Tíminn - 01.11.1930, Síða 3

Tíminn - 01.11.1930, Síða 3
TIMINN 223 ega. Kennari á föstudögum Kerstine Mathiesen. Notuð bókin „Everyday English for Foreign Students", eftir Simeon Potter. Jfýzkukennslan verður höfð þannig: á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir byrjendur. Kenn- ari Jón Ófeigsson. (Hans bók notuð). Á laugardögum kennir þýzkur stú- dent, Mohr að nafni. Verður kennsla hans í frásögnum um 'daglegt líf. — Kennsla þessi hefst undir eins og út- varpsstöðin tekur til starfa. Hver kennslustund verður 20 mínútur. — Kennslubækumar, sem notaðar verða fást í bókaverzl. í Reykjavík. Nokkrir rússneskir verkíræðingar hafa verið handteknir og ásakaðir um að hafa unnið að því að koma þýðingarmestu iðnaðargreinum Rúss- lands í vándræði, í þeim tilgangi að koma af stað byltingu. Er þvi og haldið fram, að þeir hafi haft sam- band við fyrrverandi iðjuhölda ritss neska, og gert ráð fyrir stuðningi frá öðmm löndum til að koma áform- unum í framkvæmd. Réttarhöldin í málinu eiga að fara fram opinber- lega. Borgarastyrjöldinni í Brazilíu er lokið með fullum sigri uppreisnar- manna og handtöku forsetans. Mannarán. Lappomennirnir finnsku virða hvorki lög né rétt og ofsækja mótstöðumenn sína með líkamlegu ofbeldi og hótunum. Fyrverandi for- seti Fínnlands, dr. St&hlberg, var nýlega numinn á brott ásamt konu sinni, að tilhlutun Lappomanna og björguðust þau með naumindum. þingmenn Kommúnista hafa verið dregnir fyrir lög og dóm og mál hafin gegn þeim og þeir sakaðir um land- ráð. Eru horfur á, að þeir muni verða dæmdir ón þess að geta kom- ið fyrir sig vörnum, með því að engir fást verjendur, vegna ótta málafærslumannanna við Lappo- flokkinn. Sænskur lögmaður, Brant- ing að nafni, sonur jafnaðarmanna- foringjans, og forsætisróðherrans, Hjalmars Branting, ætlaði að taka að sér mál þeirra, en fékk tilkynningu um, að honum myndi ráðlegt að hafa sig úr landi,því að öðrum kosti myndi honum illa famast. Fylgdi hann þeirri bendingu. f annað skifti fengu verjendur hinna ákærðu bendingu frá lögreglunni um, að þeim væri hætta búin. Vakti sá atburður mikið umtal og ásakanir í garð lögreglunn- ar um, að hún væri ofbeldismönn- unum hliðholl. Forseti þýzka þingsins var kosinn úr flokki jafnaðarmanna og varafor- seti úr flokki Fascista. Leiðrétting. Hljóðfærahúsið biður þess getið að í auglýsingu þess í síð- asta blaði hafi átt að standa 1. des. í stað 1. nóv. Á vörupöntunum, sem komnar em fyrir þann tíma verður gefinn 10% afsláttur. Sjálfs er httndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu, þegar hún er jafngóð erlendri og ekki dýrari. Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvofta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólínsbaðlyf. Iíaupið HREINS vörur. Þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins. H. £. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1325. Akureyjar í Helgafellssveit fást til kaups og ábúðar frá næst- komandi fardögum. Jörðin hefir stórt og grasgefið tún og allmik- ið slægjuland annað. Ágæt skil- yrði til mikillar túnútgræðslu og garðræktar. Hlunnindi eru: ca. 25 pd. æðardúnn, góð hrognkelsa- veiði og nokkur kofnatekja. Jörð- in liggur vel við til útræðis og hefir örugga lendingu fyrir vél- báta. Á henni er íbúðarhús úr steinsteypu, 2 heyhlöður og venjuleg búpeningshús. Kaupendur snúi sér til eiganda og ábúanda jarðarinnar, Ólafar Sigmundsdóttur, eða til Guð- brands Sigurðssonar, Svelgsá, sem gefur upplýsing'ar. Jóla- og1 nýjársplötur Hreinn Pálsson: Heims um ból. — 1 Betlehem. í dag er glatt í döprum hjörtum. Þú sæla heimsins