Tíminn - 27.08.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1932, Blaðsíða 2
140 TlMINN hér á landi, utan Reykjavíkur. Byggingin kostar 42 þús. krónur og er að öllu hin prýðilegasta. Ríkið hefir lagt fram helming í byggingarkostnaðinn og án þess hefði ekki verið svo myndarlega af stað farið. Meðan íhaldið' hafði ráð á, var veitt x/5 úr ríkis- sjóði í sundlaugarnar móti 4/s frá héruðunum. Á þennan hátt tókst að halda áhuga unga fólks- ins niðri og hindra að sundlaugar væru byggðar svo sem skilyrði voru til og þörf fyrir. fhaldið beitti sér móti sundlaugahreyf- ingunni og hvergi á eftirminni- legri hátt en í Rvík, þar sem húsið er til og heita vatnið renn- ur fram hjá úr nýja barnaskól- anum eftir skólpræsum út í sjó. ’ íhaldsleiðtogarnir sjá ekki önnur ráð en þetta. Eg kem til Akureyrar.. Þar ber hátt menntaskóla Norður- og Austurlands. Húsið var til, en í- haldið vildi ekki að þar væri menntaskóli. Þegar flutt var til- laga í neðri deild 1925 um að leyfa stúdentsefnum afnot af hús- rúmi í skólanum, ef það væri ekki til annars haft, þá beitti allur íhaldsflokkurinn í deildinni sér á móti því, nema Hákon í Haga. Og þegar tillagan var samþykkt, sýndi þáverandi þingmaður Akur- eyrar, sem var íhaldsmaður, hin ótvíræðustu reiðimerki. Svo liðu misseri ov ár. Stú- dentsefnin voru komin að prófi á Akureyri, en prófréttinn vant- aði. íhaldsstjórnin þurfti ekki nema eitt stutt símskeyti til að leysa þann hnút. En hún vildi það ekki. Þá er málið flutt inn í þingið. Jónas Kristjánsson er rvkosinn við landskjör. Hann hefir lofað vinum skólans nyrðra að styðja málið. Hann vildi gera það. En íhaldið bannaði. Það heimtaði af hverjum þingmannii sínum að drepa tillöguna um prófréttinn og það tókst í það sinn. Valt á at- kvæði J. Kr., sem var búinn að lofa að vera með, en fékk ekki. Síðar var leyfið veitt, eftir að íhaldið hafði tapað kosningum og enn síðar gerð lög um mennta- skólann á Akureyri. Nú er þar ein hin prýðilegasta menntastofn- un landsins. Þangað sækja efna- litlu mennirnir, sem verða að mestu að treysta á sumarvinn- una til að standast skólakostnað- inn. Skólinn á Akureyri tryggir, að nú getur nálega hver vel greindur maður, sem hefir dug til að vinna, náð stúdentsprófi þó að hann sé fátækur. En fleiri njóta en um báðu. í öllum bekkjum skólans er meira og minna af unglingum úr íhalds- heimilum austan- og norðanlands. Foreldrarnir gerðu sitt til að tefja góða framkvæmd, en nota svo hlunnindin fyrir börn sín. Eg fer fram hjá Öngulsstöð- um, einni stórjörðinni í Eyjafirði. Þar er nýbýli rétt ofan við þjóð- veginn, bær og peningshús úr steinsteypu, byggt fyrir lán úr Bygginga- og landnámssjóði. Mik il nýrækt fylgir og ungi bóndinn hefir sennilega nálega eða alveg eins mikla mjólkurframleiðslu til samlagsins á Akureyri eins og sá sem býr á höfuðbólinu, sem í byggð hefir verið í þúsund ár. Tvenn lög frá síðasta kjörtíma- bili hafa gert mögulegt að stofna nýbýlið. Önnur lögin eru um einkasölu og verðlækkun á tilbún- um áburði. Hin eru um Bygg- ingar- og landnámssjóð. Meðan í- haldið sat að völdum frá 