Tíminn - 14.01.1933, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1933, Blaðsíða 2
6 TÍMINN Félag ungra Framsékn&rmanna heldur fund í Sambandshúsinu miðvikudaginn 18. þ. m. kl. 8* 1/* síðd. stundvíslega. Pyrir fundinum liggur: 1. Lagabreytingar. 2. Umræðuefni: Samsteypustjbrnin. Félögum, sem hafa skírteini síðasta starfsárs, verða afhent ný skírteini við innganginn Félagsstjórnin c. Veitingaakatt, sem vœri hár, o. fl.“. Samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Tillaga frá Stefáni Jónssyni: „Eundurinn skorar á Alþingi að styrkja bændur til kaupa á tilbún- um áburði eins og að undanförnu, með því að greiða flutningsgjald til landsins á honum". — Samþykkt í einu hljóði. Tillaga frá B. Birnir og Kolbeini Högnasyni: „Fundurinn lítur svo á, að sam- vinnufélög bænda séu um alla af- komu sama og bændumir sjálfir, og beri þvi að veita þeim sama styrk og bændunum í þessum málum“. — Samþykkt í einu hljóði. Tillaga frá B. Bimir: „Fundurinn skorar á Alþingi að styrkja framleiðslusölufélög bænda til þess að koma á fót og starfrækja fullkomna sútunarverksmiðju". Samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Að siðustu þakkaði fundarstjóri fundarmönnum fyrir fundarsókn og góð störf á íundinum og hvatti menn tii að standa íast saman um réttlátai' kröfur bændanna. Upplesið og samþykkt. Fundi slitið. Kolbeinh Högnason. Ellert Eggertsson. -----O----- ReykjavíkurannálL Fyrri hluti annarar umræðu urn ljárhagsáætlun bæjarins fór fram á þriðjudaginn var. Aðalágr,einingur- inn varð, eins og við mátti búast, um það, hvernig ætti að bæta úr at- vinnuleysinu í bænum og koma i veg fyrir framhaldandi aukning þess. Bærinn er nú búinn að greiða 270 þús. kr. til atvinnubóta, og ríkissjóður heíir iagt helming þeirrar upphæðar á móti. Allir þessir peningar hafa verið íestir í óarðgæfri vinnu og íramkvæmdum, sem margar geta ekki talizt aðkallandi. íhaldið í bæjarstjórninni vill halda sömu stefnu næsta ár og áætla 150 þús. kr. úr bæjarsjóði til atvinnubóta og taka aðrar 150 þús. að láni. Með framlagi ilkisins yrðu þá lagðar íram 450 þús. til atvinnubóta i bæn- um á árinu. þessi upphæð myndi þó, miðað við reynslu s. 1. árs, hvergi nærri nægja til að láta hina at- vinnulausu fá vinnu. Framsóknarflokkurinn í bæjar- stjórninni hefir hvað eftir annað á s. 1. ári lýst yfir því, að hann áliti þessa stefnu íhaldsins i atvinnubóta- málinu alranga. Framleiðslan (út- gerðin) í bænum hefði farið siþverr- andi undaníarin ár, og ætti því bæj- arstjórnin í stað þess að kasta pen- ingunum í óarðgæfa vinnu, að verja atvinnubótafénu til þess að auka framleiðsluna. Útgerðin þarf að verða eins mikil og áður, og raunar meiri vegna fólksfjölgunarinnar, en af aukning hennar skapast önnur vinna, og sú peningavelta, sem ein getur bjargað almenningi í bænum úr þvi ástandi, sem nú er. Að fengnum upplýsingum, má telja það aive.g vist, að bæjarfélagið hefði getað íengið með hagkvæmum kjör- um leigða togara írá þýzkalandi nú um vetrarvertíðina, og það hefði ver- ið sjálfsögð lausn til bráðabirgða, meðan verið var að vinna tima til undirbúnings framtíðarlausn þessa máls, sem fyr eða síðar verður að leysa með samvinnufélagsskap sjó- mannanna sjálfra um útgerðina. En allar slikar skynsamlegar bjarg- ráðatilraunir virðast nú ætla að standa á sérhagsmunakreddum nokk- urra þröngsýnna einstaklinga, sem sjálfir þykjast hafa einkarétt á að standa fyrir framleiðslu bæjarins eft- ir að þeir eru þó búnir að sýna, að þeir eru þess alls ekki megnugir eins