Tíminn - 05.07.1930, Page 2

Tíminn - 05.07.1930, Page 2
144 TlMINN jpmtrot kemur út einu sinni í viku að minnsta kosti og stundum tvö blöð í einu. Meðaltal síðuatu ára 60—70 tbl. Árgangurinn kostar 10 krónur. Gjalddagi er í júní. Skilvísir kaupendur fá ókeypis aukablað Tímans, sem kemur út einu sinni í mánuði. Aukablaðið flytur myndir, ritgjörðir og fróð- leik ými.skonar, innlendan og er- lendan. fengi betra húsnæði og að bóka- safn skólans yrði aukið. Því næst talaði sami maður um tímaritið og hvatti fundarmenn til að vinna að útbreiðslu þess. — Var ræða hans þökkuð með lófaiaki. 13. Skýrsla framkvæmdarstjóra innf lutningsdeildar: Aðalsteinn Kristinsson íram- kvæmdarstjóri gerði glögga grein fyrir innflutningi erlendrar vöru s. 1. ár. Hafði vörusala Sambands- ins aukizt frá áfinu 1928 um kr. 1.365.000,00. Gjörði framkvæmd- arstjórinn grein fyrir frá hvaða löndum hinar ýmsu innfluttu vör- ur, er Sambandið afgreiddi til kaupfélaganna, væru keyptar. Einnig las hann upp samanburð- arskýrslu fyrir s. 1. ár, við fyrri ára innflutning erlendra vara. Kom þar í ljós, að innflutningur á landbúnaðarverkfærum, girð- ingarefni og sáðvörum, hafði auk- izt mjög mikið. Einnig hafði Sambandið á árinu 1929 selt til- l)úinn áburð, alls 21141/2 tonn fyrir kr. 443.000,00. Þungi þeirra vara, sem Sam- bandið flutti til landsins s. 1. ár nam 30.000 tonnum. Framkvæmdarstjórinn lét þess getið, að í ráði væri að Samband- ið byggði stórt vörugeymsluhús í Reykjavík á þessu ári. Að síðustu lét framkv.stj. þess getið, að verðlag á erlendum vör- um væri talsvert lægra nú *n sl. ár, t. d. á kaffi, sykri og korn- vörum. Ræðan var þökkuð með lófa- taki. Þá vár borin upp og samþykkt svohljóðandi tillaga: „Vegna vaxandi notkunar kjarnfóðurs hjá mjólkurframleið- endurrí, vill fundurinn hér með skora á Samband ísl. samvinnu- félaga að hafa hér eftir fyrir- liggjandi birgðir af fóðurbæti, eftir því, sem það sér sér fært, og annast blöndun hans eftir þeirn hlutföllum, sem heppilegast verð- ur talið“. Var þá fundarhlé í 1 klt. og fundinum svo haldið áfram kl. 5 síðdegis. Var þá tekið fyrir: 14. Tillögur um breytingar á samvinnulögunum: Framsögumaður nefndar þeirr- ar, sem kosin var á fundinum í gær, til þess að athuga þetta mál, Jakob Líndal, gjörði grein fyrir áliti nefndarinnar. Urðu miklar umræður um tillögur nefndarinn- ar, en að þeim loknum, var at- kvæðagreiðslu um tillögurnar frestað þar til síðar. — Var þá fundarhlé í lþa klt. 15. Ullai'iðnaðarmál: | Málshefjandi var Jón Árnason framkv.stj. Rakti hann sögu málsins og óskaði eftir áliti fund- armanna um það, hvort ullariðn- aður ætti að eiga sér stað hér, og hvort samvinnufélögin ættu að taka það mál í sínar hendur. Margir af fundarmönnum töluðu um málið og voru flestir sammála um nauðsyn þess, að Sambandið tæki það í sínar hendur hið fyrsta. Var síðan borin upp og samþykkt í einu hljóði svohljóð- andi tillaga frá Jóni Árnasyni: „Fundurinn heimilar stjórn Sambandsins að kaupa eða koma upp fullkominni ullarvei’ksmiðju, en leggur áherzlu á, að allrar varúðar sé gætt um þær fram- kvæmdir“. 