Tíminn - 23.08.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.08.1930, Blaðsíða 2
178 TlMINN Vatnamál Rangæinga Hinn víðlendi dalur, sem geng- ur upp frá hvorutveggju Land- eyjum upp milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla, er í hershöndum. Markarfljót hefir lagt hann undir sig. Þegar frá eru talin stórvötnin í Austur-Skaftafellssýslu má heita að sérhvert fljót á öllu landinu hafi þegar verið brúað, og sum- staðar eru brýrnar orðnar tvær milli fjaUs og fjöru á sama vatns- faJlinu. Á síðustu árum hefir orðið hér bylting um samgöngur á landi. Bifreiðamar hafa lagt undir sig landið. Akfærir vegir og brýr hafa við bílana orðið þjóðinni margfalt meira virði, heldur en á meðan þeir voru einvörðungu notaðir fyrir kerrur og klyfjahesta. óbrúað fljót er í sama hlutfalli meiri háskagripur nú en áður. Meðan eingöngu var notast við kerrur og klyfjahesta var áþekk afkoman á jafnkomnum jörðum ofan og framan Þverár til dæmis, en síðan bifreiðar komu til sög- unnar er þúsund hesta heyskapur í Landeyjum þriðjungi minna virði en jafnmikiU heyskapur ofan Þverár. Slíku veltíur munurinn á samgöngunum. Mjólkurlíter er ekki meir en 10 aura virði í Land- eyjum, þegar úr mjólkinni er unnið heima. En nágrannasveit, vestan vatna, á þess kost, að fá 26 aura fyrir liter heima í hlaði. Samfelt vegakerfi frá höfuð- stað iandsins nær nú austur að Þverá og vestur og norður um land austur í Þingeyjarsýslur og greinist víða út á annes og inn til dala. Annað vegakerfi er komið aust- an Markarfljóts og nær austur undir Austur-Skaftafellsssýlu, á þeirri leið eru margar stór-brýr, en þessa vegakerfis nýtur ekki..til fullnustu fyr en Markarfljót er stokklagt og brúað. Markarfijót með afrensiisvötn- um sínum, Álum, Affalli og Þverá siítur vegakerfið sundur. Er þetta þeim mun bagalegra, þar sem þetta er að kalla á miðri hafnlausu ströndinni. Hamning Markarfljóts og brú á það yrði því hin stórfeldasta sam- göngubót á landi, sem unnin yrði af sérstæðum framkvæmdum, sem miðuðu að því að fullkomna vega- kerfið, og má því þegar af þeirri ástæðu teljast mjög aðkallandi. En auk þess er önnur megin- ástæða til þess að snúist sé fljótt og vel við því að hemja Markar- fljót. Eru það landspjöll þau hin miklu, sem eitt af kvíslum þess, Þverá, veldur. Fljótshlíðin er ein af hinum frjósömustu og fegurstu bygðar- lögum landsins. En þessi sveit hefir legið og liggur exm undir hinum ógurlegustu landsspjöllum af ágangi Þverár. Hefir áin á undanfömum áratugum brotið mildð af undirlendi Hlíðarinnar og hana sjálfa svo, að á all-löng- um köflum blasa við margra mannhæða háir þverhníptir mold- arbakkamir. Og síðustu vikumar hefir hún farið með marga hektara af landi \ hinna frjósömu og fögru jarða í Inn-Hlíðinni. Þegar eldur kemur upp, þá er öllu bjargað, sem bjargað verður. Þegar óvinirnir ráðasta til inn- göngu í löndin, þá er ekki spurt um hvað það kosti að verjast. Markarfljót er óvinur, gem verður að sigrast á. Samgöngu- örðugleikamir, sem það veldur væri ærin ástæða. Hvað þá, þeg- ar landspjölhn bætast ofan á! Land það, sem ynnist við það að sigrast yrði á Markarfijóti og því veitt 1 einum ál