og atvinnuleysið sjálft áþreifanlegast sannar. Röksemdaleiðsla „máttarstólpanna'‘ er eins og kunnugt er sú, að bærinn megi ekki við því að fást við útgerð, af því að tapið á útgerðinni sé svo mikið. Bærinn á ekki að tapa á út- gerð. það verðum við að gjöra sjálf- ir, segir útgerðarmaðurinn Jón 01- afsson. Finnst almenningi hún ekki dálitið einkennileg, þessi þráláta eftirsókn stórútgerðarmannanna eftir því að fá að hafa einkaleyfi til að halda áfram að tapa?I Þegar „Mlagir“ iueuQ taia saman þegar fimmtardómsfrv. var til um- ræðu, héldu ýmsir eindregnustu andstæðingar málsins því fram, að liæstiréttur væri „heilagur". Að sjálf- sögðu eru þá hinir einstöku dómarar „lieilagir", og hijóta að vera heilagir meðan þeir iifa. þessi kenning i- lialdsins er humleg, en mörgum alit að því óskiljanleg. Tii þess að skilja lieiiagleikann, þarí þjóöin að fá sem gieggsta iiugmynd um hina sálarlegu yíirburði þessara maxma, og af hverju helgunin kemur. Nú vill svo vel tii að tveir af þessum mönnum, Páll Einarsson og Lárus H. Bjarna- son, liaía „talað saman" opinberlega og spegiast hugsanir þeirra og orð- færi' i þeim umræðum. Geta lands- menn að einliverju leyti gizkað á, hvað þarf til að verða „heiiagur" — hjá ihaldinu. — það skal tekið fram, að Tíniinn tekur að engu leyti ábyrgð á orðum L. H. B. um Pál Einarsson, og ef blaðið á að lýsa sinni skoðun, er það gersam- •lega andstætt orðalagi, „tóni“ og efnismeöferð greinarinnar. Tím- inn myndi alls ekki, og hefir aldrei birt slíka grein eftir nokk- urn venjulegar breyskan og synd- ugan mann. Hitt er svo fágætt, að „saimheilagir" menn talist við opinberlega, að slík samtöl má ekki dylja fyrir þjóðinni, af því að þau geta eí tii vill skýrt leyndardóminn um hið „herlaga" eðli hæstaréttar- dómaranna. Heimildir greinar þessarar er að íinna í blaðinu „Lögrétta" 19. júlí 1911 og dómasaíni Landsyfiréttarins VIII. bindi, bls. 710. í þá dagtt var Lárus H. Bjarnason (síðar hæstaréttardómari) prófessor í lögum við háskólann og bæjarfull- trúi, en Páll Einarsson (núveiandi hæstaréttardómari) var þá borgar- stjóri Reykjavíkur. Úttekt sína (í blaðinu ,,Lögrétta“) á mannkostum og hæfileikum Páls Einarssonai' byrjar L. H. B. með inn- gangi á þessa leið: „Ég gríp sára sjaldan til svipunn- ar, þó að rakki terri gin og rófu hátt og gjarnmi nokkuð glannalega að mér. Og aldrei til annars en til að skemmta mér við breytinguna, sem á skepnunni verður. Glanna- gjammið verður að auðvirðilegu út- burðarvæli og haus og rófa dregst með jörðu". Segir L. H. B., að ísafold hafi birt ósanna sögu um framkomu hans í bæjarstjórninni og uppgötvar nú, að „Maðurinn, sem flutt hefir ísafold sögu þessa, en falið sig að baki hennar, er Páll Einarsson borgar- stjóri". Um stjóm Páls og réttsýni á ný- afstöðnum fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur segist L. H. B. svo frá: „Hann (þ. e. borgarstjóri) hagaði svo atkvæðagreiðslu fyrnefndar fund- ardag, að hann lýsti fundaratiiði. samþykkt, er aðeins 1—2 höfðu stað- ið upp fyi-ir (þ. e. greitt atkvæði með), og neitaði að leita mótat- kvæða. Ég átaldi þetta gerræði, en i stað þess að láta sér segjast, frest- aði maðurinn, sem er þrárri en nokk- ur önnur skepna, sem ég þekki — -----fundinum fram yfir kvöldverð, en bæjarfulltrtúarnir svöruðu þessu tiltæki með því að gera fundinn óályktunarfæran". Og ennfremur segir L. H. B.: „Maður skyldi nú ætla, að nokk- urn veginn viti borinn maður hefði látið sér nægja þetta svar þæjar- stjómarinnai'. En Páll Einrasson vur