Tíminn - 13.05.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1933, Blaðsíða 1
©jaíbfert 09 afgrci&sluma&ur C í m a n 5 ct Hannueig f) o r s t eins&óttlr, €œ?jargötu 6 a. JSLtytýud. ^yfgceiböía Cinians cr í €cefjargötu 6 a. ©pin öaglega ?L 9—6 Siœi 2353 XVJLL firg. Reykjavík, 13. maí 1933. Alþingi hefir nú staðið 88 daga. Enn er eigi séð fyrir um aídrif hinna mest aðkallandi fjár- hagslegu vandamála. Enn er eigi vitað um, hvort beita á sömu þrælatökunum og í fyrra undir yfirskini réttlætisvilja í kjör- dæmamálinu. Enn er allt í óvissu um það, hvort endanleg meðferð mála í þinginu leiðir af sér nýjar kosningar í sumar eða eigi. Öll hin stærri mál, sem fram eru borin af samsteypustjórinni, iiafa orðið síðbúin í þinginu, að undanteknu kjöttollsmálinu, enda var afgreiðsla þess tímabundin. Svo er um kreppulánaírv., sem í gær slapp gegnum 3. umr. í fyrri deildinni, og svo er um hin önn- ur kreppufrumvörp stjórnarinnar. Svo er um skattamálin. Svo er um löggæzlumálin. Svo er um kjördæmamáhð. Þetta „stóra rétt- lætismál“ „mál málanna“ og hyrningarsteiim samsteypustjórn- arinnar, var eigi fram borið fyr en langt var liðið af þingi, og þá að margra trú andvana fætt. En nú síðustu dagana virðist vera að færast líf í þetta andvana íóst- ur, og rignir niður þessa dagana nefndaráhtum og breytingatillög- um sem skæðadrífu. Enn er þó eigi lokið nema einni umræðu af sex (a. m. k.) um þetta mál, hverjar svo sem endalyktir verða. Það mun lítt tjóa að sakast við einstaka menn um seinagang þingstarfanna. Svo fer jafnan, þegar samstarf er reynt mihi óskyldra flokka um stjóm lands- ins, og gengur þess enginn heil- skygn maður fyrirfram dulinn. Og fremur öðru verra mun þjóð- in sætta sig við langt þing, ef málalok yrðu viðunandi. Það sem hðið er af þinginu, virðist störfum hafa verið hagað með það fyrir augum, að mál yrðu leyst méð samstarfi íhalds- manna við Framsóknarflokkinn. Reynir á það nú, hvort þingmenn íhaldsins hafa þá ábyrgðartilfinn- ingu, að bregðast eigi þeim von- um, sem á þeirra atkvæðum hafa verið byggðar í þessum efnum. En fálæti Reykjavíkuríhaldsins í kreppumálum bændanna 0g al- veg sér í lagi hinar fráleitu „fjár- málatillögur“ landsfundar íhalds- manna virðast því miður benda í aðra átt a. m. k. um stundar- sakir. Hefir fjármálatillögiun þess áður verið lýst hér í blaðinu. En þar er það tvennt á oddinum: Að géfa reykvískum kaupsýslu- mönnum gróðann af fjórum þeim ríkisstofmmum, sem helzt er arðs- von að fyrir hið opinbera, og hækka opinber gjöld (ef með þarf!) jafnt á fátækum og rík- um! Slíkt eru ekki kreppuráðstaf- anir a. m. k. ekki fyrir bænda- stéttina. Og þó keyrir úr hófi í skatta- málunum. Þegar fjármálaráðherr- ann ber fram frv. um skatthækk- un á hátekjur og stóreignir vegna kreppunnar, sem er hin réttlátasta og sjálfsagðasta leið til að standast útgjöld á óvenju- legum tímum, rísa íhaldsblöðin upp sem einn maður og mótmæla. Ráðherrann er sakaður um „skattabrjálæði“ og „eignarrán" og aðrar álíka gáfulegar ásakanir fram bomar í hans garð. En hverjir eiga að „hjálpa" í krepp- unni, ef ekki þeir, sem betur mega? Eða er Jóni Þorlákssyni ennþá