Tíminn - 10.12.1930, Blaðsíða 4
294 TIMIWW
_______________ - ■■ y., zr^.^ — ____________________________________________________—
Bjöi-gunarskipið nýja.
skipið var þá um sumarið varð-
skip landsins, hið fyrsta er þjóð-
in hafði undir stjóm íslenzkra
manna. Létti sú leiga, nálega 40
þús., mjög undir með útgerðar-
kostnaðinum með Vestmannaey-
ingum. En hitt var þó meira um
vert, að hefja sjálfstæða land-
helgisgæzlu.
Kuldi Mbl.-manna til Þórs hélst
þar til Jóhann Jósefsson varð
þingmaður Vestmanneyinga, og
fór þá svo, að jafnvel J. M. taldi
sig og sína menn orðna hlynnta
starfsemi skipsins við Eyjar. En
hræðslan við Dani var of djúp-
tæk til að dvina strax. Þegar Al-
þingi ákvað að kaupa fallbyssu á
Þór, þá treystist íhaldið ekki til
að leggja út í svo vafasamt sjálf-
stæðisfyrirtæki, eins og að hafa
sjálfstæða íslenzka sjólögreglu.
Varð endirixm sá, að íhaldið fékk
lánaða fallbyssu á Þór úr danska
flotanum, og var benni skilað,
eftir að skipið strandaði síðast-
liðinn vetur.
Eins og sést af skýrslunni um
útgerðarkostnað Þórs var hann
afarþung byrði á Vestmanney-
ingum. Fór svo að lokum, að
íhaldið gerði það fyrir flokks-
mann sinn, Jóhann Jósefsson, að
kaupa Þór til strandgæzlu á 80
þús. kr. Um leið var gerður samn-
ingur um að skipið skyldi staxrfa
að björgun og gæzlu við Vest-
manneyjar, á útmánuðunum, en
kaupstaðurinn greiða landinu 20
þús. kr. fyrir, Var þetta mikill
léttir fvrir eyjamenn. En ekki
hefir fjármálastjóm íhaldsmanna
í Eyjum verið glæsilegri en það,
að mjög hefir leiga þessi goldist
illa. Mátti kenni það leiðtogum
íhaldsins í Eyjum, en ekki al-
menningi þar, sem jafnan hafði
mætur á skipinu og viðurkenndi
gagn það, erf það gerði eyja-
búum.
Eftir að Óðinn var keyptur, og
togarar tóku að ugga meir um
sig í landhelginni, fór Þór miður
að duga til landhelgisgæzlu. Þó
hafði á þeim árum einum áður
lítt þektum dugnaðarmanni tek-
izt að sýna hvað gjöra mátti á
því skipi. Einai’ Einarsson nú
skipstjóri á Ægi tók þá á nokkr-
um vikum 8 togara í landhelgi
við suðurströndina, jafnhliða og
hann gætti báta við Eyjamar.
Vakti framganga Einars þá afc-
hygli meðal allra þeirra er áhuga
höfðu fyi’ir gæzlu landhelginnar.
Þingið 1928 samþykkti að
byggja nýtt skip til landhelgis-
gæzlu og var Ægir smíðaður sam-
kvæmt þeim lögum. Vildu þá
margir þingmenn, að Þór væri
seldur, en bæði var hann þá orð-
inn gamall, og ekki útgengilegur
til atvinnureksturs, og auk þess
vantaði þá björgunarskip við suð-
vesturland á vertíðinni. Sennilega
myndi Þór þó hafa verdð seldur,
ef hann hefði ekki strandað
norður á Húnaflóa, skömmu fyr-
ir jól 1929. Alþingi 1930 sam-
þykkti að kaupa skip í stað hans,
og hefir það nú verið gjört og
gefið heiti hins fyrsta björgunar-
skips og gæzluskips, er þjóðin
hafði eignast. Mun nafn Þórs
trauðlega leggjast niður í skipa-
flota Islendinga hér eftir.
