Tíminn - 08.11.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.11.1930, Blaðsíða 3
TÍMINN 229 sumri er nú öll farin úr iandinu, að' nokkur hundruð tunnum undantekn- um. Gissur Gottskálkssou bóndi á Hvoli í Ölfusi átti sextugs afmœli 6. þ. m. Símskeyti frá United Press hermir, að Gunnar Gunnarsson rithöfundur thafi nú nýlega verið í heimsókn í Lundúnaborg. Er það í fyrsta skipti, sem hann leggur þangað leið sína. Hafa blöðin birt viðtöl við hann. Gunnar er heiðui’sgestur brezks rit- höfundafélags. í skeytinu er hann nefndur „víðfrægur íslenzkur rithöf- undur". Frá útvarpinu. Prófun hiixna marg- brotnu senditækja útvarpsstöðvarinn- ar miðar hægt en örugglega. Komi engar sérstakar hindranir fyrir, má gera ráð fyrir, að útvarpsnotendur fái að heyra til stöðvarinnar un* miðjan þennan mánuð. Reynist þá allt sem vænta má og að óskum, má gera ráð fyrir, að stöðin taki til starfa um næstu mánaðamót. FerSasaga íslenzku knattspyrnu- mannanna, sem fóru til Færeyja i sumar er nýlega út komin, i’ituð af Erlendi Péturssyni, foringja farar- innar. Frá VestfjörSum: Fjórðungsþing fiskideilda Vestfjarða var haldið ó þingeyri 1.—2. þ. m. þar voru m. a. gerðar samþykktir um að í-íkið láti reisa hraðfrystihús i hverjum fjórð ungi og verði hið fyrsta reist á Isa- firði. Lagt er til, að hraðfrystihúsin verði rekin með svipuðu fyrirkomu- lagi og síldarverksmiðja ríkisins. Ennfremur, að stofnað verði fisk- sölusamlag, er ■ fái, ef með þarf, einkasölu á saltfiski, svo og, að stofnuð verði fiskimálaskrifstofa, er komi i stað Fiskifélags íslands og annist hún öll sjávarútvegsmál, en fjórðungasamböndin fái rífleg fjár- forráð. Varatillögur voru samþykktar um breytingar á tilhögun fiskifélags- ins. — Fulltrúar á fiskiþingið voru kosnir Kristján Jónsson og Kristján A. Kristjánsson, en varafulltrúar Arngrímur Bjarnason og Jón Jó- hannsson. Úr Rangárvallasýslu er skrifað: Hér ber fátt til tíðinda. Sumarið er senn liðið, og hefir verið fremur óhag- stætt hér um slóðir. Frá sumarmál- um fram í miðjan maí var góðviðra- tíð, en fremur kalt, en eftir það var stórfelldur rosi fram að Alþingis- hátíð. þá gerði mildara veðui-, en óþurkasamt var allt fram á haust, að undanteknum fáum dögum í ágúst- byrjun, þá var góður þurkur. En veð- ur var einstaklega hæglátt allan slátt- inn, engar stórrigningar eða stormar, sem oftast fylgja hafáttinni hér. Um 20. sept. kom loks góður þurkur og luku menn þá hirðingum. Hey eru allmikil hjá almenningi, en hætt er við að þau verði ekki góð til fóðurs, allmjög hrakin og illa hirt. Er rauna- verði þá slitið við Dani, enda er ekki sýnilegt að breyting verði á um þetta atriði til þess tíma. Þá er önnur mótbára J. Þ., „að öll viðskifti íslands og Þjóðabanda- lagsins yrðu að líkindum að ganga um hendur danska utan- ríkisráðuney tisins' ‘. ÍSendiherra var spurður „hvort væntanleg upptaka og þátttaka Islands í Þjóðabandalaginu mundi geta orðið án nokkurrar íhlutunar og milligöngu utanríkismálaráðuneyt- isins danska“. Því svaraði sendi- herra í maí, að rétt væri að til- kynna utanríkisráðherra Dana ósk um upptöku „í því skyni, að Danir sjálfir og hin Norðurlönd- in styddu umsóknina". Og um þátttökuna, sem