alvara, að bændurnir eigi sjálfir að gefa sér eftir skuldirn- ar, og bæta sjálfum sér upp verð- fall afurðanna? En samhliða þeá’sum háværu mótmælum gegn réttlæti í skatta- málunum hafa gerst önnur tíð- indi, alvarleg. Harðsvíraðasta íhaldsliðið í Reykjavík, er að reyna nýja leið til að verjast hinni réttmætu skatthækkun. Þessi hluti Reykjavíkuríhaldsins hefir lagt nokkuð af væntanleg- um skattauka í það að stofna hér óaldarflokk, mestmegnis með „betri-heimila“ unglingum, eftir erlendri fyrirmynd, undir yfir- skini guðsótta og þjóðrækni. Úti um sveitir landsins mun „nazista“ liðsdráttuf Reykjavík- uríhaldsins verða metinn að verð- leikum. Slík ráð hafa aldrei gfef- izt vel hér á landi og munu held- ur eigi gefast vel nú. Sveitafólkið íslenzka man enn „skrílvikuna“ 1931. Og þjóðin veit það vel líka, að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem fáni þjóðarinnar og „guðs- ríki“ heimatrúboðsins er misnot- að í pólitískri baráttu fyrir vond- um málstað. ----o--- Kröpp eru kjör „Kröpp eru kaup ef hreppek Kaldbak, en ek læt akra“. I. þegar Jón þorláksson veik að land- búnaðarkreppunni og skuldabyrðum bænda, í áramótahugleiðingum sín- um í ísafold nú í vetur, lét hann svo um mælt, að örðugleika og fjár- tap sem stafa kunni af stórum lán- veitingum til bænda, verði þeir að bera, sem lánin hafi veitt. þessi um- mæli byggjast vafalaust á þeirri grundvallarhugsun, að í þessu efni verði lögmál orsaka og afleiðinga að verka beint áfram. í þeim felst lika sú skoðun, að því ,er snertir skuldir -bænda, að þær séu að nokkru eða miklu leyti til orönar fyrir ógætilegar lánveitingar þeim til handa. Réttmætt sé því, að þeir ógætnu lánveitendur gjaldi eigin verka og beri óhjákvæmilegt skulda- tap. Með öðrum orðum: þeir, sem orsökuðu skuldaþungann, standi undir honum, beri fall hans. þess hefir gætt, að samvinnumönn- um liafa þótt slík ummæli kuldaleg i garð samvinnufélaganna. Og að vísu mun það lítið bjargráð reynast, að sá lánveitandi taki . á sig tap skuldar, sem er sjálfur jafnframt lánþeginn og hefir frá upphafi borið ábyrgð á láninu. það þýðir nálcvæm- lega sama og sagt væri: N. N. kaup- íélagsmaður og bóndi í Bæ á að taka á sig óhjákvæmilegt tap af skuld N. N. bónda i Bæ. það liggur ekki lítil lausn i sliku ráði! En það er óþarft fyrir olckur bænd- ur í samvinnufélögum landsins að íærast undan því, að yfir okkur gangi þetta orsaka- og afleiðingalög- mál. Kaupfélögin hafa barizt móti lánveitingum og skuldasöfnun við- skiptamannanna. þau hafa ekki ver- ið beinir lánveitendur. Hitt er annað mál, að þau hafa löngum orðið að líða skuldamyndun hjá félagsmönn- um, heldur en að hrinda þeim út á beran klakann, þegar ekki lá annað fýrir þeim, sökum aðgerðp viðskipta- afla, sem félögin eðliiega gátu ekki á nokkum hátt ráðið við, svo sem er um ráðstafanir löggjafarvalds þjóðfélagsins, fjármálavaldsins, eða um alheimslegar viðskiptatruflanir og verðhrun. þetta veit nú auðvitað sá vísi maður J. þ., og nefndum um- mælum hans hefir sennilega ekki verið miöaö á kaupíélögin, heldur í aðra átt, eins 'og óg mun seiuna vikja að. Enda þótt starf samvinnufélaganna sé engin írumorsök að