Tíminn - 29.07.1933, Síða 2
126
TÍMINN
Kærai þakkir til allra þeirra er með nærveru siuni og á
annan hátt heiðruðu útfttr, Guðm. Ögmundssonar fyr bónda á Efri-
Brú í Grímsnesi.
Aðstandendur.
almenningi. Og á sama tíma, sem
fólkið svalt, hrúguðust fyrir mat-
vælabirgðir og aðrar óseljanlegar
allsnægtir í landinu.
Og hvað hefir þá Roosevelt
forseti gert síðan hann kom til
valda? Hann hefir með lögum af-
numið einræði einstaklingaima yf-
ir framleiðslunni. öll framleiðsla
og viðskipti landsins er komin
undir opinbert eftirlit. Hið opin-
bera skipar fyrir um, hversu mik-
ið megi framleiða af einstökum
vörutegundum. Stytting vinnu-
tímans hefir verið fyrirskipuð, til
þess að fleiri menn geti komizt að
framleiðslunni. Ríkið hefir byrj-
að á stórkostlegum virkjunum !
fallvatna ásamt nýtízku uppbygg-
ingu landsins á stórum svæðum.
í boðskap sínum til þjóðarinn-
Frá því 1916 að Framsóknarflokk-
urinn byrjaði starf sitt hefir hann
unnið á við allar kosningar þar til
nú 16. júlí 1933, að hann varð fyrir
bráðabirgðahnekki og missti sex
þingmnnn, þar á meðal einn af þeim,
sem haldið hafði öruggu þingsœti
síðan fyrir 1916. Er þar átt við Guðm.
Ólafsson í Ási, sem átt hefir örugg-
ari og lengri samstæða þingsetu en
dæmi múnu til um nokkum annau
mann í því kjördæmi.
Á tímabilinu 1917—19 höfðu Fram-
sóknarmenn % hluta þingsætanna.
Árið 1919 bættu þeir við nokkrum
þingsætum og unnu á því kjörtíma-
bili tvær aukakosningar í Vestur-
Skaftafells og þingeyjarsýslu. Kosn-
ingarnar 1923 urðu enn til að styrkja
flokkinn, og sama mætti segja uin
kosningámar 1927 og 1931. Eftir þær
kosningar hafði flokkurinn rúmlega
meirihluta þings, en vegna deildaskip- ,
unár þingsins ekki nema jafntefli í
efri deild. Varð það til þess að flokk-'
urinn gat ekki tekið föstum tökum
á skattamálum eða fjármálum lands-
ins, svo sem kunnugt er.
Framsóknarmenn hafa leitað að
orsökum þess; að svo skynilega hefir
lireytzt aðstaðan í þingkosningunum.
Menn spyrja hvaða nýjung hafi orð-
ið í lífi flokksins nú, sem honum
hafi orðið svo óhagstæð. Og ekki
þarf lengi að leita svarsins. Fram-
sóknarmenn hafa í tólf mánuði verið
í pólitísku sambýli við höfuðand-
stæðinga flokks síns. Og þetta ná-
býli við íhaldið hefir kostað flokk-
inn sex þingsæti. Flokkurinn hefir
tapað einum þingmanni á hverjum
2 mánuðum. Með sama áframhaldi
myndi íhaldið hafa getað gereyðilagt
flokkinn á hálfu kjörtímabili.
það er engin nýlunda í heiminum,
að umbótaflokkur bíði tjón á heiðri
sínúm og valdi við að samneyta
íhaldsflokki. Á miðjum stríðsárunum
gekk hinn mikli foringi enskra fram-
sóknarmanna, Lloyd George, í bræð-
ingsstjórn með íhaldinu enska. En
eftir fáein ár var flokkur Lloyd
Georges í rústum og sýnist ekki eiga
sér uppreistarvon. Alveg nýlega
reyndu tveir heimsfrægir leiðtogar
enskra verkamanna, Macdonald og
Snowden, sama heljarstökkið. Nokkr-
um vikum eftir að þeir höfðu gengið
í flatsæng með erfðafjendum sínum
voru almennar kosningar í Englandi.