til sjávar nemur þúsundum hektara. Fjöl- memiai' sveitir verða undir í lífs- baráttunni, standast bókstaflega ekki samkeppnina sakir sam- gönguörðugleikanna, og heilt vegakerfi og afardýrt, sem þjóð- félagið hefir kostað til mundi fá tvöfalt gildi við þessa fram- kvæmd, og þó er hitt aðalatriðið, að í landi sé sá manndómur, sú þjóðfélagslega skyldurækni að heíjast handa og koma til bjarg- ar, þar sem margir menn eru svo settir, að í hvert sinn, sem þeir ganga til hvíldar eftir erfiði dagsins, þá megi þeir eiga það víst, að jörðin þeirra verði orðin mun minni að morgni þegar þeir vakna. Ein hin merkustu straunxhvörf, sem nokkuru sinni hafa orðið með Islendingum, eru að verða einmitt þessi árin. Þjóðin er að öðlast nýja trú á landið. Nú vita menn, að það má láta mörg strá vaxa þar sem áður óx eitt. Nú vita menn, að jafnvel hið auðuga haf umhverfis landið er AUGLÝSING. Kynbótabúið í ólafsdal getur selt á komandi hausti nokkra vet- urgamla hrúta (af Kleifakyni). Einnig lambhrúta og gimbrar. Ólafsdal, 20. ágúst 1930. Markús Torfason. ekki jafn-örugg frambúðareign eins og landið sjálft, með gróður- möguleikunum sem í því búa. Nú vita menn, að skortur skóga og uppblástur lands sem orðinn er, stafar af sjálfskaparvítum og þekkingarleysi. Nú vita menn, að ræktun er betri en rányrkja. Frá þessari þekkingu leggur ilminn af þeim gróindum, sem nú eru í íslenzku þjóðlífi. Hingað til hafa Islendingar ver- ið útlagar í sínu eigin landi. Nú er landnámið hafið. Gunnarshólma hefir Markar- fljót ekki unnið á. Nú vinnur þjóðin á Markar- fljóti! Fer vel á því, að það komi í hlut Alþingis á þúsundasta og fyrsta árinu, að sjá um að svo skuli verða. Guðbr. Magnússon. ----o----- Til ritstjórnar Morgunblaðsins. Þér hafið í dag veitt grein minni um útvarpið slíka meðferð, sem yðar var von og vísa, þar sem þér hafið bútað hana sund- ur og skrifað í hennar stað skammir og skæting um mig persónulega. Það er rétt til getið af yður að ég vil að útvarpið sé hafið yfir alla flokkapólitík, og þar sem útvarpsráðið hefir algert úr- skurðarvald um dagskrána, þá vh'ðist ekki hætta á því að hlut- drægni geti orðið beitt í útvarp- inu. Þér einir sýnið það með framkomu yðar, að þér viljið draga útvarpið inn í flokkapólitík. Ég tel rangt að gefa yður til- efni til þess og mun ekki fram- vegis ónáða yður með greinum um útvarpið. Jónas Þorbergsson. Staða, sem ekki var til. I Berlingske Tidende 2. þ. m. er sagt frá því, að Helgi Tómas- son hafi sótt um að fá stöðu við Oringe geðveikraspítala, en Stau- ning forsætisráðherra hafi neitað að stofna embætti handa honum. Svona er málinu varið. ----o----- Bókhaldid á Nýja Kleppi Eftii’ tvær fógetagerðir er H. T. loks búinn að skila talsverðu af skjölum þeim, sem Kleppsspít- alanum áttu að fylgja og hann var skyldur að standa skil á. En mikið vantar þó enn á, að hann hafi gert hreint fyrir sínum dyr- um í þessu efni. Enn vantar 30— 40 læknisjournala og allmarga meðalahsta, sem H. 