skuldasöfnun bænda, munu þau telja sér siðferðis- iega skyit, að gera sitt ítrasta til að létta skuldabyrði félagsmannanna, svo langt sem geta þein*a nær, en hún er bundin við sjóði félaganna. Félögin eru ekki gamlar stofnanir. Sjóðirnir ekki stórir, svo sem að lik- um lætur Félögin þuría að liafa sjóð- ina tii að vera starfhæf. Frá þjóð- hagslegu sjónarmiði, væri hið mesta glapi-æði að lienda nú sjóðunum öll- um í skuldirnar. þá væri þjóðnýtur féiagsskapur gerður óstarfhæfur. — — Varla hefir það verið ætlun Jóns þorlákssonar. Engu að siður er sjálfsagt, að við samvinnumenn látum af hendi af sjóðunum, eins mikið og framast þykir íært, til að létta skuldum ai vanmegna íéiagsmönnum, og leitum annara þeirra bjargráða á heimavett- vangi, sem þeim er unnt að ráða. þar íylgjumst við að sjálísögðu meö 1 þvi sameiginlega átaki, sem þjóðin öll þarf nú að gjöra. þá viðurkenna samvinnuiéiögin, að þó þau eigi að- eins óbeinan þátt i skuldasöínun bænda, þá viiji þau taka á sig af- ieiðingar þess, eftir því sem þau megna. En þá er líka sjálfsagt að gera þá kröfu til þeirra aðila, sem áttu bein- an þátt í að skuldir bænda urðu siík- ar, sem nú eru þær, að þeir taki á sig aíleiðingarnar. þar á orsaka og aiieiðingalögmálinu fyrst og iremst að vera íullnægt. þess krefst Jón Jtorláksson. 1 kreppunni 1920—21 komust margir bændur i mjög mikiar skuldir. Or- sakir, sem til þess lágu, eru marg- íramteknar og þjóðkunnar. Fjöldi þeirra bænda, sem þá lentu í skuld- um liafa siðan aldrei úr þeim kom- izt; einkum þó miklir fjölskyldu- menn, sem liafa þurft að kaupa mik- inn vinnukraít, og þeir sem hafa rekið atvinnuveg sinn með lánsfé. Reynsla síðustu 13 ára sýnir, að aðal- atvinnuvegir landsmanna hafa ekki gefið rekendunum þann arð, að hægt liafi verið að greiða háa vexti af því fé, sem í atvinnunni stóð. Bændur, sem bjuggu við lánsfé, lentu í við- varandi viðskiptalialla. Af lánsfé þurftu þeir að greiða 6—8%, en fæst- ir munu í rauninni hafa getað svar- að nokkrum vöxtum, og þeir dugleg- ustu og hagsýnustu við bezta aðstöðu til búreksturs ekki meira en 2—3%. Ég hefi haft góða aðstöðu til að fylgjast með afkomu og viðskiptahag mjög margra bænda, allt þetta nefnda tímabil, og veit hváð ég hér fullyrði. Lýsing nákunnugra manna á iiag t. d. togaraútgerðarinnar í Reykjavík sýnir að sá atvinnuvegur hefir líka haft of dýrt rekstursfé. Hinir geysilegu vextir, sem hér hafa gilt hjá bönkum og sjóðum, eru að nokkru leyti framkomnir fyrir fjár- töp bankanna. þeir vinna töp sín á þann hátt upp á skilamönnum fram- tiðarinnar. þessi drápsskattur — vextirnir — tafði alla fjárhagsvið- reisn bænda eftir kreppuna 1921. Byrðin hafði verið þyngd á óhæfiieg- an hátt af fjármálavaldi landsins, en Alþingi brást skyldu sinni og veitti þegnunum enga vörn gegn ósvífni fjárplógsmanna í bankastjórastöðum. Gjaldþol og geta bænda til að bera afleiðingar kreppunnar 1920—21 er svo enn rýrð um 3/a með gengis- liækkuninni 1925. Jafnframt er þá landbúnaðurinn, meðal annars fyrir vanrækslu og hlutdrægni fjármála- stjórnarinnár, ekki orðinn samkeppn- isfær við aðra atvinnuvegi. Bændur sjá að þeir mega til að breyta