X.
----o-----
Héraös- og þingmálafundir, hinir
Arlegu, haía staðið yfir í ísafjarðar-
sýslum báðum nú undanfarið. Á
fundi Vestur-ísfirðinga var með
miklum meirahluta samþykkt traust
til núverandi ríkisstjórnar. Á fundi
Norður-ísfirðinga minntust íhalds-
menn eitthvað á vantraust, en engin
yfirlýsing þess efnis kom til að-
kvœða.
Hugenberg, leiðtogi þjóðernis-
sinna í þýzkalandi hefir sent ríkis-
kanzlara símskeyti og krafizt þess,
að þýzkaland segi sig úr þjóða-
bandalaginu, vegna framkomu
bandalagsins i afvopnunarmálunum.
Einnig krefst Hugenberg þess, að
þýzkaland lýsi sig frjálst að því að
vígbúast, vegna þeirrar hættu, sem
Autrtur-þýzkalandi stafi frá Póllandi.
Frh. af 1. síðu.
ur ekki íiotaður til björgunar að
vetrinum. Mbl. hafði alltaf síðan
í vetur dylgjað um að stjómin
myndi ekki kaupa skip og legið
henni á hálsi fyrir það, og talið
sig bera fyrir brjósti öryggi sjó-
manna. Að sjálfsögðu höfðu
íhaldsmenn ekkert sagt um það
að ársútgerð slíks skips kostaði
samkvæmt reynslunni um Þór að
minnsta kosti 200 þús. kr. Eng-
um íhaldsmanni hafði dottið í
hug, að skipið gæti unnið sér
r.okkuð inn. Frá þeim var ekkei’t
að heyra nema eyðslukröfur arm-
aisvegar, en vanþakklæti og ill-
indi hinsvegar. Þegar stjómin
setti á stofn nætursamband við
allar helztu hættustöðvar ís-
lenzkra skipa á vetraivertíð, í
sambandi við skrifstofu ríkis-
skipanna gat sú framkvæmd
ekki vakið aðrar hugsanir í
brjóstum vesalinganna við Mbl.
en að með þessu ætti að bi'eiða
yfir að ekki yrði keypt þxiðja
skipið.
Rétt er að geta þess, að gamli
Þór var miklu eldra, minna og
dýrara skip, heldur en það sem
nú var keypt. En það vai'ð aldrei
fyrir því happi að togarafélögin
íslenzku sendu út í það þjóna
sína í samskonar erindum og nú
var gert.
Framsóknarmenn hafa sýnt
áhuga sinn og skilning á björg-
unannálunum á annan hátt en
þjónar togarafélaganna. Þeir
studdu Þór meðan J. M. og M. G.
vildu gjöra honum allt til erfið-
leika. Þeir létu Einar skipstjóra
á Ægi kynna sér rækilega björg-
unarfyrii’komulag Norðurlanda-
þjóðanna, Þjóðvei'ja og Engler.d-
inga áður en haim tók að sér
stjóm Ægis. Þeir bjuggu Ægi
og síðan Óðinn öllum þeim
bjöi'gunarfyrirtækjum er koma
mátti við á þeim skipum við ís-
lenzka staðhætti. Þeir létu setja
á Hermóð fullkomnari björgun-
artæki en verið höfðu á Þór í
tíð íhaldsins, því að þar mátti
segja að ekkert væri fram lagt
nema skipið sjálft. Nú í vetur
hefir stjómin komið á fót hinu
fyrsta skipulagi í björgunannál-
um, sem fyr er frá sagt. Undan-
farna daga hafa varðskipin bæði
leitað að hinum tapaða togara
dag og nótt og Pálmi Loftsson
staðið í nánu sambandi um allar
þær aðgerðir við útgerðarstjóra
hins tapaða skips. Og leitinni
var ekki hætt fyr en bæði eig-
endur skipsins og aðrir sáu, að
öll frekari aðgei'ð var með öllu
vonlaus. En þá dylgjaði sama
blaðið, sem flutt hafði hugvekjur
Gísla vélstjóra, um að varðskipin
hefðu of snemma hætt leitinni.
