Tíminn - 20.12.1930, Page 2

Tíminn - 20.12.1930, Page 2
260 T'l TlMINN Þessi fjárhagsáætlun vekur menn til alvarlegrar umhugsun- ar um það sem er að gjörast hér í bænum. Útkoman á fjárhags- áætlun bæjarins er því miður eins og eðlilegt er, spegilmynd af rekstursreikningi margra framleiðendanna hér 1 bænum um þessar mundír. Það er því auðseett, að bærinn er orðinn of dýr, rekstur hans er orðinn bæjarbúum ofurefli sakii- dýrtíðar og þessi dýrtíð er að sliga atvinnuvegina — framleiðsluna í bænum —, því framleiðsla í dýrum bæjum get- ur ekki borið sig, ef hún þarf að keppa á erlendum markaði við framleiðendur sem standa batur að vígi. Orsakir dýrtíðarinnar liggja með- al annars í því, að verkamanna- foringjarnir hafa lagt mikla og næstum einhliða áherzlu á hækk- un kaupgjalds, það er sá liður sem verkamennirnir geta að talsverðu leyti ráðið verðlagi á. En aðalatriðið fyrir verkamenn er vitanlega ekki hátt kaupgjald, heldur hve mikið af lífsþægind- um og nauðsynjum þeir geta fengið fyrir kaupið sitt. Og reynslan hér í Reykjavlk hefir orðið sú, að þótt kaupið hafi hækkað, hafa þó lífsnauðsynjar hækkað örar, t. d. húsaleigan. Afleiðingin hefir orðið sú, að lífsskilyrði verkamanna hér í Reykjavík eru nú fremur slæm og öllu lélegri heldur en fyrir nokkrum árum. Kaupgjaldið hefir hækkað en milliliðimir velt því af sjer jafnóðum, þegar kaupið hækkaði. 1 vor hækkaði bærinn efnið í húsin og eimskipafélögin uppskipunargjöldin, svo hækk- uðu húseigendur húsaleiguna og kaupmennimir náðu kauphækk- uninni með verzlunarhagnaði. Einhliða kaupgjaldsstreita verkamanna er því miður — eins og jafnaðarmenn margir viður- kenna að miklu leyti — samskon- ar verk og að velta steini upp fjallshlíð. Eftir svipstundu er steinninn oltinn niður á jafnsléttu aftur og verkið er gagnslaust. Kjör verkamanna hér í Reyk- javík eru nú þannig, að hjón, sem hafa 4 böm á framfæri, kom- ast ekki af án fátækrastyrks, þótt fjölskyldufaðirinn hafi stöð- uga vinnu. — Sveitastyrk hér í Reykjavík er úthlutað þannig, að •p? fjölskyldumar fá krónu á dag á hvern heimilismann til fæðis, ljóss og hita. — Húsaleigan er greidd þar að auki og vanalega eru aukagreiðslur fyrir fötum. Sumt af þessu fólki vinnur sér eitthvað inn til viðbótar. Fjölskyldufaðii', sem hefir stöð- uga vinnu, hefir um kr. 330.00 á mánuði. Ef hjónin ihafa 4 böm á framfæri, þurfa þau að greiða fyrir 2 herbergi og eldhús, 100 lcr. fyrir fæði um 180 kr. og fyrir ljós og hita um 30 kr. — Eftir verða þá 20 krónur fyrir öllum fatnaði, vinnuaðstoð handa kon- unni og öðrum nauðsynjum fjölskyldunnar. — Þetta fólk berst í bökkum, og ef nokkur veikindi koma fyrir eða vinnu- dagar falla úr — þá er allt á sveitinni. Kaupgjaldið er því ekki of hátt ef miðað er við verðlag á lífs- nauðsynjum hér í bænum — og við það verður kaupgjaldið að miðast. Þegar athugað er verðlag á lífsnauðsynjum hér í bænum, er útkoman hin óglæsiiegasta. Verð á matvöru er á yfirborðinu litlu hærra en t. d. í kaupfélagi Ey- firðinga, — en þegar þess er gætt, að menn fá 5% afslátt í kaupfélaginu gegn staðgreiðslu og félagsmenn 8—12% í uppbót við áramót verður verðmunur þá um 10—15%, auk þess, sem safnað er í sjóði. Smálest af kol- um