Tíminn - 10.06.1931, Blaðsíða 1
^fcjteifcsía
ÍT í m a n 5 er í €œf jaraötu 6 a.
©pin óaa,lega fl. 9—6
Sími 2353
w
©Jaíbferi
og afgrciösluma&ur iE í m a n s et
í? a n n u e i $ þ o r s t e i n s ö ó 11 i r,
ícv’fjargötu ö a. Keyfjauif.
XV. árg.
Reykjavík, 10. júní 1931.
Héðinn og Olafur Thórs
Einkennilegasti atburður í
stjómmálasögu verkamanna-
hreyfingarinnai er það, þegar
hinn ruddalegasti og illgjamasti
andstæðingur verkamanna á Is-
landi, Ólafur Thors, lagði hönd
sína í hönd Héðins Valdimarsson-
ar á svölum þinghússins 14. apríl
og lýsti því yfir að þeir tilheyrðu
nú einum flokki.
Þessi faðmlög Héðins og Ólafs
hafa mótað alla undangengna
kosningabaráttu. Á fundum bæði
í Reykjavík og út um land hafa
frambjóðendur verkamanna verið
eins og „varalögregla" íhaldsins.
Héðinn hefir skipað Áma Á-
gústssyni, Sigurði Grímssyni,
Laufeyju systur sinni, Steinþóri
og Arnfinni, að ráðast á Fram-
sóknannenn með íhaldinu til að
efna loforð Héðins. Verkamanna-
flokkurinn var með þessu kom-
inn undir stjóm Kveldúlfs, ekki
eingöngu á sjónum, þar sem
verkamenn á skipum Kveldúlfs
sveitast blóðinu til að skapa
Ólafi gjaldeyri til að lifa fyrir
50 þús. kr. á ári.
Þrælkun sú, sem verkamanna-
flokkurinn hefir lent í, kemur
ljósast fram í orðum Laufeyjar
Valdimarsdóttur á fundum í
Skagafirði. Hún sagði alveg
hreinskilnislega, að sér hefði
verið sagt að fara norður í
Skagafjörð, til að styðja íhaldið.
Ilún sagði að sér hefði þótt þetta
skrítið, þvi að hún hefði veríð á
móti íhaldinu frá því hún mundi
fyrst eftir sér. En sér hefðu ver-
ið gefnar skýringar á þessu, að
þetta væri nauðsynlegt, og svo
hefði hún gert það sem henni
var sagt.
Verkamenn þessa bæjar hafa
sömu sögu að segja og Laufey
Valdimarsdóttir. Þeim er sagt
að vinna með íhaldinu og því til
hagsbóta. En fram að þessu hafa
þeir aldrei reynt annað en svik
og pretti af íhaldinu. Þeir vita
að íhaldið vill níðast á hinum
vinnandi stéttum, nota þær eins
og dráttarhest fyrir óhófsvagni
spiltra iðjuleysingja.
Verkamannastétt landsins hefir
ekki tekið skipuninni um að
vinna fyrir íhaldið, jafnvel og
hin blíðlynda ungfrú, sem send
var til að koma Krossanes-Magn-
úsi ( og skjaldsveini hans inn á
þing. Verkamönnum stendur
stuggur af þessarí endurminn-
ingu frá þinghússsvölunum. Þeim
skilst að verkamannastéttinni
geti aldrei staðið nema ógæfa af
því, að þingfulltrúar þeirra
sverjist í fóstbræðralag við þá
menn, sem seint og snemma hafa
gengið á móti málstað verka-
manna, bæði í atvinnulífinu, í
stjóm bæjannálefna og á Al-
þingi.
En þetta er því miður ekki
bara vondur draumur. Þetta er
veruleiki. Héðinn hefir lent í
bandalagi við mesta andstæðing
verkamanna í því firma, sem sýn-
ir verkamönnum augljósast
hvaða munur er á smælingjanum
á eyrinni og Kveldúlfshluthafa,
sem eyðir 50 þús. kr. á ári.
