Tíminn - 17.05.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1930, Blaðsíða 2
116 TlMINN Helgi Tómasson reynir að vísu | eftir á að neita því, að samstarf j hafi átt sér stað miili hans og pólitískra leiðsögumanna íhaldsins. En þegar gætt er að því hvemig blöð flokksins hafa varið ódæði hans og éf athugað er að G. H. er einskonar starfsmaður við Mbl., m. a. hefir það hlutverk að yfirlesa allar níðgreinar um heilsufar mitt, og sé því bætt við að Valtýr Stefánsson fylgdi H. T. eins og skuggi í hegningarhúsið þegar hann var yfirheyrður, og beið fram á gangi eftir tiiræðis- manninum, þar til hann hafði lokið sér af þar, þá er orðið býsna ljóst sambandið milli hixma seku. Mbl.liðið lítur á Helga Tóm- assson sem flugumann sinn, sem því beri bæði að nota til hins ítrasta, og síðan að vemda fyrir verk þau ,er hann vinnur fyrir flokkinn. 1 síðustu játning H. T. kemur það bert fram, að H. T., Þ. Sv. og 2—8 aðrir læknar eru búnir að ákveða að senda forseta Al- þingis og forsætisráðherra til- kynningu byggða á hinum full- komnustu íslenzku vísindum! um að ég væri vitskertur, og sýkin á það háu stigi, að þingið átti að fá aðeins 12 tíma frest til að losna við mig og útvega nýjan mann. Þessi hraði var því ein- kennilegri, þar sem aðalandstæð- ingum mínum var kunnugt um, að ég var rúmfastur af illkynj- aðri hálsbólgu og sýnilegt var, að ég hlyti að vtera hindraður frá að sinna embættisstörfum mínum um nokkra stund. En þessi flýtir kom af öðru. íslandsbankamálið var á döfinni. Glæframenn þjóðfélagsins vildu halda þar áfram sama sukkinu, aðeins koma bankanum á ábyrgð ríkisins. Mbl. var kunnugt um að nokkur meiningamunur var í Framsóknarflokknum um þetta mál. En samskonar skoðanamun- ur var líka innan íhaldsflokksins, þarsem t. d. einn af helztu mönn- um flokksins greiddi ekki at- sum hin stærstu atriði málsins. Mbl. hélt að það gæti notið sérstöðu nokkurra Framsóknar- þingmanna tii að valda stjómar- skiptum. Þetta var að vísu sprottið af ókunnugleika Mbl. manna. Engin stjómarskipti voru hugsanleg á þingi í vetur hvorki í sambandi við bankamáliið eða aðrar „bombur“. En íhaldið trúði þessu. Það hugði sig standa nærri stjórnarskiptamöguleikum í sain- bandi við bankamálið. Og í þeirri breytingu var æskilegast 'frá sjónarmiði Mbl.manna að losna við mig úr stjórnmálastarfsemi í bráð og lengd. 1 umsátinni um Port Arthur í japansk-rússneska stríðinu þótti japanska herstjómin ósár á mannslífin. Hún sendi hverja her- sveitina af annari í skotgrafim- ar; þær voru þar skotnar og troðnar niður. Að lokum gekk japanski herinn inn yfir víggarð- ana á líkum landa sinna. Hér var sömu aðferð beitt. Herstjórn Mbl. manna skipar samsærismönnum læknanna fram. H. T., Þ. Sv., G. H., Dungal og Sigurði Magnús- syni á Vífilsstöðum. Þessir menn áttu að vera neðstir í skotgröf- inni. Yfir álit þeirra sem lækna og manna átti her Mbl. að ganga þurrum fótum að eftirþráðri meirahlutaaðstöðu í þingi og stjóm. Eftir langa fundi og bollalegg- ingar verður brjálsemisyfirlýsing- in til, eftir því sem vitnisburður hljóðar. Tólf tíma átti Tr. Þ. að fá til að gefast upp með öllu sínu liði! Það er eftirtektarvert, að H. T. hélt því fram, að enginn hefði vit á geðveikismálum hér á landi nema hann, og að einhverju leyti Þ. Sv. Svo hátt komst Þ. Sv. ekki nema þegar samsærismönnum lá á