Tíminn - 04.03.1933, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1933, Blaðsíða 3
TlMINN 87 Ailt með tslenskum skipiim! *fi Þingmálafundurinn í Borgarnesi 9. fyrra mán. samþykkti m. a. þessar tillögur, auk þeirra, sem áður hafa v.erið birtar: Frá Hervaldi Björnssyni skóla- stjóra: 1. „Fundurinn skorar á Alþingi, að gera öruggar ráðstafanir til þess að ráða bót á atvinnuleysinu í kaup- stöðum og kauptúnum landsins með því að veita riflegan atvinnubóta- styrk, lán og ábyrgð fyrir lánum, er varið sé til rœktunar og útgerð- ar og annarar arðberandi atvinnu". 2. „Fundurinn skorar á Alþingi að veita samvinnufél. styrk og lán, með svipuðum kjörum og þeim er mjólk- ursamlögin hafa nú, til þess að koma á fót verksmiðjum, sem geri fullbúnar iðnaðarvörur úr skinna- vörum bænda“. 3. „Fundurinn skorar á Alþingi að gera ráðstafanir til þess að sam- vinnufélögin séu styrkt með lækkun vaxta og lenging lánstima, þar sem íjárhagsörðugleikar þeirra eru beinn aileiðing af, og i órofa sambandi við eínahag þeirra manna, er félögin skipa". 4. „Fundurinn skorar á Alþingi að fela Sambandi ísl. samvinnufé- iaga einkaumboð á sölu allra út- fluttra landbúnaðarafurða“. 5. Breytingartillaga við tillögu sem fram hafði komið um að leggja niður Skipaútgerð ríkisins og færa skip hennar undir afgreiðslu Eim- skipafél. ísl., þannig: „Að efla skipaútgerð rikisins og helzt að koma umráðum Eimskipafél. ísl. undir yfirráð hennar". Frá sr. Eiríki Albertssyni: „Fundurinn lýsir yfir þvi, að hann mótmælir kröftuglega að kjör- dæmamálið verði látið spilla frið- samlegri samvinnu ilokkanna á næsta þingi um úrlausn kreppumál- anna og telur sjálfsagt að það bíði úrlausnar, þar til fjárhagsleg vanda- mái yfirstandanda tima séu til lykta ieidd". . Frá Friðrik þorvaldssyni, sr. Birni á Borg o. fl.: „Fundurinn lýsir yfir andstöðu sinni gegn hverskonar breytingum á áfengislöggjöfinni, s.em miðað geta til aukinnar áfengisnautnar í land- inu og skorar á rikisstjórnina að ganga rikt eftir því að lögboðið eftirlit með áfengislöggjöfinni sé framkvæmt“. Frá Friðjóni bónda Jónssyni: „Fundurinn vítir harðlega stefnu dómsmálaráðh. Sjálfstæðisflokksins i núverandi rikisstjóm viðvíkjandi meðferð ýmsra mála, svo sem með stöðvun Hesteyrarmálsins1), rann- sóknar á íslandsbanka o. fl., með ó- venjulegum drætti og uppgjöf saka á máli Björns bakara, ísleifs Briem o. fl. og siðast en ekki sizt með setningu Helga Tómassonar í lækn- isembættið að Nýja Kleppi, þvert of- an í tillögu landlæknis". Frá Páli bónda Blöndal: „Fundurinn litur svo á, að núver- andi skipun Hæstaréttar sé með öllu óviðunandi og skorar þvi á Alþingi, að breyta þegar á næsta þingi lög- um um Hæstarétt i líkt form sem fimmtardómsfrumvarpið var, á síð- asta þingi“. ----o----- Úr grein Metúsalems Stefánssonar í blaðinu í dag hefir fallið niður af vangá: Samkv. upplýsingum frá Hagstof- unni hefir henni reiknazt til eftir Fasteignabókinni, að stærð túnanna 1929 væri: í sveitum......... 24486,2 ha. í kaupstöðum . .. 