Tíminn - 19.07.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1930, Blaðsíða 2
182 TlMINN ágætu samherja hans og arftaka í sókn vorri fyrir viðurkenning fulls réttar til handa íslenzkri þjóð. Framfarir vorar á sjó og landi i verklegar og andlegar, er orðið | hafa um síðasta manns-aldur sýna : glögglega, hvað í þjóðinni býr, er hún má njóta sín. Annað órækt vitni um mann- gildi Islendinga er frami frænda vorra í Vesturheimi, þeirra er þangað fóru flestir snauðir að fé, ókunnir tungu, lögum og lands- háttum, en hafa nú á tímabili, sem svarar til innar fomu land- námsaldar vorrar, þokað sér fram til innar mestu virðingar og gengis meðal annara menningar- þjóða þar í löndum. Því fremur fögnum vér nú komu allra þeirra, er hingað hafa sótt á þessa menn- ingarhátíð vor allra Islendinga. Hlutverk vort nú og á ókomn- um tíma verður það fyrst og fremst að varða um frelsi vort, vera „frjálsir menn í frjálsu landi“. Styðjum jafnrétti og bróð- urhug; bægjum hatri og sundr- ung. Höfum að vamaði orð skáldsins, er hann leggur í munn Snorra Sturlusyni: „Eftir fall ofsa, áþján metnað, óstjórn einveldi með afarkostum". Verndum tungu vora, bókmentir og listir. Minnumst þess, er skáld- ið kvað: „Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, Darraðarljóð frá elstu þjóðum. Heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vígð hún geymir í sjóði". Vér verðum enn auk þessa að stunda verklegar framfarir, nema allt gagnvænt, þarflegt og fagurt af erlendum menningarþjóðum, með gagnrýni þó og réttum skiln- ingi. Vér verðum að standa saman í breiðfylking til þess að hrinda öllum hleypidómum, en leita sann- leikans, hvar sem hann er að finna. Þá munu allar hollvættir oss ávarðar. Þá mun þjóð vor lengi lifa í þessu [andi. -----o---- Einyrki Eg horfi onúr hlíð á sumarkveldi, um iiljóðan dalinn niðar áin vær. Oll náttúran á nýjum grænmn feldi. Og niöri á sléttu er ofuriítill bær með röð af húsum, tún og gróna garða í grænni lautu, fjahaskjóh varða. Eg þekki þig, og þína sögu alla, sem þaina hefir búið tuttugu ár, og barning þinn við byl og hörkur fjalla, aht bústang þitt og sporin þreytusár. Og nóg er von, þótt nú sértu orðinn lotinn, því nú er orka þín og kraftur þrotin. Grjafir íslandi bárust margar gjafir á Alþingishátíðinni. Skulu hér nefndar nokkrar þær helstu, en skráin er ekki fullkomin. Frá Ríkisþingi Dana: Postulíns- vasi með íslenskum og dönskum myndum. Frá þingi Frakklands. Vasi úr Sevréspostulíni, hinn mesti dýr- gripur. Frá Tjekko-Slóvakíu: Krystalls- vasi. Frá Sænsk-íslenzka fjelaginu: Vasi úr postulíni, eirlitaður. Frá Islendingum í Khöfn: Silf- urklukka. Og enn er holtið ekki að fullu brotið í iðgrænt tún, sem hlær mót sólar brá. Óðalið þitt er ennþá sama kotið með ógirt land og húsin dimm og lág. Og hlaðan þín varð hálfu minni en skyldi, en hærri þó, en bú og geta þyldi. Hér niðar fossinn enn á bergi bláu og breiðist hvítur niður um hengistall með orku og ljós, sem engir skildu og sáu í æsku þinni meðan skapið svah og hét á þig th stríðs og stórra dáða, th styrkra taka og viturlegra ráða. Og hér er lindin, vatnsból þitt um vetur, sem vætlar kyrlát rétt við húsagarð. Þú veizt, að ótal spor þjer sparað getur að sprengja leiðslu í gegnurn þetta barð. En þú átt aðeins úrkost þann að hlaupa þótt efnameiri sleppi með að kaupa. Að kaupa, — það