Tíminn - 27.09.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.09.1930, Blaðsíða 3
TlMINN 199 litvnsliðiki Islaids 1.1. Ávaxtið sparifé yðar í Útvegs- banka íslands h.f. Vextir á innlánsbók 41/2% P- a- Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p.a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna laun- verulega hærri en annarsstaðar. Fréttlf Opid bréf til Valtýs Stefánssonar ritstjóra. Fyrir nokkru síðan ritaði ég yfirlitsgrein um undirbúning út- varpsins og sendi hana jafntímis til Tímans, Morgunblaðsins og fleiri blaða. Hafði ég gert ráð fyrir, að fræðslugrein til almenn- ings um útvarpið fengi sæmilegar viðtökur í blöðum landsins. Enda rnun það hafa reynst svo, að und- anteknu Morgunblaðinu. Ég hafði í lauslegu viðtali við Jón Kjartansson ritstjóra getið þess, að ég myndi biðja Mbl. fyr- ir grein um útvarpið. Tók hann þeirri eftirleitan með fullri kurt- eisi. En er greinin kom til blaðs- ins, var Jón Kjartansson fjar- verandi. Þú réðir því einn um viðtökur og meðferð greinarinnar. Og meðferð þín vai’ sú, að þú kubbaðir greinina sundur að ó- þörfu og lést fylgja henni per- sónulegar skammir um mig. Þú hefir, ávallt, síðan undirbún- ingur útvarpsins hófst, lagt mál- efnið og mig sérstaklega í ein- elti. Læt ég mér það í léttu rúmi liggja, með því að það hafa orðið örlög þín, það sem liðið er af frægðarsnauðri æfi þinni, að of- sækja sérhvert gagnlegt málefni þjóðarinnar, en verja hneykslin og svívirðingarnar. Trúi ég því örug'glega, að gifta útvarpsins verði meiri en illvilji þinn og heimskuleg viðleitni að spilla fyrir því máli. Kem ég þessu næst að aðaler- indi þessa bréfs til þín. I niður- lagi fyrnefndrar greinar þinnar til mín léstu svo um mælt, að ég væri „ákveðnasti fjandmaður eignarréttarins í landinu“. Nú hefi ég hugsað mér, að ganga eftir því, að þú standir við þessi ummæli og sannir þau með tilvís- un í óyggjandi heimildir. Ég skal hérmeð leyfa mér að minna þig á atvik úr viðskiftum okkar í blaðamennskunni. Þú og þínir líkar ihöfðuð um mörg ár hamrað á þeirri vísvitandi lygi, að við, Jónas Jónsson ráðherra og ég værum aðalhvatamenn og höfundar samábyrgðarinnar í kaupfélögum landsins. Ég snéri mér til þín persónulega og bað þig um heimildir. Þú þagðir eins og aðrir ósannindamenn, þegar þeir eru beðnir, að standa við login ummæli. Síðan rak ég flótta þinn með því að birta allar heim- ildir um þetta efni, þar sem ljós- lega sannaðist, að samábyrgðin er jafngömul félögunum. Þú þagðir, sem von var, og varðst að þoia opinbera strýkingu sem ósann- indamaður og falsari um prent- aðar, óyggjandi heimildir. Nú hefi ég hugsað mér að strýkja þig í annað sinn. Ég skora hérmeð á þig, að birta úr tíu ára blaðamennsku minni um- mæli, er sanni það, að ég sé „fjandmaður eignarréttarins í landinu“. Takist þér ekki að standa við ummæli þín, verður þú öðru sinni stimplaður sem opinber, vísvit- andi ósannindamaður og falsari um prentaðar heimildir. Jónas Þorbergsson. ----o---- miirsoðhi ijðlk Eitt af því er sjálfstæðisbaráttu ís lcndinga einkennir er hinn innlendi iönaður, sem á svo mörgum sviðum hefir risið og er að rísa upp. Með menntun og bættum búskaparháttum á landinu befir framsýni og framtak manna aukizt, meðal annars