liðveizlu hans. Aðrir læknar höfðu að skoðun þessa drýldna smámennis ekki vit á geðveiki fremur en leikmenn. En þó að H. T. telji þessu svo farið, þá virðist hann hafa ætlað að láta 2—3 al- menna lækna skrifa undir skjalið til Tr. Þ. með sér og Þ. Sv. Hversvegna átti hann að lítil- lækka sig með því að hafa á vott- orðinu menn, sem að hans dómi höfðu ekkert vit á geðveiki ? Var ekki í þessu einn vottminn um ósannsögli hans og vesaldóm í úrræðum ? Eftir því, sem nú er komið fram hugsar hann sér árásina í þrem stigum. Haim ætlar fyrst að vinna bug á Tr. Þ., þar næst mér og loks konu minni. Ef þetta hefði allt gengið að óskum, þá hefði skjahð, það „historiska plagg“ sem ég minntist á, kom- ið til forsætisráðherra, hann beygt sig fyrir uppreistinni sím- að stjómarskipti til konungs, og íhaldið hefði siglt inn í stjórnar- ráðið. Hið gamla góða lag hefði hafizt að nýju. Gömlu mennirnir hefðu áfram fengið vandasöm- ustu embættin. Kosningafalsarar hefðu aftur rétt upp höfuð með sína þráðu iðju. Fjársvikarar liefðu enn seim fyr reynt að fá stórfé að láni hjá bönkunum, svíkjast svo frá skuldum og koma þeim á landsmenn. Sóðaskapurinn hefði aftur byrjað í stærsta skóla landsins og 20—30 unglingar veikst þar af berklum árlega. Sigurlaunin voru mikil. Þess- veg-na mátti fóma miklu. Menn tala um það úti um land, hvort samsærismennirnir séu al- veg frámunalegir aular, eða sér- stök illmenni, eða undarleg blanda af hvortveggju. Um einn af þess- um mönnum, G. H., er vitað, að hann er í öllu venjulegu dagfari sómamaður. En um röksemda- gáfu hans hefir verið deilt bæði fyrir og eftir að hann ritaði nefndarálitið um hérana sæilar minningar. Sennilega hafa þeir sem að þessu stóðu lagt sitt af hverju fram, sumir aðallega fákæsnku aðrir sérílagi vöntun á töluvert ríkum mæli. Þeir sem lögðu ráðin á um þessa pólitísku morðtilraun hafa trúað því sem H. T. vill leggja í munn konu minnar, að Fram- sóknarmenn væru yfirleitt lítil- menni. Sjálfur veit hann manna bezt, að hann skrökvar þessum orðum upp á hana, en sjálfum hefir honum orðið þessi trú að álits- og hamingjutjóni. Hann hefir svo gersamlega misskilið Framsóknarflokkinn, að hann hefir trúað að ekki þyrfti neitt annað en að Mbl. sendi af stað nokkra félagsmálaafglapa, sem með vísvitandi falsvottorðum reyndu að fella stjóm landsins og sundra mönnum, er með margra ára starfi hafa þokað -á- fram fjölda af djúptækustu um- bótamálum þjóðarinnar. H. T. vill trúa því að íslenzka þjóðin sé svo lítilsigld að hún taki fyrir góða og gilda vöru frammistöðu þeirra er ráðnir voru í að gefa falsvottorð í póli- tískum tilgangi. En honum varð ekki að trú sinni. Aldrei í manna minnum hefir þjóðin sýnt betur, að hún er ekki lítilsigld eins og H. T. vill hafa hana. 1 gær barst mér í hendur ávarp frá samsýsl- ungum mínum, um 1000 að tölu, sem ekki hugsa á þann veg sem H. T. og félagar hans héldu að fólk myndi gera, ef hann léti ljós sitt skína. Mörg þúsund manna höfðu úr öðrum héruðum vottað hið sama. Framkoma H. T. gagnvart ná- frænda sínum Helga Briem bankastjóra og nákomnum vini sínum, Bjarna Ásgeirssyni alþm., sýnir skapgerð mannsins. Hann býr til heilar sögur þeim til á- virðingar, aðeins til að hefna sín á þeim, af því þeir rituðu undir traustsyfirlýsingu til mín í sam- bandi við læknana. Hvorki náin frændsemi eða