'R segir að ekki séu í sínum fórum og að aidrei muni hafa verið til. Annars er öll bókfærsla H. T. og frágangur á þeim skjölum spít- alans, sem haxm haíði sjerstak- lega með að gera, svo flausturs- leg og hirðuleysisleg, að slíks munu fá dæmi við jafn veglegar stofnanir og nýi Kleppur er. Þaö er naumast svo óverulegt sjúkra- hús til meðal hvítra manna, að þar sé ekki þegar í stað skrifað- ur „journai“ yfir hvem einasta sjúkling, sem ixm kemur. Er svo þessari dagbók haldið áfrarn á meðan sjúkhngui’ixm dvelur á spítalanum og þar ski-ifað alit sem máii þykir skifta um heilsu- far sjúklingsins, aðgerðir, meðui, mataræði o. s. frv. Það er gott að allir journalar séu í sama broti, svo að hægt sé að binda þá inn, svo að vel fari og nota þá síðai' meir, eí þui'fa þykir, við visindaiegar rannsókihr og' at- huganir. H. 'i\ hefir haft þetta aht með öðru sniöi en aimennt tíðkast. Fyrst og iremst heíir hann, að því er haxm sjáifur segir, ekki haidið journal yfir nærri aha sjúkiinga. i öðru lagi hafa þær sjúkradagbækui', sem th eru, ekki verið færðar í einu lagi, eins og aiisstaðar annarsstaðar, heldur í þrennu lagi: Fyrst og fremst hinn eiginlegi iæknisjournal, þar sem sögð er sjúkrasaga sjúkl. og síðan rannsókn læknis á heiisu- fari sjúkl. við komu hans í spít- alann; 1 þennan journal er svo venjulega ekki skrifað meira. Þá eru á sérstöku biaði, hsti yfir þau meðul, sem sjúklinguriim hefir fengið á meðan hann dvaldi á spítalanum(„meðalahstarnir“) og í þriðja lagi hefir hjúknmar- fólkið verið látið skrifa í sérstaka bók ýmislegt um hðan sjúkhngs- ins. Sumir læknisjournalarnir eru nauðaómerkileg blöð, sem öllu fremur virðast vera lausleg minn- isblöð, rispuð með blýant, en vís- indaleg heimildarrit eins og jour- nalar eiga að vera. Auk þess eru þeir í ýmiskonar broti — arkav- broti, kvartista, oktavista o. s. frv. — svo að þess er enginn kostur, að binda þá inn saman. Er því hætt við að þessi blöð týn- ist með tímanum, enda lítt not- hæf í því ástandi, sem þau eru í og líklega htið á þeim að græða. Það lítur hka út fyrir, að H. T. hafi sjálfur litið svo á, að blöð þessi séu ekki mikils virði, því að hann hefir ekki geymt þau betur en svo, að lxann hefir orðið að tína helminginn af þeim saman hingað og þangað í rush sínu úti um bæ, en ekki virt þau þess að geyma þau í sjálfum spítalanum. H. T. hefir verið hossað sem framúrskarandi vísindamanni og fyrirmyndar embættismanni. — Þessi hliðin í embættisfærslu hans ber þó vott um fremur htla vísindamennsku og ást á ainnm eigin fi-æðum og auk þess frá- munaiegum trassaskap og hirðu- leysi. Á. P. ---iH.-— Merkur maður látinn Þann 16. þ. m. andaðist í Kaup- mannahöfn Chr. Hage fyrrver- andi ráðherra. Hann var af ríkri og mikilsmetinni kaupmannaæti. Föðurbróðir hans var þingmaður og mikill vinur Islands. Hann barðist fyrir því, að verzlun okk- ar væri gefin frjáis og átti sæli í þingnefnd þeirii, er hafði máhð til meðferðar 1853. Hage ráð- herra og fleiri ættmenn þeii'ra, hafa jaínan verið velviljaðir ís- iendmgum. Hage var fæddur 1848, tók prói í hagfræði við háskóiann, fékst síðan við kaupsýslu og stjómmál. Hann varð snemma einn af for- ingjum Vinstirimanna í Kaup- maimahöfn og sat um langt skeið á ríkisþingi Hana. Þegar Vinstri • menn komust til valda 1901, varð hann fjármálaráðherra og gegndi því embætti til 1905, er