Verkamenn í Reykjavík vita
um þennan ólánsatburð á þing-
hússsvölunum. Þeir horfðu í
hundraðatali á Héðinn, þegar
hann var að ganga undir jarðar-
men Kveldúlfs á þeim stað, sem
verkamenn höfðu sett hann,
fyrst og fremst til að verja lítil-
magnann fyrir ódrengskap og á-
gengni „burgeisanna“ í Rvík.
Og verkamenn sáu meira. í
heila viku voru þingfulltrúar
þeirra eins og afturgöngur í Al-
þingishúsinu, með íhaldsmönnum.
Socialistar voru þar á daglegum
fundum með erfðaféndum sínum.
Héðinn og samherjar hans komu
oft á dag út á hinar frægu þing-
hússsvalir með Jóni Þorlákssyni,
Jakob Möller og Magnúsi Jóns-
syni, til að flytja, hinum „sam-
einuðu“, þ. e. burgeisunum og
öreigunum, kveðjur og tilkynn-
•ingár.
Þessi andstygð náði hámarki
sínu, þegar Mbl. fór að tala um
Jón Baldvinsson eins og væri
hann einn af þess eigin hluthöf-
um. Um einn af þessum merki-
legu fundum sagði Mbl.: Þá gekk
bankastjóri Jón Baldvinsson fiam
á svalir Alþingishússins og mælti
á þessa leið!
Aldrei fyr hafði Mbl. talað um
J. B. í sama virðulega velvildar-
tóninum eins og um Tofte og
Claessen. Áður var Jón Baldvins-
son bara umkomulaus prentari,
sem hafði æst verkalýðinn upp á
móti hinum góðu borgurum. Um
kosningar bættu íhaldsmenn því
jafnan við þar til nú, að Jón
Baldvinsson héfði svælt undir sig
alla hlutina í Alþýðubrauðgerð-
inni og væri í einu burgeis og
meiriháttar svikari við verkalýð-
inn.
En Mbl. vissi um hinn nýja
sáttmála á þinghússsvölunum.
Jón Baldvinsson vai* kominn í
„undirherdeild“ hjá Kveldúlfi.
Hann vaið að fá virðulegt umtal
í Mbl. Hann varð að nefnast með
fullunx titlum alveg eins og þegar
Mbl. raðar sínum gömlu og
þrautreyndu liðsmönnum.
En öll þessi fyrírhöfn varð á-
rangurslítil. Verkamenn vildu
ekki trúa á þessa paradís, þar
sem hin liungruðu íhaldsljón
væru að bróðurlegum hátíðaleik-
um innan um hin saklausu lömb
Alþýðuflokksins.
Verkamannafylkingin hefir tek-
ið bandalaginu með fylstu tor-
tryggni. Verkamenn láta ekki
leiða sig út í neinar æsingar eða
ósóma með úrhraki bæjarins.
Niður við höfn og í verkamanna-
skýlinu uiðu bandamenn Kveld-
úlfs fyrir mörgum vonbrigðum.
Hvað eftir annað sögðu verka-
menn leiðtógunum, að þeir gætu
ekki treyst þeim fyr en þeir
hefðu fullkomlega hi-einsað af
sér smánarblettinn að vera
bandamenn eða undirtyllur í-
haldsins.
Leiðtogar socialista reyndu að
kalla saman fundi og tala við lið
sitt. En fundarsóknin varð slæm.
Úr hinum mörgu og stóru félög-
um komu eklci nema 30—40
á tvo af þessum fundum. Og að
því er virðist hafa ekki verið
haldnir fleiri fundr.
Ut um land gekk lítið betur.
