og Reykja- vík tii sveitanna! Tízka og til- breyting bæjarbragsins samræm- ist aldrei hinni nauðsynlegu festu og hefð sveitalífsins. Sveitamemi- ing olvkar hefir liollust áhrif að sækja tii byggðamenningar ná- grannaþj óðanna — en elíki stór- borga. Það liggui1 * III. í augum uppi öilum þeim, sem skilja, að boi’g er ekki æðri en sveit, heldur er þar um tvær Jrliðstæðar félags- myndir að ræða. Hvort um sig verður að hafa þann menningar- blæ, sem bezt er í samræmi við umhverfi, atviimu og iifnaðar- hætti. Fyrirmyndimar um híbýli, húsgögn og búning verða ekki sóttar rakleitt til bæjanna! Bókmenning sveitanna stendur hér á fornum merg. En bragur hinnar ytri menningar hefir jafn- an verið fátæklegur í okkar landi. Skógleysið heíir verið eitt hið mesta böl þjóðarinnar.Til skamms tíma hefir vantað efnivið til alls, til híbýla, húsgagna. — Þaðan hefir senniiega stafað „bönvað ekki sen ílátaleysið“, sem lengi þjáði íslenzkar sveitakonur — og gerir kannske enn. Af skógleys- inu kom óþrifnaður fyrri tíma. Búshlutir og vefnaður, þjóðar- Staurakoíar við Bodenvatnið. flisiu nigoiinit í lotsii mannltynsitis Atlantis vagga hins indogermanska kynflokks og miðstöð heims menningar 900—1200 árum f. Kr. — Herman Wirth: Uppruni mannkynsins (Der Aufgang der Menschlieit). Jena 1928. Með samanburði elztu tungna sáu vísindamenn fyrst indo- germanskan kynstofn rísa upp úr myrki'i forsögualdanna. Sökum skyldleika sanskrít við germönsk og rómönsk mál var uppruni Indo- germana rakinn til Asíu. En steingjörfingafundir í Norður- Evrópu færðu mönnum þó smátt og smátt heim sanninn um það, að í Evrópu en ekki Asíu bæri að leita elzta heimkynnis Indo- germana og einna helzt í Eystra- saltsiöndunum eða þar, sem nú er Norðursjórinn. En lengra aftur en til yngri steinaldar varð fer- ill þeirra ekki rakinn. Aftur á móti fundust í Suður-Evrópu leif- ar svonefndra Cro-Magnon-manna frá eldri steinöld. Þeir eru Indo- germönum töluvert frábrugðnir, en -vísindamenn fundu ekki önnur ráð en telja Indogermana af þeim komna á yngri steinöld. Og eng- an óraði fyrir, að mönnum yrði frekari vitneskju auðið um for- sögu indogermansks kynstofns. Fyrir tveim árum kom út bók- in: Uppruni mannkynsins (Der Aufgang der Menschheit). Jena, 1928 600 bls. í stóru fjögra blaða broti, eftir Ilerman Wirth, hollenskan vísindamann. Þar er um furðulegar nýjungar að ræða. Hann varpar ljósi á forsögu frum-Indogermana 10 þúsund ár lengra aftur í tímann en menn höfðu áður vogað sér. Rit Wirths, sem þó er aðems brot af rannsóknum hans, hefir 1 vakið mikla athygli, fyrst og j fremst óhemja nýs efniviðar víðsvegar að, undraverð þekking j á minnsta kosti sjö sérgreinum j vísindanna og framúrskarandi skarpskygni höfundar. Ég hlustaði hér við háskólann á tveggja stunda fyrirlestur hjá Herman Wirth. Slíkan eldmóð, slíkan alvöruþunga hefi eg aldrei komizt í kynni við. Aldrei hefði mér hugkvæmzt, að hægt væri að gera forsögulegt efni jafn lifandi, tengja fortíð og nútíð svo náið saman. Wirth er iágur maður vexti og grannur, með mikið Ijósgult hár. Svipurinn er hreinn og bjartur, augun leiftrandi. Orð- um hans og augnaráði fylgir máttur, sem afburðamanninum einum er gefinn: neistar af innra eldi. Herman Wirth. Síðan