ekki af baki dottinn. Hann liljóp til ísafoldar og sneri sögunni svo við, að ég hefði gert fundnrspjöllin". Segir L. H. B. þvinæst, að lJall liafi „þrætt fyrir“ söguburð þennan, en „játað"' síðar „er sagan var sönn- uð á hann“. Heldur L. H. B. svo áfram þess- ari skemmtilegu(J) sögu um sinn síðarmeir „heilaga” starfsbróður, Pál Einarsson: „Bæjarfulltrúarnir stóðu upp, hver af öðrum“, segir L. H. B. „ef ég man rétt, 9 alls, til þess að fræða hann um, að hann hefði þar farið með ósatt mál, enda var samþykkt yfir- lýsing með miklu atkvæðamagni, af 12 alls, um að fundarspjöll af minni hendi hefði eigi átt sér stað Og enn segir L. H. B. og feitletrar: „Með þessari fundaryfirlýsing var P. E. lýstur ósannindamaður að ó- hróðurssögu um ai bæjariull- trúunum". Ennfremur: „Og loks gerði bæjarstjórnin hon- um þá glennn, að veita manni starfa, sem P. E. hafði lagst mjög á móti, og hafði maðurinn þó hvorki kallað hann „Lammedriver" nó klip- ið hann „í handlegginn". Svo kemur stutt lýsing á samtali milli „hinna heilögu" sjálfra: „í fundarhlénu, sem varð síðast- nefndan dag vegna kvöldverðar, vítti ég P. E., sem var að ráfa um gólf- ið 1 öngum sinum, fyrir uppspuna hans um „fundarspjöllin". P. E. rausaði eitthvað út af því, en ég gleymdi því fljótt, sem ótal öðrum meinlokum hans“. Um lagavit tilvonandi samverka- manns síns (og sam-„heilags“), Páls, segir L. H. B. í þessu sambandi: „— — Ég hélt, að kunninginn væri að gera gys að lagakunnáttu P. E., sem allir vita, að er næsta litil“. Og síðar: „— — En vitið þá ekki nægilegt til að sjá, að hann hjó ekki fjarri 228. gr. hegningarl., sem leggur fang- elsi eða sektir eða betrunarhúss- vinnu allt að einu ári, við „bersýni- lega röngum kærum“. Sú grein iiggur ekki fjær P. E. en 102. gr. mér“. Páll hafði nl. kært L. H. B. fyrir brot á 102. gr. hegningarlaganna en bæjai'fógeti og stjórnarráð vísuðu kærunni frá sór, eftir því sem L. H. B. segir! Greininni, s.em er dagsett 16. júlí 1911, lýkur L. H. B. svo á þessa leið: „Og vildi ég nú að síðustu gefa P. E. það góöa ráð, aftur „á Nesið víkja“, því að þó að ekki kunni þar nú að vera „svo mikill matur- inn“ sem áður fýr, þá eru þó áreið- anlega betri bithagar í Garðasókn fyrir virðingasjúkan mann og getu- lítinn, lieldur en í Reykjavík. Hér „imponerar" hann mönnum ekki“. En æfintýrinu um „hina heilögu" er ekki þar með lokið, því að Páll lét dæma Lárus fyrir meiðyrði í báðum réttum, en hafði þó ráð hans „aftur á Nesið að víkja“, þ. e. a. s. burt úr Reykjavík og norður í land. En þegar íhaldið stofnaði hæsta- rétt fór Páll að „imponera" í Reykjavík. þeir sátu þá hlið við hlið í hæstarétti, L. H. B. og P. E. og „imponeruðu“ í máli Sambands- ins og Garðars Gíslasonar o. fl. þá ui'ðu þeir báðir sannheilagir í Morg- unblaðinu. -----o---- Grestkoma þýzka herskipið „Schlesien" kom hingað 7. þ. m. i vináttuheimsókn og liafði hér nokkurra daga dvöl. Lagði það af stað heiman að 2. þ. m. og hreppti óveður og úfinn sjó í hafi. Samkvæmt friðai'samningunum mega þjóðverjar eiga sex stórskip til hernaðar. „Schlesien“ er eitt af þeim. það er 26 ára gamalt og 13 þús. smál. að stærð. M. a. tók það þátt i sjóorustunni miklu við Jót- landsskaga 31. maí 1916, og hlaut þá nokkrar skemmdir en ekki stór- kostlegar. Skipshöfnin er 750 manns. Yfirforinginn heitir Canaris. Eins og kunnugt er, áttu þjóð- verjar fyrir heimsstyrjöldina einn stærsta herskipaflota heimsins. En þegar vopnahlé var samið urðu þeir að afhenda flotann og var hann hafður við Orkneyjar í vörzlu