í þvi, að framleiða í og af landinu vörur, sem um tugi ára hafa verið keyptar af öðrum þjóðum. í mörgum greinum hefir þetta heppnast vonum fremur, en á öðrum því miður aðeins að nokkru eða engu. Eitt af þeim fyrirtækjum, sem starfað hefir um nokkur ár, og virð- ist þó enn vera á milli sker?. og báru, hvað álit og efnahag snertir, cr mjólkurniðusuðuverksmiðjan Mjöll í Bch’garnesi. Engu óþarfari er liún þó en önnur innlend iðnaðarfyrir- tæki og mætti því gjarna betra sess skipa en nú er orðið. Við flytjum inn í landið niðursoðna mjólk fyrir ca. 290,000 kr. a án, sem framleidd er viðsvegar í r.ágranna- löridum okkar. Erlendu vei’ksmiðj- urnar eru stórar og mikiivirkar og liggja flestar í einni hendi eða verzlunarhring, sem brotið heíir flesta keppinauta sína á bak aftur. það er því ekki undarlegt þó að verk- smiðjan olvkar eigi örðugt uppdrátt- ar, enda við ýmsa örðugleika að stríða liér, sem alls ekki gætir við starírækslu þessa i öðrum löndum. þó er ekki svo að skilja, að niður- soðin isl. mjólk þurfi að standa að baki þeirri útlendu að gæðum og næringargildi, heldur þvert á móti, og vil ég þessu til sönnunar tilfæra tölur nokkrar á verðgildi eða efnis- magni ísl. mjólkur í hlutfalli við pá útlendu. Pct. vatn þurefni Ilollenzk mjólk .. .. 88,3 og 11,7 Sænsk mjólk .. .. .. 88,4 — 11,6 Dönsk mjólk .. .. .. 87,6 — 12,4 íslenzk mjólk .. .. .. 87,6 — 12,4 Ef gert er ráð fyrir, að mjólkin sé eymd til helminga, verður efnismagn liennar sem lrér segir: Pct. vatn þurefni Ilollenzk .. .. .. .. 76,6 og 23,4 Sænsk 76,8 — 23,2 Dönsk .. .. 75,2 — 24,8 ísl^nzk .. .. 75,2 — 24,8 íslenzka mjólkin er því síst kost- minni en sú erlenda, og ætti það hvorum tveggja að koma í hag, framleiðendum og neytendum. það er því auðsætt, að mjólkin okkar getur verið samkeppnisfær og jafn góð þeirri sem inn í landið er flutt, og mun því öðru um að kenna e.f viðunandi árangur næst ekki við starfrækslu þessa. Eitt af því örðugasta við rekstur niðursuðuverksmiðja, er hve háar kröfur þær verða að gera til hráefn- isins. þannig getur t. d. mjólk, sem sæmileg þykir til smjör- og osta- framleiðslu, verið með öllu óhæf til niðursuðu. Liggja þar að ýmsar á- stæður, sem flestar stafa af þvi, að meðferð mjólkurinnar hjá bændum sjálfum, er ekki svo ákjósanleg sem skyldi, og e.ins hinu, að við smjör- og ostagjörð, er hægt að koma við ýmsum ráðum og hjálparefnum, sem með öllu er útilokað, ef mjólkina á að sjóða niður. Hið eina örugga er þvi gaumgæfileg atliugun og flokk- un mjólkurinnar áður en unnið er úr henni, ásamt eftirliti og tilsögn meðal hinna einstöku framleiðenda. Ákjósanlegast væri þó, að mjóikurbú starfaði samhliða verksmiðjunni og í samvinnu við liana, og ynni úr þeirri mjólk osta og smjör, sem ekki kæmi til greina að sjóða niður. Mundi starfrækslan á þann hátt verða fjölþættari og öruggari, um leið og hún yrði þorra bænda að meira liði, en ef mjög langt væri gengið í kröfum um gæði niðursuðu- mjólkur einvörðungu. Hér á landi munu árl. vera notuð ca. 300 tonn af niðursoðnum rjónm og mjólk. Ef gjört er ráð fyrir, að meöal kýrnyt sé 2400 kg. þarf ca. 250 kýr til að fullnægja þörf okkar á vörum þessum, eða sem svarar mjólkurframleiðslu fimmtíu meðal bænda. það er þess