Tíminn - 17.12.1932, Page 2

Tíminn - 17.12.1932, Page 2
212 TÍMINN því bankamir og ríkið tóku einmitt upp það kynlega ráð og óheilla ráð, að hafa bankatöpin upp með háum útlánsvöxtum, að „miansta kosti að miklu leyti. III. fslenzku bœndununi fannst nú á árunum 1927 og 1928, þegar dilksverð- ið væri ca. 20 kr., að þeir mundu geta notað krafta sína og það til fulls, i viðureign við gömlu skuldimar, magnaðar af gengishækkun og bankatöpum. Takmark bændanna va:r fyrst og fremst að: greiða skuld- ir sínar til fulls og að: gera jarðir sinar verðmeiri og betri til ábúðar, sjálfum sér og komandi kynslóðum. Hinni seinni þraut þokar nú fram tíl.: sigurs. Tún hafa verið . sléttuð og stækkuð, steinhús reist á rústum gamalla mpldarkofa, girðingar lagð- ar um tún. og engi. og þó margt sé óunnið, fer þó landið stórum batn- andi. En því miður horfir ver við með skuldirnar. þær hafa af eðlileg- um ástæðum vaxið nú síðari árin. Verðfall á landbúnaðarvörum hefir nú loksins orðið svo ægilegt, að lengra virðist varla komizt. þegar uljin er oi-ðin kring um 1 kr. kg. og þingeyskur dilkur 6—7 króna virði, getur bóndinn varla lengur búist við afborgun gamalla skulda, sem velta á þúsundum króna. En bændurnir mögla ekki. Að- ferðirnar, sem þeir nota nú, eru hin- ar sömu og áður til bjargráða: hljóð- látt strit og sparnaður á þeim gæð- um, sem kosta peninga. í 46. tbl. Tímans þ. á. birtir hr. Svavar Guðmundsson lista yfir vöru- úttekt 22ja bænda. Telur hann árs- úttekt hvers bónda muni ekki fara yfir kr. 500. — Ég hefi haft aðstöðu til að kynna mér reikningaupphæðir 23ja bænda, í einni deild i kaupfé- lagi hér norðanlands. Hver bóndi hefir á framfæri sínu 6,5. menn til jafnaðar. Reikningsupphæð (þ. e. vöruúttekt, en ekki skuldavextir) hvers búanda, frá nýári til 1. nóv. 1932, er til jafnaðar kr. 471.00. All- flestir bændurnir hafa tekið eitthvað örlítið af smávöru, álnavöru, greitt f. kembing á ull og greitt smáupp- hæðir í „milliskriftum", auk hinnar sjáifsögðu matvöruúttektar. Hygg ég að allflestir þessir menn muni hafa matyörubirgðir' fram að nýári, sem þá eru komnar til útgjalda á reikn- ingum þeim, er ég hefi áður nefnt. Getur nú nokkur krafizt meiri sparn- aðar af Jslenzkum bónda? Ég held varla. Og allra sízt þegar þess er gætt, að kjötmatur er víðast minni ■ íi- »•»'.'■ ..■'•••• en flestir munu ætla, sem ekki eru nákunnugir. IV. því miður er það nú svo, að krepp- an er komin inn í hvern afdal lands- ins. Enga stétt þjakar hún meir en bændastéttina. En bændurnir eru kaldir og rójegir. þeir ætla að talia því sem að höndum ber. þeir vita, að þeir liafa gert það, sem hægt var af éigin ramleik. þeir vita að kjötið hefir fallið um nálega 3A og ullin um 5/s síðan 1919. þeir vita að engin stétt liefir greitt meira, beint og óbeint, tií þjóðfélagsins en þeir. þeir vita lika að embættismennimir hafa grætt á kreppunni. þeir vita, að þeir hafa haJdið sömu launum, að heita má, fram að þessu ári, að dýr- tíðaruppbótin lækkaði. þeir vita að verkamennirnir hafa grætt á gengis- hækk'úninni og líka haft sama háa kaupið fram undir þennan dag. þeir vitta ef verkamennirnir hafa ekki næga vinnu, heimta þeir