varð kvein þitt, hróp hins snauða, sem kemst þar hvergi, er öðrum verður greitt, sem berst í vök og ver sig hungurdauða en vinnst þo ekki að skulda engum neitt, og ber því altaf kvíðann kvalasára og kæfðar vonir sinna beztu ára. Einyrki! Sagan þín er bráðum búin og bræðra þinna. Ný mun hefjast öld. Því fyrir viti víkur gamla trúin, vonleysustríðin, hugraun þúsund-föld. Sambyggðir rísa um ræktun heilla sveita, sem rýrðarlandi í guUinakra breyta. Málmfákar ólmir yfir holtin hvæsa, hófar úr stáli, fax af bláum reyk. Og þar sem mátt þinn brast, að brjóta og ræsa, þar bregða þeir í viltri orku á leik og leggja mela, börð og brekkur harðar að bóndans fótum, — sem er drottinn jarðar. 17. júní 1930. Sig. Einarsson. •o Frá Færeyjum: Málverk af „Is- lendingabúðum“ í útskomum ramma. Myndin er gerð af G. Hentze, frægum dönskum málara. Frá trjáræktarfjelagi í New York. 1000 trjáplöntur og 1000 dollarar. Frá Svíþjóð: Bókasafn, um 1000 bindi. Bækumar em um sænska menningu og sögu og svo flest sem til er á sænsku um Is- land. Allt í skrautbandi, og munu fáir hafa séð fegurra bókasafn hér á landi. Ennfremur ljós- mynduð útgáfa af Snorraeddu og Islendingabók. Bandaríkin gáfu standmynd af Leifi heppna. Frá Danmörku: Ljósmynduð útgáfa af Flateyjarbók handa ýmsum opinberum stofnunum, öllum alþingismönnum o. fl. Þýzkaland gaf dýrafræðislega rannsóknarstofu. Gjöfin verður afhent síðar, og gátum vér varla kosið oss betri né þarfari gjöf. Frá félagi í Ameríku: Eirmynd af Thomas Johnson ráðherra. Danskar konur í Ameríku gáfu brjóstmynd af Vilhjálmi Stefáns- syni. Auk þess bámst Alþingi fjölda- mörg ávörp. Voru sum þeirra mjög glæsilega útbúin. Til dæmis frá sænska þinginu, handmálað bókfell, og frá norska’ þinginu, bókfell, búið gulli og gimsteinum^ Ennfremur komu bréf og heilla- óskir frá ýmsum löndum og stofn- unum víðsvegar um heim. Þá kemur það, sem flestum Is- lendingum mun vera kærast. Danska stjórnin afhenti Islandi 170 íslenzka gripi, sem á ýmsan hátt og á ýmsum tímum hafa komist á fomgripasafn Danmerk- ur. Um þessa gripi hafa staðið yfir samningar milli Islands og Danmerkur undanfarið. Endanleg lausn málsins var ekki fengin, en nú notuðu Danir tækifærið, og skiluðu oss mörgum, en ekki öll- um, þeim gripum, er deilt var um. Meðal gripa þessara er kirkju- hurðin frá Valþjófsstað, einn hinn merkasti íslenzkui- fomgrip- ur. Tvö drykkjarhom frá Skál- holti. Annar (því miður aðeins annar) hinna frægu útskomu stóla frá Grund í Eyjafirði. Reykelsisker fomt frá Hofs- kirkju. Hökull frá Hólum. Talið víst, að Jón biskup Arason hafi gefið hann dómkirkjunni. Tvenn altarisklæði frá kaþólskum sið. Tvær altarisbríkur frá Grund. Þær eru frá ca. 1400, ennfremur Ólafslíkneski og tvö önnur líkn- eski, Maríu og önnu, frá Grund- arkirkju. Iielgra manna myndir úr Ögmundarbrík frá Skálholt- dómkirkju. Nikulásarbikar frá Oddakirkju, Maríulíkneski frá Möðruvöllum í Hörgárdal. Silfur- baugur frá heiðni. Rím á skinni frá 1615. Tvö líkneski helgra manna og róðukross frá Saurbæ í Eyjafirði. Tveir timburstokkar útskomir frá skálammx í - Mæli- felli. Kaleikur og patína, forn, úr silfri, algylt, frá Eiðum. Eikar- kista, mikil, útskorin. Korpórals- hús frá Kálfafelli. Hvalbeins- spjöld, útskorin frá Skarðskirkju á Landi. Næla og steinasörvi frá landnámsöld. Fjórir rúnasteinar. Altarisklæði