16. Tillögur um breytingar á samvinnulögunum: Þá fór fram atkvæðagreiðsla um tillögur þessar um breyting- ar á samvinnulögunum: Við 1. kafla, 2. gr., lið 2: Eftir smjörbú komi innan sviga: „Utgerðarfélög". 3. gr. 5. liður orðist þannig: „Tekjuafgangi af rekstri félags, þegar greidd hafa verið tillög til sameignarsjóða, skal úthlutað til félagsmanna eftir viðskifta- magni hvers um sig“. — Sam- þykkt í einu hljóði. Við 4. kafla 19. grein: w Á eftir 2. málsgrein komi: „Verði aðalfundur ekki lög- mætur, skal boða til fundar að nýju innan 3ja mánaða. Sé boðað til hans með 2ja vikna fyrirvara og er hann þá lögmætur án til- lits til þess, hve margir eru mættir, ef eigi eru almenn for- föll, sem gera fundarsókn lítt Ræða Sigurðar Sigurðssonar búnaðar- málastjóra á stofnfundi Skóg- íæktarfélags íslands, sem háður var í Almannagjá 27. júní 1930. Vér stöndum á tímamótum, og tímamir líða áður en mann varii’. Fyrir 1000 árum stóðu feður vor- ir hér á sama stað og vér nú. Þúsund ár virðast langur tími. Það er hann frá sjónarmiði ein- staklingsins, en í lífi þjóðar er hann skammur. En hverjar breyt- ingar hafa þessi 1000 ár fært oss, á landi og þjóð. Um fyrra atriðið skal farið nokkrum orð- um. Hið síðara er sagnfræðing- anna. Ég hefi haft tækifæri til að sjá meginhlutann af landi voru, bæði sveitir og öræfi. Ég hefi réynt að gera mér grein fyrir útliti landsins, sem það er nú, og svo sem það var áður. Það er ljóst að breytingar eru miklar. Orð Is- lendingabókar: „I þann tíþ vas ísland viþi vaxit milli fjalls ok fjöru“, hafa óefað mikil sannindi að geyma. Enda sýna fjölmörg dæmi úr sögum vorum að landið hafi víða verið skógi vaxið þar sem nú er auðn ein. Enn betri sannanir fyrir víð- á,ttu skóganna eru skógarleifam- ar. Ilver sem hefir séð Fnjóska- dalsskógana, með sína bjarkar- drottningu 12 metra háa, hin stórvöxnu tré í Gatnaskógi á Hallormsstöðum á Héraði og’ Bæj- arstaðaskóg í Skaftafellssýslu með sínum fögru og beinvöxnu birkitrjám eða skógarleifarnar á Vestfjörðum, eða reynihrísluna í Nauthúsagili undir Eyjafjöllum, sem er 10 m. há og vex út úr bergi, já hver sem hefir veitt þessu og fleiru eftirtekt, hann trúir því að orð Islendingabókar séu sönn. Landið hefir án efa verið skógi klætt að mestu, að undanteknum mýrarflóum og ör- æfum. En hvílíkur munur að sjá blasa við auganu skógivaxnar hlíðar, hálsa og fjöll sem glitra í góð- viðri í ám, fossum og vötnum, eða þar sem alt er nakið og bert og ekkert skjól er fyrir lágvaxn- ari gróður eða búfé. Hvarf skóganna er eðlileg af- leiðing af athafnalífi forfeðranna og hugsunarhætti þeirra tíma. Enda hefir hin sama saga endur- tekið sig í öllum löndum. Menn nota það sem hendi er næst. Og þessi notkun skóganna hefir orð- ið forfeðrum vorum drjúg tekju- lind. Úr skógunum fengu þeir að nokkru efnivið til húsagerðar og húsmuna. Af þeim fengu þeir mest alt eldsneyti. í þeim gekk búfé sumar og vetur. Skógarair mögulega”. — Samþ. í einu hlj. Við 5. kafla 24, grein, 1. máls- grein: Á eftir orðunum 1% komi í stað „viðskiptaveltu": „Af söluverði innlendra og er- lendra vara“. — Samþ. með 20 atkv. gegn 6. Við 8. kafla, 38. grein: Fyrsta málsgrein orðist svo: „Samvinnufélög greiða til sveita- og bæjarsjóða gjöld þau, sem hér segir“: — Samþ. í einu hljóði. 