Tíminn - 30.08.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.08.1930, Blaðsíða 1
©)aCbfctt 94 ofgr«ifr5luma9ur Cimans «r Hannreig þortt(in»6ótHr, SambanfrsljástHa, SrffjasiL ^fgrct&sía fflman s «r í Sambanfrsljúsinu. (Dfrín fragleQa 9—(2 ^ ^tnd 49«. XIV. árg. Reykjavík, 30. ágúst 1930. 50. blafi. Mbl. og lánstraustið Herferð Ihaldsins gega Búnaðarbankanum i. Síðastliðna viku hefir Mbl., 1 málgagn reykvíkska íhaldsins, lagt annan Framsóknarmanninn í bæjarstjórn, Hermann Jónasson lögreglustjóra, í einelti, með per- sónulegu níði, og það með svo miklum ofsa, að marga hefir furð- að, þó að menn séu ýmsu orð- bragði vanir í því blaði. Ýmsum getum er að því leitt, hvað valda muni, svo frámunalegri vanstill- ingu hjá hlaðinu. Orsök þessarar ruddalegu árásar á H. J. eru nokkur ummæli, sem hann að gefnu tilefni lét falla á síðsata fundi í bæjarstjóm Reykjavíkur, viðvíkjandi skrifum íhaldsblað- anna um lánstraust ríkisins. Að athuguðu máli þarf engan að undra, þó að ummæli þessi hafi komið ónotalega við taugarnar á ritstjórum Mbl. og forráðamöxm- um þess flokks, sem að blaðinu stendur. Ummæli H. J., sem svona herfi- lega hafa ýft skapsmuni Mbl.-rit- stjóranna voru á þá leið, að ekki væri annað sýnilegt, en að Mbl. stefndi að því með skrifum sín- um að spilla áliti og lánstrausti ríkisins út á við, og að framkoma blaðsins í þessu efni yrði að telj- ast bein fjörráð við landið. Er fyllilega tími til kominn, að framkoma íhaldsmanna í þessu efni sé rækilega tekin til athug- unar, og það því fremur, sem hér er um óvenju alvarlegt mál að ræða og blaðið, sem í hlut á, er málgagn annars stærsta stjóm- málaflokksins í landinu. n. Það er á vitorði þjóðarinnar allrar að ein stærsta lántaka, sem íslenzka ríkið nokkumtíma hefir þurft á að halda, stendur fyrir dyrum, að nauðsyn þessarar lán- töku er svo mikil, að ekki einn einasti þingmaður treystist til að greiða atkvæði á móti henni. Það er einnig vitanlegt, að rikisstjóm- in hefir dregið í lengstu lög að taka lánið, til þess að geta tekið það með þeim allra hagkvæmustu kjörum, sem fáanleg væra. Með ráðnum hug vildi stjómin ekki ganga að neinum tilboðum fyr en eftir Alþingishátíð, í þvi trausti, að heiminum yrði, að þeim at- burði loknum, kunnari en áður þær stórstígu framfarir, sem orð- ið hafa í landinu á síðustu árum, og þau álitlegu skilyrði, sem land- ið á að bjóða til atvinnurekstrar, efnalegrar afkomu og menningar. Trú þeirra manna, sem nú fara með æðsta umboð þjóðarinnar út á við, var sú, að allir þeir, sem þetta land byggja, myndu standa saman um það, að stuðla að því, að umheimuriim fengi sem allra réttasta og sannasta þekkingu á högum þjóðarinnar og framtíðar- möguleikum. Það var bjargföst trú þeirra bjartsýnustu, að þjóð- artilfinningin og umhyggjan fyrir óborinni kynslóð, myndi verða lát- in sitja í fyrirrúmi fyrir flokka- deilum og persónulegri óvild. Því þó að þau tíðkist hin breiðu spjótin enn í dag hér á landi, er- um vér þó í viðhorfinu gagnvart umheiminum fyrst og fremst Is- lendingar. III. Lántökur íslenzka ríkisins hafa ekki ávalt verið jafn happasælar. Lánskjör eins og þau sem Island gekk að 1921, í stjórnartíð Magn- úsar Guðmundssonar, þar sem vextir voru 9,88% og tolltekjur ríkisins veðsettar, eru vægast sagt, þjóðarógæfa. Engin sæmi- leg landsstjóm tekur slík lán. — Slík smánarkjör hefir engin sið- uð þjóð látið bjóða sér nema Is- lendingar í