atvinnu- liótavinnu og fá hana. þeir vita að inpstæðumennirnir í landinu hafa alitaf sömu háu vextina af pening- um sínúmt þó innstæðuféð hafi ver- ið bundið í atvinnuvegi, sem ekki hefir borið sig margra hluta vegna. Og þeir. vita lok.s, að vegna ranglátr- ar gengishækkunar og ranglátra vaxta, er sennilega, fullur helmingur af skuldum þeirra ranglega á þá lagður. Áf ölium,. þessum ástæðum munu bændurnir bíða átekta, án þeíss að bera bleika kinn vegna þeirra miklu skuida, sem skráðar eru á þeirra nöfn. Ég geng þess eklci dulinn, að fleiri en bændur hafi nú um sárt að binda, fjárhagslega skoðað. Ég veit líka vel að í öllum stéttu.m finnast menn, sem vinna baki brotnu og leggja nótt, við dag, til að geta staðið í skil- um. En. um hitt er ég ekki í vafa, að engin stétt sem heild fómar fleiri vinpustundum sjálfum sér og þjóð- inni allri til viðreisnar en bænda- stéttin. Ef til vill er það ekki ein- göngu vegna þegnlegrar hugsunar, heldur og einnig vegna þess að bónd- inn hlýtur að vinna að búi sínu all- an ársins hring og það alveg jafnt hvort það gefur af sér miklar tekj- ur eða engar. Ég þekki fjölmarga hændur, sem vinna yfir sláttinn ,12— 14 tíma í sólarhring hverjum og kon- ur, sem eru margra bama mæður, en hika ekki við bústörfin 14—16 tíma. Kaupafólk fer nú ekki að þekkjast í sveitum. Alla vinnu sem inna þarf af höndum, þarf bóndinn og konan að framkvæma með tilstyrk barna sinna, ef þau em komin á legg. þar kemúr ekki trl' mála að spyrja um verkalaunin. Verkföll em ' þar til einskis gagns og barefli hafa bænd- umir .ekki ennþá lært að nota á sam- borgaia .sína. .V. þ.jóðfélagið getur nú ekki lengur lokað augunum fyrir því að íslenzka bændástéttin er i voða stödd, ef ekki er brugðizt skjótt við henni til við- reisnar. Bændurnir þarfnast hjálpar. það er komið svo að allverulegur hluti þeira mun ekki eiga meir en fyrir skuldum og aðrir komast ekki svipað því svo langt. þegar svo er lcomið er hrein og bein vitleysa að láta sér detta í hug, að íslenzkur búnaður, eins og hann nú er rekinn, geti á næstu árum gefið þann arð, sem þarf til að reisa við þá atvinnu- grein. Islenzka ríkið þarf að greiða ákveð- inn hluta af skuldum bændanna og íslenzlca ríkið á að gera það og það getur það án þess að taka venju- legt lán. Skuldir bænda eru að mestu leyti innlendar. þær skuldir gæti rík- ið greitt, að einhverju ákveðnu leyti, með nafnaskiptum og samningum við ríkisbankann. En greiðslan til bankans hlyti vitanlega að kosta hækkandi skatta af ríkisins liálfu, á þau verðmæti, sem til væru í land- inu. — Páll Zóphóníasson hefir bent á það sem bjargráð, að rikið ætti að kaupa aftur af bændum þær jarðir, sem það hefði þeim áður selt og leigja þeim aftur og telur það fram- kvæmanlegt án mikilla örðugleika. þetta gæti vel orðið ágæt hjálp og ekki verri en beinn styrkur það sem hún næði. Islenzka þjóðin er nú búin að fórna yfir 30 milj. á altari sjávarútvegs og verzlunar, þó þeim hafi að mestu verið fleygt í sjóinn. Væri það ekki grátlegt af sömu þjóð, ef hún teldi sér ekki fært að leggja sem svaraði Vio—V« þcss fjár fram til viðreisn- ar þeim atvinnuvegi í landinu, sem er nú lamaður í bili, en er búinn