Ef til vill er þó skýringin auð-
fundin. Varðskipin vom bæði í
einu í leit sunnan við land. En
togaraflotanum var fljótlega sím-
að að nú væri tækifæri. tJr kjör-
dæmum Ólafs Thors, Jóns Auð-
uns og víðar að rigndi niður
kvörtunum um að togarar sóp-
uðu landhelgina. Drengskapur-
inn var ekki einungis fólginn í
því að fá menn til að skrifa stað-
lausan rógburð um hið nýja skip.
Meðan varðskipin voru að leita
að einu af veiðiskipum þjóðar-
innar, vox'u veiðiþjófamir um
leið komnir í landhelgina og
höfðu breitt yfir nafn og numer,
Vel höfðu þeir Ólafur Thors og
Jón Auðunn unnið fyrir kjós-
kjósendur sína, er þeir beittu sér
fyrir, að togaraeigendur mættu
óhindi’að senda dulmálsskeyti til
skipa sinna um hvenær hættu-
laust væri að koma í landhelgina.
Aldrei hefir fi’amkoma þeirra er
varið hafa veiðiþjófana í land-
helginni komið betur fram í birt-
una heldur en nú, þegar togar-
ai'nir hraða sér í landhelgina
meðan Óðinn og Ægir eru. að
leita að Apríl. Ef togumnum
hefði ekki verið gjört aðvart með
loftskeytum, myndu þeir alls
ekki hafa vitað að landhelgin
væri í bili varnarlítil.
Jafnframt því að landsstjóm-
in undirbjó kaup á björgunar-
skipi, hafði hún athugað mögu-
leika til, að það mætti vei'ða að
sem beztum notum fyrir þjóðina
í heild sinni.
Eftir ástæðum má búast við að
Þór vei'ði fi’amvegis aðallega í
Faxaflóa og Breiðafirði frá því
á haustin og fram um nýár. Er
þá nokkur hagsýni þar sem skip-
ið er á hinum beztu veiðistöðv-
um, að það ekki einungis gæti
landhelgi og veiti bátum aðstoð,
heldur sinni líka veiðum, eftir
því sem tími vinnst til. Eftir
nýár og fram á vor myndi
stai’fssvið skipsins verða fyrir
sunnan land, og hefir það þá
allgóða aðstöðu til að sinna veið-
um í hjáverkum sínum. Fyrir-
fram er ómögulegt að gjöra
nokkra áætlun um slíka hjá-
verkastarfsemi. En fullyrða má,
að árangurinn yrði einhver, og
hafa menn verið valdir á skipið
að nokkru með tilliti til þess, að
þar væri líka unnið að veiðum,
en ekki legið aðgjörðalaust tím-
unum saman.
Þó að Reykjavík lifi af út-
gjörð, vill svo undarlega til, að
fiskur í Reykjavík er oft seldur
möi’gum sinnum hæiTa verði
en framleiðendur fá fyrir
hann á erlendum markaði.
Þetta er eitt af því sem veldur
hirrni óeðlilegu og háskalegu
dýrtíð í bænum. Það hefir komið
til athugunar að væntanlegui'
hjáverkaafli af Þór yrði seldur
í bænum og til bænda sem til
næðu, í Borgarfirði og á Suður-
landi, og þá við verði, sem vafa-
laust yrði til muna lægra en
menn hafa vanizt á hinum ó-
eðlilega markaði í bænum. I-
haldsmenn munu vafalaust
íjandskapast gegn þessari til-
raun og auðvitað verður ekki
reynt að neyða þá til að kaupa
ódýi'ara fisk en þeir sjálfir
vilja. — Því miður virðast
afkomuhorfuraar hér í bænum
og nági’enninu nú vera þannig,
að afai’lítið af fiski muni ganga
út, ef verð er ósanngjamt, þó
að bi'oddar Mbl. sæti sama mai’k-
aði og veiið hefir.