ráðherratíð M. G. Rétt eftir að kosningabaráttan hófst á síðastliðnu vori, fóru andstæðingar stjórnarinnar að breiða út í höfuðstaðnum flugu- fregnir um það, að lán handa ríkinu myndi með öllu ófáanlegt erlendis. Og meira en það. Kjós- endum, sem lítið höfðu fylgst með í opinberum málum, var talin trú um, að ríkið væri í þann veg- inn að verða gjaldþrota. Svo langt gekk ósvífni pólitískra andstæð- inga stjórnarinnar, á sama tíma, sem það stóð skjalfest í alþingis- tíðindunum, að tekjuafgangur ríkissjóðs hefði orðið 700 þús. kr. árið 1928 og hátt iá aðra miljón króna árið 1929. Svona langt gengu íhaldsmenn út yfir takmörk sæmilegs vopna- burðar til þess að afla atkvæða þekkingarlítilla manna handa Pétri Magnússyni og Guðrúnu Lárusdóttur. Þegar svona langt var komið, datt víst fáum annað í hug en að nú hlyti áð vera komið að tak- mörkunum fyrir framkomu þeirra manna, sem ekki sitja í fangels- um fyrir landráð. En íhaldið í Reykjavík lét ekki þar við sitja. Mbl. og fylgismenn þess létu sér ekki nægja, að hvísla heimskulegum slúðursögum viðvíkjandi fjárhag ríkisins í eyru reykvískra kjósenda. Það er eins og ofsa þeirra manna, sem urðu undir í stjórnmálabaráttunni við lok síðasta kjörtímabils, séu eng- in takmörk sett. Síðan snemma í vor hefir Morg- unblaðið, höfuðmálgagn reyk- víska íhaldsins, haldið uppi opin- berlega sleitulausum dylgjum um, að lánstraust íslenzka nkisins sé á fallanda fæti, að íslenzka stjórn- in gangi fyrir hvers manns dyr erlendis og fái alstaðar afsvar, og að beinn voði standi fyrir dyr- um nema fjárhald þjóðarinnar sé aftur fengið í hendur þeim hinum sömu reykvísku fjáraflamönnum, sem réðu lögum og lofum um mörg undanfarin kjörtímabil — mönnunum sem tóku enska lánið. IV. Það er að vísu sennilegt, að ó- vitahjal Mbl. um lánstraust rík- isins fari fyrir ofan garð og neð- an hjá öllum þorra íslenzkra kjós- enda. Það er auðvitað furðulegur barnaskapur að ímynda sér að ríki geti glatað lánstrausti við það að búa við tekjuafgang og safna fé í sjóði. En erlendir fjár- málamenn eru ekki eins nákunn- ugir fjárhag landsins og Islend- ingar sjálfir. Þessum mönnum flytur nú málgagn íhaldsflokksins þann merkilega fróðleik, að láns- traust Islands sé þorrið og stjórn- in geti hvergi fengið lán. Og blaðið sjálft og flokkurirm, sem að því stendur, getur vitanlega ekki vænst neins árangurs af þessum fáránlegu skrifum nema ef vera kynni, að þau veiktu trúna erlendis á greiðslumátt landsins. Árás íhaldsins á lánstraust rík- isins. einmitt á þeim tíma þegar mest ríður á að áliti þess sé í heiðri haldið, er svo vítaverð og óafsakanleg, að ekki verður við unað. Hvaða afleiðingar ætli það hefði, ef dönsku stórblöðin, „Politiken" eða „Berlinske Ti- dende“ fæm að búsúna það út um víða veröld, að íslenzka ríkið hefði ekkert lánstraust, og gjörði það einmitt á þeim tíma, þegar íslendingar eru að leita fyrir sér um lán erlendis? Hvað myndu „sjálfstæðismenn- irnir“ okkar segja um slíkar til- tektir af hálfu sambandsþjóðar- innar? Hvernig myndi hafa farið, ef andstöðublöð norsku sL.iórnarinn- ar hefðu fundið upp á því að segja að norska ríkið væri gjald- þrota, rétt um það leyti, sem Norðmenn vora að taka 100 mil- jóna lánið, sem Mbl. vitnaði í fyrir nokkmm dögum síðan? Ekkert ríki í veröldinni myndi þola politiskum blöðum í öðm landi önnur eins álitsspjöll og Mbl. hefir reynt að baka sínu eig- in landi. Énginn annar