Tíminn - 14.05.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.05.1932, Blaðsíða 2
76 TÍMINN verandi hv. Ihaldsmenn með for- mann þess flokks, hv. 1. landsk., (J. Þorl.) í broddi fylkingar, frani frv. um rekstrarlánadeild handa bændum. Þessi deild átti að vera ein deild Landsbankans, en lán átti að veita eftir ákveðn- um reglum, þannig, að félög með samábyrgð áttu að ábyrgjast lánin. Þarf ég ekki að rekja þetta nákvæmlega, því að máiið mun flestum kunnugt. '— Til- gangurinn var sá, að færa skuld- ir úr . sjálfum verzlunarfélögun- um yfir á ný félög, er aðeine hefðu peningaverzlunina með höndum. Skilyrðí fyrir lánum áttu að vera þau, að lánin greiddust að fullu fyrir 15. des. ár hvert, og skyldu viðurlög sett, þannig, að viðkomandi félagi yrði neitað um lán næsta ár, ef greiðslufall yrði. Þessi gjalddagi þótti ekki heppilega valinn, því að kaupfé- lög starfa með öðrum hætti en kaupmenn. Þau leita að sann- virði vörunnar, en það finnst ekki fyr en afurðasölunni er lok- ið og geta því niðurstöður reikningsskulda dregizt nokkuð fram á næsta ár. Þetta atriði skiptir að vísu .ekki máli í þessu sambandi. Hitt er aðalatriðið, að þama er for- dæmi um það, að rétt hafi þótt að setja skilyrði fyrir lánveiting- um til atvinnureksturs. Þessi hugsun er réttmæt, þótt hún væri ekki að öllu heppileg að formi til og kæmi ekki til fram- kvæmda. — 1 meðferð málsins á þingi var flutningsmönnum boðin samvinna með þeim' skilmálum, að sett yrðu svipuð skilyrði um lánveitingar til sjávarútgerðar- innar. En þeir töldu sig ekki við þVí búna, að láta slík skilyrði ná til hennar. Er þó kunnara en frá þurfi að segja, að ólíku er saman að jafna áhættu af rekstri landbúnaðar og sjávarútvegs. Liggja þar til rök, sem ekki vérður á móti mælt, þar sem eru gífurleg fjártöp í sambandi við tryggingarlausar stórlánveitingar til útgerðarinnar. ' . Eins og ég drap á, gilda á- kveðin lög og reglur um nokkra flokka lánveitinga, en okkur skortir reglur, sem ná til at- vinnurekstursins yfirleitt. Okkur skortir almenn bankalög. Ég kemst ekki hjá því, úr því að ég ber fram svona víðtækar till., að leggja í það nokkra vinnu að færa fram hin sterku sögulegu rök, sem liggja að nauðsyn þessa máls. Ætla ég að verja nokkrum tíma til að gefa yfirlit um 3 dæmi af mörgum, sem sýna, að það eftirlitsleysi um meðferð lánsfjár, sem ríkt hefir hér í landi undanfarið, er alveg óaf- sakanlegt fyrir Alþingi og þjóð- ixia. Tek- ég það fram, að nú munu að vísu vera nokkuð aðrar starfsaðferðir í bönkunum en áð- ur voru, en eigi að síður eru þessi dæmi, sem gerzt hafa und- anfarin ár, þannig vaxin, að þau ættu að geta vakið Alþingi og alla þjóðina til umhugsunar um þáð, að það getur ekki leitt til annars en ófamaðar og áfram- haldandi háðungar fyrir land og þjóð, ef ekki verða gerðar ráð- stafanir, til þess að tryggja bet- ur en verið hefir, þá tugi milj. kr., sem bankamir fá ýmsum ein- staklingum og atvinnufyrirtækj - um til reksturs, og sem hefir í meðferð einstakrá manna og fyr- irtækja sætt þeirri meðferð, eins og væri það ekki lengur fé bank- anna eða þjóðarinnar, heldur fé þeirra, sem hafa þegið það að láni. Ég skal, að svo mæltu, leyfa mér að ganga nokkru nánar inn á þetta mál. Rannsókn á íslandsbanka. Á síðastliðnu ári var að und- angenginni opinberri kæru og að tilhlutun ríkisstjómarinnar, skipuð nefnd manna, til að rann- saka rekstur og lánsfjáraðferðir íslandsbanka undanfarinn ára- tug. 1 nefnd voru skipaðir Einar prófessor Amórsson, hv1. 