593 ha. eða alls á landinu 25079,2 ha. En vitanlegt er, að viða er tún- stærðin hrein ágizkun. „Drengskapur" Thors Thors. Flestir stjómmálamenn, sem tala í útvarp á deilufundum forðast að nota siðustu mínútur til að deila einhliða á andstæðinga, þar sem þá Eftir að þessi tillaga var sam- þykkt, hefir nú loks verið kveðinn upp dómur í máli þessu og tveir af forstjórum Kveldúlfs sektaðir lítils- háttar. Mynda- og rammaverzlun jlslenzk málverk Freyjugötu 11. Sími 2105. Hesteyrarhneykslið Núveranda ástand réttarfarsins sézt dávei á meðferð Hesteyrarmáls- ins. Allur almenningur vestanlands vissi að meir en lítið var bogið við mæiikerin hjá Kveldúlfsbræðrum. Al- menn óánægja var meðal sjómanna út af þessu. En þeir sem skaðann liðu mestan, þorðu ekki að kæra. Vissu að hinir „drenglyndu" bræður myndu tafarlaust reka hvern mann af skipunum, sem leyfði sér að heirnta fullan rétt i þessu efni. Fá tækt mannanna olli því, að þeir tieystust ekki að heimta rétt sinn. Sjómannafélagið í Reykjavík tók þá málið að sér og kærði til stjórn- arráðsins. þáverandi dómsmálaráðherra virð- ist liafa úlitið jafnsjálfsagt, að svo stórt fjármál yrði rannsakað, þó að svokallaðir „heldrimenn" ættu í hlut. Hann l'ékk til ungan íhalds- lögfræðing, Ólaf jlorgrímsson, að rannsaka málið. Reyndist Ólafur skeleggur í þeirri rannsókn. Starís- íólk Tliorsbræðra á Hesteyri reyndi að leyna kerunum, og þóttist ekk- ert um þau vita. Leit svo út lengi dags, að þau myndu ekki finnast. En að lokurn vai’ð Ólafur var við að einlrver stór ílát myndu vera uppi undir rjáfri í koldimmu glugga- lausu geymsluliúsi. Fann hann þar loks kerin, en á svo veikum fjöl- urn, að mannhætta var að ná þeirn niður. Virtist allur umbúnaður um- ráðamanna benda á, að kerin ættu að vera sem allra minnst á vegum þeirra, er til Hesteyrar kæmu, og mannhætta ókunnugum að nálgast þau. Ólafur lét taka kerin niður, og mæla þau. Reyndust þau öll of stór og ekkert minna en vera átti. Var hagnaðurinn af álagningu allur stórlega í vil eigendum. Öll voru kerin ólöggilt, og var allur þessi umbúnaður leiðinlegur fyrir for- ráðamennina. Hið eina sómasamlega, sem Ól. Thors og bræður hans hefðu getað gert, var að biðja sjómenn afsökunar á öllu þessu athæfi og endurgreiða þeim skaðann. En i þess stað talaði Ólafur Thors sig dauðan við hverja umræðu móti frv. Vilm. læknis, er hann vildi að öll síld yrði vegin framvegis. Eyddi ihaldið þvi frv. í neðri deild i fyrra með því að grátbiðja fáeina menn úr öðrum flokkum um að láta náð við Kveldúlf ganga fyrir réttlæti. Eftir að Ólafur þorgrímsson lcom 'heim, byrjaði íhaldið taumlausa of- sókn gegn honum persónulega fyrir að hafa framið réttláta rannsókn og í öllu farið að lögum. Félagi hans um lögfræðisskrifstofu, Gústaf Sveinsson, einn hinn æstasti íhalds- maður i bænum, sleit við hann fé- lagsskap um skrifstofuna, og vissu allir, að það var flokkshefnd. Sam- tök voru gerð um að spilla fyrir að afturhaldsfólk leitaði til Ólafs sem lögfræðings. Samtök, sem dugðu, voru gerð til að koma ,hon um úr stjórn Strætisvagnafélagsins og var Ólafur þó aðalstofnandi þess. þannig stóð málið er stjórnarskiftin urðu i vor. Hinn ungi dómari vissi að flokkur hans var fullur af óvild gegn honum fyrir réttláta rannsókn í málinu. Frh. eru engin tök á andsvörum. En þessa reglu braut Thor Thors í gærkvöldi, Hann notaði síðustu mínútumar beinlínis til að slá fram ósannindum og blekkingum, sem myndu hafa verið hrakin lið fyrir lið, ef