vinátta hindrar þann mann frá að bera fram algerlega rakalaus ósannindi um menn sér svo nána, ef honum aðeins dettur í hug að koma bletti á þá. Annað atriði tekur af öll tví- mæli um manngildi H. T. — Eg álít ekki að hann hafi verið í neinni þakkarskuld við mig, þó að eg hefði lagt mig nokkuð í framkróka til að gera honum sem léttast að vinna mannsverk hér á landi. En eg álít að fram- koma mín gagnvart honum hefði átt að vernda mig frá sérstökum skelmisbrögðum af hans nálfu. Eg læt að svo stöddu liggja milli hluta allan róg hans um heilsu- far mitt. Ég læt ennfremur bíða að tala um þann drengskap að reyna að rógbera mig hjá flokksbræðrum mínum á þingi og mínum nánasta vini Tr. Þ. En eitt af brögðum þeim er hann beitir gegn mér yfirgengur alt annað. Það er það, að laumast inn í hús mitt rétt fyrir hátta- tíma undir yfirskyni falskrar velvildar, setjast við rúm mití og segja við mig og konu mína, að hann vonist til þess að við leggjum ekki trúnað á sögur þær sem gangi um bæinn um heilsufar mitt og hann sé borinn fyrir. Er hægt að hugsa sér forhert- ara ósannindamann? Maðurinn er búinn að bera út um allt, að eg sé brjálaður, búinn að þinga um þetta vikum og'mán- uðum saman við fjölmarga menn, búinn að gera að því er virðist með 3—4 öðrum mönnum yfir- lýsingu um þetta efni og undir- rita hana með þeim, og ákveða að senda hana til forsætisráð- herra með kröfu um að eg yrði felldur úr stjórninni innan 12 tíma. Og svo kemur þessi maður að rúmi mínu og biður mig og konu mína að trúa ekki — trúa ekki sannleikanum um sögusmíði hans og ódrengskap í minn garð. Fáum mínútum síðar bætir hann enn gráu ofan á svart. Hann tilkvnnir ikonn minm' inni i íjosiausu herbergi sem hann bendir henni að ganga inn í á eftir sér, að maðurinn hennar sé geðveikur. Til að gera þetta enn áhrifameira, til þess, ef unnt væri, að læða skelfingunni inn í sál hennar, grípur hann um handleggi hennar og mælir það sem hann skoðar dauðadóminn yfir mér í þungum og alvarleg- um róm. Að endingu biður hann hana að þegja um að eg sé geð- veikur. Kona mín fær iimi í her- bergi mínu að hlusta á að hann sé saklaus af geðveikissögunum. Inni í skrifstofunni er henni til- kynnt af þessum manni að ég sé geðveikur. Og hún er beðin að þegja um þetta vísindalega ieynd- armál hans. sem hann og Mbl. voru þá búnir að breiða út um allan bæinn og allt landið. Séu þessi dæmi athuguð sést. að hvað sem um H. T. má segja að öðru leyti, þá sýna þessi dæmi að skápgerð hans er þannig, að honum verður ekki trúað sem manni. Og honum getur ekki af nokkru þjóðfélagi verið trúað fyrir þeim veikustu af þeim veiku — fullu húsi af geðveikissjúkling- um. Setjum svo að sama raun hefði komið fyrir aðra menn. Segjum að Sæmundur Bjamhéðinsson hefði komið inn í herbergi konu Jóns Þorlákssonar og sagt henni umbúðalaust, ákveðið og með full- um ósannindum, og í þeim eina hug að skaða mann hennar og flokk hans í stjórnmálum, að maður hennar væri holdsveikur. Eða segjum að Sigurður á Víf- ilsstöðum hefði komið til konu Magnúsar Guðmundssonar, bent henni að fylgja sér inn í dimmt herbergi, gripið þétt um hendur henni, og sagt að því miður gengi maður hennar með ólæknanda krabba. Og að þetta eins og í hin- um tilfellunum hefði verið vís- vitandi ósannindi, sögð í því skyni að hræða hana og særa fjölskyldu, sem á engan hátt