Missti flokkur Macdonalds þá nálega
B/n af þingmannatölu sinni, en hélt
meginhluta flokksmannanna. Lét
flokkurinn sér það að kenningu
verða, tók upp andstöðu við íhaldið
og vinnur nú hverja aukakosninguna
af annari.
Er auðséð að sá flokkur muni
iljótlega rétta sig við og væntanlega
læra af reynslunni.
Eitt dáemi er áður til hér á landi
um hættuna við að trúa ihaldinu og
eiga við það vinsamleg skipti í
stjórnmálum. Flokkur islenzkra
verkamanna var í einskonar bræðingi
við íhaldið' í kosningunum 1931 og
fékk mjög daufa kjörsókn. Verka-
mennirnir voru vanir að líta á speku-
lantana og fjárglæframennina í Mbl.-
flokknum, eins og sína sjálfsögðu
andstæðinga. Og það dró úr þeim
fjör og félagslega starfsgleði, er þeir
áttu, þó ekki væri nema um stundar-
sakir, að vera í skotgröfum við hlið-
ina á sonum Thors Jensen, Páli á
þverá, Árna á Höfðahólum, Bimi
Gíslasyni, Eggert Claessen, Guðm.
Finnbogasyni o. s. frv. ,
ar hefir Roosewelt forseti beint
alvarleg-um áminningum til at-
vinnufyrirtækja landsins um að
sætta sig tafarlaust við þær
bjargráðaráðstafanir, sem gerðar
hafa verið. Hlýðni einstakling-
anna við þessi fyrirmæli er eina
vonin um að þeir fái að halda
atvinnufyrirtækjunum áfram í
sínum höndum, segir forsetinn.
Roosewelt ætlar ekki að láta ein-
staklingsframtakinu haldast það
uppi að svelta 30 miljónir manna
og leggja landbúnaðinn í rústir í
einu frjósamasta landi heimsins.
Og mikill meirihluti þjóðarinnar
stendur á bak við þær djarflegu
og róttæku ráðstafanir, sem nú
eru gerðar af forsetanum á kostn-
að „einstaklingsframtaksins".
Alþýðuflokkurinn virðist hafn
bjargast tiltölulega fljótt úr mann-
skemmandi sambýli við íhaldið. En
íorlögin báru Framsóknarflokkinn þá
að hinu hættulega skeri: Yfirborðs-
samstarfi við braskaraflokkinn, sem
frá ihaldsins hálfu var fullt af undir-
ferli og prettvísi.
Nokkrir menn í þingflokki Fram-
sóknarmanna gerðu ráð fyrir að hægt
væri að starfa með íhaldsmönnum
að lausn kreppumálanna, eins og
þeir væru þjóðræknir borgarar. í
þeim anda unnu þjóðræknir borgar-
ar. I þeiin anda unnu samstarfsmenn
mínir úr landsstjórninni, sem mynd-
uð var á sumarþinginu 1931, að
myndun samsteypustjórnar. Og. frá
þeirra' hálfu voru vopnin stöðvuð,
gömlum árekstrum gleymt um stund,
og tekið á erfiðum málum: Bjarg-
ráðum í kreppunni og kjördæmamál-
inu.
En Mbl.-liðið vann öðruvísi. Aldrei
hafði rógur þess og bakferli gegn
kaupfélögunum og Sambandinu ver-
ið í meiri blóma. Útiend skrílræðis-
hreyfing var endurvakin hér móti
samvinnuhreyfingunni. íhaldið og
íorráðamenn eitu á röndum svo að
segja livern einasta Framsóknarmann
í opinberri stöðu með upplognum
sakargiftum. því betur sem slíkur
starfsmaður stóð í stöðu sinni, því
ákafari voru ofsóknirnor. Og svo sem
til að auka ánægju Framsóknar-
manna lofuðu málgögn íhaldsins, að
við fyrsta tækifæri sliyldi reka úr
starfi hjá þjóðfélaginu hvern Fram-
sóknarmann, sem þeim þætti standa
í vegi sínum.
Kjósendur Framsóknarfl. hikuðu i
fyrsta sinn. þeir kunnu ekki við
sig í þessu nýja umhverfi. Eins árs
sambúð við höfuðandstæðinga flokks-
ins hefir svift hann nálega ^4 hluta
af þingfylgi sínu, og lækkað kjós-
endatöluna að sama skíjpi.