hann hefði ekki haft síðustu ræðuna. En hér er þó lítill skaði skeður, því að- staða flokkanna til þeirra mála, sem Thor talaði um, er alkunn lands- mönnum, enda er jafnvel Mbl. farið að þreytast á að endurprenta ósann indi sín um þessi efni, þó þau geti gengið sem ræðuefni fyrir „ungan íhaldsmann, sem eklú hefir völ á öðru skárra. Ferðasýningu hefir Ferðafélag ís lands i sundhöllinni þessa dagana. Er þar margt sýnt, sem nauðsyn- legt er til ferðalaga og yfirleitt smekklega fyrirkomið — svo hinn kaldi steinn, sem er allt umhverfis, lilýnar og lifnar og eins og býður gestina velkomna. Er vel farið, að auka áhuga fyrir að kynnast sínu eigin landi. Tvennt er það samt sér- staklega, sem þeim rann til rifja, Fótboltar, fótboltareimarar og loft- dælur. Tennisboltar, TennisspaSar. Boxboltar, boxhanzkar. Mikið úrval og lægst verð. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR, Bankastr. 11. Kristindóms- fræðslan [það, sem hér fer á eftir er birt eftir beiðni barnakennarafélagsins í Reykjavík, en eftir þvi sem Tíman- um er tjáð hefir verið neitað um birtingu tillagnanna, bæði í blöðum íhaldsmanna og jafnaðarmanna hér í bænum, sömuleiðis hjá útvarps- ráðinu]. Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar á fundi í Stéttarfélagi barnakennara í Reykjavik, 26. janú- ar 1933. Að gefnu tilefni lýsir Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík yfir eftir- farandi: 1. Að kennarar hafa yfirleitt glögg- an skilning á því, hve veglegt og \andsamt hlutverk þeir hafa að vinna, þar sem er kristileg fræðsla og siðgæðisuppeldi. þess vegna leggja kennarar ríka áherzlu á það, að liafa fullt frelsi tii að vinna að kennslu í þessari þýðingarmiklu námsgrein, samkvæmt uppeldis- fræðilegri þekkingu og með nútíma kennsluaðferðum, því að þá sé vís- astui' ái-angur. 2. Hver einstakur kennari hlýtur að hafa í nemendahópi böm frá foreldium með margskonar sérskoð- anir i trúmálum. Kennarinn hefir sömu skyldur við alla þessa for- eldra og skoðanir þeirra. þess vegna telja kennarar sér skylt að sneiða sem mest hjá því, sem skoðunum skiptir, en kenna kristindóm sam- kvæmt ákvæðum gildandi fræðslu- laga og almennt viðurkennd siða- boð. Kennarar telja sér hvorki heim- ilt að kenna sértrúarskoðanir né andmæla þeim. 3. þar sem bæði þarf uppeldis- fræðiiega sérþekkingu og verklega æfingu til að kenna vandasamar námsgreinar svo að vel sé, telur stéttarfélagið, að kennurum einum beri að kenna kristinfræði, eins og aðrar námsgreinar, í skólum lands- ins, enda ber barnakennurum ein- um réttur til að kenna í barnaskól- um, lögum samkvæmt. 4. Kennarastéttin hefir orðið fyrir grimmilegu aðkasti undanfarið, vegna kristindómskennslu sinnar. Aðkasti þessu mótmælir stéttarfélag- ið, þar sem það er gersamlega til- efnislaust og óverðskuidað, enda sýna foreldrar kennurum samýð í þessu efni, engu síður en öðrum. 5. Stéttarfélagið lýsir yfir því, að það telur íslenzka kennarastétt stórlega móðgaða með skipun Sig- urbjarnar Ástvaldar Gíslasonar, sem formanns Barnaverndarráðs íslands, þar sem enginn einn maður hefir sýnt kennarastéttinni jafn beran fjandskap og hann gerði í skrifum sínum, i’étt áður en og um sama leyti og hann var skipaður í starf þetta. En árangur þessa starfs hlýt- ur að veita mjög á náinni samvinnu við kennarastéttina. 