vegna fljótséð, þótt starfræksla þessi takmarkist al- gjörlega af innlendum mai’kaði í framtíðinni, er hún samt til mikills hagnaðar fyrir þá bændur, sem hlut elga að máli, þar sem mjólkuraf- ui’ðir þeirra yi’ðu síður háðar vex’ð- breytingum einhliða markaðar. Alexander Guðmundsson. ----O----- Nýjasta fjólan. Ein aðalgreinin í Mbl. síðast- liðna viku var um „kjöt af ís- lenzkum bændum“! Nær væri að tala um kjöt af dönskum Morgun- blaðsmönnum, því að þar er þó eitthvað sem um munar, í hlut- falli við höfðatölu! Dánardægur. Látizt hafa í þing- eyjarsýslu á þessy sumri m. a. þor- bergur Hallgrímsson faðir Jónasar út- vai’psstjóra og þeiri’a bræðra, liátt á átti’æðisaldri; lézt á Laxamýri hjá Jóni bónda þar, syni sínum. þorlákur Jónsson bóndi á Skútustöðum í Mý- vatnssveit, bróðir Sigurðar skxilds ú Amarvatni. Ennfremur er látin í sömu sveit þóra Pétursdóttir Jónsson- ar frá Reykjahlið og Sólveigar, Pét- ursdóttur frá Gautlöndum, ung stúlka. þrír íslendingar fóru með di\ We- gener hinum þýzka i rannsóknarför- ina til Grænlands i voi’. Hefir nýlega borizt hingað fregn af leiðangurs- mönnum og voru þeir þá inni á jökl- inum í 1200 metra hæð. Einn íslend- ingurinn ætlar sér að hafa vetrardvöl með þjóðverjunum í Grænlandi, en liinir tveir hverfa heim í nóvember. Brúaðar lxafa vei’ið á þessu sumri Djúpá í Ljósavatnsskarði, Kráká í Mývatnssveit og Laxá í Aðaldai, all- ar í Suður-þingeyjarsýslu. Allar eru brýrnar úr steini. Áður var trébrú á Laxá skammt frá Laxamýri. Bannlagabrot. Fimmtíu lítrar af spíi’itus fundust í Lagarfossi, þegar hann kom til Akureyi’ar síðast aust- an um land. Var; áfengið falið í kol- unum, og var einn kyndaranna eig- andi þess. Tollvörðurinn á Austfjöi’ð- um, Sveinn Guðmundsson, var með skipinu norður og fann áfengið. Andréo-leiðangurinn. Sænska stjórn- in hefir birt skýrslu, sem byggist á dagbók Andrée, frá því flugið liófst 11. júlí 1897 til 2. október sama ár. í dagbókinni segir, að loftfarið hafi lent á ísnum þ. 14. júlí, eftir að kviknað hafði lítilsháttar í belgnum. jieir lentu á 83. kr. nl. br. og 30 gr. austl. br. Héldu þeir þvinæst í áttina til Franz Jósefslands, en hættu síðar við að komast þangað, vegna mat- vælaskorts. þ. 4. ágúst voi-u þeir staddir á 82.17 gr. nl. br. og 29.43 gr. austl. br. Síðar komust þeir loks til Hvíteyjar og byggðu sér þar kofa, M A U 8 E R - fjárbyasur, fjárskot, haglabyssur, riflar, skotfæri alsk. HEYGKÍMUR. Sportyöruhús Reykjaríkur (Einar Björnsson) Símn : Sportyöruhús. Box 384. Annbandrór af bestu tejfund. Afar ódýr. Jón Sigmundsson, (faUamiBar Sími 888 — Laugaveg 8. sem þeir kölluðu „Nýja ísland“. Sein- ustu orðin, sem Andi’ée skrifaði í dagbók sína voru á þá leið, að með jafngóðum og dugandi félögum og hann liefði, ætti að vera kleift að vinna sigu'r á öllum erfiðleikum. Fulltrúi Canada á þingi þjóða- bandalagsins hefir í opinberri i’æðu mótmælt tillögum Briands um' stofn- un Bandaríkja Norðurálfu. þrír yfirforingjar i þýzka hernum hafa verið leiddir fyrir rétt, sakaðir um landráð. Samskonar kaira hefir komið fram gegn Hitler, foringja Fascistaflokksins. Kominn er upp kvittur um það, að eiturlyfja- og gimsteinasmyglun eigi sér stað í Englandi í stórum stíl og mun ýmislegt hafa verið