Tíminn - 15.07.1933, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1933, Blaðsíða 3
TÍMINN 121 hefði Gísli unnið til brottreksturs úr „hreyfingunni“. Létu þeir og eigi sitja við orðin tóm, heldur iétu liendur standa iram úr ermum og tóku af honum foringjaeinkenni öll ásamt hakakrossinum og skiidu hann eftir óeinkenndan og allri virð- ingu rúinn. En Gisli sneri sér þegar til iögreglunnar, og tókst henni að ná „lieiðursmerkjunum" aftur úr kióm „rœningjanna". En Gisli er hinn reiðasti og heimtar hefnd yfir iiina óstýriiátu flokksmenn sína. 1 ■ ' s Bændastimpillinn. Undanfarin ár hefir íhaldið reynt að breiða yfir sig bændagrímu, en íyigi jjess hjá bændum hefir þrátt fyrir það alltaf farið þverrandi. Og eftir síðustu kosningar hafði það Ottesen einan úr bændastétt á Al- þingi. Takist Borgfirðingum nú að iáta hann velta, er íhaldið búið að missa síðasta bændastimpilinn á þingi af sér, sem það hefir reynt að skreyta sig með til að villa almenn- ingi sýn. þótt ýmislegt sé gott um Ottesen sjálfan, vinnur hann sór- stakt ógagn yfirleitt á meðan ihaldið getur notað hann til sinna óþrifa- verka, því hann og aðrir bændur og alþýðumenn, sem flækjast til að iylgja íhaldinu, eru aðeins 0 aftan við „stórlaxana" í Rvík, sem eru innsti kjarni ihaldsins og öllu ráða í flokknum. KárL - -O- ■ Fréttir Upplýsingar og afgreiðsla fyrir flest helstu sumargístihúsín úti á landi hjá Ferðaskrifstofu Islands Ingólfshyoli Sími 2939. Nýjasta ljóðabókin: Eg læt sem eg sofi eftir Jóhannes úr Kötluui er bezta ljóðabókin sem nú er á markaðnum og fæst nú hjá bók- sölum aftur, og kostar aðeins kr. 4.50 heft og kr. 6.00 í bandi. Hér fer á eftir útdráttur úr nokkrum ummælum um. bókina og látum vér þau lýsa henni. ----Jóhanaes úr Kötlum er eng'inn byrjandi lengur. Þessvegna er komínn timi til fyrir hann að fara nú að sýna, hvað hann getur, — og ef liann getur litið, hlýtur hann að fá harðari dóm en þeir, sem eru að byrja og eru enn eins og óráðin gáta. Eimreiðin XXXIX, 1. — Jak. Jóh. Smári. ----Hér er samí glæsileikinn og áður i rimi, máli og samlikingum, en meiri dýpt, átök og alvara.----Timinn XVI. 60. — A. Sigm. ----Kvæði þessi leita drjúgum á þann, sem byrjaður er að Jesa þau. Það er þessi undra hagleikur, sem gerir svo að segja hverja ljóðlínu áfenga, og lesandinn teigar af nautn hvert kvæðið eftir annað. — — Skinfaxi XXIV, 1. — Gunnar M. Magnússon. -----Jóhannes hefir iagt á hilluna sin gömlu, draumkenndu yrkisefni og brynjað sig út á vígvöll hins miskunnarlausa virkileika, gerst „byltingasinnaður0, eins og þeir kalla það, — — Visir 23, 97. — Jón Magnússon. — — Hann á til bæði meinfindnar og naprar ádeilur, en honum getur einnig orðíð heitt um hjartarætur, þegar hann yrkir um örlög og framtið „striðandi lýða“. Þá dregur arnsúg i flugnum. Þá dynja hanafjaðrir.-Nýjar kvöldv XXVI, 1-3, - B. K. ___— Hún (bókin) ber vott um óvenjulega hreinskilni og dirfsku, hita og áhuga, en um leíð ríka listainannsg'áfu og listamannslund, sem hefir verið leyst úr iæðingi gamalla hugsana, skoðana og mál- og kveðskaparvenja.----Skutull AI, 3. - Guð- mundur Gislason Hagalin. -----Ýms af kvæðum Jóhannesar fjalla um vandamál samtiðarinnai' og fijúga þar viða hvassyddar örvar, sem óefað valda sársauka lijá einhverjum. en um það er ekki að fúst og er þá hezta ráðíð að hera sig karlmannlega. Hitt er meira um vert, að héðanaf verður Jóhannesi úr Kötlum ekki neitað um sess meðal vorra fremstu þjóðskálda. — — Dagur XVI, 3. Dr. porkell Jóhannesson er vænt- anlegur frá Kaupmannahöfn meö Gullfossi í kvöld. Grein um hina ný- útkomnu bók lians og doktorspróf birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Ljóðabók