kostar á Akureyri 38 krónur — en hér 44 krónur, og nemur sá verðmunur um 25%. — Tvö her- bergi og eldhús kosta á Akur- eyri 40—70 krónur, en 3 herbergi og eldhús 55—85 kr. En hér í Reykjavík munu svipaðar íbúðir kosta 75—125 og 135—170 krón- ur. íbúðir hér eru því þriðjungi til helmingi dýrari hér en á Ak- ureyri. En ofan á allt þetta er þó leigan af verzlunarhúsum hér í bænum víða nokkur hundruð prósent hærri en af verzlunar- húsum á Akureyri eða annars- staðar á landinu. — Vafalaust er eitthvað til í því sem einn bæjar- fulltrúi íhaldsflokksins sagði ný- lega í bæjarstjóminni, að Reykjavík er einhver dýrasti bær í heimi, íhaldið hér í bænum hefir lát- ið tiltölulega greiðlega undan hækkuðum kaupgjaldskröfum verkamanna — í þeirri von og vissu að geta velt þeim af sér að mestu leyti — og á þennan hátt hefir því tekizt að vemda í bróð- erni hagsmuni mikils hluta fylg- ismanna sinna — káupmenn, hús- og lóðareigendur, mjólkurfram- leiðendur í nágrenni Reykjavíkur o. s. frv. Ef minnst hefir verið á það, að lækka lífsnauðsynjar, húsaleiguna o. s. frv., hefir íhald- ið barizt gegn þeim tilraunum með oddi og egg. Húseigendur (þ. e. leigusalar) eigendur lóða og landa hafa verið verndaðir — á kostnað framleiðendanna. En slíkt framferði hefnir sín og verður ekki gróðavænlegt til lengdar. Það hefnir sín á þeim framleiðendum, sem stunda fram- leiðslu í þessu dýra bæjarfélagi, þar næst í bæjarfélagmu, sem nú veit ekki hvar það á að taka út- gjöldin og hefir ekki önnur úr- ræði en lántöku. En seint og síð- ar meir hljóta afleiðingar krepp- unnar líka að skella með til- finnanlegum þunga á eigend- ur lóða og lenda, leigusala og milliliðastéttina í bæjarfélaginu, sem allir eiga líf sitt að lokum undir framleiðslunni og þessvegna að síðustu standa og falla meö henni. Og þetta óheilbrigða ástand í Reykjavík hefir sýkt út frá sér. Tilkostnaðurinn við land- búnaðinn er orðinn of mikill. L/andbúnaðarafurðir hafa lækkað um 30%, og búskapurinn rís ekki undir þessum tilkostnaði frekar en framieiðslan við sjávarsíðuna. Ef tekið verður lán til að stand- ast reksturskostnað Reykjavíkur- bæjar og nauðsynlegustu fram- kviæmdir, þýðir það að halda dýr- tíðinni áfram. Kaupgjaldið helzt að mestu óbreytt, ekki sízt, ef framkvæmdir ríkisins verða og talsverðar. Leigusalarnir geta því haldið húsaleigunni í sama horf- inu og milliliðastéttin kemst sæmilega af. Framleiðendur, sem eru illa stæðir, verða gjaldþrota, en hinir sterkari bjarga sér með stöðvun atvinnureksturs þann hluta ársins, sem framleiðslan borgar sig verst. Fyrir bæjarfélagið er lántakan frestun erfiðleika, sem fram koma, þó seinna verði. Ekki eru neinar sennilegar líkur til þess, að framleiðsluvörur hækki næsta ár, og hvar á þá að taka pen- inga til útgjalda Reykjavíkur- bæjar. Við getum ekki haldið voru banatilræði við lýðfrjálst þjóðskipulag. Um endilangt ls- land vöktu þau viðbjóð og sár- ustu gremju. Svo megn var and- úðin á þessu einstæða athæfi, að meiri hluti alþingismanna var í vafa um hvort veita skyldi full- trúa Norður-ísfirðinga — mann- inum, sem fölsuðu atkvæðanna átti að njóta — viðtöku á lög- gjafarþingi þjóðarinnar, þrátt fyrir ótvíræða meirihlutakosn- ingu. Hálfdán