Ólafur Thors heimtaði að boðinn
væri fram maðin* í Vík fyrir
verkamenn, til að hjálpa Gísla
Sveinssyni. En verkamenn þar
eystra skoða sýslumanninn sem
eindreginn fjandmann sinn og
enginn vildi hjálpa honum. 1
Borgarnesi gekk Héðinn hús úr
húsi meðal verkamanna, til að
fá kandidat þar úr þorpinu til
að safna svo sem 12—15 atkvæð- |
um, eingöngu í því skjmi, að í
Torfi Hjartarson, einn hinn ófé-
legasti maður meðal hinna
mörgu ófélegu í Heimdalli, gæti
komist inn í þingið. En enginn
verkamaður í Borgarnesi vildi
hjálpa íhaldnu. Á Hvammstanga
vildi enginn bjóða sig fram, en
þar tókst að fá 13 meðmælendur
með Sigurði Grímssyni, en sumir
þeirra ætla ekki að kjósa hann.
Takist herbragð þetta verður
einum íhaldsmanni fleira á þingi
til að gera verkamönnum skaða.
Á Blönduósi reyndi Héðinn við
veikamenn á sama hátt, en þar
vildi engiim hjálpa Þórarni. Bað
Héðinn þá verkamenn að skila
auðu, en umtal er um að sumir
verkamenn þar hafi í kyrþey
fengið beina skipun um að kjósa
Þórarinn. Á Sauðárkróki hafði
allur þorri verkamanna ákveðið
að fylgja Brynleifi og . Stein-
grími, því að þeir hata og fyrir-
líta íhaldið á Sauðárlcróki og
hafa ekkert í'eynt af því nema
illt. Og ekki þykir þeim sem
Krossanes-Magnús og Jón á
Reynistað eigi skilið mikið þakk-
læti. Hinsvegar .muna verlcamenn
Steingrími á Hólum það, þegar
margir íhaldsmenn á Sauðár-
kióki réðust, með hörku á verka-
menn þaa’ á fundiv. Gekk þá
Steingrímur á Hólum iram fyrir
skjöldu og bjargaði málstað
þeirra. Þykjast verkamenn þess
fullvissir, að Steingrímur myndi
á þingi alls ólíkur íhaldsmönn-
um og þessvegna vilja þeir nú
kjósa hann. Er talið að Laufey
og Steinþór muni. ekki fá nema
nokkra kommúnista sér til fylg-
is, því að verkamenn segja: við
viljum ekki Magnús og ekki í-
haldið.
Einna lakast gekk þó þessi
starfsemi Héðins fyrir Ólaf
Thors í Barðastrandarsýslu.
Verkamenn þar höfðu ákveðið að
vera með til að fella Hákon. Og
á Patreksíirði var Bergur sýslu-
maður í hinu mesta uppáhaldi
hjá verkamönnum fyrir drengi-
lega framkomu í öllum opinber-
um málum í bænum og sýslunni.
En íhaldinu var mikið í mun
að bjarga Hákoni. Og samningur
Héðins við Ólaf var harður og
bindandi. Það varð að bjarga
Ilákoni, sem hafði viljað lcoma
upp her til að berja á verka-
mönnum, en fella Berg, sem
hafði sýnt smælingjunum dreng-
skap og umhyggju í hvívetna.
Stjórn sócialista sendi Árna
Ágústsson vestur til að bjarga
Hákoni. En verkamenn tóku hon-
um fálega. Síðar urðu allmiklar
deilur milli hans og leiðtoga
verkamanna á Patreksfirði. Ámi
bar fyrir sig skipun Héðins. En
verkamenn sögðu: Við viljum
ekki Hákon og íhaldið! Héðinn
brá þá við og flaug vestur til að
reyna að vinna Hákoni gagn. En
það mistókst með öllu. Og Héð-
inn varð að eyða degi þeim sem
hann hafði til umráða á Patreks-
firði í sjálfbjargarstai’fsemi, að
hindra það að verkamannafélag- ,
ið gengi úr Alþýðusambandinu.