Ódrengskapur íhaldsins sést bezt á
því, að leiðtogar þess sendu fram-
bjóðendum sínum bréflega árásar-
efni á Ásgeir Ásgeirsson, til að nota
á fundum. En árásarefnin voru of
léleg og ódrengileg til þess að aðrir
andstæðingar en kommúnistar settu
þau í blöð sín.
Framsóknarflokkurinn, bœði þing-
menn og kjósendur, hafa brugðist vel
við bráðabirgðastöðvun á leið þeirra.
Nú vita menn tilefnið. Og Fram-
sóknarflokkurinn lærir áreiðanlega af
reynslunni. Nú byrjar flokkurinn
fulla andstöðu við íhaldið. Aldrei
íramar mun Framsóknarflokkurinn
trúa ihaldsmönnum til drengilegrar
samvinnu um almenn mál.
Mönnum finnst þessi lærdómur að
vonum dýrt keyptur. En hann var
nauðsynlegur. Og íhaldið getur verið
visst um, að kjósendurnir, sem gengu
með Framsóknarfl. að kjörborði
1931, en komu ekki 1933, eru enn í
fullum andstöðuhug við Mbi.-stefn-
una, og munu hafa góðan hug á því
að minna Mbl.-liðið á ?ig við næstu
kosningar. — Jafnvel þó það verði í
hríðarveðri í haust.
J. J.
Tíminn kostar 10 kr. árgangurinn-
Gjalddagi 1. júní. Afgreittsla og inn-
heimta á Laugavegi 10, Reykjavík.
Simi 2368.
r
A víðavantti.
Póstskilin.
Tíminn endurtekur hérmeð áskor-
un til allra þeirra, sem verða fyrir
blaðavanskilum, að tilkynna það af-
greiðslu blaðsins jafnskjótt, og jafn-
framt að benda á, ef unnt er, hvað
liklegast er, að valdi vanskilununi.
Ennfremur er hérmeð endurtekin á-
skorun til þeirra lesenda Tímans,
sem verða þess varir, að afgreiðslu
og geymslu blaða á póstafgreiðslu-
stöðvum sé að einhverju leyti ábóta-
vant, að tilkynna það tafarlaust og
skýra frá því sem nákvæmast,
hvernig afgreiðslunni er háttað á
umræddri póststöð og hvernig blöðin
eru þar geymd, og sérstaklega, hvort
hugsanlegt sé að þau séu eyðilögð
eða þeim stolið af póstafgreiðslunni,
og að hverju leyti póstafgreiðslu-
maður eða vanræksla hans kann að
eiga sök á slíku. Áskoranir þessar
eru bornar fram, að gefnum tilefn-
um, enda er eftirlitsleysið af hálfu
póstmálastjómarinnar algerlega ó-
þolandi.
Akvæði kosningalaganna
verða sérstaklega viðkvæmt’ mál
fyrir alla þá, sem í strjálhýlinu búa.
pað er mál, sem ekki veitir af að
hugsa og ræða i nokkra mánuði. Ýms-
ar tillögur hafa komið fram um það,
hvernig eigi að fara að því að gera
sveitafólkinu auðveldara að neyt.a
kosningarréttarins en nú er. Alla.ir
slíkar ráðstáfanir verða þó að mið-
ast við það, að ekki sé hægt að
misbeita þeim og falsa vilja kjós-
endanna. Bændur og búalið, hugsið
rækilega um þessi efni, og ef ykkur
dettúr eftthvert nýtt ráð í hug, þá
sendið Timanum tillógur ykkar.
Kveldúlfur
mun nú skulda bönkunum nál. 5
miljónum króna, og stundum hefir sú
skuld verið hærri. þjóðin á bankana,
og þjóðin stendur í ábyrgð fyrir þess-
um 5 miljónum. Ef Kveldúlfur færi
á höfuðið eins og Stefán Th., Sæ-
mundur Halldórsson og Gisli John-
sen, myndi þjóðinni blæða. Fimm
bræður hafa fengið þessar fimm
miljónir að láni. þessir fimm menn
myndu aldrei geta unnið af sér stór
bankatöp, ef illa færi. þó að þeir
fengju allir vinnu á togara allt ár-
ið, gætu þeir ekki nándar nærri
greitt vexti af húsunum, sem þeir
búa í. því að allir búa þeir i húsum,
sem kosta 100 þús. kr. og meira.