gert til að grafa fyrir rætur málsins. Talið er að öflugt félag á meginlandi álfunn- ar standi á bak við smyglunina og sé forstöðumaður þess kona. Við smyglunina hafa verið notaðar flug- vélar, liraðskreiðir vélbátar og lysti- snekkjur. Eitt fyrsta verk „íhaldsstjómarinn- ar" í Canada var að verja fjórum miljónum sterlingspunda til þess að ráða bót á atvinnuleysi. Skrítin „íhaldsstjóm" það! -----O----- enska lánið og veðsetninguna. Auk þess hafa legið á þingi og stjórn sífelldar kröfur um auka- borgun fyrir enska lánið frá sam- verkamönnum M. Guðm. og Kúlu- Andersens. Ein slík krafa var mjög til umræðu á Alþingi í fyrravetur. Enska lánið er versta og sví- virðilegasta lánið sem nokkur norræn þjóð hefir tekið í tíð síð- ustu kynslóða. Og að engu láni sem frjáls þjóð hefir tekið, hafa unnið þvílíkir „fjármálamenn“ eins og lífvörður sá er M. Guð- mundsson fékk til að starfa í London 1921. Ihaldsmenn segja að núverandi stjórn hafi eyðilagt lánstraust landsins með því að ganga ekki í ábyrgð fyrir gjaldþrotabúi ls- lano’rbanka. Greindir menn geta gizkað á hvort hyggnir fjármála- menn myndu meta meira, ábyrgð rikisins, ef hún hefði verið bund- in áður fyrir stórkostlega ill- ræmda fjársukks- og gjaldþrota- stofnun. Allir kunnugir vita að óreiðubankar eins og íslandsbanki fara á höfuðið upp á eigin ábyrgð í hvaða landi sem er og dettur engum í hug að koma gjaldþroti þeirra á landið. í Noregi hafa um 50 bankar farið á hausinn án þess að íhaldinu þar hafi komið til hug sú fásinna að styrkja fjár- málaálit Noregs með því að koma tapi þeirra á ríkissjóðinn norska. Ég hefi haft aðstöðu til að fylgjast með flestu því sem gerst hefir í þessu lántökumáli íslend- inga. Eina og aleina ástæðan til þess að núverandi stjóm hefir ekki hraðað sér meira að taka fært lán handa atvinnuvegunum, er það, að hinar almennu mark- aðshorfur hafa ekki þótt nógu góðar. Eins og núverandi stjóm hefir færa menn, reynda og heiðarlega til að vinna að undir- búningi þessa máls, í stað þess að M. Guðm. hafði til samskonar starfs 1921 lýð þann, sem áður er lýst, svo vill núverandi stjórn taka lán, sem er samboðið heiðar- legri þjóð og getur orðið hexmi til raunverulegs gagns, í stað þess að M. Guðmundsson tók lán, sem var samboðið glæframönnum og andlegum vesalingum. Munurinn á aðstöðunni 1921 og nú, er sá, að M. Guðm. tók lánið, eða var kúgaður til að taka það, handa vanskilamönnum íslands- banka, sem var sama um vexti, lánskjör og allramest um heiður landsins, af því flestir þeirra ætl- uðu ekki að borga nema lítið eitt eða ekkert af því, sem þeir fengu að láni, en það lán sem nú á að taka til viðreisnar landbúnaðinum, er tekið handa skilamönnum, sem ætla og verða ,nð standa í skilum með hvern eyri í höfuðstól og vexti af því, sem þeim er lánað. 