Á sumrin er ekki bein þörf
fyrir þriðja skipið við gæzlu
landhelginnar. Er þá í ráði að
hrella fjandmenn landbúnaðarins
með því að láta skipið fremur
gjöi-a gagn en vera ónotað. Mun
það þá næsta sumar vera látið
ganga til síldveiða, og sú síld
lögð inn í verksmiðjuna á Siglu-
firði, og þar xrnnið úr henni fóð-
urmjöl fyrir bændur landsins.
Verð þeirrar framleiðslu á jafn-
an að geta verið eitthvað til
rnuna undir verði annara fram-
leiðenda, því að landið þarf ekki
að reikna sér sama kostnað við
skipið og nokkurn hluta skips-
■ hafnar, þann sem hvort sem er
myndi ráðinn árlangt, eins og
útgjörðarmenn. Á hinn bóginn
| myndi þessi fi'amleiðsla, þótt
I ódýrari yrði, á engan hátt skaða
íslenzka útvegsmenn. Að því
leyti sem þeir framleiða síldar-
mjöl, eiga þeir allt sitt undir
heimsmarkaðinum, en ekki því,'
hvort hægt er að pína út úr
bændum hæri’a verð en þeir
standa sig við að boi’ga fyrir
þennan nauðsynlega fóðurbæti.
Ég geng þess ekki dulinn, að
margir Mbl.-menn vilji heldur
láta Þór vera iðjulausan og uppi
í fjöru á sumrin, heldur en
sinna veiðum, eins og hér er um
talað, jafnhliða og hann innir af
hendi björgunarstarf á vertíð-
inni. Og þar sem Mbl.-menn
gjöra sér fastlega vonir um að
komast í meirihluta aðstöðu upp
úr kosning’unum, verður þeim í
lófa lagið að hætta þessari gagn-
legu starfsemi. En þangað til
verða þeir að láta sér nægja með
hrakspárnar eins og um það, að
ísland hefði ekkert lánstraust,
eða að Þór sé lélegt sjóskip,
eftir það sem reynslan hefir
sýnt. Fyrir Mbl. er það léttara,
að Valtýr þarf ekki í þessu efni
að fá lánaða menn hjá Ólafi
Thors. Hann á enn að kunna
nægilega mikið í búfræði til að
geta fyllt blað sitt með ósann-
indum og rógi í nokkra mánuði
um þá menn, sem dettur í hug
sú ósvinna að láta björgunarskip
landsins hjálpa þeim af borgur-
um landsins, sem til ná um
eitthvað af ódýrari fiski til
neyzlu en þeir annars geta feng-
ið, og bændum landsins um
nokkuð af ódýrari fóðurbæti.