eftir Jón þorsteinsson á Arnarvatni í Mývatnssveit kemur á bókamarkaðinn í næstu viku. En Jón er eins og margir vita meðal hinna snjöllustu hagyrðinga í þing- eyjarsýslu, bráðhagur á mál og rím, en list hans óþvinguð og látlaus, eins og gerist lijá þeim, sem „yrkja sér til hugarhægðar", og ekki búast við frægð. Ljóðavinum verður þessi bók kærkomin. Dánardægur. þann 10. þ. m. and- aðist að heimili sínu, Efri-Brú í Grímsnesi, Guðmundur Ögmundsson, er þar bjó langan aldur, mjög vin- sæll maður, gistrisinn og prúður. Síldveiðin ,er nú byrjuð fyrir norð- an. Ríkisverksmiðjan hafði á mið- vikudagskvöldið var tekið á móti 12825 málum síldar. Ragnar Ólafsson lögfræðingur, end- urskoðandi hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga er nýkominn heim úr nokkurra mánaða dvöl í Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandseyjum. Hefir hann verið að kynna sér starfsemi samvinnumanna i þessum löndum. ' íslenzkur stúdent, Magnús Jónsson úr Heykjavík hefir nýlega lokið prófi í spönsku og frakknesku við liáskóla í París. ítölsku flugmennimir lögðu af stað liéðan á miðvikudagsmorguninn var og komust þann dag heilu og höldnu vestur til Labrodor í Norður-Ameríku. Var eigi komið við í Grænlandi. Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðh. og Balbo skiptust á skeytum eftir að flugvél- arnar voru komnar af stað héðan og aftur, er þær voru lentar í Vestur- lieimi. Lindbergh hinn frægi ameríski flugmaður er væntanlegur hingað ásamt konu sinni í flugvél innan skamms. Er för hans farin til að gera athuganir viðvíkjandi lending- arstöðum á norður-flugleiðinni Kona Lindberghs, sem er dóttir amerísks miljónamærings, kann sjálf að stjórna flugvél eins og maður henner. Brezkir stúdentar allmargir eru væntanlegir hingað í sumar og ætla að ferðast hér víða um land. Gunnlaugur Briem verkfræðingur útvarpsins er nýkominn heim af al- þjóðafundi urn útvarpsmál, sem hald- inn var í vor í Luzern í Sviss. Stórstúkuþingið var ,liáð í Vest- mannaeyjum að þessu sinni. Páfanum var nýlega sýnt banatil- ræði í Péturskirkjunni í Róm. Urðu þar af einhverjar skemmdir, en páf- ann sakaði ekki. Langferðamaður. íslenzkur stúdent við liáskólann í Khöfn, Guðmundur sonur sr. Kjartans sál. í Hruna, ferð- uðist í vor á hjóli frá Khöín suður yfir meginland Evrópu til Róm og var um 7 vikur í ferðinni báðar leiðir með viðdvölum. Hafði hann með sér tjald og svaf í því flestar nætur og matreiddi sjálfur nesti sitt. Til jafnaðaf lijólaði hann 100 km. dag- lega. Ferðakostnaðurinn varð um liálft þriðja hundrað kr. Á suðurleið fór Guðmundur yfir Austurríki, en á norðurleiðinni yfir Sviss. Er þetta ferðalag merkilegt og til fyrirmynd- ar ungum mönnum, sem vilja sjá sig um í heiminum að kostnaðarlitlu. í stjóm íþróttsambands íslands, sem skipað er er 5 mönnum, voru kosnir á síðasta aðalfundi, Benedikt G. Waage forseti (endurkosinn), Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustj. (endurkosinn) og Erlingur Pálsson lögreglufulltrúi. Fyrir voru í stjórn- inni Magnús Stefánsson og Kjartan þorvarðarson. NáttúrufræSingarnir, Pálmi Hann- esson rektor og Steindór Steindórs- son ménntaskólakennari á Akureyri eru nýlagðir af stað héðan í rann- sóknarferð um öræfin á Norðaustur- landi. Heimsmet í bifreiðarakstri. Bifreið frá Citroén verksmiðjunum frönsku liefir nú í vor sett heimsmet í þol- akstri á Montlhery hringbrautinni í París. Hefir hún nú haldið áfram 112 sólarhringa samfleytt nótt og dag, og eigi verið stöðvuð nema til að skipta um ökumann og hjólbörð og taka olíu, bensín og vatn, en það er gert 5. hverja klukkustund; svo þarf að þvo vagninn einu sinni á dag. Á þessum 112 dögum er hún búin að fara 250 þús. km. eða um ö21/2 km. til jafnaðar á klukkustund, þegar með eru taldar tafir við benzín- töku, ökumannaskipti o. s. frv. og samsvarar þetta því, að búið væri að fara 6—7 sinnum kringum jörðina eða í'úml. ~/a af vegalengdinni tii tunglsins. Akstrinum verður haldið áfram þangað til bifreiðin bilar, en það hefir ekki orðið ennþá. Olíu- félagið „Yacco", sem býr til smurn- ingsolíuna, sem bifreiðin notar, stend- ur fyrir tilrauninni. 