hafði til þess unnið. Ég álít að ef Sæmundur og Sig- urður hefðu komið þannig fram, þá hefðu þeir að fullu brotið af sér traust þjóðfélagsins og að sérhver stjórn hefði orðið að vísa þeim burt úr trúnaðarstöðu í þjóðfélaginu. Sem betur fer hafa þessir áðurnefndu læknar ekki framið neitt hvílikt ódæði og munu fráleitt gjöra það. En shk hafa verið þrælatök fjandmanna minna á mínu heimili. Hrakfarir H. T. byrja hjá for- sætisráðherra, sem gefur honum haiða áminningu, og flettir undir eins af honum flugumannshjúpn- um. Þaðan fer H. T. til Guðmund- ar Iiannessonar, þar sem sam- særismennirnir bíða hans. Þar skilur hann bíl sinn eftir. Þaðan hringir hann til konu minnar og biður um leyfi til að heimsækja mig. Þangað dregst hann aftur, fölur og skjálfandi, eftir að hafa reynt að fremja flugumannsstarf það, er Mbl.menn höfðu falið honum á hendur. H. T. bíður annan ósigur sinn þennan dag í herbergi mínu. Tvöfeldni hans þar er áður lýst. En heimsóknin fer á þá leið, að ég tek honum eins og kjark- litlum raunamanni, sem kemur og tjáir mér vandræði sín. Kjarkur H. T. hafði brotnað í samtalinu við forsætisráðh. Neit- un Tr. Þ. um að taka H. T. og læknana alvarlega var sama og að engin stjómarskipti yrðu, en það var einmitt sigur sá, sem flugumennska hans átti að Gyggja Mbl.mönnum. Næsta skref hans er að lama mig og hræða, væntanlega svo að ég segði mig úr stjóminni. En hræðslan greip hann meir en mig. Hann sá ekki að eini sófinn, sem var í herberginu, var á bak við dívaninn, sem ég lá í. Enn síður sá hann fyrir, að ég myndi í þessum sófa skrifa grafskrift hans sem manns í „bombugrein- irvniu nnWvnv^ ^ *>*'<$ <**?. f stað þess sýnist honum konan sitja í þessum sófa. ^Hann man ekki, að ég hafði stóran ullar- trefil um hálsinn. 1 stuttu máli: Hann er svo hræddur og skjálf- andi, svo aumur og niðurdreginn, að hann veit ekki sitt rjúkanda ráð. Þess vegna er allur blærinn á frásögn hans um samtal okkar afbakaður, en nálega allt, sem hann segir af tali sínu við konu mína slitið úr samhengi eða bein ósannindi. H. T. fann, að ég var alls ekki líklegur til að liggja kyr í gröf þeirri, er hann hafði búið mér. Þá var síðasta tilræðið eftir: Að hræða konu mína. Og það gjörði hann svo greipilega, sem í hans valdi stóð. En jafnvel í hans eigin ósönnu frásögn af einka-. samtali hans í dimma herberg- inu sést að hann mætir þar sömu viðtökunum. Honum er bent á að hér sé pólitík á ferðinni, uppreist sú, er hann starfar að sé ólögleg. Hann fær að heyra, að af honum hafi verið búizt við drengskap í framkomu. Og að lokum kemur það atvik, sem kórónar sekt hans í sambandi við tilraun hans til að hræða konu mína. Jafnvel hann, sem er orðinn sannur að svo stór- felldum ósannindum og júdasar- hætti, verður að segja satt frá því. Kona mín sér, að H. T. er svo óstyrkur og skjálfandi, að hann getur varla staðið. Hún veit, að það er dimmt úti. Hún spyr, hvort hann hafi sinn bíl við hús- ið. Hann kveður nei við. Hún spyr hvort hún eigi að síma eftir bíl. Kann neitar því líka. Auðvdtað vissi kona mín ekki, að bíll hans stóð upp við hús G. H. skammt frá. Hún vissi heldur ekki, að í því húsi voru nokkrir samsærismenn samansafnaðir og að þeir biðu með eftirvæntingu til að • vita, hvort honum hefði tekizt að eyðileggja heilsu mína og kasta svörtum skugga yfir líf hennar og barna