forn frá Svalbarði, Hólum og Hálsi í Fnjóskadal. Kirkjuklukka frá Seyðisfirði, gerð 1615. Veggskápur, útskurð- ur o. s. frv. Er það mikið gleði- efni, að þessir gripir eru nú komnir til Islands aftur. Nóg er samt enn af íslenzkum fomgrip- um erlendis. ----o---- Sumarhótel verður opnað í næstu viku í skólahúsinu á Laugarvatni. Er það tilvalinn dvalarstaður fyrir Reykvíkinga er fara út í sveit í sumarleyfi. Laugardalurinn er frægur fyrir fegurð og húsakynni á Laugarvatni hin glæsilegustu. Bifreiðastöð Kristins og Gunnars heldur uppi ferðum austur, og all- ar upplýsingar um hótelið gefur Hannes Gamalíelsson stjómar- ráðsritari, sími 2372. Leiðrétting. í auglýsingu frá Kaup- félagi Norður-þingeyinga í Alþingis- hátíðarblaði Tímans var vöruvelta fé- lagsins talin 355.000 kr. en átti að vera 666.000 kr. Hjá því getur ekki farið, að fjöldi manns — og þá ekki sízt dómarar landsins — hafi oftlega rekið sig á hina mjög svo veru- legu galla á meðferð einkamála eftir gildandi löggjöf vorri. Enda er sú löggjöf með lítilsháttar breytingum hin sama og gilt hef- ir hér á landi í nokkur hundruð ár. Meginreglan er sú, að aðilar (eða umboðsmenn þeirra) hafa full forráð mála sinna og sýnir reynslan að með þessu hefst lítil trygging fyrir því að hið rétta komi fram í hverju máli. En hins- vegar má fullyrða að oft fer ó- hæfilega mikill tími og fé til þess að menn fái endanlegan úr- skurð mála sinna fyrir dómstól- unum. Þar sem lítið hefir komið fram opinberlega um þetta virðist mér tími kominn til þess að drepa hér á nokkrar umbótatillögur í þessu. Það er engixm efi á því að kom- ast má hjá mörgum alóþörfum málaferlum og óþörfum drætti á því að menn fái réttmætum kröf- um sínum fullnægt, ef heimilað er að setja það ákvæði í öll skuldabréf, að þeim fylgi aðfar- arheimild án undangengins dóms eða sáttar. Hefði þá vitanlega víxilkröfur sama rétt. Fyrir fó- [ getarétti ætti þá eigi að mega ! koma fram með nema alveg á- [ kveðin mótmæli í líkingu við það, | sem nú gildir í víxilmálum. En á- i frýjun til hæstaréttar getur [ stöðvað uppboð á hinu fjár- [ numda og ætti að vera ákveðinn j hæfilega langur frestur áður en i uppboð megi fara fram. Þetta j fyrirkomulag mundi spara skuld- j areigendum bæði fé, tíma og fyr- irhöfn og einnig gera viðskiftin tryggari. Þá ætla eg með sem fæstum oiðum að minnast á það fyrir komulag um meðferð einkamála, sem eg hefi hugsað mér. Það er sniðið eftir því hvemig hagar til hér á landi og reynslu minni um slík málaferli. I stað þeirrar meginreglu, sem nú er fylgt í þessum málum, að aðilar hafa venjulega fullt fori’áð þeirra, vil eg að tekin sé upp önn- ur regla, sem er meðalvegur þessa og reglu þeirrar, er ræður í saka- málum. Málfærslan skal vera skrifleg eins og verið hefir, en þannig að er aðilar hafa lagt fram sókn og vörn í málinu (eða einnig fram- hald sóknar og vamar, ef réttara þykir), þá taki dómarinn sér (ef þarf) stuttan frest til að kynna sér málavöxtu og ákveður um leið næsta réttarhald í málinu. Sá frestur sé auðvitað lögákveð- inn (hámarkið). I því réttar- haldi — ef hann ekki getur gert það strax þegar aðilar hafa skifst á sókn og vörn — krefur hann aðila um þær upplýsingar, er hann telur nauðsyn á svo hið rétta komi í ljós, vitni er þeir verði að útvega og skýlausra yfir- lýsinga um atriði og kröfur, er fram hafa komið og