Tíminn - 17.12.1932, Page 1

Tíminn - 17.12.1932, Page 1
©Jalbferi 09 afijreiðsluma&ur Cimans et Ha nnueig p o rs t einsöóttir, iiíefjarQötu 6 a. Heyfjauíf. ^A.fgreib»ía C i m a n s er i íœf jar$ðtu é a. CDpin ðoglcgd' fL 9—é Sfnd 2553 XVI. árg. Reykjavík, 17. desember 1932. 58. blað. Skuldamál bænda í sumar sem leið sagði merk- ur bóndi í Norður-Múlasýslu við þann sem þetta ritar, að sér fynndist tími til kominn, að þjóð- félagið veitti bændastétt landsins hlutfallslegan stuðning við það, sem aðrar stéttir hefðu fengið. Það sem þessi maður sagði þá mun hafa, á þeim tíma, verið ofarlega í huga þúsunda af bænd- um landsins. Á undanförnum ár- um hafa þeir séð þungum byrð- um velt af bökum leiðandi manna í stórútgerð og kaupmannaverzl- un yfir á þjóðfélagið. Menn vita að þessi baggi er liðugar 30 mil- jónir króna. Þungir vextir bank- anna er greiðsla atvinnurekenda á þessu framlagi. Einn lítili dropi í þessu hafi eru þær þrjár milj. af láni M. Guðm. frá 1921, sem Alþingi 1930 lagði á herðar skatt- greiðenda landsins. Vextir og af- borganir af þessari upphæð eru um 350 þús. kr. eða dálítið hærri upphæð en að jafnaði er varið til að byggja nýja þjóðvegi. Þó eru þessar 3 miljónir aðeins lítill hluti af þeirri byrði, sem alþjóð manna hér á landi stendur undir vegna kaupmanna og útgerðar- manna. Næst koma verkamenn. Þegar kreppan svarf að þeim báðu þeir um aðstoð ríkisins við atvinnu- bætur kaupstaðanna. í því skyni hefir ríkissjóður nú lagt fram nokkur hundruð þúsund, og mikl- ar líkur til að verulegum upphæð- um af almannafé verði framvegis varið til að létta kjör erfiðis- manna í bæjunum. En stærsta stéttin, bændurnir, hafa liðið mest við kreppuna, án þess að byrðar þeirra hafi verið léttar. Verðið á sjávarafurðum liefir að vísu fallið, en ekkert svipað eins og framleiðsluvörur sveitabænda. Atvinnurekendur og verkamenn í bæjunum hafa fært mikið af erfiðleikum sínum yfir á þjóðfé- lagið. Bændurnir hafa haft lak- asta aðstöðu, en þó fengið að bera sinn hluta af aukabyrðum ríkisins. En nú kemur röðin að bændun- um. Þeir koma ekki -með neinar bænir um ölmusu. Þeir koma með kröfu um jafnrétti. Þeir heimta að hlutfallslega við aðrar stéttir verði létt undir með atvinnu- rekstri þeirra. Hér skal ekki farið nánar út í það, hversu sú aðstoð verði veitt og þegin. Það er fyrirkomulags- atriði, og munu síðar gerðar um það ítarlegar tillögur hér í blað- inu. En einn lið í þessum sjálf- sögðu réttlætiskröfum bænda þykir rétt að nefna strax. Það á ekki að skipta um menn við ís- lenzkan landbúnað. Það mjmdi vera þjóðarólán, ef kreppan yrði þess valdandi að byrjað yrði að flæma bændur af jörðum sínum, og leita eftir nýjum bændum. Það má fullyrða að engir menn í land- inu eru betur færir um að t>úa í sveitum landsins heldur en þeir, sem búa þar nú. Erfiðleikamir eru miklir fyrir bændur landsins. Því meiri þörf er fyrir þá festu, þrautseigju og kjark, sem einkennir íslenzka bændastétt. Aldrei hefir verið meiri þörf þeirra eiginleika held- ur en nú. Ef bændur sækja mál sitt með kjarki og þrautseigju, þá mun hættunni verða bægt frá. Bændur landsins munu sameinast um þá kröfu, að ekki verði skipt um menn í stétt þeirra, og að þeir fái hlutfallslegan stuðning frá þjóðfélaginu, eins og aðrar stétt- ir hafa nú fengið, til að komast yfir erfiðleika yfirstandancií tíma. Á öðrum stað hér í blaðinu birt- ist grein eftir ungan þingeyskan bónda, ^em sýnir hvernig þúsund- ir af bændum landsins líta nú á þessi mál. ---o- Fara útsvörin hækkandi? Greiðsluhalli bæjar>jóðs Keykjavíkur í 4 ár. Bæjarreikningurinn fyrir 1931 er nýkominn út. Eins og fyrri daginn er reikningurinn með „gamla laginu“ og því eigi auð- hlaupið að því að sjá reksturs- niðurstöðu bæjarsjóðs fyrir árið 1931. Hvenær á að breyta formi reikningsins í það horf, að hann sýni hina raunverulegu reksturs- niðurstöðu? Nú er blandað inn í reikning yfir tekjur og gjöld m. a.: eftirstöðvum í ársbyrjun og árslok, andvirði seldra eigna, !