Tíminn - 20.12.1930, Qupperneq 4
TlMfHN
Feröamenn,
sem koma til Reykjavflnir, geta
fengið ódýrasta giatmgu 6 Hverf-
isgðtn 82.
í Dalasýslu er laus til ábúðar frá fardög-
um 1931. I>eir sem óska eftir ábúð sendi
umsókn til dómsmálaráðuneytisins fyrir
14. febr. næstkomandi.
Sjálfs er hbndin
hollust
Kaupið ixmlenda framleiðalu,
þegar hún er jafngóð arlendri og
ekki dýrari.
Alþingistíðíndí ár 1920 og ’21
eitt eintak ógallað
óskast til kaups strax.
Bókaverzl. Síg. Krístjánssonar
Bankastræti 3
Höfum fyrirliggjandi ilmvötn oé hárvötn
frá nokkrum kunnustu firmum.
Seljum aðeins
verzlunum, rökurum og hárgreiðslustofum.
framleiöir:
Kristalsápu, grænsápu, stanga-
sápu, handsápu, raksápu, þvotta-
efni (Hreins hvítt), kerti alls-
konar, skósvertu, skógulu, leður-
feiti, gólfábm-ð, vagnáburð, fægi-
lög og kreólínsbaðlyf.
Kaupið HREINS vörur.
Áfengisverzlun ríkísíns
Þær eru löngu þjóðkunnar og fást
í fLestum verzlunum iandsins.
Iltvegsliinkj Islaids h.l.
Ávaxtið sparifé yðar í Útvegs-
banka Islands h J.
Vextir á innlánsbók 4^/2% p. *•
Vextir gegn 6 mánaða
viðtökuskírteini 6% p.a.
Vextir eru lagðir við höfuðstólinn
tvisvar á ári og þess vegna laun-
verulega hærri en annarsataðar.
H. f. Hreínn
Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1826.
Síðastliðið haust var mér dreg-
inn lambhrútur; mark hans er:
stýft hægra og standfj. framan,
sýlt vinstra og standfj. framan.
Lamb þetta á ég ekki og óska
að réttur eigandi gefi sig fram
hið fyrsta.
Selfossi 10. des. 1930.
Sigurgeir Arnbjarnarson.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson,
Ásvallagötu 27. Sími 1245.
Prentflnaiðjan Acta.
Mynda- og rammaverzlunin
Freyjugötu 11. - Siguröur Þorsteinsson. - Sími 2106
hefir sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum, íslenzk mál-
verk, afar ódýr, ljósmyndir af Hannesi Hafstein og Har. Níels-
syni. — Sporöskjurammar af flestum stærðum. Verðið sanngjarnt.
annað en leggja vatnsleiðslur
hússins í þessar lindir, þá
streymir heita og kalda vatnið
sjálfkrafa inn í bygginguna.
Væntanlega getur hælið á
Reykjum tekið á móti um 30
sjúklingum nú í vor. I sjálfu
sér munar engu verulegu fyrir
landið, þótt 30 brjóstveikir menn
geti fengið húsaskjól. En hitt
er mikið stórmál, ef dvalarkostn-
aður hvers sjúklings getur orðið
helmingi lægri á dag, heldur en í
kaupstöðunum, þar sem þeir eru
geymdir. Því að þá mun landið
smátt og smátt breyta þannig
til, að gjöra Reyki í ölfusi að
dálitlu þorpi, þar sem meiri
hluti þeirra sjúklinga, sem ekki
verða af sjúkdómsástæðum að
vera á Vífilsstöðum og Krist-
nesi, dvelur og vinnur, unz þeir
hverfa út í lífsbaráttuna. Að
þessu sinni verður ekki langt
farð út í þá hlið málsins, sem
snýr að vinnubrögðunum. Vinna
við jarðrækt, eihkum gróður-
hús, alifugla og svínarækt, og
einkum ýmiskonar smíðar og
iðnaður, munu koma til greina
og reynslan skera úr, hvað á
við til lengdar.
IV.
En auk hressingarhælis á
Reykjum, getur þar komið til
mála margskonar önnur þjóðnýt
starfsemi. Áður er minnst á að
radium hefir fundist í hverunum
hjá Reykjum, og þykja slíkar
uppsprettur dýrmætar. Á Italíu
eru fjölsóttir baðstaðir við suma
hverastaðina og sækja þangað
árlega fjölmargir gestir til að
leyta sér bata við gigt og margs-
konar taugakvillum. Hjá Viborg
í Danmörku er stór spítali, eink-
um fyrir gigtveika, og eru þar
oft um 500 sjúklingar yfir sum-
artímann. Þar er hveraleðja,
radium þrungin, notuð til lækn-
inga, en flytja verður hana sunn-
an frá Tékkóslóvakíu. Myndi
mörgum grannþjóðum okkai'
hafa þótt mikils um viert að
hafa í landi sínu þvílíkan stað
sem Reykir eru.
Á þrenn framtíðarúrræði skal
hér minnst, sem mætti vel við
koma á Reykjum. Frá Reykjum
er hér um bil 20 mínútna gangur
inn að Reykjakoti, innsta bæ í
byggðinni. Þar eru fjölmargir
grasgefnir smádalir og horfa
allir móti suðri. Þar er jarðhiti
mikill. Þar myndi fara vel um
hressingarhæli fyrir þreytt fólk,
sem vildi vera um stundarsakir
undir beztu kringumstæðum, þar
sem sameinað væri ró og fegurð
íslenzkrar náttúru og þægindi
menningar nútímans. I hlíðunum
kringum Reykjakot eru allar lík-
ur til að skógur þrifist allvel, ef
landið væri friðað fyrir ágangi.