1924— 27 felldi það hvað eftir annað bæði frumvörpin. Blöð íhaldsins þingmenn og áhrifamenn þess flokks gerðu allt til að ófrægja og spilla fyrir báðum frv. og hvorugt komst fram fyr en íhald- ið var brotið á bak aftur. Nú er eftirtektarvert að fara um landið og sjá letur þessara tveggja laga rist með djúpum og óafmáanlegum dráttum í svipmót byggðanna. Dökkgræn nýræktin í hverjum dal hrekur illspár Árna frá Múla og samherja hans um áburðarverzlun landsins og nýju steinhúsin, sem Bygginga- og landnámssjóður hafa lánað fé til, sýna þroskaleysi J. Þorl., Otte- sens og annara samherja þeirra, sem heimskuðu sig á því ár eft- ir ár að spilla fyrir þessari láns- stofnun. I sumum sveitum hefir annarhver bær verið endurreist- ur á þennan hátt. Fegurri húsa- gerð og vandaðri en áður þekkt- ist hefir breiðst út um landið, auk umbótanna fyrir heimilin, sem njóta. En ekki hefir íhaldið samúð með þessum framförum. I fhaldskona úr Rvík kom að hálfsmíðuðu steinhúsi norðan- lands nú í sumar og sagði um leið og hún leit yfir steypumótin: Hvað hefir sveitafólkið að gera með .byggingar .úr steini og timbri? Þingmenn íhaldsflokksins sögðu þing eftir þing margt á- líka viturlegt um Byggingar- og landnámssjóð. Nú keppast fylgis- menn þeirra úti á landi um að fá þessi lán, sem J. Þorl. taldi þeim trú um 1925 að myndu gera íslenzka bændur að sveitarómög- um! Ég kem í sveit með dreifðri byggð, langt fram til dala, þar sem er rafhitun og raflýsing á öðrumhverjum bæ. Bjarni á Hólmi hefir reist flestar eða all- ar stöðvarnar. Slíkum stöðvum fjölgar meir og meir árlega um byggðir landsins. Mér eru í fersku minni hinar köldu undir- tektir íhaldsins um það leyti sem mér tókst að útvega smálán úr ríkissjóði til verkfærakaupa handa Bjarna, auk allrar þeirrar andúðar sem sýnileg hefir verið í dálkum Mbl. til þessa þjóðnýta snillings, sem hefir veitt ljósi og hita inn í svo marga sveitabæi. íhaldið hefir í verki verið and- vígt. þessari hreyfingu. Ég kem að Laugum í Þingeyj- arsýslu, hinum fyrsta héraðsskóla á fslandi. Þar eru nú þrjár stór- byggingar, sjálft skólahúsið með sundlaug, stórt og vandað íþrótta- hús og húsmæðraskóli fy.rir 15 stúlkur. Um hverja einstaka fram kvæmd á Laugum hefir staðið barátta við íhaldið, og enginn steinn hefði verið lagður þar í nokkra af þessum byggingum, ef íhaldið hefði við ráðið. Vorið 1923, árið áður en byggt var, kom eg á leiðarþing að Breiðumýri. Þá komu íhaldsræðumenn með þá til- lögu að sýslan skyldi ekki nota þau 35 þús., sem Alþingi hefði þá veitt til byggingar þessa skóla. Um 5000 kr. í sundlaug skólans var hún mesta styrjöld við íhalds- menn og bæði Björn Líndal og Jón Þorl. til að nefna aðeins tvo Mbl.