að leggja fram til ræktunar og umbóta, komandi kynslóðum til gagns og blessunar, nærri 20 miljónir króna. þjóðverjar hafa nú þegar varið fleiri milj. marka til hjálpar bænd- um þar i landi. Ástralía réttir mil- jónir punda sínum „stóru“ bændum. Enginn skynbær maðui þarf að vera í vafa um það lengur hversu al- varleg örlög biðu okkar litlu þjóðar, ef bændur landsins yrðu knúðír til að ganga ráðvilltir í þann flokk, sem tekur sér kylfu í hönd og heimtar brauð — það sem það jafnvel ekki er til. 12. des. 1932. Baldur Baldvinsson. ----O----- Kleppsmálið og ríkisstjómin. i . IJt af umtali og tilgátum um af- átöðu ríkisstjórnarinnar gagnvart Jæknaskiptunum á Kleppi skal hér- !með skýrt frá því, að báðir fulltrúar Framsóknarflokksins í ríkisstjórn- inni, þeir Ásgeir Ásgeirsson forsætis- ráðherra og þorsteinn Briem atvinnu- fnálaráðherra liafa óskað, að það væri sérstaklega fram tekið opin- berlega, að ráðstöfun þessa hafi Ól- afur Thors dómsmálaráðherra gjört algjörlega á eigin ábyrgð og móti vilja hinna ráðherranna beggja. ---1—o---- Súðin hefir nú verið leigð um tíma til að flytja út nýjan bátafisk frá Vesturlandinu. Lagði skipið af stað í fyrstu flutningaferðina þann 22. f. m. og kom aftur til Reykjavíkur laust fyrir síðustu helgi, að aflokinni ferð til Englands. Fiskfarmurinn seldist góðu verði, en á heimleið var skipið hlaðið kolum. ----O----- Á sagan að endurtaka sig Enginn sem þekkir Ólaf Thors mun furða á því þó að störf hans í landstjórninni verði honum til var- anlegrar minkunar og þjóðinni til skaða. Hefir hann nú unnið í þeirn ánda með aðferð sinni á Kleppi. Helgi Tómasson var látinn fara frá Kleppi vorið 1930, eftir að hafa komið þannig fram sem læknir, að dæmalaust er hér á Jandi. Hann hafðj sýnt í verki, að hann greindi ekki sundur heilbrigða menn og hættu- lega veiJca, einmitt í þeirri grein, sem hann átti að starfa við fyrir landið. Hann hafði sýnt þessa«dæma- lausu fávizku sína á mjög á- berandi hátt. Hann hafði frétt að cinn borgari bæjarins lá í hálsbólgu. Helgi dreifir út um bæinn sögu um að maðurinn sé brjálaður. Hann fer til samstarfsmanna hans og segir að svifta verði hann þeim borgara- legum störfum, sem hann þá gegndi, af því að hann sé brjálaður. Hann dregur að sér lið annara lækna, í hús Guðm. Hannessonar, og notar það eins og virki til að gera útrásir frá í það heimili, sem átti að eyði- leggja með þeim þungvægu visind- um, að slæmt kvef og hálsbólga væri geðveiki! Helgi hafði annars sagt, að hann gæti ekki dæmt um geðveiki nema með því að hafa sjúklinginn á sín- um vegum marga mánuði. En hér þurfti enga rannsókn, ekkert nema að búa fil söguna, dreifa henni um hæinn og landið. Aðferð Helga sýndi að visu mikla heimsku og fáfræði. F.n hér var þó ekki flaustri um að kenna. þá af- sökun gat Helgi ekki haft. Hann var búinn að hugsa um málið lengi, það játaði hann síðar opinberlega. Hann var búinn að þinga um það þrásinnis við marga lækna, sem af pólitískum ástæðum óskuðu að ryðja úr vegi þeim manni, sem þeir vildu að gæti orðið brjálaður, af því að það kom nokkrum mönnum í stéttinni vel i atvinnubaráttu þeirra, að Iosna við aðhald hans í þjóð- inálum. Tlómur