ánum (færð sem tekjur!) o. fl., sem engin áhrif hefir á reksturs- niðurstöðuna. Það er eftirtektar- vert, að mjög sjaldan er í Rvík rætt um niðurstöður bæjarreikn- inganna, og að almenningur fylg- ist illa með afkomu bæjarsjóðs. Enginn vafi er á því, að eín að- alorsökin til þessa er sú, að reikn- ingur yfir tekjur og gjöld bæjar- sjóðs er þannig gerður, að al- menningur áttar sig alls ekki á afkomu bæjarsjóðs eftir honum, og er slík heldur engin von, þar sem í reikningnum er grautað saman tekjum og gjöldum og öðrum út- og innborgunum eins og á hefir verið drepið. Menn hafa orðið mjög varir við fjárþröng bæjarsjóðs á yfir- standanda ári. Aðallega hefir hún orðið opinber vegna stöðugra málaleitana bæjarins til banka og ríkisstjórnar um lán til þess að geta haldið uppi atvinnubóta- vinnu. Staðreyndin um fjárþröng bæjarins stingur mjög í stúf við gort það um fjárhagsafkomu Rvíkur, sem íhaldsblöðin í bæn- um hafa flutt íbúum hans allt fram að yfirstandanda ári. Það mun hafa verið á síðastliðnu ári, að í Mbl. birtist löng grein um fjármál Rvíkur, þar sem því var lialdið fram, að um mörg undan- farin ár hafi verið mikill rekst- ursafgangur hjá bæjarsjóði, og því til sönnunar bent á eigna- aukningu bæjarins undanfarin ár. Samkv. þessu hefði því mátt búast við, að eitthvað af þessum 1 ekstursafgangi væri handbært til þess að mæta óvenjulegum útgjöldum vegna atvinnuleysis- ins. En svo hefir ekki reynst. Verður sú niðurstaða eðlileg þeg- ar þess er gætt, að eignaaukning sú, sem vísað var til í framan- nefndri grein, var að mestu fólg- in í götum og holræsum og öðr- um líkum eignum. [ Hver hefir þá verið afkoma bæjarsjóðs Rvíkur undanfarin ; ár? Samkv. reikningunum hefir ! hún verið þessi: ! ................ . 1928 greiðsluhalli .. . . 173 þús 1929 608 — 1930 • • • • 951 — 1931 • • • • 472 — Greiðsluhalli síðustu 4 árin samtals 2 milj. 204 þúsund. Greiðsluhalli fjögurra síðustu ára hefir numið ríflega jafnhárri upphæð og álögð útsvör á yfir- standanda ári. 2.122 þús. kr. af greiðsluhall- anum hafa verið jafnaðar með lántökum, en 82 þús. kr. hafa verið teknar af handbæru fé bæj- arsjóðs. Skuldir bæjarsjóðs voru liðl. 88% hærri í árslok 1931 en þær voru í ársbyrjun 1928 (Afb, skulda á tímabilinu 648 þús.). Af hverju hefir gTeiðsluhalli undanfarinna ára stafað? Hefir hann komið fram vegna þess, að bæjarsjóður hafi fest fé í arð- gæfum fyrirtækjum, sem standi sjálf straum af lánum þeim, sem til þeirra hafa verið tekin? Nei, því er ekki til að dreifa. Greiðslu- hallinn og lántökumar eru fram komnar vegna óarðgæfra fram- kvæmda, t. d. bamaskólabygg- ingar, sundhallar o. þvíl., fram- kvæmda, sem í góðum árum eins og árunum 1928—1930, eiga að framkvæmast með tekjum ársins ef vel á að fara. Fjármálastefna meirahlutans í bæjarstjórninni hefir verið sú undanfarin ár, að jafna eigi ekki niður útsvörum nema til þess að standast óhjá- kvæmileg útgjöld bæjarins. Allar nýjar framkvæmdir, sem nokkuð verulega kveður að síðustu 4 ár- in hafa því verið unnar fyrir lánsfé. Árin 1928 til 1930 voru þó mjög góð ár fyrir Reykvík- inga og öllum skynbærum mönn- um mátti vera það ljóst, að eigi var hægt að búast við betri getu hjá bæjarbúum » til útsvars- greiðslu í annan tíma í náinni framtíð. 