-menn, gátu ekki minnst skól- ans á Laugum, án þess að hrak- yrða stofnunina og venjulega skólastjórann um leið, En fyrir athafnir framfaramannanna eru nú á Laugum hin mestu og glæsi- legustu húsakynni í sveit á Norð- urlandi. Þar geta yfir 100 æsku- menn, karlar og konur, stundað nám undir hinum beztu skilyrð- um. Og verkin tala í s ýslunni um áhrif skólans, þó að fátt eitt verði hér talið. í fjölmörgum heimilum í sýslunni ber mikið á heimilisiðnaði, sem breiðist út frá húsmæðraskólanum. Fyrir glugg- um eru fagurlega ofin glugga- tjöld heimagerð. Á borðum eru heimaofnir dúkar og mörg önnur heimilisprýði. Piltarnir úr skólan- um smíða margir hvei’jir skrif- borð og skrifborðsstóla, og flest hin algengustu húsgögn á sveita- bæjum. Kennari þeirra á Laug- um, Þórhallur frá Ljósavatni er bæði listamaður og trésmiður, og verk lærisveina hans sanna hversu vel hann kennir. Þá hefir sundlaugin haft mikilvæg áhrif. Sonur sýslunefndarmannsins á Flatey á Skjálfanda, skólapiltur frá Laugum hefir tvisvar bjarg- að föður sínum frá að. drukna, og notið þar sundfimi sinnar. Sonur Þorst. M. Jónssonar sem bjargaði manni frá drukknun á Norðfjarðai'höfn í vetur hafði sundmennt sína frá Laugum, og við sundkappleiki Norðurlands bera Laugamenn af öðrum mönn- um. Um hin andlegu áhrif skóla þessara verður ekki margt sagt í stuttri blaðagrein, annað en það, að þau eru að minnsta kosti jafn holl og þýðingarmikil fyrir hér- aðið eins og íþróttirnar og vinnu- kennslan. Og allt þetta hefði íhald sýslunnar og landsins um- tölulaust kyrkt í greip sinni, ef það hefði verið þess umkomið. Ég kem til Stykkishólms, í hið gamla bæli útlendrar verzlunar- kúgunar. Kaupfélagið er að láta reisa þar frystihús til að undir- búa vöru Snæfellinga fyrir enska markaðinn. Þá hvarflar hugurinn nokkur ár til baka, þegar Sam- bandið byrjaði að gera tilraunir með sölu á kældu og frystu kjöti ytra, og þegar kæliskipsmálið var á döfinni. Þá sátu 5 menn í nefnd til að rannsaka þörfina á kæli- skipi fyrir landbúnaðinn. Fram- sóknarmennirnir Tryggvi Þór- hallsson og Jón Árnason lögðu mikla vinnu í málið. Þeir sönn- uðu að landbúnaðurinn þyrfti kæliskip og þeir lögðu til að slíkt skip yrði byggt. En meirihluti nefndarinnar, þeir sem íhaldið hafði kosið, sáu enga þörf eða nauðsyn fyrir bændur að fá kæli- skip. Þeir vildu sofa vært og lengi. Ef ráði þeirra hefði verið hlýtt myndi hörmulega líta út nú fyrir íslenzkum landbúnaði. Ég bæti við þrem dæmum um siðferðiþroska íhaldsins um lands- málabaráttuna. 1930 vildi Jón Þorl. gera þjóðina að athlægi um allan heim með því að láta ræða á þúsund ára hátíðinni um þakk- arskuld íhaldsins við Helga Tóm- asson. Vorið 1931 sýna allir íhaldsleiðtogar manndóm sinn og þroska skrílvikuna frægu, og með því að skríða loks á bak við Gunnar á Selalæk, sem að sögn þeirra sjálfra hafði borið vit fyrir þeim. Og loks á þinginu 1932 neita sömu menn þjóðfélagi sínu um skatta og fjárlög, og gera sig líklega til að setja þjóðskipulag- ið í hættu, aðeins til að geta hindrað um stund að rannsökuð verði miljónatöp íslandsbanka til íhaldsmanna víða’ um land. Þessi dæmi verða látin nægja hér. Ótal jafnglögg dæmi mætti benda á. Skoðun Tímans að í stjórnmálum sé íhaldið höfuð- skaðræðið og ólán þjóðarinnar hefir til skamms tíma þótt alveg óyggjandi meðal umbótamanna landsins. Framangreind dæmi sanna, ef með hefði þurft að þessi skoðun hefir verið rétt og er rétt. Leiðtogar íhaldsins álykta rangt um þjóðmálin. Ef fylgt er ráði þeirra