stjórnmálaflokk- ur í víðri veröld myndi fremja önnur eins fjörráð við sjálfstæði lands síns eins og íhaldið íslenzka hefir framið með hinum gapalegu skrifum Mbl. um lánstraustið. V. Framkomu Mbl. síðustu mánuð- ina er ómögulegt að skilja öðru- vísi en svo, að íhaldið ætli sér, hvað sem það kostar, að hindra það, að nokkuð geti orðið úr um- ræddri lántöku. I fljótu bragði virðist þó sú ástæða óeðlileg, þeg- ar þess er gætt, að allir þingmenn íhaldsflokksins með tölu, greiddu atkvæði með því og það á tveim þingum í röð, að stjóminni yrði veitt iheimild til þessarar lántöku. En til skýringar þessa máls liggja dýpri rætur. Það er alkunnugt, að lánið á að taka og verður tekið fyrst og fremst vegna Búnaðarbankans. Það er fyrsta lánið, sem tekið hefir verið handa landbúnaðinum. Það er fyrsta stóra tilraunin, sem gjörð er af hálfu hins opinbera til þess að sjá sveitunum fyrir veltu- fé á borð við það, sem stórút- gjörðin og kaupmannastéttin hef- ir áður haft. Reykvíska íhaldið barðist á móti því í þinginu svo lengi sem því vannst máttur til, að þeir peningar, sem fengnir eru inn í landið á ábyrgð þjóðarinnar, yrði fengnir bændastéttinni i hendur. Það er mörgum sinnum skjal- fest, að Jón Þorláksson, foringi íhaldsflokksins, kallaði lánið úr Byggingar- og landnámssjóði ölm- usugjafir til bænda. Það er jafnkunnugt, að sami Jón Þorláksson neitaði að stofna Búnaðarlánadeildina, og að hann ætlaði að rýra stofnfé Ræktunar- Utan úr heimi. Samningar stórveldanna um fækkun herskipa. Afvopnun þjóðanna er líklega það málið, sem mest er um ritað og rætt í heiminum á þessum ár- um. 'Svo að segja á hverju ári síð- an friðarsamningarnir voru gjörð- ir, hafa fulltrúar stórveldanna komið saman til að ráða ráðum sínum um það, á hvem hátt yrði komið í veg fyrir að kröftum mannkynsins væri eytt í hóflausa samkeppni milli einstakra ríkja um aukning hers og herskipastóls. Af flestum þessum ráðstefnum hefir einhver árangur orðið, en samningar þessir eru svo margir og margbrotnir, að erfitt er að átta sig á þeim fyrii allan al- menning. Hér skal í fáum drátt- um skýrt frá því sem gjörst hefir viðvíkjandi takmörkun herskipa- flotanna. Upptök samninganna um fækk- un herskipa eftir stríðið era fyrir vestan haf. Árið 1921 gekk mikil fjárhagskreppa yfir Bandaríkin. Ráðandi menn í landinu urðu þá áhyggjufullir út af því, hve miklu væri eytt til herskipasmíðis. Af- leiðingin varð sú, að Bandaríkja- stjórnin bauð fjómm stærstu sjó- veldunum að taka upp samninga um það, að floti hvers einstaks ríkis skyldi ekki fara yfir ákveðið hámark og samkeppnin þannig hverfa. Fulltrúar frá Englandi, Frakklandi, Ítalíu og Japan komu þá saman á fund í Washington. Árangur þess fundar var flota- samningur, sem gekk í gildi 17. ágúst 1923 og gildir til 1936. Samningurinn frá 1923 náði eingöngu til svonefndra orustu- skipa. Eftir samningunum máttu Bretar og Bandaríkjamenn hvorir um sig eiga omstuskip, sem sam- tals færu ekki yfir 525 þús. smál. Japanar 315 þús. smál. og Frakk- ar og Italir hvorir um sig 175 þús. smál. Ekkert herskip skyldi smíða, sem stærra væri en 35 þús. smál. og ekki nota víðari fallbyssur á sjó en 16 þumlunga. Um beitiskip, tundurspilla og kafbáta fékkst ekkert samkomu- lag, en aftur á móti lausleg tak- mörkun viðvíkjandi skipum þeim, sem notuð eru sem hafnir fyrir flugvélar í hemaði. Á árunum 1924, 1925 og 1927 var haldið áfram frekari