þjóðarinnar um Helga var þessvegna harður og þungur. Verk hans bar vott um alveg dæmalausa heimsku og vanþekkingu. það var gert með ráðnum hug og ítarlega undirbúið. Verklag hans og fram- koma var nákvæmlega í samræmi við tilganginn. þjóðin fyrirleit verk Helga og bardagaaðferð hans. þúsundir af mönnum, sem aldrei höfðu séð hann, fordæmdu verk hans, framkomu hans og vinnuaðferð, eins og hún birt- ist í skýringum hans í blöðunum. Hvaðanæfa af landinu rigndi niður samúðarskeytum til þeirrar fjöl- skyldu, sem söguburði Helga var stefnt á. Erlendis kastaði framferði Helga bletti á landið. Erléndir stjórnmála- menn yptu öxlum út af pólitískri framtíð þeirrar þjóðar, þar sem slik atvik gætu komið fyrir i opinberu lífi. En sérstaldega lagðist á lækna- stétt landsins þyngri áfellisdómur en æskilegt var, fyrir það, að nolck- ur hluti hennar virtist líta upp til þessa ógreinda og framlileypna manns. Utlendingar fengu þá hug- mynd, ekki sízt eftir tiltæki Jóns þorlákssonar á Alþingishátíðinni, er hann vildi láta flokk sinn róma dáð- ríka framgöngu H. T. frá Lögbergi, að af íhaldinu íslenzka væri beitt meðulum í stjórnmálabaráttunni, sem aðrar hvítar þjóðir teldu sér ekki samboðin. H. T. fann réttilega til undan þunga almenningsálitsins. Hann af- réð að flýja það land, þar sem hæfi- leikavöntun lians var orðin að orð- taki. Hann leitaði til þess lands, þar sem hann hafði stundað nám, og bauðst til að vinna fyrir ríkið. En þar voru honum allar dyr lokaðar. Danska ríkið þóttist ekki, af eðlileg- um ástæðum, geta haft í þjónustu sinni lækni, sem ekki bæri betur skyn á hvort menn Vteru heilbrigðir eða fársjúkir. þar við sat. H. T. var á vegum í- lialdsins í Rvík. Af ástæðum, sein hér verða ekki raktar, var að sjá, sem flokkurinn væri í liinni mestu þakklætisskuld við hann, og að þá skuld yrði að greiða, með því að koma manninum í vist hjá ríkinu. þetta hefir Ólafur Thors gert um stundarsakir. Ólafur er i stjórn, sem telur sig vilja vera friðarstjórn. En slculd- greiðsla hans til H. T. ber vott um annað hugarþel. Flolckur Ólafs hafði orðið fyrir miklu af verðslculdaðri fyrirlitningu, vegna fyrri afskifta sinna af málinu. Ut um land var fullvíst, að ekkert var hægt að gera, sem betur sannfærði kjósendur Framsóknarfl. um innræti íhaldsins, að það væri nákvæmlega eins og áður en friðartréð var gróðursett síðastliðið vor, eins og að vistráða H. T. hjá þjóðfélaginu. Fyrverandi stjórn áleit með öllu óverjandi að fela nokkra tugi af varnarlausum sjúlclingum á Kleppi umsjá læknis, sem hafði sýnt á há- stigi þá heimslcu og andlegan van- mátt, að geta elcki þeklct sundur hættulega veika og heilbrigða menn. Og auk þess fylgdi því önnur hætta, að liafa II. T. sem verlca- mann alþjóðar. Hann hafði beitt sér þannig gagnvart einu heimili, að í mörgum öðrum tilfellum hefði slík framlcoma lagt heilsu nokkurra manna í rústir. það sem hefir kom- ið íyrir einu sinni, getur komið komið fyrir aftur. Sömu ástæður, sem kornu H. T. til að framkvæma óumbeðnar læknisheimsólcnir í Sam- bandshúsinu veturinn 1930, geta verkað enn. Enginn getur sagt livaða heimili H. T. heimsækir næst, óum- beðið. Ekkert lieimili