Tíminn - 22.11.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.11.1930, Blaðsíða 3
TlMItfN 289 ið fengi útborgað 96^ af hundr- aði, en síðar hafi blaðið tekið frá- sögn þessa aftur. Fyrir þetta væri Tíminn auðvitað stórlega ámælis- verður, ef satt væri. En sannleik- urinn er sá, að í Tímanum hefir aldrei staðið stafur í þessa átt. Ummæli Mbl. um, að slík frásögn hafi staðið í Tímanum eru jafn raklaus lygi og, ef einhver fyndi upp á að segja, að Magnús væri fyrirmynd í sannsögli eða Valtýr Stefánsson gáfaðasti maður í heiminum! Valtýr 'auminginn segir frá þvi í dag, í smáleturs- grein í fréttadálki, að „Sigurður Kristjánsson ritstjóri frá Isa- fírði“ sé hingað kominn og „tek- inn við stjómmálaritstjóm Isa- foldar og Vai‘ðar“. „Jafnframt fiytur Mbl. stjómmálagreinar Sigurðar", segir Valtýr auminginn. Allir munu virða Valtý það til vorkunnar, þótt hann hlífist við í lengstu lög að skýra frá komu Sigurðar og erindi hingað. Sann- leikurinn er sá, að Sigruður er pólitískur ritstjóri Mbl., en „jafn- framt birtast stjómmálagreinar“ hans í Isafold og Verði, sem eins og kunnugt er, eru pólitísk safn- gryfja Mbl. Orðalag Valtýs í Mbl. í dag er vanmátta tilraun lítil- magnans til að hylja nekt sína, og er það öllum að meinalausu. ----o--- Fréttlr Tiðariarið hefir verið mjög kulda samt síðasta hálfan mánuð. Um miðja síðustu viku gerði allmikla hlaku sunnanlands og tók mjög upp snjó á láglendi, en nyrðra vaið hún fremur hagspillir. Síðan sötti aftur til N-átt- ar og frosta. — í iiyrjun þessarar viku, sem nú er að onda, g; ‘rði SÁ- átt og nokkura þíðu sunnan lands, en sífelld frost hafa verið nyrðra og n'okkur snjókoma með köfhim, — Síðara hluta vikunnar hefir frostið farið vaxanda með degi hverjum eink- um sunnan lands. í Reykjavík l’.efir kaldast orðið -5- 12 stig, en hlýjast + 3 st. Úrkoma aðeins 1 mm. Húsmæðranámskeið ætlar Kristín Thoroddsen að halda hér í bænum í vetur, sbr. augl. á öðrum stað í blað- inu. Svohljóðandi auglýsingu hefir ríkis- stjórnin birt í Lögbirtingablaðinu 13. þ. m.: „Samkvæmt 51. gr. fátækralaga nr. 43, 31. maí 1927 má sveitarstjórn, ef þurfalingur sýnir mikla óhlýðni eða þrjósku við hana, eða hann sökum leti, drykkjuskapar, illinda eða óknytta eykur sveit sinni sýnileg þyngsli, láta setja hann i fangelsi við 'venjulegt fangaviðurværi í allt að 3 mánuðum, ef lögreglustjóri veitir samþykki til þess í hvert sinn, eða setja þurfalinginn í nauðungarvinnu með samþykki lögreglustjóra eftir reglum, sem ráðherra setur þar um. — Ríkið hefir sett á stofn vinnuhæli fyrir fanga á Litla-Hrauni við Eyrar- bakka og hefir 4. marz 1929 verið gef- in út bráðabirgðareglugerð um skylduvinnu fanga þar. Hefir verið ákveðið, að þurfaling, sem hrepps- nefndir vilja láta setja í fangelsi eða nauðungarvinnu samkvæmt 51. gr. fá- tækralaganna, megi þegar rúm er fyrir þá á téðu vinnuhæli, setja þang- að og skal þá með þá farið eftir reglum þeim, sem settar eru í téðri bráðabirgðareglugerð, um skyldu- vinnu fanga". Nöfnum 3ja bæja í Stokkseyrar- hreppi hefir