hann telur þörf á í sama skyni. Hafi aðilar umboðsmenn, og dómari telji rétt að heimta skýrslu af aðila sjálf- um, þá kallar hann þann fyrir sig, ef hann er í lögsagnarum- dæminu, eða veitir umboðsmann- inum hæfilegan frest til þess að útvega skýrslu hans fyrir þeim dómara, sem hefir embætti þar sem aðili dvelur. Þessar allar kröfur sínar til að- ila bókai' dómari. Síðan bókar hann þau svör, sem eru fáanleg, gefur frest til þess að afla upp- lýsinga, leiða vitni eða útvega skýrslur, og ákveður hvað hann skuli langur. Telji hann í þessu réttarhaldi að málið liggi nægi- lega upplýst fyrir sér, eða mættu lýsa yfir að þeir annaðhvort geti ekki eða vilji ekki útvega þau gögn, sem hann krefur um, þá tekur hann málið til dóms og bókar jafnframt ástæður sínar til þess. Telji aðilar sig þurfa að upp- lýsa eitthvað eða taka fram, sem dómarinn ekki krefur um, þá hafa þeir rétt til þess að fá kröfur sínar um það bókaðar og kveður dómarinn síðan upp rökstuddan úrskurð um þetta, taki hahn það ekki til greina. Yfirleitt færir dómari til bókar, þannig að ský- laust sé um hvað hann krefur til upplýsinga í málinu, og ef þær upplýsingar ekki koma, þá ástæð- urnar' til þess. Iíafi dómari orðið að veita aðil- um frest samkvæmt framan- sögðu, ber þeim í því réttarhaldi að hafa undirbúið málið svo að taka megi það til dóms og frek- ari frest má dómarinn ekki veita nema alveg sérstakar ástæður sé fyrir hendi, og þá sem styztan. Kostnað af slíku ber þeim aðila að greiða, sem óskar þess, nema atvik hafi komið fyrir meðan fresturinn var, sem gerðu honum ókleift að fullnægja því, sem hon- um var ætlaður fresturinn til. Þann kostnað greiði hann þegai', eftir úrskurði dómarans imi upp- hæðina, og verður þeim úrskurði ekki sérstaklega áfrýjað. Enda beri hann þann kostnað hvernig sem úrslit málsins verða. Ef aðferð væri höfð eitthvað svipuð þessari, er eg hér hefi lauslega rakið, hlyti það að vera mikil trygging fyrir því að mál- in upplýstust betur, en nú er raun á, þar sem bæði dómarinn og aðilar hjálpast að um það. Enn- fremur á þetta að koma í veg fyrir óþarfa orðalengingar, karp um atriði, er engu máh skifta og ýmsar flækjur, sem allt er nú daglegt brauð í flestöllum mála- ferlum, en sem orsakar mjög mikinn drátt og miðar til þess að afskræma sannleikann svo hann kemur oftlega alls ekki í ljós — nema milli línanna. Enda liggur hann oft á milli þess, sem aðilar halda fram, vegna þess að hvor um sig einblínir á sinn málstað. En dómarinn bundinn við það, sem aðilar gera og segja og verð- ur því stundum að dæma gagn- stætt því, sem telja má Mklegt að sé hið sanna í málinu. Er öll á- stæða til að ætla að mál manna yrði ekki eins lengi fyrir réttin- um með þessu fyrirkomulagi, og að öll málaferli yrði aðilum bæði ódýrari og kæmi þeim að meiru gagni vegna þessa, og enda þótt einstöku sinnum verði að draga mál til þess að fá skýrslu aðila sjálfs, sérstaklega ef hann er í öðru lögsagnarumdæmi, þá er þetta ekki vandbundnara, en þeg- ar vitni þarf að leiða í slíkum til- fellum. En hvorttveggja er frem- ur óvenjulegt. Hér mætti í raun og veru nema staðar. En úr því eg er farinn að skrifa um þetta get eg ekki stillt mig um að fara nokkrum orðum um meðferð einkamála fyrir hæstarétti, sem í raun og veru er nauðsynlegt áframhald þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.