9 ökumenn skiptast á um að stjórna bifreiðinni, en 6 menn eru til taks með bensín, olíu, vatn og lijólbörð hvert sinn, sem hún stansar, og tekur töfin nú orðið aðeins eina mínútu í hvert sinn. Frá pýzkalandi. Hitler hefir nú leyst upp og bannað alla stjórnmála- flokka í þýzkalandi nema Nazista- ilokkinn. Hugenberg foringi gamla þjóðernisílokksins og hans menn eru farnir úr ráðuneytinu, Af hálfu stjórnarinnar er því lýst yfir, að liin „þjóðlega bylting" sé nú komin í framkvæmd, og nú verði unnið að því að „varðveita friðinn" í landinu! En undir niðri ólgar andúðin gegn einveldi Nazista. Landflótta jafnaðar- menn eru farnir að gefa út þýzkt vikublað í Tékkó-Slóvakiu og dreifa því með leynd út um þýzkaland. Er þar tekið kröftuglega ti! orða og stórninni m. a. með berum orðum gefin sök á brmia ríkisþinghússins í vetur, sem af hennar hálfu var á sínum tíma færður fram sem ástæða til að banna blöð jafnaðarmanna og kommúnista. Skóggræðsla í Bretlandi. Síðan heimsstyrjöldinni lauk, hafa Bretar varið miklu fé til skógræktar. Höfðu þeir meðan stríðið stóð yfir höggvið upp miklu meira af skógi en áður hafði verið. Árlega flytja þeir inn trjávið fyrir 45 milj. sterlingspunda, en framleiða sjálfir ekki nema 6% af því, sem þeir þurfa. Eru skóg- arnir taldir ná yfir 3 milj. ekra eða 5% af flatarmáli landsins, en auðvelt er talið að auka skóglendið um 4 milj. ekra. Er því áhugi almennur fyrir skóggræðslunni og hefir síðan 1919 verið varið 10 milj. sterl.punda af opinberu fé til slíkrar starfsemi. Hefir land vefið keypt og tekið til leigu til skógræktar og fandeigend- um veittur ríflegur styrkur til slíkr- ar ræktar. Er nú séð fullkomlega fyr- ir viðhaldi skóganna og ráðgert að hefja mikla nýgræðslu, þegar fjár- hagur leyfir. -----o---- Morgunblaðið ávarp- ar samvinnumenn. það ér vísu engin nýjung, þótt Reykjavíkuríhaldið sendi íslenzkum samvinnumönnum kuldalegar kveðj- ur í Morgunbiaðinu. þó mun sjaldan liafa verið tekið dýpra i árinni en í „frásögn" Mbl. um dóm þann, er Hæstjréttur kvað upp seint á s. 1. ári í máli því, er Ólafur Thors höfð- aði gegn ritstjóra Tímans. Eins og vænta mátti gat Mbl. ekki skýrt frá niðurstöðum réttarins hlut- drægnislaust, eins venja er til meðal siðaði'a blaðamanna, er þeir skýra fiá niðurstöðum dóma, heldur er frá- sögn þess lieil runa af ókvæðisorð- u m, um pólitíska andstæðinga. í ámirinstri grein nefnir Mbl. þá, er í Tímann skrifa, stigamannahyski, forherta landsmálaþorpara, pólitískan skríl, o. fl. álíka vingjarnlegum nöfn- um. Nú er það vitanlegt, að í Tím- ann skrifa eingöngu samvinnumenn, bændur og borgarar um land allt. Ná því ummæli Mbl. til samvinnu- flokksins í heild. þótt Mbl. hafi að vísu iöngu sett met í óskammfeilnum rithætti, þá sannast þá á ritstjórum þess hið fornkveðna, að „mikið vill meira". ])eir eru enn að reyna að „slá" sín fyrri met. Er ritstjórum Mbl. alveg sama, hversú þeir gera blað sitt úr garði? Eða er slík blaðamennska, Tilkynning. Esja fer samkv. áætlun í strandferð vest- ur um land fimtud. 