hefir tryggingu fyrir,. að hann dreifi ekki út skáld- sögum um geðveilci einhvers af heimamönnunum. Framkvæmd fyrverandi heilbrigð- isstjórnar, að láta H. T. fara úr þjón- ustu landsins og neitun dönslcu stjórnarínnar,' að taka hann i þjón- ustu þess ríkis, voru liagnýtar ráð- stafanir til að auglýsa í þessum tveim löndum, að þjóðfélögin vildu alls ekki mæla með eða bera neina ábyrgð á lælcnisvísindum II. T. Sök Ól. Th. liggur í því, að borga þalcklætisskuld íhaldsmanna til II. T. á óviðeigandi hátt. íhaldsmenn höfðu nóg ráð að sýna H. T. viðurkenn- ingu á fiokkslega visu. í stað þess reynir Ólafur að gefa H. T. meðmæli heilbrigðisstjórnarinnar, honum til fulltingfs, áður en hann leggur út í næstu heimsóknir til óþektra heim- ila. Á sagan að endurtaka sig? X. -----o----- „Magnúsarmálið" í Hæstarétti Mál réttvisinnar gegn C. Behrens og Magnúsi Guðmundssyni var sótt og varið í hæstarétti á miðvikudag og limmtudag s. I. Aðsókn áheyrenda aö réttarsalnum var óvenjulega mik- il, og hið þrönga áheyrendasvæði því troðfullt báða dagana. Skipaður 'Sækjan'di í málinu var Lárus Fjeldsted hæstaréttarmála- færslumennirnir Pétur Magnússou (fyrir Behrens) og Jón Ásbjörnsson (fyrir M. G.). Dómur kvað vera væntanlegur á mánudag. Sókn Lárusar Fjeldsted var í senn mjög varfærin og rökföst. Gat það eigi dulizt áheyrendum, hversu vandlega málafærslumaður- inn hélt sig' við aðalatriði málsins, en jafnframt sneyddi algjörlega hjá því, er minna máli slcipti. Frumræða hans stóð nál. tveim lclukkustundum, en svarræða, sem hann flutti síðara daginn, tæpl. hálfa lcluklcustund. Var sú ræða flutt til andsvara gegn sam- tals 4 stunda varnarræðum þeirra Péturs Magnússonar og Jóns Ás- bjömssonar. Málafærslumaðurinn gerði í fyrsta lagi grein fyrir uppgjöri, sem hann heíði gjört á efnahag Behrens, eins og skynsamJegt hefði verið að meta liann, þegar eignayfirfærslan til h.f. Hoepfner var gerð 7. nóv. 1929. — Niðurstaðan sú, að skuldir umfram cignir hefðu verið a. m. k. 18 þús. kr., þó skyldmennaskuldunum væri sleppt, sem hann kvaðst „leggja á vald réttarins" að leggja dóm á. Af þessum ástæðum m. a. hvað hann gjaldþrotið hafa verið bersýni- lega yfirvofandi hverjum skynbær- um nmnni. Viðvíkjandi Magnúsi Guðmunds- syni og sekt hans sérstaklega tók hann það fram, að M. G. hefði verið fullkunnugt um, að lánsmöguleikar lijá h.f. C. Hoepfner hefði verið und irstaðan undir verzlunarfyrirtælci Behrens, og þegar lán þaðan voru stöðvuð, hefði þeirri niðurstöðu ver- ið lcippt burt og um leið framtíðar- möguleikum verzlunarinnar. — þá benti hann á ennfremur, að M. G. hefði einnig verið það kunnugt, að Bchrens var „óreiðumaður", sem Tofte ógnaði með sakamálsrannsólcn fyrir að liafa án heimildar telcið annara fé í eigin þarfir og hefði M. G. því getað séð, að B. væri „búinn að tapa öllum kaupmannsmóral og ætti sér elcki viðreisnarvon'*. Hefði M. G. af þeim ástæðum áttað vera sérstaklega varfærinn. þá benti hann á, hvernig M. G. hefði snemma á árinu 1930 verið í senn umboðsmaður tveggja aðila (h/f Hoepfner og Behrens) með and- stæða liagsmuni, og hefði það a. m. k. verið skylda hans að vísa B. til annars málafæi-slumanns, þegar