Tíminn - 07.05.1930, Side 1

Tíminn - 07.05.1930, Side 1
©Jaíbfcti 99 afgveiðslumaður Címans ít Hannrtig J? o r s t e i n s t>61 tir, Sambanö&þúsinu, HeyfjauiL ^fgrct&sía Ilmans er i Sambanbstfúfttnu. <Dpin öoglega 9—12 f. 1). - °Xnú XIV. ár. Helgí Tómasson og læknaskiptín á Kleppi I. Mbi. og Vísir hafa nú undan- farna daga gjört sér tíðrætt mjög urn brottför Helga Tómas- sonar frá geðveikrahælinu á Kleppi, og það þó að fyrirsjáan- legt sé að slíkar umræður geti engum til gagns orðið, allra sízt skjólstæðingi blaðsins, Helga Tómassyni. Eftir það, sem á undan var gengið, hefði ái'eiðanlega vérið sómasamlegast fyrir H. T., að haga brottför sinni frá Kleppi á þann hátt, að henni yrði veitt sem minnst eftirtekt og að hún vekti svo lítið umtal sem unnt var. Allur almenningur var far- inn að ganga út frá því sem al- veg sjálfsögðu, að H. T. yrði að fara úr opinberri þjónustu, bæði vegna sóma landsins og öryggis á spítalanum. Það lá í augum uppi, að læknir, sem gjört hafði sig sekan um svo herfileg opinber afglöp, sem nú eru tengd við nafn H. T., gat með engu móti vænst þess að njóta vai’aniegrar tiltrúar hjá sjúklingum eða að- standendum þeirra. Er jafnvel ekki trútt um, að framferði H. T. hafi vakið óhug hjá sjúkling- um á öðrum spítulum, þó að eng- ar sérstakar ástæður hafi þar verið fyrir hendi til ótta. Þannig hafa ritstjóra þessa blaðs borizt bréf og blaðagreinar eigi allfárra sjúklinga af tveim sjúkrahúsum í nágrenni Reykjavíkur, þar sem rík áherzla er á það lögð, hví- líkt öryggisleysi sé yfii-vofanda um líf og heilsu þess fólks, sem á sjúkrahúsum dvelur, ef ástæða væri til að gruna fleiri af lækn- um sjúkrahúsanna um jafn stór- fellt gáleysi og læknirinn á Nýja Kleppi hefir verið staðinn að nú í vetur. Ef H. T. hefði átt skapstillingu til að taka afleiðingum verka sinna með tilhlýðilegi'i rósemi, voru a. m. k. nokkrar líkur til þess að hann hefði komizt hja þeim óþægindum, að verða í ann- að sinn umtalsefni almennings í landinu, fyrir ósæmilegt athæfi. Eins og á stóð var ekki hægt að gjöra vægari siðferðis- og drengskaparkröfu til H. T. en þær, ,að hann gjörði það, sem í hans valdi stóð til að skiljast sómasamlega við sjúklingana og að sjá svo tii, að breytingar þær, sem gjöra varð, og hann sjálfur átti manna mesta sök á, yllu sern allra minnstu uppnámi eða trufl- unum á starfsemi spítalans. En þvert á móti virðist H. T. hafa gjört brottför sína svo ósæmilega, og óþægilega fyrir sjúkrahúsið og eftirmann sinn sem frekast var kostur á þeim — sem betur fór stutta — tíma, sem honum var gefinn til ráð- rúms. Eftir að H. T. hafði veitt við- töku bréfi dómsmálaráðuneytis- ins, virðist hann hafa gjört þrennt svo að segja jafnsnemma: Pantað far handa 26 manns frá Kleppi með bílum til Reykjavík- ur, tekið síma geðveikrahælisins úr sambandi við Reykjavík og kallað starfsfólk hælisins saman á fund í rannsóknarstofu sinni í sjúkrahúsinu. Það verður að telj- ast alveg fullvíst, að H. T. hafi á þessum fundi hvatt starfsfólk- ið til þess að yfirgefa spítalann þá þegar. A. m. k. varð afleiðing- in sú, að þrjár af hjúkrunarkon- unum og fáeinar stúlkur aðrar fóru af spítalanum þegar í stað. Fyrir því eru mjög sterkar líkuj-, að læknirinn hafi gjört ráð fyrir, að hafa allt starfsfólkið á brott með sér í bifreiðunum til Rvíkur. Það sem m. a. bendir í þá átt, er það, að H. T. pantar far fyrir 26 manns, en það er einmitt tala starfsfólksins, að tveim mönnum undanteknum, sem H. T. sjálfsagt hefir vitað, að voi’u persónulega kunnugir Jónasi Jónssyni ráð- herra. Ástæða læknisins til þess að slíta