stjórn- arbreytingin varð. Hann dró sig þá út úr stjómmálunum um hríð, enda mun honum þá hafa htt samið við suma foringja Vinstri- manna, einkum Alberti, er þá réði miklu í Danmörku. Þegar Vinstriílokkuriim klofn- aði, gekk Hage í róttæka (radi- kala) flokkinn og tók sæti í ráðu- neyti Zahles 1916, fyrst sem fjár- málaráðherra og síðan sem verzl- unarráðherra, og gegndi því em- Morgunblaðíð og strandferðirnar Fyrir rúmum aldarfjórðxmg síð- an áttu Islendingar ekkert skip er færi milli landa, eða sigldi með ströndum fram í vöm og farþega- flutningum. Allar sighngar til landsins og kring um landið voru í höndum útlendinga, og þá eink- um Dana. Mönnum virtist ekki geta dottið í hug, að Islendingar gætu lært að stýra stórum gufu- skipum, eða annast rekstur þeirra að öðru leyti. Þó voru ýmsir, sem fannst ekki viðunandi, að þjóðin sjálf ætti ekki fleytu, til þess að sigla á kring um landið. Árið 1914 var svo Eimskipafélagið stofnað, og sást brátt, er ófriður- inn mikli skall. á, að hve miklu haldi útlendu siglingamar komu landinu. Vegna þess að við höfð* um þá sjáifir eignast skip, er gátu annast vöruflutninga til landsins, var þjóðinni forðað frá hungri, og meira að segja vér gátum líka miðlað Færeyingum af lífsnauðsynjum, er skip Eim- skipafélagsins sóttu til Ameríku, en þeir stóðu þá í sighngamálum alveg í sömu sporum og vér höfð- um staðið, nokkrum árum áður en innlent gufuskipafélag var hér fyrst sett á stofn. Nú er svo kom- ið, að enginn efast lengur um það, að íslendingar geta siglt skipum sínum um höfin, eins og aðrar þjóðir og farmenn vorir hafa getið sér hið bezta orð hvarvetna meðal stéttarbræðra sinna er- lendis. Eimskipafél. Islands hefir eins og kunnugt er, aðallega ann- ast millilandaferðir, en strand- ferðir aðeins að htlu leyti. Til þess eru skip félagsins of stór og of dýr í rekstri. En vegna legu og lögunar landsins hljóta óhjákvæmilega aðalsamgöngur vorar að verða á sjónum. Til þess að bæta úr samgöngunum á hin- ar smærri hafnir keypti ríkis- sjóður Esju árið 1923 og hafði Eimskipafélagið með höndum ut- gerðarstjórn hennar, gegn ákveðnu árlegu gjaldi úr ríkissjóði, þar til um síðustu áramót að ríkið tók útgerð Esju í sínar hendur. Síð- astliðið vor keypti svo ríkis- stjómin annað skip til strand- ferða, með minna farþegarúmi en Esja, en aftur á móti með stærra lestarrúmi. — Ætla mætti nú, að öll þjóðin gæti orðið samtaka um að styðja að því, að vér gætum sem fyrst orðið færir um að taka strandferðimar við landið algjör- lega í vorar hendur og að fé það. sem landsmenn gjalda í flutning- um og fargjöldum innanlands, þyrfti ekki að hverfa til útlend- inga. Þó er það svo, að því er virðist, að flokkur manna í land- inu hefir tekið séi' fyrir hendur að rægja við þjóðina hennar eigin skip og ef unnt væri, að draga úr þeirri sjálfstæðisviðleitni í strandferðamálum vorum, sem hafin er fyrir atbeina núver- andi stjómar, með auknum skipakosti og hentugri til- högun strandferða en áður hef- ir verið. Og sá flokkur, sem hér um ræðir er einmitt sá sami flokkur, sem þykist stríða á móti hverskonar útlendum áhrifum og þá einkum dönskum áhrifum, í landinu, hinn