1 þessum góðærum hækkuðu skuldir bæjarsjóðs Rvíkur um liðlega 88%, en bær- inn eignaðist enga þá eign á móti, sem arð gefur. Afleiðingarnar af þessari fjár- málastjórn koma æ skýrar í ljós. Vaxtaútgjöld bæjarsjóðs voru 1927 88 þús. kr., en 1931 voru þau komin upp í 220 þús. Nú á þessum vandræðatímum eiga bæjarbúar að svara vöxtum og afborgunum af lánunum, sem tekin voru á góðu árunum til við- bótar þeirri útgjaldaaukningu, sem hin almennu vandræði í bæn- um hafa í för með sér, t. d. auk- ið fátækraframfæri og atvinnu- bótavinna. Menn hefðu átt að mega eiga þess von, að þegar gjaldgeta bæjarmanna sem! heild- ar hefir rýrnað svo mjög, sem nú er raunin á, þá hefði útsvars- upphæðin í heild átt að geta lækkað og eigi sízt eftir undan- farin góðæri. En allar líkur virð- ast benda í þá átt, að bæjar- j stjórnaríhaldið hafi búið svo um hnútana undanfarið, að eigi þýði að gera sér vonir um slíkt. 1- [ haldið er alltaf sjálfu sér líkt. Ríkissjóður er ennþá að greiða vexti og afborganir af eyðslulán- um íhaldsstjórnanna, sem stöfuðu af því, að þeir vanræktu að afla tekna á stríðsgróðaárunum. Bæj- arsjóður Rvíkur á framvegis að rogast með skuldabyrðina frá undanförnum góðærum. Á sama tíma, sem íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Rvíkur hefir tekið hvert eyðslulánið á fætur öðru eins og að framan er lýst, hefir hann selt af lóðum og lönd bæj- arins og gert andvirði þeirra að eyðslufé, og það sem þó er enn verra: stuðlað með því að þeirri verðhækkun á löndum og lóðum bæjarins, sem er að gera allri framleiðslu ólíft í bænum. Reyk- víkingar verða nú að standa undir lánum bæjarsjóðs og þar að auki sjá þeim farborða með fátækraframfæri eða atvinnubóta- vinnu, sem atvinnu sína missa bjá þeim framleiðslufyrirtækj- um, sem orðið hafa að hætta störfum hér í bænum, vegna þeirrar dýrtíðar, sem skapazt hef- ir undanfarið, og að verulegu leyti á rót sína að rekja til hins háa landverðs, sem bæjarstjórnin hefir átt sinn mikla þátt í að koma á með sölu bæjarlóðanna. Hve lengi ætla Reykvíkingar, iðn- aðarmenn, sjómenn og verka- menn að láta það viðgangast, að íhaldsmenn ráði í bæjarstjóminni með þeim árangri, sem hér hefir verið lýst, sem reikningur bæjar- sjóðs sýnir og drepið hefir verið á hér að framan? Eysteinn Jónsson. ----o--- TJTr heimi kreppunnar. i. Upp i innstu dali berast nú fréttir um hinar ógurlegu deilur og bar- smiðar í höfuðstaðnum. Vafalaust mestu óeirðir, sem orðið hafa á þessu landi i aldaraðir. Engum, sem f.vlgst hefir með pólitík seinni ára þarf að koma slikt á óvart. Slíkar róstur íylgja ávalt því þjóðskipulagi, sem nú ríkir, of þjóðirnar eru ekki nógu vel á verði til deilingar þeim verð- mætum, sem hinn vinnandi lýður mokar upp í fjárhirslur þjóðanna. þær róstur fylgja einnig þeirri óvar- kárni, sem því er samfara, að fólk þ.vrpist saman, á fáum árum og skipulagslaust, í þorp og kaupstaði, i \on um skjótun arð fyrir vinnu sína hjá rótlausum „spekulöntum". — Kreppa sú, er nú geysar yfir lönd- in heíir átt auðrataða leið hingað. Fyrgreindgr ástæður hafa skapað henni hér frjóan jarðveg. Kreppan, þessi síðasta dóttir menningarinnar. Kreppan, sem allir standa ráðþrota eða huglausir fyrir. Kreppan, sem nú sigar saman eins og viltum rökkum, áður friðsömum borgurum, í oklcar vopnlausa landi, Islandi. í næstliðin ár hafa höfuðstríð ís- lenzkra1 stjórnmála. verið háð í Reykjavík og aðallega um Reykja- vik. Aðal deilurnar liafa staðið milli manna í Reykjavík. Og jafnvel pó deiit hafi verið um ýms vetfarnaðar- mál sveitanna hafa bændur landsins lagt undárlega fátt til þeirra mála, svo opinbert sé. Má vera að slíkt hafi ekki komið að sök, þar sem bænda- stéttin hcfir haft harðvítugum full- trúum á að skipa, þó þeir hafi ekki | ávalt verið bændur. Samt finnst mér bændur eiga