símasambandið við Rvík getur naumast hafa verið nokkur önnur en sú, að hann hafi ætlað að gii’ða alveg fyrir það, að nokk- ur orðrómur um athafnir hans á spítalanum gæti borízt til Reykja- víkur, svo að unnt væri að bregða við og senda spítalanum hjálp, Er því ekki annað sjáanlegt, en að H. T. hafi stefnt að því, að sjúklingarnir yrðu einir eftir á spítalanum, með öllum þeim af- leiðingamöguleikum, sem hugsan- legir voru í því sambandi* *). Sem betur fór — að ætla má vegna samvizkusemi meginhíuta starfsfólksins — fékk fundarboð- un geðveikrahæknisins ekki svo raunalegar afleiðingar. Meirihluti starfsfólksins hefir sýnilega verið of drenglyndur til þess að fremja þann siðferðislega glæp að yfir- gefa sjúklingana og skilja þá eft- ir hjálparlausa. Og þegar bifreið- arnar komu frá Rvík og spurt var eftir þessum 26 mönnum, sem far hafði verið pantað fyrir, varð fátt um svör og bifreiðarn- ar urðu að fara hálftómar til Reykjavíkur aftur. Jafnskjótt lét H. T. aftur opna símasambandið við Reykjavík. Annað atriði verður að nefna í sámbandi við skilnað H. T. við sjúklinga sína á Kleppi og fram- komu hans gagnvai't eftirmanni sínum. Það er föst venja á sjúki’ahúsum að halda sérstaka skýrslu eða dagbók um heilsufar hvers sjúklings, sem á sjúkrahús- inu dvelur um lengra eða skemmra tíma. I skýrslu þessari er getið allra breytinga, sem verða á heilsufari sjúklingsins, getið þeirra lækningaaðferða, sem reyndar hafa verið, og tilgreind- ar þær tegundir meðala, er sjúk- lingurinn hafi notað. Til þess að finna viðeigandi meðöl þai'f oft, eins og gefur að skilja nákvæma og langa rannsókn á heilsufari sjúklingsins. Þegar nýr læknir kemur að sjúkrahúsi, eða sjúkl- ingur er fluttur milli sjúkrahúsa, á ekki að þurfa að framkvæma þessa rannsókn í hvert sinn. Dag- bókin um heilsufar sjúklingsins á að segja til um það, hvaða með- * liitt skiptir vitanlega litlu máli, þó að eitthvað at starfsfólkinu kunni af góðsemi að vilja firra H. T. vand- ræðum éítir á, út af þessari miður heppilegu framkomu hans. — Skrif sjúklinga á Kleppi um þetta mál, sem Mbl. byrjar að birta í gær, mun j Tíminn ekki gjöra að umtalsefni. Reykjavík, 7. maí 1930, 28. blafi. öl hafa reynst heppilegust, þann- ig að vandalaust sé að annast inngjöfina fyrir venjulega hjúkr- unarkonu. I dagbókum geðveikrahælisins á Kleppi eru ekki tilgreind þau meðöl, er sjúklingamir hafa not- að, og mun það ekkert vera at- hugavert, því að þau eru ‘til- greind í sérstakri meðalaskrá. En hvað skeður? - Helgi Tómasson tekur burt með sér meðalaskrá sjúklinganna á Kleppi, og þegar honum er boðið að skila henni, kemur hann ásarr.t tveim félögum sínum úr iækna- samtökunum heim á heimili land- læknis og lýsir yfir því í votta viðurvist, að hann mun eigi láta meðalaski'ána af hendi. Annaðhvort hlýtur að vera, að Helgi Tómasson — af einhverjum ástæðum — ekki þori að láta meðalaskrána koma fyrir augu eftirmanna sinna, eða að hann hafi aðeins viljað gefa sorpblöð- um þeim, sem tekið hafa að sér málstað hans, tækifæri til að ausa óbótaskömmum yfir ólaf Thor- lacius fyrir það, að hann vissi ekki hvaða meðöl sj úklingamir ættu að nota. Hvorttveggja tilgangurínn er jafn ósæmandi manni, sem trúað hefir verið fyrir lífi hátt á ann- að hundrað vamarlausra sjúkl- inga. II. Það mun vera almennt álitið, að hneykslismál það, sem H. T. og nokkrir læknar í Reykjavík komu af stað í vetur, í því skyni að flæma Jónas Jónsson ráðherra úr stjóm landsins sé eina ástæð- an til þess, að H. T. hefir verið sagt upp starfi sínu á Kleppi. Af þeirri ástæðu einni hefir fjöldi manna víðsvegar um land ein- dregið krafizt þess, að H. T. færi úr opinberri þjónustu. 