í þessu sam- bandi skiftir ein öllu máh, segir sendiherra, að hún sé „sjálfsögð án rokkurrar íhlutunar utanrílds- málaráðuneytis Dana“. Mótbárur J. Þ. eru viðbárur. ísland gat gengið í Þjóðabandalagið með fullum heiðri, og tekið þátt í því, án þess að minnka af milligöngu annara. Og svo er fyrir þakk- andi, að þetta tækifæri bíður énn óbreytt. Það ætti sízt að þvælast fyrir „sj álfstæðismanni", sem svo kallar sig, að nota það! Alþingishátíðin er liðin hjá. Ég skal játa, að mér þótti fyrir há- tíðina meira um vert en' nú, að þar væru teknar ákvarðanir um mál „er mætti leiftra á um langt skeið“. Hátíðin fór svo fram á allan hátt, að vér íslendingar legt aö vita, hve fáir grípa til vot- heysgerðar þegar svona viðrar, og er þó ólikt að gefa gott vothey eða hrakning; votheysgerðin gæti áreiðan- lega verið einhver mesta öryggisráð- stöfun búnaðarins, og vei’ður enn nauðsynlegri með aukinni ræktun. Taða er þerrivandari en úthey, og dýrmætari, og þegar almenningur fer að tvísiá túnin, — sem ætti að vera jafnsjálfsagt, sem að slá þau einu sinni, — þá mun það sannast, að vot- heysgei'ð er eina ráðið tid þess að eiga það víst að háin verði gott fóður. 63 bifreiðarstjórar í Reykjavík hafa verið sviftir ökuleyfi á árunum 1927— 1930, þar af 5 æfilangt, fyrir brot á bifreiðalögunum og áfengislögunum frá 1928. Tvö ógurleg námuslys urðu í vest- urhéröðum þýzkalands seint í siðastl. mánuði. Var það gasspi’enging, sem slysunum olli. í annari námunni fór- ust um 250 manns og 100 í hinni. þýzk blöð krefjast ítarlegrar rann- sóknar á orsökum slysanna, og telja að ónógu eftirliti sé um að kenna. Önnur náman er rekin undir franskri stjórn, síðan ófriðnum lauþ. í Rússlandi hafa allmargii- kaup- menn nýlega verið handteknir fyrir sviksamlega verzlun með matvöru- tegundir. Hefir ráðstjórnin hafið rannsókn á þá menn víðsvegar um landið, sem sakaðir eru um sviksam- lega sölu á matvælum. Eru mennirn- ir kærðir fyrir að hafa dregið sér af Jiirgðum stjórnarinnar í stórum stil mikið af brauðum, sykri, smjöri og öðrum matvörutegundum, og selt óleyíilega með hækkuðu verði sjálf- um sér í hag. Búizt er við, að sumir þeirra fái líflátsdóm. þingkosningar eru nýafstaðnar í Bandaríkjunum, og hefir stjórnin og flokkur hennar beðið stórfelldan ó- sigur, og er komin í minnahluta í annari deild þingsins a. m. k. Fulln- aðarúrslit þó ókunn. — Atkvæðaseðl- ar Hoovers foi-seta og konu hans voru sendir í flugvél til kjörstaðar- ins við Stanford University í Cali- forniu, en þar á forsetinn heimili! Frá Bandaríkjunum: Bi'áðabirgða- kosningaúrslit í 47 ríkjum hafa leitt í ljós, að fylgi Demókrata liefir aukizt afarmikið og sömuleiðis, að and- banningum hefir aukizt mikið fylgi. Mesta eftirtekt vekja kosningasigrar Demokrata í ríkjunum Illionis, New York, Massachusetts og Ohio, þvi að í sumum þessara ríkja hafa Repu- blikanar löngum haft meira fylgi en Demókratar. — Franklin Roosevelt var endurkosinn ríkisstjóri í New York ríki. Vann hann glæsilegan sig- ur á frambjóðanda Republikana. Vek- ur sigur Roosevelts feikna athygli, því að allar líkur benda til þess, að hann verði forsetaefni Demo- krata í forsetakosningunni næstu. megum vel við una. Á