17. Kosningar: a. Formaður til 3ja ára: Ing- ólfur Bjarnarson, Fjósatungu. Endurkosinn með öllum atkv. b. Varaformaður til 1 árs: Kosningu hlaut Sigurður Jónsson, Arnarvatni með 20 atkv. c. Tveir varastjórnarnefndar- menn til 1 árs: Kosningu hlutu: Vilhjálmur Þór, kfstj., Akureyri með 15 atkv. og Kristinn Guð- laugsson, Núpi með 9 atkv. d. Endurskoðandi til 2 ára: Kosningu hlaut: Tryggvi Ólafs- son með 19 atkv. e. Varaendurskoðandi til eins árs: Kosningu hlaut Guðbrandur Magnússon — endurkosinn. 18. Önnur mál: Runólfur Björnsson á Kornsá bar fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn telur nauðsynlegt, að réttardagar að haustinu séu bundnir við ákveðinn mánaðar- dag, en ekki vikudag, eins og nú er almennast á landinu. Felur því stjórn S. í. S., að beitast fyrir þessari breytingu". — Sam- þykkt með samhljóða atkvæðum. Stefán Vagnsson á Hjaltastöð- um bar fram svohljóðandi til- lögu: „Fundurinn skorar á Sam- bandsstjórnina að hún beiti sér fyrir því, og komi sem fyrst í framkvæmd, að flytja rúg til norðurhafna landsins, þeirra sem hafís getur lokað, með þeim að- altilgangi, að til megi grípa í harðindum tii þess að bjarga fólki og fénaði frá fóðurskorti". Tillögu þessari var með sam- hljóða atkv. vísað til stjórnar- innar til athugunar. 19. Skýrsla ferðakostnaðar- nefndar: / Ferðakostnaðarnefnd lagði fram skrá yfir ferðakostnað og dag’- peninga fulltrúa. Var hún lesín upp og samþykkt í einu hljóði. Þá var borin upp og samþ. gerðu landið skýlla og' hlýrra og í . skjóli þeirra óx þroskamikill jurtagróður. Feður vorir lifðu að- allega af búnaði fram undir síð- ustu aldamót. En svo má að orði kveða, að skógarnir hafi verið sú líftaug sem hélt búnaðinum við líði. 1 skógana gekk búfé mest forðum. Því má að nokkru þakka það skógunum að lífsþróttur hélst í þjóð vorri. Skógarnir hafa því verið mjög mikilsverðir fyrir athafnalíf og búnað feðra vorra, enda hagnýttu þeir sér þá svo, að skógarnir gengu fljótt til þurðar. Þó munu víðáttumiklir skógar hafa hald- ist fram á miðaldir. Á 17. og 18. öldinni eru skógarnir farnir að láta mjög á sjá. Á stórum svæð- um eru þeir gjöreyddir og upp- blástur byrjaður. Enda fer nú búnaði og efnahag- þjóðarinnar hröðum skrefum hnignandi. Menn sjá hverju fram fer en halda á- fram að nota síðustu skógarleif- arnar svo sem ekkert hefði ískor- ist. Hverjar eru nú afleiðingarnar af meðferð og notkun skóganna? Þær eru öllum kunnar. Landið er nú nakið og bert, aðeins nokkrar skógarleifar, þar sem þeir hafa verið víðlendastir og bezt skilyrði til þess að skógurinn gæti náð sem beztum þroska. Þessu hefir áður verið lýst. En útlit fóstur- jarðarinnar hefir breyst. Lit- í einu hljóði svohljóðandi tillaga frá Sigurjóni Sigurðssyni: „Fundurinn þakkar fram- kvæmdastjórn og starfsmönnum Sambandsins fyrir vel unnin störf á liðnu starfsári og lýsir fullu trausti sínu