Hálfdánarson og Egg- ert Halldórsson eru dæmdir til hegningar fyrir fölsun fjögurra atkvæðaseðla. Þeir voru kærð- fyrir að hafa falsað ellefu. Hann- es Halldórsson var grunaður um fölsun tveggja atkvæða, en er sýknaður í hæstarétti af því að ekki þykja nægar sannanir fyrir sekt hans. Þar að auki hefir sá orðrómur verið almennur vestra og eigi farið lágt, að atkvæðafals- anir af hálfu Ihaldsmanna hafi átt sér stað í stærri stíl bæði við síðustu kosningar og áður. Eink- um þótti grunsamleg kosningin a ísafirði 1923, er frambjóðandi jafnaðannanna féll en frambjóð- andi íhaldsflokksins var kosinn með eins atkvæðis meirahluta. Á þessu eina atkvæði hékk íhalds- stjómin við völd allt síðasta kjör- tímabil. Sé um tvennt að ræða, er dóm- ur hæstaréttar í Hnífsdalsmálinu vafalaust fremur of vægur en of þungur. Almenningur í landinu ber vafalaust um nokkum tíma ugg í brjósti um það, að ekki hafl tekist að draga til ábyrgðar alla þá, er við þeta voðalega atferli voru riðnir. En það verður sjálf- sagt ekki gjört héðan af. Hins mætti mega vænta, að þau föstu tök, sem núverandi dómsmálastjóm landsins þegar í upphafi tók é máli þessu, megi verða til þess, að hindra að svo svívirðilegir atburðir gjörist í ís- lenzkri stjórnmálasögu næstu ára- tugi. Jafn sjálfsagt er, að ætla Norður-ísfirðingum þann mann- dóm, að þeir eigi hin næstu kjör- tímabilin velji á þing fulltrúa frá þeim stjómmálaflokki, sem í þeirra eigin héraði hefir atað hendur sínar á slíkum skemmdar- arverkum. Sýslumanninum í Strandasýslu, hr. Halldóri Júlíussyni, sem haft [ hefir með höndum rannsókn þessa óvenj ulega erfiða og vandasama máls, á þjóðin öll þakkir upp að unna. Sjálfsagt er það eins dæmi, að dómari hafi hlotið annan eins aðsúg í starfi sínu og H. J. átti við að búa frá pólitiskum venzla- mönnum kosningafalsaranna og blöðum þeirra. Því meir ber að virða samvizkusemi hans og skör- ungsskap við framkvæmd rann- sóknarinnar. Og vel ei' það, að hæstiréttur hefir nú orðið til þess að loka munni þeii'ra pólitisku angurgapa, sem sakað hafa dómsmálastjóm- ina um „ofsókn“ í sambandi við þetta mál og önnur hliðstæð, sem komið hafa við kaunin í liði fyr- verandi valdhafa. --o-- Dýrtí ðin í Reykjavík [Eftiriarandi grein er að mestu leyti samhíjóða ræðu, sem höf. henn- ar flutti á fundi í bæjarstjórn Reykja- víkur fimmtudaginn 18. þ. m. — Var ræðan einkum flutt í tilefni af því, að fyrir bæjarstjóm liggur nú tillaga um y2 miljón króna lántöku, til að standast áœtlaðan tekjuhalla á rekstri bæjarins næsta ár]. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur lá fyrir bæjarstjóminni til 2. um- ræðu s. 1. fimmtudag, Þótt bæj- arfélagið gjöri nú ekki neitt nema að sjá fyrir nauðsynlegum rekstri og framkvæmdimar séu svo litlar, að jafnvel íhaldsmenn viðurkenna að nálgist kyrstöðu er tekjuhailinn á fjárhagsáætlun- inni um 2 miljónir. — Útgjöldin við rekstur bæjarins eru orðin svo gífurleg, að* íhaldsmenn í bæjarstjórninni fá ekki séð hvar á að taka tekjumar handa brcn- um, atvinnuvegimir í bænum geti ekki borið svo há útsvör sem bærinn þarf til að standast útgjöldin og því verði ekki hjá þvi komist, að velja milli tvenns: að skera gjörsamlega niður allar