þessir fimm menn hafa umráð yfir
7 togurum og 2 síldarverksmiðjum,
en þessi atvinnufyrirtæki á þjóðiti
að mestu leyti og leggur þeim til
rekstursfé. Kveldúlfur veit vel, að
það er óvarlegt af þjóðinni að trúa
5 mönnum fyrir 5 miljónum og fjórða
partinum af fiskiskipaflota Reykja-
víkur og leyfa þeim að byggja
ópraktisk íbúðarhús fyrir eina fjöl-
skyldu, sem kosta meira en
hálfur togari með veiðarfærum.
þessvegna veit Kveldúlfur, að honum
er áríðandi að hafa áhrif á fjármála-
stjórn landsins. þessvegna hefir hann
lagt i kostnað og fyrirhöfn við að
koma tveim af fimm bræðrunum á
þing, öðrum á Reykjanesi og hinum
á Snæfellsnesi.. En Kveldúlfur hefir
gert meira. Hann er að koma sér
upp valdi, sem geti verið handhæg-
ara en þingvaldið. „Fánalið" íhalds-
félaganna í Reykjavík er æft í fisk-
porti Kveldúlfs. Skrifstofumaður hjá
Kveldúlfi æfir liðið. þegar Kveldúlf-
ariiir fá mann kosinn á þing, er
„fánaliðið" látið hrópa húrra frammi
fyrir húsdyrum hans. það eykur
metnað Kveldúlfs og lotningu liðs-
mannanna. En alla þessa dýrð borg-
ar fátæk alþýða á íslandi. Og aukizt
Kvéldúlfsvaldið frá því sem nú er,
fær hún að borga meirg
„Jarðaránlð".
Síðan flokksþin'gi Framsóknar-
manna lauk í vetur hefir Mbl. marg-
tuggið þau ósannindi, að flokksþing-
ið hafi samþykkt að ræna bændur
jörðúm sínum. Hefir litið verið að
gert að reka þessi ósannindi ofan
í blaðið, Jón þorláksson endurtók
þessi sömu ósannindi í útvarpser-
indi nýlega og vill Timinn því ekki
láta þeim ómótmælt. Að visu leggja
jafnvel íhaldsmenn lítinn trúnað á
Morgunblaðið, en Jón þorláksson er
ílokksþinginu er svohljóðandi:
„Að Alþingi setji lög, að undan-
gegnum nægilegum undirbúningi,
sem geri rikissjóði skylt að kaupa
jarðir við matsverði af þeim bænd-
um, sem þess óska og taldir eru
þurfandi fyrir þann létti, sem slík-
ar sölur hafa i fttr með sér. Bænd-
urnir fái erfðafestuábúð á jfirðum
þessum, enda sé að jafnaði tryggt,
að þeir noti ábúðarréttinn um ákveðið
árabil. Andvirði jarðanna greiðir rík-
issjóður með skuldabréfum, sem lán-
ardrottnum sé skylt að taka sem
greiðslu upp í skuldir".
Sjá nú væntanlega allir heilvita
menn að hér er ekki á ferðinni nein
ránsferð á hendur bændum. Hér er
um það eitt að ræða að kaupa jarðir,
sem bændur óska eftir að selja. þeim
og erfingjum þeirra er tryggður um-
ráðaréttur jarðanna, sem er þeim
miklu meira virði en eignarrétturinn,
sem oft er ekki nema nafnið.
það getur oft verið sjálfsagt rétt-
lætismál, að ríkið kaupi jarðir af
bændum, ef þeir óska þess. Rikið
lætur gera margháttaðar fram-
kvæmdir til atvinnuléttis í þétt-
byggðum héröðum, sem afskekktu
býlin fara algerlega varhluta af. þeir,
sem búa á afskekktu býlunum verða
þvi alveg undir í samkeppni um
framleiðslu og geta ekki séð sér og
sínum farborða á sama hátt og þeir,
sem njóta þessa stuðnings ríkisvalds-
ins, þegar svo stendur á, er hinu
opinbera skyldast að finna úrræði.