verið breytt nú nýl.ega. Bærinn Syðsti-Kökkur heitir nú Braut- artunga, bærinn Miðkökkur Svanavatn og bærinn Kakkarhjáleiga Hoftún. Niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur fvi- ir árið 1931 var kosin á bæjarstjórnar- fundi í fyrrakvöld tveir jafnaðarmenn og tveir íhaldsmenn, en sjálflcjörinn oddamaður nefndarinnar er hinn stjórnskipaði skattstjóri í Reykjavik, Eysteinn Jónsson. Nýja leikfélagið í Reykjavík sýnir þessa dagana gleðileik, sem heitir „þrír skálkar" og er eftir danska skáldið Carl Gandrup. Leikurinn er svipaðrar tegundar og ^Æíintýri á gönguför" (eftir Hostrup), sem oft hef- ir verið sýnt hér á landi og komið mörguni manni í gott skap, en bjart- ara er yfir „Æfintýrinu" og meðferð efnisins lakari hjá Gandrup. Leikend- urnir flestir, ieysa hlutverk sín vel af hendi, en einkum þó þeir Haraldur Björnsson, Friðfinnur Guðjónsson og I-'orst. Ö. Stephensen. í þetta sinn hefir leiklist höfuðstaðarins bætst nýr liðs- kostur, sem er ungfrú Sigrún Magn- úsdóttir frá ísafirði, sem undanfarið hefir stundað leiknám erlendis. Fór hún laglega með hlutverk sitt (dótt- ur malarans) í þetta sinn, þó að of snemmt sé að dæma hæfileika hennar að svo stöddu. Úr Borgarfirði er skrifað: Hér í hér- aðinu hefir allvíða verið bólusett fé við bráðapest með bóluefni frá Dun- gal lækni. Hefir sumstaðar drepist ailt uppundir helmingur fjárins, sem bólusett hefir verið, en á öðrum bæj- um ekki orðið vart við nokkurn á- rangur af bólusetningunni, fremur en liefði verið bólusett með vatni. Eru bændur nú sem óðast að fá sér danskt bóluefni og búnir að fá hina mestu ótrú á því íslenzka. Morgunblaðið var fyrir nokkru að dásama Dungal fyrir bóluefnið. það er eins og vanalega hjá því blaði, að lofa það sem er annaðhvort til skaða eða skammar og helzt að það sé hvorttveggja. Leiðrétting. í greininni um vaxta- kjör erlendra lána í síðasta tbl., þar sem skýrt er frá ríkisláni Japana, iiefir misprentast 6,7% en á að vera 6.5%. Raunverulegir vextir af þýzka og japanska láninu eru jafn háir. Kafbátsferð norður í íshaf er áform- uð á næsta sumri. Er það enskur maður, Sir Hubert Wilkins, sem fyrir' leiðangrinum stendur, og á að leggja af stað frá Spitzbergen í júlíbyrjun og sigla þaðan þvert yfir íshafið og vestur til Alaska. Gjört er ráð fyrir, að sú ferð standi yfir í tvo mánuði. Miðstjórn og þingmenn verka- mannaflokksins norska hafa skrifað rikisstjóminni og krafist þess, að Gullbransen hershöfðingi, Reniser Larsen kapteinn og fleiri starfsmenn líkisins, annaðhvort sanni eða aftur- kalli staðhæfingar sínar í kosninga- baráttunni um, að verkalýðsflokkur- inn hafi i ýmsum bæjum haft vopn- að lið, útbúið með rifflum, skamm- byssum, vélbyssum o. s. frv., um kosningarnar. Er því haldið fram, að staðhæfingar þessar hafi dregið úr kjörfylgi flokksins í kosningunum. Kosningar í Póllandi. Auk þeirra þingkosninga erlendis, sem áður hefir verið getið hér í blaðinu, fóru fram kosningar í Póllandi sunnudaginn 16. þ. m. og er giskað á, að 75% kjós- enda hafi neytt atkvæðisréttar