hann, B., kom til lians í seinna skipti og bað hann að leita samn- inga um25% greiðslu til hinna skuld- lieimtumannanna. En í stað þess hefði M. G. telcið að sér þessa tvö- földu umboðsmennsku og samninga- umleitanir dregizt, þangað til rift- unarfrestur eignayíirfærslunnar var liðinn. Atliæfi þeirra Behrens og M. G. lcvað hann af undirdómaranum rétti- lega lieimfært undir 262. og 263. gr. almennra hegningarlaga og lcrafðist þess, að hinir ákærðu yrðu báðir „dæmdir til þeirrar þyngstu refsing- ar, er lög frelcast leyfa“. þar á ofan kvaðst hann vilja ‘henda réttinum á það sem sitt álit, að atliæfi M. G. væri einnig brot gegn 13. kafla hegningarlaganna, sem er um afbrot opinberra embætt- ismanna og sýslunarmanna. Hefði M. G., sem skipaður hæstaréttar- málafærslumaður einnig brotið gegn þessum kafla liegningarlaganna. „Ef þetta getur talizt löglegt", sagði málafærslumaðurinn að lokum, „er óhætt að hætta öllum rannsóknum á gjaldþrota meun“. Framkoma verjendanna. * Varnarræður þeirra Péturs. Magn- ússonar og Jóns Ásbjörnssonar sner- ust eins og vænta mátti að mestu leyti um að reyna að færa rök að því, að gjaldþrotið hefði elcki verið yfirvofandi, þegar eignayfirfærslan fór fram, en voru að öðru leyti slcætingur um dómarann og fleiri menn, sem elcki hafði verið stefnt til að mæta til andsvara í réttinum. Sérstaklega líktist síðasti hlutinn af fyrri ræðu Jóns Ásbjörnssonar mest orðalagi vanstillts stjórnmálamanns á pólitískum æsingafundi, og í seinni ræðu sinni virtist P. M. hafa tekið sér þessa „málsvörn" mjög til fyrirmyndar. En þá sagði P. M., að oftlega áður í slíku máli, myndi „réttvísin hafa verið látin sofa“ og þylcir mörgum honum þar hafa ratast satt orð á munn! Hlaut að vera mjög erfitt fyrir þá sem viðstaddir voru, og hlýddu á þenna hluta málfærslunn- ar, að átta sig á því, að þeir væru í raun og veru staddir inni í réttar- sal. Sú regla hefir verið talin gilda i íslenzkum rétti, sem og annars- staðar, enda rótgróin í meðvitund almennings, að ekki sé veizt að ó- stefndum mönnum, eða dregin inn í málfærslu atriði, sem málinu eru óviðlcomandi. En í stað þess að á- minna eða vtía verjendurna fyrir þetta háttalag, virtust dómararnir hlýða með stakri velþóknun á mál- færslumennina þjóna lund sinni á svo lítilmótlegan hátt. — það lcem- ur ónotalega við áheyranda, að tveir reyndir málafærslumenn, sem hljóta að þelckja dómarana mjög vel, slculi i varnarræðum, sem svo óvenjulega er til vandað og svo mikið þykir undir komið — geta ímyndað sér, að pólitiskar dylgjur og persónuleg- ar árásir á fjarstadda menn geti haft áhrif á niðurstöðu máls á slík- um stað. það slcal tekið fram, að mörgum mun hafa lcomið á óvart að sjá Ein- ar Arnórsson sitja til dóms í hæsta- íétti í þessu máli. Aðstaða E. A. til þessa móls er sú, að sjólfsagt varð að telja, að hann, af fleiri en einni ástæðu, viki sæti og léti varadómara lcoma í sinn stað. Dómseta hans í þessu máli fer í bága við stjórnar- skrána og hæstaréttarlögin og enn- fremur dómvenjur landsyfirréttarins, og því algjörlega ósæmileg. Fyrir þessu verður gerð ítarleg grein í næsta blaði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.