óvenjuleg- um baráttutímum lágu allar deil- ur niðri. FJokkamir slíðruðu sverðin um Alþingishátíðarleytið, og aðalblöð þeirra voru samtaka um að gera hátíðina sem bezta og samboðna tilefninu. Allur al- menningur var sama hugar. Lotn- ing og fögnuður ríkti á Þingvöll- um hátíðisdagana. Fulltrúar er- lendra þjóða og blaðamenn hafa borið íslenzkum þjóðarþroska fag- urt vitni. Þúsund ára þingsögu er ekki til einskis lokið. Mér var það ætíð ljóst, að minningarhá- tíð er ekki uxmt að nota til að skapa ný tímamót, nema að því leyti sem minningarnar og há- tíðaskapið orka á hugi manna. Lög eða ályktanir, sem skapa tímamót, var ekki hægt að af- greiða, nema þau væru komin í burðarliðinn eins og stjómarskrá- in 1874. Þá þarf áð vera á undan genginn langur málatilbúnaður og sameining allra landsmanna. En slíkum málum er vart til að dreifa nú, nema ef vera skyldi utanríkismál, þar sem æskilegt er að allir landsbúar standi saman, svo sem óslc um upptöku í Þjóða- bandalagið. En við sem höfðum meiri hluta, notuðum ekki hátíð- ina til afgreiðslu þeirra mála, þar sem ágreinings hafði gætt. Og hverjum þeim sem gerir tilraun til flokkadráttar í tilefni af hinni miklu hátíð ferst illa og óþjóð- lega. Á vfðavangi. Mánaðarfrí. Út af dylgjum Mbl. í gær um að ríkisstjórnin hafi hlutast til um almennan frídag í skólum höf- uðstaðarins í gær og hafi það verið gjört í tilefni af 13 ára af- mæli rússnesku byltingarinnar, hefir Tíminn snúið sér til fræðslu- málastjóra, Ásgeirs Ásgeirssonar, og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar: Fyrir nokkru komu forstöðumenn skólanna í Reykja- vík saman á fund til þess m. a. að ræða um samkomulag sín á milli um það, að allir skólar í hænum gæfu nemendum mánaðar- frí sömu daga, og þótti það heppi- legt, einkum með tilliti til tíma- kennara, sem kennslu stunda í mörgum skólum. Fundurinn kaus svo þriggja manna nefnd til að ákveða mánaðarfríin og tilkynna þau skólunum. I nefndina voru kosnir Ágúst H. Bjarnason pró- fessor, Freysteinn Gunnarsson skólastjóri og Pálmi Hannesson rektor. Það var þessi nefnd, sem ákvað mánaðarfrí í öllum skólun- um þann 7. nóvember. Samgöngubætur Valtýs. Engum sem man frásögn Mbl. um að Gullfoss hefði siglt í gegn- um Breiðafjarðareyjar, kemur það á óvart, er það í gær bendir á, að beinasta leið fyrir Súðina frá Rvík til Bergen liggi yfir Esju og Vatnajökul. Vill Tíminn beina til • skipaútgjörðarinnar þeirri vinsamlegu bendingu hvort ekki myndi tiltök að fá Valtý fyr- ir skipstjóra á Súðina um næstu áramót, og bæta þá við nokkrum viðkomustöðum, svo sem Kalda- dal, ódáðahrauni og Herðubreið- arlindum. Er enginn vafi á, að Valtý muni þetta vel farast, eigi síður en „sleðaflutningurinn á mjólk“ yfir Hellisheiði í fyrra- vetur. Barnalærdómur íhaldsins. „Unga fólkið“ í íhaldsflokkn- um fær einu sinni í viku lítið ,.Morgunblað“, sem því er gefið af Kveldúlfi og Co. Þetta litla „Morgunblað" er ætlað til þess að hlúa að því sálarástandi, sem er skilyrði þess að trúa því að Jón Þorlákssn og Magnús Guð- mundsson séu sjálfstæðisgarpar og Danahatarar. Sýnishom af þeirri lífsspeki sem unglingamir fá í þessu litla „Morgunblaði", er smágrein, sem þar stóð