1 tilefni af þessu sama hneykslismáli hafa mai’gar þúsundir kjósenda úr öll- um héruðum landsins fundið ástæðu til að votta traust sitt á Jónasi Jónssyni ráðherra. J. J. hefði á vítaverðan hátt brugðist trausti þessara mörgu manna, ef hann hefði haft áfram í þjónustu ríkisins mann, sem svo herfilega hafði móðgað íslenzku þjóðina og þann stóra meirahluta kjósenda í landinu, sem ábyrgðina ber á því, hverjir fara með æðstu völd þjóð- arixmar. \ En í sambandi við þá atburði, sem nú í vetur hafa orðið til þess að vekja athygli á nafni Helga Tómassonar hafa rifjast upp ýms atvik og eftirtekt vakizt á atrið- um, sem almenningi hefir hingað til verið ókunnugt um, viðvíkj- andi ýmsri framkomu Helga Tóm- assonar og starfsemi hans á geð- veikrahælinu á Kleppi, þann stutta tíma, sem hann hefir átt þar húsum að ráða. Helgi Tómasson hefir i marz- mánuði síðastliðnum gefið skýrslu til heilbrigðisstjómarinnar um starfsemi og rekstur nýja spít- alans á Kleppi, frá því að spítal- inn tók til starfa, 28. marz 1929, til 31. des. sama ár. Af lestri þessarai’ skýrslu og upplýsingum, sem Tíminn hefir fengið, eftir að hafa gjört fyrir- spurn til núveranda spítalalæknis, kemur það í ljós, að árangurinn af geðveikralækningunum á Nýja Kleppi hefir að sumu leyti orðið öðruvísi en eðlilegt væri að ætla í fljótu bragði, og samanborið við eldri deild geðveikishælisins, á Gamla Kleppi. Með því að séi’staklega, að Tímanum hafa borizt ýmsar fyr- ii’spurnir um það, hversu margir hafi látist á Nýja Kleppi á um- í-æddum tíma þykir rétt að birta þær niðurstöður, sem blaðið hefir komizt að í því efni, samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Á tímabilinu 21. api’. 1929 til 27. febr. 1930 hafa alls látizt 10 manns á geðveikrahælinu á Nýja Kleppi. Um dvalartíma þein’a, sem lát- izt hafa á spítalanum á þessu tímabili segir svo í skýrslu Helga Tómassonar og bókum geðveikra- hælisins: G. J.*) kom 5. apr. ’a9 dó 21. apr. s. á. Ó. P. - 2. júli ’29 - 10. júll -> J. H. - 17. júlí ’29 - 19. júli -g J. M. - 20. júní ’29 - 28. ágúst - Þ. K. - 8. okt. ’29 - II. okt. - S B. -- 8. okt. ’29 - 13. okt. i K. K. - 8 okt. ’29 - 31. okt. - H. Þ - 1). júni ’29 - 2. jan. ’30 E. E. - 28. jan. ’30 - 27. febr. - P. B. — 25. marz ’30 - 1. apr - BlaÖið mun ekki að þessu sinni draga af skýrslu þessari neinar áiyktanir aðrar en þær, að einnig með tilliti til hinna mörgu dauðs- falia á hælinu, flestum eftir mjög stuttan tíma, hafi verið full ástæða til að stöðva starfsemi H. T. á hæhnu um stund, hvert sem orsakir þeirra kunna að verða raktar, en um það getur blaðið vitanlega engar upplýsing- ar gefið, að svo stöddu. IH. Þegar Helgi Tómasson reit svar sitt í Mbl. og Vísi við bréfi Jón- asar Jónssonar ráðherra, bar hann fram órökstuddar dylgjur um það, að frásögn J. J. um komu H. T. í Sambandshúsið væi’i röng í einhverjum atriðum og jafnframt, að hann (H. T.) myndi af sérstakri tillitssemi við J. J. og fjölskyldu hans hlífast við að= skýra nákvæmlega frá heimsókninni. Tíminn skoraði þá þegar á H. T. að skýra frá því tafarlaust og undandráttarlaust, hvaða atriði í frásögn J. J, væru röng og, hverju II. T. hefði við þá frásögn að bæta. H. T. varð aldrei við þessari áskorun Tímans. Og þegar liann nokkru síðar, fyrir rétti, var kvaddur til þess að gefa upplýs- ingar viðvíkjandi för sinni í Sam- bandshúsið, neitaði hann að svara spuniingum dómarans, fyr en hann hefði „ráðfært sig við mála- fyrslumann“ um framburð sinn. Loksins, eftir sex vikna tíma, þegar H. T. væntanlega