íramkvæmdir eða að taka Vz miljón króna lán ,til að standast útgjöldin. sjaldgæft, en þykir mikils virði við ýmiskonar lækningar. Áin í dalnum heitir Varmá, og stafar nafnið frá hinum mörgu heitu lindum, er í hana renna. Má þar á nokkrum stöðum koma við virkjun, þótt í smáum stíl sé. Hin fyrsta stöð er nú komin, um 30 hestöfl, og er hún fyrst og fremst fyrir mjólkurhúsið, en í öðru lagi fyrir væntanlegt sjúkra- hús og ræktun á Reykjum. Náttúran hefir safnað mörg- um eftirtektarverðum gæðum á þessum stað. Þar er hið bezta ræktarland, skjól móti kuldaátt, útsýni opið yfir fagurt hérað og suður á sjó. 1 ánni er nothæfur máttur, rétt við ræktarlandið. Lítill en fallegur foss er í ánni rétt neðan við bæinn á Reykjum og verður fegurð hans væntan- lega aldrei eyðilögð, því að ann- arsstaðar má fá rafaflið. En dýr- mætust er þó sú auðlegðin, sem býr í hinum mörgu heitu upp- sprettum, hin mikla gnægð gufu og sjóðanda vatns. Aðstaðan til að nota þessi gæði er prýðileg, þar sem Reykir liggja við þjóð- veginn milli höfuðstaðarins og hinnar stærstu sveitabygðar á Is- landi. Þjóðfélagið hefir nú tryggt sér þessi náttúrugæði. Næsta verk- efnið er að nota þau smátt og smátt til sem mestra hagsbóta fyrir alla íslendinga. Skal nú vikið að því, sem þeg- ar er áformað. En áður en vikið er að ráðagerðum um framtíðar- notkun Reykjaeignarinnar, verð~ ur skýrt frá tilraunum í Eng- landi, sem að vissu leyti geta orðið til fyrinnyndar hér á landi, einmitt á stað eins og Reykjum í ölfusi. II. Nokkurra stunda ganga utan við hinn gamla enska háskólabæ Cambridge liggur frægt sjúkra- hæli fyrir berklaveika meim. Það er eiginlega dálítið þorp og heit- ir Papworth. Hefir þorp þetta vaxið upp á nokkrum árum fyrir atbeina lækrds eins, sem komst að þeirri niðurstöðu, að það væri rangt að geyma berklaveika menn iðjulausa í nokkurskonar fanga- búðum, heldur ætti hæli brjóst- veikra að vera í einu sjúkrahús og fjölbreyttar vinnustofur. Hon- um hefir tekizt að gera draum sinn að veruleika. Nú eru í Pap- worth um 750 berklaveikir menn, og stundar þá einn yfirlæknir og þrír aðstoðarmenn. Sjúklingamir eru á öllum stigum. Sumir liggja fárveikir í rúmum sínum. Aðrir eru rólfærir og byrja þá fljótlega að sinna einhverri léttri iðju. Þá eru menn, sem vinna hálft dags- verk eða meira. Sumstaðar býr fjölskyldufaðir með konu og börn i sérstakri íbúð, sem spítalinn á, og vinnur fyrir sér og sínum að mestu eða öllu í viimustofum sjúkraþorpsins. Þegar menn eru albata, eða svo að þeir geti geng- ið út í baráttu hversdagslífsins, hverfa fyrverandi sjúklingar það- an á burt. Læknir sá, er skapað hefir Pap- worth er auðsjáanlega gæddur eiginleikum brautryðjandans. Hann sér miklar sjónir eins og listamaður. Hann gerir þessar hugsjónir að veruleika. Hann er fullur af trú á mennina og löng- un til að hjálpa þeim. En hann þekkir líka veiku hliðar mann- anna og gætir fullkominnar vara- semi í umbótabaráttu sinni. Á liðlega áratug hefir honum tek- izt að skapa eina hina merkileg- ustu læknisstofnun í víðri veröld. Amerískur heimspekingur hefir sagt um forgöngumenn heims- menningarinnar, að þegar Eng- land hafi lagt fram það, sem það eigi bezt, þá sé venjulega skammt