Valtýr St. hefir síðan hann hrakti
sig sjálfan úr Fx-amsóknarflokkn-
um, sökurn meðfæddra bi'esta í
skapgei’ð sinni, orðið að sækja á
að skaða hveit einasta þjóðnýti-
legt menningarmál, er verið hefir
á dagskrá þjóðarinnar, svo aðhér
ætti ætti hann að finna hugþekkt
verkefni. En Framsóknarmenn
munum góðlátlega unna Mbl. og
samhei'jum þess sömu ánægju af
Þór og störfum hans eins og þeir
hafa hlotið af svo mörgum málum
áður. Mbl. hefir varið þjófnað-
inn í Brunabótafélaginu, Hnífs-
dalssvikin, vaxtatökuna og Einar
Jónasson, meðan það þorði. Það
hefir ásakað stjórnina fyrir efl-
ingu Akureyrarskólans, fyrir
héraðsskólana, einkum Reyk-
holt og Laugarvatn. Það hefir
ofsótt þann skipstjóra, sem feng-
sælastur hefir verið á veiðiþjófa
í landhelgi, bæði innlenda og út-
lenda, síðastliðið ár. Mbl. og
samherjar þess. velja sér ætíð
hina vonlausu aðstöðu í hvei’ju
máli. Að því er snertir hið nýja
björgunarskip, hefir byrjunin
vei’ið eins og bezt mátti kjósa
fyrir andstæðinga þess. Og þeir
sem þekkja innræti og hæfileika
Mbl.-manna eins og sá sem þetta
ritar, eru ekki í efa um að allar
tilraunir til að láta hið nýja skip
gjöra þjóðinni sem mest gagn,
muni leiða til þess að fjóluakur
íhaldsins blómgist með óvenju-
legum Ijóma og fjölbreytni.
J.J.
----o----
Nám ísl. stúdenta.
veturinn 1930—31.
í vetur verða samtals 246 ísl. stúd-
entar við nám heima og erlendis. Er
það talsvert hærri tala en undan-
farin ár, 1928—29 voru þeir 217, í
fyrra 208. Stúdentamir, sem útskrif-
ðuust í vor voru og fleiri en nokkru
sinni áðru, 51 frá Menntaskólanum
í Reykjavík, 16 frá Akureyri. Hafa
þeir allflestir byrjað nám annaðhvort
hér við Háskólann eða erlendis.
Innritaðir voru til náms við Háskól-
ann 155 stúdentar, þar af 3 útlend-
ingar, 2 þjóðverjar og einn Færey-
ingur. Innritaðir við erlenda skóla
eru samtals 90 ísl. stúdentar á þessu
ári. Fullnægjandi skýrslur um nám
ísl. stúdenta erlendis eru ekki aðrar
til, en þær, sem Upplýsingaskrifstofa
Stúdentaráðsins hefir látið gera hin
síðari árin, en sennilegt er, að aldrei
hafi jafnmargir ísl. stúdentar verið
við nám erlendis eins og í ár. Skipt-
ast þeir svo eftir iöndum: i þýzka-
landi 47, i Danmörku 24, í Frakklandi
5, í Englandi 3 í Noregi, Tjekkósló-
vekíu, Canada og Bandaríkjunum 2 í
hverju landi, i Sviþjóð, Austurríki og
á Spáni einn í hverju landi. Eru nú
nálega helmingi fleiri ísl. stúdentar
við nám í þýzkalandi en í Dan-
mörku og er það mikil breyting frá
því, sem áður var, og vafalaust til
batnaðar. 1928—29 voru 28 ísl. stúd-
entar við nám i Danmörku, 19 í
þýzkalandi, í fyrra 23 í Danmörku,
en 28 í þýzkalandi.
Námsgreinar ísl. stúdenta í ár eru
þessar: Læknisfræði lesa 72 hér við
Háskólann, 7 erlendis, lögfræði 44,
guðfræði 15, ísl. fræði, forspjalla-
vísindi og heimspeki 21 við Háskól-
ann, einn ytra, ný mál 10, bygginga-
verkfræði 9, hagfræöi 6, vélaverkfræði
6, rafmagnsverkfræði 5, tannlækn-
ingar 5, lyfjafræði 5, húsabyggingar
4, stærðfræði 3, saga 3, gömul mál,
efnafr.-verkfræði, jarðfræði, fisla-
fræði, dýralækningar, verzlunaríræði
(kaupmannspróf), og hljómlist stunda
2 í hverri námsgrein, eðlisfræði,
stjörnufrœði, efnafræði, verzlunar-
fræði (kennarapróf), dýrafræði, grasa-
fræði, landafræði, skógrækt, gerla
fræði, ölgerð, blaðamennnska (Zeit-
ungswissenschaft), veðurfræði, mann-
fræði, uppeldisfræði og bókmenntir,
einn i hverri námsgrein.