skapar það kyrstöðu og vesöld. Umbæturnar í þjóðlíf- inu koma frá þeim, sem sjá fram- faraskilyrðin og' þörfina og hafa kjark og manndóm til að vinna að umbótinni. Það er hlutverk þessara manna að leiða íhaldið, að bjarga hagsmunum þess og og framtíðargengi úr höndum skammsýnna foringja. Sumir menn látast kenna í brjósti um framijiramennina fyrir átök þau, er þeir gera. En það er óþarfi. Þeirra starf er að vinna. Eng- inn þarf að kvarta fyrir þá blaðamenn og þingmenn, sem hafa leitt þjóðina til að byggja nýja vegi, skóla, íshús, rækta tún, reisa rafstöðvar o. s. frv. Framfaramennirnir vilja gera þetta og skoða það enga velgerð, að einhverjum íhaldspottum sé hvolft yfir höfuð þeirra, þó að það sé gert í góðu skyni til þess að þeir vinni ekki of mikið. Mér virðist því, að um enga framför sé að ræða hjá íhaldinu. Þáð sé nákvæmléga jafnsljótt og skynlaust í dag eins og í gær. Það er í félagsmálum ekki hæft til annars en að vera svefnmeðal. Og á krepputímum eru nóg önn- ur öfl til að draga úr þreki þjóð- anna. Á krepputímum er íhaldið allra skaðlegast. Þá eru að vísu ■ ekki gerðar samskonar verklegar i framkvæmdir og í góðæri. En þá j er einmitt mest þörf fyrir þá ] eiginleika, sem íhaldið vantar. ! Þá þarf vitsmuni en ekki heimsku, víðsýni en ekki pottlolc fyrir himinn, kjark en ekki ístöðuleysi, réttlætistilfinningu en ekki yfirhylming með aíbrota- mönnum. íhaldið er allt af skaðlegt, en mest þegar hættur steðja að þjóðunum. íhaldsstefnan er þessvegna al- veg sérstaklega hættuleg, meðan heimskreppan þjáir löndin. Sú stefna sem sannanlega hefir kom- ið mönnum til að hugsa fávíslega og rangt um tiltölulega einföld mál eins og þau sem nefnd hafa verið hér að framan, er ekki lík- leg til að bjarga þjóð frá fjár- hagsmeinum yfirstandandi tíma. J. J. Yígsla Þverárbrúarinnar sunnudaginn 21. ágúst s. 1. Jónas Jónsson alþm. kom heim um síðustu helgi úr ferðalagi um Norður- og Vesturland. Atvinnumálaráðherrann, þorsteinn Briem, vígði brúna á þverá í Rang- árvallasýslu, á sunnudaginn var, að viðstöddu miklu fjölmenni. Ur þvi klukkan var 11 um morg- uninn fór fólkið að safnast að brúnni. Vígsluathöfnin fór fram norð- anvert við brúna. Ræðustóll var á vegarbrúninni rétt við norðurenda brúarinnar, og söngflokk K. F. U. M., sem fenginn hafði verið til að skemta um daginn, var ætlað að standa á veginum við, brúarendann bak við ræðustólinn. Áheyrendum var ætlað að vera á árbakkanum neðan við veginn, sem þarna er um 4—5 metrum hærri en árbakkinn. I þessu sambandi má gefa tvær bendingar, sem vera mættu til eftir- breytni. Ræðustóllinn var fastur, en það má ræðustóll, sem tala á úr á útiskemmtunum, aldrei vera. Hann verður að vera laus, svo að ræðu- maður geti alltaf snúið undan gol- uni, og áheyrendasvæðið svo stórt, að ekki geri til, hvert ræðustóllinn snýr. í öðru lagi var ræðustólinn of hár, og sérstaklega stóð söngflokkur- inn allt of bátt. þessa gætti mest meðan golan var sem mest fyrra hluta dagsins. En þá fór talsvert af því sem ræðumenn sögðu, og söng- flokkurinn söng, út í veður og vind, ofan við kollana á