Og þær jarðir, sem í eyði leggjast
af þessum orsökum, eiga að verða í
c-ign hins opinbera eins og afréttar-
lönd.
Margir merkir bændur fyr og síð
ar hafa vilja láta ganga lengra en
þetta. þeir liafa viljað, að allar JarS-
ir yrðu eign hins opinbera. Vill Jón
þmiáksson halda því fram í alvöru,
að Pétur á Gautlöndum, Jón í Múla
og Hermann á þingeýrum liafi verið
kommúnistar, eða að þeir hafi ætlað
sér að „ræna“ bændastétt landsins?
þessir ágætu menn voru á móti þjóð-
jarðásölunni. þeir álitu, að fátækir
bændur hefðu ekki efni á að leggja
fram þann höfuðstól, sem bundinn
er í jörðunum. það ætti þjóðarheildin
að gera.
Fer þá skörin að færast upp í bekk-
inn, ef blóðsugur þær, sem að Mbl.
standa, ætla að fara að halda þvi
fram, að þrír af merkustu bændun-
um, sem setið hafa á Alþingi, hafi
ætlað að ræna bændur, hvað þá ef
það á að fara að kallast „rán“ að
heimila ríkinu að kaupa jarðir af
mönnum, sem óska eítir, að það sé
gert!
Hvernig á að
kjósa í sveitunum?
Krafa Tímans um tvo til þrjá
kjördaga í sveitunum finnst mér al-
veg sjálfsögð það sem hún nær. Nú
þegar atkvæðatala flokkanna á að
fara að ráða þingmannafjölda að
mestu leyti, á sveitafólkið að
minnsta kosti kröfu til, að þvi sé
gert svo auðvelt að kjósa sem unnt
er. Og er þó alltaf hætt við að mun-
ur verði á aðstöðu þess og bæjabú-
anna, sem ekki eru nema nokkrar
/t.
mínútur að ganga á kjörstaðinn,
en oftast eru sóttir heim í- bíluin.
En ég vil nú spyrja um eitt: Er ekki
hægt að láta kosningar í sveitunum
fara fram eins og manntal, þannig
að kjörstjórnin og umboðsmenn
flokkanna fari milli bæja og fólkið
kjósi heima hjá sér? Sú kosning
ínvndi náttúrlega taka nokkra daga.
En það eyðast þó fleiri dagsverkin,
ef allur almenningur á að fara lang-
ar leiðir á kjörstaðinn. —' Hingað til
hefir það verið svo, að yngra fólkið,
sem ckki hafði kosningarrétt, gætti
heimilisins, meðan eldra fólkið kaus.
En hvernig á nú að fara að, þegar
yngra fólkið fær líka kosningarrétt.
Margt af því getur alls ekki notað
hann, þó í bezta veðri sé, nema ein-
hverjar nýjar ráðstafanir verði gerð-
ar í kosnihgalögunum. Bóndi.
Kosningalaganefnd.
Erindi íhaldsflokksins um skipun
Nýr búpeningur.
Karakúlfé og brezkir nautgripir af
holdakynjum.
Síðan kreppunnar tók að kenna
með lækkandi verði á íslenzkum land-
búnaðarafurðum hefir þeim röddum
íarið fjölgandi, að breyta þyrfti til
um búnaðarháttu að einhverju leyti,
taka upp nýjar framleiðslugreinar og
skapa á þann hátt nýjar, verðmætari
afurðir. Sú tilraun, sem nú hefir ver-
ið gerð með innkaupum á karakúlfé
og nokkrum nautgripum af brezkum
boldakynjum, er spor í þessa átt, og
þess verð að islenzkir bændur fylgist
vel með hvern árangur hún kann að
færa.