sins. Smáskærur urðu i Posen, Teschen, Yarsjá og Lodz. Einn maður var veg- inn og ailmagir særðust. Úrslit urðu þau, að stjómarliðar komu að 239 frambjóðendum og verða því liðsterk- ari á þingi en allir hinir flokkarnir tii samans. Pólska stjórnin styðst við hervald að mestu leyti, þó að þing- ræði sé að nafninu til. Finnska stjómin hefir iagt fyrir þingið frumvarp til breytinga á bann- lögunum á þá leið, að leyft verði að brugga öl með 3%% vínanda i stað 2% áður. Um fylgi frumvarpsins hafa engar fregnir borizt. Norskur varðbátur skaut nýlega á enskan botnvörpung, sem var að veið- um við Noregsstrendur. Taldi foringi varðskipsins bothvörpunginn innan landhelgi, en Englendingarnir þóttust vera utan landhelgi og neituðu að stöðva skipið. Stendur í þrefi milli norsku og ensku stjórnarinnar út af máli þessu. í Bandaríkjunum. hefir aðsókn að kvikmyndahúsunum þar minnkað um 40% á undanfömum mánuðum. 250.000 skólabömum í Bandaríkjun- um er nú kennd spánversk tunga, samkvæmt skýrslum fræðslumála- stjórnarinnar. Spönskunám eykst hröðum fetum i Bandaríkjunum. Ár- ið 1910 var tala spönskunemenda að eins tæp 5000. Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á spönskunám vegna viðskiptanna við Suður-Ameríku. KJARNFOÐUR Höfnm tfil: Maísmjöl Maniokamjöl Fóðurblöndu (öernes) Hœnsafóður Samband ísl. samyinnufél. I byrjun janúar næstkomanda hefst í Reykjavik húsmæðra- skóli minn, sem verður af nýjustu g-jörð. Stendur hvert náms- skeið yfir í 3 mánuði, og- verður kennt hvem virkan dag kl. 3—7 e. h. Kennd verður matreiðsla, meðferð þvotta og gjörð grein fyrir næringargildi fæðutegundanna. Kennslan fer fram í nýju eldhúsi í miðbænum. Allar nánari upplýsingar veiti ég undirrituð. Hf+v Krfistfin Tb.orodd.sen Reykjavík, 20. nóv. 1930. Fríkirkjuvegi 3. Sími 227. Félag ungra framsóknarmanaa heldur fund í Sambandshúsinu fimmtudaginn 27. þ. m. kl. 8Vá síðdegis. TRYGGVI ÞÖRHALLSSON forsætisráðherra flytur erindi. FÉLAGSSTJÓRNIN. Ziefidrétting- Ég hefi heyrt um það rætt manna á milli að ríkisstjómin hafi keypt eignir mínar í Garða- hreppi í Gullbringusýslu. 27. okt. s. 1. kom kom grein í „Heim- dalli“, sem nefnd er: „Jai’ðakaup stjómarinnar“. Vegna þess, að það er ætíð rétt að leiðrétta ó- sannindi, vil ég taka það fram, að Straumur, og fleiri jarðir 1 Hraunum, era mín eign en ekki ríkisins. Aldrei hefir komizt til orða að stjómin keypti Straum eða annað af mínum eignum. öðru, sem grein „Heimdalls“ ræðir um, og snertir ráðherrana og mig, finnst mér ekki ástæða til að svara. Bjarni Bjamason. Tvær nýjar Skagfleld plötnr, sem allir ættu að eign- ast fyrir jólfin og nýjárfið. Heims um ból. Faðir andanna. / Hvað boðar nýjárs blessuð sól. Nú árið er liðið í aldanna skaut. / Falleg fiðluplata: Heiras um ból. Faðir andanna. Verð kr. 4.50 platan. — Sent burðar- gjaldsfrítt, ef borgun fylgir pöntun. Hljóðfærahúsið Símnefni: Hljóðfærahús hún er sú að lána peninga trygg- ingarlaust til manna, sem áttu nokkrum hundruðum þúsunda minna en fyrir skuldum og ber- sýnilegt var að aldrei gátu