áheyrendunum, sérstaklega þeim, sem nærri stóðu. Betra hcfði v.erið að liafa lausan ræðustól uppi á danspallinum, og hita söngflokkinn syngja þar. þaðan befði hvorttveggja notið sín betur. Eftir dagskránni átti hátíðin að byrja með guðsþjónustu kl. 12. En kl. 12 vantaði bæði prédikara og sýslumann. það var því ekki fyr en kl. hálf eitt sem athöfnin byrjaði. Fyrst söng söngflokkur K. F. U. M. sálminn: „Eilíf dýrðleg æðsta vera, alvöld, heilög, rík af náð" o. s. frv. En því næst predikaði séia Erlendur þórðarson í Odda. Að lokinni ræðu prestsins var sungið: „Faðir and- anna“. þá steig sýslumaður Rangæinga i ræðustólinn og setti ’ samkomuna. Lýsti hann því, að tilefnið til þess að hann hefði liafizt lianda í því að reyna að hrinda þessu verki áfram á þessu sumri væri það, að Páll Zophóniasson ráðunautur hefði skrif- að sér um málið og fyrir áeggjan lians hefði liann svo með honum boð- að til fundar að Stórólfslivoli til þess að ræða málið við héraðsbúa. þar hefðu allir nema einn greitt at- kvæði með því að reyna að safna samskotum innan sýslu, og lána síð- an ríkjssjóði, og síðan hefði þau sam- skot gengið svo greiðlega, að láns- upphæðin næmi nú 110 þús. kr. og væri nú að fullu búið að ganga frá öllum skuldabréfum þessu viðvíkj- anda. Yrði nú auk þverábrúarinn- ar byggð brú á Afíallið, og væri þeg- ar byrjað á henni og að líkindum einnig yfir Álana, og mundi liið samansafnaða fé, er Rangæingar hefðu lánað, hrökkva til þessa. I lok ræðu sinnar minntist sýslu- maður þess, hve ánægjulegt það væri, að í þessu velferðarmáli héraðsins hefðu allir tekið höndum saman sem einn maður. Vænti hann þess, að þess myndi skammt að bíða, að einnig Markarfljót yrði brúað með samtökum héraðsbúa. Eftir ræðu sýslumanns söng karla- kórinn: „Allir eitt“. Eftir þetta hófst sjálf vígsluat- höfnin. Atvinnumálaráðherrann, þor- steinn Briem, flutti ræðu þá, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Eftir hana var sungin brúardrápa eftir þorstein Gíslason. Var hún orkt í tilefni af deginum og verður án efa sýslusöngur Rangæinga í fram tíðinni. Ráðherrafrúin klippti því næst á silkiboi'ða, sem strengdur hafði ver- ið yfir brúna, og liófst síðan skrúð- ganga yfir brúna úr Hvolhreppi í Vestur-Landeyjahrepp. Nærri 3 þús- undir manna tóku þátt í skrúðgöng- unni. En giskað var á að yíir 1000 manns hefðu ekki gengið yfir brúna, og sé það borið saman við þá ágizk- an á mannfjöldánum,- sem hægt var að gera eftir tölu bifreiðanna, sem þarna voru, og hesta sem í gæzlu voru, er trúlegt að um 4500 manns hafi mætt við hátíðahöldin. þá hóf síra Sveinbjörn Högnason alþm. máls og mælti fyrir minni ís- lands. Bar hann fram þá ósk, að þjóðin mætti í framtíðinni bera gæfu til að byggja margar brýr slíkar og aðrar i óeiginlegri merkingu, sem mættu leiða til þess, að meira og meira af möguleikum okkar ágæta lands yrði notað, en þá á þann hátt, að velmegun allra borgara landsins yrði meir metin en auðg- un einstaklinga, svo að eigi þyrfti almenningur að fara margs á mis af því, sem kröfur verður að gera til af menntuðum mönnum, en það ættum