Jiað er Búnaðarfélag íslands, sem
hefir gengizt fyrir þessum kaupum,
að tilhlutun ríkisstjómarinnar. Kara-
kúlkindurnar eru 20 talsins, og eru
keyptar hingað frá þýzkri dýrarækt-
arstofnun. þar af eru 5 ær og 6 hrút-
ár af hreinu karakúlkyni, en 9 hrút-
ar eru kynblendingar af karakúlfé
og þýzku fé. Eru fimm hrútarnir
blandaðir í 10. lið, einn í 6. lið og
þrír í 5. lið, en þó bera þeir aiiir
elnkenni karakúlfjár. Sýnir það að
kynfestan er æðisterk.
Afurðaverðínæti karakúlfjárins ligg-
ur aðallega í lamskinnunum. Er
lömbunum slátrað 1—3 daga göinl-
um. Skinnin eru höfð í húfur, kraga
og loðkápur. Kápur úr góðum slcinn-
um kosta nú í þýzkalandi 2800—
3900 kr., en í eina slíka kápu þarf
22—21- lambskinn. Karakúlærin getur
borið þrisvar til fjórum sinnum á
bverjum 2 árum, og geta menn í
því séð hvaða arð hún gefur af sér,
ef vel heppnast.
Frekai- er fé þetta óásjálegt. Er
það með krvppu í baki, stutt á lagð-
inn og liefir löng og lafandi eyru.
Rófan gengur jafnbreið bakinu miðja
leið niður undir konungsnef, en þar
gengur niður úr henni mjór dindill.
Ýmist er það svart eða grátt á lit
og ílest kollótt.
Fé þetta er komið hingað fyrir tæp-
um mánuði. Verðið var frá 550—2200
kr. hver kind. Voru þær hreinrækt-
uðu allmikið dýrari. Síðan fóð
kom hingað hefir það verið i þerney
og verður þar framundir haust, en
þá mun það dreifast út um land.
Hafa félög bænda og einstakir bænd-
ur keypt 13 hrúta, en 2 hrúta og
ærnar 5 ætlar ríkið að eiga sjálft
og rækta hreiht karakúlfé.
Nautgripirnir, sem keyptir voru um
sama leyti, eru líka geymdir í þern-
ey. Eru það fjögur naut og ein
kvíga. Eru nautin sitt af hverri teg-
und: eitt af Aberdeen Angus-kyni,
annað af Short-horn-kyni, þriðja af
Galloway-kyni (kvígan er af sania
kyni) og það fjórða er útigangsnaut
af skozka hálendinu, af svonefndu
Highland-kyni. Allt eru þetta vel-
kunn brezk holdakyn, en ekki mjólk-
ur. Enda er þessi tilraun miðuð við
það, að með kynbótum sé hægt að
auka og bæta nautakjötsframleiðsl-
una.
Að svo stöddu máli, skal ekki urti
það dærnt hér, hvaða árangur þess-
ar tilraunir kunna að bera. En þeirn
þai-f að fylgja með athygli, eins og
öllu þvi, sem gert er og stefnir í þá
átt að skapa hinum íslenzka land-
búnaði bætta afkomumöguleika. Mun
Tíminn eftir því sem föng verða til
gefa lesendum sínum tækifæri til að
fylgjast með um þá hluti.
til Magnúsar Guðmundssonar, því að
dómsmálaráðuneytið á að skipa slika
nefnd, ef úr því yrði. Hefði M. G.
verið innan handar að skipa þessa
nefnd strax og þingi lauk í vor, ef
alment hefði þá verið gengið út frá
því, að aukaþing yrði í sumar. En
sannleikurinn er sá, að íhaldsmenn
nefndu þá aldrei aukaþing á nafn,
og yfirleitt var ekki gert ráð fyrir,
að það kæmi til mála. þegar t. d.
Héðinn Valdimarsson spurðist fyrir
um undirbúning kosningalaga, svar-
aði M. G. þvi á Alþingi, að frum-
varp til þeirra yrði undirbúið svo
snemma, að flokkarnir gætu kynnt
sér það nokkrum tíma áður en þing
einskonar gullkálfur þeirra íhalds- ‘ nefndar til að undirbúa ný kosninga-
manna, sem þeir trúa á í harðærum. lög, hefir ÁSgeir Ásgeirsson for-
Tillaga sú, sem samþykkt var á sætisráðherra bréflega vikið frá sér
Tólf mánuðir - sex menn.