nýlega um kvikmynd, sem um það leyti var sýnd í Nýja Bíó. Segir í greininni, að „efni myndarinnar“ sé „svo eðlilegt sem frekast get- , ur“. Þar á eftir kemur svo stutt- I ur útdráttur úr þessu „eðlilega | efni“, og eru aðalatburðimir þeir, | að 16 ára gömul stúlka selur vatnsblandaða mjólk á götunni, að maður, sem eklci þykir mjólkin góð á bragðið tekur blómarósina og „flengir hana“ og að stúlkán bítur þennan sama maxm „eftir- minnilega í læiið“. Og svo endar myndin á því, að maðurixm verður ástfanginn af mjólkursölustúlk- unni og aðallega af þeirri ástæðu, eftir því sem blaðinu segist frá, að hún beit haxm svona „eftir- minnilega í lærið“! Sjálfsagt trúa unglingamir því að þetta séu „eðlilegir“ atburðir cg komi fyrir á hverjum degi hjá „stóru mönnunum" í íhaldsflokkn- um, úr því að það stendur í litla Moi'gunblaðinu þeirra! Að gefnu tilefni þykir rétt að taka það fram, Framsólcnarfálag Reykjavíkur heldur fund í Sambandshúsinu fimmtudaginn 18. þ. m. kl. 8Vfe síðdegis. Fjármálaráðherranxx hefur umræður. Félagsstjómin. út af grein „Bæjarbúa" um drátt- inxi á byggingu nýja bamaskól- ans í síðasta tbl. „Tímans“, að blaðið er greinarhöf. engan veg- inn sammála um það, að bama- kennarar yfirleitt séu á „háum launum". Ómótmælanlega á bama- lrennarastéttin við þrengri kjör að búa en flestir aðrir starfsmenn þjóðfélagsins. En hinu hefir kenn- urunum áreiðanlega ekki verið hægð í, að kennsla færist fyrir í meira en mánuð, vegna slóðaskap- ar hjá foxráðamönnum bæjarins, enda ber að átelja slíkt sinnuleysi harðlega eins og gjöx*t var í fyr- nefndri grein í síðasta tbl. Reikningsskilamaðurinn. Dungal hefir í Mbl. 5. þ. m. boðist til þess að sýna þeim er þetta ritar, að tekjur hans af stöi'fum í rannsóknarstofu há- skólans, aðrar en þær, er hann hefir fengið fyrir rannsóknir í þágu sóttvama, hafi „aldrei náð 400 kr.“ Ennfremur þykist hann geta sýnt, að hann hafi látið „margar upphæðir ganga til stof- unnar vegna fjárskorts hennar“. — A-f umsögn deildarforsetans í áður birtu bréfi hans má ráða, að stofan hafi nær engar tekjur fengið, nema frá heilbrigðis- stjóminni. Má því telja, að þeim félögum beri illa saman og að upp skjótist saxmindi málsins í yfirlýsingu Dungals um um hans kristilega þenkimáta gagnvart í'annsóknarstofunni. Mun það og segja sig sjálft fyrir sjónum heil- skygnra manna, að þar sem Dungal fékk á 8. þúsund fyrir rannsóknir vegna sóttvama eixma saman, þá hefir hairn fengið drjúgar tekjur úr öllum öðrum áttum. Og þar sem deildarforset- inn hefir upplýst, að engir reikn- ingar hafi verið haldnir yfir þær fjárhæðir, sem mnnið hafa til Dungals, þá mun honum veitast crðugt að sýna þær, þó dánumað- urinn kunni að hafa skrifað á bak við eyi-að þær „upphæðii'“, er hann þykist hafa látið ganga til rannsóknarstofunnar *** „Sólarlitlir dagar“ gei'ast nú í lífi Valtýs, ræfils- ins, Stefánssonar. Af gi'ein í síð- asta sunnudagsblaði Mbl. má sjá, að hann ber sig illa yfir „frekju og kjafthætti“ keppinauta sinna í blaðamennskunni. Enda mun það sönnu næst að hann hefir í rök- ræðum legið flatui', jafnvel fyrir hverri lyddu, sem hefir vikið penna sínum í áttina til hans, hvað þá fyrir þeim, er tehast sæmilega