Eins og Héðinn stofnaði. til
við þessar kosningar var einsýnt
að íhaldið hefði komist í hrein-
an meirihluta ef Framsóknar-
menn hefðu ekki borið vit fyrir
óvitum alþýðunnar. Ef Framsókn
hefði stillt upp möimum í Hafn-
arfirði, ísafirði og Seyðisfirði,
var meir en líklegt að íhaldð
| hefði unnið öll þessi þingsæti.
í Auk þess er það eingöngu að
kenna Héðni Valdimarssyni að
Sigurjón Ólafsson og Eriingur
Friðjónsson falla nú. Báðir þessir
menn náðu þingsetu 1927 fyrir
suðning' Framsóknarmanna í
Reykjavík og á Akureyri. Ef
Alþýðuflokkurinn hefði látið vera
að setja upp kandidata, þar sem
socialistar hafa ekki nema lítið
fylgi, en geta með sérstöku fram-
boði hjálpað íhaldinu, myndi hafa
komið til mála að styðja Erhng
og Sigurjón aftur. Á hinn bóginn
var það með öllu óhugsandi, eins
og nú var komið málið, og það
því fremur sem Framsóknar-
flokkurinn var farinn að hafa
miklar líkur til að lcoma að manni
í Reykjavík.
En af þessu sést hvílílct
hermdarverk fyrir verkamenn
var unnið á þinghússsvölunum,
þegai’ Héðinn innlimaðist sem
sérstök „vinnumáladeild" í
Kveldúlfi. Það er því um að
lcenna, að Sigurjón og Erlingur
falla nú. Það er eingöngu fyrir
samskonar framsýni eins og
,,verkamannastéttin“ sýnir, að
þeir Stefán Jóhann, Vilmundur
og Haraldur eru ekki hættu í
sínum kjördæmum, af þv.í Fram-
sóknarmenn. stilltu í hóf, þó að
stjórn Alþýðuflokksins hefði ekki
unnið til þess að hún væri skorin
niður úr þeirri hengingaról, sem
hún sjálf hafði brugðið um háls
flokknum.
Niðurstaða málsins er þá þessi:
Héðinn hefir verið vélaður inn í
faðmlög við Kveldúlf. Hann lagði
spilin þannig á borðið, að ef hann
hefði ráðið, hlaut íhaldið að verða
í meirahluta og að öllum líkind-
um ekki nema tveir socialistar á
þingi. En Framsókn hefir borið
vit fyrir IJéðni og elcki boðið
fram menn í þrem kjördæmum,
þar sem alþýðumenn vinna nú, en
myndu hafa tapað í þriggja
floklca kosningu.
En á hinn bóginn hafa verka-
menn og sjómenn bæði í Reykja-
' vík cg og nálega allsstaðar út um
land sýnt hina sömu fyrirhyggju
og Framsókn. Verkamenn hafa
neitað að verða ginningarfífl Héð-
ins. Þeir segja eins og á Patreks-
firði: Við viljum ekki Hákon og
íhaldið!
Vegna þess, að verkamenn
fylgja ekki „sprellukörlum“ Héð-
ins í smákauptúnunum úti um
land, er nú fullvíst,- að íhaldið
tapar leik í mörgum þeim kjör-
dæmum, sem það ætti að vinna
samkvæmt samningum Ólafs og
Héðins. Það er þessvegna afstýrt
þeirri hættu, að íhaldið verði í
meirahluta.
En ein hætta er enn, sem hægt
er að afstýra. Magnús docent
þarf að falla og það getur ekki
orðið með öðru móti en því, að
Helgi Briem komist að. Sigurjón
er vonlaus af tveimum ástæðum.
Hann vantar nú fylgi Framsókn-
ar, sem hann hafði fyrir 4 árum,
og á hinn bóginn hefir bandalag
Ólafs og Héðins komið inn í
, verlcamenn svo mikilli óbeit á
„leiðtogunum“ eins og þeir eru
nú, að þeir vilja ekki að þessu
sinni lcjósa lista, þar sem Héðinn
er efstur. En af þessu leiðir það,
að Héðinn má þalcka fyrir ef
hánn kemst einn að í þetta sinn.