6. Að gefnu tilefni lýsir Stéttarfé- lagið yfir því, að það er fúst til samvinnu við presta landsins, um hvert það efni, sem að gagni má lcoma um uppeldi barna. Hinsvegar vill Stéttarfélagið taka það fram, að það telur það standa fyrir slíkri samvinnu, ef prestar hafa á oddi mann eins og S. Á. Gíslason, sem móðgað liefir kennarastéttina með tilefnislausum og fjandsamlegum á- rásum. 3. des. 1932 samþykkti stjórn Sam- bands íslenzkra barnakennara með samlrljóða atkvæðum: „Stjóm kennarasambandsins lýsir fylgi sínu við tillögur þær, út af kristindómsfræðslu, sem fyrir liggja í Stéttarfélagi bamakennara í Reykjavík". er þessar línur skrifar, við að koma þarna. Fyrst, hvað lítið er þarna af ísl. vörum til ferðalaga, bæði úr ull, skinnum o. fl. Og hve raunalegt það er, að þetta stóra og veglega hús skuli standa ótilbúið ár eftir ár og æska landsins því fara á mis við þá heilsulind og orkugjafa, semi sundhöllin er likleg til að verða. V. Allskonar glugga, hurðir og lista, úr furu, greni, oregonpine og teak,fá menn bezt og ódýrast frá trésmiðju vorri í Reykjavík. Ennfremur (niðursagað) efni í hrífuhausa, hrífusköft og orf. Timbnrverzluisln V ölundur h.f. Reykjavík Talsími nr. 1431. Símn.: Völundur. Stærsta trésmiðja og tímburversiun á Islandi. útungunarvélar og fósturmæður eru óðum að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum, sökum framúrskarandi vandaðrar smíði og efnis, og yfirgnæfatidi útungunarmöguleika. Útungunarvélar þessar hafa olíugeymi, sem endist allan útungunartíímann, og sjálfsnúara, sem snýr öllum eggj- unum í einu. Mjög lítil olíueyðsla. — Stærðir fyrir 100 til 10000 egg. — Höfum nokkrar vélar til sýnis og sölu. — Biðjið utn verðlista, — Jóh. Ólafsson & Co. Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir: K I I. D E B C C. F. Skafte, Sore. k a u p i r HH. iðniÉf Iðnssoif Hafnarstrætí 15. Sími 2036. —i„BURDIZZO“ G e 1 d 1 n g a tiing' tll geldlngar án liliwtrá.nr fyrir nautgripi, liross, sauðfé, svín og hunda. Nautið er gelt stand- andi. Aðeins einn að- stoðarmaður er nauð- synlegur. Geldingu má fram- kvæma á hvaða tima árs sem vera skal, og hvernig sem viðra, á stórum sem smáum búpen. á öllum aldri. Burdizzo11 geldingatengurnar skera ekki eða skadda skinnið yfir kólf- i’num, heldur er hann kraminn sundur undir húðinni. Engin blæðing. Engin sinitun. Enga sórstaka aðhlynningu þarf eftir geldinguna. Engin áhætta. Engin óþægindi fyiir skepnurnar af flugum eða öðru. Bændur! Geldingatengur, sem ekki eru td Dj ipni77n stimplaðar með vörumerki voru, eru ekki í|.ÖUnU!i.4.U ekta „Burdizzo“. — Varist eftirlíkingar.LA MORRA<ITAUA) Myndalisti og verðlisti fæst endurgjaldslaust hjá einkaumboðsmanni vorum fyrir Island H.f. Efnagerð Reykjavíkur, p. o. Boi 8»7, Reykjavík. Laugavegs Apótek annast útsölu og sendir tengurnar gegn pósrkröfu hvert á land sem er. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR simn.i KoL Reykjavik. Siml 1833. Fyrir vorið ættu menn að auglýsa 1 næstu blöðum Tímans. Eins og kunnugt er, keruur Tímlnn lnn A íleiri beimlll í sveitum og kaup- túnum um land ellt, an nokkurt nnnqS blað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.