ritfærir. Mun það verða á orði haft, er stundir líða fram og eftirkomendurnir rannsaka blaðamennsku þjóðarinnai- á fyrri hluta tuttugustu aldar, að Valtýr hafi verið allra manna lakast rit- fær og kuxmað sízt með rök að fara allra þeirra, sem fengist hafa við blaðamennsku á þessu tímabili. Mun það þykja bera vott um fui’ðulega andlega niðui'læg- ingu auðboragara höfuðstaðai'ins, að þeir hafa getað notast við svo lítilsigldan mann, sem aðalleið- beinanda sinn í umræðum um stjói'nmál. — En það er til marks um andlega vanlíðan Valtýs, að hann hefir borið of lélegt vitni Félag ungra Framsólcnarmanna heldur aðalfund í Sambandshús- inu, þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 8 V2 síðdegis. Dagskrá: 1. Stjómarkosning. 2. Sigurður Ólason stud. jur. hefur umræður um aldurstakmark við kosningar. Félagsstjórnln. um landfræðiskennslu eins hina bezta landafræðings í kennara- sétt. Nýlega bar hann fram þá vizku 1 blaði sínu, að jörðin sner- ist fi’á austri til vesturs. Og í fyrradag kemst hann að þeirri niðurstöðu, að beinasta leiðin frá Reykjavík til Bergen í Noregi liggi um norðurpólinn. X. Verðlagsskrá Yfirskattanefndin fyrir Kjalamess- þing hefir 2 síðastliðin ár krafizt þess, að búfénaður væri til skatts virtur eftir þágildandi verðlagsskrá, og breytt mati á honum samkvœmt því, þar sem hann var metinn eftir gangverði. En heilbrígt gangverð er á hverjnm tíma hi5 réttlátasta mat. í frumvarpi til laga um tekjuskatl og eignaskatt, sem lagt var fyrir Al- þingi síðastliðinn vetur, og sem dag- aði þar uppi eftir 2. umræðu í neðri deild, er greinin um þetta mat svo- hljóðandi: „Búpening skal telja svo sem hann væri framgenginn í fardögum næstu á eftir og með gildandi verðlags- skrárverði". Verðlagsskrá er samin eftir verð- lagi ári áður en hún kemur í gildi; „í fardögum næstu á eftir“ er það því um sumt 2 ára gamait. En á tim- um, eins og nú undanfarið, þegar verðlagið ,er svo mjög reikult, stund- um ört fallanda, getur það miklu munað frá ári til árs, t. d. ærverð um 10—15 kr., kýrverð um 50—100 kr. Ollum mönnum er og vitanlegt að hér í Kjalarnesþingi dregur verð- lagsskráin dám af tveim stórum kaupstöðum, þar sem verð á búpen- ingi er talsvert annað en í sveitun- um. þegar því verðlagsskráin er sameiginleg fyrir 4 lögsagnarum- dæmi, eins og hér (Gullbringusýslu, Hafnarfjörð, Reykjavík, Kjósarsýslu), með mismunanda verðlagi að mórgu leyti, verður hún ósönn fyrir þau 511, þegar meðaltal er tekið. Sú venja, sem haldizt hefir meir en öld, að hafa verðlagsskrá sameigin- lega fyrir allt Kjalamessþing, er nú svo úrelt, að ekki má við hlita leng- ur. Ættu allar sveitarstjórnir i báðum sýslunum, og báðar sýslunefndir, að krefjast þess, að landsstjómin hlutist til um, að sérstök verðlagsskrá sé gerð fyrir hvora sýsluna um sig. þó að ástæða muni mest til þessar tilbreytni hér í Kjalarnessþingi, mundi réttast að á sama hátt íæri um þetta víðar, þar sem nú er verð- lagsskrá gerð sameiginleg íyrir sveitahérað og stóran kaupstað (Eyja- fjarðarsýsla, ísafjarðarsýsla), og ef til vill víðar. Grafarholti, október 1930. t Bjöm Bjamarson. ----O------ Ásgeir Ásgeirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.