okkar. Hvorki hún eða ég höfðu minnstu hug- mynd um samsærið og hinn víð- tæka eyðileggingartilgang, er öliu réði. H. T. lætur í samtali þvi, er hann býr til sjálfur, milli konu minnar og hans, eins og kona mín hafi farið lítilsvirðandi orð- um um flokksbræður mína og beinlínis skopast að heilsuleysi forsætisráðherra. H. T. veit, að um þetta samtal eru þau tvö til umsagnai'. Þeim ber saman um fátt, nema tilkynningu hans um geðveikisdómiim. Þar sem þau segja álíkt frá verður að meta trúverðugleik þeirra eftir annari framkomu. Það er nú sannað, að H. T. hefir af heimskulegri reiði og hneigð til ósanninda reynt að koma þeirri trú inn hjá aimenn- ingi að Helgi Briem, og Bjami Ásgeirsson hafi verið pottur og panna í brjálsemisherferð hans. Allir vita, að þetta eru fulikomin, tilhæfulaus og vísvitandi ósann- indi frá hálfu H. T. Hvorki vin- átta hans við Bjarna Ásgeirsson né frændsemi hans við Helga Briem verndar þá fyrir rógi hans, er hann veit að þeir hafa óbeit á samsærisverkum hans. Það er ennfremur sannað, að hann byrjar samtahð við mig með hinum greypilegustu ósann- indum, bæn um sýknun, þar sem hann vissi sig alsekan. Hvort á að trúa betur sMkum manni, eða þeirri konu, sem hefir þá höfð- ingslund, að bjóðast til að út- vega honum bíl til að komast heim í, eftir að hann hafði reynt að fremja á heimih hennar hið nafntogaðasta skelmisverk, sem um er talað í lífi seinni kynslóða hér á landi. Forsætisráðherra og samherjar mínir á þingi og utan þings vita, að lýsingar H. T. á þeim eru hans orð, skopið að veikindunum, hans gleði. Hvorki kona mín eða ég hefðum haft löngun til í fyrravor Qína og blöS íhalUsins, að lýsa heimkomu Tryggva Þórliallssonar til sjö barna, þannig að búast mætti við að hann ætti skammt eftir ólifað. Slíkar kveðjur fá menn frá fjandmönnum sínum, en ekki frá æskuvinum, nema ef vera skyldi „vísindamanninum", sem var afbrýðissamur við Þórð á Kleppi. Nú víkur sögunni að húsbænd- um H. T., Mbl.mönnunum. Þeir vissu vel hverju fram fór. Þeir biðu líka með öndina í hálsinum eins og félagar H. T. heima hjá G. H. Þeim fannst býsna mikið undir því komið, hversu ferð Kleppverjans hefði tekizt. Ef H. T. og félagar hans hefðu haft sómasamlegri málstað, myndu þeir hafa staðið við ráða- gjörð sína, sent geðveikisvottorð- ið til Tr. Þ. og heimtað mig rek- inn með 12 tíma fresti. Síðan hefðu sæmilegir menn í þeirra stað látið fylgja ítarlegan rök- stuðning fyrir kæru þeirri um heilsuleysi er svo mjög hafði ver- ið undirbúin. En hvorugt kom. Ráðagjörðir þeirra kumpána urðu að jafnlitlu eins og sprenging þeirra bófa, sem lögreglan hand- tekur áður en þeir hafa borið eld að tundrinu. Aldrei hefir meiri gunguskapur sannast á nokkurn hóp manna, heldur en sú staðreynd, að lækna- klíkan gafst upp við að senda geðveikisvottorðið, gafst upp við að tala í alvöru um 12 tíma frestinn, gafst upp við að sanna brjálsemi mína. En í stað þess gjörðu þeir ann- að. G. H. og Þ. Sv. fóru að bak- tala hver annan og harma ólán sitt að hafa dregizt inn í þetta svikamál. Og á Sigurði á Vífils- stöðum er brosið út af bombunm storknað eins og hraunið, þar sem sjúklingar hans ganga. Eftir að H. T. kom heim úr för sinni til mín frá félögum sín- um í húsi G. H., var hann niður- brotinn maður. Hann símaði til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.