2. þm. Reykjavíkur og málfærslumenn- imir Stefán Jóhann Stefánsson og Þórður Eyjólfsson. Það sem ég dreg hér fram, er aðeins ör- lítill hluti af því, sem við starf nefndarinnar hefir komið í ljós af margra ára óstjóm, hirðu- leysi og óafsakanlegri vanrækslu af hálfu bankastjóranna, og ég hefi leyfi til að fara hér með nokkurar tölur úr skýrslu nefnd- arinnar máíi mínu til sönnunar. Af þeim dæmum, sem fyrir liggja og ég ætla að draga fram, virðist mega ráða það helzt um vinnubrögð bankans í lánveit- ingum, að því meiri sem orðið hafa vanskil, óreiða, greiðslu- brigði, orðbrigði og frekja af hálfu viðskiftamanna bankans, því meiri hafi orðið auðmýkt, eftirlitsleysi og ráðleysi banka- stjóranna og útaustur þeirra á fé bankans. Ég mun nú leyfa mér að benda á 3 dæmi, sem mér finnst óhjákvæmilegt að draga hér fram í umr., svo það sjáizt, að þau hörðu orð, sem ég hefi nú látið falla, eru á rökum byggð og skal ég þá fara svo fljótt yf- ir sögu, sem mer er unnt. Copland. Ég tek þá fyrst mann, sem oft hefir verið nefndur í íslenzku viðskiptalífi og opinberum um- ræðum, Geo Copland, sem var enskur kaupsýslumaður og hóf hér verzlun með fisk. Viðskipti hans og íslandsbanka hefjast á árinu 1918 og er hann þá fyrst talinn einn um hituna. En skjót- lega var svo að tilhlutun hans myndað hlutafélag, er hann gaf nafn sitt og nefndi: Geo Cop- land & Co., en var kallað manna á milli Fisksöluhringurinn. Er talið, að nokkurir málsmetandi menn í Reykjavík og utan Reykjavíkur hafi gengið í félag þetta. Frá 1. maí til 1. júlí 1920 falla 12 víxlar, sem félag þeta átti að greiða í íslandsbanka og nam upphæð þeirra samanlögð 9 milj. króna. Þetta sýnir m. a. hve geisimikið af starfsfé bankans var í veltu þess félags. Sama ár byrja greiðsluörðugleikar félags- ins. Árið 1921 eru 3 víxlar sam- tals kr. 4.300.000,00 sameinaðir í einn víxil með ábyrgð nokkurra manna, en engir forvextir greidd- ir, hvorki af eldri víxlum eða þessum samsteypuvíxli. Loks eru svo á árinu 1922 afskrifað sem algerlega tapað fé af víxli þess- um kr. 1.933,266,90 eða nálega 2 miljónir króna. Þrátt fyrir það þó að banka- inn fengi þennan árekstur, er langt frá að viðskiptum þessum sé lokið né Copland sé af baki dott- inn, því að næsta ár hefst nýr þáttur í viðskiptasögu þessari. Þá kaupir bankinn „eigin víxil“ félagsins að upphæð 750 þús. kr. Tryggingar fyrir þessum víxli eru tvö hús, annað þeirra lysti- hús, sem Copland hefir haft efni á að byggja sér upp við Laxá í Kjós, sennilega vegna undan- gengins örlætis íslandsbanka, — en hitt hér í Reykjavík; enn- fremur 2 jarðir í Kjós og loks áveita, sem talin er að vera í Kjós, en lítið orð hefir farið af. Ég skal engum getum leiða að því, hvert hefir verið eða muni vera verðmæti þessarar áveitu, eða hvort hún er í raun og veru til. En ekki hefir farið neitt orð af henni annarsstaðar en í þessu tryggingarskjali bankans, þar sem hún virðist þó ekki metin litlu verði. Árið 1925 er skuldin " komin upp í 1,400,00 krónur og þar af 1 miljón án ábyrgðar eða trygg- ingar. Þá er hag Coplands svo háttað, að hann sér ekki annað fært en að