fullan rétt til þátt- töku í umræðum um það höfuð- vandainái landsmanna nú, sem ekki er fyrst og fremst fjármál rikissjóðs- ins, lieldur fjárliagsvandræði borgar- anna í landinu og þá alveg sérstak- lega viðskiptaörðugleikar þeirra mnnna, sem hafa sérstöðu i atvinnu- málum þjóðarinnar. þeirra manna, sem ekki hafa laun sín af opinberu fé, eins og embættismennirnir, ekki ágóða af verzlun, eins og kaupmenn- irnir, ekki eru ráðnir upp á fast kaup, eins og mikill hluti sjómanna og ekki liafa atvinnubótavinnu eins daglaunamennirnir þegar að sverfur, — íslenzku bændanna, sem ekki hafa látið kveinstafi frá sér heyrast ennþá, svo teijandi sé, jafn- vel þó kreppan hafi þrælslegast á þeim tekið, af öllum öðrum stéttum þjóðfélagsins. II. Eins og mörtnum er í fersku minni, liríðféjlu alurðir bænda i verði, árið 1020. Tvö til þrjú fyrstu verðfallsárin varð svo ógurlegt tap á búrekstrin- um, að slíks voru ekki dæmi áður í sögu landsins. Einstakir bændur, sem áttu inni í viðskiptareikningum sínum árið 1910 og höfðu 8—10 manns i heimili, voru búnir að evða þeirri innstæðu og stofna til jaín- hárra skulda i reikningum sinum lírið 1922—192::, án þess þó að hafa ráðizt í nokkrnr sérstaknr kostnnðar- sarnar framkvæmdir. Maður skyldi nú ætla, að þegar hag bænda var jafnilla komið og án i‘ln var 192.‘5 og 1924, mundi þjóðfé- lagið gæta mjög mikillar varúðar i allri álagningu og löggjafarlegri með- ferö á bændum. Ef til vill mætti segja, að þessa hafi gætt að einhverju leyti hjn löggjöfunum er jarðræktar- lögin voru samþykkt árið 1923. það spor ber að þakka og þeirra að minn- ast, sem að því góða lagasmíði unnu. Hitt var jatn óviturlegt og algerlega óverjandi, af ráðsmönnum þjóðarinn- ar, er lagðui' var á bændurna hinn grimmilegi og ósvífni skattur haust- iö 1925, skatturinn sem fyrst og fremst var Jagður á skuldugustu mennina í landinu og um leið þá hændur, sem höfðu hug og dug til að stofna til skulda, vegna framkvæmda á jörðum sínum. Skatturinn, sem ég hér á við er hin illraimda gengis- hækkun. Nærri lætur, að gengis- hækkunin hafi sama sem hækkað skuldir bændanna um fimmta hluta, og það furðulegasta er að sú hækk- un var að beinni tilhlutun ríkis- valdsins. Ilve mun sú rangláta upp- íærsla skuldanna nema hárri upp- liæð nú, með vöxtum og vaxtavöxt- um? íslenzku bændurnir eru hæglátir og stilltir vel. þeir eru löghlýðnir og að jafnaði kurteisir i viðskiftum. — Gengishækkunarskattinn greiddu þeir án verulegrar möglunar. En sú greiðsla varð mörgum dýr. Efnilegir ungir menn urðu að yfirgefa sveit- ina, selja feðra óðul sín og flyt.ja á mölina, vegna minnkandi vona um greiðslu áfallinna skulda. Hinir sem fastari vóru fyrir, sátu á jörðunum sem fyr, börðust um sem fastast og biðu með óþreyju eftir ávöxtunum af striti sínu. En loftið var þungt. Bjartviðrið var ekki á næstu grösum. I slóð gengishækkunarinnar og vax- andi fólkstraums til kaupstaðanna kom annað ekki betra — fjársukk og óreiða íslenzku bankanna og þá sér- staklega íslandsbanka í Reykjavik. Ofan á hækkundi skuldir, bættust okurvextir. En bankarnir töpuðu ná- lega engu á íslenzku bændunum. Bankatöpin, sem eru nú orðin yfir 30 miljónir króna, eru þvi í eðli sinu ekki synd á þeirra herðum. En ríkið eða bankarnir hafa lagt byrðina á herðar liændanna og þó ótrúlegt sé, þá fyi-st og fremst á heröar þeirra ., sem skuldað liafa mest — á frarn- kvæmdamennina í landinu. Á þá sem liafa verið beztir meðal þjóðar- innar, en haft minnsta getu til að liorga. Á þn, sem átti að hlíía við slíkum útgjöldum, en það voru ein- mi(t skuldamonnirnir. Samt sera áð- ur voru þeir látnir borga brúsann,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.