svonefndi Sjálf- stæðisflokkur. Þegar er það var kunnugt, að í’íkið tæki í sínar hendur strand- ferðimar, þá mátti þegar heyra á Mbl., að hér véri á ferðum sá háski fyrir land og þjóð, sem bæri að afstýra. Og ekki var nóg með það, heldur reyndi blaðið þá þeg- ar, að spilla fyrir því að sam- vinna gæti tekist með Eimskipa- félagi íslands og Skipaútgerðinni. Það talaði um að með Skipaút- gerð ríkisins væri stofnað til beinnar samkeppni við E. I. og nú mundi stjómin vilja ganga á milli bols og höfuðs á félaginu, ef unnt væri. Þegar svo Súðin kom, var blaðið sífelt að hampa því hve skipið væri gamalt, en fann þó eigi neina sérstaka ástæðu til að lasta það að öðm leyti, þangað til að lítilsháttar bilun varð á nagia í katli skipsins í síðustu hring- ferð, er seinkaði ferð þess frá Vestmannaeyjum um 5 tíma, þá fann blaðið sérstaka ástæðu til að vara fólk við, að ferðast með þessu skipi, heimtaði að gerð væri á því nákvæm skoðun áður vetr- arferðir byrjuðu, þess mundi full- komlega þörf, sikipið væri ónýtt. Nú vita það allir, sem skyn bera á þessa hluti, að Súðin er — þrátt fyrir það þó að hún sé ekki ný — sérstaklega traustbyggt skip og vel vandað að efni og smíði og sterkara en flest yngri skip, er sigla hér við land. Þar að auk er það kunnugt, að skoðun og við- gerð fór fram á skipinu á síðast- liðnu vori af mönnum, sem bera má öllu betra traust til en „skipa- fræðinga“ Morgunbiaðsins, og að lögskipað eftirlit fer fram á öll- um skipum með ákveðnu millibili. Bilun, eins og sú er varð á Súð- inni í Vestmannaeyjum á dögun- um, getur altaf komið fyrir, að sögn þeirra, er hér mega gerst um vita, og það alveg eins á nýj- um skipum eins og gömlum, enda var hér ekki um neitt alvarlegt tilfelli að ræða. 1 sambandi við þetta má minna á það, að í vor þegar leki kom að Botníu svo mikill, að hún hafði annað skip ti! fylgdar frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, þá gerði þetta sama blað svo lítið úr þessari bilun sem unnt var, og þá heyrðist heldur engin krafa um rannsókn, eða aðvörun um að ferðast ekki með skipinu. Frá þessu var sagt í Morgunblaðinu eins og ekkert hefði í skorist. En af því að Botnía er danskt skip, fanst blað- inu ekki ástæða til að gera þetta að umtalsefni, þó að hún flytji árlega mörg hundruð Jandsmanna með ströndum fram, hér við land, og enda þótt að hún sé 39 ára gömul og þess vegna ekki „nýtt“ skip, fremur en Súðin. Ein af aðalaðfinnslum íhalds- ins í garð skipaútgerðar ríkisins eru hraðferðir Esju norður um land til Akureyrar. — Þó hvergi sé svo að orði kveðið í málgagni flokksins, er vanda- laust að skilja hvað átt er við, en það er þetta: að slíkar ferðir eru óþarfar, þær geta út- lendu skipin annast. Nú er það svo að farþegaflutningar eru einna mestar á miili Reykjavílcur og Akureyrar og Siglufjarðar, einkum vor og haust. Þessa og yfirleitt alla farþegaflutninga á miili Reykjavíkur, Isafjarðar og Akureyrar hafa útlendu skipin haft nær eingöngu, og þannig fleytt rjómann af strandferðunum við landið. Hingað til hafa menn ekki átt kost á öðrum skipum til þeirra ferða, að undanteknum ör-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.