samn- ingatilraunum. En ekki báru þær verulegan árangur. Tvær fyrri til- raunimar vom gjörðar að til- hlutun þjóðabandalagsins, en sú síðasta að tilhlutun Bandaríkj- anna. Við samningatilraunir þess- ar komu fram tvær ólíkar stefnur. Englendingar, Bandaríkjamenn og Japanar, sem stærsta áttu flotana vildu setja sérstök ákvæði um hverja tegund herskipa. Frakkar og Italir og fleiri þjóðir, sem minni flota áttu vildu aftur á móti ákveða heildarstærð flot- anna, en láta einstök ríki sjálfráð um, hverskonar skip þau byggðu. Náskyld þessum stefnumun var deilan um afnám kafbátahemað- arins. Rétt eftir að samningamir strönduðu í Geneve 1927 lagði flotamálaráðherra Bandaríkjanna fram frumvarp um stórfellda fjölgun þeirra herskipa, sem ekki var ákveðið um í Washington samningnum. Var í frv. m. a. gjört ráð fyrir 25 nýjum beiti- skipum (10 þús. smál. hvert), og 32 kafbátum og útgjöldin vora á- ætluð 725 milj. dollara. 'Stefna stjórnarinnar í hermálunum vakti ákafa mótspymu heima fyrir og óhug miklum sló á aðrar þjóðir. Tók þá enska stjómin upp um sama leyti leynisamninga við Frakka, og var þá ískyggilegt út- lit um tíma, og ekki friðvænlegt samkomulag milli frændþjóðanna austan hafs og vestan. En á árinu 1928 urðu stjómar- skipti í Englandi, og Jafnaðar- menn undir forustu MacDonald komu til valda. Samningatilraun- irnar við Frakka bám engan árangur. Og sumarið 1929 fór brezki forsætisráðherrann sjálfur vestur um haf til skrafs og ráða- gjörða við Bandaríkjastjómina. Árangur þeirrar farar var flota- málaráðstefnan í London, sem stóð 21. jan. til 15. apr. síðastl. vetur. Frá árangri hennar hefir áður verið skýrt hér í blaðinu. Samningamir eru í rauninni tveir. Sá fyrri er undirritaður af öll- um samningsríkjunum fimm frá 1923 og felur í sér ákvæði um orustuskip og flugvélaskip. Sá síðari er aðeins samþykktur af Englandi, Bandaríkjunum og Jap- an. 1 honum er ákveðið um heild- arstærð flotanna, og jafnframt nákvæmlega til tekið, hve mikið mega vera af hverri skipategund fyrir sig. Samningurinn hefir í för með sér stórkostlega lækk- un á hemaðarútgjöldum viðkom- andi þjóða. sjóðsins um eina miljón króna. Og jafnvel eftir að íhaldsflokk- urinn hafði látið undan síga í þinginu, greiddi einn af forystu- mönnum flokksins, Magnús Jóns- son 1. þm. Reykvíkinga, atkvæði móti sjálfum Búnaðarbankalögun- um. Nú þegar lögin um Búnaðar- bankann era gengin í gildi, og bankinn stofnaður, er aðeins eitt ráð mögulegt til þess að koma í veg fyrir, að bændur landsins fái þau peningaráð, sem reyk- víkska íhaldið vill hafa einkarétt á. Eina hugsanlega ráðið til að stöðva starfsemi Búnaðarbankans, er að spilla áliti landsins svo út á við, að lántakan færist fyrir. Gegn bændum landsins er stefnt herferðinni, sem nú er hafin á lánstraust ríkisins. Erfidleikar Flöamanna Mörg ár eru nú liðixi síðan Jón Þorláksson byrjaði að • rita um járnbrautarmálið, um að tengja saman höfuðstaðinn og „hjarta landsins“, stærsta undirlendi Is- lands, með samgöngubót, sem trygði allt árið greiða för yfir Hellisheiði. Jón Þorláksson reyndi að rök- styðja mál sitt á margan hátt. Ein af röksemdunum var sú, að mjólkurframleiðslan á hinu frjóa láglendi yrði geysimikil og ódýr. Reykjavík gæti fengið mikla mjólk, og til stórra muna ódýr- ari heldur en þá mjólk, sem fram- leidd væri á hinum dýra og hrjóstrugu blettum í nágrenni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.