biðja um eftirgjöf á miljón króna, en þó með því skilyrði, að hann fái ný lán hjá bankanum til áframhaldandi fiskverzlunar. Og svo virðist, sem bankinn hafi ekkert að at- huga við þetta og veiti með glöðu geði þessum viðskipta- manni lán á lán ofan, því að árið 1926 er skuld Coplands við bank- ann orðin kr. 2.132.695,20 og þá eru honum gefnar eftir krónur '710.464,00 á nýjan leik, til við- bótar þeim 2 milj. kr., sem áður eru taldar. Þessi tala mun þó hafa breyzt eitthvað við síðari út- reikning bankans. Nú hefði mátt ætla að styttast færi í viðskiftum Islandsbanka og Coplands. En svo er ekki, því að nú hefst þriðja og að ýmissu sögulegasta tímabilið í þessari merkilegu viðskiptasögu. Þá gera þeir samning með sér, bankinn og Copland, sem nefndin telur í skýrslu sinni, að sé „einstæður að efni til“. Var samningur þessi á þá lund, að Copland „taki að sér“ að greiða y% milj. kr. af því sem hann þá skuldar bankanum, en þó aðeins gegn því, að bank- inn láni honum enn 125 þús. kr. til þess að hann geti keypt hluta- bréf í fiskkaupafélagi, „er hann hefir í hyggju að stofna“. Trygg- ingin, sem bankinn fer fram á að fá, er ekki önnur en hlutabréf- in, sem hann ætlar að kaupa. Með öðrum orðum: Tryggingin fyrir þessu nýja láni er lánið sjálft eða þó öllu heldur hluta- bréf, sem talin eru keypt fyrir þá peninga. Það skilyrði er sett, að jafnmikið fé komi annarsstað- ar frá. Eru allar líkur taldar benda til þess, að það fé hafi aldrei innborgazt. Eigi að síður er það tekið fram í samningnum að Copland megi ætla sér 35 þús. kr. árslaun fyrir að stjórna þessu væntanlega félagi. Loks er það skýrt tekið fram í samn- ingnum, að bankinn megi ekki krefjast sér til handa, til endur- greiðslu vaxta og höfuðstóls og greiðslu fyrnefndrar y% milj. á- samt vöxtum af henni, nema á- góðans, sem verða kynni á þess- um 125 þús. kr. hlutabréfum í félagi, sem ekki var til, þegar lánveitingin fór fram! En þessi „historía“ fór eins og til var stofnað. Það hélt á- fram sama óreiðan og vanefnd- irnar urðu hinar sömu og áður hjá þessum kaupsýslumanni. Frá hans hálfu virðist ekki hafa ver- ið til að dreifa öðru en blekking- um og undirhyggju gagnvart ráðlausri bankastjórn. Og loks 17. febr. árið 1931 var svo bú Coplands tekið til gjaldþrota- skipta og nam þá tap bankans enn að nýju kr. 704.872,95. Samkvæmt skýrslu nefndarinn- ar hefir tap Islandsbanka á við- skiptunum við Copland orðið sam- tals kr. 3.250,872,95, eða sem næst einn sjötti hluti af öllum töpum íslandsbanka á árunum 1920—1930. Þannig endaði þá sú fjármála- historía og hirði ég ekki um að hafa hana lengri. Sæmundur Halldórsson. Þá skal ég reyna að bera ör- ara á um næsta þátt. Þar kem- ur við sögu maður, sem einnig hefir oft verið nefndur opinber- lega, bæði í ræðum og blaða- greinum, en það er Sæmundur Halldórsson kaupmaður í Stykk- ishólmi. Ég ætla þó ekki að rekja þá viðskiptasögu frá rótum, þó að hún sé margþætt og að ýmsu fróðleg. Ég ætla að byrja söguna þar sem hefst lokaþáttur hennar, í ársbyrjun 1929. Þá liggja í vanskilum í bankanum 9 víxlar frá Sæmundi, að upphæð 507 þús. kr., sem allir eru afsagðir og engin skil gerð fyrir vöxtum hvað þá meira. En þó að greiðsluörðugleikar og vanskil Sæmundar séu á þá leið, er ég nú lýsti, virðist þó bankanum hafa þótt ástæða til að veita honum sérstaklega greiðan að- gang að fé bankans. Þann 16. maí 1929 fær Sæmundur lánað- ar hjá bankanum .. 