Margir verkamenn segja, að í
þetta sinn ætli þeir að kjósa með
Aukablað 7.
Framsókn, fyrst og fremst til að
venja leiðtoga flokksins af að
flatmaga fyrir íhaldinu og í öðru
lagi til þess að fella Magnús
docent og það verður ekki unnt
neinum nema Helga Briem.
<h
Eins og- kunnugt er hefir sam-
göngutækj um og þar með af-
skiptum þjóðanna hveiTÍ af ann-
ari fleygt fram með mjög hröð-
um skrefum síðasta mannsaldur-
inn. Hefir þetta valdið því, að
þjóðirnar hafa fundið til þess, að
mikið væri undir því komið að
reglur þær, er farið væri eftir í
millilandaviðskiptunum væru í
sem beztu samræmi. Vísindamenn
menntaþjóðanna í lögfræði vinna
þessvegna ósleitilega að því að
samræma löggjöf þjóðanna til
þess að árekstur verði ekki í við-
skiptalífinu vegna mismunandi
reglna. — Láta vísaindamennirn-
ir sér þessvegna ekki nægja að
leggja stund á lögvísindi sinnar
•þjóðar heldur skýra lög síns lands
alltaf með hliðsjón af lögum ann-
ara þjóða. Þjóðabandalaginu hefir
og skilist, að hér er stórt verk-
svið fyrir það til að efla og
þroska viðskiptalífið. í ráði er t.
d. að semja einn allsherjarvíxil-
rétt fyrir allan heiminn og fjöldi
samþýkkta (Konvention) eru
gerðir milli stærstu ríkja heims-
ins til að mynda fastar reglur, er
millilandaviðskiptunum viðkemur.
Á Norðurlöndum er þessari
samvinnu svo langt komið, að
saminn hefur verið fjöldi laga, er
hafa meginþýðingu í löggjöfinni,
af nefndum, er skipaðar hafa ver-
ið mönnum frá öllum þessum
löndum og löggjafarþingin síðan
staðfest þau. Má þar hafa sem
dæmi lög um verzlunarviðskipti,
hjúskaparlög, afstöðu foreldra til
barna, siglingalög o. fl. o. fl.
Ekki verða með tölum talin þau
þægindi, sem af þessu hljótast,
til þroska lögfræðinni. Ef t. d.
mjög vandasamt mál kemur fyrir
i einu landi og fyrir hendi er úr-
slcurður á samskonar atriði í öðru
landi með líkri löggjöf verður
meðferð málsins miklu léttari
fyrir dómstólana. Fræðimennimir
gera sér af þessari ástæðu mikið
far um í bókum sínum að upp-
lýsa, hvemig farið er með það
efni, er þeir rita um í öðmm
löndum. Hlýtur mönnum að skilj-
ast, að oss íslendingum muni vera
það mikil hagsbót að hafa vora
löggjöf skylda löggjöf frænd-
þjóða vorra, ei’ hafa á að skipa
fjölda vísindamanna og fjölda
dómstóla, er skipaðir eru aftur af
æfðum dómurum.
Þeir, sem hér hafa fengizt við
ritstörf í lögfræði, hafa auðvitað
gætt þessa.
iSkal hér sýnt með einu dæmi,
hvemig Einar prófessor Arnórs-
son hefir hagað sér í þessu efni,
er hann hefir ritað um lögfræði.
Árið 1925 gaf hann út litla bók
Kyrrsetning og lögbann. 50 bls.
Bókinni skiptir hann í 16 greinar.
Hverja grein byrjar hann með
því að telja upp alla þá höfunda,
flesta danska, er hann hefir soðið
greinina upp úr. Sýnishom af
þessu skal hér gefið með því að