Af stúdentunum frá því í vor fóru
16 utan til náms, þar af 13 til þýzka-
lands, einn til Danmerkur, Tjekkósió-
vakíu og Canada. 6 eldri stúdentai.
sem byrjað höfðu á námi hér, halda
námi áfram eða byrja nýtt nám er-
lendis á þessu hausti. Fóru 5 þeirra
til þýzkalands, einn til Danmerkm-.
Námsgreinar, sem islenzkir stúd-
entar hafa eigi lagt stund á áður eru
íimm að þessu sinni: Verzlunarfræði
(kennarapróf), landafræði, ölgerð
(vísindaleg og praktiskt), steinsteypu-
byggingarfræði og blaðamennská
(Zeitungswissenschaft), allar við
þýzka háskóla.
Upplýsingaskrifstofa Stúdentaráðs-
ins hefir staðið í sambandi við alla
þá stúdenta, sem utan hafa farið,
nema eina tvo, veitt þeim upplýsing-
ar um nám og námsskilyrði, sótt um
skólavist fyrir þá og þýtt skjöl þeirra.
Fer starf skrifstofunnar vaxanda með
hverju ári, enda hagnýta sér margir,
aðrir en stúdentar, upplýsingagögn
þau, sem skrifstofan hefir yfir að
ráða. Skrifstofan vinnur öll störf end-
urgjaldslaust, en þareð styrkur sá,
sem veittur er til skrifstofunnar á
fjárlögum, lirekkur ekki fyrir nauð-
synlegustu útgjöldum, hefir Stúdenta-
ráðið snúið sér til ýmsra starfs-
mannafélaga með beiðni um styrk til
skrifstofunnar. Enn sem komið er
hefir sú beiðni lítinn árangur borið,
og ættu því þeir, sem upplýsinga
óska að senda burðargjald svarbréfa
með fyrirspurnum sínum; mundi það
hafa talsverða þýðingu fyrir skrifstof-
una, þó ekki sé nú að ræða um há-
ar upphæðir.
Lárus Sigurbjömsson
forstöðum. Upplýsingaskrifstofu
Stúdentaráðsins.
-----o—----
Stúdentafélagið á Akureyri minnt-
ist fullveldisdagsins með samkomu í
ráðhúsi bæjarins. Ræðumenn: Bryn-
leifur Tobíasson, um fullveldið, Steia-
dór Steindórsson kennari, um ís-
lenzka náttúru og Eggert Ólafsson,
Davið Stefánsson, um áhrif íslenzkra
skálda á frelsisbaráttu þjóðarinnar.
Lúðrasveit lét lög á undan og eftir.
Henderson hefir nýlega gjört
að umtalsefni ásakanir þær og dylgj-
ur, í garð Breta, sem fram hafa
komið við réttarhöldin í máli rúss-
nesku verkfræðinganna, sem kærðir
eru fyrir landráð. Kvað Henderson
brezku stjórnina hafa lagt fyrir
sendiherra sinn í Moskva, að mót-
mæla þeim ummælum, bæði sækj-
anda málsins og hinna ákærðu, er
hnigu í þá átt, að Bretastjóm kunni
að hafa átt þátt í samtökum gegn
Rússlandi; öll ummælin í þessa átt
séu, að þvi er Bretland snertir, á
engum rökum byggð; hafi sendi-
herranum verið falið að mótmæla
framangreindum ummælum og fram-
burði, þar sem svo virðist, að ráð-
stjórnin telji ummælin og framburð
hinna ákærðu að einhverju leyti
sannleikanum samkvæman.
Ný stjóm er mynduð í Austurriki.
Schober er utanríkisráðherra í þess-
ari nýju stjóm.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson,
Ásvallagötu 27. Sími 1245.
Premtsmiðjan Acta.