um búskaparlag, mega til að leggja í nýjar framkvæmdir, mega til að hætta á að taka dýr lán. Og til breyt- inganna, til umbótanna, eru þeir hvattir af leiðandi mönnum þjóðfé- lagsins; eggjaðir lögeggjan. En sam- hliða eggjaninni bregzt rikisvaldið þeirri skyldu sinni aö gera „afl Utan ár heimi. Sambúðin við Þýzkaland. Eftir því sem erlend blöð herma, er mjög mikil hætta á, að framferði Nazistanna í Þýzkalandi verði til þess að gera sambúð Þjóðverja við önnur ríki mun erfiðari en áður, og sérstak- lega er nú talið, að þunglega rriuni verða tekið í kröfur Þjóð- verja um endurskoðun friðar- samninganna og jafnrétti til víg- búnaðar. Stendur einkum ná- grannaþjóðunum, Frökkum og Pólverjum, stuggur af þeim her- mennskuanda, sem Nazistar nú hafa magnað í Þýzkalandi. Enda gengur það nú svo langt, að her- æfingar hafa fyrir nokkrum dög- um, með stjórnarráðstöfun, verið fyrirskipaðar í þýzkum barna- skólum. Einu ríkin, sem eins og stend- ur virðast vera í vináttusam- bandi við Nazistastj órnina þýzku, eru Ítalía og Ungverjaland. Víð- ast annarsstaðar andar nú köldu í garð Nazista, í blöðum og á öðrum opinberum vettvangi. Mikið umtal varð rétt eftir að Hitler tók við stjórninni, út af grein í sænska blaðinu „Göte- borgs Handels- og Sjöfartstid- ning“. Þetta sænska blað komst svo að orði, að Þjóðverjar hefðu móðgað öll stórblöð heimsins með því að neyða þau til að taka mann eins og Iiitler alvarlega og skrifa um hann daglega. Hinn sænski ritstjóri fékk þegar í stað fremur óblíða kveðju í símskeyti frá' Göring, og vöktu þau af- skipti frá útlendum manni mikla gremju í Svíþjóð. En skrif hinna erlendu blaða hefir Nazistum á engan hátt tekizt að kveða niður og því tekið það til bragðs, að banna sum þeirra í Þýzkalandi, t. d. hið þekkta enska stórblað „Manchester Guardian“. Meiri athygli en nokkur blaða- skrif vöktu þó þær umræður, er í fram fóru alveg nýlega í neðri málstofu brezka þingsins. Eúm af kunnustu þingmönnum Breta, Winston Churchill (íhaldsm.), hélt þar mjög harðorða ræðu um framferði þýzku stjórnarinnar og sérstaklega Gyðingaofsóknirnar. í sama streng tók ræðumaður Verkamannaflokksins Attle major þeirra hluta, sem gera skal“ — pen- ingana — bændunum viðráðanlegt. Sá fítonsandi, sem skammsýn fjár- hyggja mannanna blés gullkálfinum i nasir, hefir á siðustu tímum magn- azt svo, að við liggur, að nú séu ís- lenzkir bændur troðnir, sem þrælar, undir klaufum kálfsins. Bændur áttu engan þátt í fjártöp- um bankanna, sem leiddu til hinna óþolandi vaxtakjara. Gengisliækkun- inni var af fjármálavaldinu þrengt upp á bændur og aðra framleiðend- ur. þessar tvær ráðstafanir hafa ork- að svo miklu til ófamaðar landbún- aðinum, að ef sú fúlga væri bændum endurgreidd, myndu þeir nú flestir ráða fullkomlega við sinar byrðar. pessar stóru orsakir til skuldasöfn- unar bænda liafa verið þeim óvið- ráðanlegar. pjóðfélagið í heild ber ábyrgð á þeim; það á nú að taka við afleiðingabagganum. Landbúnaðinn dregur um slíkt. Og þá er framfylgt orsaka- og afleiðingaiögmálinu. — petta er aúðvitað það, sem vakir fyr- ir Jóni þorlákssyni — honum, sem þekkir svo vel þessar örlagariku or- sakir. pað