í þeirra garð fram- vegis“. Ennfremur var fundarstjóra þökkuð góð fundarstjórn. Fundargerð lesin og samþykkt. Að því búnu þakkaði fundarstjóri fundarmönnum góða samvinnu og sagði því næst fundi slitið. Sigurður S. Bjárklind. (Sign.). Guðm. Skarphéðinsson (skrifavi) ísleifur Högnason (skrifari) (Sign.). ----O--- Spurning til „söngmálastjórans“. Herra Sigfús Einarsson. Eins og þér munuð minnast, átti ég snemma á síðastliðnu vori tal við yður um undirbúning liátíðarsöngvanna á Þingvöllum. Innti ég yður sérstaklega um það, hver aðstaða yrði veitt söngvurum okkar Islendinga, til þess að taka þátt í söngnum. Skal það þegar játað, að ég bar sérstaklega fyrir brjósti Sigurð Skagfield, sem mun vera talinn einn af ágætustu raddmönnum okkar íslendinga um þessar mundir og hefir stundað 9 ára erfitt söngnám erlendis og að kalla má án nokkurrar hjálpar frá hendi þjóðarinnar. Ég benti yður á, að það væri ætlun og ótvíræð skylda íslenzku þjóðarinnar, að beita fremstu kröftum í hverja átt sem væri, til þess að fulltrúar annara ríkja og aðrir erlendir gestir, er sæktu okkur heim, mættu hljóta sem fyllsta kynningu af hæfileikum þjóðarinnar, manndómi og listum. Þér mótmæltuð engu, sem ég hélt fram í þessa átt, en tjáðuð mér, að það væri fyrirætlun und- irbúningsnefndarinnar og yðar eigin, að veita söngvurum okkar jafna aðstöðu, til þess að syngja á Þingvöllum um hátíðina. Var það, að mér skyldist, fyrirætlun yðar, að stofna til einskonar söngmannaats, þar sem margir söngvarar: kæmu fram, undir ein- um lið *dagskrárinnar, og fengju 10 mínútur(!), eða því sem næst, hver til umráða. Nú mun það hafa komið á daginn, að söngvarar okkar munu, hver í sínu lagi, hafa orðið þegjandi samhuga um, að hafna slíkri smán. „Einsöngurinn" var því numinn brott úr frumvarpi há- tíðardagskrárinnar. Ég inti yður um, hvort ein- söngur yrði ekki einn þáttur í sjálfum hátíðarsöngnum (kantöt- unni). En *þér tjáðuð mér, að einsöngurinn í „kantötu" Páls Is- ólfssonar hefði, af dómnefndinni, verið numinn burtu og myndi að líkindum ekki verða endursam- inn. Yrði því eigi þörf á ein- söngvara til aðstoðar við sjálfan hátíðarsönginn. Ég þóttist af öllu samtali mínu við yður mega ráða, að þér þætt- ust vilja gæta réttlætis gagnvart söngvurum okkar, og þér kváð- ust ætla að flytja það mál við undirbúningsnefnd hátíðarinnar. Það kom því talsvert flatt upp á, mig, þegar ég sá það í hinni prentuðu hátíðarskrá, er loks var tilbúin á fyrsta degi hátíðarinn- ar, að einn, og aðeins einn, af söngvurum okkar, Pétur Jónsson, hafði fundið náð fyrir augum yð- ar 'og undirbúningsnefndarinnar, svo að honum var, með dag- skráimi, veitt aðstaða, til þess að syngja opinberlega á hátíðinni. Nú vissuð þér mætavel, að allir söngvarar okkar voru, að tryggðri sæmilegri aðstöðu, fúsir til þess að taka þátt í söng’ há- tíðarinnar. Má þar til nefna, auk Péturs Jónssonar, Eggert Stef- ánsson, Sigurð Skagfield, Einar og Maríu Markan og Kristján Kristjánsson svo að þeir einir séu taldir, sem syngja opinber- lega um þessar mundir. Jafn- framt liggur það hverjum manni