Eng- lendinga. En þegar bert varð, að flotinn myndi eiga að afhendast fyrir fullt og allt, sökktu þýzku sjóliðs- mennirnir skipunum í Scapaflóa við Orkneyjar í júní 1919. Sama dag og þýzka herskipið kom hingað, gekk yfirforinginn á land og lieimsótti forsætisráðherra og ýmsa aðra opinbera starfsmenn. Efndi hann þvínæst til veizlu á skipsfjöl, og sama dag um kvöldið hélt for- sætisráðherra veizlu í landi og bauð þangað 15 foringjum af herskipinu. Boðnir voru í veizlur þessar nokkrir opinberir starfsmenn, svo sem rektor háskólans, landsímastjóri, borgar- stjórinn og lögreglustjórinn í Reykja- vík, Haubold umboðsmaður þjóð- verja hér, Dr. Max Keil, sem er þýzkur sendikennari við háskólann og konsúll Austurríkis Julius Schopha. I veizlum þessum voru ræður fluttar og forsætisráðherra og yfir- foringi herskipsins fluttu vináttu- kveðjur, hver fyrir hönd sinnar þjóðar, enda er för hins þýzka her- skips í þeim tilgangi ger að treysta samkomulag og vinarhug milli hinn- ar þýzku þjóðar og vor íslendinga. Eins og kunnugt er hefir athygli á þýzku þjóðinni, landi hennar og menningu stórlega aukizt hér á landi undanfarið. Flestir námsmenn, sem utan fara til dvalar, leita til þýzka- lands. Með þjóðverjum hefir verið um langt skeið meiri áhugi en víð- ast annarsstaðar á máli og bók- menntum vor fslendinga. Og sér- stakur félagsskapur, íslandsvina- félagið, hefir verið stofnað í þýzka- landi, til að vekja áhuga á íslandi og íslenzkri menningu. Hér á landi starfað félagið „Germania" einnig í þá átt að efla samstarf og andlegt 'samband milli þjóðanna, og útbreiða þekkingu á þjóðverjum og landi þeirra. Margir þjóðverjar hafa og komið hingað hin síðari árin og ýmsir haft hér dvöl. — Verzlunarvið- skipti hafa og stóraukizt milli land- anna í seinni tíð. Mun þess almennt óskað hér á landi, að sú kynning fari vaxandi, sein hafizt hefir fyrir alvöru nú á síðustu árum, milJi hennar elztu og yngstu germönsku þjóðar. ----o---- Stntt svar Sigurður á Veðramóti. skrifar langa grein í Mbl. nýlega, sem á að vera svar til mín. En þar sem greinin er lítið annað en órökstudd ónot og klúryrði um mig get ég að mestu leitt hjá mér að svara. Hann er að vísu með einhver drýgindi um sjálf- an sig, t. d. hvað hann sé vel stæður efnalega og hvað hann sé góður sam- vinnumaður, og vill sanna það með því að hann hafi verið félagsmaður í tveimur samvinnufélögum. Úr öðru félaginu, Kaupfólagi Skagfirðinga, hrökklaðist hann við litinn orðstír og í Sláturfélagi Skagfirðinga hefir lítið borið á Sigurði út á við. þar hafa aðrir verið meira að verki. þá er Sigurður talsvert drjúgur yf- ir því, að einu sinni hafi verið haldn- ar 30 ræður á móti honum á Sam- bandsfundi! þegar þess er gætt, að á Sambandsfundum eru mættir flest- ir helztu forgöngumenn samvinnufé- laganna víðsvegar af landinu, þá virðist nú þetta eiginlega ekki bera vott um að skoðanir hans séu í miklu samræmi við skoðanir sam- vinnumanna svona yfirleitt. Ég man iítilsháttar eftir þessum umræðum og ástæðan til að Sigurður var svona „lífseigur" var sú, að hann tók aftur, í seinni ræðu, mest af þeim fjar- stæðum, sem hann hafði haldið fram í þeirri fyrri, og kom með nýjar í staðinn. Honum fer enn líkt og þá. í Skagafjarðarbréfinu skorar hann á ríkisstjórnina að láta selja freðkjöt Sambandsfélaganna, og taka þannig söluna af Sambandinu. í seinni greininni segist hann hafa ætlazt til að þessi maður væri Sambandinu til aðstoðar. Valtýr frændi Sigurðar setti saman um mig mjög fáránlega klausu í Mbl. fyrir