greitt neitt. en aftur á móti að innheimta með harðri hendi hjá þeim fyrritækjum, sem bezt og tryggilegast gátu ávaxtað pen- inga, t. d. Kaupfélag Eyfirðinga og h. f. Alliance í Reykjavík. — En með því að leggja niður þessa aðferð, sem íhaldið hafði fundið upp í íslandsbanka og nota hina gömlu og venjulegu útlánsaðferð lánsstofnana, að lána féð heil- biigðum fyrirtækjum og gegn tryggingum — standa bankamir vitanlega undir vöxtum og afborg- unum af því fé, sem þeir fá, rík- inu að kostnaðarlausu. Á þennan hátt verður að styrkja bankana og efla atvinnulíf alþjóðar. Niðurlútir og þögulir hafa íhaldsþingmenn á Alþingi, þing eftir þing, falið landsstjórninni að taka lán. Með atkvæðagreiðslunni staðfestu þeir það, sem uppvíst varð þegar eftir síðustu kosning- ar, að þeir höfðu siglt bankamál- um landsins svo átakanlega í strand, að hjá lántökunni varð ekki komizt. — Ef þeir hefðu álitið lánið ónauðsynlegt, hefðu þeir vitanlega snúist öndverðir gegn lántökunni. — Hræðslan við að sýna landbúnaðarláninu fjand- skap hefir sjálfsagt ráðið miklu, en líklega mestu þó vonin um að íslandsbanki fengi skerf af lán- inu til þess að halda uppi sínum aðþrengdu flokksmönnum með lánsaðferðum E. Claessen. Ihaldsflokkurinn hefir marg- sinnis sýnt það og sannað, að honum er aukning ríkisskuldanna ekkert atriði, ef peningum aðeins er varið eins og honum líkar. Og hvernig sá flokkur vill láta verja peningunum sýnir enska lánið — braskaralánið — frá 1921. Þá birtu íhaldsblöðin ekki langar greinar um aukning ríkisskuld- anna. Þá var lánið, þegjandi og hljóðalaust, því sem ekki var var- ið til að greiða tekjuhalla, lagt inn í Islandsbanka, til þess að halda á floti mönnum eins og St. Th., Sæmundi Halldórssyni, Helga Hafliðasyni, Gísla Johnsen og öðr- um, sem álíka voru staddir fjár- hagslega. Sjáanlegt var þó, að þetta gat ekki orðið nema stund- arfriður. Lán, sem kostaði um 10% og var lánað með 7J/jj— 8%, hlaut að setja bankann á höf- uðið og braskarana á eftir, sem um lengri tíma höfðu ekki átt fyrir skuldum. Það er því auðsætt, að þegar 1921 hefir íhaldið hfað í þeirri von, að vera við völd, þegar brask- aralánið yrði uppétið og geta þá sjálfir tekið nýtt lán til þess að halda við kviksyndinu og brask- aralýðnum á floti. Nýja sönnun þessa stefnumiðs bar íhaldsflokkurinn fram á Al- þingi í vetur, þegar hann — að einum einasta manni undantekn- um — heimtaði, að ríkið yki skuldir sínar um 35 miljónir á einu kvöldi, aðeins til þess að bjarga Islandsbanka — m. ö. o. til þess að halda áfram sama ör- lætinu og áður við braskarana, með því að láta E. Claessen sitja við völd í bankanum og halda áfram sinni þjóðkunnu út- lánsaðferð; ekki á ábyrgð bank- ans heldur á ábyi’gð alþjóðar átti nú að halda bankanum og brösk- urunum uppi, og því var 35 mil- jóna skuldaaukningin svona brenn- anda áhugamál íhaldsins allá. Hinsvegai’ virðist íhaldið vera mjög andvígt 12 miljóna króna láni eða ábyrgð ríkissjóðs, ef verja á peningunum — ekki handa bröskurum — heldur handa landbúnaðinum íslenzka og