í augum uppi, að það var engum erfiðleikum bundið, að beita öll- um þessum afburðaröddum okkar íslendinga í þremur samsöngv- um á hátíðisdögunum og í þeim mörgu veizlum, sem haldnar voru, meðan á hátíðinni stóð. En í stað þess, að beita af- burðakröftum Islendinga í ein- söng, svo að ljóst mætti verða til fulls, hverjum hæfileikum þjóðin er búin í þá átt, voru, auk Pét- urs Jónssonar, valdir til þess að syngja einsöngva á Þingvöllum menn eins og Óskar Norðmann og Jón Guðmundsson, sem hafa að vísu einkarlaglega stofurödd, en ekki meira. Nú vil ég, af framangreindum ástæðum, leyfa mér að leggja klæðin fornu skrúðgrænu eru breytt. Búningurinn er orðinn tötralegur, slitinn og skjóllítill. Landið er að miklu nakið og bert. Stór svæði sem áður voru skógi vaxin og hinar blómleg- ustu sveitir, eru nú auðn ein. Nægir í því tilliti að benda á Rangárvelli, þar sem um 60 býli hafa farið í auðn vegna eyðingar skóga og eftirfarandi sandblást- urs. Sama er sagan í Landsveit og í Rangárvallasýslu, í Skafta- fellssýslum, í Fnjóskadalnum og víðar og víðar um alt land sjást melar og sandar og blásin börð. Sandgræðslan reynir nú að stöðva sandfokið og græða landið á hý. Þetta hefir heppnast undra vel. En það ,er aðeins fyrsta sporið, því þegar búið er að stöðva sand- fokið og melar og sandar eru að verða hulin gróðri, þá þurfa trén og skógarnir að fylgja á eftir. Það er komið sem komið er, um það tjáir ekki að saka einn eða annan. En aðal spurningin er: Eru möguleikar til að klæða landið á ný, færa fósturjörðina í sinn forna búning, sem hún var í á landnámstíð. Já, það er hægt, sannanirnar eru órækar. Á nokk- ur atriði má benda. Margir af vorum beztu mönn- um, semséð hafa hverju fram fór, hafa haft óbifanlega trú á mögu- leikum til skógræktar. Þetta kem- ur skýrt fram hjá Eggert Ölafs- I syni og Birni Halldórssyni. Hinn mikli garðyrkjufrömuður gerði nokkrar tilraunir með trjárækt. Margir fleiri töluðu um þetta. En fyrsti sýnilegi árangurinn var þó, þá er þeir Skriðufeðgar í Hörg- árdal fóru að gróðursetja tré, birki og reyni, á fyrri hluta 19. aldar. Tré þau er þeir gróður- settu á Skriðu, Fornhaga, Lóni, Akureyri og Laufási, hafa til þessa verið talandi vottur þess að þessi tré geti þrifist hér. En þrátt fyrir hinn sýnilega árang- ur af þessum tilraunum, var svefninn og deyfðin svo mikil á 19. öldinni, að fyrst um aldamót- in er farið að hefjast handa á ný. Þá kemur Trjáræktarstöðin á Akureyri og skóggræðsla ríkisins til sögunnar og nokkrir einstakl- ingar fara að hefjast handa með að gróðursetja tré. Vér ætlum oss eigi að rekja sögu þessara tilrauna, en minn- ast á aðalárangurinn. fíkóggræðsla ríkisins hefir sýnt að með friðun og réttri hirðingu má gjörbreyta þeim skógarleifum, sem vér nú höfum og gjöra þær þroska- og víðáttumeiri. Tilraunir með ræktun nýrra trjátegunda gefa og. von um góðan árangur, sem sjá má í skógræktarstöðvun- um á Vöglum, Hallormsstað, Grund í Eyjafirði, Þingvöllum og víðar. I trjáræktarstöðinni á Akureyri er sýnt að trjáfræsán-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.