að hámarki þess, sem heimurinn allur geti mest af höndum innt. Papworth er eins og áður er sagt, ekki ein samfelld stórbygg- ing, heldur samsafn smáhúsa. Nálega öll ein hæð og kjallara- laus. Mjög oft eru um 50 sjúk- iingar í einu húsi, og hafa eld- hús, borðstofu og setustofu fyr- irf sig, en vinnustofur í sérstök- um byggingum. Stundum voru í nánd við þessi sjúkraskýli örlítil skýli, með rúmi fyrir einn mann, er svaf þar svo að segja undlr beru lofti, en hafði á daginn að- setur í einhverju af áðumefnd- um sjúkraheimilum. Húsin eru yfir höfuð mjög einföld og ódýr. Sjúklingarnir vinna mikið að tré- smíði og reisa flest húsin sjálfir. Vex þorpið þannig með vinnu sinna eigin starfsgesta. Vinnustofumar í Papworth eru Reykír i Ölfusí I. Alþingi 1929 heimilaði lands- stjóminni að kaupa fimm jarðir í Ölfusi fyrir alt að 100 þús. krón- ur. Mál þetta mætti töluverðri mótspymu frá íhaldsmönnum í þinginu, og fyrst á eftir af- fluttu blöð flokksins mjög þessa framkvæmd. Kaupin voru framkvæmd engu að síður, og nú mun svo komið, að fáir mæli á þá leið, að hér hafi verið misstigið spor. Og margt hefir ólíklegra skeð, en að í fram- tíðinni verði litið svo á, að kaup þessi hafi verið óvenjulegt happ fyrir landið. Jarðir þær, sem hér er um að ræða eiga allar land saman og voru eigi fáanlegar til kaups nema allar í einu. Tvær af þeim liggjaneðan við þjóðvegixm í þétt- býlinu mikla í ölfusinu. Er eng- inn jarðhiti í heimalandi þeirra tveggja jarða, en þær eru báðar stórar og bera mikinn bústofn. Norðan við þjóðveginn liggur dá- lítið fell fram í sveitina. Neðan undir því kemur dálítil á norð- austan úr fjöllunum. Milli árinn- ar og fellsins er alllöng land- ræma, í skjóli móti norðan- og austanátt. Er þar hið prýðileg- asta ræktarland, svo að nægilegt töðufall mætti vera af því handa 150—200 kúm. Undir fell- inu eru þrjá jarðir. Tvær hinar stærri heita Reykir og Reykja- kot. Er hin síðamefnda innst í dalnum. Minnsta jörðin heitir Reykjahjáleiga og er 'tún hennar áfast túninu á Reykjum. Beint á móti Reykjum vestan- vert við ána eru mikil hveralönd. Þar hafa ölfesingar reiat hið nýja rjómabú sitt, bamaskóla, og samkomuhús fyrir sveitina. Einstakir menn hafa og byggt þar nokkur hús. Einum km. ofar með ánni vestarmegin er hiim frægi gufugoshver Grýla. Þorkell Þorkelsson efna- og veðurfr. hefir gert fyrir lands- stjómina bráðabirgðarannsókn á hverunum í landi hinna þriggja jarða undir austurhlíðinni. Tald- ist honum til að þar væm um 100 hitaop stæri'i og smærri og er talið að hitamagn heita vatns- ins, sem þar kemur úr jörðu á einum sólarhring samsvari að minnsta kosti 2000 kr. virði í kolum. Er þá ótalinn allur mátt- ur gufunnar og er hann ekká lít- ill. Það þykjast menn vita að mjög mikið megi auka hitamagn- ið með því að bora eftir gufu og sjóðanda vatni á hverasvæðinu. Vafalaust mun langur tími líða þar til þessi miklu náttúrugæði eru fullnotuð, enda er af miklu að taka. Má og fullyrða að ekki séu enn öll kurl komin til grafar. Má í því efni benda á, að hr. Þ. Þ. fann merki um radium í tveim hitaopum skammt frá Reykjabænum. En það efni er, svo sem kunnugt er, geysidýrt og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.