svala lind. Vor guð er borg á bjargi traust. Lofið vom drottinn. Sig. Skagfield: Heims um ból. — Faðir andanna. Nú árið er liðið. Hvað boðar nýárs blessuð sól. Á hendur fel þú honum. Víst ert þú Jesú kóngur klár. Pétur Jónsson: Signuð skín réttlætissólin. Af himnum ofan boðskap ber. ídag er glatt í döprum hjörtum. í Betlehem er barn oss fætt. Vor guð er borg á bjargi traust. Lofið vom drottinn. Eggert Stefánsson: Heims um ból. — 1 Betlehem. Einar Markan: Nú árið er liðið. — Harpan mín. Sendið pantanir sem fyrst. Vörur sendar gegn póstkröfu um land allt. Katrín Viðar Hljóðfæraverzlun. Lækjargötu 2. Auglýsingar sem eiga að birtast í Tímanmn verða að vera komnar i SÍÐASTA LAGI á fimmtudagskvðldum. Dráttarvélar International-vélarnar hafa hlotið einróma lof og vinsældir. sem hér eru notaðar. Valið er ekki vandasamt. Notið International Samband isl. samvinnufélaga Bökunardropar Efnagerð Reykjavíkur h.f. framleiðir og selur í heildsölu: — Citrondropa, Vanilludropa, Möndludropa. Bökunardropar þessir eru þekktir fyrir gæðin, um allt land. . Það bezta er frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur syðra — múr, sem að vísu er ekki óvinnandi, en kostar þó tals- vert að rífa niður. Ættum vér að taka á oss þann kostnað? Hr. R. T. kveður það hvorki vera á sínu valdi né annara, að halda yfirburðum nýmetisins leyndum fyrir Itölum og Spán- verjum, enda hyggi hann Islend- ingum annað þarfara og sæmra. Það er hverju orði sannara. En ber oss nokkur skylda til að kenna þeim þetta? Ættum vér þá ekki einnig, að kenna Norðmönn- um ,,mores“*) í mataræði og taka að herja á saltkjötsmarkað vorn þar í landi? Ég er sammála hr. R. T. um það, að nauðsynlegt sé fyrir oss Islendinga, sökum hinnar öru framleiðsluaukningar, að afla nýs fiskmarkaðs. Og ég hefi talið Mið- og Austur-Evrópu vænleg- asta til markaðsleitar af vorri hálfu. Þetta var þó ekki, eins og hr. R. T. álítur, kjami máls míns. Meginatriðið var að benda á hættuna, sem saltfisksmarkaði vorum væri þama stofnað í og afleiðingar hennar. Ég hefi nú gert nokkru nánari grein fyrir því atriði málsins, og er því ekk- ert að vanbúnaði með að endur- taka aftur þessa spumingu: „Hversvegna ekki heldur að gjöra þessa tilraun á Þýzkalandi eða annarsstaðar þar, sem vér eigum allt að vinna en engu að tapa?“ *) p. e. góða siði. Þessari spumingu hefir hr. R. T. svarað all-ítarlega. Meginmál- ið í grein hans er í raun og veru einungis svar við henni. Og það svar hans er í höfuðdráttum á þá leið að það sé „misskilning- ur, að ef tilraunin sé gjörð t. d. á Þýzkalandi, þá eigum vér allt að vinna en engu að tapa“. Til- raunin myndi þá væntanlega mis- heppnast vegna illrar aðstöðu, og þá væri um leið miklu tapað. „Peningar hefðu tapast. Tækifæri hefði tapast yfir í hendur keppi- nauta og trúin á þetta þjóðþrifa- mál hefði tapast, án þess þó að reynt hefði verið til hlítar þar, sem aðstaðan er bezt“. Ég hefi þegar sýnt fram á, að vér eigum ekki, hvað sem viðvík- ur „góðri aðstöðu", að bjóða frystan fisk á Italíu eða Spáni. Engu að síðui- væri fróðlegt að athuga lítið eitt, hvort það sé nú víst að aðstaðan sé bezt þar. Hr. R. T. tekur réttilega fram, að þetta velti mjög á þessu tvennu: að mótspyman í neyzlu- landinu verði sem minnst og að hægt sé að taka í íslenzka þjón- ustu skipulagsbundna sölustarf- semi til að útbreiða þekkingu á vöranni, afla henni vinsælda og selja hana. Hvað er nú að segja um fyrra atriðið, mótspymuna? Hr. R. T. segir að þar sem miklu meiri útgjörð sé rekin frá Þýzkalandi en frá Spáni og Ital- íu, „muni margfallt fleiri af landsbúum þar telja