er hvorki ölmusubæn né betli- 23. blað. og fyrverandi utanríkisráðherra Breta, Sir Austin Chamberlain. Kom það fram í þessum umræð- um, að brezka stjórnin yrði að afla sér nánari upplýsinga um við burðina í Þýzkalandi og gæti naumast þolað þá afskiptalaust. Núverandi utanríkisráðherra, John Simon, tók vel þessum mála- leitunum, en lét þess að öðru leyti getið, að oísóknirnar í Þýzkalandi hefðu að sinni hyggju, valdð mikla andúð hjá hinni brezku þjóð. í Bandaríkjunum fara flest eða öll stórblöðin mjög hörðum orð- um um þýzku byltinguna. Sum þeirra kveða svo fast að orði, áð meðan slíkt stjórnarfar haldizt, verði íbúar Þýzkalands ekki tald- ir til siðaðra þjóðfélaga. En slíkum ummælum og öðrum þvíhkum fylgja vitanlega athafn- ir. Menn af Gyðingaættum, sér- staklega í Ameríku hafa komið á samtökum gegn þýzkum vöru- kaupum til mótmæla gegn með- fe'rö Gyðinga í Þýzkalandi. Slík samtök eru þýðingai’mikil, því að viöa eiga áhriíamenn til Gyðinga að telja, sem skiljanlegt er, þar sem þeir hafa dreifst um öll lönd. Talið er, að Rússar hafi viðbúnað um að hætta við vörupantanir frá Þýzkalandi og kaupa vélar frá Tékkóslövakíu, til að mótmæla meðíeröinni á þýzkum kommún- istum. Gæti afnám þessara rúss- nesku viðskipta haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir Þýzkaland, því að þau hafa farið hraðvax- andi síðustu árin. Ennþá sýnist þó ekki verða nein stefnubreyting hjá þýzku Nazistunum. Síðasta tiltæki Naz- istastúdentanna þýzku, er að heimta að „óþjóðlegar og óguð- legar“ bækur séu teknar út úr söfnum háskólanna og brenndar á báli (!) og að mönnum af út- lendum ættum (sérstaklega Gyð- ingum) sé bannað að skrifa á þýzka tungu! 1 einum háskólabæ ! hafa stúdentanúr heimtað, að 38 frjálslyndum prófessorum verði vikið frá háskólanum og Nazistar settir í þeirra stað. Slíkt ofstæki minnir á hina svörtustu kaþólsku, og- er sárasta hryggðarefni öllum vinum Þýzkalands og þéirrar glæsilegu menningar, sem fram að þessu hefir varpað ljóma á ætt- land hinna germönsku þjóða. ganga þó bændur krefjist þess, að ríkisheildin lilaupi undir bagga með landbúnaðinum, eins og hann nú er staddur. Hina utanaðkomandi við- skiptakreppu h.efðu bændur enn staðizt, þótt erfitt myndi að vísu, eí ekki hefðu áður á þeim legið byrðar, sem eru að mestum hluta þjóðfélags- logar syndir, en þeir nú verða að sveitast undir. pað er þvi réttmæt krafa og sanngjörn af hendi bænda, að ríkið rétti landbúnaðinum þann styrk, sem þarf til að hver einasti bóndi landsins hafi ekki á sinu nafni og sinni ábyrgð meiri skuldir en svo, að teljast megi viðráðanlegar og með viðráðanlegum kjörum. þetta er áreiðanlega framkvæmanlegt, því að svo er íyrir að þakka, þrátt fyrir þau ókjör, sem bændum hafa verið búin, þá eru þó margir þeirra enn fjárhagslega sjálfbjargamenn. En þeir þrautreyndu menn verða einnig, áður en varir, fjárhagslega eyðilagðir, ef allur þungi svéitarfélaganna, sá sem nú vofir yfir, veltist yfir á tiltölu- lega fáar herðar. En þvi eru þessi alkunnu rök rak- in hér, að enda þótt raddir hafi látið hátt úr öllum áttum, i allan vetur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.