16 þúa. kr. og sama dag .. .. 20 — — 11. júní fær hann 15 — — 7. ágúst aðrar .. .. 15 — — 12. september . . . . 15 — — 7. október 15 — — 29. október 15 — — og 3. desember.. .. 15 — — • eða samtals 125 þús. kr. En auk þess urðn yfirgreiðsl- ur á hlaupareikningi hans rúmar 29 þús. krónur. Þegar vanskil þessa viðskipta- manns eru svo mikil, að 9 víxl- ar upp á rúma hálfa milj. kr. liggja afsagðir í bankanum, og engin skil gerð, þá opnar bank- inn hurðir sínar upp á gátt og þessi sami maður gengur í bank- ann og tekur þar upphæðir næst- um mánaðarlega um 15 þús. kr. þangað til nýja skuldin er orðin 125 þús. krónur. Ekki virðist hafa þótt ástæða til, er þessi nýju lán voru veitt, að vera að rekast í greiðslu vaxta af eldri skuldasúpunni. Og ekki voru tryggingar settar fyrir þessum nýju lánum. En viðskiptum íslandsbanka og Sæmundar Halldórssonar lauk með þeim hætti, að raunverulegt tap bankans er talið að hafa ver- ið um 700 þús. krónur. Kristján Torfason. Þá kem ég að þriðja og sein- asta dæminu, sem ég ætla að taka að þessu sinjú. Það er hlutafélag, eða félög, 3 eða 4, sem raunar eru öll sömu ættar og af sama faðerni. Fyrst er H.f. Sólbakki, sem stofnað var árið 1915, og mun þá hafa keypt fóðurmjöls- og áburðarverk- smiðju sem nýlega var reist á Sólbakki við Önundarfjörð. Fé- lag þetta hætti nokkuru síðar en var þó endurreist í Kaup- mannahöfn 1919 og hét þá A/s. Sólbakki. Árið 1920 hefjast viðskipti þessa danska félags og Islands- banka og árið eftir er skuld þess við bankann orðin kr. 348.800,00. Þetta hlutafélag hættir síðan störfum, án þess að gera frekari grein fyrir skuldum sínum, enda komið í algert greiðsluþrot. Haustið 1921 er svo enn stofn- að nýtt félag á rústum danska félagsins og ber enn sama nafn- ið, H/f. Sólbakki. Þetta félag gerir þó enga grein fyrir eldri skuldunum, en sumarið 1922 byrjar þetta félag sérstök við- skipti við Islandsbanka. Aðalmað- urinn í þessu félagi og hinum þeirra hefir verið Kristján Torfason. Fékk hann hjá bank- anum, sumarið 1922, 35 þúsund kr. lán handa félaginu. Og nú fer að lifna yfir viðskiftunum svo um munar. 15. des. fær þessi sami maður 125 þús. kr. hjá bankanum til greiðslu á þeim 35 þús. sem hann hafði áður fengið, en afganginn ætlar hann að nota til frekari viðskifta. Um þessar mundir gerast all- flókin viðskifti milli Kristjáns Torfasonar og Islandsbanka, sem ég hirði ekki um að rekja nánar. En þeim lýkur á þann hátt, að á næsta ári, 1923, telur bankinn sér ekki annað fært en að afskrifa kr. 286.685.15, sem algerlega tap- að fé af lánum þeim, sem Krist- ján Torfason eða þetta þriðja hlutafélag hans hafði fengið. Tap bankans reyndist þó meira en hér er talið vegna skulda Kr. Torfasonar við útbú bankans á ísafirði, eða alls um 350.000 kr. Félag þetta er svo framselt til gjaldþrots í nóv. 1923. Nú virðist svo kynlega við bregða, að eftir því sem örðug- legar gekk fyrir þessum viðskifta manni og meiri urðu greiðslu- brigði frá hans hendi, því auð- veldara reyndist honum að fá fé hjá bankanum til framhaldandi viðskipta. I des. 1924 er enn stofnað nýtt félag hér í Reykjavík. Það er hlutafélagið Andvari, og Kristján Torfason er framkvæmdastjóri