spón tekinn úr aski sínum, ef frystur fiskur frá Islandi tæki að keppa við hinn nýja og ísaða fisk landsmanna sjálfra“. Samkvæmt síðustu skýrslum hefir fiskiveiði Þjóðverja numið í’úmum þriðjungi meira heldur en veiði Spánverja. En hver er mun- urinn á höfðatölu í þessum lönd- um? Og hvað er að segja um veiði Austurríkismanna, og Checko- slava? Hr. R. T. segir að síðustu fregnir hernii um „stói-vægileg samtök þýzkra útgjörðarmanna til að láta lögbanna innflutning á allskonar nýjum fiski, frosn- um eða kældum, sem veiddur er á erlendum skipum". Þegar á það er litið, hve hættu- legur leikur það er jafnan talið, er þjóðir, sem eru mjög háðar umhverfi sínu, byrja slíkt stríð við umheiminn, verður að teljast ótrúlegt, að ekki fjölmennari stétt innan Þýzkalands en út- gjörðarmennirnir eru, fái komið á slíku lögbanni. — En hefir hr. R. T. heyrt um nokkur slík samtök í Austurríki eða Checkoslovakiu ? Grein mín gaf ekki tilefni til að rígbinda sig við Þýzkaland eitt. Fleiri lönd um miðbik álfunnar geta auðvit- að komið til greina. Meira að segja Belgia og Sviss og jafnvel Frakkland. Lítum aftur til Spánverjans. Er ekki ástæða til að ætla, að brátt myndi rísa upp svipuð mót- staða meðal útgjörðarmanna þar og í Þýzkalandi? Og hvað er að segja um saltfiskskaupmennina ? Myndu þeir ekki óttast um „spænina sína“, er frysti fiskur- inn tæki að flæða yfir landið. — Ef til vill hefir hr. R. T. þegar hlotið einhverja reynslu í því efni. Og hvað er að segja um þessa margumtöluðu „íhaldssemi Spán- verja í mataræði“ Verður hún ekki til að auka mótspyrnuna í landinu? Hefir hr. R. T. heyrt getið um svipaða íhaldssemi í Þýzkalandi eða þar um slóðir? Um síðara atriðið, samböndin, er ég fús að játa, að í byrjun er þaö mikilsverður hagnaður að hafa skipulagsbundna sölustarf- semi til að styðjast við. En hitt verður þó, er til lengdar lætur, höfuð-atriðið, að varan, sem ver- ið er að bjóða, reynist samkeppn- isfær. Reynumst vér á annað borð samkeppnisfærir á sviði frystifiskjarins, er ólíklegt, að vér náum ekki markaði, jafnvel þar, sem aðrir era komnir á und- an. Svo hefir það reynst með saltfiskinn. Reynumst vér hins- vegar ekki samkeppnisfærir, get- ur góð aðstaða til að byrja, ef til vill einungis orðið til þess að draga oss á tálar. Vér kunnum þá að vísu að ná fótfestu, en missum svo fyr en varir sam- böndin yfir í hendur sigursælla keppinauta og beram loks lítið annað úr býtum en kostnaðinn við að plægja akur, sem aðrir njóta síðan uppskerunnar af. I máli sem þessu, er torvelt að leggja á það nokkurn fullnaðar- dóm, hvaða úrræði muni reynast bezt. Flestar ályktanimar verða einungis di’egnar eftir líkum. En ég fæ ekki betur séð en hr. R. T. hafi líkumar yfirleitt á móti sér. iSvo má heita, að Evrópa sé enn ónumin fyrir frystan fisk. Væri þá ekki undarlegt, ef vér ættum einskis annars úrkosta með framleiðsluauka vom, en að herja með honum á þenna mark- að, sem vér eigum þarna syðra og óskum einmitt að létta á og varðveita. — Og um hitt á- hyggjuefnið, þetta, að saltfiskur- inn hljóti er stundir líða, að þoka af heimsmarkaðnum, er það að segja, að það má vægast sagt kallast undarleg fyrirhyggja, að vilja þá fyrir hvem mun grípa til ráðstafana, sem yrðu óhjá- kvæmilega til að stór-flýta því að þessi óhagstæða breyting komist á. Þótt vér sjáum skuggana af fjallatindunum boða komu kvölds- ins, bíðum vér kyrrir og gleðj- umst yfir sólgeislunum eins lengi og þeirra nýtur, en skundum ekki i áttina til fjallanna inn í skuggann. Pétur Magnússon, frá Jaðri. ----o----

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.