við allir að verða, ís- lendingar. Á eftir söng karlakórinn: O, guð vors lands. Næstur talaði Jón Ólafsson, alþm., og mælti fyrir minni sýslunnar. Tal- aði hann _um spai'semi Rangæinga og þrautseygju í baráttu við eld- gos og vötn, og að úr því héraði hefði engir flúið ’til Vesturlieims. Var þetta allt réttilega fram tekið, en vel hefði ræðumaður getað sparað sér skæting tii pólitískra andstæð- mga á þessari gleðistund. Karlakór- inn söng: þú stóðst á tindi Heklu hám. Kl. 5 síðd. hófst borðhald fyrir þá, er unnið höfðu að undirbúningi verksins, og stóð til kl. 7y2. Varð þá hlé á dagskránni, en á meðan var stiginn dans. Var borðhald þetta til nokkurrar truflunar og hefði átt að geymast, þangað til dagskránni var lokið, því að margir eru þeir, einkum meðal eldra fólks, sein ekki taka þétt í dansi, en vildu lilýða á ræður og söng til enda. Er þetta einnig til athugunar þeim, sem fyrir slíkum mótum standa. Að loknu borðhaldinu söng karla- kórinn nokkur lög, en því næst tal- aði síra Jón Skagan fyrir minni kvenn. Minntist á hvern þátt kon- urnar hefðu átt í samskotunum til þessarar lántöku, að kona liefði lán- að stærstu upphæðina — 12 þús. kr. — Að ræðu lians lokinni var sungið: „Fósturlandsins Freyja“. Páll Zophoníasson flutti þá ræðu fyrir minni bænda. Brýndi fyrir þeim að vera trúir sinni hugsjón, en hún væri sú, að búa þannig á jörðunum, að þeir, hver einn á sinni búskapartið, tvöfölduðu gæði jarðarinnar, því með því yrði jörðin eins góð lianda tveimur eftir þeirra dag og einum áður, og með þvi væri tryggt að unga fólkið þyrfti ekki allt að flýja á mölina. þá var sungið: Man ég grænar grundir. þá talaði Gísli Sveinsson sýslumaður í Vík, utan dagskrár, m. a. um þörfina á því að fá Markarfljót brúað, og að um það yrðu Rangæmgar og Skaptfellingar að vinna saman. — Loks söng karla- kórinn nokkur lög. Veðrið var gott allan daginn. Og um hátiðina sem heild má segja það, að hún fór í öllum aðalatriðum vel fram og mun hennar lengi rninnst verða. RÆÐ A við vígslu Þverárbrúarinnar. Flutt af Þorsteini Briem atvinnu- og samgöngumálaráðherra. Góðir Rangæingar, konur og karlar! Eg er hingað lcominn til þess að samfagna yður með enn einn sig- urinn, sem unninn er í sögu þessa héraðs. Og þegar ég kem hingað í fyrsta sinn á þennan stað, þá er mér sem ég komi hér á kunnar bernsku- slóðir, sem ég hafi oft reikað um. Svo oft sveif hér léttur barns- og æskuhugurinn fram og aftur í fylgd með þeim göfgu feðrum, er fyrst- ir námu hér héröð og í fyigd með köppunum frægu, er hér riðu til þinga eða til harðleikinna vopna- funda um liéraðið. Hér sá barnshugurinn bóndann, sem fyrstur bar áburð á tún sitt. Ilér sá hann að verki hinn stórvirk- asta sláttumann, sem sögur eru af komnar. Og hér úti fyrir hafnlaus- um söndunum sá ég í æsku minni klerkinn koma að landi og kljúfa háa öldufaldana með saltarann í höndi sór. Sérhver sögukær íslendingur, kem- ur því að nokkru leyti í æskusveit sína þegar hann kemur í Rangár- þing. Hann hefir í æsku átt sér hér bernskuból fyrir hugann. Og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.