þess. Það byrjar viðskipti sín í janúar 1925 og fær þá þegar 200 þús. kr. að láni hjá íslandsbanka. Þegar félag þetta færir sig þann- ig svo rösklega upp á skaftið, er svo að sjá, að bankanum þyki viðskiftin álitleg, og fer þá á sömu leið um þennan mann og Sæmund Halldórsson, að bankinn opnar allar gættir fyrir honum og hann gengur í bankann næstu mánuði og tekur þar út upphæð- ir, sem ekki eru nein smálán, eins og ég mun brátt sýna fram á, eins og væri þar um geymslufé mannsins að ræða. Það skal tekið fram, að allar þessar upphæðir eru teknar án nokkurrar trygg- ingar. Féð er allt lánað út á and- lit þessa manns, sem hafði undan farið haft þau viðskifti í bankan- um, er ég hefi nú lýst að nokkru fyrir hv. þdm. Eg ætla þá til fróðleiks og með leyfi hæstv. for- seta, að lesa hér upp skrá yfir þau lán, sem Islandsbanki veitir Kristjáni Torfasyni f.h. h.f. And- vari sumarið 1925 til viðbótar við áður veitt lán: 5. maí .. .. kr. 80.000.00 8. júní .. . . — 50.000.00 22. júní . . . . — 50.000.00 8. júl . . . . — 50.000.00 23. júlí .... — 150.000.00 5. ágúst. . . . — 100.000.00 13. ágúst.. .. — 100.000.00 30. ágúst. ... — 150.000.00 4. sept.......— 100.000.00 24. sept......— 100.000.00 22. okt..........— 70.000.00 Og það er látið standa svo vel á þessum upphæðum, að þær eru til samans nákvæmlega ein miljón króna. Allir þessir víxlar féllu í gjald daga á tilsettum tíma og voru framlengdir án afborgana og sum staðar bætt við vöxtunum. Er nú skemmst frá að segja, að við- skiftum íslandsbanka og Krist- jáns Torfasonar lauk á þá leið, að bankinn tapaði alls: á Sólbakkafélaginu 350.000 kr. og á Andvara .. 1.157.496 kr. en það er samtals 1.507.496 kr. eða rúmlega ll/% miljón króna. Skilyrði fyrir lánveitingum. Eg hefi gefið þetta yfirlit, þótt leiðinlegt kunni að þykja, vegna þess að í því felst undirstaða sú, sem síðari liður till. minnar bygg ist á. Af þeim dæmum, sem ég hefi dregið fram, er ljóst, að nauðsynlegt er að gera einhverja þær ráðstafanir, er tryggi betur en verið hefir, lánveitingar bank- anna, og að setja sérstök skil- yrði fyrir þeim lánum, sem veitt eru til atvinnureksturs lands- manna. Að vísu skal ég játa, að það muni vera vandamál að setja þau skilyrði, sem að gagni koma í þessu efni. En ef Alþingi gerir ekkert til þess að leita að slíkum leiðum, þá verða þær aldrei fundnar. Og það er ekki verjandi né vansalaust fyrir Alþingi, að horfa upp á það ár eftir ár, að fé þjóðarinnar misfarist með slíkum ódæmum í vörzlum einstakra manna. Ef ekki eru í gildi á- kveðnar reglur eða skilyrði sett um hófsamlega og samvizkusam- lega meðferð lánsfjár og starfs- fjár, þá hlýtur að reka til mikils ófarnaðar fyrir þjóðinni hér eftir eins og hingað til. Annar töluliður till. minnar fer fram á að leitast verði fyrir um leiðir, til þess að setja haldbær skilyrði um lánveitingar úr bönk- um. Kem ég þá að því, hversu unnt yrði og á hvern hátt megi takast hófsamlegri og gætilegri meðferð lánsfjár. I niðurlagi til- lögunnar er með staflið a. og b. bent á tvo stóra hluti: að koma á kostnaðarminna og hagkvæm- ara skipulagi um stjórn útgerðar og verzlunar í landinu og að koma til leiðar hlutaskiptum við sjávar- útgerðina. Stjórn togaraflotans. Eg skal þá til frekari rökstuðn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.