hefir unnizt ráðrúm til að „ráðfæra sig við málafærslumann sinn“, og þegar fyrirfram er vitanlegt, að Jónas Jónsson ráðherra er fjar- staddur á kosningafundum vest- ur á landi, birtir H. T. í Mbl. og Vísi síðastl. suimudag, ritsmíð, sem hann kallar: „Skýrslu um heimsókn sína til dómsmálaráð- herra og aðdraganda hennar“. Því ber að veita aiveg sérstaka eftirtekt, að „skýrslan“ í Mbl. og Vísi, er árangurinn af því, að H. T. hefir fengið tíma til að „ráðfæra sig um framburð smn“. Hver er árangurinn? Að H. T. þorir ekki nú fremur en áður að gefa opinbera yfirlýs- *) Nöfn hinna látnu eru liér skammstöfuð eins og gjört er í hinni , prentuðu skýrslu H. T., enda þykir * eigi ástæöa til annars. ingu um það, að Jónas Jónsson ráðherra sé eða hafi noklcurntíma verið geðbilaður. Að H. T. skýrir frá því, að fjórir læknar, að honum sjálfmn meðtöldum, hafi verið búnir að ganga frá bréfi til Alþingis um „geðbilun“ J. J., en að þeir hættu við að senda bréfið, þegar þeir gátu ekki fengið J. J. sjálfan til þess að ganga inn á það, að hann væri geðveikur! Að Guðmundur Hannesson og Niels Dungal virðast hafa verið á varðbergi til þess að taka á móti H. T., þegar hann kæmi úr Sambandshúsinu, og fá hjá hon- um fregnir um, hversu „bomb- unni“ hefði reitt af. Að H. T. reynir ekki, eftir að hann hefir „ráðfært sig um framburð sinn“, að bera til baka eitt einasta orð af því, sem J. J. hefir sagt um framkomu hans í Sambandshúsinu. Að hann þar með greinilega staðfestir þann dóm, sem hann sjálfur hefir kveðið upp um framkomu sína, að hún sé nonum „til vansæmdar bæði sem lækni og manni“. Að H. T. fremur það fádæma ódrengskaparbragð, að leggja konu ráðherrans í munn ummæli, sem honum, eftir að liafa „ráð- fært sig um framburð sinn“ helzt gat hugkvæmst, að gætu verið særandi fyrir nánustu sam- verkamenn J. J., en gálu vitan- lega á engan hátt gefið upplýs- ingar um það, hvort H. T. hafði komið vel eða illa fram við J. J. og fjölskyldu hans. Að H. T. þykist hafa skrökvað því að J. J., að koma sín í Sam- bandshúsið væri sprottin af vin- semd gagnvart ráðherranum, en gefur þó i skyn á öðrum stað í „skýrslunni“, að hann hafi farið för þessa fyrir tilmæli tveggja flokksmanna ráðherrans. Að H. T. virðist muna alveg ótrúlega vel orðrétt samtöl, sem fóru á milli hans annarsvegar og ráðherrans og konu hans hins- vegar, þar sem hann á einum stað a. m. k. tilfærir innan tilvitn- unarmerkja rúm 80 orð í sam- felldu máli, sem hann hefir eftir J. J. þegar þess er gætt, að lækn- irinn sýnilega var í mjög æstu skapi þetta kvöld, og að útilokað er, að hann hafi verið með vasa- bókina í hendinni! til að hraðrita það, sem J. J. kynni að segja, er hér annaðhvort um fremur litla „vísindalega“ nákvæmni að ræða eða minni, sem verður að skoðast alveg yfirnáttúrlegt, ef ekki ætti í hlut maður, sem fengið hefir tækifærí til að „ráðfæra sig um framburð sinn“. Þetta er þá árangurinn af því, að Helgi Tómasson hefir fengið sex vikna frest til þess að „ráð- færa sig um framburð sinn“. Það er komið í ljós nú, og rit- stjóra þessa blaðs er fullkunnugt um það, að þessi endurskoðaði „framburður" H. T. hefir al- mennt vakið megnan viðbfóð, einnig meðal ákveðinna stjómar- andstæðinga. „Skýrslan" í Mbl. er ekkert annað en máttvana hefndartil- raun, gagnvart fjölskyldu Jónasar Jónssonar og nokkrum mönnum öðrum, sem ekki fengust til þesa að vinna það hlutverk, sem H. T. og félagar hans höfðu ætlað þeim í þeim eftirminnilega sorgarleik, sem áformaður hafði verið, til að ráða niðurlögum eins hins mikil-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.