1921 var unnið með ógætni fjár- brallsmannsins og svindlarans. Nú verður að vinna með varasemi og árvekni skilamannsins. Fram að þessu hafa lánskjörin á heimsmarkaðinum ekki verið nægilega hagstæð til að taka langt, fast lán fyrir íslenzka skilamenn. En við undirbúning málsins hafa aldrei komið fram neinar þær athufeasemdir um fjár- hag landsins, sem Mbl. og fylgi- fiskar þess fjölyrða svo mjög um. 1 stað þess að Mbl. segir að stjórnarhættir landsins síðan 1927 hafi spilt áliti landsins, þá er raunveruleikinn hið gagnstæða. Náiega einróma hafa gestir, er til landsins komu undanfarin ár, og ekki síst í sumar, lýst aðdáun sinni yfir hinum miklu framför- um, miklu vinnusemi þjóðarinnar, miklu reglusemi og háttprýði, t. d. um Alþingishátíðina. Ekki hef- ir heldur spillt áliti landsins, að þrátt fyrir hinar óvenjulegu og alhliða framfarir síðustu ára hef- ir fjárhagur ríkissjóðs staðið með blóma, er stakk mjög í stúf við tekjuhalla tveggja síðustu stjórn- arára Jóns Þorlákssonar. En Mbl. til glaðningar skal ég telja fram þau fjögur atriði, sem ég veit að talin eru til lýta fjár- málaheiðri íslands um þessar mundir. Fyrsta atriðið eru tekjuhalla- ár þau 1917—22 þegar Jón Magn- ússon var forsætisráðherra og þeir fjármálaráðherrar B. Kr., Sig. Eggerz og Magnús Guð- mundsson svo og tekjuhallaár Jóns Þorlákssonar 1926 og 1927. — En úr þessu má segja að hafi verið bætt, eftir því sem unnt var um gamlar syndir með tekjuaf- gangi ríkissjóðs í tíð þeirra Magnúsar Kristjánssonar og Ein- ars Árnasonar. Betra svar en geysimiklar framkvæmdir og tekjuafgang var ekki hægt að gefa þeim sem tortryggðu fjár- málagetu íslendinga. Annað atriðið er uppfærsla ríkislánamia á LR. eins og íhaldið hefir gengið frá henni. Magnús Guðm. færði ekki til skuldar á LR. nema lítinn hlut enska lánsins, þ. e. ekki þær 8 miljónir, sem hann lánaði bönk- unum, og Jón Þorl. taldi heldur ekki til skuldar á LR. þær 8 mil- jónir, sem hann tók að láni handa veðdeild. TJtlendir fjármálamenn hafa farið töluvert hörðum orð- um um þessa röngu bókfærslu M. G. og J. Þorl. — En áður en sú gagnrýni hafði komið fram, hafði þessi villa í LR. Magnúsar verið vítt hér í blaðinu, og verður að játa, að aðfinnslur þessar eru full- komlega rökstuddar. Þriðja ástæðan til tortryggni, sem fram hefir komið gegn Is- landi eru töp bankanna, og þó einkum hið margbrotna fjár- hættuspil Islandsbanka. Fjárreið- ur eins og St. Th. á Seyðisfirði til að nefna aðeins eitt dæmi, spilltu auðvitað trausti landsins. En nú eru allir fjársvikarar og fjár- brallsmenn landsins sumpart stof nf j áreigendur íhaldsmálgagn- anna eða þá að minnsta kosti fylgismenn flokksins, þannig að á þeirra baki liggur í einu nokk- uð af nauðsyn nýrrar lántöku, og töluvert af ” hindrunum ódýrr- ar lánutöku. Að minnsta kosti er hart að fjársvikaralýður landsins skuli yfirleitt leyfa sér að tala í niðrandi tón um fjárhag þjóðar- innar. Toppblómið á þessa ráðs- mennsku verður að telja hrun Is- landsbanka. Sá banki hafði frá upphafi verið brjóstbarn Mbl.- flokksins, bankastjórar hans og svo að segja allt starfslið hans einvalalið íhaldsins, viðskipta- menn bankans sömuleiðis að mestu leyti sannar íhaldshetjur. Og hvernig hefir svo þetta fólk farið með fé bankans? Hastar- legast er þó þegar glæframenn þeir, sem sett hafa bankann á höfuðið ásaka skilamenn þjóðar- innar fyrir að þeir vildu ekki ganga i ábyrgð fyrir þrotabú bankans. En stærsti þröskuldm' á leið allra, sem vilja fá lán handa ís- lenzka ríkinu, einstökum fyrir- i tækjum eða bæjarfélögum er þó | eins og að líkindum lætur enska lánið og veðsetning tollteknanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.