nokkrum dögum. Hann virðist furða sig á þvi að ég skyldi svara Sigurði, og er það í rauninni skynsamlegra en ég hefi búizt við af Valtý. En ég get upplýst það, að ég svaraði Sig. af þvi mér gafst þar tilefni tii að skýra ýmislegt, sem snerti starfsemi Sambandsins og samvinnufélaganna, en ekki af því ég áliti Sigurð svo sérstaklega svara- verðan. þá virðist Valtýr furða sig á því, að ég skuli ekki ætíð taka með þögninni öllum svívirðingum hans í Mbl. um starf mitt fyrir sam- vinnufélögin. Ég amast ekkert við Af því Timinn er lesinn af miklu fleiri mönnum en nokkurt annað blað, gefið út hér á landi, hafa auglýsingar i honum meiri áhrif en í öðrum blöðum. Gleymið ekki að auglýsa ÍSLENZKAR vörur i Timanum, og að NOTA ALTAF íslenzkar vörur, a. m. k. að öðru jöfnu. því, að Valtýr haldi uppteknum hætti um afskipti sín af samvinnu- málum landsins. Rógur og níð því- líkra manna sem Valtýs skaða ekki þegar til lengdar lætur. það kemur nokkuð undarlega fyrir sjónir, þegar Valtýr er að brigsla mér um einokunarhugsunarhátt. Ég veit ekki til að ég hafi sérstaklega haldið fram þeim skoðunum, sem á Mbl.-máli venjulega er nefnt einok- un. Og svo hélt ég líka, að í íhalds- herbúðunum væri farið að líta öðrum augum á þetta, eftir að Ólafur Thors gaf út bráðabirgðalögin um einka- sölu á saltfiski. J.A ----o----- Brunabótafélag Islands Athygli skal vakin á auglýsingu félagsins í blaðinu í dag. Hin iögskylda fasteignatrygging, sem getið er um í upphafi auglýs- ingarinnar, livílir á fasteignum í kaupstöðunum öllum, nema Reykja- vík, og í öllum kauptúnum, smáum og stórum. Frá því er félagið tók til staría, hefir tryggingarskylda hvilt á fast- eignum í kaupstöðunum (nema Rvík) og liinum fjölmennari kaup- túnum (300 ib. og þar yfir). Með breytingu þeirri á lögum félagsins, sem gerð var á síðasta þingi, var tryggingarskyldan færð út yfir liin íámennari kauptún. Kom útfærsla tryggingarskyldunnar til smákaup- túna almennt í gildi 15. okt. s. 1., en fyrir þær einstakar fasteignir, sem vátryggðar hafa verið áður hjá öðrum félögum, jafnótt og hinar eldri tryggingar falla úr gildi. Óskyldubundna vátryggingu á fast- eignum getur félagið tekið utan kaupstaða og kauptúna hvar sem er á landinu. þó kemur vátrygging vart til greina fyrst um sinn, þar sem stofnaðir hafa verið sérstakir vá- tryggingarsjóðir í sveitum eftir hðim- ildarlögunum um vátrygging sveiia- bæja. Hefir nálægt % hreppanna not- að þau heimildarlög. En frá 15. okt. 1934 færist vátryggingarskylda fast- eigna einnig út yfir íbúðarhús og á- föst hús þeim, í öllum sveitum landsins. Eftir þann tíma verða svo að kalla allar fasteignir í landinu utan Reykjavíkur vátryggðar í hinni innlendu opinberu brunatryggingar- stofnun. þess má vænta, að allir þeir, sem þurfa, eða vilja vátryggja fasteignir á hinu óskyldubundna svæði — þar á meðal ríkissjóður fyrir fasteignir sinar — vátryggi hjá Brunabótafé- laginu, þar sem iðgjaldataxti félags- ins er að miklum mun lægri en annara félaga, sem starfa hér á landi (Rvík ekki meðtalin). Engin almenn ’vátryggingarskylda er lögð á lausafé og heldur engar almennar hömlur. Hinsvegar eru all- miklar hömlur á heimild Bruna- bótafélagsins til að taka lausafjár- tryggingar. Utan_ kaupstaða og kaup- túna má félagið þó taka í ábyrgö h'verskonar lausafé (sjá augl. 2. b.). I kaupstöðum utan Reykjavíkur og kauptúnum má félagið taka í ábyrgð aðeins lausafé vátryggjanda fast- eigna (húseiganda og notanda húsa,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.