í önn- ur lífvænleg og arðberandi fyrir- tæki, aðþjóð til heilla. Síðan Islandsbanki fór á höf- uðið, hefir komið í ljós nokkuð af þeirri spilhngu, sem íhaldið lét E. Claessen halda uppi með ls- landsbanka — en mikið mun þó enn myrkrunum hulið. Sést af því æði greinilega, til hvers brask- aralánið var notað, til hvers átti að nota 35 miljóna ríkisábyrgð, og hvemig hinu nýja land- búnaðarláni mundi hafa verið varið, ef íhaldið hefði verið við völd. Stefán Th. Jónsson, „máttar- stólpi Seyðisfjarðar“, eins og íhaldið kallaði hann, skuldaði rúml. 1U2 milj. fram yfir eignir, Sæmundui’ Halldórsson, einhver „ríkasti“ maður Vesturlands skuldaði 7—800 þúsund fram yfir eignir. Helgi Hafhðason kaupmað- ur á Siglufirði fór á höfuðið, og skuldaði um 400 þúsund fram yf- ii eignir. Þessi maður bjó á hótel- um hér syðra á vetrum og hélt íhaldsmönnum stórveizlur. Nú er Gísli Johnson konsúll, sem nýlega gaf Vestmannaeyjum spítala, kominn í höfuðið og skuldar lík- lega um hálfaF miljón umf ram eignir. — AUir þessir menn og margir fleiri mundu hafa haldið áfram að vera „ríkir menn“, ef 85 miljóna ábyrgðin hefði fengizt, Claessen setið kyr í bankanum og íhaldið fengið, að ráðstafa hinu nýja láni. Almenningur hefði hald- ið áfram að trúa því, að þessir menn, sem lifðu eins og konungar á kostnað þjóðarinnar, vissu ekki aura sinna tal! 1 mörg herrans ár hafa þessir menn og margir fleiri skuldað hundruðum þúsunda meira en þeir áttu. Samt sem áður var veltufénu ausið í þessa menn og almenningi taiin trú um, af íJialdsblöðunum, sem þessir menn kostuðu, að þeir væru „ríkir menn“, „bjargvættir þjóðfélags- ins“. Vitanlega hefði þessu verið haldið áfram eins og hingað til, . ef íhaldið hefði fengið að ráða. j 1 Morgunblaðinu síðustu dagana heyrast nú heiftar- og feigðaróp „ríku mannanna“, sem kosta blað- ið. — Vegna þess að svikavefur- inn hefir verið rofinn era sumir þessara manna þegar fátækustu mennimir á Islandi — og aðrir eru á leiðinni að verða það. — Það eru engin undur, þótt þessir menn ráðist og láti ráðast með hrópyrðum að þeim mönnum, sem vegna stöðu sinnar hafa orðið til þess að kveða upp hinn kalda dóm vieruleikans og réttlætisins, dóm- nn, sem gjört hefir enda á æfin- týri „ríku mananna“, sem voru fátækastir allra. Vitanlega er það ekkert ánægju- efni að fullnægja slíkum dómi. En hjá því verður ekki komizt að skera fyrir meinsemdina, sem forsjái’laus fjármálastjóm hefir eftir skihð. Ekki er þess að vænta, að slik aðgjörð geti orðið sársauka- laus. — En með því að gera þessa uppskurði hiklaust, en þó með allri skynsemd, og með því að verja hinu nýja láni til að styrkja bankana og til lífvæn- legra og arðberandi fyrirtækja, er von um að takast megi að skapa heilbrigðara fjármálalíf í landinu. — Til þess að komast hjá þess- um uppskurðum — gjaldþrotum „ríku mannanna" — vildi íhaldið fá 35 miljóna ábyrgðina handa íslandsbanka og mikið af ríkis- láninu. Hér skiljast leiðir; — um nauð- syn lánsins eru allir flokkar sam-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.