20. #þ. m. Flutningi veitt móttaka (meðan rúm leyfir) til há- degis á miðvikudag. Skipaútg’erð rikisins. Beztu cigaretturnar i 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1,10 — eru Coxnmander Westminster Virginia cigarettur \ Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá Tóbakseinkasölu ríkisins Búnar til af Kslnttr Tota Cipioy II, London. Bruna- á fasteignum og lausafé í ■ sveitum. — Iðgjöld hvergi j lægri. — Umboðsmenn í öllum kaupstöðum og kaup- túnum. — Aðalskrifstofa í Reykjavík. Ferðist alltaf með íslenzkum skip- uml Grefið góða isl. bók, fallegt ísl. málverk, eða einhvern góðan hlut unninn af isl. höndum, í tækifæris- gjöf. — Ef menn sýna í verkum sín- um, að þeir vilja styðja það sem innlent er, þá eru þeir betri íslend- ingar, en J>eir, sem gala á strætum og gatnamótum um „ísl. endurreisn“, en styðja í verki allt útlent og ó- þjóðlegt. sem áminnst grein ber með sér, snið- in eftir smekk og innræti forráða- manna íhaldsflokksins? Sé svo, getur vart hjá því farið, að al- ménningur fái þá skoðun, að þeir menn, sem gera sig ánægða með slík sorpskrif, standi á óvenju lágu menningarstigi. En það er fullvist, að þótt íhaldið telji sjálfsagt, ekkert of illt handa samvinnumönnum, þá eru þó gætn- ari menn flolcksins slíkri sorpblaða- mennsku ósamþykkir. þeir vita sem er, að það er til hins mesta tjóns fyrir flokkinn. það er og staðreynd, að öll áhlaup íhaldsins á handur bændum og samvinnumönnum hafa misheppnast. Stærstu skammademb- urnar liafa einmitt orðið hreinustu gróðrarskúrir fyrir hinn pólitíska jarðveg í landinu. Fjöldi manna, sem áður voru æstir íhaldsmenn, hafa gengið yfir 1* stjórnmálaflokk samvinnumanna, Framsóknarflokk- inn, er þeir sáu, hve ólíkan málstað flokkarnir hafa að verja, og hve ó- líkar bardagaaðferðir þeirra eru. þeir tímar nálgast líka óðum, að þingmenn íhaldsflokksins ve.rða þess áskynja, er þeir um kosningar koma fram á hinn pólitíska vígvöll, að þeirra eigið málgagn hefir borið klæði á vopn þeirra. Við samvinnumenn kippum okkur þvi ekki upþ við það, þótt Morgun- blaðið kasti að okkur auri. Við er- um þess fullvissir, að sá flokkur, sem berst gegn umbótaviðleitni landsmanna, berst gegn því, að allar stéttir þjóðfélagsins hafi jafna að- stöðu til laga og róttar, og sem á Reykjavik. Sími 1249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauö) ávalt fyrir- liggjandi: Salami-pylaur. Hangibjúgu (Spegap.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Suuða-Hangibjúgu, gild Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lífr&rpylaur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og atand- ast — að dómi neytenda — s&m- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. alvarlegustu augnablikum þjóðarinn- ar getur skammsýnum æsingamönn- um æskilegt tækifæri til villimann- legra athafna, og reynir siðan að lama starf þeirra manna, sem með ráðum og dáð vilja stilla til friðar, er að að undirbúa sína pólitisku jarðarför. Einar Einarsson. ATH. Höf. þessarar greinar á heima í Skaftafellssýslu. Hefir grein- in beðið alllengi birtingar sökum rúmleysis. ----O---- Vidbótartekjusk&tturinn. Hvað átti hann að vera hár hjá skattgreiðanda með 5 manna fjöl- skyldufrádrátt i Reykjavík? Af 100 þús. kr. árstekjum kr. 11.349,00 — 30 — — — 15 — — — 10 — . — — 5 -• — — '2.048,00 — 449,00 — 127.80 12,00 Er liægt að kalla slíkan skatt „eignarán"? Er líklegt að þennan skatt hefði þurft að taka lögtaki eins og Jón þorláksson var að tala um í útvarp- inu? Er þessi skattur ranglátari bráða- birgðaráðstöfun en hækkun á kaffi- og sykurtolli? Ætli það séu ekki nokkuð margir menn í landinu, sem vildu vinna það til t. d. að greiða kr. 127,80 i viðbótarskatt, ef þeir fengju 10 þús. kr. árstekjur eða 2048 kr., ef þeir fengju 30 þús. kr. árstekjur?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.