Gróðursetning og trjátækt er eitt
af því sem gæti vel orðið iðja í
berklahælinu og væru þá hæg
heimatökin með að klæða hlíðar
þær, sem skýla staðnum.
Frá Reykjum og niður að
þjóðveginum er eins og áður er
sagt, mikið land, prýðilega fallið
til ræktunar. Ekki hefir þar orð-
ið vart jarðhita svo að ég viti,
en auðvelt væri að leiða þangað
heitt vatn frá hinum miklu hver-
um við Reykjatúnið. Þar hygg
ég að með tíð og tíma ættu að
koma tvær stofnanir. Fyrst
heimili fyrir menn, sem fæddir
eru andlega ósjálfbjarga, svokall-
aða fávita. Eru þeir eitthvað í
kringum 100 á landinu, og
oft til hinna mestu vandræða
fyrir vandamenn þeirra eða
sveitarfélög, er sjá verða um
framfærslu þeira. Myndi þar
geta farið saman hentug skilyrði
með litlum stofnkostnaði og ódýr-
um rekstri, og þó svo um bú-
ið, að ekki gæti betur farið um
vesalinga þessa.
Nýlega hefr verið reist gamal-
mennahæli, einkar myndarleg
steinhöll, í útjaðri Reykjavíkur.
En þó að öllum rekstri sé þar án
efa skynsamlega hagað, er dag-
legur kostnaður svo mikill, að
útilokað er að fátæklingar geti
þar verið, nema sveit þeirra
greiði kostnaðinn. Ef til þess
kemur, að ríkið þurfi einlivern-
tíma að skifta sér af þeim mál-
um, myndi sennilega a. m. k.
helmingi ódýrara að stofna og
starfrækja slíkt hæli á Reykjum
heldur en í Reykjavík. Gæti það
vel verið niðri undir þjóðvegi,
við fellsendann. Mætti þá á
Iíeykjum koma fyrir fjórum eða
fimm almannastofnunum og
væru þær algjörlega aðskildar
hver frá annari. Aðeins notuð
hin sérstöku náttúrugæði sem
landið á nú þar, til hagsmuna
fyrir alla.
Margt af þessu eru draumar.
iSumt af þeim mun síðar rætast,
og meira til, sem engan grunar
nú. Enn er aðeins byrjað á tveim
veikefnunum: Litlu hressingar-
hæli fyrir 30 sjúklinga. Það
byrjar væntanlega næsta vor.
Auk þess er lítillega byrjað á
garðrækt, einkum fyrir lands-
spítalann, og að nokkru fyrir hin
sjúkrahúsin hjá Reykjavík,
Laugarnes, Klepp og Vífilsstaði.
Ráðsmaður við þessar fram-
kvæmdir er hinn annálaði dugn-
aðarmaður, Magnús Kristjánsson
frá Múla við ísafjarðardjúp.
Undir umsjón hans var mestallt
túnið á Reykjum sléttað síðast-
liðið vor. Var þar haldið náms-
skeið fyrir menn er læra vildu
að beita dráttarvélum. I haust
hefir hann brotið mikið af ó-
ræktuðu landi innan girðingar.
Næsta sumar verða þar mat-
jurtagarðar og blómleg tún. Auk
þess hefir hann undirbúið tvö
gróðurhús, og verður hið þriðja
að líkindum flutt þangað frá
Vífilstöðum, snemma næsta vor.
Saga gróðurhússins á Vífils-
■stöðum sýnir hvílík þjóðarger-
semi Reykir í ölfusi geta orðið.
Sigurður læknir á Vífilsstöðum
komst réttilega að þeirri niður-
stöðu, að gott væri fyrir sjúkl-
ingana þar að hafa grænmeti,
svo sem tómata, agúrkur o. s.
frv. Hann lét þá reisa glerhús
allmikið þar hjá íbúðarhúsi sínu
og hita með kolaeldi og réð þýzka
garðkonu til að stunda þessa
ræktun. Gekk þetta fremur vel
og var blómlegt á að líta 1 gróð-
urhúsi þessu í sumar. Á því var
ekki nema einn galli. Það sem
Bjarni Ásgeirsson seldi á torg-
inu í Rvík fyrir 50 aura, varð
að kosta 2 kr. frá kolaeldinum á
Vífilsstöðum. Nú er ráðgert að
flytja gróðurhús þetta austur
að Reykjum og rækta þar fyrir
Vífilsstaði, við hveraorku, en
ekki kol.
Fyrst um sinn verður þó aðal-
lega gjört ráð fyrir, að Lands-
spítalinn fái það, sem rækað verð-
ur á búinu á Reykjam, fyrst og
fremst allskonar garðmeti, bæði
það sem vex við jarðhita úti og
í gróðurhúsum. Þar næst verður
séð fyrir eggjum handa sjúlding-
um þess spítala, og ef til vill
síðar fyrir kjöti og mjólk. Ekki
vantar skilyrðin til ræktunar.
Vífilsstaðir og Kleppur hafa bú
sín á heimajörðinni. Landsspítal-
inn hefir í seli austur í ölfusi.
Með réttu gjöra framsýnir
menn sér miklar vonir um
Eeykjaeignina. Hér hefir laus-
lega verið lýst hinum fjölbreyttu
náttúrugæðum, og þeim notum
sem virðast liggja næst hendi.
En eins og nú hagar til er
notkun Reykja í sambandi við
berklamálið, lang þýðingarmest.
Ef þær ráðagjörðir lánast, um
margbreytt vinnuhæli, og stór-
lega minni dageyðslu fyrir hvem
sjúkling, þá er fundin djúptæk-
asta leiðin að lausn berklamáls-
ins. J. J.