hefi ég farið yfir rit Wirths: Der Aufgang der Mensch- heit. Ég get ekki stillt mig um að gefa löndum mínum nokkra hug- mynd um það, þótt svo verði í raun og veru ekki gjört í stuttri blaðagrein. IJerman Wirth sætti sig ekki við þá niðurstöðu, að Indogerman- ar væru komnir af Cro-Magnon- mönnum. Til þess voru þeir of ólíkir. Breytingin frá Cro-Magnon- mönnum til Indogermana gat alls ekki átt sér stað líffræðilega á jafnstuttum tíma og vísindamenn gerðu ráð fyrir. Indogermanski stofninn í Norður-Evrópu hlaut að eiga sér lengri sögu, enda þótt hún yrði aldrei rakin. Hins vegar bera Eskimóar í Norður-Ameríku og á Grænlandi náin einkenni Cro- Magnon-manna í Suður-Evrópu. Ilvernig var sá skyldleiki kom- inn? Og hér var ekki um eina samanlíkingu manna að ræða. Ymsir fundir beggja vegna At- lantshafsins benda ótvírætt í þá átt, að örófi vetra hafi verið náið samband milli Ameríku og Ev- rópu. Wirth tekur fyrir rannsóknir, er gerðar hafa verið á blóði manna víðsvegar um heim. Blóð- flokkar eru fjórir. Indiánar í Norður-Ameríku eru hreinn I. blóðflokkur. Miðstöð II. blóð- flokks, að vísu mjög blönduðum I. flokki, er í Norðvestui'-Evrópu, en eftir því sem lengra kemur austur í Asíu eykst procenttala III. blóðflokks og höfuðból hans er á Indlandi. Hér er um að ræða unga vísindagrein, er Wirth telur að muni geta fært mönnum heim sanninn um ýmis merkileg atriði um uppruna kynflokkanna. Af þeirn rannsóknum, sem þegar eru gerðar, þykir honum ljóst, að I. og II. flokkur hafi eitt sinn bland- að blóði saman og að vísu fyrir ísöld. Ber enn að sama brunni um samband þjóðanna beggja vegna Atlantsthafsins löngu fyr á tím- um en menn hefir áður órað fyrir. Samband Ameríku- og Evrópu- manna hefir átt sér stað að minnsta kosti 10.000 árum áður en álitið hefir verið, fyrir ísöld. Indogermanar eru ekki af Cro- Magnon-mönnum komnir, heldur eru hvorirtveggj a greinar á sama stofni og Indíánar í Ameríku. Sá stofn átti rætur úti í Atlants- hafi. Enn er aðeins að ræða um lík- ur, dregnar af rannsóknum eldri vísindamanna. Nú kemur rann- sókn Wirhts sjálfs til sögunnar. Þakskraut á gömlum frísneskum bæjum var fyrsta athugunarefni hans. Síðan hefir hann á margra ára ferðalögum rannsakað merki, myndir og tákn á skrautgripum, gröfum, skipum, hljóðfærum, vopnum, verkfærum, kökuform- um, rúnir og áletranir í hellum og bergi. Og öllum merkjunum gefur hann líf, með því að sýna fram á, að þau séu öll táknmynd- ir (iSymból), séu öll tengd þvi helgasta í lífi frumþjóðanna: sólarganginum. Venjan hefir haldið í sum þessi fomhelgu tákn allt fram á þennan dag (t. d. þakskrautið á gömlu frísnesku bæjunum), enda þótt þýðing þeirra sé löngu gleymd. Wirth rekur samband allra þessara tákna, sögu þeirra og þýðingu. Og táknin fá honum í hendur lyk- ilinn að forsögu Frum-Indogerm- ana, menningu þeirra og átrún- aði. — Elztu táknin eru opinn hringur (stór bogi), er táknai' sólarganginn að sumri, með þver- skurði (lóðréttum), er sýnir átt- ina: norður-suður, og oftast einn- ig lágréttum þverskurði, er sýnir jafndægurslínu. Hringurinn er op- inn að neðan, móti suðri. Þar liggur hið svonefnda „ur“, „móð- urskraut". „Sonur guðs“, er tákn-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.